Lögrétta


Lögrétta - 26.05.1920, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.05.1920, Blaðsíða 3
LÖGRJBYTA S ir, aö lárviöarskáldiö enska, Robert Bridges, kæmist svo aö oröi í „The Athenæum" fyrir skömmu, aö hún sæist nú á skrifboröi hvers einasta mentaðs Englendings. —- Þess má geta, að veröið á henni er að eins 6 shilling. Á þessa orðabók vildi jeg leyfa mjer aö benda enskulesandi mönn- um. Jeg veit þaö af reynslunni, aö þegar bent er á góöar bækur, þá eru það nærri ótrúlega margir, sem færa sier þær bendingar í nyt. T. d. munu rú fáar útlendar kenslubækur seljast hjer jafn mikið og Manual of Eng- lish eftir Marshall og Schaap, sem bent var á í Lögrjettu fyrir eitthvað tveim árum. Bók þeirra Fowlersbræðra „The King’s English“ er ekki byrjenda- bók, en hún er ómetanleg handbók öllum enskukennurum og hverjum sem af alúð leggur sig eftir enskri tungu. Því miður mun hún lítt þekt hier á landi enn þá. Hún er til í tveim útgáfum, stærri og minni, og man jeg eklíi hvort stærri útgáfan ,kostar 6 sh. eöa 7 sh. 6 d. Minni útgáfan kostar 2 sh. 6 d., en hún er vitanlega ekki annað en skólabók. Þá má enn minna á bók, sem varla mun vanta í bókasafn nokkurs rnent- aös Englendings, en þaö er „Roget’s 'l hesaurus of English Words and Phrases“. Sú bók á ekki sinn líka á nokkru máli, og háfa þó a. m. k. bæði Frakkar og Þjóðverjar reynt að líkja eftir henni. Sn. J. Úti um heim Bandaríki Austurlanda. Fyrir nokkrum vikum var getið um jiaö hj'er í blaðinu, aö íjöldi þjóða í Asíu og Norður-Afríku væri að mynda innbyröis bandalag, sem nefnt væri Bandaríki Austurlanda. 1 útlend- um blööum er sagt, aö fulltrúar frá Egiftalandi, Indlandi, Kóreu og fleiri ííkjum í Austurálfu, sem sendir voru á friöarráöstefnuna rniklu í París í vor, sem' leiö, en fengu þar ekki á- heyrn, hafi lagt drögin til myndunar Jiessa bandálags í París í júní 1919. Síðan hafi foringjar hinna þjóðlegu hreyfinga í fyrnefndum löndum ásamt Marokkó, Túnis, Sýrlandi, Palestínu, Parsíu, Armeníu, Arabíu, Georgíu og fleiri Kákasusríkjanna gengið í lrandalagið, en ásko.ranir um þaö sjeu sendar til Tripolis,Tyrkjalanda í Asíu, Afghanistan og Mesópotamíu. í lög- um þessa bandalags er mælt svo fyr- ir, að markmið þess skuli vera að# efla bræðralag milli þjóðanna og vinna að sjálfstæði Austurlanda án vopnanotkunar. Hreyfingin sje ekki bundin við Múhamedstrú, heldur við Austurlönd. í stjórn sambandsins eru bæöi kristnir menn, Múhámedstrúar- menn og Búddatrúarmenn. Lögin ætl- ast til, að öll trúarbrögð sjeu jafn- rjetthá innan bandalagsins, og það er reynt sem mest aö stýra fram hjá missætti út af þeim málum. Ráðgert cr, að bráðum verði haldinn fyrsti fulltrúafundur þessa bandalagls, en þaö er ekki látið uppi, hvar hann eigi að haldast. Á honum verður rætt uppkast þaö til sambandslaga, sem úf hefur verið sent meðal allra þeirra þióða, sem upp eru taldar hjer á und- an. Eftír einum af forvígismönnun- tim er það háft, aö þeir ætli aö koma ! framkvæmd hugmynd Wilsons um þjóðabandalag og sjálfsákvörðunar- rjett þjóðanna, og er svo aö heyra, sem þeim virðist lítið ætla að verða úr þvt máli hjá þeim, sem yfirtökin hafa haft á ráðstefnu bandamanna i Evrópu. Þessi