Lögrétta - 10.09.1919, Page 4
4
Lögrjetta
nema húsaskatturinn, og virtSist
nefndinni nú rjett að hækka hann um
helming, og sýnist þaS alls eigi langt
farið, er litiiS er til breytingar þeirrar
á veríSgildi peninga, sem heimsstyrj-
öldin hefur valdið. Nefndin gengur út'
frá, aö húsaskattslögin veriSi endur-
skoöuiS um leiíS og endurskoðun sú
fer fram á skattalöggjöfinni, sem nú
stendur fyrir dyrum. Tekjuaukinn af
frv. þessu mun nema sem næst 25
þús. kr. á ári.
73. Um heimild til löggildingar á
tulltrúum bæjarfógeta til þess a’ð
gegna eiginlegum dómarastörfum, o.
11. Frá samvinnunefnd allsherjar ••
nefnda. — 1. gr.: Dómsmálaráö-
herra er, auk þess, sem áður hefur
tiðkast, heimilt að löggilda menn,
sem fullnægja lagaskilyrðum fyrir að
hafa á hendi dómaraembætti hjer á
landi, til þess að skipa dómarasæti
í lögreglumálum og halda sakamáls-
rannsóknir í kaupstöðum landsins í
forföllum hins reglulega dcmara og
á hans ábyrgiS. — 2. gr.: Heimilt er
lögreglustjóranum í Reykjavík og
löggiltum fulltrúa hans að taka boði
sökunauts um aö greiða hæfilega sekt
samkvæmt gildandi lögum, til þess
að sleppa hjá dómi, og skal afplána
þær sektir eftir reglu um afplánun
fjesekta í öðrum málum en sakamál-
um.
í greinargerð segir: í Reykjavik
eru hin eiginlegu dómarastörf þegar
orðin svo umfangsmikil, að einum
manni er það á stundum ofvaxiS, að
hafa þau á hendi, svo vel sje, og að
sama má búast við að geti rekið í
hinum öðrum kaupstöðum landsins.
þar sem dómararnir hafa svo mörg-
um og margvíslegum öðrum embætt-
isstörfum að gegna en dómarastörf
um.
74. Um þingfararkaup alþingis-
manna. Frá launamálanefnd. — 1
gr.: Alþingismenn skulu hafa 12 kr
þóknun daglega bæði fyrir þann
t;ma, sem þeir sitja á Alþingi, og
þann tíma, sem fer til feröa aö heim-
an til þings og heim af þingi. — 2.
gr.: Ferðakostnað fá alþingismenn
sem búsettir eru utan Reykjavíkur,
endurgöldinn eftir reikningi .... 3.
gr.:. Auk hinnar daglegu þóknunar
fá alþingismenn sams konar uppbót
á henni ejns og embættismenn lands-
ins fá á launum sínum samkvæmt
launalögum.
75. Um breyting á 55. gr. laga nr.
16, 11. júlí 1911, um aukatekjur lands-
sióðs. Flm.: M. Torf. — 55. gr. auka-
tekjulaganna orðist svo : Fyrir að rita
á skjöl verslunarskipa og vöru- og
mannflutningskipa og fyrir aö láta af
hendi þati skilríki, er skipin eiga a'ð
fá á íslandi, skal greiða 1 kr. af
hverri smálest af rúmi skipsins, þanr
ig að Yi smálest eða þar yfir ber að
telja heila lest, en sleppa þvi, sem
minna er en smálest; skal greiða
gjald þetta á hinni fyrstu höfn á fs-
landi, er skipið kemur á, til þess að
taka á móti vörum eða fólki, eða til
þess að skipa upp vörum eða skjóta
fólki á land. Nú kemur skipið á aðr-
sr hafnir í sömu ferðinni, og skal þá
eigi gjald greiða á þeim höfnum fyrir
að rannsaka og rita á skjöl þess, eða
fyrir nýjar farmskrár, þar með talin
löggilding vöruskoðunarvotta. bkip, |
sem er U30 smálestir eða meira, og að
cins höfð til innanlandssiglinga, eða
haldið er úti til fiskjar af landsmönn-
um, greiða gjald þetta einu sinni á
ári. Skal það goldið í byrjun útgerð-
artímans, þar sem skipið er skrásett.
