Lögrétta


Lögrétta - 07.07.1920, Side 3

Lögrétta - 07.07.1920, Side 3
LÖGRJETTA 3 Hvítárbakkaskólinn. Saga hans og starf. B. Hvítárbakkaskólinn. Meöan jeg var í Búðardal fór jegí kyrþei aö þreifa fyrir mjer um skóla- setur í BorgarfirSi. — Fjekk jeg svo áskorun frá nokkrum mönnum í Borgarfirði aS stofna-þar skóla meS lýöháskólasriiSi. Jósef Björnsson, sem nú er bóndi á Svarfhóli, var aSalmaS- nrinn í þessu. Hugmyndin kom frá Framfarafjelagí Borgfiröinga, sem þá var starfandi, en síðar leið undir lok. Hann útvegaði mjer jörS undir skólann. Eigandi jaröarinnar vár Jó- hann hreppstj. á Akranesi, bróöir Jósefs. Jöröin kostaöi 6 þús. kr., og fjekk jeg hana meö ágætum borgun- arskilmálum. Var þó Jóhanni boðiS aí öörum sama verö fyrir hana og borgun út í hönd. Voriö 1905 flutti jeg að Hvítár- bakka (Bakkakoti), en fjekk jörö- ina þó eigi til ábúöar fyr en í fardög- um 1906, því bóndinri, sem þar bjó hafði ábúðarrjett á henni þegar jeg keypti hana. Var jeg því fyrsta árið sem eins konar húsmaður, með ýms- i m sjerrjettindum til jarðarinnar og húsanria. Bygöi jeg þá bráöabirgða- hús, svo hægt væri aö veita 14 nem- endum inntöku. Áfast viö íbúöarhús jarðarinnar, var vandað geymsluhús, portbygt 10 X 7 áln. Jeg ljet þilja ]>að innan og lengja um 7 álnir. Auk svefnherbergja fjekk jeg þar kenslu- stofu 6 X 7 ál. með 5 ál. hæð undir left. Þröngt var fyrsta veturinn um mig og konu mína. Við urðum að láta okkur riægja eitt, fremur lítið, her- bergi í íveruhúsinu til svefns og setu, og þar varð jeg að hafa skrifborð initt og um 600 bindi bóka, sem jeg þá átti. Aðgang að stofu, til þess að bjóða gestum í, hafði jeg með ábú- anda jarðarinnar. II. Nafn jarðarinnar. Vorið 1906 tók jeg við fullum yfirráðum yfir jörð- inni og hafði næsta vetur 22 riem- endur. Þá breytti jeg nafni jarðarinn- ar; hún hjet áður Bakkakot. Nafnið var óhæft á skólasetri, því skólinn var sóttur úr ýmsUVn hjeruðum landsins. Jeg rak mig á þetta fyrsta veturinn; brjef til nemenda fóru til óreiðu austur að Bakkakoti í Borgarfirði cystra. Eitt komst að Bakkakoti í S'kilmannahrepp. Þá voru líka 4 Bakkakot í Borgarfirði. Utanáskrift á brjefum hingað var þá venjulega: N. N. Bakkakoti í Borgarfirði. Hvað gátu póstmenn vitað hvort þessi N. N. ætti heima í Borgarfirði vestra eða eystra, úr því að sýslunafnið vantaði, sem mjög algent er. Jeg íjekk þvi stjórnarráðsleyfi til þess að breyta nafni jarðarinnar og ljet þing- lesa því. Jeg tók upp gamla nafn jarð- arinnar: Hvítárbakki. Vitanlega töldu nágrannarnir þessa riýbreytni stafa af einberum hjegómaskap, því mjer þætti kotsnafnið ófint! Borgfirðingar höfðu enga hug- mynd um það, að jörðin hefði áður heitað Hvítárbakki um hjer um bil 500 ár, Bakkakotsnafnið var rang- hermi. Það hefur á síðari hluta 17. tddar verið hjer kotabúskapur, eins og víðar, og þá var farið að kalla margar góðar jarðir kot, þar sem kntabúskapur var mann fram af manrii. Á árunum 1870—1892 voru oft hafðar á j örðinni (Bakkakot) 80 ær, 100—150 sauðir og 50 gemlingar, 3 —4 kýr og hross eftir þörfum. Það er ekkert kot sem fóðrar þennan fjen- að. Hvert meðalsumar