Lögrétta - 26.11.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJKTTa
3
IV.
Svariö þitt drynur sem hásog í hrönnunum, .
hlustirnar smýgur á aökomumönnnunum:
„FegurfS og tign — hún er fánýt hjá orkunni,
fangbrögð er reynir á harögrýtis storkunni.
tJÖinn er hjóm, svo sem andþoka úr vitunum,
— auðvitaö prúöur meö sólgeislalitunum:
— gull mitt er k r a f t u r, og kraftur mitt g u 11,
— kappið og orkan mitt sigurfull!
Hvaö skal meö froöu og glitrandi gyllingar,
glóandi liti og reikandi hillingar?
— — Orkan i mönnunum, orkan í landinu,
öryggið skapar í framsóknar-bandinu.
Þjóöskútu haldkeðjur þannig skal tvinna,
þá er það víst — hana rekur minna.“
Halldór Helgason.
Útvega eftirtaldar vörur með verksmiöjuverði, einungis aö
viöbættu flutningsgjaldi og vátryggingu:
Mótorbíla til fólks- og vöruflutninga.
Skipa- og báta hráolíumótora. Bensín og steinolíumótora.
Skip og báta af ýmsum stæröum. Orgel, Piano og grammofóna.
Allskonar húsgögn (í dagstofur, boröstofur, svefnherbergi og skrif-
stofur).
Ofna og eldavjelar. Raflýsingartæki (krónur og lampa).
Skilvindur. Landbúnaðaráhöld (ýmiskonar).
Prjónavjelar. Saumavjelar. Skrifvjelar.
Alt frá fyrsta flokks verksmiöjum í'Ameríku og á Norðurlöndum.
Verðlistar með myndum og teikningar til sýnis í Bankastræti ii.
Talsími 465.
Rjúpur
nýskotnar kanpa háu verðl
O.Friðgeirsson & Skúlason,
Bankastræti 11.
Úti um heim.
Síðustu frjettir.
Viðureignin í Rússlandi, milli Bol-
sjevíka og mótstööumanna þeirra,
virðist hafa snúist nú á síðustu mán-
uðunum Bolsjevikum i vil. Her Ju-
denitsch er allur að sundrast, segir
símfregn frá 17. þ. m. Hann haföi
i sókninni gegn Petrograd hætt sjer
of langt og ekki gætt þess, að eiga
tryggar leiðir að baki sjer. Og eitt-
hvað likt er ástatt fyrir her Denikins,
sem lengst sótti fram i Suður-Rúss-
landi. Óeirðir risu upp að baki hans,
svo að hann.var fyrir skömmu talinn
í töluverðri hættu staddur. Koltsjaks-
herinn hefur einnig hörfað undan, en
nýlega kornin símfregn segir, að Kolt-
siak hafi gert samninga við Japans-
menn um liðveitslu, og að þeir hafi
að nýju sent lið til Síberíu. Um samn-
ingana milli Bolsjevíkastjórnarinnar
og bandamanna heyrist ekkert nýtt.
En 9. þ. m. kom saman ráðstefna í
Dorpath, til þess að undirbúa friðar-
sanminga milli Rússa og Eystrasalts •
landanna, og voru þar fulltrúar frá
öllum- Eystrasaltslöndunum. Símfregn
frá 17. þ. m. segir, að menn haldi
að lokið sje hernaðaræfintýrunum þar
eystra. Þó er hætt við að þetta verði
ekki fyrr en endanlega er ákveðið um
stjórnarfyrirkomulag þessara landa
og afstöðu þeirra til Rússlands. Sím-
fregn frá 19. þ. m. segir, að fulltrú-
zr frá Bretum og Bolsjevíkum i Rúss-
landi mætist í Khöfn til þess að semja
um skifti á herföngum.
Þjóðverjar og bandamenn bera sak ■
ir hvorir á aðra fyrir vanefndir á lof-
orðum og samningum. Bandamenn
hafa ýmislegt af því tægi fram að
bera, svo sem að full skil sjeu ekki
gerð á ýmsu því, sem Þjóðverjar áttu
að skila í hendur Frakka og Belga,
og svo hefur seta þýska hersins i
Eystrasaltslöndunum alt fram til
þessa verið eitt . af ákæruatriðum
þeirra. Þjóðverjar saka aftur á móti
bandamenn um, að framferði þeirra
í Rinarlöndunum sje annað en vera
eigi samkvæmt samningum, og að
þeir hafi þar í frammi undirróður til
þess að skilja þau hjeruð frá Þýska-
landi og beiti þar yfir höfuð valdi
sinu á annan veg en ráð hafi verið
gert fyrir. Einnig eru miklar æsingar
út af þvi í Þýskalandi, að Frakkar
skili enn ekki þýskum herföngum.
