Lögrétta - 21.07.1920, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTX
F. H. KREBS.
medlem af Dansk Ingeniörforening.
konsulterende ingeniörfirma.
for Projektering og Udbygning af:
IvRAFTS fATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sugegas osv.
ELETRISKE KRAFTOVERI ÖRINGS OG FORDELINGSANLÆG.
ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkrft m. v.
ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING.
KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr.: „Elektrokrebs“.
Margir nemendur höfðu ái5ur lært
miklurn mun meira, en vanaleg ferm-
ingarfræSi, ýmist meS sjálfsn'ámi,
„prívat“-kenslu eSa gengiS í skóla.
í unglingaskólum höfðu 26 veriS 1
vetur (4—5 mánaöa námsskeið), 4 í
kvennaskóla og 2 í búnatSarskóla.
Þessir 6 síðasttöldu gengu inn í eldri
deild skólans, og 4 úr unglingaskól-
unum, þar sem námstiminn var 5—6
mánuðir. .
Af nemendum Hvítárbakkaskólans
hafa 16 gengi‘5 í búnaöarskóla, innan
lands og utanlands, 12 í kennara-
skóla, 8 í verslunarskóla, 4 í menta-
skólann, 1 í Askovskóla og 1 í trú-
boðsskóla í Noregi.
Jeg veit eigi nú sem stendur um
heimili eöa hagii allra nemenda minna.
Af þeim, sem jeg veit um, eru 49
orðnir bændur, 24 kennarar, 13 við
\ erslunar- og skrifstofustörf, 7 ráös-
menn, 8 iönaöamenn, 4 í siglingum,
3 útgeröarmenn, 2 kaupmenn, 2 bil-
stjórar. 1 stúlka ljósmóöir, 1 hjúkr-
unarkona, 1 forstööukona matsölu-
liúss í Rvík. — Af stúlkunum eru 23
giftar konur í sveit, en 10 í kaup-
stöðum.
Af þessum 319 nemendum frá Hvít-
árbakka, eru 12 dánir (3 druknað, 2
úr mislingum, 2 úr spönsku veikinni,
1 úr lungnabólgu, 2 úr brjóstveiki, 1
úr heilablóöfalli, 1 úr nýrnaveiki og
1 úr botnlangabólgu. — Alt efnis
menn, 11 piltar og 1» stúlka.
Kennarar. Frá 1905—1913 voru alt
af 2 kennarar viö skólann. Síöan hafa
þeir veriö 3 eöa 2 kennarar, auk skóla-
__stióra. Þessir kennarar kendu me5
mjer viö skólann frá 1905—1913: Sig-
uröur Þorvaldsson 2 ár, Guöm. Kr,
Guðmundsson 1 ár, Ásgeir Magnús-
sori 2 ár, Guðmundur Ólafsson 2 ár,
og Þorsteinn Sigurösson 1 ár. — All-
ir voru þeir gagnfræöingar og þess
utan með kennaraskólamentun, nema
Gu'öm. Kr. Guömundsson; hann hafði
tekið fjórða bekkjar próf mentaskól-
ans og verið á Askov og víðar.
Frá 1913—1920 kendu þessir viö
skólann: Hermann Þórðarson 7 ár,
Magmús Pjetursson 6 ár, báðir satn-
timis og Gísli Jónassori 1 ár síðastlið-
ið skólaár. Hermann hafði bæði gagn-
fræða- og kennaraskólapróf, en
Magnús og Gísli höfðu báðir verið
2 ár við nám í Hvítárbakkaskólanum.
Einnig var Magnús búfræðingur frá
Hvanneyri og auk þess kynt sjer
nokkuð kennaramentun á námsskeiði
o. s. frv. Gisli Jónssori hafði próf frá
lrennaraskólanum.
Allir voru þessir kennarar góðir,
reglusamir og siðgóðir menn. Þeir
kendu sínar kenslugr. við -skólann,
r.ieð vanalegu kennaraskóla kenslu-
lagi. Jeg hafði fyrirlestrakensluna á
hendi (9—12 fyrirlestra á viku), á-
samt yfirheyrslu- og spurningatímum
sem henni var samfara. —
Kenslutæki óg söfn skólans var jeg
Öll árin að bæta. Nú á skólinn flestar
íslenskar steina- og bergtegmndir.
Meðal þeirra eru t. d. svo góðir gripir,
sem Tachylýt, Anorthit, Palagónít,
Agat, Olivin og Gabbró, o. s. frv.
