Lögrétta


Lögrétta - 28.01.1920, Blaðsíða 1

Lögrétta - 28.01.1920, Blaðsíða 1
u'tgetandi og ritstjóri: ÞORST. GÍSLASON. Þingholtsstrseti 17. Talsími 178. Afgreiðslu- og innheimtuns.: ÞÓR. B. ÞORLAKSSON. Bankastræti 11. Talsími 359. N. 3. Úti um heim. Bandamenn og Þjóðverjar. Hjer verSur sagt nokkru nánar en áður frá síðustu viSureign þeirra áS- ur en friðarsamningarnir voru undir- skrifaði. HiS nýkosna þing Frakka kom saman 8. desember og tóku þá sæti í þinginu m. a. fulltrúa frá Elsass Cg Lothringen. Þetta geröi daginn að stórum hátíöardegi i París, og Cle- menceau bauð þingmennina þaðan velkomna með snjallri og íburðar- mikilli ræðu. En friðarútlitiS var þá ekki glæsilegt, og virtist liggja nærri, uB allar undanfarnar sáttagerðir milli Frakka og Þjóðverja rofnuðu, og að vopnin yrSu aftur á lofti. Sama dag- inn, sem þessi hátíSahöld fóru fram í París, voru fulltrúa þýsku-stjórnar- innar þar, Lersner fríherra, afhent tvö skjöl frá Clemenceau, og skulu íakin hjer nokkuð tildrögin til þeirra. FriSarskilmálarnir milli banda- nianna og Þjóðverja voru undirskriL aSir í Versölum 28. júní í sumar. 9. júlí voru þeir samþyktir af þýska þinginu og 16. júlí undirskrifaðir af þýsku stjórninni. Þar næst voru þeir samþyktir af enska þinginu, og Breta- konungur staSfesti þá samþykt 31. júlí. Svo voru þeir samþyktir af italska þinginu og sú samþykt stað- fest af ítalíukonungi 7. október. En franska þingið samþykti þá fyrst rokkrum dögum síðar og staðfesti ríkisforsetinn samþyktina 13. október. Þar meö var alt undirbúið til þess, að friðarsamningar gætu orðið full- gerðir, er. skilmálarnir höfSu fengið samþykki þriggja stórvelda banda- njanna megin. En samt var beðiS eftir því, áð Wilson gæti fengið Banda- nkjaþingið til þess að fallast einnrg á skilmálana. En það varð ekki. Og frá byrjun nóvembermánaðar fór að syrta til aftur og samkomulagsútlitið að versna. Clemenceau, forseti friðar- þingsins, sendi 1. nóv. þýsku stjórn- i'.ini þann boðskap, að bandamenn hefðu komið sjer saman um, að láta ekki Versalaskilmálana koma í gildi fyr en Þjóðverjar hefðu fullnægt j.eim skuldbindingum, sem þcir hefðu undirgengist með vopnahljessamning- tmum og þeim samningum öðrum, sem þar meS hefSu fylgt. Var þeSS óskað, að þýska stjórnin gæfi fun, tiúa sínum í París ótakmarkað um- boð til að undirskrifa skjalahefti, sem með fylgdi í afriti. En í þeim skjöl- rttí voru taldar upp ýmsar skuld- bindingar, sem Þjóðverjar hefðu ekkl íullnægt. Svo var þess krafist, að Þióðverjar bættu fyrir eyðilegging 1 ýska flotans i Scapaflóa á þann hátt, að jieír innan 90 daga frá undir- skift skjalheftisins hefðu afhent tandamönnum 400 þús. tonn af til- teknum hafnarvinnutækjum. Brjef Clemen'ceaus endaði með ógnunarorð- rm, og sagði hann þar, að ef Þjóð- verjftf fullnægðu ekki þessum kröf- "m ínnan ikveöins tima, þá mættu þeir búast víð að bandamenn beittu bæði hervaldsráðstöfunum og öðrum rauðungarmeðulum, eftir því sem siálfum þeím fyndist best við eiga, til þess að knýja fram vilja sinn. Þýska stjórnin svaraði þessu skjal- lega 7. nóv., en ekki á þann veg, að h.