heyjast hjer um 600 þurrabandshestar, og hefur 1° sjaldan verið slegið upp allar engj- ar, og nú má hafa þar 5 kýr. Sum- arið 1918 fengu 5 bændur að heyja í Hvítárbakkaengjum, þar sem eigi hefur verið slegið í mannaminrium. Þeir slógu rúma 500 þurrabandshesta og í heyinu var hjer um bil / sina. Þetta er greiðfært brokengi, og slógu bestu sláttumenn 16—18 hesta á dag í því. — Þessi slægja var í gömlu engj- unum frá Bakka, nálægt bæjarrúst- nm hans. En svo hjet Hvítárbakki í iornöld. Þá var tún jarðarinnar hjer om bil 2 km. ofar i landareigninni en það er nú. Það var á þessum stað, sem Grettir t.ók Söðulkollu Einars bónda á Bakka og reið henni með „Bessaleyfi" fram að Gilsbakka. Einar elti Gretti og begar þeir hittust kváðu þeir vísur snjallar og skildu svo sáttir. „Bakkavaðið" gamla yfir Hvítá var í fornöld rjett undan bænum Bakka og sjást enn fornir troðning- ar að því. Seinna kallaðist það „Gróf- arvað“ (á Sturlungaöld), því þá var Hvítá búin að grafa sig inn í Bakka- túnið og „græfrar“- myndaðar eða landbrot í kringum það. Nokkru síð- ar varð að flytja bæinn þangað, sem liann er nú, líklega snemma á 14. öld. Þá er jörðin kölluð Hvítárbakki, sem lesa má um í ýmsum fornum ritum og brjefum í Fornbrjefasafninu. Óvíða er eins fallegt og hjer á Hvítárbakka. Jörðinni sæmir því fal- legt nafn. Borgfirðingar mega vera mjer þakklátir'fyrir, að jeg gróf upp úr gleymskunnar djúpi nafnið á þess- ari fallegu, og efalaust einna mestu íramtiðarjörð hjeraðsins. — Það er skylda allra að halda öllum fornum, fallegum staðanöfnum til haga. III. Byggingar skólans. Húsið, sem fylgdi jörðinni, var vandað timbur- hús, portbygt, 12 X 10 ál. — Súriiar- ið 1907 bygði jeg einlyft timburhús 12 X 10 ál. Þar fjekk jeg stóra kenslustofu. Næsta ár (1908) lengdi jeg íveruhúsið um 6 ál., setti kvist á það og endurbætti kjallarann. Húsið er 18 X 10 ák, mestalt úr svellhörðum sænskum viði. Árið eftir bygði jeg steinsteypta hlöðu við fjósið ; hún tek- ur um 300 hesta; það ár girti jeg nokkurn hluta af engjunum með gaddavír, og varði hún túnið um leið. Einnig setti jeg upp girðingu fyrir hross hjeraðsmanna íþróttamótsdag- inn, því íþróttamót hjeraðsins var hjer haldið í mörg ár. Aðsókn til skólans óx með ári iiverju, svo vísa þurfti frá árlega 10 til 20 nemendum. Bygði jeg þvi tví- ívft steinsteypuhús áfast við eldra húsið (1910), 12 X ál. Þá fyrst giat jeg fengið sæmilega íbúð handa mjer og fjölskyldu1 minni. Heimilis- fólk mitt var þau árin, auk nemenda, 16—18 manns. Fjögur síðustu árin hef jeg haft um og yfir 20 manns í heitpili að vetrinum, en 16—18 að sumrinu. „Vex hugur þá vel gengur“. 1910 og 1911 sóttu árlega 64—70 nemend- ur um inntöku í skólann, úr öllum hjeruðum landsins. Þá var árferði gott, verslun hagstæð og alt bygging- arefni með lægsta móti. Þá lagði jeg (T912) út í stærri byggirigu en áður. Bygði steinhús tvílyft 21% X 12 ál. með 12 álna vegghæð og háu risi. Reif jeg þá húsið frá 1907, og notaði alt efnið úr því. Á sama stað varð þetta steinhús að standa. Neðri hæð hússins er óskift, (leikfimissalur, inn-. enmál 20l/2 X II X 6 ák). . Á efri h.