Lögrétta - 11.08.1920, Blaðsíða 1
Utgefandi og ritstjóri:
ÞORST. GÍSLASON.
Þingholtsstrseti 17.
Talsími 178.
AfgreitSslu- og innheimtum.:
ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON.
Bankastraeti II.
Talsími 350.
Nr. 31.
Sv. Jónsson & Co.
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík.
hafa venjulega fyrirliggjandi miklar
birgðir af fallegu og endingargóSu
veggfóöri, margs konar pappír og
pappa — á þil, loft og gólf — og
gipsuSum loftlistum og loftrósum.
Talsími 420. Símnefni: Sveinco.
Pálmi Pálsson
yfirkennari.
Eins og Lögrjetta hefur á'Sur sagt
frá, andaöist Pálmi Pálsson yfirkerin-
ari snögglega á ferS í Kaupmanna-
liöfn 21.' f. m. Hann var alkunnur
maöur, aS minsta kosti meSal allra
mentamarina hjer, þar sem hann
hafSi verið kennari viö stærstu menta-
stofnun landsins, latínuskólann, í um
30 ár. ífann kendi þar íslerisku — og
lengst af einsamall — frá því aS hann
lauk kennaraprófi sínu viö Hafnar-
háskóla 1885 og þangaö til hann dó.
Sá sem skrifar þetta, þekkir ekkert
til kenslu P. P. fyr en á síöustu ár-
uim, að hann var lærisveinn hans.
Hann var þá stundum fremur dauf-
ur kennari og þaö var álitið í skóla,
að menn gætu þar komist af með
fremur lítinn lestur, þeir sem á annaö
borð ekki vildu læra. En jafn víst var
hitt, aö þeir sem vildu læra gátu
lært hjá honum og lært vel, þvi hann
var manna fróðastur i íslenskum
íræðum og fylgdist mjög vel með í
cllum nýjungum þar, og flestu, sem
skrifað var um þau hjerlendis og er-
lendis alla tíð. Og harin var altaf fús
til að taka það upp, sem honuim fanst
best í skýringum og lesháttum og var
fljótur að koma auga á það og benda
lærisveinum sínum á það. Og þá,
þegar út í þau efni var komið, gat
liann verið manna fjörugastur og
skemtilegastur. Sjálfuf kom hann
hka alloft meö riýjar skýringar á
ýmsum atriðum og upplýsingar um
hina og þessa staði, þó fæst af þeim
hafi víst birtst opinberlega á prenti.
Því yfirleitt skrifaði P. P. freipur lít-
ið og er það skaði um svo fróðan
mann og vandvirkan, þó hann hefði
lcannske ekki orðið það, sem venju-
lega er kallaður skemtilegur rithöf-
uridur að sama skapi. En sannleikur-
irin er reyndar sá, að ef „skemtileg-
heitin" ættu að vera mælikvarði þess,
sem skrifað hefur verið um norræn
fræði, þá mætti margur norrænu-
fræðiugurinn fara að biðja fyrir sjer.
En það, sem P. P. hefur skrifað, er
þó engan vegjirin leiðinlegt aflestrar
og alt er það vandvirknislega unnið
cg rannsakað áður, s. S. greinar hans
um mefki Islands, '11111 Jón Árnason 0.
íl. Þá hefur harin starfað nokkus að
útgáfum rita og gefið út Blómstur-
vallasögu og lokið víð annað mjög
merkilegt rit — að svo miklu leyti
sem jivi er lokið — þar sem eru Is-
lensk fornkvæði, sem þeir Jón Sig-
urðsson og Svend Grundtvig byrj-
uðtt á.
En auk þessa var kenslan altaf að-
al starf hans, eins og áður segir, og
rækti hanri hana með alúð og sam-
viskusemi, og stundum kannske nokk-
urri smámunasemi. Auk þess var
liann um eitt skeið fornmenjavörðlir
cg aðstoðarbókavörðuf Landsbóka-
safnsins og hafa liáðar þær stofnanir
notið mikils góðs af vandvirkni hans
og smekkvisi. Hann var lika í ýmsum
nefndum, s. s. ættarnafnanefndirini.
Þá var hann einnig lengi umsjónar-
maður mentaskólans, og mátti svo
lieita um eitt skeiö, að hanri væri ein-
valdur um nær alla innri stjórn skól-
ans. Lítið blandaði hann sjer jió að
öðru leyti opinlterlega inn í mál skól-
ans eða umræður um þau. Þó hafði
hann á ýmsúm atriðum uppeldis- og
skólamála þær skoðanir, sem sjálfsagt
hefðu getað breytt ýmsu til bóta, ef
hann hefði verið að sama skapi bar-
dagamaður til að bera þær fram, eins
og hann var frjáslyndur þar að
mörgit leyti og fylgdist vel með. En
honuni var oftast litið um það, að
hafa sig mikið í frammi eða standa í
deilum, þó hann gæti verið fastheld-
inn þegar því var að skifta.