ún tækí beina afstöðu til krafanna í skjali Clemenceaus, heldur sneri hún málinu inn á þær brautir, að Frakk- ar hjeldu ekki gefin loforð um heim- gendíng þýskra herfanga, en kvaðst Reykjavík 28. jan. 1920. XV. ár. vænta, að ekki yrðu nú frekari tafir þar á. 15. nóv. kom aftur svar frá Cle- menceau og fór hann jiar hörðum orðum um afstöðu Þjóðverja til end- urreisnarstárfsins í frönsku hernað- arhjeruðunum og sagði, að þýska stjórnin gerði sjer alt far um, að draga á langinn uppfylling vopna- hijesskilmálanna. Við höfum engar skyldur gagnvart Þýskalandi, sagði bann í niðurlagi skjalsins, aðrar en þær, að halda þá skilmála, sem gerðir voru í lok hins grimmilega ófriðar, sem Þýskaland neyddi heiminn út í. Þýska stjórnin hafði ekki gefið Lersner fríherra umboð til að undir-. skrifa skjalaheftið, sem áður er nefnt ■ >g innihjelt skuldbindingar þær, sem Clemenceau krafðist af Þjóðverjum. En hún hafði sent annan mann til Parísar, til þess að fjalla um málin, Simson leyndarráð. Hann sneri heim aftur til Berlínar 21. nóv., án þess að nokkuð væri afgert um málin, en Lersner tilkynti ritara friðarþingsins, aö þýska stjórnin teldi þau þess eðlis, að hún gæti ekki að þeim gengið nema með samþykki þingsins. Einnig mót- mælti Lersner því fastlega, að heim- sending þýskra fanga væri dregin á langinn jafnframt undirskrift friðar- skilmálanna. 25. nóv. fjekk Lersner svar upp á þetta frá Clemenceau. Var þar sagt, að framkoma þýsku stjórnarinnar vekti efa um, að það væri einlægur vilji hennar að fullnægja skuldbind- ingum sínum í vopnahljesskilmálun- um og friðarskilyrðunum. Öll fram- koma hennar væri því valdandi, að bandamenn hjeldu fast við þau á- kvæði friðarskilyrðanna, er miðuðu heimsending þýskra herfanga við undirskrift fullkominna friðarsamn- inga. Þar var og tekið fram, að það hefði vakið mikla undrun hjá yfir- ráði bandamanna í París, að fulltrúar Þjóðverja í' París, sem hefðu átt að semja um ýmisleg atriði, er sjerþekk- ingu þyrfti til, væru nú í burtu farnir, og ráðið teldi þið merki þess, að þýska stjórnin vildi enn draga á lang- inn þá samninga, sem nauðsynlegt væri að fram gengju -á undan undir- skrift friðarsamninganna. Þetta hefði vakið tortrygni gegn þýsku stjórninm og fyrirætlunum hennar. Yfirráð bandamanna óskaði, að sem allra fyrst kæmi í Ijós, hvernig þessum málum væri varið, og það legði á herðar þýsku stjórninni alla ábyrgð á drætti á því, að fullkomið friðar- ástand kæmist á. Þessu svaraði Lersner í nafni þýsku stjórnarinnar 1. des. Hún sagði þar, at tortrygni gegn sjer fyrir það, að hún hefði ekki einlægan vilja á því, nð fullnægja vopnahljesamningunum, væri ástæðulaus, og mótmælti þvi, að hún ætti sök á því, að fullkomnir íriðarsamningar kæmust ekki í gildi en benti á, að hún hefði þegar 16. júlí í sumar fullgert samþykt friðar- skilmálanna frá sinni hálfu, en síðan Iiefði hún beðið eftir samþykki ann- ora málsaðilja. Þegar það loks hefði verið