Lögrétta


Lögrétta - 29.10.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 29.10.1919, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA kentur út á hverjum mií- vikudegi, eg auk þess aukablöð við og við, V erð kr. 7.50 árg. á Islandx, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júli. ast á milli þjóðanna. OríSið „sátt“ á aS ritast stórum stöfum á himin okk ar. Gremja og hatur á að hverfa úr hjörtum okkar, og minning ófriðar- grimdarinnar má ekki herða hjörtu okkar gegn endurnýjung nýs lífs meðal þjóðanna. Nei, — nú þurfa allir menn miskunnar með, nú þarf að íjetta hjálpandi hönd fornum vinum og óvinum, nú þarf endurreisnarstarf meira en nokkru sinni fyr. Fyrir þessa kynslóð verður Evrópa, eða megin- land hennar, stærsta starfsviðið. Og þar verður að vinna í fje'agsanda og tindrægni, sem nær út yfir þjóðatak- nxörkin, vinna að sameiginlegum veh ferðamálum mannkynsins. Jeg vil sjerstaklega benda á Þýska- land og Rússland. Ástandið er of al- varlegt til þess að starfið þurfi ekki að ná þangað líka. Evrópa getur ald- rei verið örugg og föst, nema Þýska- land sje það, og Stóra-Bretland getur ÆÍdrei verið það, meðan alt er öfugt og öndvert á næstu grösum. Rússland er þó sennilega enn þá erfiðari og torráðnari gáta en Þýskaland. Engin þverúð eða fyrirfram ákveðin lögmál mega ráða afskiftum manna af mál- um þar. Og jeg efast stórlega um gildi þeirrar stefnu, sem bandamenn virðast vera að taka þar upp. Rúss- landi verður að eins bjargað af Rúss- um sjálfum, eftir rússneskum hug- sjónum með rússneskum aðferðum. Rússneska þjóðsálin er sjúk og lækn- ast ekki nema af rússneskum meðul- um. Herafli okkar og vopnasending- ar geta skakkað leikinn í svip, en að kjarna málsins kemst slíkt ekki og læknar hann ekki. Látið þið Rússland eiga sig, hættið j.ið hafnbanninu og venð þið vin- gjarnlega hlutlausir. Það getur vel verið að eina vonin* fyrir Rússland sje gætin og skynsöm ráðstjórn (sov- jet-stjórn) eða að minsta kosti er hún sennilega betri en keisarastjórn- in, sem nú virðist stefna að. Ef við jjurfum á annað borð nokkuð að skifta okkur af málum Rússlands, þá skulum við gera það eins og vinir og hjálparmenn, en ekki eins og hern- aðar- * og stjórnmálaandstæðingar. Verið þið þolinmáðir yfir sjúkdómi Rússlands, gefið því tíma til að jafna sig og samúð og bíðið þið eftir á- íangrinum. Við höfum nóg að lagfæra heima hjá okkur sjálfum. Málum sambands- landanna er að vísu vel komið, og þau hafa sýnt bróðurþel í stríðinu og styrkt samúð og samvinnu alríkisins. Ýms formatriði geta enn þá verið óákveðin, en aðalverkinu er þar lokið. En afstaða svo stórra flæma sem indlands og Egiftalands er enn þá óákveðin. Og erfiðleikarnir, sem ein- mitt nú gera vart við sig í þessum löndum, minna okkur á það, að eng- um tíma ntegi glata, svo að ekki sjs íyrir alvöru farið að reyna að leysa þessa bnúta, og það þarf að gera það með þeim ráðna hug, að framkvæma einnig á þessum stöðum þau lögmál írelsis og sjálfstjórnar, sem verður að fara eftir, ef alríkið á að haldast i framtíðinni. Sama fyrirkomulagið og í sambandslöndunum (Dominions) getur auðsjáanlega ekki staðist. En Jjað ætti að vera kleift að koma á j;jóðlegri heimastjórn, sem nyti að- stoðar og ráða reyndra manna, þann- ig að mýkri, en þó ekki framkvæmda- minni, vinarhönd kæmi í staðinn fyr- ir máttvana hönd embættisstjórnar