Hafa verið langvinnar deilur um þau
mál, þvi fangarnir eru í endurreisnar
vinnu hjá Frökkum. Og sams konar
cieilumál er nú risið niilli Þjóðverja
og Englendinga ut af skipshöfnunum
á þýska flotanum, sem sökt. var í
Skapaflóa. Englendingar neita, að
senda þær heim, en Þjóðverjar kunna
því illa og vilja láta sömu reglur
gilda um þá og aðra herfanga.
Það er nú ákveðið, að bandamenn
búi út málsókn á hendur Vilhjálmi
keisara, segir símfregn frá 22. þ. m.
Höfðu enskir lögfræðingar undan-
farna daga verið á fundum í París
með hinni sameiginlegu yfirstjórn
bandamanna, til þess að ræða um
þetta. Heitir sá Hewart, sem skipaður
er ákærandi af hálfu bandamanna.
F.r það í góðu samræmi við flest ann-
að hjá valdhöfum heimsins nú, að
láta rjettvísina, eftir allan vargagang-
inn og blóðsúthellingarnar, Rika
jænnan fyrirhugaða skripaleik. f
Berlin hafa farið fram rniklar yfir-
heyrslur, sem eiga að miða að því,
að komast fyrir upptök ófriðarins.
Meðal annara hafa þeir Hindenburg
og Ludendorff nú verið yfirheyrðir
jiar. Ludendorff hefur nú aðsetur í
Berlín, en Hindenburg ekki. Segir
simfregn frá 13. þ. m., að er hann
kom þangað til yfirheyrslunnar, hafi
honum verið tekið með stórkostleg
tm fögnuði og viðhöfn af borgar-
búum. Síðari fregn segir, að hann
laldi því fast fram, að Þýskaland
liafi ekki átt upptök að ófriðnum
Ludendorff hefur skrifað bók um ó-
íriðinn, sem komin mun nú vera út
1 þýðingum á flestum málum álfunn-
z r, en hún fær nokkuð misjafn^ dóma,
jjykir samt að mörgu leyti mjög
tnerkilegt rit fyrir sögu heimsstyrj-
aldarinnar. Þessi bók er fyrir skömmu
komin út á dönsku, en þýðingin er
ekki talin góð. Önnur bók er komin
út um stríðið eftir Tirpitz aðmírál,
og einnig mikið um hana talað. Beth-
mann-Holweg^ hefur og gefið út bók
rm sín afskifti af stríðinu.
Mjög illa er látið af ástandinu i
Austurríki, sjerstaklega i Vínarborg,
og segir í fregn frá 11. þ. m., að
bandamenn ætli að lána Austurríki
500 milj. franka í kolum og vistum.
I Ungverjalandi hefur nú Friedrich
crkihertogi sagt af sjer forsætisráð-
herraembættinu , en sá heitir Hus-
zaw, s^m við hefur tekið. Þessi breyt-
ing hefur orðið eftir kröfu banda-
manna, er heimtuðu að friðarskilmál-
ar sínir yrðu undirskrifaðir af stjórn
landsins, en að hún yrði jafnframt
skipuð eins og þeir mæltufyrir. Fried-
iich erkihertogi er hermálaráðherra
í hinu nýja ráðaneyti. En enn þá
hafa Rúmenar her í Ungverjalandi
og neita að hlýðnast fyrirskipunum
bandamanna um burtflutning hans.
Heima í Rúmeníu eru megnir flokka-
drættir. í fregn frá 9. þ. m. var sagt,
að 200 fylgismenn Radoslavos fyrv.
forsætisráðherra væru teknir fastir.
Fregn frá 18. þ. m. segir, að Cle-
menceau hafi sigrað í kosningunum
i Frakklandi, er fóru fram 16. þ. m.
En í Belgiu hafa jafnaðarmenn sigrað
í nýafstöðnum kosningum. Á Eng-
landi hefur nú fyrsta konan náð kosn-
ingu til þingsetu. Það er frú Astor,
tengdadóttir Astors lávarðar, ættuð
frá Bandaríkjunum. *=
Óeirðir eru alt af miklar í írlandi.
