Lögrétta


Lögrétta - 10.12.1919, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.12.1919, Blaðsíða 1
Utgetandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstræti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON. Bankastrxti 11. Talsími 359. Nr. 52. Reykjavik 10. des. 1919. Einar H. Kvaran sextugur. 6. þ. m. átti Einar H. Kvaran rit- höfundur og skáld sextugsafmæli. Pann dag barst honum fjöldi skeyta með hamingjuóskum, og margir vin- ir hans heimsóttu þau hjónin, til þess &S votta þeim samúð sína við þetta 'ækifæri. Einar H. Kvaran hefur frá æskuár- um notið vinsælda hjá íslenku þjóð- tnni fyrir skáldrit sín. Og þær vin- sældir hafa ekki hjaönað með árun- um, eins og stundum vill verða, held- ur faríð mjög vaxandi eftir því sem aldur færðist yfir hann, enda hefur hann verið mikilvirkastur á sviði skáldskaparins einmitt nú á síðari ár- um, og frá þeirn eru þær skáldsögur fians, sem mesta aðdáun hafa vakiS. Mikinn hluta æfi sinnar hefur hann einnig starfað að blaðamensku, og nú um langt skeið að nýrri vakning á sviði trúmálanna. Yfir höfuð er Einar H. Kvaran einn af allra fremstu and- ans mönnum þessarar þjóðar. Líklegt væri að eitthvert af tíma- riturn okkar mintist rækilega bók- mentastarfsemi hans nú við þetta tækifæri. Á afmælisdag hans kom m. a. til hans fjögra manna sendinefnd, sem færði honum, í sínu nafni og margra annara, dálitla peningjöf, að upphæð 5800 kr. í nefndinni voru Ásgeir Sig- urðsson konsúll, Isleifur Jónsson kennari, Sigurjón Pjetursson kaup- maður og Þorst. Gislason ritstjóri. Afhenti hinn síðasttaldi honum send ijiguna með þeim ummælum, að hún ætti að skoðast sem vottur um vina lmg og þakklæti fyrir mikið og gott starf E. H. K. á sviði ísl. bókmenta og fyrir andlegt líf íslensku þjóðar- innar yfirleitt. Óskaði síðan, að hann ætti enn eftir langt líf og mikið starf. Hamingjuóskaskeytin, sem E. H. K. fjekk á almælisdeginum, voru, eins og fyr segir, fjöldamörgf Úr þeim skulu að eins leknar hjer upp tvær stökur. önnur er svohljóðandi, send utan af landi: , „Þú ert jöfur lista lands, lýsir tímabilið; eftir sextíu ára krans ættirðu „nóbeÞ skilið.“ Hin er frá Hallgr. Jónssyni kenn- ara, svohljóðandi: „Auðnast þjer hefur að eiga yl handa þessu landi; samtiðin bindur þjer sveiga, sextugur brautryðjandi." Hr. Einar Jd. Kvaran hefur beðiö Lögr. fyrir eftirfarandi Þökk. Sú stórkostlega sæmd og ástúð, sem mjer var sýnd á sextugsafmæli rnínu, með heimsóknum, fjegjöfum, sím- skeytum og brjefum, var mjer eitt- hvert mesta furðuefnið, sem fyrir mig hefur komið á þessum 60 árum mín- tim. Jeg finn svo vel til þess, hvað lítið jeg á þetta skilið. En hjartanlega þakklátur er jeg. Því rniður get jeg ekki náð til allra, sem jeg ætti að ná tíl, að þakka þeim sjerstaklega, af því að jeg veit ekki nöfn allra, sem átt hafa þátt i gjöfunum. En innileg- ustu þakkarkveðju sendi jeg öllum, sem með svo margvíslegum hætti hafa sýnt kærleiksþel sitt til mín. Einar H. Kvaran. Ferð lil Uesimaiaeyja 1919. Eftir Bjarna Sæmundsson. ------- Nl. Allmikil breyting hefur orðið niðri við höfnina. Gömlu krærnar — svo nefnast i Eyjunum hús þau, er menn salta fisk sinn í og geyrna í veiðar- iærin — sem áður stóðu niðri við siávargötuna, eru nú komnar á kafla langt frá sjó, því að settur hefur ver- ið upp pallur, langt út í höfnina, og á honum reistur heill kráabær, alt á stólpum; en þar er mikið þrifalegra en uppi í gömlu kráagötunum, því að ait skolavatn og