Lögrétta


Lögrétta - 11.08.1920, Blaðsíða 2

Lögrétta - 11.08.1920, Blaðsíða 2
CÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vtRuáegi, og auk þess aukablöð við og við, t'erð io kr. árg. á Islandi, erlendis 12 kr. 50 014. Gjalddagi 1. júlí. í upphafi ljóst, þegar jeg ákvað nafnið, að það mundi margan hneyksla og valda misskilningi. Björn sál. Jónsson ritstj. og síðar ráðherra, hvatti mig til þess að hafa þetta nafn á skólanum, sem átti að innleiða hjer grundvigsku skólastefn- una. Hann vildi ekki að jeg tæki neitt tillit til almenningsálitsins í þessu. Svipaða skoðun hafði Schröder, skólastjórinn í Askov. Báðir þessir menn áttu því í rauninni eins mikinn þátt í því og jeg, að skólinn bar lýð- háskólanafnið. Þeir treystu mjer ti! þess, að bera skólann fram til sigurs og ryðja lýðháskólastefnunni braut. Svo kom Jónas með síria annáluðu grein um Askov og lýðháskólastefn- una. Hann gerðist talsmaður höfð- ingjaskólanna ensku og heill hópur kennara límdust við hann og munu seint frá honum losna. Eftir það fóru ýmsir að tapa því áliti á lýðháskóla- stefnunni, sem þeir áður höfðu. Og frá ýmsum úr kennarastjettinni bljes nú kaldara en áður til Hvítárbakka- skólans. „Skólablaðið" t. d. kannað- ist við engan lýðháskóla á íslandi. Þegar Hvítárbakkaskólinn hafði staðið um nokkur ár, spruttu upp unglingaskólar hjer og þar, hver á fætur öðrum. Þeir voru flestir í sam- bandi við barnaskóla i kaupstað, eins konar framhaldsskóli, og höfðu sama húsnæði og kermara og barnaskól- arnir. Kenslan var 4—5 mánuðir, einn vetur, nema 2 eða 3 sem höfðu 6 mán- aða kenslu. Frá sumum þeirra and- aði þungt til Hvítárbakkaskólans, lík- lega af því að hann hafði meiri styrk en þeir. Var svo farið af sumum, að setja Hvítárbakkaskólann á bekk með þessum skólum. Hann átti þó enga samstöðu með þeim. Þingmaður Dalamanna vildi það mest gera fyrir Hvítárbakkaskólann, að lofa honum að fá jafnan styrk á við unglinga- skóla. Var þó Hvítárbakkaskólinn eigi sýslu- eða kaupstaðarskóli. Hann stóð sjálfstæður uppi í sveit, að eins styrktur af landssjóði og sóttur úr öllum hjeruðum landsins. Hann hafði dýrari og meiri húsakynni, kenslu- krafta og kensluáhöld en unglinga- skólarnir, og lengri námstíma 0g fl. nemendur en þeir. Skólinn hlaut því að fá meiri styrk en unglingaskóþ- arnir, sem tiltölulega litlu þurftu til að kosta. Þurítl pvi eigi að líta öf- ’undarauguin til Hvítárbakkaskólans fyrir fjárstyrkinn og þau sjerrjett- indi sem hann hafði frá þinginu fram yfir unglingaskólana. Jeg ætla eigi að ræða um það, hve sárt mig tók það, að svo margir úr kennarastjettinni, leynt og Ijóst, voru skólanum andvigir og sýndu mjer litla samúð í erfiðu starfi mínu. — Mjer fanst það koma úr hörðustu átt.- Sumir íslendingar halda að dönsku lýðháskólarnir sjeu óvenju háar og íínar visindastofnanir handa alþýðu. Þetta há, sem sett er framan við orð- ið skóli, veldur því. En vísindastofn- anir handa lærðum mönnum, sem á alþjóðamáli nefnast Akademier eða Universiteter kallast á voru máli há- skólar. —• Barnaskólar Dana (Folke- skoler) heita á góðri íslensku: lýð- skólar. En æðri lýðskólar eða hærri kallast Folkehöjskoler, og er það rjett þýtt á ísl.: lýðháskólar. Þessir skól- ar voru lengi hinir einu skólar í Dan- niörku, sem veittu alþýðu frekari fræðslu en barnaskólarnir gerðu. Nú eru þar margir kvöldskólar og unglingaskólar, að sumu leyti hlið- stæðir lýðháskólunum. Dönsku Iýðháskólarnir geta fæstir veitt mikla beina þekkingu, því náms- tíminn við þá er að eins 5 mánuðir, einn vetrartíma, (3 mánuðir fyrir stúlkur að sumrinu). Jeg tala hjer eigi