Lögrétta - 21.07.1920, Blaðsíða 3
L8GRJBTTX
5
f
Jón J. Aðils
p prófessor, dr. phil. |
Lögrjetta hefur áður skýrt frá hinu
sviplega fráfalli prófessors Jóns J. Aðils,
eða Jóns sagnfræðings, eins og hann
var venjulega kallaður manna á milli
Dauðinn hefur gerst stórhöggur og ill-
höggur í hóp margra þjóðhollustu og
þjóðnýtustu mannanna síðustu missirin.
Og Jóni Aðils var kipt burt í miðju
starfi og fullu fjöri.
Hjer er ekki tækifæri til þess, að
lýsa til hlýtar starfi eða starfsferli hans,
heldur að eins benda á örfá atriði. —
pegar háskóli Islands var stofnaður ár-
ið 1911, var hann skipaður þar fyrst-
ur kennari í almennri íslandssögu og
gerðúr prófessor þar síðastliðið ár í
henni og íslenskri menningarsögu. A-
stæðan til þess, að hann var skipaður
til þessa starfs, mun sjálfsagt að ýmsu
leyti hafa verið einskonar alment þjóð-
arálit á honum — enda ekki um marga
menn að gera. Hann var sjálfsagt vin-
sælastur þeirra manna, sem um íslands-
sögu skrifuðu og hafði náð þeirra mest-
um tökum á öllum almenningi. En það
er ekki tiltökumál, þó sumt af þeim
einkennum, sem elfdu alþýðuhylli rita
hans, hafi á ýmsa lund orðið til á kostn-
að þess, sem menn eru vanir að heimta
af nákvæmri vísindamensku, því ýms
af fyrri sagnfræðiritum Jóns Aðils mega
sjálfsagt fremur heita alþýðleg yfirlits-
rit, en vísindarit í ströngum skilningi.
En þau voru líka að mörgu leyti alveg
óvenjugóð alþýðurit og áreiðanleg. Og
þau höfðu annan kost — sem skræl-
þurrar ritgerðir sumra svonefndra vís-
indamanna vantar oft —- þau voru lif-
andi. pau voru oft borin upp af eldi
og áhuga. Og stundum var eins og hann
væri að mana menn til mótspyrnu.
Hann bauðst til að verja skoðanir sín-
ar með oddi og egg. Og hann fjekk
fólk til að hlusta á sig — fjekk það
til að lesa og hugsa um þau sögulegu
efni, sem hann flutti. Hann gerði mik-
ið að því áður fyr, að flytja sögulega
alþýðufyrirlestra, og þeir höfðu mikil
áhrif, því hann var óvenju góður fyrir-
lesari, framsetningarskýr og þróttmikill
raddmaður.
Seinna hefur hann reyndar að ýmsu
leyti horfið frá sumum þeim skoSun-
um, sem hann hjelt fram í fyrri sagn-
fræðiritum sínum og fyrirlestrum, eða
að minsta kosti ekki dregið þær mik-
ið fram. Starfsemi hans fór þá Hka að
hneigjast að öðrum sviðum sögunnar,
sem hann hafði reyndar altaf verið að
undirbúa. En það voru rannsóknirnar
í verslunarsögu landsins. Og fyrir þær
rannsóknir er það sjálfsagt, að hans
verður lengst minst sem vísindamanns.
Hann tók sér þar fyrir hendur að
plægja óræktarland í íslenskri sagn-
fræði. Og sá hluti af rannsóknum hans
í því efni, einokunarsagan, sem honum
auðnaðist að ljúka alveg við, er eflaust
e;tt með merkari stórvirkjum í ísl. sögu-
legum bókmentum síðari ára, enda
sæmdi heimspekisdeild háskólans hann
doktorsnafnbót fyrir.
Auk ritstarfanna vann Jón Aðils að
öðrum störfum — fyrst framan af til
að hafa ofan af fyrir sjer með kenslu
jafnframt ritmenskunni. Um tíma fjekst
hann einnig opinberlega við stjórnmál
og fylgdist ávalt allvel með í þeim, og
var heimastjórnarmaður. Á þingi sat
hann eitt kjörtímabil og kvað ekki mik-
ið að honum og ljetu þingstörfin hon-
um ekki, enda hefur hann sjálfur sagt,
að hann hafi engan sess skipað leiðin-
legri en þingmannssætið. Hann tók
einnig þátt í ýmsu fjelagslífi hjer. Hann
mun t. d. um eitt skeið hafa verið einn
af aðalmönnum Tilraunafjelagsins fyrst
þegar andatrúin var að koma hingað.