Skip, sem skrásett eru í Danmörku
og koma hingað eingöngu til fisk-
■veiða, skulu greiða 1 kr. af hverri
smálest á fyrstu höfn, er þau taka,
þó eigi nema einu sinni á ári.
Þingsályktunartillö gur.
21. Um Þingvöll. Frá fjárveiting-
nefnd. — Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina: 1. Að láta rannsaka
girðingastæði og girðingakostnað um-
hverfis svæðið frá Þingvallavatni
rnillí Almannagjár og Hrafnagjár
norður á móts við Ármannsfell og
Iírafnabjörg. 2. Að rannsaka, á hvern
hátt heppilegast yrði fyrir komið að
afnema búfjárrækt og ábúð á býlun-
um Hrauntúni, Skógarkoti og Þing-
völlum ásamt Vatnskoti. 3. Að koma '
í veg fyrir, að einstakir menn eða
íjelög reisi sumarbústaði eða nokkur
onnur skýli á svæðinu, sem í 1. lið
getur. 4. Að skipa umsjónarmann á
Þingvöllum yfir sumarið, er gæti þar
góðrar reglu. 5. Að leggja fyrir næsta
Alþingi frumvarp til laga um friðun
Alþingisstaðarins forna við Öxará, að
meðtöldu umhverfi hans, er æskilegt
þykir að -friða. Kostnaðinn, sem af
þessu leiðir, er stjóminni heimilt að
greiða úr ríkissjóði.
22. Um fræðslumál. Frá menta-
málanefnd. — Alþingi ályktar að
skora á stjórnina: I. 1. Að endur-
skoða löggjöf landsins um barna-
fræðslu og unglinga. 2. Að endur-
skoða alt skipulag Kennaraskólans,
gagnfræðaskóla, búnaðarskóla, og al-
þýðuskóla, svo og að rannsaka, hvort
heppilegt og gerlegt muni vera að
stofna alþýðuskóla í einum eða fleir-
um landsfjórðungum, " á . kostnað
landssjóðs að öllu leyti eða einhverju.
3. Að undirbúa lagasetning um þessl
eíni svo fljótt sem því verður við
komið. — II. 1. Að tvískifta þegar
í haust 3 efstu bekkjum Hins almenna
rnentaskóla, og verði önnur deildirj
málfræðisdeild og sögu, en hin nátt-
úrufræðisdeild og stærðfræðisdeild.
2. Að rannsaka, hvort eigi mum
heppilegast, að kenslugreinir í 3
neðstu bekkjum Mentaskólans verði
hinar sömu sem þær voru áður en
rúverandi skipulag komst á skóla
þennan, svo og hvort eigi skuli setja
sömu inntökuskilyrði í hann og sömu
einkunnir í honum, sem voru áður en
sú skipun var á ger, sem nú er. 3. Að
gera þær breytingar á reglugerð skól-
ans, sem nauðsynlegar verða sam-
kvæmt niðurstöðu rannsóknarinnai.
— III. Loks ályktar Alþingi að heirr:-
iia Stjórninni að greiða úr ríkissjóði
það fje, sem nauðsynlegt reynist til
framkvæmda atriða þeirra, sem í I.
og II. tölul. greinir.
23. Um skipun milliþinganefndar
til þess að athuga og koma fram með
tillögur um varnir gegn berklaveiki.