valdsins. En mest er þó nauðsynin á úrlausn- inni knýjandi í írsku málunum. Þau eru orðin að opnu sári og áhrifin breiðast út frá jxví á alt stjórnarkerfi ckkar. Og með áhrifum sínum í Ame- ríku er }>að nú farið að eitra lífvæn- legustu sambönd okkar erlendis. Ef ekk: verður ráðið fram úr írsku mál- vnum eftir þeim grundvallarreglum sem eru undirstaða alríkisins, þá verður þetta alríki að hætta að vera til. Það hefur verið gild ástæða á rneðan á stríðinu stóð að þröngva cngri lausn fram á málinu fyrst ír- lendingar sjálfir vildu ekki sam- Jykkja. En nú þarf að taka málin til rækilegrar meðferðar fyist stríðið er úti. Stjórnmálamenn okkar eru nú að koma heim aftur frá París og þar hafa þeir fengist við mál svipuð Ir- lands-málunum og alveg eins erfið. Þeir mega nú ekki hika við að beita s&ma meðalinu við írland og beitt var við Bæheim og ýmsa aðra hluta Evrópu. En þetta leiðir mig til þess að segja nokkur orð um mál, sem meira eru innlandsmál þessa lands. Nú eru crfiðir dagar í vændum fyrir jietta land/> nú verður reynt á þolrif þess- arar þjóðar meira en noklcru sinni fyr. Afskaplegasta ofviðri sögunnar er að geisa yfir heiminn og það er barnaskapur að halda, að við getum sjálfir varið okkur fyrir áhrifum þess. Stórbreytingar .eru í aðsigi og er þegar tekið að hilla undir þær, En engar formsetningar eða gömul h.efð ber okkur yfir .þessa hættutima. Síðustu frjettir. Friðarsamningarnireru ekki gengn- ii í gildi enn, á þann hátt, að farið sje að framkvæma ákvæði þeirra. Fregn frá 20. ]). m. sagði, að því væri trestað um óákkveðinn 'tíma. Næst var sagt, í fregn frá 24. þ. m., að yfir- herstjórn bandamanna ætti að ákveða, hvenær þeir gengju í gildi og jafn- framt var það haft eftir Foch yfir- hershöfðingja, að það mundi geta orðið í byrjun nóvember. Ein fregn- in, frá París, segir, að krafist sje framsals 600 þýskra herforingja, og er þar á meðal nefndur Ruprecht fyr- verandi krónprins i Bayern. Fundur mikill var haldinn nýlega i Englandi til að ræða um þjóðabandalagið. Voru þar margir helstu stjórnmálamenn Breta og sendiherrar annara þjóða. Borgarstjóri Lundúna stýrði fundi og las upp brjef frá konungi með hvatn- ingarorðum um stuðning við þjóða- bandalagið. Lloyd George var ekki á fundinum, en sendi þangað kveðju sína og þar með þau ummæli, að allar stjórnir bandamanna væru samhuga um stofnun þess. En þar með er ekki sagt, að þing Bandaríkjanna sje það, og frá þvi hafa mótmælin komrð. 11. nóv. á að verða stofndagur þjóða- bandalagsins, en það er ársafmælis- dagur vopnahljesins, og b&r Asquithe íram tillögu um það á fundinum, er samþykt var, að dagur þessi yrði há- tíðlegur haldinn um alt England. Greinar hafa komið fram í Banda- ríkjunum, eftir W. S. Sims flotafor- ingja, merkan mann og mikils metinn, og segir hann þar, að bartdamenn hafi verið alveg að þrotum komnir í ó- friðnum, er Bandaríkin gripu fram í og sögðu Þýskalandi stríð á hendur. Hann var sendur til Englands af stjórn Bandaríkjanna vorrið 1917- I Lundúnum fjekk hann þá alt annað að heyra, bak við tjöldin, um ófrið- arhorfurnar en það, sem haldið var a lofti í blöðum bandamanna. Bretska ílotastjórnin skýrði honum frá ýmsu, sem almenningur hafði enga hug- mynd um,- og hann sannfærðist um, að Þjóðverjar væru í þann veginn að vinna sigur og að bretska heimsveldið hlyti að gefast upp eftir 4—5 