Lögrétta


Lögrétta - 03.09.1919, Blaðsíða 4

Lögrétta - 03.09.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Alþingi. Þingmannafrumvörp. 67. Um húsagerð ríkisins. Frá fiárveitinganefnd. 1. gr. Landsstjórn- mni er heimilt aS láta reisa, svo fljótt sem því verður vih komiö: 1. Lands- ípítala,’2. viSbót viS geöveikrahæliö á Kleppi, 3. íbúðarhús á Hvanneyri og 4. íbúöarhús og skólahús á Eiö- vm. 2. gr. Til húsageröa þeirra, sem t:m ræöir í 1. gr., er stjórninni heim- i!t aö faka á ábyrgö ríkissjóös nægi- ’ega stórt lán, er endurgreiöist á 20—• 30 árum. 3. gr. Lög þessi öölast gildi þegar. í staö. — f greinargerö segir: Þaö er gert ráö fyrir sumum fram- angreindum byggingum í fjárlögum þeim og fjáraukalögum, er stjórnin iagöi fyrir þingið 1919. Er því um þær byggingarnar visaö til athuga- stmdar í umgetnum laga frumvörp- um. Að ööru leyti skal þaö tekiö fram, sem hjer segir: Allar þessar byggingar þurfa að komast upp þeg- ar í staö, aö kalla má, en þær kosta samtals svo mikiö fje, aö ekki virö- ist fært aö taka það alt af regluleg- tim fjárveitingum til tveggja fjár- hagstímabila. Þykir því rjett að reisa þessi hús fyrir lánsfje og jafna þann- ig kostnaSinn á nokkuð langt árabil Því er þaö ráð tekiö aö bera fram lagafrumvarp þetta. Kostnaöinn viö framantaldar byggingar er ékki hægt aö segja um. Sjerstaklega er örðugt að áætla kostnað við byggingu lands- spítala; en meö því aö varla getur veriö um þaö aö ræöa aö byrja aö reisa hann fyr en í fyrsta lagi seint á árinu 1921, er sjálfsagt, aö Alþingi verður gefiö færi á aö segja álit sitt um teikningar hans og kostnaöará- ætlanir. Hinar þrjár byggingarnar að meðtöldum húsbúnaði í geðveikra- hælið, má eftir þeim skýrslum, er nefndin hefur í höndum, búast við að kosti 800—900 þús. krónur. 68. Um breytingu á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí'1911. Frá fjár- hagsnefnd. 1. gr. Fyrsta grein laga um vitagjald frá 11. júlí 1911 skal vera sem hjer segir: Fyrir hvert skip, sem hefur fullkomið þilfar eöa gang. vjel og tekur höfn á íslandi eða hald- ið er úti frá landinu, skal greiða vita- gjald, 1 kr. af hverri smálest af rúm- máli skipsins, og skal hálí lest og þaöan af stærri brot talin heil, en' minna broti slept. Skemtiferðaskip, sem flytja engan farm fyrir borgun, annan en farþega, skulu greiða 40 aura í vitagjald af hverri smálest. 2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 55, 26. okt. 1917, um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1920. í greinargerð segir: Fjárhags- nefndin flytur frv. þetta eftir tilmæl- um stjórnarinnar. Fer það fram á nokkra hækkun á vitagjaldinu. Á- stæöan til hækkunarinnar er meðal annars þessi, að alt, sem þarf til rekstrar vitanna, er margfalt dýrara nú en áöur var. Kostnaður við bygg- ing vita er einnig miklu meiri en áður gerðist, og lítur eigi út fyrir annað en að svo verði um skeið. 69. Um breyting á lögum nr. 47. 20. des. 1901, um almannafrið á helgi- dögum þjóðkirkjunnar. Flm. Jör. Brynj. 