fengið, þá hefði samt ekki kom- ið tilkyrming frá þeim um, að friður- inn skyldi nú ganga í gildi, heldur vm nýjar, harðar kröfur, sem ekki s'æðu í neinu sambandi við hin um- sómdu friðarskilyrði. Kvaðst þýska stjórnin enn sem fyr óska, að friður kæmist sem fyrst á samkvæmt ákvæð- um Versalaskilntálanna. En nú' sje því svo varið, að mörg ákvæði skil- málanna sjeu sett þar með það fyrir augum, að Bandaríkin verði með 1 undirskriftinni. Ef Versalaskilmáb arnir eigi nú að ná gildi, án hlut~ töku frá Bandaríkjanna hálfu, þá \erði sjerstakir samningar um pau atriði að eiga sjer stað milli stjórnar Þýskalands og annaraundirskrifenda, eins og þegar hafi verið játað af þeim. En alla lipurð segist jtýska stjórnin \ilja sýna í því máli. Þó sje því svo varið, að almenningsálitið í Þýska- landi telji mikla trygging í því fólgna, ef Bandaríkin væru með í undirskrift- inni. Hún kveðst því telja það eftir- gjöf af sinni hálfu, að samþykkja gildi þeirra sjerstöku ákvæða, sem hjer er um að ræða, án hluttöku Bandárikjanna, og ‘vænta sjer fyrir pað álíka tilhliðrunarsemi hinu megin írá, fyrst og fremst í framsalskröfun- vm. Þar næst segir hún, að kröfunni um undirskrift skjalaheftisins, sem áður er um talað, hljóti hún að neita. Hún óski eftir munnlegum viðræðum um ýms atriði, sem þar sjeu dregin fram. Þar sem Eystrasaltslandamál- unum sje nú lokið, þá sje það Scapa- tlóamálið, sem sje aðalágreiningsefn- ið, og kröfurnar, sem gerðar sjeu í sambandi við það, sjeu óaðgengileg- ar. Að lokum segist hún verða að krefjast þess, að ákvæði um heim- sending hinna þýsku fanga frá Frakk- landi sje tekið inn í þessi skuldbind- ingaskjöl, ásamt fyrirmælum um það, hvernig heimflutningnum skuli hag- að. Friðarráðið átti fund með sjer 1. des. og sat Foch yfirhershöfðingi á þeim fundi. Að honum loknum voru Lersner afhent tvö skjöl til þýsku stjórnarinnar. Þar segir, að allar fregnir sjeu einróma um það, að þýska stjórnin sje á síðustu tímum að auka herafla sinn og hernaðar- utbúnað. Auk ríkisvarnarliðsins sje verið að koma upp föstum her undir nafninu „öryggis-lögregluliðið“, og hendi alt á, að þangað sjeu valdir hin- ir bestu kraftar til þess að halda uppi hermensku, enda sje þessu liði stjórn- að af lærðum herforingjum. Þótt þetta lið að nafninu til standi undir yfirumsjón innanríkisráðherrans, þá sje skipulag þess á þann veg, að það stríði á móti því, að liðið sje, eíns og uppi sje látið, lögreglulið. En myndun slíks liðs stríði móti 162. gr. friðarskilyrðanna. Þar að auki sje þýska stjórnin að mynda varalið undir nöfnunum „sjálfboðalið“ og ,.borgarvarðlið“, sem bæði stundi her- æfingar og hafi undir höndum vopna- birgðir. En myndun slíks liðs striði móti ákvæðum friðarskilyrðanna um hermenskuútbúnað yfir höfuð, en sjer 1 lagi móti 178. gr. þeirra. Nú viljl stjórnir bandamannaríkjanna vekja eftirtekt á þvi, að þessi brot gegn anda og efni friðarskilmálanna megi skilja svo, sem það sje ekki ætlun hinnar þýsku stjórnar að framkvæma fvrirmæli þeirra. Þær skori því á