En ekki fylti hann lengi þann flokk
beinlínis, en fór meira og meira að hall-
ast að guðspekinni, og var hún þó að
mestu alókunn hjer á landi. En þegar
fylgjendur hennar stofnuðu með sjer fje-
lagsskap varð hann formaður hans og
var það ávalt síðan. par hefur hann
að sögn unnið mikið starf á seinni ár-
um, þótt ekki sje sá, sem þetta skrifar,
því kunnugur, en hafi hins vegar verið
lærisveinn hans við háskólann undan-
farið. Og þar var aðalstarf hans. Hann
var að semja og lesa fyrir allstórt yfir-
lit yfir Islandssögu, sem var ekki kom-
in lengra en að dauða Snorra Sturlu-
sonar, þegar hann dó. Sem kennari var
hann amjars samviskusamur, lipur og
góðgjarn.
Jón Aðils var víst vinmargur maður
og fjelagslyndur alla tíð. Hann þótti á
yngri árum afburða söngmaður og vín-
hneigður gleðimaður, og stundum ekki
hófsmaður. En alt af var hann þó
starfsmaður, enda er það- ekki lítið,
sem eftir hann liggur, ekki eldra mann,
því hann var fæddur 1869.
En minning Jóns Aðils geymist lengi,
bæði vegna vísindarannsókns hans í
verslunarsögu landsins, og eins fyrir hitt,
að hann vann meira að því, en senni-
lega nokkur annar, að vekja áhuga alls
almennings á sögulegum fræðum. Hann
plægði jarðveg, þar sem vonandi á eft-
ir að gróa margt góðgresi.
legum fögnuöi, segir ennfremur í
skeytinu, og blöSin birta kvæSiS í
heild sinni, eins og frjettastofa Rit-
zaus sendi þaS út.
Kveðjur.
Lögrjetta hefur áSur birt allýtar-
legt yfirlit yfir sögu suSur-jótsku
■málanna, og nú nýlega reynt aS gera
grein fyrir afstö'Su og tiífinningum
íslendinga gagnvart þeim, nú viS
iameining'una og jafnframt ílutt
trjettapistla um þau frá ritstjóra
blaSsins, sem boöinn var til hátíSa-
haldanna eins og kunnugt er, ásamt
lorseta sameinaös þings. En nú um
þessar mundir eru þeir báSir aS halda
heindeiSis og munu koma um mán-
aSamótin. ■
ÁSur en Jóh. Jóhannesson fór, birt-
ist eftirfarandi viStal viS hann í Ber-
Imgske Tidende, sem var símaS
danska sendiherranum hjer. ViS ís-
lendingarnir höfum veriS mjög gripn-
ir af þeirri þjóSernishrifningu, sem
iýsti sjer í því, hvernig SuSur-Jótar
tóku á móti konunginum — og ekki
rS eins honum, heldur allri fylgd
iians, sagSi Jóh. Jóh. ÞaS var þrot-
laus fognuSur. Þá hafSi fegurS og
írjósemi þeirra landshluta, sem Dan-
mörk fær nú aftur, einnig áhrif á
okkur. íslenska þjóSin viSuirkennir
íyllilega þá göfugmensku og rjett-
sýni, sem Danir hafa nú sýnt í af-
skiftum sínum af íslandsmálum, og
því, hvernig þeim hefur veriS ráSiS
til lykta. ViS þaS hefur á fslandi
ralcnaS aödáun og samúS meS Dan-
mörktt, meiri en nokkru sinni áSur,
Og get jeg fullvissað um þaS hjer —
eins og jeg hef gert opinberlegá áSúr
— aS utan Danmerkur er engin þjóS,
sem meS meiri athygli hefur fylgt
suSur-jótsku málunum, en íslending-
ar, Dg innilegar tekur þátt í gleSi Dana
og SuSur-Jóta. ViS íslendingar álítum
aukningu þá, sem Danmörk hefut nú
fengiS suSur á bóginn, rjettmæt laun
forlaganna, fyrir þá rýrnun, sem
danska ríkiö varS fyrir, þegar ísland
klofnaöi frá því, meS sáttmálanum
frá 30. nóv. 1918. Þessi ferS mun
veröa okkur íslendingunum ógleym-
anleg og jeg endurtek þaS, aS öll ís-
lenska þjóSin tekur hjartanlegan þátt
í þeirri gleSi, sem nú ríkir í hugum
allra Dana. ViS þau hátíSahöld, þegar
ríkisráSherrann talaSi fyrir okkur ís-
lensku fulltúunum, sagSi hann, aS
ísland hefSi ekki getaS valiS annaS
betra tækifæri til aS sýna Dönum
samúS sína, en sameiningárdagiinn.