Sjálfur hef jeg safnað flestum stein-
tegundunum. — Ennfremur á skólinn
rúml. 100 útlendar steina- og berg-
tegundir, sem Þorv. Thoroddsen út-
vegaði honum frá steina- og jarð-
fræðisafni Hafnarháskólans. —
Af-þurkuðnm jurtum á skólinn 137
tegundir, og hef jeg safnað þeim sjálf-
ur, að fáeinum undanteknum. Um 70
þeirra eru teknar úr Hvitárbakka-
landi, þar af um 30 grastegundir úr
túni og engjum, fóðurjurtir. — Enn
íremur á skólinn nokkuð af ýms-
um skeldýrategundum, skrápdýrum,
ínglshami, egg o. s. frv. — Náriara
er þetta sundurliðað í skýrslu skólans
frá 1913. Síðari hefur eigi mikið bætst
við, nema leikfimisáhöldiri, því þá
voru þau lítil, og enn vanta sum
þeirra.
Skólanum fylgja um 500 bækur, og
ritlingar, stærri og smærri. Flestar
þeirra eru í bandi, og margar bundnai
saman, sparnaðar vegna. Bindatalan
verður því lægri. Meira en helmingur
bókanna er gjöf frá einstökum mönn-
om, t. d. 60 frá Tryggva Gunnarssyni,
40 frá S..Þ., 30 frá Sigurði Kristjáns-
syni bóksala, 20 frá Aage M. Bene-
diktserí o. s. frv. Svo hafa nemendur
keypt árlega bækur, og er bókasafns-
tillag þeirra 1 kr. — Samkvæmt lög-
um safnsins má aldrei selja það, þótt
skólinn leggist niður. Þá gengur það
til þess skóla, sem starfar á líkum
giundvelli og Hvítárbakkaskólinn;
sjeu þeir fleiri en einn, þá gengur það
til þess elsta þeirra.
Hann er nú rúml. 200 kr. — Ártillagið
var að eins 50 aurar, þar til síðastl.
’ etur, að það var hækkað upp í 1
kr. — Það ætti að vera minst 5 kr,
Af kensluáhöldum á skólinn all-
mikið, þegar á alt er litið. Þannig á
skólinn mikið af efnafræðisáhöldum,
aigengtistu efnasámbönd, sýrur,
stofna og sölt, málma og málmblend-
mga. í' skýrslu skólans frá 1913 er
skrá yfir eðlisfræðis- og landfræðis-
áhöld, myndaspjöld í mannfræði,
dýrafræði o. fl., og vísa jeg til hennar.
S. Þ.
Menning og sjálfstæði.
Eftir Sig. Sigurðsson, kennara.*
Jeg ætla ekki að fara langt út í
að færa rök fyrir þessu. Jeg bendi
oð eins á það, sem opinberlega hefur
komið í ljós, og helst það nýjasta.
Blöðiri í vetur (og sumpart fyr) liafa
borið vott um það. — í Bjarma frá
1. febr. f. á. stendur þetta: -
„Siðferðismálin eru ekki í góðu
lagi í höfuðstaðnum, eins og kunn-
ugt er orðið af almennu blöðunum.
Hvert hneykslismálið rekur annað.
Saurlifnaður er að verða atvinnu-
grein, ólögleg áfengissala og áfengis-
brugg er rekið af ýmsum óþokkum,
líkur til að menn sjeu fjeflettir í fjár-
hættuspilum, drengur um fermingu
stelur þúsundum króna o. s. frv.“
Sorgleg er þessi mynd af ástand-
inu. En sem betur fer, er það ekki
inynd af öllum þórra bæjanna í ís-
lenska ríkinu. Samt nær það til all-
margra einstaklinga — altof margra.
Heyrt hef jeg, að ungur maður hjer
á Norðurlandi, hafi komist svo að
orði, þegar frjettist um saurlifnaðar-
málin, að leiðinlegt væri, að þetta
skyldi verða opinbert. — Já, leiðin-
iegt er það fyrir einstaklinga þá, sem
í hlut eiga; það er líka leiðinlegt fyr-
ir þjóðina, að þvílikir spillingarblett-
ir sjeu til á þjóðlíkamanum. En hitt
cr ekki leiðinlegt, að sjúkdómurinn
komi í dagsljósið. Það er fyrsta skil-
yrðið fyrir því, að hann nái ekki að
þróast í skugganum og eitra þjóð-
.likamann meira. Þá er fremur von
um, að hann verði læknaður og komið
i veg fyrir þróun hans framvegis.
