Lögrétta


Lögrétta - 09.06.1920, Blaðsíða 4

Lögrétta - 09.06.1920, Blaðsíða 4
4 LÖSRJETTA fát á honum. Hann drakk kaffiö úr lítilli, rósóttri skál — sötraöi þaö í s'g brennheitt, og át kex með. MeS- an hann drakk, hjelt hann báðum lofunum utan um skálina til þess aö ná líka á þann hátt hitanum úr drykknum. Þegar hann ha,fði drukkiö kaffiö og honum fór aö hitna, varö hann rólegri. Hann fór í yfirfrakkann og hnepti honum rækilega aö sjer alt upp á háls, dró húfuna ni'öur yfir eyr- ún, ljet á sig grófa belgvetlinga — cg stóö svo um stund á gólfinu og litaðist um inni í kofanum áöur en hann slökti ljósið. Honum var þaö ósjálfrátt, að hann fór nú aö virða fyrir sjer alt þarna inni, án þess þó að hann eiginlega íesti hugann við neitt. Hann rendi augunum frá einu til annars af þess- um munum, sem voru orðnir honum svo kunnugir, — í djúpum hugsun- um, en þó eins og utan viö sig. í augum hans var einhver viðkunnan- legur blær yfir þessu fátæklega her- bergi. Eini „óþarfinn" þar inni var röö af slitnum bókum á hillu, sem Iiann haföi sjálfur neglt á þiliö yfir rúminu. Hann þekti hvern kvist í þilinu og þótti vænt um hann — vegna þess að honum fanst kvistur- mn eiga þarna heima og þurfa -að vera þar. Borðið var ómálað og að eins einn stóll stóð þar inni. En hann hafði sjálfur smíðað bæði borðið og srólinn og honum þótti vænt um þau bæði, eins og þau væru gamlir vinir, sem hann hefði lengi verið samvist- um með. Og olíueldavjelina ljósbláu, sem altaf reykti og fylti herbergið af lykt, — þótti honum líka vænt um — fanst jafnvel eitthvað heimalegt við lyktina af henni. Hann brosti, þegar honum kom þetta til hugar. — Svona djúpt er jeg sokkinn, hugs- aði hann. — Það er víst vald vanans! En hver er sá, sem ekki verði að lúta því!------Hann slökti ljósið og gekk hikandi út úr kofanum — læsti svo hurðinni, og fór vandlega og var- lega að öllu. Hann kannaðist vel við þennan mótþróa hjá sjer gegn þvi að fara að heiman, því hann hafði stundum fundið til hans áður, — og þá altaf inest síðustu mínúturnar, rjett í því að hann var að leggja á stað. Það var eins og þá kæmi alt í einu yfir liann einhver kvíði, einhver hræðslu- Mandin angurbliða, sem ekki var hægt að gera sjer grein fyrir. — En var það ekki annað en ímyndun hans, að í nótt væri þessi tilfinning sterkari en nokkru sinni áður? .... Eða var hún það af því, að nú ætlaði hann út í nótt og þoku ? .... Svona var innra ástand hans, ein- hver tómleiki í huganum, sem þó var , fullur af geðshræringum, en hugsan- irnar allar í slitrum — þegar hann gekk niður eftir hrímguðum stígnum írá kofanum til strandar. Fyrst er hann var kominn spöl- korn út á ísinn og var farinn að kafa í lausahríminu, sem viða lá ofan á honum og ekki þoldi mannsfótinn, íór hann að koma til sjálfs sín aftur, og lá þá nærri, að hann sneri við, eða rjettara sagt: hann ímyndaði sjer að hann væri í þann veginn að snúa við._ -- Þetta er of heimskulegt! hugsaði hann. Hvað ætli menn segðu, ef þeir vissu um þetta uppátæki! — Hann gat ekki einu sinni varið það fyrir dómi sjálfs sín! En samt sem áður sneri hann ekki við. — Hvað koma skynsamlegar á- stæður mjer við? hugsaði hann. -— Skynsamlegar ástæður ! — ekki nema það þó! Og hvað kemur þetta öðr- um við? Eins og hann