þýsku stjórnina, að rjúfa þegar í stað liðsflokkamyndanir þær, sem á hefur verið minst, eða að minsta kosti breyta þeim í það horf, að lögreglu- liokkarnir verði eigi, þegar friðar- samningarnir eru undirskrifaðir, fjöl- mennari en ráð sje fyrir gert í friðar- skilyrðunum, og að skipulag þeirra \ erði eins og á hverju öðru lögreglu-i lrði. Eftir að þessi skjöl urðu kunn, vai mikið um það talað í útlendum blöð- um, að ófriður mundi hefjast að nýju, lað var sagt, að bandamenn hefðu til taks á landamærum Þýskalands tveggja miljóna her, til innrásar. Af- staða Frakka var þannig skýrð, áð þeir hugsuðu sjer, að svo gæti farið, að íhaldsflokkarnir gömlu fengju yfirtökin á Þýskalandi, gerðu Hind- enburg að rikisforseta og hann reisti þá upp nýjar hersveitir til mótstöðu ?egn bandamönnum. Heimsending þýsku herfanganna strandaði þá á þ.í,- að Frakkar vildu ekki senda Þjóðverjum heim eitthvað uin eina tniljón æfðra hermanna, er búast n.ætti við að undir eins yrði snújð gegn sjálfum þeim. í Þýskalandi var megn æsing út af kröfum banda~ manna, og því var þar alment fagn- 1 ð, er Simson og aðrir fulltrúar Þjóð- verja, sem semja áttu í París, voru kallaðir heim þaðan, eins og áður segir. Fyrir það fjekk stjórnin hrós 1 blöðum íhaldsflokkanna, sem annars láta skammirnar óspart dynja á henni. Bauer kanslari skýrði á stórri blaða- mannasamkomu 6. des. frá afstöðu Þjóðverja til bandamanna, rakti rás atburðanna og neitaði, að þýska stjórnin ætti sök á jiví, ef samning~ arnir nú strönduðu, hún óskaði eftir fullum friði sem allra fyrst, sagði hann, og kvaðst fastlega neita því, að dratturinn á undirskift væri henni að kenna. Þýska stjórnin hafði nú stungið upp á, að deilunni um Scapa- fióamálið yrði skotið til alþjóðadóm- stólsins i Haag. 8. desember voru Lersner, eins og segir í upphafi þessarar greinar, af- hent tvö skjöl til þýsku stjórnarinn- ar frá yfirráði bandamanna. Þau voru kölluð áminning frá þvi til Þjóðverja. í fyrra skjalinu heldur Clemenceau }>ví enn fast fram, að þýska stjórnin cigi alla sök á þeim drætti, sem orðið hafi og enn verði á því, að fullkom- inn friður komist á. Hann neitar því, að Þjóðverjar geti krafist nokkurra 1 reytinga á friðarskilyrðunum vegna þess, að Bandaríkjastjórnin undir- skrifi ekki samningana. Þar næst vík- ur hann að heimsending þýsku fang- anna og segir, að því sje hvað eftir annað yfir lýst frá Frakklands hálfu, r.ð það muni láta fangana fausa undir eins og friðarsamningarnir sjeu gengnir í gildi, og sje engin þörf á f.ð endurtaka þá yfirlýsingu. Um mót- mæli þýsku stjórnarinnar gegn af- hending hafnartækjanna til bóta fyrir Scapaflóaherskipin, er það sagt, að fresta megi afhendingunni og gefa þýsku stjórninni tækifæri til að sanna það fyrir bandamönnum, að afhend- ing þeirra sje henni um megn, og taki þá bandamenn það mál til nýrrar at- hugunar. Að lokum er sagt, að undir- skrift skjalaheftisins, sem . áður er nefnt, sje sjálfsagt skilyrði fyrir frið~ arsamningum, og skjalið endar á hót- un um, að gripið verði