Lögrétta


Lögrétta - 26.11.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.11.1919, Blaðsíða 1
u'tgefandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178; Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. Nr. 50. Reykjavík 26. nóv. 1919. XIV. ár. íslensk frimerki kaupir hæsta veröi óskar Sæmundsson, Eystri-GarSsauka. Skrifið eftir verðskrá áður en þjer seljið þau öðrum. Svöng börn. íslendingar beönir að taka ioo börn frá Vínarborg. Jón Magnússon forsætisráðherra sendi stjórnarráðinu hjer 18. þ. m. svohljóðandi skeyti: „Prófessor Bang frá Austurríki hefur komið til mín af hendi ríkisstjórnar og sveitastjórn- ar í Wien með beiðni um að íslend- ingar, eins og aðrar hlutlausar þjóð- ir, tækju börn frá Wien, alt að ioo, til þess að forða þeim frá hungur- dauða.“ Málið var tekið til umræðu á bæj- arstjórnarfundi 20. þ. m. og tóku all- ír, sem um það töluðu, málinu vel. Var svo samþykt, að fela forseta bæjarstjórnar og borgarstjóra, að gangast fyrir skipun nefndar í bæn- um til þess að starfa, í samvinnu við landsstjórnina, ef svo sýndist, að því, cö koma fyrir börnum frá Vínar- borg, samkvæmt tilmælunum í sím- skeyti forsætisráðherra. Stjórnarráð- ið skipaði síðan 9 manna nefnd og eru í henni: Kr. Jónsson dómstjóri. íormaður, L. Kaaber bankastj., Thor Jensen framkv.stj., H. Hansen lækn- ir, K. Zimsen borgarstj., Sighvatur Bjarnason bankastjóri, frú Kristín Jacobson, Ingibj. H. Bjarnason skóla- stj. og Inga L. Lárusdóttir ritstj. — Nefnd þessi hefur svo, ’ 22. þ. m., sent út svo hljóöandi áskorun: „Að tilmælum stjórnarráðs íslands höfum við undirrituð gengið í nefnd til að hrinda í framkvæmd, að hingað veröi tekin alt að 100 börn frá Vín- arborg, til aö bjarga þeim frá hung- erdauða. Eru Reykvíkingar og aðrir nær- sveitarmenn, þeir, er það kærleiks- verk vilja vinna, að taka að sjer eitt eða fleiri af þessum munaðarlausu börnum, beðnir að gefa sig fram nú þegar við einhvern af oss og ekki seinna en 27. þ. m. Þeir, sém vilja taka barn, segi til hvort þeir óski að fá dreng eða stúlku og hve gamalt, svo og hvorl þeir óski að taka barnið fyrir fult og alt, eða um tíma, og þá hve lengi.“ Nefndin hefur síðar birt eftirfar- andi auglysingu: „Nefndin, er stjórnarráðið hefur skipað til að ráðstafa austurrísku börunum, sem ráðgert er að hingað komi, skorar hjermeö á almenning að skjóta sainan fje til fararkostnaðar, fatnaðar og annara útgjalda, sem leiða af flutningi barnanna hingað. Nefnd- in býst viö að öllum sje það ljóst. hví- líkt kærleiksverk og nauðsynjaverk lijer sje um að ræða, og að almcnning- ur fyrir því bregðist vel við. En mik- iila peninga er vant, eigi fyrirtækiö að fara sómasamlega úr hendi. Sam- skotum veitir móttöku hr. bankastjóri L. Kaaber í Landsbankanum. Réykja- vík, 24. nóv. 1919- Kristján Jónsson formaður nefndarinnar. K. Zimsen, litari nefndarinnar.“ Þetta mál á skiliö bestu undirtekt- ir, enda hefur Lögr. heyrt, að marg- ir hafi þegar gefið sig frarn við nefnd- ina, sem vilji taka að sjer eitt eða fieiri af þessum nauöstöddu börnurn. Eftir Bjarna Sæmundsson. Kæri ritstjóri! Mig rninnir að þú hafir nýlega verið að ympra á því við mg, að segja bráðum einhverja ferða- sógu og setja hana í „Lögrjettu“, rjett eins og jeg hefði alt af nógar sögur að segja af einhverjum svaöil- förum eða langferðum, jeg sem er svo að segja hættur að ferðastogkem- varla nokkurn tíma út fyrir land- steinana. Á þessum síðustu og verstu timum, er dýrtíðin hefur ætlað alt