um Askov, sem er allvísindaleg kenslustofnun. Þar er námstími nú 18 mánuðir, en var áður 12 mánuðir. Skóli sá stendur alveg sjerstæður. Hann þekkja íslendingar best, og miða alt við hann. Aðalstyrkur dönsku lýðháskólanna iá eigi í fræðslukerfinu beinlínis, heldur í góðum áhrifum á ungmenni, að vekja þau til menningar og mann- dygða. — Framan af voru nálega engar bækur lesnar i skólunum, en kenslan öll munnleg. Nú er þetta að breytast. Nú eru yfirheyrslur-tíðari. Og yfirleitt eru skólarnir nú alt aðrir en þeir voru fyrir 1—2 mannsöldrum og kemur það til af því, að aðalgrund- völlurinn sem skólarnir voru reistir á, er brostinn. Það var trúarvakning og þjóðernisbarátta, sem kom skólun- um upp. Þetta var lengi lífið og sálin i þeim. Trúin er nú visiri og blandin og þjóðernisbaráttan engin. Forvígis- mennirnir fyrstu voru eldlegum guð- móði gæddir. En svo er með þessa skólastefnu, eins og allar aðrár and- legar stefnur, að þær verma best fyrst eða eru áhrifamestar. Þær dofna og breytast með tímanum. — Þetta finna uú og játa danskir lýðháskólamenn og þykjast eigi sjá hvar það lendir. Hvað til bragðs eigi að taka til þess að halda eldinum við. Það segja nú vitrir menn í Dan- mörku, að fyrirmyndarskólinn hans Chr. Kolds mundi nú illa sóttur, og ckki þykja við tímans hæfi. Annað. sem hélt miklu lífi og fjöri í lýðhá- skólunum, var goðafræðiri norræna, symbólíkin í Grundtviks-anda. Nú hafa vísindin skýrt þessa fræði á ann- an hátt en Grundtvig — og síðan er hún alt arinað menningarmeðal í skóla en hún var. Það hefur þegar sýnt sig, að í engu landi hefir lýðháskólastefnan þrifist eins vel og í Danmörku, móðurlandi hennar. Grundtviski skólaandinn þrífst eigi í útlendum jarðvegi; á t. d. illa við sænskan og ísl. þjóðaranda. Sænsku skólarnir eru í mörgu ólíkir hinum dönsku, og hafa 2ja ára náms- tima og mikið lexíunám. Hvítár- bakkaskólinn hefir mjög lagað sig cftir þeim í ýmsu. Eigi má þess þó vænta, að „Grundtvig'ski" andinn í skólunum nái sömu tökum hjá útlendingum, og hann hefur náð hjá Dönum. Þjóðirn- ar eru ólikar að skapferli, tilfinning og trúarlíf búa við mismunandi lífs- kjör. Mjer hefur því altaf verið það ljóst, að ísl. lýðháskóli yrði að mestu að vera runninn upp úr ísl. andlegum jarðvegi, lagaður eftir staðháttum og andlegu lífi þjóðarinnar, hvað sem ytra forminu og kenslulaginu líður, sem altaf verður sameigfinlegt fyrir clla lýðháskóla, í hvaða landi sem þeir standa. Nú eru Þjóðverjar að stofna mörg hundruð lýðháskóla hjá sjer, í þraut- um sinum, til viðreisnar þjóðarand- anum. Prófsýkin og efnishyggjan var þar í landi komin hátt. Skólarnir verða vitanlega eigi „grundtvígskir" i anda. Það er kensluformið, liíaridi orðið, og sá heilnæmi skóla-andi, sem einkennir alja. lýðháskóla, sem Þjóð- ' erjar vilja inn í alþýðuskóla sina. En þá vantar kérinara, serri kynst hafa persónulega dönsku skólunum, og verða því mest að styðjast við þau mörgu rit um þá, sem nú eru á þýsku komin, ófriðarárin. Jeg vil taka það fram að lokum, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá muni Hvítárbakkaskólinn ekki hafa staðið að baki minni háttar lýðhá- skólum Dana, smærri skólunum. Hitt kemur mjer vitanlega eigi til hugar að jafna honum við gömlu og bestu skóla þeirra, sem standa enn á forri- um merg. Skólarnir þar, eins og ann- arstaðar, misjafnir, sömu tegundar. ísl. gagnfræðaskólar t. d. smávaxnir i samanburði við erlenda gagnfræða- - skóla. — Eða þá háskólinn okkar. Þolir hann samanburð við erlenda há- skóla ? Ef stöku lærðum herrum, hef- ur þótt það hneyksli, að kalla Hvít- árbakkaskólann lýðháskóla