í borginni Cork urðu nýlega bardagar
tnilli stjórnarhersins og uppreisnar-
rnanna.
Frá Þýskalandi er sagt, að horfur
sjeu nú til þess, að jafnaðarmanna-
ílokkarnir þar taki höndum saman,
cn hinir svo nefndu óháðu sósíalistar
Ijafa til þessa verið mjög andvigir
þeim flokkinum, sem við völd hefur
verið, eða Meirihlutaflokknum. Lik-
legt er þá, að Scheidemann taki aftur
forustuna. Hann sagði af sjer völd-
um vegna jiess, að hann vildi ekki
taka á sig ábyrgð á undirskrift frið-
arsamninganna. Fór þann eftir það
til Sviss og dvaldi þar urn hríð. En
er hann kom þaðan he'im aftur i
haust, ljet hann mikið á sjer bera
í þinginu og afskifti hans snerust ein-
mitt að þvi, að draga jafnaðarmanna-
flokkana saman.
í Lundúnafregn frá 18. þ. m. segir,
að s-tjörnufræðisfjelagið og eðlis ■
lræðifjelagið enska hafi fallist á
kenningar þýska prófessorsins Ein-
steins, er sjeu andvígar kenningum
Newtons, og kollvarpi jafnvel þyngd-
arlögmálinu.
f fregn frá 17. þ. m. er sagt, að
vetrarhörkur miklár sjeu í Norður-
Evrópu og- Mið-Evrópu.
Kosningarnar.
í Árnessýslu eru kosnir Eiríkur
Einarsson útbússtjóri með 1032 atkv.
og Þorleifur Guðmundsson í Þor-
lákshöfn með 614 atkv. — Sig . Sig-
urðsson fjekk 335 og Þorsteinn Þór-
•arinsson 317.
í Dalasýslu Bjarni Jónsson frá
Vogi með 252 atkv. — Benedikt í
Tjaldanesi fjekk 138.
í Húnavatnssýslu Guðm. ólafsson
; Ási með 459 atkg. og Þórarinn
Jónsson á Hjaltabakka með 405 at-
kv.. — Jakob Líndal fjekk 337 og
Eggert Levi 279.
í Skagafjarðarsýslu Magnús Guð-
mundsson skrifstofustjóri með 606
atkv. og Jón Sigurðsson á Reynistað
með 511 atkv. — Jósef Björnsson
fjekk 360 og sjera Arnór Árnason
161.
í Suður-Múlasýslu Sveinn ólafsson
með 615 atkv. og Sigurður H. Kvar-
an læknir með 457. —■ Bjarni Sig-
urðsson fjekk 301, Magnús Gíslason
253 °g Björn R. Stefánsson 200.
f Eyjafjarðarsýslu Stefán Stefáns-
son í Fagraskógi með 638 atkv. og
Einar Árnason á Eyrarlandi með 585
atkv. — Björn Líndal fjekk 520, Páll
Bergsson 347 og Jón Stefánsson 137.
Frjettir.
Skipaferðir. „ísland‘‘ fór frá Khöfn
21. þ. m. og kemur við í Leith og
Færeyjum. Með því koma Böggilci
sendiherra og Jón biskup Helgason.
— „Gullfoss“ fór frá Khöfn 21. þ. m
Haraldur Sigurðsson frá Kaldaðar
uesi hjelt hljómleika í Khöfn 17. f.
in„ og hlaut mikið hrós fyrir i dönsk-
ttm blöðum.
Gamalmennahæli. Á síðasta bæj-
arstj.fundi kom frá erindi frá Hjálp-
ræðishernum um styrkveitingu frá
bæjarsjóði til stofnunar gamalmenna-
hælis og var því vísað til fátækra ■
r.efndar.
Halldór frá Laxnesi, höf. sögunnar
„Barn náttúrunnar“, sem hjer kom
út í haust, hefur nú birt í „Berl.tíð-
indum“ stutta skáldsögun, sem heitir
„Den tusindaarige Islænding".
Dáinn er nýl. Kristján Jónsson í
Marteinstungu á Rangárvöllum, fað-
ir þeirra A. J. Johnsons bankaritara
og Sigurðar kaupfjelagsstjóra í Hafn-
arfirði.