æð eru tvær kenslustofur: 14VÍ X 8 ák og 11 X 6 ál. (innanmál) og 5 ál. undir loft. Skólagangur er þar 14X X 3 ál. — Uppi, yfir kenslustofunum, itti að hafa svefnherbergi, en úr því varð ekkert, því húsið varð mjer dýrt og svo kom seinna dýrtíðin. Þar er nú geymsla og þurkloft í bili. Húsið cr alt þiljað innan og torftróð í milli. Húsið var að öllu leyti bygt eftir kiðbeiningum frá Rögnvaldi húsa- gerðarmanni og Jóni Þorlákssyni verkfræðingi. Þessi 3 hús á Hvítár- bakka eru samföst og vátrygð af mjer fyrir 32 þús. kr., en virt í vet- ur á rúm 47X þús. kr., og þá miðað við eldra verðlag á byggingarefni. IV. Fjárhagur skólans. Eignalítill stofn- aði jeg skólann; átti þó 1905 um 3000 1 kr. virði skuldlaust. Auk þess átti jeg um 600 bindi bóka. Sutnir nágrann- et mínir höfðu það fyrir satt, að jeg ætti ekkert til, en væri skuldugur. Það var- lika trú sumra, að eigi liði á löngu þar til jeg yrði gjaldþrota- maður. Fyrstu tvö árin þorðu sumii cigí að eiga neitt hjá mjer stundinni iengur. Kaupmaður einn í Borgarnesi var mjög varkár að lána mjer. Aftur á móti hafði jeg gott lánstraust í Reykjavík og verslaði þar mest fyrstu árin. Þá var kaupfjelag Borgfirðinga að rísa uþp og gat jeg litið verslað ' ið það í niörg ár. Af þessu fjekk jeg amæli. En þá var mjer betra að versla víð gamla viðskiftavini en við fjelag- ið, og það gat eigi birgt mig upp með byggingarefni, sem jeg á þeim árum þurfti svo mjög. Nú er líka betra að versla við fjelagið og hef jeg nú sið- ari árin bætt fyrir fornar syndir gagn- vart því og verslað mest i því, t. d. íyrir 12—13 þúsund krónur síðastl. ár. Fyrstu 4 árin hafði skólinn 1600 kr. árlegan styrk, svo 2100, þar til síð- astl. ár að hann var hækkaður upp í 4500 kr. Það samsvarar 1200—1500 kr. styrk 1914. Styrkur, þessi hefur avalt verið veittur umtölulítið á þirigi, rema þetta litla, sem þingm. Dala- manna hefur látið fylgja honum. Jeg tel það ekki, því þar hefur hann ró- ið einn á bát. Eins og gefur að skilja, dugði styrkur þessi lítið til allra þarfa skól- ans og byggingar. Annarstaðar frá varð fje að koma. Frá vinum skól- ans, skólabræðrum mínum í Dan- mörku, fjekk jeg 1912 að gjöf um 1400 kr. Þetta var byggjingarstyrkur. Jeg átti engan þátt í því, að fjenu var safnað. Aðrar gjafir hef jeg eigi fengið, þótt þess hafi verið getið til. Jeg hef því árlega lag]t skólarium mik- ið fje frá búinu og af ýmsum öðrum tekjum mínum, svo reikningar hans væru í jafnvægi. Aldrei hef jeg bland- að saman skóla- og búreikningum. Þó hefur hið ytra sýnst svo, sem skól- inn og búið væri eitt og hið sarna. Það muri alment litið svo á, að jeg lia.fi efnast á Hvítárbakka, þrátt fyrir sivaxandi fjölskyldu og heilsubilun. \ hverju græðir maðurinn, hefir ver- íð spurt. Öðrum til lærdóms skal jeg nú segja frá því, hvað best hefur stutt fjárhag minn. Jeg hef aldrei iofað meiru en jeg hef getað efnt. og reynt að sníða mjer alt af stakk eftir vexti, verið svo hagsýnn í öll- um kaupum, sem frekast hefur verið unt, eytt litlu í óþarfa eða hjegóma- tildur. Jeg hef haft glögjt yfirlit yfir íjárhaginn árlega og þvi alt af sjeð