að sliga, og gert ferðalög jafn erfið og aðrar framkvæmdir, hef jeg hald iö mjer við heimahagana, og að eins farið í næsta nágrenni Reykjavikur, um Reykjanesskagann og Akranes, og í sumar íór jeg i raun og veru út fyrir landsteinana, þvi að jeg komst til Vestmannaeyja. Er nú best, að jeg segi lesendum „Lögrjettu“ dálítið frá þessari ferð, en þú verður að taka riljann fyrir verkið. Það stóð til, að jeg færi með „Ster • ling‘‘ kl. 10 að morgni hins 29. júlí- n>án. Kveldið áður fjekk jeg tilkynn- ingu um að koma á símastöðina kl. 9 þenna morgun til viðtals við kaup- tún eitt á Norðurlandi, þar sem jeg þekti engan mann; datt mjer þegar í hug, af gamalli reynslu, að nú mundi rekinn fásjeöur fiskur, sennilegast vogmær. Nú, jeg kom á stöðina á ulsettum tíma, en þá var hin stöðin ekki viölátin.; jeg niátti koma í ann- að sinn og þá var klukkan oröin 9J4 ; þá fyrst þóknaðist stöðinni að opna, enda þótt jeg væri kallaður þangaö kl. 9. Svona gengur það á sumum símastöðvunum hjer, og fólk verður £.3 gera sjer það að góðu. Jæja, jeg f iekk loks sambandið og það fór eins cg mig varði: „Þaö er rekinn hjer fiskur, langur og þunnur, með mjög stór augu og rauðan ugga eftir endi- löngu baki“ o. s. frv. Vogmær, náttúr- lega. Hana rekur hjér oft á ári, svo hún er ekkert fágæti. Síður en svo. Nú var hún, eða rjettara sagt síma- stöðin fyrir norðan, nærri búin að gera mig að strandaglóp, en það varð samt ekki. „Sterling" var ekki ferð- búinn fyrri en ioJ-2. Þetta var í fyrsta sinni að jeg stigi beint af landi á skipsfjöl í höfuðstað landsins. Má hann þar með teljast kominn í tölu siöaðra borga, þó að reyndar ýmsar borgir, ekki minni og ekki minna siðaðar en Reykjavík verði enn þá að hafa gamla lagið; að ferja fólk út í skipin, af því að höfn er engin. Nú kann heldur ekk; landinn sjer læti, þegar skip eru að fara, hann fjölmennir og uppfyllir uppfyllinguna — sem í hátíðlegum stil nefnist Hafnarbakkinn, rjett eins og hvergi væri bakki við höfnina, nema þar — og ræðst í svo þjettskip uöum fylkingum upp á skipin, enda þótt hann eigi þangað ekkert erindi. að það þarf einbeittan vilja og öfluga olnboga til þess að geta komist með sjálfan sig og pjönkur sínar og pinkla upp hinn mjóa veg, sem þeir þar niður frá nefna „landgang", en mætti eins vel nefna upp- og niðurgang, og liggur upp á skipiö. Það fyllist stafna á milli, svo ekki verður þverfótað á dekkinu og hvergi komist fyrir troðn- ingi og ósköpum. Hver snýst um ann- an og enginn veit sitt rjúkandi ráð. Loks drynur flautan eitt langt og þrjú stutt: Þaö útlegst, þeir sem ekki ætla með, geri svo vel og hafi sig á brott sem skjótast. Og nú taka þeir erindislausu og aðrir, sem ekki vilja verða skipsglópar, á rás, troða hver annan um tær í niöurganginum og hinir ólmustu klifra upp á borð- stokksröö skipsins og stökkva upp á líf og dauða yfir hiö gapandi gin milli skips og bólvirkis. Yfir farþeg- ana kemur einhver „eðalleg ró“, og þeir líta með meðaumkunarblandinni Htilsvirðingu á ysinn og óðagotið í hinurn, rjett eins og Tyrki á Franka Loks eru allir farnir, sem ekki ætla með, landfestum er slept og skipið dregst hægt og sigandi út frá landi. Þó er einn eftir, sem ekki ætlar með Það er Helgi. Hann stendur uppi á brúnni við hliðina á skipstjóra, og t r „hæstráðandi til sjós“' alla leið út úr höfninni, svo Einar má enga mein- ingu hafa, hvað þá segja nokkurt orð. F.n þegar út fyrir hausana er komið t r veldi Helga lokið; hann gengur eins og detrónisjeraður (völdum svift- ur) einvaldur niður í bát sinn, en Einar tekur við stjórninni; „Ster- ling“ gefur frá sjer stutt baul af gleði yfir því, að vera nú kominn undir stjórn síns rjetta herra og hraðar sjer út á djúpið. í áætluninni var gert ráö fyrir, aö ,.Sterling“ færi vlðstöðulaust til Vesr- mannaeyja, en rjett áöur en farið var af stað fór það að.kvisast, að hani ætti að koma við í Hafnarfirði, — dá • hglegur útúrdúr — og þegar kom út fyrir Gróttu, lagði hann, viti menn, krók á hala sinn og beygði suðaustu’- í Flóann, þessa löngu og leiðinlegu ieið fyrir nesin og alla boðana; leiðina til Hafnarfjarðar. Við farþegar sáum örlög okkar fyrir: að hýrast i Firð- inum frameftir deginum. Við komum þangað aðliðandi hádegi, og komumst ckki á stað fyrri en kl. 3^2, svo að ■við höfðum góðan tíma til þess að skoða Fjöröinn, og jeg hefði getaö. fengið efni í einn sjerstakan ferða- pistil úr hinni fornfrægu hafnarborg Gullbringusýslu, sem nú er oröinn fullvalda kaupstaður. En jeg vil ekki hætta mjer út i það, læt mjer nægja að geta þess, að jeg gekk í iand jafnskjótt og Sterling var land- fa'stur og þóttist fær i flestan sjó, þar sem jeg slóst i för með ritstjóra Skeggja — því að blaöamönnum standa allar dyr opnar, og ■ enginn þorir annað en að taka vel á móti þeim. Ekki hafði þó verið gert neitt sjerstakt til að taka á móti okkur Páli, enda ferðuðumst við alveg „in- cognito“, að stórhöfðingja sið, og jeg cr viss um að engum Hafnfirðingi l .efur dottið í hug, að þar værí á ferð- inni yfirritstjóri Vestmannaeyja blaðsins, fiskiþingmaður m. m. og gamall Grindvíkingur, fiskiþingmað- ur, ferðapistlahöfundur m. m., enda bka opnuöust engar dyr fyrir ckkur á allri leiðinni upp á Hamar. þar sem Friðrik bróöir Páls býr, nema dyrnar hjá Friðriki. Þar sát- um við lengi í góðu yfirlæti og horfð- um yfir fjörðinn, og komumst að þeirri niðurstöðu, að ekkert gerði tií þó að Sterling færi á undari okkur. ■við skyldum fóna til Grindavíkur, panta þar bát og menn, fá bíl- og vera komnir svo snemma að Járngerðar- stöðum, að við gætum verið komnir í veg fyrir Sterling, þegar hann færi þar fram hjá. Það varð nú revndar ekki úr þessu, tþví að Sterling hrað- cöi sjer ekki, en jeg gef væntanleg- um strandaglópum í Flafnarfirði hug- myndina. Það má framkvæma hana, ef o. s. frv. Á leiðinni til skips opnaði Friðrik fyrir okkur þjóðkirkjuna og sýnd; okkur hana. Kirkjan er mjög falleg og gott samræmi í ýmsum pörtum hennar, eins og systur hennar, Kefla- víkurkirkju; þær bera báðar vott um smekkvísi höfundarins, Rögnvalds sáluga. En þvi miður stendur kirkj • an alt of lágt, hefði helst átt að vera uppi á Hamrinum, eða þá inni í hrauni við Reykjavíkurveginn, en líklega hafa Hafnfirðingar tekið sjer til fyrirmyndar lútersku kirkjurnar í Reykjavík, sem báðar eru grafnar niður í dýpstu dali ,,borgarinnar“, svo að sem minst skuli á þeim bera. Jæja, nú fór að styttast dvölin i Hafnarfirði. Sterling fór að bæra á sier, og við hrööuöum okkur um borð, árnandi HafnarfirÖi alls góðs Var klukkan oröin hálffjögur, er við loks komumst af stað. Var nú tekið strikið beint á Garðskaga, en varla vorum við komnir út úr firðinum, fyr en blindþoka skall vfir, með aust- anátt og súldi, þ^ssu inndæla veöri, sem forsjónin gæddi oss aumum Sunnlendingum á, alla hundadagana út, sumarið 1919. Þegar við komum að Skaganum, rofaði svo rnikið til að við sáum vitann, en svo skall hún yfir aftur enn þá svartari, og varð nú Sterling að þrcifa sig