mán- uði. Jellico flotaforingi sagði hon- um, að Bretar hefðu á undanförnum mánuðum mist 'miklu rneira af skip- um og vörurn í sjóinn en' frá væri skýrt í blöðunum. Þeir gætu ekki haldið ófriðnum áfram, ef þessu færi fram. Þjóðverjar sigruðu, ef ekki væri þegar í stað tekið fyrir skipa- tiónið af völdum kafbátanna. Líka var honum sagt, að sögurnar um það, að bandamenn væru alt af sökkva þýskum kafbátum, væru ósannar. Þeir vissu ekki til, að fleiri en 54 hefðu farist, en Þjóðverjar smxðuðu 3 á viku hverri. Þeir, sem bestar hefðu vonirnar, álitu, að Bretar gætu haldið út til 1. nóvember 1917, en iengur ekki. Menn vissu það áður, að það voru Bandaríkin. sem sigur- bn unnu. En það vissu menn ekki, að Þjóðverjar hefðu verið svo nálægt vullnaðaneigri sem hjer segir, vegna kafbátahernaðarins. Um viðureignina í Rússlandi koma ýmsar fregnir, en allar nokkuð óljós- ar. Judenitch hershöfðingi sækir það fast, að ná Petrograd. Fregn frá 26. þ. m. segir, að hann hafi náð Kron- stadt, og hancþækið herstjórnarráð Trotskys í Czarkoje Selo, keisara- nöllinni gömlu í útborg sunnan við Petrograd. En Trotsky ver borgina enn. Sendimaður frá Judenitch kvað vera í Lundúnum til þess að knýja á Breta til liðveitslu, og er sagt, að 60 þús. manna her jmrfi til þess að ná Petrograd. Það er sagt, að Finnat sjeu ekki með í jiessari árás, enda áttu þeir í friðarsamningum við Bolsje- vika ásamt Eystrasaltslöndunum. En Judenitch skorar á Norðurlönd og ná- grannalöndin til liðveitslu. Síðustu hersveitir Breta eru nú sagðar farn- ar frá Arkangelsk. En her Denikins mun alt af vera í framsókn suður í íandi. Þó er sagt í Lundúnafregn frá 26. þ. m., að Bolsjevíkar hafi fengið liðsauka á öllum vígstöðvunum. Curzon er orðinn utanríkismálaráð- lierra í Englandi, en Allenby hers- höfðingi skipaður- yfirstjórnandi í Egiftalandi og Súdan. — Hafnar- verkfalli miklu er nýlega lokið í New- York, og nýlega komin símfregn seg- ir, að ráðstafanir sjeu gerðar í Banda- iíkjunum til þess að hefta innflutn- ing fólks þangað, Stjórnin í Portú- gal hefur leyft Bandaríkjunum flota' stöð á Azoreyjum. Bandamenn hafá neitað' landvinn ■ ingakröfum Rúmena vestur á bóg- inn og út af því hafa Rúmenar stöðv- að heimflutning hers síns frá Buda- Pest. Neita þeir því, að stjórnarráð bandamanna hafi nokkurn rjett til úrskurðarvalds um deilur milli þeirra og Ungverja. Símfregn frá 24. ]>. m. segir, að Marconi hafi nú tekist að tala milli Evrópu og Ameríku. Fossamálið. Kaflar úr ræðum Pjeturs Jónssonar á síðasta þingi. I. Jeg býst við, að ef þessi tillaga* verður samj^ykt hjer, þá sje í henni fólgið hið eina svar, sem þingið gef- ur við jæirri málaleitun, sem kom til stjórnarinnar 1917, frá fjelaginu „ísland“ um að fá leyfi til að virkja Sogsfossana. Mjer þótti þvi ekki fjarri, að jeg tæki nú til máls, þar sem jeg er einn i stjórn þess fjelags, eða rjettara sagt, að þegja ekki með öllu. En það tek jeg fram, að jeg hef ekkert umboð frá fjelaginu til að íæra þingiinu nokkur skilaboð frá því. Það sem jeg segi um afstöðu íjelagsins er því ekki annað en get- gátur frá mínu eigin sjónarmiði. Jeg tók það fram áður, að mjer sýnist þetta eignanám óþarft, því að jeg lít svo á, að ríkið hafi óbeinan bindrunarrjett, og að það geti kom- ið í veg fyrir, að stærri fossar sjeu virkjaðir af hverjum sem vill, hvort heldur það er fossafjelagið „ísland“ cða aðrir. Þetta er og skiljanlegt, ef litið er á frv. 1917. Þar fer fossafje- lagið fram á heimild, sem það gat ekki fengið nema með sjerstökum lö'gum og samþykki stjórnarinnar. Það er því víst, eða viðurkent að til et hindrunarrjettur hjá ríkinu gegn virkjun fossa. Auk þess eru nú a döfinni hjer í deildinni þrjú sjer- leyfislagafrv., og er ekki ólíklegt, að eitthvert þeirra verði að lögum áður en langt um líður; og fyr en sjer- leyfislög eru komin í kring, geri jeg varla ráð fyrir, að veitt verði leyfi til að virkja fossa hjer. Því hygg jeg algerlega óþartt, að vera nú að skipa stjórninni að íaka fossa eignarnámi handa landinu. Ef það verður ofan á, að ríkið taki að sjer að virkja fossa, getur virkjunin þó eigi bafist fyr en málið er orðið undirbúið; rannsóknir og átætlanir gcrðar, og fje fengið, þá fyrst er tími til kominn, að fara að fýamkvæma eignarnám, ef á þarf að halda, og þá fyrst er hægt að láta það fram fara á þann hátt, sem fyrir- tækinu hentar best. Nú fer tillagan fram á það, að landsstjórnin geri n ú jiegar ráðstafanir til þess, að land- ið nái fullum umráðum og notarjetti á allri vatnsorku í Soginu, alt frá upptökum þess og þar til er það fell- ur í Hvítá, ásamt nauðsynlegum rjett- indum á landi til hagnýtingar vatns- orkunni. Auðvitað getur þó enginn sagt fyrir fram, hve mikið af vatnsorku er nauðsynlegt eða heppi- legt að nota, nje heldur hvað mikið af landi og landsnytjum muni þurfa að hagnýta; það mun því mega bú- ast við, að vissara þyki að hafa vaðið íyrir neðan sig og taka ríflega til af hvorutveggja. Leiðir jiað af sjálfu sjer, að eignarnámið kostar ríkið meira ef það er gert af handahófi; eins og það verður að gerast, ef eftir tillögunni er farið, heldur en ef það er gert eftir ákveðinni áætlun. Jeg held að tillaga þessi ætti að hljóða sem heimild handa stjórninni, ef á annað borð er þörf á.henni, sem jeg lel naumast vera. í öðru lagi álít jeg, að ef ríkið ætlar sjálft að virkja þessa fosSa, megi það ekki dragast; það * Ræðan er haldin við framhald íyrri umræðu um till. til þingsálykt- unar um eignarnám Sogsfossanna. mundi vera óheppilegt, að hleypa öðrum sams konar stórfyrirtækjum á undan ríkisfyrirtækinu og geta vænt- ■anlega allir áttað sig á því. Auk þess cr það, að þörfin á raforku handa Reykjavík sjerstaklega og Suður- landsundirlendinu rekur mjög- eftir því, að sem fyrst sje tekið að virkja Sogsfossana. Jeg sje því ekki betur tn að um leið og ríkið tekur eignar- námi Sogsfossana og land við þá, þá sje ríkið neytt til þess að hefjast handa þegar í stað, því að öll töf af ííkisins hálfu mundi tefja fyrir öllum íossafyrirtækjum hjer á Suðurlandi og annarstaðar er ekki líklegt, að ráð- ist verði í fossavirkjun í stærri stíl, að svo stöddu. En þá dettur mjer i hug, hvort það muni ekki verða taf- samt fyrir ríkið að koma því fyrir- tæki á stað, að virkja Sogsfossana með eigin mætti. Það er hætt við, að það mundi reynast erfitt fyrir ríkið að útvega nægilegt fje með viðunandi kostum og góða starfskrafta, til að koma upp jafnstóru fyrirtæki og hjer er um að ræða, og svo að reka jiað. Jeg lít svo á, að ekki sje lík- legt að hægt sje að koma upp stór- um fossafyrirtækjum fyrir innlent fje. Það eru atvinnuvegirnir hjer í landi, einkum sjávarútvegur og verslun,sem fjenu safna; en jeg geri ráð fyrir, að þeir hafi sjálfir alveg nóg