óhreinindi frá íiskinum fellur niður um pallinn og í sjóinn. En í götunum við gömlu krærnar er þrifnaðinum mjög ábóta- ant; er mönnum mikil raun að þessu, en það er erfitt að kippa þessu i lag, því að vatnsskortur er mjög mikill í Vestmannaeyjum, þar sem á miklu vatni er þörf, og það er eitt af hinum mestu nauðsynjamálum Eyja- rnanna, að geta fengið nóg og gott vatn. En sennilega mætti með ekki mjög miklum kostnaði fá mótordælu sem tæki upp nóg af sjó til þess að skola burt óþverranum frá kránum. Þeir eru líka í vandræðum með all- an fiskúrgang, síðan gúanóverk- smiðjan varð að hætta, eins og áð- er sagt. Hún er eitt af hinu nýja í Eyjunum og "íshúsið, hið fyrsta og citt af þeim fáu hjer á landi, sem franrleiða frost með vjelum (kol- íýru). Mótorbátasmíðar eru þar tölu- verðar og mótorviðgerðasmiðja, og mikil atvinna við fiskverkunina, en þó fara margir til annara hjeraða cinkum Austfjarða, á sumrin. Húsum hefur eðlilega fjölgað með aukinni fólksmergð, og eru mörg þeirra snotur, og hvert einasta hef- ur nafn, en engin götunúmer enn þá, enda er það garnall siður þar; í stað gömlu nafnanna, sem höfði: oft all- mikinn útlensku-keim: London, Mandal, Landlyst o. s. frv. cru nú 1- omin: Breiðablik, Hof, Hlið o. s. frv. Raflýsing (frá aflstöð í miðjum bæ) er nú í öllum húsum, einmg i bæjunum fyrir ofan hraun (Ofanleiti o. f 1.), en aflstöðin er nú ekki leng- ur fullnægjandi. Verslanirnar eru margar og farn- ar nokkuð að skiftast eftir vöruteg- undum, sem seldar eru. Um síðustu aldamót var Bryde hjer um bil ein- valdur. Mikið hefur verið grætt út af kar- tölfugörðum og túnum á síðari ár- rm.enda hafa menn nógan áburð i fiskslóginu og allmikið mólendi að rækta; má nú heita að allur mórinn frá kaupstaðnum og upp að Helga- íelli sje nú undir ræktun, og svo má taka hið skársta af hrauninu; en af því er þó meira tekið til fiskþurk- unarreita. Einn flutningsbíll var kominn til Eyjanna í sumar og von á fleirum, en slæmur galli er þar á, að flestar götur eru svo mjóar, að tveir bílar geta tæplega mætst. Stór barnaskóli hefur vcrið reist- ur uppi undir kirkju og kirkjan. Landkirkja, ein af merkustu kirkj- nm á landinu, hefur verið endurbætt mikið, en altaf er mikill raki í henni. Af fyrirtækjum til andlegra þrifa má nefna blaðið „Skeggja“, sem hef JJr komig út í tvö ár. Svo er komið upp Bíó-leikhús. ^Fótboltafjelög eru þar og lögð allmikil rækt við þá hollu iþrótt, og sund er kent þar á liverju sumri í höfninni. Sýnir það ?ð Vestmanneyingar hafa hug á í- þróttum, enda eru allir góðir og gamlir Eyjamenn íþróttamenn að eðlisfari, því að bjargam'enti voru þeir meðal hinna fremst hjer á landi, (vn nú er sú list því miður að ganga úr sjer, þar sem fuglaveiðarnar eru meira og meira að missa gildi sitt fyrir þá, og fólkið er orðið srneikt við það, að ungir drengir sjeu að tildra sjer hátt í björgunum. Jeg hef nú minst lítið eitt á sitt af hverju viðvíkjandi breytingum þeim, sem orðið hafa i Eyjunum síð- ustu áratugi, og það mætti halda lengi áfram. Jeg læt hjer staðar num- ið með þeirri spá, að ekki verði minni breytingar á næstu tveim áratugum, ef höfnin verður gerð góð og nóg vatn fæst. Aðalerindi mitt til Eyjanna í þetta sinn, var að útvega rnjer gögn til aldursrannsókna á fiski, einkum longu, sem svo mikið aflast af við Vestmannaeyjar, og svo af þorski o. fl. Jeg var svo heppinn, að þar var besti afli af þorski, löngu, ýsu, síld o. f 1., meðan jeg stóð þar við, og gat því