hvernig hann var, og hvað jeg mátti ieggja í kostnað. Iþrh.) S. Þ. Sáttmálasjóðurinn. Úr dansk-íslenska sambandssjóðn- um (Dansk-Islandsk Forbundsfond), sem stofnaður er samkvæmt lögum 30. nóv. 1918, sbr. st-ofnskrá frá 15. marts 1920, eru nú fyrir hendi 50,000 kr. til ráðstöfunar samkvæmt til- gangi sjóðsins, sem sje: I. Til eflingar andlegu sambandi milli Danmerkur og íslands. II. Til stuðnings íslenskum vís- indarannsóknum og annari visinda- starfsemi. III. Til styrktar íslenskum náms- mönnum. • Samkvæmt 7. g'r. stjórnarskrárinn- ar ber stjórn sjóðsins að hafa ná- kvæmar gætur á, að tillagi og styrk, t-em úthlutað er úr sjóðnum, sje var- ið á rjettan hátt, og getur stjórnin sett þau skilyrði fyrir útborgun styrksins, er hún i hvert skifti kann að álíta nauðsynleg. Samkvæmt framanskráðu má veita tillag og styrk til vísindaiðkana, sjer- rræðilegra eða almennra, einnig til ferðalaga, dvalar við háskóla og því- líks, til að semja og gefa út vísinda- leg rit og fræðandi, og yfirleitt til starfsemi í ofangreinda átt. Umsóknum ,skulu fylgja nákvæm- ar upplýsingar og sem fylstar, og ber að senda umsóknir til stjórnarinnar fyrir „Dansk-Islandsk Forbunds- fond“, Holmenskanal 15, Köbenhavn K., sem allra fyrst, og, ef óskað er íjárveitingar á þessu ári, í síðasta lagi 1. sept. 1920. Sendiherra Dana í Reykjavík tjáir sig fúsan til að gefa væntanlegum umsækjendum þær upplýsingar og veita þeim þá aðstoð, sem þeir kynnu að óska. Lögrjetta hefur áður bent á það, að þó ekki sje beinlínis skipað svo tvrir, sje æskilegft að samvinna væri milli stjórna beggja helminga sátt- málasjóðsins, og það meiri en sjáan- legt er, að verið hafi hingað til. í insta eðli sínu eiga þeir saman, og ciga að vinna að sama marki, þó þeir og stjórnir þeirra sjeu sitt í hvoru iandi. Það mun líka sannast þeglar á líður, að það verði beinlinis nauð- synlegt, að hafa slíka samvinnu sem allra nánasta, ef sjóðurinn á að ná lilgangi sínum, og nokkurt samræmi á að vera í veitingunum úr honum, En hins vegar er hjer, eftir íslensk- •Jm mælikvarða, um svo álitlega upp- hæða að ræða, — nú þegar um 100 þús. úr báðum sjóðunum — að all- mikið má fyrir það gera, ef skyn- samlega er á haldið. Frð tiýskum rilhiHitm. Lögrjettu hefur borist eftirfarandi brjef frá Þýskalandi, undirritað af Friedrich Lienhard og Heinrich Lili- enfeiri. Skyldu menn í útlöndum gefa sjer íyllilega ljósa grein þeirrar efnalegu r.eyðar, sem andlegir starfsmenn eiga við að búa í hinu sárþjáða Þýska- iandi ? Pappír, prentkostnaður, setjara- iaun, alt hefur hækkað nærri þvi ó- skaplega í verði. Að eins ritlaun höf- undanna hafa ekki vaxið að sama skapi, og þegar leggja hefur orðið timarit niður, hafa starfsmöguleik- arnir minkað. Þannig vofir yfir eins konar andlegt öreigalýðsástand, og þar méð nýir erfiðleikar í þessu landi, sem var þó fullþjáð fyrir, — en er að berjast fyrir endurreisn sinni. Hin þýska Schillerstofnun í Weim- ar (Deutche Schillerstiftung) hefur í þá sex áratugi, sem hún hefur starf- t.