Hanri var mjög prúður maður og
hæglátur í allri framgöngu og tígu-
lcgur á velli og löngu orðinn alhvítur
fyrir hærum, enda rúmlega sextugur
þegar hann andaðist, fæddur 21. nóv
1857-
Kona P. P., frú Sigríður, lifir
tnann sinri og einn uppkominn sonur
þeirra, cand. juris Páll Pálmason að-
stoðarmaður í stjórnarráðinu. Frú
Sigriður er dóttir Björns Hjaltested,
sem á sínum tíma var alþektur og
góður borgari í Reykjavík, fríð kona
og væn, en sjálfur var Pálmi Pálsson
af gömlum og merkum bændaættum
í Eyjafirði.
Ólafía Jóhannsdóttir
kom hingað til laridsins með síðustu
ferð „fslands", eftir 17 ára utanvist.
Allir gamlir Reykvíkingar kannast
við starf hennar fyrir bindindismálið
og fleiri góð mál vor á meðal, um
og fyrir aldamótin. Og þegar vinir
henriar kvöddu hana hjer í bæ vorið
1903, bjuggfust þeir síst við að hún
yrði svona lengi í burtu.
Erindið var þá að flytja fyrirlestra
fyrir „livíta bandið“ norska víðsveg-
ar í Noregi, en á þvi ferðalagi veikt-
ist húri af iangvarandi meltingarveik-
indum og var um 4 ár ýmist rúmföst
cða við rúmið, og stundum hætt
komin.
Hún hefur aldrei náð alveg fullri
heilsu síðan, og því ekki treyst sjer
nl að fara sjóveik yfir íslands ála
fvr en nú, enda fjarri því, að Norð-
menn hafi hvatt hana til brottfarár
þaðan úr landi. „Við megum ekki
missa hana meðan hún getur starf-
að,“ sögðu ýmsir Norðmenn, „og
Ijúft er oss að sjá um hana, ef heils-
an þrýtur."
Undir eins og henni fór að batna,
fór hún að starfa meðal ýinsra þeirra
kverina, sem bágast áttu í Kristjaniu
og nýkomnar voru úr fangelsum.
Fyrst tók hún þær heirn til sín, og
síðan stofnaði hún og nokkrar norsk-
ar Hvítabands-konur sjerstakt heim-.
iH „Hvítabandsherbergið“ þar sem
„de ulykkeligste“ gátu dvalið um
hríð, meðan verið var að útvega þeim
rtvinnu eða varanlegan samastað.
Allur kostnaðurinn við það hæli
var greiddur með gjöfum góðra
manna, enda þótt engra samskota
væri leitað, og Ólafía gerði sjer að
reglu, að tala við guð eirian um það
sem á þurfti að halda.
1912 fengT.i fangelsisfjelögin konu
til að ganga á heimili farigpanna, og
gerðj Ólafía það öll þessi ár.
Starfið var vandasamt og erfitt
eins og lesa má um í bókinni „De
Ulykkeligste“, sem Ólafía skrifaði og
nú mun öll seld. Og síðan hún ljet
af forstöðu heimiilsins fyrir 5 árum,
heilsunnar vegna, hefur oft orðið að
skifta unj forstöðukonur. Eri al-
mennra vinsælda nýtur heimilið og
hefur nú góðan styrk af opinberu fje.
Auk þessa hefur Ólafía Jóhanns-
dóttir verið hollur vinur og leiðtogi
margra íslenskra stúlkna, sem dval-
ið hafa í Kristjaníu um hríð þessi ár.
Sa, sem þetta ritar, heyrði ungar is-
lenskar stúlkur þar í borg, kalla hana
inömmu sina. Og flestir íslendingar,
seni komið hafa til Kristjariíu að und-
anförnu, hafa orðið þess varir, að
heimili hennar var miðstöð íslend-
inga í borginni.
Nú er hun alkomin heirn til Islands,
og þeir eru vafalaust margir, sem
bióða hana hjartanlega velkomria.
Mörg eru verkefnin vor á meðal
við kristileg líknarstörf, og hún vel
kunnug slíkum störfurii erlendis.