1. gr. 1. grein laga nr. 47, 20. desember 1901, orðist svo: Á helgi- dögum þjóökirkjunnar er bönnuð öll sú vinna, úti og inni, er hefur þann hávaöa í för meö sjer, eða fer fram á þeim stað eða meö þeim hætti, að hún raskar friði helgidagsins. — Svo er og bönnuð á helgidögum þjóö- kirkjunnar öll vinna í atvinnuskyni við verksmiöjuiönað eða handiðnað, námugröft, húsgerð og aöra mann- virkjagerð, heyskap og jarðabætur, slátrun, fiskveiðar, fiskverkun, vöru ílutninga í kauptúnum, ferming og afferming skipa. — Þó skal heimilt aö vinna þau verk, er miða aö þvi atS bjarga og hjálpa öörum, sem í hættu eru staddir, eöa eiga hana yfir höföi sjer. Svo er og heimilt aö starfa að fiskveiðum, þegar ógæftir hafa geng- iö, og að heyþurkun, fiskþurkun og að fermingu og affermingu þurkaðs saltfisks, þegar óþurkar hafa gengið, einnig fermingu og affermingu á öðrum vörum, er veðrátta hefur hindraö, eða á torsóttum höfnum. 2. gr. 1. málsliður 2. greinar laganna orðist svo: Kaup og sala í atvinnu- skyni má eigi fara fram á helgidög- um þjóðkirkjunnar, og skulu búðir kaupmanna og annara sölumanna, svo og skrifstofur þeirra og annara — atvinnurekenda, vera lokaðar. 4. gr. 1. málsgr. 10. gr. orðist svo: Brot gegn lögum þessum varða sektum, þann er vinna lætur, kr. 500—1000. og þann er verk vinnur, kr. 20—40, og skulu sektirnar renna í sveitar- sjóð. í greinargerð segir: Frumvarp þetta er flutt eftir ósk verkamanna hjer í bænum. Hafa þeir nú um skeið haft mál þetta til meðferðar. Er þeim áhugamál aö losna sem mest við erf- iöisvinnu á helgidögum, nema þá er brýn nauðsyn ber tii. Allmikiö hefur veriö hjer um helgidagavinnu, og oft og einatt, sem hennar hefur ekki virst nokkur þörf. Væri rjett, að reistar væru ríkari skoröurviö henni, en gild- andi lög um það efni gera. Presta- stefnan í sumar hafði mál þetta einn- ig til meðferðar og tjáði sig því mjög íylgjandi, að helgidagavinna færi ckki fram algerlega aö þarflausu, eins og nú á sjer oft staö. Lambskinn kaupa háu verði Þórður Sveinsson & Co, Reykjavík. Þingsályktunartillögur. 20. Um framkvæmd skógræktar. Frá landbúnaðarnefnd. — Neðri deild Alþingis ályktar að skora á lands- stjórnina aö láta rannsaka allar fram- kvæmdir í skógræktarmálum lands- íns undanfarin 5—10 ár, og komi 5 ljós, að forusta þeirra mála sje óvið- unandi og óheppileg, að stjórnin skifti þá um framkvæmdarstjórn þeirra, eftir því sem nauðsynlegt þykir. Radiumstofnunin Lækningastofan er í Póthússtræti 7 (hús Nathan & Olsen). Viðtalstími daglega kl. 2—3. Gunnlaugur Claessen. Vjelstjóraskóli íslands byrjar 8. október. Þeir sem ætla sjer að sækja skólann, sendi skriflega umsókn til Post Box 393, Reykjavík. Umsóknin á að vera stíluð til stjórnarráðs Islands og skal’ henni fylgja læknisvottorðj skírnarseðill, vottorð fyrir að hafa stundað járn- smiði í 3 ár eða vjelstjóraskírteini. M. E. Jessen. Um skipulag sveitabæja. Eftir Guðmund Hannesson. III. Byggingasnið og útlit. (Niðurl ) Hjer skal að eins drepið á fáeinar algengur mótbárur gegn svipuöu útliti á sveitabæjum og hjer er sýnt. Mörgum þykja svo h á hús eins og íbúöar- . húsiö er óhæf í sveitum, þó þau geti farið vel i bæjum; sveitarlegar verða byggingarnar ekki, nema þær sjeu lágar, sjerstaklega veggir: annaö- hvort enginn kjallari eða mjög lágur, ekkert port, en aftur færi vel aö þakið sje hátt. Þannig eru allir sveitabæir í D a n m ö r k u, og er það sannast mála, að þeir fara þar mjög vel. Þessi smekkur hefur borist hingað frá Danmörku. Það liggur næst að. benda á, að i öðrum löndum, og það fjallalöndum, t. d. Noregi og Svisslandi, eru sveitabæir með alt öðru sniði og engu lægri en hjer er sýnt. Þó eru flestir sammála um, aö þeir fari þar vel og sjeu full-sveitalegir. Það