sami maöur segir, að forsprakkar bandalagsins hafi þegar mikið fje til umráða,-til þess að vinna fyrir máli sínu. Hann segir, að þeir standi í eng-u sambandi við rússnesku bolsjevíkana, enda vilji þeir ekkert með vopnum vinna, heldur ætli þeir að reyna að sýna heiminum, að það, sem þetta banadlag fer fram á, sje reist á. svo sterkum sanngirniskröf- um, að hver, sem móti því rísi, rísi tim leið móti hinum eðlilegustu og sjálfsögðustu mannrjettindum ]tess- ara þjóða. Síðustu frjettir. Um viðureignina mílli Pólverja og Russa et nú sagt í síðustu símfregn- 'Un, að þolsjevíkaherinn sæki fram, en Pólverjar láti utidan síga. Suður í Kákasus fara áhrif bolsjevíka vax- andi. Georgíuríkið er nú sagt á þeirra valdi, og einnig, að Ármenía hafi íengið vernd þeirra. Tyrkjaforingj- arnir í Litlu-Asíu-löndunum hafa gert bandalag við þá, og fregn frá 19. þ. m. segir, að bolsjevíkar hafi haldið með her.inn í Persíu og mót- mæli þar yfirráöum Englen'dinga. Um Síberíu er sagt í fregnskeyti frá 23. þ. m., að bolsjevikastjórnin hafi viðurkent Síberíu frjálst lýðveldi og eigi það sjálft að semja um takmörk s'n austur á bóginn við Japana. Nitti hefur aftur myndað ráða- neyti í ítalíu. I írlandi eru sífeldar viðsjár og ó- eirðir. Fregm frá 25. þ. m. segir, að írskir járnbrautarþjónar neiti að ílytja hergagna-sendingar stjórnar- innar. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur lýst yfir, að afstaða þeirra sie sú, að þau geti viðurkent írlánd íýðveldi. Á aðalfund þjóðabandalagsins, sem nú er fyrir höndum, í Lundúnum, eiga að koma fulltrúar frá 37 þjóðum. Þar á m. a. að skipa nefnd til þess að iíta eftir afvopnun þjóðanna. Þingið í Mexikó hefur valið A. Huerta ríkisforseta, segir í símfregn frá í dag. Þar er líka sagt, að Wilson forseti hafi beðið um samþykki Bandarikjaþingsins til þessaðBanda- ríkin taki að sjer umsjón með Ar- meníu, en það var þeim ætlað á frið- arþinginu í París. Tilkynning • frá móttökunefnd austurrísku barnanna. í síðastliðnum janúar taldi nefndin það vist, að tilboð hennar um töku á 100 austurrískum börnum með á- kveðnum skilmálum, væri þegið, enda tjekk hún 22. janúar síðastl. svohljóð- aiidi símskeyti frá stjórnarráðsskrif- stofunni i Höfn, er var milligöngu- 1 naður i samningunum: „Vínarbörn- in konta hingað síðari hluta febrúar. Drátturinn stafár meðal annars af crfiðleikum við berkla- og Wasser- manns-rannsókn.“ SíSan hefur nefndin ekkert fengið um málið frá Wien, og að eins < itt brjef frá formanni Plafnarnefnd- arinnar, dags. 5. rnarts þ. á., er tjáir aö þar hafi þeir engar fregnir fengi^ um börnin, þrátt fyrir ítrekuð lof- orð. En nú hefur nefndin hjer fengið s'mskeyti frá stjórnarráðsskrifstof- unni i Kaupmannahöfn, dags. 21. þ. m., er hljóðar svo: „Österrigske delegerede for Anbringelse (af) nöd- lidende Börn meddeler (at) religiöse og andre Grunde er Hindringer for paatænkt varig Anbringelse (af)- mindre Österrigske Börn (i) Island“, eða á íslensku: „Austurrísk nefnd, sett til að að koma fyrir nauðlíðandi börnúm, skýrir frá, að trúarbragða- legar og aörar tálmanir sjeu því til fyrirstöðu, að utigum austurrískum börnum verði komið fyrir á íslandi lil stöðugrar dvalaf eins og hugsað hefur verið.