Bráðabirðalög hefur konungur
staðfest 5. þ. m„ sem heimila stjórn-
inni að banna flutning til landsins á
varningi, sem stjórnin telur stafa
sýkngarhæftu af, en þar til er talinn
brúkaður fatnaður, hár, húðir o. fl.
Lagadeild Háskólans. Einar ^Arn-
orssön gegnir þar áfrarn, fýrst um
sinn, kenslustörfum þeim, sem hann
hefur áður haft á hendi, þótt hann
hafi afsalað sjer prófessorsembætt-
inu.
Aflabrögð. Rjett fyrir miðjan þ. m.
var sagður ágætur afli á Eyjafirði,
bæði á vjelbáta, sem út úr firðinum
sóttu, og á róðrarbáta úr Hrísey.
Nýr banki. Sú fregn hefur gengið,
að bráðum eigi að koma upp nýr
banki hjer í bænum.
Klukkan. Henni var seinkað um
einn klt. 15. þ. m.
Dáinn er 14. þ. m. Jón Á. Thor-
steinsson bókbindari á Grímsstöðum
hjer við bæinn.
Sextugsafmæli átti 14. þ. m. sjera
Jóh. L. L. Jóhannsson frá Kvenna-
brekku.
Selt þilskip. Duusverslun hefur selt
til Færeyja eitt af þilskipum sínum,
„Sigurfara".
Gunnar Gunnarsson skáld hefur
fengið ferðastyrk Ankers, segir sím-
fregn frá 22. þ. m.
Slys. 23. þ. m. hrundi í stórviðri
gafl á steinhýsi, sem verið er atJ
byggja við Baldursgötu hjer i bæn-
um, og varð að bana manni, sem við
bygginguna vann. Það var Sveinn
Sveinsson, aldraður rnaður, bróðir Ól-
c'fs sál. Sveinssonar gullsmiðs.
„Sögur Rannveigar“. Merkur
barnakennari segir um þær í brjefi
m. a.: „Hvernig á að þakka slíka
gimsteina sem Sögur Rannveigar.
Leiki sú bók alla eins og mig, steyp-
ist hún eins og geislaregn yfir þjóð-
ina. Svo skal sálir sigra. Mjer þykja
þættirnir þrír hver öðrum betri. Per-
sónunum lýst af frábærum skilningt
og með slikri samúð og sannleiksást,
að jeg fyllist lotningu....'*
öræfagróður. Nokkrar prentvillur
eru menn beðnir að leiðrjetta i þeirri
bók um leið og menn eignast hana.
Á bls. 29. stendur i 12. 1. a. n.: nátt-
úru fyrir náttúra. Á bls. 32 hefur lína
fallið neðan af síðunni, en í hennl
stóð: („Svona eiga) þær að vera, —•
og gullhjartað á milli.“ Á bls. 86 í 1. 1.
stendur: hvar fyrir hyer. Á bls. 102
í 8. 1. a. o.: skarsins fyrir skartsins,
Á bls. 105 í 13. 1. a. n.: mannkynsslóð-
um fýrir níannkynsslóð. Á bls. 109 í
/9. 1. a. n.: sannarlega fyrir sannlega.
Á bls. 131 í '6. 1. a. o. þú eiga fyrir
bú ei eiga. Á bls. 140 ásýnt fyrir
ásýnd.
Ný grundvallarlagabreyting í Dan-
mörku. Símað er frá Khöfn 20. þ. m.:
Forsætisráðherrann danski hefur lagt
fram frumvarp um breytingar á
grundvallarlögum rikisins. Þar er
meðal annars ákveðið, að samþykkt
ríkisþingsins þurfi til að segja öðrurn
strið á hendur. Landsþingið verður
i.ppleysanlegt, kosningarrjettar til
þjóðþings bundinn við 21 árs.aldur,
og til landsþingsins við 25 ár. Þing-
mönnum . verður fjölgað; lögráða
verða menn 21 árs.
Innanríkisráðherrann leggur fram
frv. til nýrra kosningalaga, sem breyt ■
ir kjördæmaskipuninni og gerir hana
ijettlátari.