ð, sí og æ unnið að því, að lina eftir föngum lífsbaráttu skálda og rithöf- unda. Á þessum árum hefur henni hepnast, fyrir góðvild manna, að hafa undir höndum fjármagn, sem sjúkir, örkumla eða öreiga andlegir starfs- I menn hafa notið styrktar frá. Hjer 1 er því svið, þar sem einnig erlendir j vinir þýskrar menningar geta rjett þýsku endurröisnavstarfi hjálpar- hönd, óháðir öllum flokkum og st j órnmálaskoðunum. Öll þið, sem á einhvern hátt metið andlegt líf Þjóðverja, öll þið, sem þýsk skáld og spekingar hafa auðg- að: nú er tækifæri til að auðsýna þakklætið. Vegna gengismunarins er lika jafnvel lítil upphæð frá útlöndum allmikil, þegar til Þýskalands kemur. Og þannig geta vinir þýskrar menn- ingar stórgjaldalaust tekið þátt í starfi, sem ber sáttarorð yfir alt hatrið. . Aðalfjárhirsla þýsku Schillers- stofriunarinnar í Weimar, tekur með. hjartanlegu þakklæti móti hverri gjöf. 1 Eftirmæli. Ingibjörg Brynjólsdóttir. Hinn 12. maí þ. á. andaðist að heim- ili sinu, Prestsbakka á Síðu, frú Ingi-. björg Brynjólfsdóttir, kona Magnús- ar prófasts Bjarnarsonar, sóknar- presfs þar, eftir langa sjúkdómslegn. Hún var fædd á Ofanleiti í Vest- mannaeyjum 26. febr. 1871,- dóttir siera Brynjólfs Jónassonar, sóknar- prests þar (d. 10. nóv. 1884) og konu hans, frú Ragnheiðar Jónsdóttur, sem enn er á lífi, háöldruð, víst fult niræð, hjá tengdasyni sínum á Prests- bakka. Frú Ingibjörg sál. giftist sjera Magnúsi, sem þá var prestur á Hjalta- stað í Norður-Múlasýslu, hinn 12, sept. 1895, og var hjónaband þeirra einkar ástríkt og farsælt. Þau eign- uðust 4 börn, 2 drengi og 2 stúlkur, óll hin efnilegustu og manrivænleg. Af þeim mistu þau aðra dóttur sína, Jóhönnu að nafni, fyrir rúmu 1/ ári, þá 17 ára. Þau sem lifa eru: Brynjólf- ur, 23 ára, Björnvi6 ára, og Ragn- heiður Ingibjörg, 6 ára. Björn er í Mentaskólanum í Reykjavík, en hin heima hjá föður sinum. Frú Ingibjörg sál. var gáfuð kona og mikjlhæf, og er eigi ofmælt, að hún var sómi sinnar stjettar í mann fjelaginu. Umhyggjan hennar fyrir manni sínum, börnum þeirra, hjúum, er hjá þeim voru og heimilinu yfir höfuð, var framúrskarandi og fá- gæt, enda kom hún ávalt þar fram, jafnt innan heimilis sem utan, sem best gegndi. Var hún því virt og elsk- uð af öllum, sem kynni höfðu af henni. í reglusemi, þrifnaði og híbýla- prýði var hún í röð fremstu húsmæðra og bar öllum saman um það, sem þektu til, jafnt innlendum sem útlend- um, sem komu að Prestsbakka, að þar væri eitt hið myndarlegasta prests heimili, er þeir hefðu séð uppl í sveit hér á landi. Og þó að kon- urinar gæti oft minna en mannsins út á við, þá bar Prestsbakkaheimili ljós- m vott þess, að það var húsfreyjan engu síður en húsbóndinn, sem stjórn- aði því; voru þau hjónin líka einkar samhent í hússtjórnirini, sem í öllu öðru. Frú Ingnbjörg sál. var kona mjög trúrækin, og kom trúrækni hennai ljósast fram í hinni löngu banalegu hennar, sem varaði 12/ mánuði, og síðari hluta þess tíma var hún oft þungt haldin; en sjúkdóm sinn bar hún með frábæru þreki og stillingu og óbifanlegu trausti á forsjón drott- ins. Jarðarförin fór fram 26. maí. Frú Ingibjörg sál. var kona í hærra lagi, fríð sýnum og svipurinn hreinn, vel vaxin, prúð í framgöngu