til vopna, ef á þurfi að halda. Þar segir: „Nú í síðasta sinn minnum við Þýskaland á, að þangað til friðarsamningarnir ná gildi, er uppsögn vopnahljesskil- málanna nægileg til þess, að gefa her bandamanna frjálsar hendur til liverra þeirra framkvæmda, er tejast mættu nauðsynlegar. Segist svo ráðið vænta undirskrifta tafarlaust og full- næging þeirra krafa, sem þar með fylgi. Síðara skjalið ræðir um Srapaflóa- málið. Bandamenn höfðu haldið því fram, að eyðilegging þýska flotans í Scapaflóa væri brot á móti vopna- hljessamningunum og skuldbinding- um, sem þýska stjórnin hefði þegar gengið að og fullbúnar hefðu verið til úndirskrifta. En þýska stjórnin hafði neitað þessu og sagt, að alls ekkert hefði verið samið um afhend- ing þessa flota, þegar honum var sökt, og svo taldi hún það brot gegn vopnahljessamningunum irá banda- manna hálfu, að skipin voru geymd •í óvina höfn, en ekki hjá hlutleys- ingjum. Hún kvaðst og ekki hafa gefið fyrirskipun um eyðilegginguna, cn flotaforinginn bar fyrir sig gamla fvrirskipun frá Vilhjálmi keisara um, að þýsk herskip mættu ekki lenda i höndum óvinanna. Nú er í þessu skjali vitnað til þrjefs, s.em fundist hafi í einu af hinum sokknu skipum og sagt, að yfirstjórn þýska flotans hafi 9. maí í vor skrif- sð Reuter, foringja Scapaflóaflotans, í trúnaði, og sagt þar m. a„ að flot- anum yrði ekki ráðstafað án síns sam- þykkis, og að „framsal til óvinanna gæti ekki komið til mála“. En nú segir í skjalinu, að í þessum orðum íelist skipun um, að sökkva flotan- um. Uppástungu þýsku stjórnarinnar um, að skjóta þessu máli til alþjóða- gerðardómsins í Haag, segist yfir- láð bandamanna neita, þar sem hjer sje um að ræða mál, sem bandamenn hafi rjett til að ráða fram úr einir út af fyrir sig. Þýska stjórnarblaðið „Vorwíárts" sagði, er þessi tvö skjöl voru birt, t ð sýnilega væri það markmið banda- manna að ganga fjárhagslega milli bols og höfuðs á þýsku þjóðinni. Samt mundi ekki um annað að gera en að undirskrifa. Ástæðurnar væru þær sömu og þegar friðarskilyrðin hefðu verið sett. Hjer væri um nauð- r.ng og kúgun að ræða, þar sem . beimtuð væri unnirskrift undir skuld- bindingar, sem ekki væri hægt að iullnægja. Áður til þess komi, sje þó rjett að reyna af fremsta megni að fá dregið úr kröfunum. Það er sagt, að sendiherra Banda- ríkjanna í París hafi varið Lersing við, að setja málið mjög á odd. En að dregið hafi verið úr öllum fram- kvæmdum til friðslita af hálfu ítalíu, og enska stjórnin hafi viljað milda kröfurnar. Þó hafði Clemenceau sitt mál fram, þar sem Þjóðverjum var ógnað með herinnrás í landið. Á leyni- fundi yfirráðs bandamanna 4. des. er sagt, að Clemenceau hafi haldið því fast fram, að vopnahljesskilmálunum yrði sagt upp og her bandamanna lát- inn taka nokkur þýsk hjeruð, þar á meðal Essen og Farnkfurt a. M. Um þetta leyti heyrðist, að Repú- bíikanaflokkurinn i Bandaríkjunum vildi koma fram samþykt í þinginu um sjerfrið milli Þýskalands og Eandaríkjanna. Hins vegar var sagt, að formaður friðarnefndar