Þykist jeg þess fullviss, að guð og
Beykjavík 11. ágúst 1920.
góðir menn láti hana hvorki skorta
rje nje samúð við hvert það likriar-
starf sem hún kann að takast á hend-
ur, þegar hún hefur náð sjer eftir sjó-
íerðina hingað og kynst högum vor-
um eins og þeir eru nú.
Margt mætti frekar segja með
sanrii um fórnfýsi hennar, trúar-
íeynslu og mælsku og aðrar góðar
gáfur, en jeg veit að henni er lítil
þægð í slikum lofræðum. En hitt
endurtek jeg í nafni allra fornvina
hennar og fjölmargra arinara, sem
heyrt hafa hennar að góðu getið:
Vertu velkomin heim til íslands, og
guð blessi þig og styðji til mikilla
og góðra starfa. vor á meðal.
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Ný bók.
•---r—1
Mannasiðir. Eftir Jón Jacob-
son landsbókavörð. Reykja-
vík 1920.
Bók þessi er að efninu til nýlunda
hjer á landi. Hún kennir mönnum
reglur fyrir rjettri heg-ðuri og góðri
umgengni. Við samninguna hefur
höf. stuðst við erlendar bækur um
sama efni, en lagað alt i hendi sinni
eftir Jiví, sem við á hjer á landi. Menn
skulu ekki ætla, að það sje tildur og
hjegómi, sem höf. er hjer að kerina.
Það er þvert á móti. Hann varar við
óllu slíku. En, hvað eru mannasiðir?
A Jieirri spurningu byrjar bókin, og
svarið er þetta: það, sem hjá ment-
uðum þjóðum er skilin kurteisi Og
háttprýði. Að visu eru þeir með ýms-
um hætti hjá þjóðunum, en þó er á-
reiðanlega margt sameiginlegt öllum
prúðum mönnum meðal allra þjóða.
— Er kurteisi og háttprýði nauðsyn-
ieg? er næsta spurningin, og svarið
cr þetta: Já, þvi að þær eru .einka-
skilyrði upptöku í samfjelag siðaðra
manna og samvistar með þeim. —
Hver er lífæð kurteisinriar ? Það er
smekkvísin, segir höf. Smekkvísin er
móðir allrar prúðmensku, allrar háe-
versku og háttprýði. Hún er jafn
nauðsynleg lærðum sem leikum, rit-
höfundum setn ræðumönnum, kon-
ungum sem koturigum. Hún fegrar
lífið, og Jiær kurteisisreglur, sem
brjóta bág við heilbrigðan smekk, eru
að engu nýtar. Hún getur af sjer
lipurð í umgengni og Jiýtt viðmót
sem engan særir og engrin vill særa,
og hún kanri jafnan einhver ráð til
að firra vandræðum Jægar í harð-
bakka slær.
Þetta er er tekið úr forsögn ritsins.
En svö segir höf. í stuttum og kjarn-
orðurn greinum, hvernig hegðun og
iramganga manna eigi að vera í eiri-
stökum tilfellum og hvað varast skuli,
bæði í opinberri framkomu, í sam-
kvæmislífinu og daglega lifinu heima
i’yrir. En alt er þetta svo vel sett
fram og með slíku fjöri, að bókin er
írá upphafi til enda skemtileg aflestr-
ar, hvergi svo margorð, að það þreyti,
en hverri spurningu, sem fram er sett,
svarað skýrt og ákveðið.
Bókin er fyrir að eiris fáum dög-
um komin hjer í bókabúðirnar, en er
þegar mikið keypt. Hún kostar i kápu
5 kr., en í bandi kr. 7,50-og 8 kr.
Innan skams verður hún fáanleg hjá
bóksölum úti um land.
Sagnfræðingafundur fyrir Norður-
lönd átti, eins og áður hefur verið
sagt frá, að vera í kring um miðjan
þennan mánuð. Af íslendingum sátu
hann dr. Jón Þorkelsson og Bogi Th
Melsteð. Af fyrirlestrum þeirn, sem
ráðgerðir voru á fundinum má riefna,
einn um undirbúningsmentun að-
stoðarbókavarða, um orsakir endur-
reisnarstefnunnar, um sænskt þing-
ræði á 18. öld, um stefnubreyting á
danskri sagnfræði um 1880 o. fl. —
Meðal fyrirlesar^nna voru Korén,
sænskur, Koth, norskur og Aage
Friis, dariskur.
Hvítárbakkaskólinn.
Saga hans og starf.