Jeg svaraSi, aS danska stjórnin hefSi
ekki verið óhepnari í valinu, meS aS
sýna íslandi samúS Danmerkur, þeg-
ar hún ljet sendiherra sinn i Reykja-
vík leggja blómsveig á leiði Jóns Sig-
urðssonar, 17. júní, um leið og á
Islandi var lagður sveigur á minnis-
rnerki Kristjáns níunda. MeS þessu
hefur danska stjórnin sýnt góövildar-
þel, sem mætt hefur miklum skilnin'gi
á Islandi — og fyrir þetta samúSar-
þel vil jeg nú þakka stjórninni.
Landsíminn.
—o—•
Skýrsla landssímans fyrir síðastliðið
ár, er nýkomin út. Tekjuafgangur sím-
ans hefur á árinu orðið nærri 340 þús.
krónur, og er fróðlegt að bera það sam-
an við þá spádóma, sem andstæðingar
símamálsins ljetu stöðugt kveða við,
þegar verið var að koma honum á. Nú
munu þeir þó vera fáir, sem óskuðu
þess, að síminn væri ókominn, og þó
ekki aðallega vegna þessara beinu
tekna, heldur alt eins vel vegna hins
óbeina hagnaðar, sem af honum hefur
hlotist fyrir viðskiftalíf landsins og alt
samband við umheiminn. Alveg sams-
konar mótbárur og á sínum tíma komu
fram gegn símanum, hafa seinna.kom-
ið fram gegn öðrum svipuðum fyrir-
tækjum, sem Lögr. m. a. hefur beitst
fyrir, t. d. járnbrautamálinu. En senni-
lega á það sama eftir að koma í ljós
í því máli. eins og í símamálinu.
Símakerfið er altaf að aukast Arið
1919 var bygð ný símalína að lengd
um 96Yz þús. km. og lagður 1500
km. langur sæsími. En af nýjum þræði
var samtals strengt nærri 315 þús. km.,
auk þess sem hjer um bil allar eldri
línur voru yfirfarnar og aðgættar. 11
nýjar stöðvar bættust við á árinu, og
eru þær nú alls yfir 160. Auk þess á
landssíminn innanbæjar talsímakerfi í
15 kauptúnum og fer fjöldi þeirra sí-
vaxandi, bæði í sveitum og kauptún-
um, sem láta leggja síma heim til sín.
I Reykjavík eru þeir flestir, eða tæp
800. En alls eru á landinu 2033 tal-
símaáhöld, 11 ritsímaáhöld og 6 loft-
skeytatæki. Starfsfólk símans á öllu
landinu ekki fult hálft þriðja hundrað.
Notkun símans fer einnig sívaxandi.
Á s. 1. ári óx símskeytatalan um rúml.
21 af hndr. og viðtalsbilin um nærri
15 af hndr. Alls voru afgreidd á ár-
-inu rúml. 185'/2 þús. gjaldskyld skeyti
og nærri 'b'blVl þús. viðtalsbil. — Af
þessum skeytum fóru til útlanda tæp
41 þús. og mest til Danmerkur, eða
47 af hndr., og þar næst til Englands,
rúml. 20 af. hndr. Frá útlöndum komu
um 34 þús. skeyti og skiftast svipað
niður og hin. — Til norræna ritsíma-
félagsins greiðir síminn hjer 35 þús.
krónur.