hefði ekki leyfi til að gangayfir fjörðinn, úr því hann langaði til þess! Það vantaði nú ekki annað! — Gaman að vita, hver það væri, sem hann ætti að spyrja um leyfi til annars eins! .... Þokan var þykk og gerði nóttina dimma, sem annars er björt um þetta le.yti árs. Hann hafði ekki einu sinni sjeð húsin í þorpinu í kringum sig þegar hann gekk niður að ströndinni. Hann sá ekki nema fáa faðma frá sjer úti á ísnum. Og loftið, sem hann andaði að sjer, var hráslagalegt og nístandi kalt. Var nú ekki hætt við, að hann vilt- íst? — Nei, auðvitað gat hann hald- ið stefnunni! í dimmustu hríðarbylj- um hafði hann jafnan mátt treysta sjálfum sjer að því leyti. — Jeg er viss í þvi, eins Og hundarnir — hund- viss! sagði hann við sjálfan sig og brosti. Þyngslin, sem lagst höfðu yfir lr.tga hans, hin venjulega hrygð og kvíði, voru nú alveg horfin Gangur hans var orðinn hraðari og ljcttari en áður. Fyrst hafði hann sneitt hjá smávökum, sem fyrir honum urðu, en nú fór hann að stökkva yfir pær cg varð barnslega glaður við þá á- reynslu. — Jeg vil sjá hafið! — Jeg ætla að heilsa upp á hafið! .... Hann rann til, hann hrasaði, og Irtnn fjell stundum flatur — en var jafnan skjótur að rísa á fætur aftur, og ' fann ekki til - neinnar þreytu. —• Jeg er barn! hugsaði hann glað- ur í bragði, með sjálfum sjer. — Og það hef jeg altaf verið! — Eða er það ekki Heimskulegt, sem jeg hef nú fyrir stafni! — Jú, svo yndislega heimskulegt! Menn mundu halda, að jeg væri vitlaus! Enginn mundi skilja það — enginn maður! Jeg einn skil þnð, — enginn annar en jeg! — Lífs- háski, mundu menn segja. — Lífs- háski — svei! — Menn eiga ekki að íreista dauðans, mundu menn segja. — Eins og það sje hægt að freista dauðans! — Nei, dauðinn lætur vissu- iega ekki freistast! Hann er vissari en svo í sinni sök, sá herra. Og sjald- a:i er jiað, að hann eigi mjög ann- ííkt. Hvaða áhugamál ætti honum að vera það, að menn flýttu sjer og h!ypu skeiðið á enda í einu stökki? — Hann veit það, að rnenn komast ekki fram hjá honum hvort sem er! — Gerðu svo vel og spriklaðu! segir hann. Og við spriklum! — Annars heilsa jeg honum — og hneigi mig íyrir honum. — Herra dauði! segi jeg, — hjer er jeg! Viljið þjer mjer nokkuð ? .... Það segi jeg. — Þegar yður þóknast, segi jeg, — þá er jeg tdbúinn. Jeg viðurkenni að ástæðurn- ar eru nú svo, að þjer hafið ráðin, — en jeg skoða mig alls ekki sem þræl yðar. Takið þjer mig þegar þjer vilj- ið. Svo er alt úti okkar í millil Jeg hef einskis að bíða — og ætla mjer a!is ekki að grátbæna yður, eða þreyta yður á neinn hátt. Ekki svo að skilja, að jeg telji mjer of aukið. Engu er ofaukið í tilverunni — og þar er ekkert heldur, sem ekki má missast. Þetta er nú mín lífsskoðun! — Ónýtt! — Ómissandi! Þetta erti inhantófn ort5i .... Heimskuleg orð heimskra manna! — Nei, herra dauði! við skiljum þetta betur'. — Við skiljum hvor annan! Lofaðu mjer að þrýsta beinaberu höndinni á þjer, fjelagi! — — — En hvaða þvættingur er nú þetta! tók hann alt í einu fram í fyrir sjálfum sjer. — Altaf þvælist jeg út í þennan heila- spuna! En hann varð ekki gramur við sjálfan sig. Það lá svo vel á honum — og honum leið svo vel. Hann átti að sjá hafið..... Hann heyrði þungan hafnið í íjarska. Það var svo að heyra sem brim