og talið iiann villa mönnum sýri, þá mætti má ske efast um, hvort minna hneyksli væri að kalla embættismannaskólann í Reykjavík (háskólann) Universitet eða Akademie. , Jeg bið alla góða menn nú og í íramtíðinni, að gæta þess, þegar þeir dæma um Hvítárbakkaskólann, að hann var stofnaður og starfræktur af fátækum manni, sem í ýmsu neriti eigi að binda bagga sina sömu hnútum og samtíðin, eða tískan og heimskan læimtuðu. Jeg var eigi „autoriserað- ur“ af gyltum prófstimpli æðri skóla, heldur sjálfmentaður í flestu því sem jeg kendi. Jeg var eigi heldur eins konar meðlimur klíku eða í heldri- manna samábyrgð, sem nú er svo al- máttug í voru ísl. kotriki. Hjer verð- ur alt að vera fínt að útlendum móð með yfirlæti og eyðslu, ef það á að ganga í augu manna, æðri sem lægri. Hjegóminn, eyðslan, flottheitin og tísku-tildrið á svo einkar vel við nú- tíðar kynslóð hinnar íslensku þjóðar. — Af þessu öllu gerðu engir menta- niálamenn eða leiðandi menn sjer neitt far um að kynnast Hvítárbakkaskól- anum, heimsækja hann og hlusta á kerisluna í honum, svo þeir gætu vit- að hvað hann var. - Það átti að þegja hann í hel. En að sama skapi þreifst hann og stækkaði, senr kaldara bljes i kringum hann og skólastjórinn fann meira til einstæðis síns. Jeg kveð nú Hvítárbakkaskólann hryggur yfir því að neyðast til þess, heilsunnar vegna, að hverfa frá hon- um, óskabarni mínu, áður en jeg gat komið honum á þá braut, sem jeg ætlaði mjer, og hefði komið honum, ef harðhent örlög hefðu eigi tekið í taumana. Svo mátti heita, að jeg hefði klifið með skólann upp örðugasta hjallann. Skólinn var búinn að ná al- mennri viðurkenningu í hjeraðiriu, og ovinum mínum að fækka og fjárhag- urinn viðunanlegur. En þá kom spánska veikin og lagði mig ómjúkt þrisvar í rúmið, en skildi mig eftir þrotinn að heilsu og kjarki. Jeg hætti að geta sofið dögum og vikum sam- an af áhyggjum og erfiðleikum dýr- tíðarinnar, og vita allir, hvað þá er í húfu. Get jeg því eigi lengur unnið að æsku-hugsjón minni,alþýðufræðsl- rinni, sem mjer hefur látið allra starfa best. Jeg lifi í þeirri von og trú, að Hvítárbakkaskólirin eigi fyrir sjer langa og góða framtíð. Hann er nú kominn í hendur góðra manna og ut- an um hann er stór hópur ungra og efnilegra marina í hjeraðinu, Hvít- bekkinga og annara, að þá verð- ur skólahald einhverstaðar erfitt, ef skóli þessi þarf að hætta starfi sínu. — Þakka svo öllum innilega, nem- endum mínum.og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa stutt mig í skóla- baldinu og sýnt mjer umburðarlyndi og samúð. — Hamingjan fylgi skól- anum og hjeraðiriu, sem hann stend- ur í. Hvítárbakka, 1. maí 1920. Sigurður Þórólfsson. Lögjafnaðarnefndin. Hún hefur nú lokið hjer störfum í þetta sinn og fara dönsku nefndar- mennirnir hjeðan í dag með „Fálk- r.num“, er flytur þá til Bergen í Nor- egi, fer fyrst eftirlitsför meðfram Suðurlandinu og til Seyðisfjarðar, en þaðan út. Formaður dans’ka nefndarhlutans er nú Borg’Jerg ritstjóri, en Bjarni Jónsson frá Vogi formaður íslenska hlutaris. Hr. Borgbjerg skýrði á þessa leið frá gerðum nefndarinnar lljer í viðtali við ísl. blaíamenn í gær : Þá skoðun, er fram kom frá hin- um íslensku nefndarmönnum, að fiskiveiðaeftirlitið hafi, einkum á síð- ari árum, verið ófullnægjandi, geta dönsku nefndarmennirnir fallist á. Eitt skip er ekki nægilegt, og vax- andi hraði botnvörpuskipanna veld- ur því, að eftirlitsskipið þarf einnig að verða hraðskreiðara. Samkvæmt 8. gr. sambandslag- anna er Danmörku að eins skylt að leggja til eitt skip til eftirlits á fiski- miðuxn íslands í tíu mánuði ár hvert. En