með Jiað fje að gera, í sína eigin þágu, jafnóðum og það kemur. Jeg hef ekki trú á, að fje verði safnað hjer innan- iands fyrst um sinn, til að setja i fossafyrirtæki eða stóriðnað. EI liugsa á til að virkja stórfossa hjer í bráð, þá býst jeg við, að menn verði að sætta sig við að nota aðallega til -jjess útlent fje. Verður þá um tvo vegi að velja, annað hvort að rikið taki lán, ef fæst, eða þá að grípa til þess ráðs, sem víða er notað, að safna hlutafje til fyrirtækisins. Jeg veit ekki hvernig takast mundi eð fá stórlán í náinni framtíð, líklega verður það þó örðugt, og vandkvæð* um bundið, að fá það með viðunandi , kjörum. Jeg hef dálitla hugmynd uiti hversu örðugt Reykjavíkurbæ veitti að fá tiltölulega lítið lán, til að koma upp hjá^sjer rafmagnsstöð. Af þvt má nokkuð ráða, að ekki muni hlaup- ið að því fyrir landið að fá stórlán, siálfsagt 20—30 miljónir króna eða jtaðan af meira, til sams konar fyrir- tækja, sent Jdó mundi ekki nægja til að virkja nema Sogsfossana eina. Uin aðferðin er hugsanlegra að fram- gang geti fengið, sú, að safna hluta- í.je utanlands og innan, og veita þann- ig fje inn í landið. Hún á sjer mörg fordæmi, og hefur oft lánast vel. Það er sá kostur við þetta, að þeir, sem fjeð leggja til, taka veðið í fyrirtæk- inu sjálfu. Þetta mun vera sú aðferð, sem mest hefur verið notuð í Noregi við fossavirkjan þar í landi, og hafa þar mörg fyrirtæki verið stofnuð á jjessum grundvelli. Þá kem jeg aftur að fossafjelaginu ísland; það var ein- mitt þessi aðferð, sem þar var hugsað að viðhafa; ]>að ætlaði að gera sig að millilið mjlli fossaflsins og fjár- magnsins, og tengja hvorttveggja saman. Þessi mun og hafa verið til- gangur þeirra annara fossafjelaga, sem stofnuð hafa verið Iijer. Það er margur, sem ekki hefur mikið álit a þessum fossafjelögum, og svo var um mig framan af, að jeg var í mikl um vafa um, hvort fyrirtækið væri svo nytsamt fyrir okkur, eða líklegt að nokkuð yrði um hagkvæmar fram- kvæmdir af þess hálfu. En fyrir þing 1917 kom það í ljós, að fjelagið hafði náð sambandi við þá menn, sem nægi- leg fjárráð höfðu, og hafði yfir að ráða bestu sjerfræðikröftum í raf- orkufyrirtækjum, sem kostur var á á Norðurlöndum. Þá fjekk jeg trú á, að ef til vill gæti tekist samvinna milli j^essara manna og löggjafar- valds vors, til jiess að gera eitthvað verulegt úr fossahugmyndinni, sem svo mikið og lengi hafði verið rætt um. Jeg geri ráð fyrir, að ef svarið til þessara manna verður það, að þingið samþykki þessa tillögu, þá muni með J.ví vera slitið allri samvinnu milli þeirra og íslenska ríkisins. En þá álít jeg ver farið en heima setið, því að jeg er sannfærður um, að hjer hefði mátt koma á samvinnu, sem bæði hefði getað verið í alla staði tryggileg fyrir þjóðfjelagið, og ann* ars vegar gefið möguleika, sem ekki eru sýnilegir nú, til að fá fje til fyrirtækisins og góða krafta tll að framkvæma það. Jeg hugsa mjet að líkt hefði mátt að fara eins og kostur var á, þegar íslandsbanki var stofnaður. Þá stóð ríkinu til boða, að Hurðir og gluQgor Verksmiðja (yvifldar Drnasonar. taka hluta í fyrirtækinu, alt að 40% af hlutafjárupphæðinni. Líkt hefði mátt haga til hjer; það hefði mátt gera það að skilyrði fyrir leyfisveit- ingunni, að ríkið hefði álíka hluta fjárins í sínum höndum. Með þessu og þeim sjerleyfislögum, sem sett mundu verða, mundi svo um