væri útifyrir, — lengst úti. — Heyrum til, hvernig það suðar! Heyr- um til, hvernig kötturinn mikli mal- ar-ánægjulega! Jújú, góði minn ! — ieg kannast við klærnar á þjer! Þú hefur nokkrum sinnum teygt þær á cftir mjer. En alt til þessa hef jeg h.omist undan þeim, — það hefur bara verið leikur okkar i milli, við höfum skemt okkur saman. Og takist þjer einhvern tíma að festa kló í mjer, ---------- „getum við verið jafngóðir vinir fyrir því,“ eins og hann segir, vinur minn kaupmaðurinn. — Það er einmitt þetta! — Sjáðu til. Það er engiri ástæða til fjandskap- ar. Heldurðu að jeg sje í nokkurri óvináttu við fiskana, sem jeg veiði og jet? — eða þeir í óvináttu við inig? Alls ekki! Eða heldur þú, að mennirnir, sem berjast og fella hverir aðra, sjeu óvinir? — Já, satt er það — þeir írnynda sjer, að þeir sjeu það ! —- eða láta aðra telja sjer trú um, að þeir sjeu það! Vit þeirra er ekki meira en það! — Svona, nú er víst heilspuninn byrjaður á ný.------- Þokunni fór að ljetta. Skúli stóð við og litaðist um. Úti fyrir, langt í burtu, sá hann í hvítan brimgarðinn. — Hann sneri sjer við og leit inn til landsins. — Dalbotn- inn var hvítur af hrími, og eins fjalla- hlíðarnar neðan til — bak við gráan og úfinn ísflötinn. Það var kominn dagur. En hvað morgunljósið var kalt og líflaust, og ísaþokan svo und- arlega ömurleg! Og svo hjekk hún lágt, eins og hún væri við því búin að falla aftur niður yfir landið og isinn og byrgja fyrir alla útsýn. Hann hjelt áfram. Hann hafði sjeð, að hann var kominn út fyrir ytstu nes beggja megin fjarðarins. — Ef ís- inn fer að reka, hugsaði hann með sjer — þá er úti um mig. — En samt Hjelt hann áfram. Hann ætlaði að komast út til hafsins, — alveg út að hrimgarðinum. Hann fann þægilegan titring í lík- amanum, þegar hann hugsaði til þess, að þarna, undir fótum hans, væri hyl- djúpt haf, hundrað faðma dýpi — eða meira! Hann undraðist það, að liann fann ekki hið minsta til ótta. — Honum kom ekki einu sinni til hug- ar, að nú mundi best að snúa við. Hann var nú fastráðinn í, að hann skyldi heilsa upp á hafið, og hjelt rólegur áfram, eins og hann hefði íast land undir fæti. En þarna úti var ísinn á hægu og jöfnu ruggi. Það vakti hjá honum þægilega tilfinningu, eins og hann væri á þilfari á skipi. Áður hann kæmist alla leið út að brimgarðinum, varð hann að nema staðar við vök. Ytsta brún íssins var laus í sjer og flutu þar stærri og smærri ísflákar, sem brimið hjelt i sífeldri hreyfingu, en út á þá' varð eigi komist. Þegar Skúli komst ekki lengra, riam hann staðar og horfði út yfir dökkan hafflötinn. Hann var kulda- iegur yfir áð lita, undir ísþokulag- inu, en ytst úti við sjóndeildarhring- ínn sást eins og i stálbjarma gulleit i önd. — Þetta var ömurlegt umhverfi á að sjá ! .En til hvers var hann þang- að kominn? Hvað svo sem gat hafið gert fyrir hann? Honu.m fanst óánægjuþunginn, sem aöur hafði legið yfir huga hans, aftur vera að fá vald yfir sjer. — Hvað gengur annars að mjer? hugsaði lianrt. — Getur ekki einu sinni hafið liett þessu fargi af mjer? Er jeg þá öllum friði firtur? .... Hann leit inn til landsins aftur, og sá þá bjarma, sem virtist vaxa og breiðast út milli þokubakkans og fjallanna austan megin fjarðarins. — I’að var enginn vafi! Þokunni