dönsku nefndarmennirnir hafa — án þess þó að þeir þar með á nokk- úrn hátt taka afstöðu til óska íslend- inga um endanlegt fyrirkomulag íiskiveiðaeftirlitsins —• lýst yfir, að - þeir mundu leggja það til við stjórn og ríkisþing Danmerkur, að þau fari í þessu máli á næstu árrimalveg eftir því, hverja afstöðu alþingi og hin ís- lenska stjórn taki til þessa máls, er alþing kemur saman 1921. Annars hefur nefndin haft til með- ferðar framhaldandi framkvæmdir á ákvæðum sambandslaganna, 0g hef- ur orðið ásátt um, að beina athygli dönsku og íslensku stjórnanna að þvi, að hagkvæmt væri að s«m fyrst yrðu gerðir samningar milli íslands og Danmerkur um: 1. Heimsending sjómanna. 2. Gagnkvæma hjálp til manna, sem þurfandi verða í öðru landinu, en eiga heima í hinu. 3. Framsal sakamanna, og 4. fullnæging dóma. Fyrir sambandið milli landanna framvegis mundi það verða mjög mikils vert, að símaviðskifti yrðu hægfari og gætu aukist á þann veg, að símagjaldið lækkaði og loftskeyta- sambandið yrði meir notað, svo að daglegar blaðafregnir og annað það, sem báðum er áríðandi til samskifta gæti orðið sem greiðast, en þetta er með núverandi símagjaldi og starfs- afli sambandstækjanna mjög miklum erfiðleikum bundið. Þar sem nú hið Stóra norræna símafjelag hefur einkarjett á síma- sambandinu milli Danmerkur og ís- lands, er nauðsynlegt, ef breyting ætti að nást á þessu sviði, að stjórn- irnar tækju upp samninga um málið við fjelagið, og mætti þá búast við, að fjelagið, sem venjulega hefur góð- rn skilning á þeim þjóðfjelagsþörf- um, sem starfsemi þess snerta, mundi láta að óskum, er bornar væru fram sem áhugamál beggja þjóðanna. Nefndin hefur því orðið ásátt um, að leggja til við báðar stjórnirnar, að samningaumleitanir um bætt símavið- skifti verði byrjaðir sem fyrst. Að lokum hafa stjórnir háskóla- sjóða beggja landanna, sem rriyndað- ir voru með sambandslögunum, ræðst hjer við og kornið sjer samari um vissar grundvallarreglur til samvinnu íramvegis, en í stjórn þess sjóðsins, sem danski háskólinn hefur umráð yfir, eru allir dönsku nefndarmenn- irriir þrír og Finnur Jónsson prófes- sor, sem einnig liefur verið hjer staddur nú, svo að þar vantaði að eins einn mann af fimm. v Nefndin skildist með óskum frá báðum hliðum um framhaldandi sam- starf að góðu samkomulagi milli landanria. !* Úti um heim. Pólsku málin. Það er nú svo komiS, aS nýr ófrið- ur virðist jafnvel yfirvofandi út af þeim. Rússneska stjórnin hafði gef- :ð fulltrúum sínum í Lundúnum um- boð til þess að undirskrifa friðar- samninga við bandamenn, en kvaðst sjálf ætla að semja við Pólverja urii frið milli Rússlands og Póllands. j Jafnframt því lýsti hún þó yfir, að hún væri fús til að viðurkenna sjálf- stæði Póllands, en vopnaviðskiftum vildi hún ekki hætta fyr en fulltrú- ar kæmu frá Pólverjum til Moskvu með fullkomið umboð tii að gera samninga um frið. Bandaménn hjeldu því fram, að alt yrði að vera útkljáð 11 m pólsku málin áður en saminn yrði friður við Rússa af bandamönnum. Vildu þeir fá 10 daga vopnahlje milli Rússa og Pólverja og skyldu málin rædd á þeim tíma. Fulltrúar Rússa í Lundúnum þeir Kamineff og Krassin, tilkyntu þetta rússnesku stjórninni vg þar með, að krafist væri svars innan síðastl. sunnudags. Fregnskeyti frá 9. þ. m. segir, að Rússar hafi með öllu aftekið að veita 10 daga vopnahlé. Ráðstefna banda- r.ianna hafi svo'vísað öllu málinu til umsagnar”’sjérfræðinga í her- og flotamálum. Bretar og Frakkar hafi beðið Bandaríkin hjálpar og skiftist stjórnirnar í Lundúnum, París og Washington nú sem óðast á skeytum u.m málið. Þá segir í símfregninni, að