og yfir- lætislaus, þýð í viðmóti, fremur dul í skapi og því nokkuð seintekin, en vinátta hennar var bjargföst. Hún er þvi sárt hörmuð, ekki einungis af nán- ustu ættingjum og ástvinum, heldur einnig af öllum þeim, er hana þektu. Ó. R. Jón Jónsson frá Brunngili í Strandasýslu var fæddur að Óspaks- tyri í Bitru 18. maí 1831. Ólst hann npp í Hlíð og Hamri i Kollafirði, sem er næsta sveit. Þegar hann var 26 ára kvæntist hann Sigriði Gísladótt- ur. Bjuggu þau að Brunngili í Bitru. Þeim var þriggja barna auðið. Mistu þau tvö í æsku, en eitt lifir. Það er Gísli bóndi Jónsson. Hefur hann bú- ið um nokkur ár að Brunngili. Var faðir hans hjá honum síðustu árin. Hinn 17. febr. síðastliðinn andaðist Jón að heimili sínu. Var hann þá tæpra 89 ára. Heimili hans og Sigríðar var eitt hið allra besta, sem gerast. Þar var stök reglusemi, og aldrei heyrðist þar falla stygðaryrði. Bæði voru l.jónin kirkjurækin og kristin vel. Mikið yndi hafði Jón af dulrænum sögum. Hann las með athygli Vís- rióm englanna eftir Swedenborg. Og áttu þeir nágrannarnir oft langar samræður um bók þá, Ólafur á Þóru- stöðum og Jón. Þá var það siðvenja að skemta sjer með því að spila á spil, er rnenn komu saman. En Jón og ólafur ræddu í þess stað. Umræðu- efnið var æfinlega gátan mikla, hvað- an erum vjer og hvert förum vjer. Jón var vitur maður, vænn og trygglyndur, og væri vél ef vjer ætt- um marga slíka. G. H. Frjettir. Nýkomnir eru hingað til bæjarins þeir Finnur prófessor Jónsson og Einar Jónsson myndhöggvari með írú. Söngskemtanir margar hafa verið l.jer í bænum undan farið — Páll ís- clfsson organleikara, Pjetri Jónssyni operusöngvara ög Theódór Árnasyni fiðluleikara — og verður nánar getið um þær allar hjer í blaðinu innan skams. — Einnig er Haraldur Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi kominn til bæjarins, og ef til vill von á einhverj- um erlendum hljómlistamönnum síð- ar í sumar. Stúdentar yfir 30 útskrifuðust úr mentaskólanum í ár. Langflestir þeirra munu stunda lögfræði og all- ur þorri þeirra lesa hjer heima. Konungskoman mun nú vera á- kveðin fyrst í ágúst. En áður en kon- tingur kemur hingað ætlar hann að fara til Róm, Parisar og I.undúna vegna sameiningar Danmerkur og Suður-Jótlands. íþróttamóti landsins er nýlokið hjer í Reykjavik. Ólafur Briem áður þingforseti, hef- ur brugðið búi og er setstur að í Reykjavík. Hann hefur búið í Skaga- firði í undir 40 ár og verið þingmað- ur í 33. Minningarsjóður Eggert ólafsson- sr. Jena Bjarnason verslunarmaður hefur greitt árstillag sitt kr. 10,00 og Finnur Einarsson kr. 5,00. Náttúru- fræðisfélagið hefur borgað kr. 100,00 í sjóðinn, og núna síðast hefur sjera Jón Finnsson á Djúpavogi sent gjald- kera sjóðsins kr. 160,00; er það á- góði af hlutaveltu, sem ungmenna- íjelagið Neisti hjelt á Djúpavogi. Halldór Hermannsson bókavörður l iske-safnsins í íþöku í Bandaríkjun- um var í júní síðastl. skipaður pró- íessor í norrænum málum við Cornell háskólann. — Þessi útnefning mun gleðja, alla mentavini hjer heima. Frófessor H. H. er orðinn hjer al-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.