var að 1 i etta! Var nú vorið aftur að koma ? . Hjarta hans fór að slá tíðara en áður — en með. þungum slögum — cg smátt og smátt fyltist það af uridraverðri og eftirvæntingarfullri gleði, sem hann alls ekki gat gert sjer nánari grein fyrir. Hann leit út yfir hafið, og nú var ems Og líf Og litir væru ari færiast þar. Þokan lyftist — þokan tvístrað- ist, og alt i einu glitraði sólargeisli úti á öldunum. Ó, þessi sólargeisli þarna langt Ú1 i! — Það var eins og hann hefði eitthvað að segja honum — eins og hann ætti eitthvert sjerstakt erindi til hans! Og sjáum íil, nú fjekk hafið aftur 'ænjulega, græna litinn. Ó, þessi græni iitblær! Það er eins og hann á ein- hvern leyndardómsfullan hátt feli i sjer blíðu þess og grjmd! Og. svo þessi hásöngvanna hyldjúpi sigur- blámi, sem reyndar er ekki ánnað cn blekking. En svo indælisfögut blekking samt! Og -------- hvað er annars blekking? — og hvað er ekki b'lekking? Ó, þessi innantómu orð! Alt er einhverju öðru háð, — alt, alt! Það, sem alt ríður á, er að geta opn- að hjarta sitt .... haldið huganum vakandi og lifandi — vakandi og lif- í'.ndi í yndi og kvöl, — fylla sig af lofti lifsins, hins unaðslega lífs, eins og það er .... Og láta í auðmýkt binn. órannsakanlega vilja ráða .... Hann settist niður, sveipaði frakk- anum fastara að sjer, sat lengi og Iiorfði út yfir hafið. Og hann opnaði hjarta sitt fyrir brimsins alvöruþunga - niði, öldusöngnum, sem í öllum sínum ömurleik er þó svo þrunginn af unaði. -—_------Hann mintist alt í einu ár- innar heima í dalnum. Ó, sú á, sú á .... Hvað hún hafði svalað huga hans, þegar hún rann fram spegiltær og Iygn. Áþann hátt vilcli hann minn- ast hennar — á jiann hátt vildi hann geyma hana í eigu sinni. En hvað hann var í raun og veru ríkur — ríkur í allri fátækt sinni. Og hváð hann hafði i raun og veru alt af verið innilega hamingjusamur. .... Hann inintist þess, þegar hann var barn heima-------og brosti. Og hann mint- ist áranna, sem á eftir komu. I’egar hann mintist dauða móður sinnar, fiekk hann sting í hjartað, og tárin, sem hann hjelt að-augu sín ættu ekki tramar til, streymdu fram. — En hvað alt þetta stóð ljóst fyrir hug- skotssjónum hans nú í dag! Og hvað hann gat tekið sjer það nærri nú, — fremur en nokkru sinni áður, nærri ]>vi eins og hann lifði það alt Upp r ftur. Hvað hafði komið fyrir hann? .... Hann gleymdi spurningunni um Ieið og hún kom upp í huga hans — gleymdi henni vegna minninganna, sem brutust þar fram, eins og þær kæmu frá einhverri leynilind. Endur- minningar komu skýrt fram, ein eftir aðra —■ liöu gegnum hugann og fyltu hann hægt og hægt djúpri rósemi. Og þær ávörpuðu hann á mildu máli, sem ómaði í hug hans eins og kær og kunnug alúðarrödd. Meðan hann sat þarna hugsandi, eöa þó öllu heldur í hugsunarleysi, en sokkinn niður í minningar sínar, sá hann eins og í draumi að þokunni var að ljetta; að það var að birta yfir hafinu og himininn að verða blár og djúpur.......Og með ólýsanlegri anægju fann hann það, eins og milli svefns og vöku, að hreyfingin á ísn- um fór vaxandi.