Það væri því vanhugsað að harma
það, að sárin komi í ljós, svo að frem-
ur sje vegur til að hreinsa þau og
lækna. — Mest er um vert, að það
rakist sem best.
í fyrirlestri sínum um „Skilvlsi og
iánstraust“ sýnir Sveinn Björnsson
íram á það, að það orð liggi erlendis'
á íslendingum, að þeir sjeu óskilvís-
ir; að þeir sjeu sek'ir um óorðheldni
og svik í viðskiftum. ’Segir hann, að
því miður sjeu dæmi til, sem gefi á-
stæðu til þessa álits. Aðrir saklausir
gjalda þeirra seku. Þeir verða tor-
trygðir og gjalda jafnvel fje vegna
aðgerða svikaranna. — Hjer er um
eína tegund siðleysis að ræða.
Þá er enn fremur ekki hægt að
neita því, að það er gamall þjóðlöst-
ur vor Íslendinga,. að vjer brjótum
engu síður opinber landslög en sið-
ferðislögin. Sum lög eru mjög illa
framkvæmd og önnur beinlínis brot-
in. — Jeg leyfi mjer að segja, að
þetta hafi meira og minna brunnið
við um langan tíma, og hafi komið
fram á ekki svO fáum lögum, alt frá
tíundarlögum Gissurar biskups og til
friðunarlaga, horfellislaga, tolllaga
og áfengislöggjafar síðustu tíma.
Hið sama gildir um brot opinberra
laga og siðferðislaganna. Brotin mæga
ekki þróast í næði — þó slíkt hafi
rðulega átt sjer stað. Ef virðingin
fyrir lögunum,- og skilningurinn á
þýðingu þeirra og tilgangi er van-
þroska, þá þarf hvorttveggja að
þroskast. Og beru skeytingarleysi í
þeim efnum verður að hegna, ef það
íæst ekki útrekið með mildari ráð-
um.
Hörmulegt er að vita til þess,
hversu mikið virðist bera á því í
.þjóðlífi voru, að menn gæti ekki vel
sóma síns, ef einhver fjárvon er í
aðra hönd. Þetta gægist víða fram:
í viðskiftum manna á milli og í op-
inberum viðskiftum einstaklinganna
við fjöldann. — Að vísu má benda
á það, að opinbert álas, sem einstak-
ir menn, þing vort og stjórn hafa
oiðið fyrir, hefur ekki ætið verið á
góðum og gildum rökum bygt, held-
ur oft verið ávöxtur af einsýnni hlut-
drægni dómendanna. En því miður er
sumt þess konar álas svo rökfest, að
ekki verður vefengt.
Auragirndin hefur alloft yfirhönd
yíir vitnisburði samviskunnar um
sanngirni og rjettlæti. — I því sam-
bandi bendi jeg að eins á eitt mál, sem
allir kannast við.
Bannlögin íslensku eru að eins
íárra ára gömul. Heitar má, að allir
þeir menn sjeu á lífi, sem orðnir voru
meira _eða minna háðir Bakkusi, áð-
ur en lögin urðu til. Nautnatilhneig-
ingin í þessa átt er því enn allmikil.
Það er veikleiki, sem ekki hverfur
alt í einu, sem veldur brotum á bann-
logunum. Fáir munu þeir vera, að jeg
hygg, sem sækja sjer áfengi „út yf-
;r pollinn" eða panta það hingað sök-
um drykkjufýsnar sinnar. Þar ryð-
ur önnur hvöt alloft brautina, til að
leiða nautnasjúku mennina í freistni.
Það er ágirndin gamla, sem snemma
á tímum íjekk þann vitnisburð, að
hún væri rót alls ills. Svívirðileg
auragirnd einstakra manna er drif-
fjöðrin til að fyrirlíta borgaraleg og
siöferðisleg lög. Þeir nota sjer veik-
leika meðbræðra sinna til að fjefletta
þá og fylla sínar eigin pýngjur. —
Og síst finst mjer það vottur um
sjálfstæði einstaklinganna að láta fje-
íletta sig á þennan hátt. -— Þetta at-
hæfi er þjóðarskömm; en sem bet-
ur fer, er hún langt frá því að vera
almenn. En svo mörg eru dæmin, að
mjer skilst hún í þessu efni ekki reyn-
ast haldgóð kenningin um algildi
íreistinganna til eflingar siðgæðis-
þroska og andlegs sjálfstæðis. (Sbr.