Að lokum má geta þess, að í sam-
bandi við landssímann er símritunar-
skóli og loftskeytaskóli, sem ýmsir sjó-
menn hafa þegar útskrifast frá, því
loftskeytatækjum t. d. á botnvörpung-
um fer nú fjölgandi, eins og vera á.
Skömmti á eftir þessu skeyti barst
Lögrjettu annaS skeyti frá sendi-
herranum, þar sem sagt er, aS í
miödegisveitslu, sem danska stjórnin
hjelt um borð í „Ægi“ á höfninni í
Sönderborg, sámeiningardaginn, hafi
Þorst. Gíslason ritstjóri lesiS upp
kvæði eftir sig til Danmerkur ög
SuSur-Jótlands: Hvor det straaler,
Iivor det smiler, — dette skönne land.
Upplestrinum var tekiS meS hjartan-
lissoiiar.
Lögrjettu hefur borist eftirfarandi
brjef frá Helga Tómassyni f. h. ís-
lendingafjelagsins í Höfn, og mun,
ef menn óska aS ’snúa sjer til henn-
ar, koma framlögunum til gjaldkera
ijelagsins, frú Ebbu Svembjörnsson.
Á aðalfundi íslendingafjelagsins í
Kaupmannahöfn í vor, var stjórn
'þess faliS að sjá um aö reistur yrSi
minnisvaröi á leiðr Jóhanns heitins
Sigurjónssonar skálds. Stjórnin haföi
hugsaö sjer aö leita samskota til
þessa meSal íslendinga í Kaupmanna-
höfn, en nokkrir feröaménn, sem
staddir voru á aöalfundinum, báöust
þess aS menn heima á íslandi fengju
aS vita um þetta, og aö þeim væri
gefinn kostur á aS taka þátt í sam-
skotunum.
Ekkja Jóhanns sagSi stjórninni
síöar, aS hann fyrir löngu hefSi val-
ið sjer sjálfur legstein — sjóbarinn
grástein —, sem hann langaði til aö
lægi ofaú á íslenskri Wraungtýtis-
dyngju, en utan meS leiSinu væru fá-
ein (íslensk) blóm.
Stjórn íslendingafjelagsins ætlar
aS sjá um, aS gengiS verSi þannig frá
gröfinni í sumar eSa haust.
Hún ætlar ennfremur aö kaupa
grafreitinn til svo langs tíma, sem
kirkjugarSurinn verSur til, og mynda
„Gravlegat" leiöinu til viðhalds og
hirSingar, en þaS annast kirkjugarSs-
stjórnin síöan.
Legsteinninn er geymdur á bæ ein-
um viS Stóra-Belti. Á hann er aS eins
liöggviS nafn Jóhanns, fæSingardag-
ur og ár, og dánardagur og ár, —
samkvæmt eigin ósk hans.
Allur kostnaðúr viö þetta mun
verSa 1500—2000 krónur, og samkv.
ósk þeirra íslendinga, sem 'staddir
voru á aSalfundi íslendingafjelags-
ins, leyfir stjórn þess sjer lijer meS aS
leita þessarar upphæSar meS almenn-
nm samskotum.
Engin konungskoma.
í síSustu símfregnunum er sagt frá
því, aS konungur hafi meiSst í SuSur-
JótlandsferS sinni, hrotiS af hestbaki
af því ístaSsólin slitnaSi. í fyrstu
lijeldu menn, aS ekkert ætlaSi aS
verða úr þessu meiðsli, en nú hefur
þaS þó ágerst svo, aS hnjeS má heita
óbeygjanlegt, og segir læknir kon-
ungs, aS hann verðj ekki góSur innan
þriggja vikna og ræSur honum frá
öllum feröalögum til ágústloka.
Út af þessu hefur konungurinn sent
Jóni Magnússyni forsætisráðherra
símskeyti í morgun, svohljóðandi:
Mjer til mikilla leiðinda sje jeg nú,
að mjer verSur ekki unt aS heimsækja
ísland i sumar, vegna' beinmeiðslis
pess, sem jeg hef hlotiö.
Drotningin og jeg hörmum þetta
þvi fremur, sem viS höfum heyrt um
j>ann viöbúnaö, sem þjer hafiS þegar
gert vegna komu okkar, og aS viS
af framangreindum ástæðum getum
ekki oröiS viS loforðum okkar, eins
c>g við höföurn þó bæSi óskaS og
vonaS.