er þó alls ekki tíska og byggingasnið annara landa, sem mestu ræöur fyrir oss. Vjer eigum að byggja svo sem oss hentar b e s t, eftir voru tíðarfari, landslagi, byggingarefnum, lifnaðarháttum og fjárhag. Og vjer eigum smámsaman aö- þroska það byggingalag, svo að það verði fagurt og fullkomið. Hvaö íbúöarhúsið snertir, má fyrst minnast á k j a 11 a r a n n. Þó honum sje slept, verður ekki hjá því komist, að grafa fyrir undirstööu hússins 1,50 st., svo frost nái henni ekki, og fylla skurðina vandlega með grjóti 0g er þó jafnvel varasamt, að hafa ekki útveggina neðanjarðar úr hlöðnu grjóti eða steypu. Þetta er alldýrt, ekki síst ef grjót er ekki við hendina, en auk þess þarf að steypa um st. veggi upp úr jörð, svo húsið verjist vatni og snjó. Er þá komin kjallarahæðin eða því sem næst, og engu minna grjót hefur gengið til þessa, en þó kjallari hefði verið gerður. S'ðan verður að byggja viðbót við húsið, sem sje engu minni en kjallarinn og gera útveggi svo hlýja, að eigi frjósi, gera gólf og þak svo í góðu lagi sje, því lítið sem ekkert af kjallararúminu má missast. Þaö mun áreiðan- legt, að alt þetta til samans verður mun d ý r a r a en vel gerður kjallari og hefur þann einn kost, að losna við stigann niður í kjallarann og erfiðið að ganga upp og ofan hann, Kjallarinn er því sjálfsagður fyrir alla, sem þurfa að halda sparlega á fje sínu, en svo er um flesta. Um hæðina á neðra gólfi er engin deila. Hún er jafnsjáífsögð hversu sem húsið er bygt. P o r t i ð eykur að mun húsrýmið á loftinu og gerir herbergin þar snotrari. Stundum má telja það sjálfsagt, að það svari ágætlega kostnaði, ef stærð hússins og herbergjaskipun er svo, að loftsherbergi verði oflítil að öðrum kosti. Á þessu húsi má eftir vild hafa port eða sleppa því. Lofts- herbergin eru nægilega rúmgóð, þó það falli burtu. Um það má deila, hvort betur fari á sveitahúsi, að það sje portlaust eða með porti, en þó er það víst, að portið spillir ekkí svo útliti hússins, að ekki sje sjálfsagt að hafa það, þar sem það borgar sig. H á a 1 o f t i ð mætti tæpast vera öllu lægra, til þess að loftsherbergi. rýrðust ekki um of. Það myndi því alls ekki svara kostnaði, að gera það íægra vegna þess, að þá ónýttist það til geymslu, yrði ekki mánnoengt. Þakhæðin má því heita fastbundin. Kvisturinn á vesturhlið má vel vera lægri og einfaldari, en nauð- synlegur er hann, ef sjúkraherbergið á að vera nýtilegt. Sje því slept, fellur hann að sjálfsögðu burtu. Það er nokkur sparnaður og lýtir húsið ekki, tn — herbergið má ekki missast! Um útihúsin verður tæpast sagt,.að þau sjeu of há í lofti. Þau eru öll einlyft og kjallaralaus. Þó hlaðan sje nokkru hærri, verður tæplega að því fundið. Þá er að lokum ein þýðingarmikil mótbára: að þeíta og þvilíkt bygg- ingasnið sje útlent og allsendis óþjóðlegt. Er því þá venjulega hald- ið fram, að vjer eigum að yngja upp gamla bæjastýlinn, sem ó- neitanlega er bæði fagur og þjóðlegur, ef vel er með hann farið. Þó það megi með nokkrum rjetti segja, að þetta húsasnið og húsaskipun sje ekki alíslensk, þá má um það déila, hvort það sje óþjóðlegt eða út- lenskt, að minsta kosti er húsaskipunin og svipur bæjarins allur annar en í nágrannalöndunum. í Danmörku eru sveitabæir með alt öðru sniði, húsin lág, kjallaralaus og portlaus méð mjög háu risi, venjulega.sambygð- ar húsalengjur hringinn