Málfundafjelag var starfandi öll ár-
iu við skólann og hjelt 2 fundi á mán-
uði. formaður kosirin til 6 mánaða,
en fundarstj. fyrir hvern fund. Aðal
markmið fjelagsins að æfa nemendur
að tala á fundum. — Tóbaksbindind-
isfjelag hefur hjer einnig verið mörg
ár, en eigi allir nemendur í því. Pilt-
ar hafa oftast haft glímufjelag og
glimur æfðar af leikfimiskennaranum
lúiðstæðar leikfiminni. Einnig var
boltaleikur æfður síðari áriri. Skemti-
íjelag hafa nemendur haft og hafa
J>ví stjórnað 3 nemendur, kosnir til
mánaðar. Skemtanir hafa einkum
verið : leikir, upplest., söngur og dans
á sunnudagskvöldum í 3 tima. Fje-
lagið hefur gefið út skrifað blað sem
„Loki“ nefnist. Haun er nú 14 vetra
cg kemur út 2 í mánuði, 2—3 stórar
arkir í hverju „númeri“. Ritnefnd
kosin til hálfsmánaðar, og yfirrit-
nefnd til 6 mánaða.
„Loki“ er skemitblað, en aðaltil-
gangur hans það, að æfa nemendur í
ritlist. Margt er gott í blaðinu, því
Inargir sem ritað hafa í það, hafa ver-
ið vel ritfærir og skáldmæltir. „Loki“
verður geymdur handa framtíðinni á
Þjóðskjalasaf ninu.
Við byrjun hvers skólaárs vöru
íeglur settar og bent á þýðing þéirra
fyrir skólastarfið og uppeldi nem-
enda. Þær voru fáar og einfaldar,
miðuðu einkum að því að venja riem-
endur á stundvísi og reglusemi-. Stöku
nemendur, sem fengið höfðu laklegt
uppeldi, áttu erfitt með að venja sig á
siundvísi og fylgja nákvæmlega
skólareglunum, eða siðum og háttum
skólaris. — Það er eítirtektarvert, að
kærulausu og lötu nemendUniir koma
frá lakari heimilunum nálega undan
tekningarlaust, eífa höfðu verið á at-
vinnuflækingi landshornanna i milli.
Venjulega var það svo, að tornæm-
ustu og áhugalausustu nemendurnir
til náms, dvöldust að eins einn vetur
i skólanum,
Milli kennara og nemenda var sam-
vinnan ágæt. Kennararnir umgeng-
ust nemendur sem sína líka, að ýmsu
leyti, sýndu þeim traust og nærgætni.
Sá siður hefur tíðkast vrð skólann, að
allir þúast, kennarar og nemendur.
Þetta tíðkast á alþýðuskólum Dana
0. v. Sumir óttast þessi náriu kynni
milli kennara og nemenda, að það
verði til þess að nemendur sýni kenn-
urum sínum mirini hlýðni eða geri
sjer dælt við þá. En það þarf eigi svo
að vera. Jeg veit að hjer getur þó
verið um undantekningar að ræða t.
d. þegar urn grunnhygna og illa sið-
aða nemendur er að ræða. Á 15 árum
hafa t. d. 3 eða 4 slæmir riemeridur
vilst inn í Hvítárbakkaskólann, upp-
þembdir af gorgeir, sjálfsáliti og
monti, engu nýtu sinnandi. Slíkir ná-
urigar hafa verið teknir sjerstökum
1 ökum af kennurunum, þeg-jandi og
hljóðalaust, þar til uppþemban rjen-
aði og þeir lærðu að finna og sjá
bverjir garpar þeir voru og hvað helst
amaði að þeim. — Vel hægt fyrir
kennara að halda nemendum hæfilega
ljarri sjer þótt þeir láti Jiá þúa sig.
Nemendur verða yfirleitt einlægari
og hreinskilnari við kennara sína, ef
þeir mega þúa þá, og þannig gefst
kennurum betra tækifæri til þess að
Jiekkja þá, en ella. En vitanlega verða
kennararnir ,að vera starfa sínum
vaxnir svo þeir haldi virðingu nem-
cnda.
IX.
Prófleysi skólans var þyrnir í aug-
um sumra manna. Trúðu því jafnvel
ýmsir, að á próflausum skólum væri
ekkert lært! En eins og margir vita,
er ekkert próf við bændaskóla og
lýðháskóla í Danmörku, og þykja
þeir þó J>ar í landi leysa vel af hendi
starf sitt og vera góðar stofnanir.
Það er líka nálega einróma álit bestu
skólamanna og mentamálamanna
XV. árg.
Dana, að próf við alþýðuskóla sjeu
fremur til skaða en gagns. — Eigi
við því að búast, að þorri manni hjer
á landi skilji þetta. En kennarastjett-
:n islenska ætti að skilja það.