Flm.: M. Pjet. — Alþingi ályktar að
skora á stjórnina að skipa 3 lækna í
milliþinganefnd til þess að rannsaka
á hvern hátt megi best verjast berkla-
veikinni hjer á landi. Nefnd þessi
leggi síðan rökstuddar tillögur sínar
fvrir næsta þing, og þá sjerstaklega
tillögur urn þær breytkigar á löggjöf •
inni, er hún telur nauðsynlegar í þessu
elni.
Hrossasalan.
Um hana var nokkuð deilt i þing-
inu. Landbúnaðarnefnd segir í álits-
skjali sínu um málið:
Hr. Thor Jensen, formaður útflutn-
ingsnefndar, sem staðið hefur fyrir
hrossasölunni erlendis, hefur látið
nefndinni í tje upplýsingar um mark-
aðshorfur fyrir íslenska hesta og til-
ooð, sem fram hafa komið. Sjest
glögt á brjefum og skeytum um mál-
ið, að salan hefur verið örðug. Dansk-
ir hestar hafa fallið í verði fast að
helmingi síðan í fyrra; vonlítið þess
vegna eða vonlaust, að fá sama verð
og i fyrra fyrir íslenska hesta. Samn-
ingaumleitanir byrjuðu um miðjan
maí. Um 21. maí gerðu húsmannafje-
lögin dönsku boð í 2000 hesta, 4—8
vetra, 48” að stærð, og þar yfir, við
skipsfjöl, fyrir 475 kr. hvern, er borg-
ast áttu við afhendingu í Danmörku.
Tilboðið var bundið við einkasölu.
Krafist var svars fyrir 4. júní. 5. júní
kom fram tilboð írá Brödr. Zöllner
og P. Westergaard & Sön, um kaup
á 3000 hestum. En það eru hinir einu
kaupmenn í Danmörku, auk Jensens,
sem nú er fyrir húsamannafjelögin,
er hafa keypt hesta á Islandi. Verðið
var Fyrir hross 4—8 vetra, 50” og
þar yfir 400 kr., fyrir hross 4—8 vetra
48—50” og þar yfir 340 kr., fyrir
hross 3 vetra, 46” og þar yfir 280 kr.
Ekki mátti vera nema J4 3 vetra.
Borga átti við afhendingu i Kaup-
mannahöfn. í tilboðsbrjefinu stendur,
að markaður sje ekki fyrir fleiri hesta
í Danmörku, nema með miklu lægra
verði. Aðrir hestar máttu ekki koma
á markaðinn frá íslandi í ár. Tilboðs-
frestur var til 17. júní. Sama dag-
gerði Louis Zöllner í Newcastle tilboð
í 1000—2000 hesta, flutta til Eng-
lands. Verðið átti að vera: Fyrir hesta
4—8 vetra (ekki hryssur) 390 kr.
fyrir'hesta 3 vetra (ekki hryssur) 280
kr.
í Svíþijóð var rannsakaður markað-
i:r fyrir hesta, en þar var engin e'tir-
spurn eftir þeim, nema þá fyrir mjög
lágt verð. Um mánaðamótin maí—
júní var farið að þinga um hestakaup
við nýjan hestakaupmann danskan,
- Levin Hansen. Komst það svo
langt, að hann var talinn bundinn við
þannig lagað tilboð, að kaupa alla is-
lenska hesta, senr út yrðu fluttir i ár,
iyrir þetta verð: 600 kr. 4—8 vetra,
4.8” og þar yfir, 500 kr. 3 vetra, 48”
og þar yfir, 400 kr. 3 vetra, 46—48”
og þar yfir. Skyldi kaupandi greiða
flutningsgjald og fóður, en ekki á-
0. fÉRon b Skolason
Bankastræti 11 Linnésgade 26
Reykjavík. Köbenhavn.