í kring um ferhyrndan húsagarð * Eru þar öll hús komin saman, íbúðarhúsið, geymsluhús og peningshús, en fjósþaug- urinn í miðjum húsagarðinum. í Noregi er .víðast vel hýst nú orðið, en húsin mörg, með stórum sundum eða millibilum, því flest eru þau úr timbri og óhjákvæmilegt að greina þau sem best sundur vegna brunahættu. Oft er skipulag húsanna mjög óréglulegt, en viðast á svo að heita, að þau liggi umhverfis ferhyrndan húsagarð. Kjallarar eru algengir og p¥>rt á húsum, og að því leyti má segja, að íbúðarhúsinu svipi til þeirra. Þó er þakið venjulega mun risminna, ef það er torfþak á næfrum, svo sem víða tíðkast. Húsaskipunin er því öll önnur en hjer er gert ráð fyrir. Svipað má segja um sænsk, ensk og þýsk bændabýli. Það er með öðrum orðum alt annað útlit á slíkum sveitabæ, sem hjer er sýndur, en tíðkast í nágranna- löndunum og engu óþjóðlegra en þeirra byggingasnið, ef menn geta á annað borð fallist á, að það henti vel vorum þörfum og sje sniðið eftir þeim. Alíslenskt getur það fyrst orðið með löngum tíma, þegar innlend reynsla og smekkur og hugsunarháttur hefur lagt á það smiðshöggið, breytt því svo og bætt, að hver hlutur verði jafnsjálfsagður og hann var orðinn i gömlu bæjunum. Það skal þó fyllilega viðurkent, að gömlu torfbæirnir voru ólíkt ein- * Á kotum (húsmannabýlum) eru húsin annaðhvort ein óslitin húslengja eða út- skot (hliðarálma) við annan endann. Det kgfl. oktr. Söassurance-Gompag'ni tekur aS sjer allskonar sjóvó-tryg-aringar*. Umboðsmenn úti um land: á Isafirði: ólafur Davíðsson kaupmaður á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaður á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði. Aðalumboðsmaður fyrir Island Eggert Claessen, yfirrj.málaflutningsmaður. kennilegri og þjóðlegri á alla lund. Sú spurning er algerlega rjettmæt, hvort ekki sje þá hægt og hentugt, að taka upp gamla bæjastýlinn eða byggingasniðið á þessum nýju steinsteypubæjum. Um þetta mætti rita langt mál, en yfirleitt má hiklaust svara þessari spurningu neitandi. Margar gildar ástæður liggja til þessa. Eitt þil eða tvö nægja ekki til þess að gera risulegan bæ, en á hæfilega stóru íbúðarhúsi er hvergi pláss fyrir þiljaröð, þrjú þil eða fleirý og þaðan af síður þykka veggi milli þeirra, sem auk þess yrðu aldrei sannir, verulegir milliveggir, heldur að eins óeðlileg stæling af ytra útliti einu. Eini bygg- ingaflöturinn, sem er nægilega stór til þess að þiljaröð rúmist þar, er 'á útihúsunum, (skemmu, hlöðu og fjósi á 6. mynd). Það er hægða-rleikur að byggja framhlið þeirra með bæjasniði, langþaki á aðalhúsinu, en met stórum kvistaburstum og þiljum að framan. Þó verður ekki við því gert, að venjulegt skipulag á gluggum og hurðum á slíkum þiljum hentar alls ekki, síst á öllum þiljunum. I staðinn fyrir dyr og glugga þurfa þar að koma baggagöt o. fl., með alt öðru skipulagi, en þá hverfur óðara allursvipur þiljanna og öll þeirra fegurð. Margt annað óeðli fylgir þessu. Það verður t. d. varla hjá því komist, að skifta hlöð- unni á 7. mynd, sem er eitt hús, í 2 þil, milliveggir milli þiljanna yrðu ó- eðlileg útlitsstæling og annað ekki. Engin innri nauðsyn eða nytsemi lægi á bak við bæjargerfið, en aftur yrði margbrotni þakflöturinn dýrari, kald- ari og lekahættari, en húsið rúmminna og óhentugra til afnota. Ofan á alt þetta bætist, að sjeu þilin gerð úr timbri, sem