búið, að landinu stæði engin hætta af fyrir- tækinu; en hins vegar ætti það að geta haft sama hagnað af þessu eins og hverjum öðrum stóriðnaði, sem hjer væri rekinn með fyrirhyggju, og það þó því fremur, sem landið ætti að geta haft tögl og hagldir um iðn- reksturinn. Þetta er sú hugsun, sem jeg vil berjast fyrir, af því að jeg hef ekki trú á, að við sjeum þess megnugir, að koma á stórfossarekstri af sjálfsdáðum, og að á meðan við getum ekki lagt, eða viljum leggja út i samvinnu við aðra, joá muni foss- arnir seint verða okkur fjeþúfa. Það er nú búið að eyða svo miklum tíma og umræðum til að undirbúa fossa- málið, að við ættum nú að vera orðn- ii færir um að gera ráðstafanir um hagnýting fossaflsins í landinu, svo sem best hentar þjóðar högum okkar og þjóðlífi. II. (Við sömu umræðu). Jeg hjelt því fram, að ef ríkið á annað borð ætlar sjer að virkja Sogs- fossana, Jiá sje nauðsynlegt, að það verði gert sem fyrst, Til ]>ess taldi jeg ástæður frá báðum hliðum, og tók fram aðallega tvær ástæður, fyrst, að þörfin fyrir rafmagn er svo brýn, sjerstaklega hjer í Reykjavík, og í öðru lagi, að þetta þyrfti að verða á undan öðrum stór-fyrirtækjum af sama tægi. — Jeg tók það líka fram, fil að sýna fram á, að j)etta eignanám cr alveg óþarft, þar til að stjórnin hefur fengið skipun um eða heimild þingsins til að undirbúa og vinna að þes§u fyrirtæki. Mínar röksemdir gengu í þá átt, að sýna fram á, að hættulaust væri að bíða, því aflið liggur þarna geymt í fossunum, og að ríkið hefur sinn hindrunar-rjett, ef á þyrfti að halda, svo að það verður ekki notað af öðrum. Hitt hefur og verið tekið skýrt fram af hv. 2. þm. Arnesinga (E. A.), hve örðugt sje að taka eignarnámi jafn óákveðinn ldut og jíetta, sem tillagan tiltekur. Mjer skilst, að erfitt mpni að sýna og sanna, að það sje gert til almenn- ingsbeilla, að taka alt það eignar- námi, sem till. fer fram á. Jeg álít, að eignarnámið verði því altjend að bíða, þangað til stjórnin hefur gert sjer grein fyrir, hvernig þetta fyrir- tæki á að vera, og skuli framkvæm- ast. III. Jeg hef hugsað mjer, að láta ekki þessa till.* hverfa svo úr deildinni, að jeg minnist ekki á hana, og fossamál- ið yfirleitt. Jeg hef hvort eð er, ekki lengt mikið umræður á Jxessu þingi. Hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) var við fyrri umræðuna að tala um þá þingm., sem fossafjelögin hefðu tangarhald á. Hann fór að vísu fremur meinleysis- legum orðum um þetta. En hv. þm. Dalam. (B.J.) hefur aftur kveðið fast- ara að, því hann hefur bæði talað um þingm. og utan]>ingsmenn, sem anetjaðir væru fossafjelögunum, og hefur hann farið J)eim orðum um þessa menn, eins og þeir væru ein- hver versta tegund föðurlandssvikara og landráðamanna. Mjer hefur fund- ist þetta undarleg aðferð, að kasta slíkum ásökunum út eins og í bláinn. Iditt hefði verið sök sjer, að beina Jjessu beint að mjer, jiví jeg veit ekki 111 að arðrir hv. þingm. sjeu riðnir við nein fossafjelög á neinn hátt. Það má kaiinske segja, að ‘það fje- lag sem jeg er stjórnandi í, hafi eins konar tangarhald á mjer, og þá er þar að mjer að ganga. En sje verið sS víkja þessu að öðrum líka, af ein- livers konar hlífð við mig, svo jeg sje ekki eins úr merktur, þá er j>að * (Við síðari umr. um þingsálykt- unartill. þá, sem áður er nefnd).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.