Hafa bein viðskifti við verksmiðjur í ýmsum löndum, sem meðal annars framleiða eftirtaldar vörur:
Alls konar prjónaðar vörur úr ull og bómull. Anelinliti egta. Alls konar niðursuðuvörur, svo sem: Græn-
meti, Kjötmeti, Álarmelade, Geleer, Avaxtasafa alls konar með sykri, margs konar ávaxtavín óáfeng ——
Þurkað grænmeti og ber. Smjörlíki, Osta, Sápur og annað þvottaefni. — Alls konar svertu og áburð, hár-
meðul. \ mdla smaa og stora. Neftobak, Mlunntobak. Árar alls konar ur eik og furu. Sildartunnur Kjöttunn-
ur, Tunnuvjelar. Alls konar stálvírstrossur úr sænsku stáli. Pappírsvörur mjög fjöibreyttar, þar á meðal versl-
unar og bánkabækur og hvers konar eyðublöð, prentun og bókband er annast um eftir hvers manns ósk.
Alls konar ritföng. Farfavörur hverju nafni sem nefnast, á trje og málma, þar á meðal olíur og lökk. Kara-
mellur, Sukkulaði, Ca'cao, óáfengt ö!. Svuntur, hvítar og mislitar af ýmsum stærðum, afar fjölbreytil. Alls
konar skófatnað. Húsgögn frá dönskum verksmiðjum. Þakpappi ýmis konar, Veggpappi og Veggjapappír.
Alls konar Gólfdúkar (linoleum). AIls konar Lampar og önnur ljósáhöld. Cement o. fl.
Frá stærstu heildsöluhúsum: Nýlenduvörur hvers konar. Jarðepli, Ávextir, Salt, Veiðarfæri. Vefnaðarvör-
ur alls konar, tilbúinn Fatnaður. — Smíðajárn og Þakjárn. Skotfæri. Gler- og Leirvörur.
Silki einlit og mislit, Silkibönd, Si'kisokkar og Silkihanskar. Alls konar smávörur. Fjölbreyttan skraut-
varning o. fl.
Einkaumboð á íslandi og Færeyjum fyrir John Willumsen í Isaupmannahöfn. Stærsta og ódýrasta
heildsala Norðurlanda á alls konar járnvörum, smáum og stórum, verk færum, blikk-aluminium og steindum
(emaileruðum) vörum. Ennfremur á alls konar burstum og kústum, leikföngum, alls konar saum og m fl
------------------
Export-Kaffid
frá F. H jort & Co. Kaupmannah öfn, er alment eftirspurt sökum þess, hve drjúgt og bragðgott það hefur
reynst.
Er það í orðsins sönnu merkingu virkilegur kaffibætir.
Verðið þó eigi hærra en á öðru export-kaffi.
Fljót afgreidsla. Lágf ómakslaun. Crreid skil.
Selja íslenskar
afurðir hæsta
markaðsverði.
Útvegar erlendar
vörur með
verksmiðjuverðl.
byrgð. Hjer var um langtum Deira
verð að gera en annars var kostur á.
En þegar á átti að herða, hvarf mað-
urinn frá þessu boði. Samt hófust
samningatilraunir við fjelaga hans,
Poulsen Karise, og meðfram fyrír
það, að líkindum, að Levin Hansen
fjelagi hans hafði gengið svo langt,
náðust loks samningar við hann.