Christian R.
Frjettir.
Árni SigurSsson, cand. theol., var
meSal farþega á Gullfossi síöast, til
útlanda. Hann hefur fyrir nokkru
lokiS guöfræSiprófi viS háskólann
hjer, meS einni hæstu einkunn, sem
lijer hefur veriS gefin. Nú ætlar hann
aS dvelja næstu missirin við háskóla
t Danmörku, SvíþjóS og sennilega
Þýslcalandi og leggja aSallega stund
á samanburSartrúfræSi og trúarheim-
cpeki. Má nierkilegt heita, aö enginn
íslenskur giiSfræðingur skuli fyr
hafa lagt sjerstaka stund á jiessar
greinar, og var því þörf á því, enda
ætti eiginlega að# vera til sjerstakur
kennarastóll í þessum fræðum innan
guSfræöisdeildar háskólans, ef vel
ætti aö vera.
Sjera Jón Jónsson, sagnfræðingur,
á Stafafelli, andaSist hjer i bænum
aðfaranótt 21. þ. m„ háaldraður
mentamaður, og verður nánar getiS
síSar.
Jarðarför Jóns' J. ASils fór fram
hjer 20. þ. m„ og var fjölmenn og
óvenjuhátíöleg. Fyrst var skilnaSar-
athöfn í húsi guöspekinga, sem alt
var blómskreytt kring um kistuna og
leykelsi brent. Ljeku þar saman á
orgel og fiSlu, þeir Eggert og Þór.
Guðmundssynir, en frú Aöalbjörg
SigurSardóttir og Steinþ. GuSmunds-
son skólastjóri frá Akureyri, fluttu
ræöur. Guöspekingar báru kistuna
þaöan út. í fríkirkjunni, sem öll vat
tjölðuS svörtu og vafin lifandi blóm-
um og háir pálmar viS altarið og
mikiS af öðrum blómum, spilaöi
kirkjuorganleikarinn *og Bernburg
saman á orgel og fiðlu, en söngflokk-
ur söng sálmana og Pjetur Jónsson
einn einsöng. Sjera Ólafur ólafsson
flutti ræðuna. Háskólakennarar báru
kistuna inn, en frímúrarar út, og
gengu síöan i fylkinu á undan lík-
vaguinum suSur í garS.— Kona Jóns
J. ASiIs, Ingileif Snæbjarnardóttit
Aöils, lifir mann sinn ásamt fjórum
börnum þeirra, og er þaS elsta í 3.
bekk mentaskólans.
Einar Jónsson, myndhöggvari, er
nýkominn til bæjarins. Undanfarin
tvö ár hefur hann dvalið í Ameríku,
til aS sjá um sfyttu sína af Þorfinni
karbsefni, sem mynd hefur komiS af
í CSni, og afhjúpuö var nú i maí.
SíSast dvaldi hann þó í Kaupmanna-
höfri, til aö sjá um undirbúning heim-
flutnings listaverka sinna, því safn-
hús hans er nú nærri fullgert.
Galdra-Loftur hefur aS sögn ný-
lega veriS leikinri í París, í leikhús-
inu Comédie des Champs Elysées.
Botnvörpuútgerðarfjelög tvö eru
nýstofnuö hjer, Atlanta og ÓSinn.
Síldveiðin er nú aS byrja og sagt,
aS uppgrip sjeu þegar orSin sum-
slaSar.
Helgi Hermann Eiríksson, námu-
fræðingur, er ráSinn fyrst um sinn i
eitt ár, í þjónustu stjórnarinnar, til
aS ferðast um og rannsaka námur
og bergtegundir hjer á landi.
Gunnar Benediktsson, carid. theol.,
er settur prestur í Grundarþingum, og
er nýfarinn noröur þangaS.
Mannalát. Jón Teitsson á Brekku
á HvalfjarSarströnd —■ fyr bóndi þar
um langt skeiS •— andaöist aS heimili
sínu 9. júli þ. á„ eftir langa van-
heilsu, rúmlega 80 ára gamall, fædd-
ur 1. maí 1840. Jón var búhöldur góö-
uf, framúrskarandi starfsmaSur og
fmiöur, mörgum kunnur fjær fyrir
gestrisrii og hjálpfýsi, og meS rj ettu
talinn ábyggálegur sæmdarmaöur í
hvivetna, af þeim, er hann þektu.