nokkur nauðsyn ber til vegna útlitsins, þá verður húsið endingarminna og eldfimara, auk þess erfitt, að búa vel um gættina, þar sem timbur og steinn mætist; en sjeu aftur þilin gerð úr steinsteypu og ef tihvill með upphleyptum listum, til þess að gera þau svipmeiri, þá væri þetta eigi annað en óeðliieg stæling af timburþilj- unum, sem engan rjett hefði á sjer. Hvernig sem þessu er snúið, og hvað sem reynt er að telja bæjalaginu til ágætis, þá ber alt að sama brunni: Á í b ú ð a r h ú s i n u r ú m a s t e k k i þ i 1 j a r ö ð, e n á úfhúsun- um er hún qhentug, fer illa og missir allan svip, hversu sem að er farið. Það eru að.eins tvær undantekningar frá þessu. Þar sem bygt er úr torfi, á líkan hátt og venja er til, getur gamla bæja- og bustalagið farið vel og verið sæmilega hentugt. Þó er eigi að síður hæpið. hvort' það hentar allskostar torfbyggingunum, ef þær taka venjulegum endur- b ó t u m. Önnur undantekningin er sú, þar senr efnamenn eiga hlut að rnáli, menn sem taka nriklu meira tillit til útlits en ’byggingarkostnaðarins. og þurfa auk þess mikil og margbreytt húsakynni. Þar sem um slík höfuð- ból er að ræða, er það engum vafa bundið, að reisa rná risulega og fagra bæi með gamla bæjalaginu, eða öllu heldur nýju og skrautlegra gerfi, en með sarna svip og eðli. Dænri þessa má sjá í bók A. Rávads, um íslenska byggingalist. Aftur er hitt víst, að allur almenningur neyðist til þess að byggja sem ódýrast og hentugast, enda væri alt annað óheppilegt frá þjóðmegunar sjónarmiði. Það er rneira að segja óvíst, þó risulega væri bygt, og án þess að horfa í kostnaðinn, hvort auðið væri að halda bæjastýlnum gamla. Rávad hefur vikið frá þonum að því leyti, að allur nriðhluti byggingarinnar nær lengra fram en til endanna, en það er eitt af einkennum bæjanna, að þilin standa öll í beinni línu. Ef timburþiljunum er nú slept, og samhangandi múr kem- ur í stað þeirra og milliveggjanna (og sú myndi verða niðurstaðan áður langt um liði), þá væri ekki annað orðið eftir af bæjarlaginu, en bursta- kvistir á stóru aðalhúsi, en þá er að eins lítið skref yfir i e n s k t bygg- ingalag. Það er að vísu bæði mjög fagurt og hentugt (að minsta kosti í Englandi), að nrörgu leyti, en aldrei yrði það sjerkennilegt fyrir oss eða þjóðlegt. Eins og fyr hefur verið vikið að, verður það eflaust löng leið og torsótt fyrir oss að finna gott, þjóðlegt byggingasnið. Það er að vísu tarvelt að ráða vel fram úr þeim atriðunum, sem lúta að verkfræði og heilbrigðis- fræði, en hjer er þó um þekkingu eina að ræða, og ekki ókleift að afla sjer hennar. Hvað svip og útlit snertir utan húss og innan er aftur að ræða um 1 i s t og tilfinningamál, sem engar einhlítar reglur verða gefnar um. Og það er ekki svo vel, að góður húsagerðarfræðingur, jafnvel þó hann væri ágætur, smekkvís listamaður, geti fyllilega fram úr þessu ráðið. Húsakynni alþýðu hljóta ætíð að mótast að nokkru leyti af henni sjálfri, hennar smekk, hugsunarhætti og lifnaðarháttum, og fyllilega þjóðleg verða þau tæpast, fyr en hugmyndir byggingarfræðinga og einstakra manna hafa gengið fleiri eða færri mannsaldra gegn um þann hreinsunareld. Þó má hiklaust fullyrða, að allir algengir sveitabæir eiga að vera blátt áfram, e i n f a 1 di r og lausir við alt tildur, Á þann hátt verða þeir feg- urstir. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.