Samningur sá, er náðist við hann og
þá fjelaga, og pú er bindandi, er í
aðalatriðunum á þessa leið: Útflutn-
ingsnefndin skuldbindur sig til að
selja kaupanda 4000 hross, er sje
komin af stað til útflutnings fyrir
miðjan október, þó svo, að ef skip-
rúm skortir fram að þeim tíma, verð-
ur eigi krafist meiri tölu en þá er
iengin. Verði hestatalan fram yfir
4000, áskilur kaupandi sjer forkaups-
riett einnig á þeim hestum. Noti hann
eigi forkaupsrjett sinn, má selja þá
öðrum í Danmörku, þegar 8 dagar eru
liðnir frá þvi síðasti farmur hinna
hestanna er afhentur. Þar á móti er
írjálst, að nefndin selji til Englands
hvenær sem er, þá hesta, sem hún
hefur umfram. Verð hestanna er: 600
kr. fyrir hross 4—8 vetra, 48” og þar
yfir, 500 kr. fyrir hross 4—8 vetra,
47—48”, 500 kr. fyrir hross 3 vetra
48” og þar yfir, 400 kr. fyrir hross
3 vetra, 46—-48”. Af þessu greiðjr
seljandi allan kostnað innanlands,
hey, flutningsgjald og almenna sjó-
ábyrgð, en að öðru leyti tekur kaup-
andi við hestunum á sína ábyrgð á
böfn hjer og greiðir verð þeirra, þá
er þeir eru komnir um borð og sjó-
ábyrgðargjald greitt. Setur hann
nægilega bankatryggingu fyrir því;
r.ð' verðið sje jafnóðum til taks í
Kaupmannahöfn, þá er hver farmur
ier og símskeyti koma um tölu hross-
anna og tegund. Gegn samningsrofi
hefur kaupandi sett trygging í banka,
hálfa miljón króna.
Áður en tilboðin hækkuðu,var í ráði
að láta lausa söluna, með það þó fyrir
augum, að verðið kynni að verða 200
—400 kr. í hæsta lagi fyrir hvern
hest. En þegar vænkaðist með tilboð,
var haldið áfram á sama grundvellin-
um og samningar gerðir. Óvíst, hvaða
verð hefði fengist, ef sala hefði verið
irjáls. Allmiklar líkur til, að verra
verð hefði fengist en þetta á jafn-
mörgum hestum, ef margir voru
frambjóðendur og milliliðir. Og eng-
ar upplýsingar hefur nefndin getað
fengið um, að kostur sje eða hafi ver-
ið á hærra verði. Líkur eru til, að
hægt hefði verið að selja fáa hesta,
svo sem einn skipsfarm, sæmilegu
verði í frjálsr: höfn, en það væri að
sjálfsögðu ekki neinn sannur mæli-
kvarði á söluhorfum yfirleitt. Eftir-
spurn eftir íslenskum hestum hefur
sýnilega verið freniur dauf, og er það
skiljanlcgt, þar sem danskir hestar
hafa fallið svo mjög í verði. Umsam-
ið flutningsgjald er 100 kr. fyrir hvert
hross; hefði verið minst 25 kr. hærra,
cf stjórnin hefði ekki annast útflutn-
inginn.
Fjelagsprentsmiðjan.
r r
Notið eingöngu
FEYSTIV J ELAR
frá
THOMAS THS. SABROE & CO., AARHUS,
sem eru notaðar um állan heim og þykja
alstaðar bestar/ Hafa hlotið mikið lof og
fjölda hæstu verðlauna.
Iljer á iandi eru vjelar þessar notaðar hjá Sláturfjelagi
Suðurlands, Reykjavík; Sameinuða íslensku Terslununum,
Akureyri, og ísfjelagi Vestmannaeyja:
33imsliipaíjola§ íslands
Og
SamelnaSta griíTisltipaíjolagiö
nota eingöngu þessar frystivjelar í skipum sínum.
2700 vjelar af öllum stærðum þegar seldar.
Biðjið um upplýsingar og verðlista.
Einkasaii á íslandi
O. J. Jobnsen
Vestmannaeyjum.
/O
■rt
a
ui
©
>
,Frederikshavnc
er besti fjórgfeiigismótorinii.
Þorsteinn Jónsson
járnsm., Reykjavík,
fyrir vestur- og suðurland.
Ilann brennir steinolíu og er mjög
sparneytinn.
Vjelin er afar vönduð og ábyggi-
leg, gangviss og Iiæg meðferðar.
Nánari upplýsingar um vjelina og
hið afarlága verð gefa umboðs-
mennirnir
Karl Nikulásson
konsúll, Akureyri,
fyrir norður- og austurland.