Andvara 1909).
Ósamræmi í breytni opinberra fje-
laga eða starfsmanna þjóðarinnar
við landslög, virðist mjer einnig víta-
vert, þó ekki sje um lagabrot að ræða.
Svo tel jeg áfengissölu 0g veitingar
íslenskra skipa utan landhelgi, og
svo það, ef satt er, að landsstjórnin
veiti áfengi í veitslum sínum, þó af
gömlum birgðum sje. ■— Þetta er
ilt fordæmi, sem ekki ætti að eiga sjer
stað. — Og ef satt væri, að opinberir
starfsmenn, svo sem læknar og lyf-
salar, misbeittu sjerrjettindum sín-
um til áfengismeðferðar, þá væri það
líka sú óhæfa, sem ekki væri hægt
að mæla bót. —■ Þar endurtækist þá
gamla sagan um hreppstjórana fyr á
tímum, sem fremstir voru í flokki
í tíundarsvikunum. — En verst af
öllu er það, að trúnaðarmenn þjóðar-
innar misbeiti valdi sinu et5a rjettind- •
um á hvern hátt sem það er. „Hvað
höfðingjarnir hafast að, hinir ætla
sjer leyfist það.“
Alt þetta, sem jeg hef bent á, eru
dæmi upp á misbresti á sannri menn-
ingu þjóðfjelagsins. Fleira mætti
nefna, svo sem stefnulaust reik og
miður vandað atferli i afskiffum af
opinberum málum. Til hefur og ver-
ið'það, sem Kielland kallar „skríð-
andi smjaður upp á við og rudda-
skapur og fyrirlitning niður á við.“
Þess konar ber vott um lúalegan
hugsunarhátt. Hitt er og heldur ekki
heilbrigt að hafa horn í síðu allra,
sem hærra eru settir en hlutaðeigandi
tr sjálfur.
En þrátt fyrir gallana á menningu
vorri, hef jeg þá skoðun, að svo mikl-
ar góðar taugar sjeu í þfnni, að hún
cigi glæsilega framtíð fyrir höndum.
—r En til þess þarf þjóðin að vera
samtaka um að bæta brestina og
þroska kostina.
Siðferðislegir brestir gera þjóð-
lífið óheilbrigt og einstaklinga þess
ósjálfstæða í orðum og gerðum. —
Sagan sýnir það líka, áð þar sem þeir
hafa náð að magnast, hefur afleið-
ir.gin verið hnignun, eða eyðilegging
á lengri eða skemmri tíma. — Þau ;
viti verðum vjer að varast. Vjer þurf-.
nm að leggja kapp á að hreinsa sor-
ann úr þjóðmenningu vorri og veita
því „heilbrigða og lífvæna" sem best
skilyrði til vaxtar og viðgangs.
Vjer þurfum að leggja kapp á að
sanna mentun þjóðfjelagsborgaranna,
hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir,
hátt eða lágt settir.
„Á endanum verður það alheimi lært,
að aldrei er þarfara stórvirki gert
cn geta sitt mannfjelag mannað.“
M. J.
Þetta „þarfa stórvirki" er þjóðar-
nauðsyn.
En hin sanna mentun er ekki að
eins nauðsynleg þekking, til þess að
geta leyst hin ýmsu þjóðfjelagsstörf
í f hendi, heldur einnig glöggur skiln-
ingur á þjóðlífinu, þörfum þess og
kröfum. Og rauði þráðurinn í öllu
heilbrigðu mentalífi verður að vera
alment siðgæði einstaklingánna. Sjeu
þessir þrír aðalþættir menningarlífs-
ins undnir haglega saman, þá fer
ekki hjá því, að einstaklingar þjóðfje-
lagsins lifi og starfi sem andlega
sjálfstæðir menn og nýtir þjóðfje-
lagsborgarar. — En andlegt sjálf-
stæði einstaklinganna er undirstaða
hins sanna þjóðarsjálfstæðis. Ef ein-
staklingana vantar þroska til heil-
brigðrar samvinnu í framsókn þjóð-
arinnar, verður sjálfstæði íslenska
ríkisins aðallega til á pappírnum.