“ Þannig eru allir þeir mörgu og góðu menii, sem af mannkærleika hafa boðist til að taka austurrísk börn, leystir frá tilboðum þeirra. En jafnframt er sú málaleitun komin frá Vín hingað í áðurnefndu sím- skeyti, að við tækjum 30—50 drengi, r4—-í8 ára, til 3 eða 4 mánaða sum- ardvalar, en um þetta hefur nefridin (,nn enga ákvörðun getað tekið. - Reykjavík 22. maí 1920. Kristján Jónsson form. nefndarinnar. Eftirmæli. Sigurrós Þórðardóttir, kenslukona. Hún var fædd að Stóra-Fjarðar- horni í Kollafirði, innan Stranda- sýslu, 8. júli 1876. Var hún dóttir merkishjóna, er bjugg-u þar, Þórðar bónda Sigurðsonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur, og er hún enn a bfi. Þeim hjónum varð 19 barna ruðið, 0g lifa 10 þeirra enn, og eru oll mannvænleg. — Sigurrós hneigð- ist snemma til bókar. Las hún bækttr þær, sem hútt náði í heima. Þótti hún oft vita betur um bækur heim- ílisins en hvað bafnintt leið, sem hún átti að gæta. Hún nam það fljótt, sem hún átti aö kost á. Barnafræðsla var ^ þá ekki eins fullkomin alment eins og nú er hún. En nokkurrar fræðslu naut Sigurrós undir fermingu. Þegar Sigurrós var komin undir tvítugt og vel farin að vinna fyrir sjer, gekk húri ! Kvennaskóla Reykjavikur. En kvennaskólanámi lauk hún við kvennaskólann á Blönduósi. Síðar stundaði hún nárri við kennaraskólann íijer í Reykjavik. En eftir það sigldi húri til Englands og Danmerkur, og stundaði þar nám. Sigurrós var einatt að læra, meðan henni entist starfs- Jirek. Og hún miðlaöi líka öðrum af íróðleik sínurn. Fyrst kendi hún bæði bornum og fullorðnum heima í hjeraði. Eftir það \arð hún kenslukona við Blönduós- skóla og um eitt skeið forstöðukona hans. Sigurrós var jafnan heilsutæp. En íyrir nokkurum árum kendi hún meins þess, sent nú varð henni að ijörtjóni, 2. f. m. Er meiriið var ný- lega farið að gera vart við sig, kom hún hingað til Reykjavíkur, til þess að leita sjer lækninga. Dvaldi hún hjer undir læknishöndunt kring urn tveggja ára skeið. Átti hún þá að kjósa rnilli heljar og örkumla, en kaus þá frentur lirni en líf. Tímabil það, tem hún dvaldi þá hjer, var henni erfitt á marga lund. Síðastliðið haust hvarf hún norð ur, með dauðann og vonina í hjarta. Tók hún við kenslustörfum við Blönduósskóla. En á öndverðu skóla- áii fjell hún fyrir ofurborð. Kom hún þá hingað sttðtir, til þess að deyja. Frú Jóhanna Jósafatsdóttir og' maður hennar, Ingvar Pálsson, kaup- maöur við Hverfisgötu 49 hjer í. bæn- um tóku á móti henni. Það var sann- kallað kærleiksverk — eins og á stóð. Þetta vandalausa heimili reyndist Sigurrós eins og hún hefði verið einn meðlimur fjölskyldunnar. Og enginn 1)3 r eins drengilega hita og þunga dagsins“ með hennr, og þetta ágæta heintili, meðan hún lá banaleguna. Sómakonari, Kristín Jónsdóttir, móð- ir frúaririnar, annaðist Sigurrós sál. og bar umhyggju fyrir henni, eins og slnu eigin barni. Fjölmargir vinir Sig- urrósar reyndust henni prýöilega í öllum. hennar þrautum og stórfeldu veikindum. En fremstir stóðu Hún- vetnirigar ttm fjárframlög. Skóla- stjórn Blönduósskóla hafði forust- una, en nemendur skólans og aðrir siuddu forgöngumennina. Var skemt- un haldin á Blönduósi, og