fengið það sem jeg þurfti. Reru' menn, eða öllu heldur fóru menn, á. niótorbátum til Dranga, og fengu þar j>ennan afla. Var mest veitt á hald- íæri og bera öngla, minna á lóð, og verið úti á nóttunni. Drógu menn oft i einni ferð fyrir 50—100 kr. eða meira, og mátti það heita gott utan vertíðar, þegar margir eru burtu. (Þeir hafa vist ekki allir haft betri hlut). Lögðu menn saman á 6—8 mót- orbáta. Á einum þeirra voru flestir básetar formenn, Friðrik Svipmunds- son, Þorsteinn í Laufási og aðrir þektustu formenn Eyjanna, og var okki að furða, þó’ að þeir kæmu heim "með sæmilegan afla, þegar þeir lögðu svona saman. Menn fiskuðu við laust og höfðu oft síldarreknet fyrir rek- akkeri og veiddu síld um leið, síld scm var í óðaönn að hrygna allan á- gúst. Þetta var nýstárlegt fyrir mig, því að áður hafði jeg ekki sjeð sum- argjótandi síld, nema í Faxaflóa. Eins og áður var sagt, var veðrið ekki alt af sem skemtilegast, meðan j*eg dvaldi í Eyjunum, bæðf kalt og hráslagalegt. Var það því oft besta skemtun mín á kveldin að sitja heima > Stakkagerði og spjalla við húsbónd- ann. Gísli er uppalinn í Mýrdal, lærði gullsmíði í Reykjavík, gerðist svo bóndi og formaður í Eyjunum og gat sjer einkurn orðstír sem ,einn af allra fimustu og áræðnustu bjargamönn- um í Vestmannaeyjum. Sagði hann n:jer marga sögu af ferðum sínum i björgin; og væri gaman og fróðleikur i því, að hann ljeti sumt af því koma íyrir almenningssjónir. Mætti af því sjá, hve ótrúlega mikið menn tefla oft á tvær hættur og voga lífi sinu 1 biarggöngum, og hve mjög það reyn- ir oft á karlmensku, krafta, á stillingu og snarræði. Og oft var mikið vogað fyrir lítinn feng. Jeg býst við að nú mundi fáum þykja tilvinnandi að stofna lífi sínu í hættu fyrir nokkra lunda. Þeim fækkar nú, góðu, gömlu tjallamönnunum i Vestmannaeyjum og væri jrví meira i það varið, að geta fengið eitthvað á prent eftir einn hinn fimasta Jreirra og minnugasta. Nú er Gísli orðinn förstjóri kaupfje- lagsins „Bjarma“ og virðist fara jafn- vel úr hendi fjelagsstjórnin nú og for- menskan eða fýlaferðirnar í gamla daga, og er hann þó hálfsextugur. Annars er hann lesinn maður og manna fróðastur í sogu Vestmanna- eýja, og auk þess fornfræðingur og afar athugull á alt dýralíf eyjanna, bæði á landi og í sjó. Síðan Þorsteinn sál. læknir fór úr Eyjum, hefur hann verði þar fulltrúi Náttúrufræðisfje- lagsins, og útvegað því margan góð- an grip, og haft sjerlega gott lag á því að fá Vestmanneyinga til þess að gefa því alt fásjeð eða merkilegt, sem þeir hafa fengið. Jeg skrifaði sumt upp, sem Gísli sagði mjer, og hef greint frá sumu af því hjer að fram- ari. 16. ágúst hafði jeg lokið þvi, sem jeg helst jrurfti að gera í Eyjunum. Hafði jeg ætlað rnjer að fá far heim með „Suðurlandi", hinu nýja strand- ferðaskipi Reykvíkinga, sem þá var væntanlegt frá Höfn, en því seinkaði og tók jeg því far með strandferða- skipi Jreirra Skaftfellinga, mótor- bátnum „Skaftfelling", sem fór það- í.n um kvöldið viðstöðulaust til Reykjavíkur. Komumst við af stað kl. 8 um kvöldið. Var snarpur aust- anvindur, besta leiði, og allmikill undirsjór af suðaustri, því að af- spyrnu austanrok hafði verið daginn áður. Gekk ferðin mjög greitt, og vorum við um fótaferðartíma næsta dag við Reykjanes. Ekki hafði mjer orðið svefnsamt um nóttina. Jeg lá i káetunni í rúmi vjelstjórans, en svo var mikið skarkið og skruðningurinn at vjelinni, sem hamaðist þar rjett hiá, að það var eins og hundrað rokk- skrjóðar við þráðarspuna, og sjór- mn, sem gnauðaði á súðinni við eyr- c.