Mentunin verður þess vegna að
stefna að því marki, að einstakling-
arnir verði ekki að eins færari, held-
ur og betri þjóðlífsborgarar: skyldu-
ræknir og hygnir í starfi sínu fyrir
sjálfa sig og þjóðfjelag sitt, en þó
um leið siðferðislega hreinir til orða
og verka. Orð þeirra og gerðir eiga
að þola dagsljósið. . Þeir verða að
muna þá lífsreglu
„að virða sín orð og halda sín heit.
er helgust rhanris skylda;
að tala (og gera) það eitt, sem
með vissu hann veit
er vert þess að gilda.“
En öllum getur yfirsjest. Þeir þurfa
því líka að vera þeir menn, svo sjálf-
stæðir, ^ið þeir kannist við sannar
yfirsjónir, í stað þess að fremja aðr-
ar hinum fyrri til varnar — og bæta
svo brotin eftir megni. Það er það
hreina og heilbrigða.
Að fara nákvæmt út í að tala um
vegina til að ná þessu marki yrði of
langt mál. En að stefna í áttina að
markinu og nálgast eftir mætti sam-
ciginlegt hlutverk þeirra þriggja
skóla, sem allir ganga í (að meira
eða minna leyti): heimila, fræðslu-
stofnana og mannfjelagsins.
Heimilin verða að sá fyrstu fræ-
kornunum til þekkingar og siðgæð-
is. Barnafræðslan á að halda starf-
mu áfram. — Þar á kristindóms-
fræðslan að vera öflugasta tækið til
að innræta siðferðishugsjónirnar.
ÆskulýSsskólarnir eiga þar viS ari
liæta: veita nauðsynlegustu þekking-
una, þroska skilninginn, glæða til-
fínningalífið, auka víðsýnið og hvetja
vi'jann til dáðríks og drengilegs lífs-
starfs. —• Þetta er margþætt starf-
semi, sem jeg get ekki lýst nánar '1
þetta sinn. Á eitt atriði vil jeg þó
minnast. •— Jeg held að æskulýðs-
skólarnir ættu að gera meira að því
.meðal annars að glæða og styrkja
siðgæðishugsjónir nemendanna. Jeg
læf að vísu sjeð það í opinberum
skrifum, að talað hefur verið um „sið-
ferðisprjedikanir" með hálfgerðri
lítilsvirðingu — þær dæmdar sem
einhver óhæfa. — Um það fæst jeg
ekki. — Jeg veit það vel, að of mik-
ið má að öllu gera. Getur það einnig
sannast í þessu efni. —- Samt sem áð-
ur efast jeg ekki um þáð, að góð
ráð og bendingar geti vakið athygli
og góðan ásetning til dáðar og dreng-
skapar, geti hækkað og göfgað sið-
gæðishugsjónirnar • 0g heilbrigðan
hugsunarhátt. En hann er og verður
allajafna undirstaða dygðugrar
breytni. — Að sjálfsögðu verður að
íieimta það, að kennendurnir sjálfir
breyti í samræmi við kenningar sín-
ar og gefi með þvi gott eftirdæmi.
Skólarnir eiga að opna gluggana
fyrir æskumanninum, eins og ríkis-
stjórinn í New York kvaðst vilja gera
ívrir Wincent Astor. — Hann var
vel mentaður unlingur, „vel gefinn,
liefur heilbrigðar skoðanir og ein-
læga löngun til þess að verða áhrifa-
mikill umbótamaður." Hann hafði
crft auð fjár. Spurði hann rikisstjór-
ann ráða hvernig hann ætti að verja
auðæfum sínum þannig, að hann
gerði sem mest gagn með þeim. Rík-
isstjórinn talaði við ( hann á þessa
leið: „Þú lifir í herbergi með einum
glugga, og þú horfir út um hann á
hverjum degi, ög er útsýnið fyrir
þá sök mjög takmarkað og ófullkom-
íð; þú færð ekki einu sinni rjetta
hugmynd um það, er þú sjerð út uin
þennan eina glugga, því þú hefur ekk-
ert til samanburðar. Þú óskar eftir
að sjá tækifæri til framkvæmda frá
mínu sjónarmiði. Jeg ætla að verða
við tilmælum þinum. Jeg ætla að setja
níu glugga á herbergið þitt, svo at-
hugum við útsýnið út um þá alla til
skiftis með allri nákvæmni, og ger-
um samanburð þess, er við sjáum út
um hvern fyrfr sig. Jeg er þess' full-
viss, að þegar við höfum lokið þess-
um athugUrium, hefur þú fundið þá
stöðu eða starf, sem er við þitt hæfi.