Eftir kosningarnar. Það hafa verið
Ósköpin öll um sigurhrós í Vísi eftir
kosninguna og vígamannalæti á háu
stigi. Þetta kemur ekki sem best heim
við skrif blaðsins fyrir kosningarnar,
því þá var það daglegur söngur þar,
að forsætisráðherrann væri gersam-
lega fylgislaus í bænum. Nú er það
í sama blaðinu talið með „kraftaverk-
um“, að ritstj. þess hafi að sumra
áliti náð 5 atkv. fram yfir hann. og
þetta er talinn „sá stærsti kosninga-
sigur. sem nokkru sinni hafi unninn
verið á þessu landi“. En í hverju er
þá stærð þessa kosningasigurs fólg-
in, ef annars er.um sigur að ræða,
því það er óútkljáð mál enn sem kom-
ið er? Ekki getur hún verið fólgin
í atkvæðamuninum, því hann er einr
mitt óvenjulega smávaxinn. Stærð
þessa sigurs í augum Vísis getur ekki
legið í neinu öðru en mannamuninum,
þ. e. yfirburðum þess mannsins, sem
blaðið telur fallinn, yfir hinn, sem það
telur kosinn. Og það skal játað, að
þegar þannig er litið á málið, þá verð-
ur „kraftaverka“-hjalið afsakanlegt
cg ekki fjarri lagi, að gera allmikið úr
þessu fyrirbrigði. En menn mundu
hafa búist við að einhver annar en
cinmitt Vísir yrði til þess að halda
að almenningi þessari hlið málsins.
Úr Strandasýslu er skrifað 31. olct. •
„Sumarið hefur yfirleitt verið gott og
hagstætt, þegar á alt er litið. Vorið
var gott, eftir að umskifti um miðj •
an maí; þurviðri voru oftast í vor
og nýttist því eldiviður vel, en fremur
varð grasspretta lítil fram eftir sumr-
inu, en þegar kom fram í júli fór
aðallega að spretta. Tún spruttu eftir
öllum vonum, þó stórar kalskellur
Hurðir n giuugar
^Verksmiðja
[yvindar Hmasnnar.
væru í þau eftir hinar ógurlegu
skemdir á þeim i fyrra, og mun töðu-
fengur manna hafa orðið vel um
lielming á við það sem gerist í góð-
tm árum. Aftur var spretta miklu
minni á engjum; hey nýttust allvel,
en heyfengur er yfirleitt í minna lagi.
en heyin alstaðar góð. í haust hefur
verið óslitin gæðatíð. Afli hefur verið
sæmilega góður, og er víst enn, ef
beita væri nóg. Síldveiðar hjer A
íjörðunum gengu vel, og hefði eflaust
veiðst meira en raun varð á, ef ekki
hefðu þrotið tunnur, er veiðin var
mest. Ekki er enn orðið kunnugt um
verð á haustvörum, en menn gera
sjer von um að það verði gott. Heil-
brigði hefur verið almenn og engir
nafnkendir dáið, nema Guðmundur
Magnússon, óðalsbóndi á Finnboga-
stöðum, kominn yfir áttrætt, alkunn-
ur sæmdarmaður.,, —
Tíðin var góð allan fyrri hluta
þessa mánaðar, en þó töluverð frost,
alt upp i 10^2 st. C. Um miðjan mán-
uðinn skifti um og gerði hláku, en
siðan hafa verið umhleypingar.
Frá ísafirði. Þar brotnaði bryggjan
’ ið Torfnes í stórviðri síðastl. laugar-
dagsnótt og lentu 500 síldartunnur í
sjóinn.
Getsakir.
Jeg las í dag í „Lögrjettu“ grein-
arnar um Fossamálið, eftir Karl í
Garðshorni, — og sá þar röksemda-
færslu sem mjer hnykti við. Höf.
segir:
„Halda menn að stórþjóðirnar, sjer-
staklega Englendingar, mundu líða
okkur að láta svo dýrmætt afl (þ. e.
fossaaflið — G. F.) ónotað til lengd-
ar? Nei, vissulega ekki, þeir mundu
blátt áfram þvinga oss til þess að
nota það, alveg eins og þeir fyrir
nokkrum áratugum þvinguðu Kín-
verja til þess að opna land sitt fyrir
menningu og framfarastraumum
Norðurálfunnar. En það liggur í aug-
um uppi, að slík afskifti framandi
þjóða mundu ekki verða til þess að
auka sjálfstæði vort eða efla álit okk-
ar meðal útlendinga." („Lögrjetta"
XIV. ár, Nr. 43).
Svona má enginn fullvita íslend-
ingur leyfa sjer að tala eða rita. Hjer
er verið að gera stórþjóðunum, og
L