Hvítárbakkaskólinn var með lýð-
háskólasniði, og því fjekk eigandi
hans leyfi þings og stjórnar að hafa
engin próf við hann. Og þannig byrj-
uðu bændaskólarnir fyrst. — Það var
eigi að eins stefnuatriðið fyrir skól-
ann, að hafa hann próflausari, heldur
blátt áfram nauðsyn, kenslunnar
vegna i Jieim námsgr. sem mest eru
kendar með fyrirlestrum og samtöl-
um. Ef kenna á mönnum til prófs,
verður kenslufyrirkomulagið að laga
sig eftir Jjvi að miklu leyti. En í þeim
uámsgr. sem kendar eru með venju-
iegum „kenriaraskólakensluaðferð-
um“, mætti -vitanlega hafa próf, ef
nokkuð þætti við það unnið. Þegar
jeg rak mig á það, hve mikið menn
gerðu úr prófi við skóla, reyndi jeg
að miðla málum og hafði eins konar
próf, síðustu viku skólaársins í þeim
námsgr. sem eigi voru kendar með
lýðháskólakenslulagi. Nemendur voru
látnir lesa upp og þeim svo gefin
spursmál til að svara munnlega, og
öllu hagað eins og við próf gerist,
nema í því, að engir vitnisburðir voru
gefnir. Eri nemendum eldri deildar
var gefinn kostur á námsvottorði. Þar
einkum tekið fram: námshæfileikar,
námsframfarir, iðni og hegðun.
Almenningur kallaði þetta próf og
þótti til bóta, en jeg kallaði það „loka-
yfirheyrslur“ í skólanum, þótt öðru-
visi væri þeim hagað en vanalegum
yfirheyrslum. Dálitið jók þetta fyrir-
komulag áhuga nemenda á upplestr-
inum, því allir máttu vitanl. hlusta á
frammistöðu þeirra. Og jeg, sem
hlustaði á þessar yfirheyrslur, fjekk
þannig bctri kunriugleik á þekkingu
nemenda í þeim námsgr., sem jeg
ckki kendi sjálfur. — En þetta hafði
ngan galla prófanria, en nokkuð af
koitum Jieirra.
Yfirlcin þurf? nemendur í skólum
cigi prófvöndinn yfir sjer iil J)C5?
hafa áhuga á náminu. Ef mikil brögð
eru að Jiví, að þessu sje anrian veg
farið, hygg jeg að kennararnir eigi
mikla sök á því, eða þá kenslufyrir-
komulagið. Það ætti að vera mönn-
um skiljanlegt, að J>að getur verið
sitthvað, að læra til prófs, eða læra
íyrir lífið, læra af ást til námsins, af
mrni, andlegri þörf. — Þannig læra
alhr sjálfmentaðir menn og þess
vegna kunna þeir vel og skilja vel
það sem Jieir sjálfir hafa numið.
Jeg lield mjer sje óhætt að halda
því fram, að flestir þeir, sem veru-
leg kynni höfðu af Hvítárbakkaskól-
arium og nemendum frá horium, hafi
litið svo á, að nemendur lærðu þar
cngu síður vel, en á öðrum skólum
sem próf hafa.- Og ennfremur, að
kennarar við skólann hafi eigi legið
á liði sinu eða varirækt kensluna þótt
prófin væru eigi. Ýmislegt miður
góðgjarnlegt hafði Gróa á Leiti ver-
ið að tína saman og miðla út frá sjer
um skólann, sem vænta mátti. En
eldrei heyrðist í Borgarfirði eitt orð
í þá átt, að kenslan væri ljeleg við
skólanri, eða reglusemi mjög ábóta- ,
vant.
Flestir nemendur frá Hvítárbakka-
skólanum, eftir tveggja vetra nám,
sem gengið hafa í aðra skóla, hafa
til jafnaðar eigi reynst ver en riem-
endur frá prófskólum. Magnús Helga-
son skólastjóri er einn Jæirra skóla-
ntanna, sem um þetta getur dæmt
Hanri hefur látið þessi ummæli falla
um skólann, sem jeg er honum þakk-
látur fyrir:
„Það vitni get jeg með ánægju
borið Hvítárbakkaskólanum, að frá
honum hafa komið hingað í kennara-
skólann sex námsmenn, sem náðu inn-
göngu í 2. bekk og reyndust yfirleitt
með bestu nemendum skólans. —
Einkar hlýjan hug virtust þeir bera
til fyrra skóla síns.“
X.
Lýðháskólanafnið á skólanum stóð
honum fyrstu árin, að minsta kosti,
fyrir áliti meðal ýmsra. Mjer var þaö