Þá er tími og tækifæri fyrir þig að
ráða við þig, á hvern hátt þjer finst
þú geta orðið að mestu liði, gert
mannkyninu mest gegn.“ (Austur í
blámóðu fjalla, bls. 327.).
Skólarnir eiga að auka útsýnið.
Með því opna þeir leiðirnar til þess,
að einstaklingarnir læri að þekkja
sjálfa sig og skilja köllun sína, og sjá,
til hvers þeir eru hæfir og til hvers
ckki. Og að sjálfsögðu eiga þeir að
hegða sjer eftir þvi. — Með stofnun
ng starfsemi skólanna gefur þjóðfje-
lagið æskulýðnum tækifærin til að
c-fla þroska sinn. Og æskulýðurinn
verður að nota þau tækifærin vel,
sem gefin eru í þessu attgnamiði.
Skólarnir geta stutt hann til þess.
En þeir geta engum kent, setn ekki,
rcynir jafnframt að kenna sjer sjálf-
ur.
Ýmsir líta þessa svonefndu skóla-
menningu óhýru hornauga. Svo virð-
ist Guðmundur Friðjónsson, sá mæti
maður, alloft gera, og gefur henni all-
hvöss olnbogaskot á sína vísu um
leið. — F.n mjer skilst, að hann horfi
um of á gallana, en gæti miður kost-
anna. Eins og nú er'komið sökum
í þessunt efnum, getur stefnan tæp-
lega orðið sú, að hverfa frá skóla-
mentuninni, heldur verður að bæta
liana, nema gallana burtu, en efla
hina hliðina sent best.
Reynsla annara þjóða er sú, að
skólagengna fólkið tekur hintt að
jafnaði fram í hverju starfi sent vera
skal. — Sagt hefir verið, að skólarnir
f'ýsku hafi unnið stríðið 1870. Sama
hljóðið ómar nú smámsaman í frjett-
um og pistlum urn „styrjöldina
miklu“, nýafstöðnu. — Hjer er átt
við óbein áhrif almennrar mentunar
á hæfileika manna til að skilja hlut-
verk sitt og vinna það vel, en ekki
sjerstaka hernaðarfræðslu. Mun ekki
þessi almenna þroskun gera menn
hæfari til ntargvíslegra nytsamra
friðsemdarstarfa, engu síður en til
þess að drepa menn? Jeg efast ekk’i
um, að hún beri sannari og hollari
'ávexti í starfinu til viðhalds lífsins
on eyðingtt þess. Hún hlýtur að gera
það, og hún gerir það því betur, því
betur sem hún þroskar hið sanna
manngildi.
Mannfjelagsskólinn, sem vjer erum
allir í frá vöggunni til grafarinnar,
hefir jafnán sín áhrif á einstakling-
inn. Þau verða sífelt breytileg eftir
breytilegu andrúmslofti, sem er ríkj-
andi er á þessu svæðinu eða hinu.
Búast má við, að það verði ætíð
misjafnt. Vjer getum ekki hugsað oss,
að mennirnir verði gallalausir og á-
hrif þeirra hvers á annan óaðfinnan-
leg. Mannlífsfullkomnunin á enn svo
langt í land. Sú „æðri menning", að
hver og einn geti eingöngu leitt sjálf-
an sig og verið sinn eigin löggjafi
(Sbr. Ingólf i9°9)> er svo hátt hug-
siónamark, að arnfleygur andi að eins
evgir það skýjum ofar; en á hinn
bóginn er almenn andleg þroskun svo
smástíg, að e’ngin von er til, að það
mark náist bráðlega. Og til þess að
nálgast það, verður mannfjelagið að
beita ýmsum aðferðum um ófyrirsjá-
anlega langari tíma. Það verður að
beita sínum hollustu áhrifum á ein-
staklinginn. Það verður að nota lög
og lífsreglur eins og vegvísi á leið-
ínni. Það verður að herklæða einstak-
linginn þeim hertýgjum, sem veita
honum trygga vörn gegn ýmis konar
hmttulegum árásum. Það verður að
leiða hann með hlýrri kærleikshendi,
og það má til að nota hrisinn, þegar
úr hófi keyrir í því, sem miður fer.
Lengra er enn ekki komið.
Frh.
Fjelagsprentsmið jaa