ágóðirin sendur til Sigurrósar. En svo höfð- inglyndir voi;u nokkrir Húnvetnirig- ar, að þeir greiddu 50—100 kr. fyrir aðgöngumiða sína. Sigatrrós var fórnfús kona. Gaf hún um megn og vann sjer um megn, en leyndi sínum eigin þrautum, rneðan kostur var. Ekki hafði hún af miklu að taka, þótt hún gæfi, en viljinn var góður. Þrisvar misti Sigurrós aleigu sina, ýmist í eldsvoða eöa sjó, en „slíka smámuni“ tók hún sjer ekki nærri. Hún var skarpgáfuð kona og vel ment. Hún var dul i skapi og stilti vel stórlyndi. I vinahópi var hún skemtin, orðheppiri og djarfyrt. Hún var há og grönn á að sjá, skarpleit í andliti, látlaus i framkomu og sómdí sjer hvervetna. Kenslustarf sitt rækti Sigurrós með dugnaði og stakri sarn- viskusemi. Er það dórnur þeirra, sem yfir hana voru settir og eins hinna, sem kerislunnar nutu. Hún var sem fædd til að fræða aðra. Löngun henn- ar stóð til að vinna hjer enn gagn. Og þótt henni þætti hart að missa aiveg heilsuria á besta skeiði, þá rnælti hún ekki æðru. Hallgr. Jónsson. Fijettir. Dagsetning á þessu tbl. á að vcra 27. maí. Tíðin. Nú er loks komin vorveðr- atta og jörð farin að grænka lítið eitt hjer á láglendinu. En víða er enn mikill snjór upp til dala, og hálendi alt enn hvítt. Fjenaðarhöld eru yfir- leitt furöanlega góð, að því sem sagt er, eftir svo langvinnan vetur. Á Snæ- íellsnesi hefur heyleysi sorfið mjög að. Sagt er að Einar Gunriarsson áð- ur ristj., sem i fyrra fór að búa þar vestra, hafi verið svo heybirgur, að hann ljet frá sjer 100 hesta heys. Aflabrögð. Botnvörpungarnir eru nú farnir að veiða austur við Hval- bak. •— í Vestmannaeyjum hefur afli verið svo mikill' að undanförnu, að aldrei hefur eins verið áður. Eirin vjelbátur þar, sá aflahæsti, er sagð- ur hafa fengið um 800 skp. Mokáfli hefur einnig .verið við Snæfellsnes og menn fengið hærri hluti við Stapa en dæmi eru til áður. Helgi Valtýsson kennari kom hirig- sð ásamt fjölskyldu sinni, í morgun, með norska skipinu „Kora“. Slys á Dýrafirði. I gær druknaði Jens kaupmaður Guðmundsson á I'ingeyri i Dýrafirði. Hann var að AÍtja um net, einn á báti, skamt frá landi og datt fyrir borð. Jón biskup Vídalín. Nú í surnar eru 200 ár liðiri frá dauða hans, og eru prestar landsins að safna samskotum hjá öllum almenningi til þess að hon- um verði reist minnismerki. Mun það vera ætlunin, að það verði líkt og minriismerki Hallgríms Pjetursson- ar við dómkirkjudyrriar hjer, og þá að likindum sett hinumegin dyr- anna. Biskup hefur nú fyrir nokkru sent próföstum brjef, sem þeir út- býta síðan meðal allra presta á land- inu, og er þar í áskorun um gjafir til minriismerkisins. Einhver lítill sjóð- ur er til áður, sem verja á til þessa, stofnaður af Páli heitnum Melsted sagnfræðingi. Brjef biskups var les- iö hjer upp við guðsþjónustu í dóm- kirkjunni á sumardaginn fyrsta, og söfnuðust við það tækifæri liðugar 300 krónur. Ári efa hefur síðar safn- ast miklu meira hjer í bænum. Og sjálfsagt má telja, að hvervetna um iand fái þetta mál góðar undirtektir. — Til orða hefur komið, að gefa Vídalínspostillu út á ný á þessu minningjrári, en líklega getur ekki úr því orðið. Konungskoman. Stjórnarráðið he'f- ur skipað þriggja manna