Annan dag hvítasunnu síöastliöinn
rndaöist Eiríkur Jóhannsson, hjá syni
sínum Eiríki í SperlahlíS viö Arnar-
fjörð. Hann var fæddur 1833, því 87
ára, þegar hann dó. Hann bjó lengi
á HelgastöSum í Biskupstungum.
Einstein — hinn frægi, þýski eðlis-
fræSingur, hefur i sumar haldiS fyrir-
lestra í Kaupmannahöfn og Kristjan-
íu. Hann er svissneskur aS ætt og
svissneskur borgari. Hjer skal aS eins
tilfæröur kafli úr samtali hans viS
danskan blaöamenn, sem spurSi hann
um afstööu kenninga hans viö eldri
kerfi og hagnýft gildi þeirra. Þær
geta, sagöi Einstein, í alveg sjerstök-
um tilfellum haft áhrif á hagnýta eðl-
tsfræði daglegs lífs. En yfirleitt verS-
ur þaö þó ekki. Kerfi euklid-neutons
er svo tiltölulega rjett, aS þaS getur
gilt í daglegu lífi. En, bætti hann viö,
þegar nýjum sannindum er lcomiS í
ljós, geta þau oft fengiS gildi á ýms-
um sviöum, sem mann síst grunar.
Einhvern-tíma í framtíSinni má því
gera ráS fyrir, aS hiS nýja kerfi fái
hagnýtt gildi.
Hvítárbakkaskólinn.
Saga hans og starf.
V.
Nemendur skólans. Árleg nemenda-
lala viS skólann hefur veriS þessi, í
sömu röS og skólaárin : 14, 26, 27, 31,
38, 41, 44, 44, 23, 34, 37, 35, 35, 38
og 34. Eftir aS nemendur fóru aS
íæða sig sjálfir, hafa heimavistar-
fjelag, gat jeg eigi haft eins marga
nemendur og áSur, þótt húsrúmiS
væri nú meira. Nú þurftu t. d. tvö eld-
hús, tvær boröstofur, og tvenn
gcymsluherbergi. Hefur árl. orSiö aS
vísa mörgum frá skólanum, sem ósk-
uðu eftir aö vera í honum. Stúlkna-
herbergiri voru handa 12, en þær hafa
veriö nú síöari árin frá 4—10. Þá
var, þegar þær voru fáar ónotaS rúm
í skólanum; varS þannig nemendatal-
an lægiri. Muriurinn á tölu nemenda
hvert ár stafar þannig af misjöfnum
hlutföllum milli pilta og stúlkna í
skólaftum, en eigi af mismunandi aS-
sókn til hans. AS eins eitt áriö, 1913,
var skólinri illa sóttur; nemendatalan
var þá að eins 23. — Nú síöari árin
hefur aSsókn stúlkna til skólans ver-
'iS lítil, t. d. síSastliSiS skólaár 4, en
í úm fyrir 10—12. En alt af hefur ver-
ið fullskipaö í svefnherbergjum pilta.
Samtals hafa-319 nemendur verið
í Hvítárbakkaskólarium, þar af 99
stúlkur. MeSalaldur nemenda hefur
verið hjer um bil 20 ár. Flestir*þeirra
hafa veriS bændastjettar, 24 synir og
dætur tómthúsmanna, 4 prestastjett-
ar, 4 kaupmannastjettar, 3 iSnaöar-
mannastjetta, 3 sjómanna-(skip-
stjóra)-stjettar og 3 af kerinafastjett.
Úr Borgarfjarðarsýslu hafa veriö
78 nemendur, Mýrasýslu 51, Skaga-
tjaröarsýslu 40, Húnavatnssýslu 38,
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 30,
Rangárvallasýslu 20, Árnessýslu 14,
Reykjavík 14, ísafjaröarsýslu 12, og
svo 22 úr öSrum sýslum, nema úr
Strandasýslu. ÞaSan hefur engirin
nemandi komiS í skólann.
Sjúkrasjóð á skólinn nýmyndaðan.