------------ Alt í einu hrökk hann við. — Hvað vur þetta? — Hafði ekki komið kipp- •nr í ísinn? — Hann spratt á fætur, — fann að hann var orðinn stirður af setunni, — og leit í kring um s!g...... Heila mínútu stóð hann þarna og leit í allar áttir, án þess að skilja neitt i þvi, sem hann sá .... En svo varð honum það alt í einu Ijóst, að jakaspöngin, sem hann stóð á, haföi ldofnað frá meginísnum — — það var opið haf alt í kring-----— breiö, blá rönd--------ísinn var farinn að reka...... Lengi, lengi stóð hann enn hreyf- ingarlaus í sömu sporunum .... vissi, hvað gerst haföi, en gat samt eín- hvern vegirin ekki áttað sig á því. — Menn eiga ekki að freista dauð- ans, flaug honum í hug, og jafnframt i'omu hláturdrættir í magann. En svo livarf sú hugsun líka. Hann leit inn til landsins. Blíöut og hlýr vindblær strauk um vanga hans. Ströndin var glitrandi í sólskini og brosti móti vorinu, sem nú var að korna aftur. — Já, það var alveg satt — nú kom vorið aftur .... Einu sinni áður hafði hann sjeð ströndina alveg cins og nú, — að eins einu sinni. Og þá var hann staddur hjer um bil á sama stað og nú. Það var þegar kann kom á seglskipinu heim frá út- löndum .... Þann dag var það .... Þá hafði líka verið blíður og sólglitr- andi dagur — sannkallaöur vordagur, a1vc£» eins Og nú. — En hvaiS þetta var fögur sjón! — Að sjá dalinn j'arna svo vingjarnlegan og aðlað- andi, með opinn faðminn — eins og fyrirheitna Iandið, einmitt eins og fyrirheitna landiö. Og að sjá fjöllin langa veðurbarðar hlíðarnar og snæ- glitrandi tindana í sólarljósinu! Það var jafnvel eitthvert milt bros yfir þverhníptum sjávarhömrunum, sem gerði þá ljetta undir brún. í hverrí linu landsvæöisins var eitthvað ó- endanlega ástúðlegt — þótt drættirn- ir væru stórskornir .... Einhver ást- úð, sem yfirvann allan skilning — lifsins ástúð, sem undir eins er bæði blíS og byrst .... ESa fanst honum svo, af því að þetta var hans larid —1 af því að hann var fæddur þarna og hafði átt þar heima? Má vera — en það var sama .. En hvað það var gaman, að sjá alt frá þessum stað — öll innbyrðis afstaða var breytt — j “kta sveitin ljet eins og hún væri ókunnug — en hún gat ekki blekt hannn! Hann þekti hana! .... Þarna stóð hann, en ísinn rak fyrir duldum straumi og vaxandi vindi frá landi. Hann gleymdi sjálfum sjer meðan hann virti landiö fyrir sjer .... Nei, sjáum til! —■ Sjáum hvern- ig litli fossinn glitrar í sólskininu — litli fossinn rjett fyrir ofan bæ- inn, þar sem jeg átti heima þegar jeg var barn! Og sjáum ána — hún iiggur eins og ljóst band langt upp í fjöll .... Jú, nú er voriö komið þarna aítur! Nú er blómunum óhætt að gægjast upp á ný. Nú blindar frostið ekki augu þeirra. Því nú er ísinn að fara! — Nú geta fuglarnir búið sjer ‘á! hreiður. Þeir fara nú að eiga ann- ríkt, blessaðir! Og sjálfsagt hafa margir af þeim farist í kuldanum, litlu greyjunum! En hjá þeim, sem lifað hafa af, verður nú mikið um gleöi .... og líka hjá lömbunum og hestunum — og kúnum, sem nú fá loksins að koma út. En það líf, sem nú verður þarna! En jeg .... Jeg fæ ekkert af því £' ð sjá .... Nú, jæja, jeg hef sjeð það svo oft áður. Og einhvern tíma hlýtur það að vera í síðasta sinn. Það cr ef til vill einmitt þess vegna, að ínjer finst það svo fallegt — má vera, að það sje leyndarmálið. En er það ek-ki undarlegt! .... Og honum varð svo rólegt innan- Lrjósts. — En þú veröur að kveðja, ómaöi alt í einu rödd langt inni. — Þig rek- ur