áfram frara líjá Býjaskerseyri og öörum tálsnör- um, sem náttúran l'cggur á ieið skip- srina fram með vesturströnd Reykja- nesskagans. Á Fióanum fengum yiö. miðdegismat, sætsúpu og lax, sem unhyern tíma hafði verið nýr; var nú auðsjáanlega orðið fremur þröng-t i búi hjá brytanum og einhvern tímá l'.efur víst verið um fleira að velja á Stcrling eri nú var. Við fikruðum okkur áfram suður með landinu um kveldið og var frem- ur litið íjör í fóikinu um borð, þoka, súkl og vcstan undiralda lögöust á citt með að gcra vistina uppi á þil- farinu leiðinlega. Jeg fór að vonast c ítir aö siá Reykjanes, ogað bctrayrði fyrir ausían það, cn það sást ekki út úr augunum. Jeg fór að sjá straum- gára á sjónúm; þá var maður að komast í röstina. A’t’ í einu sást svartur hamravcggur koma út úr 1 okunni örskamt frá; það var vestra nefiS á Reykjanesi, eða Önglabrjóts- nef, og að vörmu spori sáum við Karl og rofa íyrir vitanum. Nett stýrt hjá Einari! Það var dálítið bjartara fyrir austan nesið, austur með Grindavik, en ekkert sást ti1. tjalla, nema blárætur þeirra, og jieip ar við komum undir Krísuvikurberg iijúpaöi þokan alt aftur í einn gráan l-.ufl. Fórum við þá fáeinar karl- mannahræður, sem uppi höfðum ver- ið*fram undir miðnættið, að hugsa til hátta, en þá var sá galli á, að bæði vantaði rúm og rúmföt. Lögð- um við okkur endilangir á legubekk - ina í borðsalnum, hjúpaðir í ýmis koriar yfirhafnir, olíukápur, regn kápur o. fl. Jeg náði í rauðan dúk af einu borðinu og vafði mig innan í hann, og hafði annan undir höfö- inu. Páll hafði digran stranga af „Skeggja" fyrir kodda, held jeg liafi vcrið, eða mig dreymdi ]iað. Ekki var til neins að reyna að fá neitt hjá bryt- anum. Teppin höfðu mörg horfið smátt og smátt með farþegunum, eft- ir því sem þcir yfirgáfu skipiö á ýms- vm höfnum. Dálaglegt eftirlit, ef satt hefur verið!! Jeg svaf nú ekki mikiö um nótt- ina, því að í hvert skifti, sem jeg ætlaði að sofna, baulaði flautan vegna þokunnar. Svona Jeið nóttin. Kl. 5 leit jeg út, og sá lítiö annað en þoku, þó held jeg, að jeg hafi haft einhvern grun um, að við værum farnir að nálgast Eyjar, og rúmri hálfri stundu síöar bljes Sterling kveðjublásturinn við klettsnefið, þ. e. austasta hornið á ■ Ytstakletti, og skömmu síðar fjell akkerið. Ferðin var á enda fyrir mjer. Ekki Ijetu Vestmanneyingar á sjer standa, fremur en vant er, 'þeir vorri undir eins úti við skip. Einn af þeim var vinur minn, Gísli Lárusson, kaup- fjelagsstjóri. Hjá honum átti jeg að búa, meðan jeg dveldi »í Eyjum, og var hann nú kominn til þess að sækja mig. Við hjeidum til lands á mótorbát, kúffullum af fólki, á lognstafa sjó, en þokan grúfði ýfir Eyjunum niðu» undir bæi, svo, að ekkert sást til fjalla, en tún og brekkur glitruðu úðavotar í morgunskininu, og ekki tóku Eyjarnap ofan tvo fyrstu sólar arhringana; þótti. m"je“r ]iað lítil kurteisi við mig, sem hjelt þó, að jeg befði ekkert til unnið, og væri held- ur góður vinur þeirra. En jeg fyrir- gaf þeim það alveg, þegar jeg sá, að það var veðrinu, en ekki þeim að kenna. Sólin skein ekki oft, þær 3 vikur, sem jeg var í Eyjunum, og cnginn dagur var þurr til enda. En sú er bót i máli, að hve mikið sem rignir þar, þá er alt af þurt um, því að hraun er alstaðar undir, og það lekur eins og hrip. Hitinn var dag og nótt hjer um bil hinn sami, í kring- um 10 st. C., minst 8, mest 12, hæíi ■ legur til þess að manni væri aldrei beitt, nema kappklæddum, eða á hraðri göngu, og oftast var vestan