ð á mjer, velti „Skaftfelling“ svo mikið, að jeg varð öðru hvoru að halda mjer til þess að velta eltki fram ur. Eitt sinn hrökk jeg upp við það, að olíuofn var farinn að dansa á gólf- inu. Ætlaði jeg að staulast á fætur til þess að handsama dýrið, en þá kom skipstjóri niður, og gerði bráð- an endir á gleði hans með því að sparka honum út í horn, og láta hann vita, að það væri ekki hans embætti að skemta mönnum með dansi um miðja nótt. Allmargir farþegar voru með. Við vorum Jrrír í káetunni. Jóhannes í túmi skipstjórans beint á móti mjer, en hann kemur ekkert við þessa sögu. því að hann bærði aldrei á sjer alla nóttina, fremur en að hann væri dauður, sem hann þó ekki var, en langt mun hann hafa verið leiddur. '•/ið vorum báðir langsummenn, en þriðji maðurinn og þversummaður var Páll, ekki ritstjórinn, því að nú var hann ekki með, heldur sá sem auglýsir í Skeggja. Hann lá á setu- bekk undir framþili, þverskips. En bekkurinn var eins og rúmið, sem Prókrúster hafði forðum handa löng v.m mönnum, alt of stuttur handa Páli (hefði verið mátulegur handa rítstjóranum með sama nafni), svo að hann varð ýmist að liggja saman- brotinn eins og stafurinn, sem ekki má lengur sjást í „Lögrjettu", eða hann teygði svo mikið úr sjer, að hann lá með höfuðið ofan á Jóhanni en fæturna ofan á mjer. Hann svaf ekki vel og leið illa. En, án garnans, það er ekki gam- an fyrir skipshöfnina á „Skaftfell- ing“ að verða að taka á móti farþeg- um og láta þá hafa rúmin sín. Það veitti ekki af plássi fyrir svo sem 10 íarþega, og að sjálfsögðu ættu skips- menn að fá mestan hluta af gjaldi J'VÍ, sem tekið er af farþegum, minna mætti Jrað ekki vera. Og svo vilja vesalings mennirnir, að góðum Skaft- íellinga sið, gera gestum sinum alt ems þægilegt og frekast er unt. „Skaftfellingur“ er besti bátur, .-ióskip gott og sterkur og með full- tn seglkraft, og því fær i flestan sjó. T.lann á að sigla á allar hinar mestu hafnleysur landsins, frá Ingólfs- höfða að Vestmannaeyjum, alt sum- arið og fram á haust, og er skiprúm á honum víst góður skóli í sjómensku cg aðgætni fyrir unga menn. Nú var öll skipshöfnin Mýrdælingar. Við Garðskaga var mjög mikil síl- ferð; mikið af ýmiskonar fuglum, þar á meðal nokkrar súlur. Ein sat á siónum, sýnilega búin að eta sjer til óbóta. Báturinn rann rjett fram hjá henni, en hún gat ekki flogið upp; hljóp jeg skyndilega út að borð- .stokknum og æpti að henni, varð hún svo hrædd, að hún gerði sitt ýtrasta til að taka sig upp: ældi sem sje hálf- meltri síld til þess að ljetta á sjer, en var samt of þung og varð að hætta við, og sitja með óbættan skaðann. Þetta er súlunni líkt. Kl. 1 e. m. köstuðum við akkeri á Reykjavikurhöfn og höfðurn verið rjetta 17 tíma á leiðinni frá Vest- mannaeyjum. Þegar jeg steig á land rigndi svo mikið, að jeg var í vafa um hvort jeg væri á landi eða í sjó. En það var lika ein síðastá hunda- dagaskúrin sumarið 1919, nokkurs konar útklykking. Jeg stóð þarna með farangur minn í oliugalla, en engin hræða sást, sem vildi flytja dót mitt — það var um hámessuna; loks gat jeg fyrir góð orð og góðan betaling, fengið tvo drengi, sem rjeðu yfir hjólbörum, til að taka dótið heim _til mín, og var háfermin svo mikil á hjólbörunum, að jeg varð að styðja svo að alt færi ekki um koll. Það var riett eins og væri hafnarverkfall. Vesalings samferðamenn minir, sem engan þektu, voru