Banda- rikjanna, Polk, hefði gert Lersing grein fyrir afstöðu þeirra til málanna. Hann hafði sagt það misskilning hjá Þjóðverjum, er þeir hjeldu að drátt- urinn á samþykt friðarskilyrðanna hjá Bandarikjaþinginu mætti teljast 1‘jóðverjum í vil. Enn væri í Banda- ríkjunum mögnuð óvild til Þjóðverja, og alt sem þeir gerðu í þá átt, að spilla fyrir friðarsámningum eða skjóta sjer undan skuldbindingum sínum miðaði til þess, að auka þá óvild. Jeg veit ekki, hvort senatið samþykkir friðarskilyrðin, sagði Polk, en jeg get fullvissað yður um' það, að hjer vilja menn ekki leyfa að Þjóðverjar skjóti sjer undan skuld- bindingum sínum. Næst skal svo sagt frá endalokum deilunnar og undirskrift' friðarskil- málanna. Vilhjálmur keisari. Berlínarfrjett í Berl.tíð. frá 3. jan. lýsir Vilhj. II. svo, að hann sje orð- inn miklu ellilegri en áður. Lífsþrótt- urinn sje að dvína. Einkum hafi skjálftinn á hægra handlegg og hægra fæti, er lítið eitt hafi gætt áð- ur, aukist svo, að við fyrsta álit veki hann nú eftirtekt og dragi að sjer cJla athygli þeirra, sem nú sjá keis- arann. Hann er nú orðinn sver og feitur, en kvað þó lítið borða. Hann her sig enn hermannlega,* en sýnist þó lægri en áður. Eftirtektarvert er það, að hann talar nú mjög hægt, mótsett því, sem áður var. Fjör eða kæti er nú ekki um að ræða, nema ef rifjaðar eru upp gamlar endur- minningar. Það er kvartað yfir því, að mitt í samræðu missi andlit hans nú- stundum alla fjördrætti og augun hvarli þá festulaust alt í kring. Get~ ur slíkt ástand að eins vakið með- nukvun þeirra, sem þá eru með hon- um, segir sá, sem lýsinguna skrifar. Hann sinnir lítið hinum líðandi tíma, og enginn maður, sem sjeð hefur keis- arann nýlega í Amerongen, getur ef- ast um, að hann sje farlama bæði á sál og líkama og geti ekki í nein- um stórræðum átt hjeðan af. Hann er hættur að minnast á, að sig langl til þess að ljúka æfi sinni í Þýska- landi. Hann er nú sannfærðari um það en nokkru sinni áður, að hann hafi verið svikinn bæði af ráðgjöf- um sínum og allri þjóðinni. Um 40 manns er að staðaldri þarna hjá keisaranum. Brjef hans og þeirra eru skoðuð, bæði þau sem send eru frá þeim og til þeirra, en í því efni gæta Hollendingar þó allrar kurteisi. — Það er fregnritari Berl. Tagebl. í Haag, sem sendir blaði sínu þessa lýsingu, og er það eitt af þeim blöð- um, sem styður núverandi stjórn. Nýlega hefur verið birt safn af brjefum, sem Vilhj. keisari hefur skrifað Nikulási Rússakeisara á ár- unum 1894 til 1914. Þeim fylgir sú saga, að í júlí í sumar hafi fundist meðal eftirlátinna muna Nikulásar keisara í Jektarienburg kassi með einkabrjefum hans, en helst þeirra sjeu 73 brjef frá Vilhjálmi keisara á samt tveimur uppköstum að samn- i’igi milli Þýskalands og Rússlands. Rússneskur maður, Isaac Don Le- --ine, hefur gefið brjefin út og síðan hafa þau verið birt í blöðum bæði vestan hafs og hjer í álfu. Berl.tíð. hafa fengið einkarjett til að birta þau á dönsku og byrjuðu þau að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.