burt — fram hjá .... þú verður að kveðja .... Og það ómaði áfram: — Fjörður og á, fjall og dalur, steinar og móar, strá og kvistir, — öll þið, sem jeg elskaö hef, bræður mínir og bestu vinir .... verið sæl. — Og dýr og fuglar--------og menn ... allir þið, sem jeg hef þekt og ekki þekt .... Veriö sæl! Hann tók húfuna af höfðinu, og fleygði henni burt. — Berhöfðaöur vil jeg deyja! En þegar hann heyrði rödd sjálfs sin, hrökk hann við og sýnin hvarf. — Deyja, sagði jeg .... deyja .... Á jeg þá að deyja?--------Já, vissu- íega — vissulega.......Það hef jeg alt af vitaö,----og það er líka þess vegna, sem jeg kveð .... Hann fann alt í einu til þreytu, settist niður og ljet höfuðið falla á iofa sína. — Er nú hræðslan að koma spurði hann sjálfan sig með hógværö. — Er jeg þá hræddur við dauðann? ísinn rak.-----Og Skúli sat kyr á jakanum, einn í samveru við him- in og haf. Landið blánaði í fjarska • • • • sökk í sjó. Hann fann eins og sog inni fyrir, — aðeins sog, en ann- aö ekki .... Hann var ekki hræddur. Hann var rólegur — mjög rólegur.........Svo varö hann glaður, — undarlega dauöadrukkinn af gleði. — Hafið blátt og himininn blár! ómaöi inni í honum. — Sko alla þessa liti í ísnum ! Grænir, ljósbláir og gylt- ir, — bláir og dökkbláir — óendan- legar tilbreytingar! Og svo, þennan sterka, rauðleita bjarma, sem þrátt íyrir ylinn í litnum hefur svo undar- lega köld áhrif. — Miklir eru töfrar þínir, sól! — Þú gullglóandi hnöttur! Og hvað þú getur verið örlát á hita þínum og sóað fegurö þinni og skrauti! Eru aldirnar þjer mínútur? — ertu aö jnjóta eldsloga stuttrar a'sku? — Menn vita ekkert! — Jeg veit það eitt, að þú vermir, — vermir mig eins og alt annað — vermir mig a!t inn í sál mína. — Það er ekki svo vont, hvíslar þú, — það er ekki svo vont......Nei, vissulega er það ekki, — jeg veit það, sól, — jeg veit það .... En þökk fyrir, að þú huggar mig og skín á mig-------enn þá .... ísinn rak — og stundir dagsins liðu fram hjá .... Sólskinið fylti alt, þetta sterka sól- skin, sem örvar bæði sorg og gleði. Og í þessu ljóshafi sat nú maðurinn, sem haldiö hafði áfram að vera dreng- ur, og kvaddi alt .... kvaddi alla hluti, alt það vonda og alt það góða — sorgir sínár og ánægjustundir, — alt þaö, sem lífið hefur í för með sjer. Og silfurstrengurinn ómaði .... Alt í einu reis maðurinn á fætur og stóð beinn .... beinn, berhöfðaður og líáleitur, — einn í samveru við himin, haf og ís. Og hann mælti —- og rödd hans var frjásleg og sköruleg: •Nú ætla jeg að kveða um dauöann. Hjer stend jeg úti á isnum einn — milli lífsins og dauðans. þríeining, það erum við, þrenning og eining í senn. I.ífið mjer heldur í hönd; við hina leiðir mig dauðinn. Við vorum öll áður eitt. Aftur nú verðum það brátt. Nú skil jeg dulrænan draum, dreymdan í svefni og vöku, — löngun, sem lífsmorgni frá ieiddi mig skapanna veg. Haf, þú sem elfurnar etur, eg er sá drengur, sem fyrrum áin gaf líf, og sem oft með árstraumi sendi þjer blóm. Lífsbálsins logneista regn íeitar til jarðar sem aska. Alt spyrnir umbreyting mót. —----— Eilífu völd, hafið þökk! Því jeg sje fossanna föll fram eftir ómsel's rúmi eilífðar tindunum af eilífðar hafdjúpi mót. ENDIR. [Þ. G. þýddi]. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.