nefnd til þess að sjá um viðbúnað til móttöku konungshjónanna hjer í sumar: Guð- jón Samúelssori byggingameistara, G. Zoega vegnmálastjóra og Harald Arnason kaupmann. Hæstirjettur. í gær hófst J)ar fyrst munnleg málfærsla sarnkv. hinum nýju reglum þar um. Fyrir lá saka- rnál gegn manni hjer í bænum, Jóh. Kr. Jóhannessyni, sem yfirrjettur liafði áður dæmt í eri stjórnarráðið skotið til hæstarjettar, eftir ósk á- kæröa. Eggert Claessen var skipaður sækjandi, en Sveinn Björnsson verj- andi og fluttu þeir báðir langar ræð- ur fyrir rjettinum. Dómur fjell svo i dag og var yfirrjettardómuriim staðfestur: 5 X 5 daga farigelsi við vatn og brauð. Sigurður Jónsson fyrv. ráðherra íór ásamt fjölskyldu sinni með „Sterling“ um daginn áleiðis norður aö Ytstafelli. í haust kemur hann hirigað aftur til þess að halda áfram störfum í yfirmatsnefndinni. L. H. Bjarnason hæstarjettardóm- ari er nú a@ hætta kenslu við háskól- ann. Lærisveinar haris færðu honum 18. þ. m. að gjöf útskorinn vindla- kassa úr mahogni, ejtir Stefán Ei- ríksson, fallegan grip, og afhenti hr. Þorkell Blaridon hann með nokkrum ávarpsorðum. Nationaltidende og Jón Dúason. Menn munu minnast þess, er Morgun-' blaðið flutti seint í febrúar þýðingu á viðtali danska stórblaðsins Nation- íötidende við Jóri Dúason, um Græn- xandsmál. Margir urðu til þess að undrast orð Jóns, er þar voru tilfærð, og áttu surnir bágt með að trúa, að íjett væri farið með, en undruðust því meir, að Jón skyldi ekki hafa mótmælt tafarlaust i Nationaltidende cða ööru dönsku blaði. Þannig lá þó í-þessu, að Morg-unblaðinu láðist að geta þess, að Jóri svaraði tafarlaust í Nationaltidende með athugasemdum bæði við það, sem eftir honum var haft og viö grein Snæbjarnar gegn horium. Munu menn hjer bráðum eiga kost á að sjá, í nákvæmri þýðingu frá Jóni, viðtalið og blaðagreinar þær, tr það vakti i Nationaltidende, auk svars til Morgunbl^ðsins. Hefur þetta clregist svo, vegna þess, að Jón sá ekki það, sem Mgbl. flutti um málið, fyr en seinast í apríl. Blaðið hafði, sem vænta mátti, ekki sent Jóni árás- ímar á hann. Illugi. Vestur-íslendingar fá 1. verðlaun í Olympiuleikunum. ísl. hockeyleik- tlokkurinn, sem áður hefur verið sagt frá hjer i blaðinu, að Kanada- menn sendu í vor til þess að keppa í Antwerpen, vann þar 1. verðlaun með héiðri og sóma. Sjö þjóðir keptu í þessum leik. Unnu Kanada-íslend- ingar Bandaríkjamenn með 2 mörk- um móti engu, Svia með 12 á móti 1 og Tjekkóslóvaka með 15 á móti engu, en Svisslendingar, Frakkar og Belgar voru sigraðir af hinum, sem nefndir eru, svo að Kanada-íslend- mgarnir keptu ekki við þá. — Einn maðurinn úr þessum flokki, Frank Frederickson, er kominn hingað heim. Hann er æfður flugmaður og verður hjer við flug í sumar, tekur við þar sem C. Faber hætti í fyrra. —- Guðrn. Sigurjónssori glímumað- ur, var með hockeyleikflokknum í Antwerpen, nuddlæknir hans, en fór þaðan með knattspyrnuflokki til Sví- þióðar. Samsæti var Frank Fredrickson baldið hjer í gærkvöld. Þaðan var sigurvegurunum í hockeyleiknum sent svohljóðandi símskeyti: „ís- lenskir íþróttamenn sem halda Frank Fredrickson samsæti í dag, senda fje- lögum hans bestu heillaóskir með þökk fyrir afrekið i Antwerpen." Til Steingríms læknis Matthíasson- ar. „Það er ekki von að drengurinn skilji þetta, því þetta er ekki rjett svona,“ sagði amma þín Þóra Ein- arsdóttir, fyrir 48 árum síðan, þá stödd á Stað á Reykjanesi — þegar vinnukona þar bar upp fyrir mjer gátuna, sem þú tilfærir í grein þinni í 13. tbl. Lögr. þ. á., og í mjer stóð láðningin, því hún orðaði hana svona: „Sat jeg og át, og át af mjer, át það jeg á sat og át af því.