eða cuðvestan stormgola. Til landsins var sialdan bjart, skýjabólstrar og skúra- ílókar grúfðu yfir sveitunum og til fjalla sást aldrei. Maður gat vorkent veslings fólkinu, sem átti að stunda heysk'ap í þessari tið. í Eyjunum stóð r.lt fast, saltfiskur og hey; ef einhver vogaði sjer að breiöa, mátti hann vera viss um, að ofan í það mundi rigna. Einstaka sinnur ljetti dálítiö af Eyjafjallajökli, og einu sinni, held jeg, að jeg hafi sjeð hann alheiðan Var hann nú ekki eins bjartur, og vant er, þvi að hann var allur grá- skjöldóttur af ösku frá. Kötlugosinu í fyrra; !á hún auðsjáanlega í þykk- r.m „skcflum“ víða á honum, blásin saman af stormum. I Eyjunum sá jeg töluverðar menjar gossins, það voru vilcurhrannir, sem höfðu skolast inn i hafnarbotninn dagana eftir gosið. Annars er vert að geta þess, að jeg man ekki, að jeg hafi sjeð þess get- ið á prenti, að 3—4 stundum eftir að hlaupið náði til sjávar á Mýrdals- sandi, fór sjórinn að ókyrrast við Eyjarnar. Það varð sogadráttur um hríð í höfninni, eins og þegar hann er mestur í austan stórviðrum á vet- urna. Ekki gátu menn sjeð, að gosiö hefði nein truflandi áhrif á fiskiveið- ar við Eyjarnar, og var þó einmitt róið daglega meðan það stóð yfir. Frh. Landspitalasjóðnum Larst nýverið stórhöföingleg gjöf, að upphæð 6041 kr. 67 aurar, frá erfingj- um Sigurðar sál. Sigurðssonar frá Álftanestanga á Mýrum, en hann andaðist 20. des. 1916 i Seattle í Ameríku, þar sam hann hafði dvalið allmörg ár. Sigurður sál. hhfði látið eftir sig nokkrar eigur, en erfðaskrá hafði hann enga gert, að eins látið i ljós við einn vin sinn þar vestra, að hann v'ildi, að eitthvað af því, sem hann ijeti eftir sig, rynni í „Landsspítalá- sjoö íslands", sem þá var nýstofn- aður. Systkini Sigurðar sál. (5 talsins, ö!l hjer á landi) fengu svo síðastl. sumar arf eftir þennan bróður sinn. Allur arfurinn nam þá 12000 kr., en töluvert hafði farið í kostnaö við Lúskiftin þar vestra. Erfingjarnir ínunu hafa frjett hug hins látna bróö- ur til Landsspítalasjóösins, og komu þeir sjer saman um, að gefa áður- r.efndum sjóð helming arfsins. Fólu þeir sýslumanninum í Mýra- og Bórgarfjaröarsýslu að koma gjöf- inni, 6000 kr. ásamt vöxtum 41 kr. 67 r ur., til stjórnarráösins, en það af- henti gjöfina stjórn „Landsspítala- sjóðsins“. Það mætti skrifa langt mál um gjöf þcssa; bæði um hug þann, er Sigurð’ur sál. bar til ættjaröarinnar og þessa máls, sem hann taldi helsta nauðsynjamál Islands ]m. En ekki er síður vert að minnast á, hve göfug- mannlega systkini Sigurðar sál. hafa látið sjer farast í þessu efni; því eng- inn efar það, að erfingjarnir myndu að líkindum hafa haft nægilegt við fje þetta að gera, ef þeir hefðu ekki metið meir að styðja þarft mál, og jafnframt uppfylla göfugan en ólög- festan vilja þessa látna bróður. Landsspítalasjóðsnefndin ’ sendir gefendunum alúðarþakkir fyrir þessa rausnargjöf. Reykjavík 8. nóv. 1919. Ingibjörg H. Bjarnason form. nefndarinnar. Þrjár smásögur. Eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. (Winnipeg). I. Mannssálin. Mannssálin lá á knjánum frammi fvrir hásæti Eilífðarijinar. í djúpri iotning og tilbeiðslu hjúfraði hún sig að fótum hennar og bað um opin- berun. En Eilíföin leit eigi við henni. Þó hafði Mannssálin komið langar, langar leiðir til fundar við hana — ieng'sta veginn, sem þektur er enn. Hún grjet og bað Eilifðina um að ' veita sjer áheyrn eina örstund. af *

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.