í vandræðum með XIV. ár. sig og sitt dót. Það er yfirleitt blönd- nð ánægja að koma til Reykjavikur á sumrin. Engin mannhjálp, hvað sem á liggur, ekkert húsnæði fyrir aðkomufólk og enginn matur handa þeim sem heirna eiga þar, fremur en hinum. Jeg hafði samt verið'svo for- sjáll, að biðja mann, sem var að lenda í Vestmannaeyjum, þegar jeg var að fara út í „Skaftfelling", að selja mjer ýsu fyrir 1 krónu. Hann taldi mjer fjórar kurlýsur ■— 16—20 jmnd — mjer ofbauð hvað þetta var édýrt og það hefði vist Guðjón & Co. gert líka. Jeg hefði getað okrað áþeim i höfuðstaðnum; kaus þó heldur að hafa soðningu til næsta máls, en þótti varlegra að hylja þær vandlega á leiðinni um borgina. Jeg komst slysa- laust með þær heim, og þar með var ferðinni og er sögunni lokið. Utanför biskups. Biskupshjónin fóru hjeðan 30. september, en komu 30. nóvember. Það- var tilefni fararinnar, að l.iskupi vorum komu boð frá gnð- fræðideild Karpmannahafnarháskóla, meðfram að undirlagi Dansk-ís- lenska fjelagsins, um að flytja fyrir- lestra á Háskólanum um kirkjusögu íslands. Fyrirlestrar þessir voru 6 að tölu, og flutti biskup þá dagana 13.—22. okt. Efni fyrirlestranna var „Kirkja íslands frá siðaskiftunum til vorra daga.“ Voru fyrirlestrarnir mjög vel sóttir, bæði af stúdentum, háskólakennurum (sjerstaklega úr guðfræðingadeildinni) og ýmsum ut- cnháskólamönnum, .hæði körlum og konum. Á undan fyrsta fyrirlestrin- um leidri forstjóri guðfræðideildar. orófessor dr. J. C. Jacobsen, ræðu- mann fram fyrir áheyrendur, ávarp- aði hann hlýjum orðum í nafni deild- arinnar og þakkaði honum fyrir, að hann hefði orðið við tilmælum henn- ar, og bað hann vera þar velkominn. Að loknúm síðasta fyrirlestrinum þakkaði sami maður biskupi í nafni háskólans og guðfræðideildarinnar fyrirlestraflutninginn mjög hlýlega og ljet þá ósk í ljósi, að fyrirlestr- arnir yrðu prentaðir hið fyrsta. Degi seinna sat biskup veitslu mikla á heimili forstjóra guðfræðideildarinn ar, og var þangað boðið aðallega há- skólakennurum nokkrum helstu mönnum borgarinnar andlegrar srjettar (t. a. m. Sjálandsbiskupi). Hinn 24. okt. efndi Dansk-Islansk Samfund til samkomu einnar mikillav i samkomusal fjelagsins Kvindelig Læseforening. Flutti biskup þar að- altöluna. En á eftir var borðhald ræðumanni til héiðurs, og flutti stjórnardeildarforstjóri P. O. A. An- dersen, ræðu fyrir minni biskups, og þakkaði honum fyrir allan þann stuðning, sem hann hefði frá fyrstu látið dansk-ísl. fjelaginu í tje. I Danmörku er nefnd manna, sem nefnist „Dansk-íslenska kirkjunefnd- in“. Er oddviti hennar H. Ostenfeld. Sjálandsbiskup, en Þórður prestur Tómasson í Horsens ritari og fram- kvæmdastjóri, en verkefni nefndar- innar er það, að vinna að nánara sam- bandi milli dönsku og íslensku kirkj- rnnar. Fyrir tilmæli nefndar þessar- ar, tókst biskup nú á hendur fyrir- 'estraferð um Danmörku, til þess að fræða almenning um líf og hagi ís- lensku kirkjunnar í fortíð og nútíð. En áður en biskup lagði á stað í þann leiðangur flutti hann erindi í sam- komusal kristilega samkomuhússins í Betesda í Kaupmannahöfn. Stýrði Ostenfeld Sjálandsbiskup fundinum og flutti sjálfur í upphafi fundar tölu andlegs efnis, þar sem hann í lok ræðu sinnar bauð biskup íslands vclkominn og þakkaði honum fyrir komuna. Var þar margt manna sam- * Grein þyssi er viðtal, sem blaðið „Vísir“ hefur átt við biskupinn eftir heimkomu hans.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.