“ Hvern- ig er hún þá?“ segir vinnukonan. „Hún er svona: Sat jeg og át, og etið var af mjer. Át það jeg á sat, og etið var af því.“ — Lærði jeg gát- una þá svona, og skildi hana, tel jeg hana og á hinn fyrra veg torskilda, og tungumjúkleik vorurn vansæmd að, en þrefalt gull þann veg, er amma þin vildi vera látá, því þar fer saman gott mál, haglega hlaðin gáta, og svo alíslenskt og þjóðlegt yrkis- efni, að hver myndhöggvari og mál- afi væri fullsæmdur af að nota það. Mjer sárnar því ávalt, er jeg sje eða heyri gátu þessa á annan veg eri amma þín mælti hana, og mest þó, bá er jeg sá að þú óvænt og óvart gerðist til að andmæla smekkvísi ömmu þinnar, því vel mentum og þjóðkunnum rithöfundum er öðrum fremur sá vandi að höndum hlaðinn, að láta ekkert tækifæri sjer úr greip- um ganga, til að fága tungu vora og það sem þjóðlegt er. Það skal ját- að, að fornar heimildir eru rjettháar, en sje tungu vorri misboðið þar, missa þær rjett sinn, en tungan eign- ast hann. Þetta kann að þykja smá- vægilegt atriði, en þó vil jeg biðja þig, og aðra góða menn, að halda fram hjer eftir orðfæri ömmu þinn- ar á umræddri gátu. Frændi þinn af „Fomum stöðvum". Pistill úr Strandsýslu (norðan- verðri). Jeg hef ekki.að jafnaði skrif- að í blöð, og býst ekki við, þó jeg leggi orð í belg, að það hafi mikið gildi þó málið horfi svo við frá mínu siónarmiði að nauðsyn væri á að það væri tekið til alvarlegrar íhugunar. Það væri sorglegt að heyra nú á 20. öldinni, að rnenri dæu af hungri, að cins af því, að ekki hefði verið hugs- að um að láta hjeruðunum hjálp i tje meðari matvara fæst í landinu. Núna fyrir stuttu leit hjer út fyrir siíkt tilfelli, því kaupstaðirnir voru alveg orðnir matvörulattsir, og þá var það ráð tekið, að senda menn yfir langa og erfiða heiði, til ísafjarðar, ci ske kynni, að þar væri hægt að ■á mat, en þegar þangað kom, gátu þessir menn að eins fengið um 50 tn, nat og nokkur hundruð pd. sykur, en þá var nú eftir að fá bát að flytja þetta. Hann fjekst loksins, og kost- aði sú ferð 1000 kr„ og verður það með fleiru að leggjast á þessa litlu vöru; en meðan mennirnir voru á ísa- firði, kom hafísinn og fylti alla firði, og leit ekki út fyrir annað, en að allír, bæði menn og skepnur, mættu deyja drotni sírium, en þá fór ísinn, til allrar hamingju svo frá, að bátur- inn 'komst nokkurn veginn á áfanga- stað, en þó- ekki alveg; varð því að setja vöruna á land þar sem hægast -;ar, eri þó æðispöl frá kaupstaðnum, 111 örlítið að eins komst báturinn með inn þangað. Varð því að fá menn og sleða til að koma vörunni i kaupstað- i-in, og sag-t er, að hver maður hafi kostað 1 kr. um kl.tímann, svo að , það verður að leggja þann kostnað

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.