verka- menfl haldi fundi um alt England og mótmæli þvi, að lagt verði út í ófrið til þess að hjálpa Pólverjum. Einnig er sagt, að blöð franskra jafnaðar- manna mótmæli. Frá Berlín er sím- að, að þýskir jafnaðarmenn, báðir eða allir flokkar þeirra, hafi skorað á verkanienn, að koma í veg fyrir, að vopn verði flutt til Póllands um Þýskaland. — Rúmenar hafa nú lýst yfir að þeir ætli að vera hlutlausir í ófriðnum rniili Rússa og Pólverja og ^ömuleiöis Þjóðverjar og Austurrik- ismenn. Þing Litháa hefur nú staðfest frið- arsamningana við Rússland og her bolsjevíka er að hverfa burt þaðan úr landi. -— Utanríkisráðherra Þjóð- verja hefur lýst yfir, að Þjóðverjar verði að taka upp aftur stjórnmála- samband við Rússa. Bolsjevíkar og mensjevíkar. Eins og kunnugt er, hafa bolsje- víkar gert út mikið af fulltrúum til ýmsra landa til að útbreiða skoðanir sínar, eða koma skipulagi á fjelags- skap þeirra. Margar og misjafnar sögur fara af sumum þessara manna, sjálfsagt bæði sannar og ósannar. Eirin af þessum mönnum, sem til. Norðurlanda hefur komið, heitir Tovia Axelrod. Hann átti að koma skipulagi á frjettastofu bolsjevíka, . Rosta. — Norskpr maður, Oscar Pedersen, átti tal við hann, og skrif- aSi síðan um það og fleira viðvíkj- andi bolsjevismanum. Hann segir, að kjarkurinn og fjörið hafi gneistrað af Axelrod. Nú situr harin í fangelsi í Þýskalandi fyrir þátttöku í uppreisn- inni í Munchen. M. a. spurði hann Axelrod, hver væri mestur lærifaðir þeirra bolsjevíkanna, að því er til kenninganria kæmi. Buchanin, svar- aði Axelrod hiklaust, enginn jafnast á við Buchanin. Buchanin þessi er lítið sem ekkert þektur hjer. En hanri hefur m. a. skrifað bók, sem heitir „Stefnuskrá sameignarmanna“ og hefur hún náð feikna útbreiðslu í Rússlandi. — Greinarhöf. segir reyndar um bók- ina, eftir að hafa lesið hana, að beiri- hnis stefnuskrá geti hún ekki heitið —• heldur draumur, hilling, en svo fagur draumur, að manni skilst það vel, að höf. þykist eiga rj,ett á því, að uota jafnvel hvaða meðal sem er, til að gera hann að veruleika. Stefnu- skrá getur bókiri ekki talist fyrir aðra en þá, sem eru svo einfaldir að halda, að þjóðfjelagið og ]>jóðfjelags- þróunin gangi eins og líflaus vjel. — En það álítu'r höf. að flestir bolsje- víkar geri, og mætti með sama rjetti siálfsagt segja það um marga fleiri flokka, eins og hann líka tekur fram. En hann segir að bolsjevisminn sje eldri en allar rússnesku byltingarnar og sje í rauninni ekki hliðstæður neinni þeirra. Bolsjevismirin á heima alstaðar á jörðinni, en ekki einungis á þeim bíetti, sem heitir Rússland. Munurinn ’er að eins sá, að í Rúss- landi hafa bolsjevíkarriir orðið ráð- andi stjórnmálaflokkur, en annarstað- ar ekki. Stefna bolsjevismans hefur þar verið borin fram til sigurs. En í íaun og veru finst bolsjevismi í öll- um löndum og öllum flokkum. Fyrir r.okkrum árum, áður en bolsjevíka- nafnið varð eins algengt og nú, var það venja að kalla jafnaðarmanna fiokkshelmingana russnesku menche- viki og bolcheviki, miriimalista og maximalista, eða lágkröfu og há- kröfumenn. En frá þeirra sjónarrhiði, sem ekki eru bolsjevíkar, mætti al- veg eins kalla lágkröfumennina, þá sem kröfðust þess mögulega, en há- kröfumennina, þá sem kröfðusf þess ómögulega. Það er ekki óliklegt, að bolsjevíkar verði við- stjórn Rúss- lands eriri uim allmörg ár, en það er mjög líklegt, að stefna þeirra mótist meira vg meira af anda lágkröfu- mannanna, mensjevíkanna. Ef efna- og atvinriulíf Rússlands á að eridurreisast, segir höf., í nýrri, betri og göfugri mynd og skapa stjettalaust þjóðfjelag og afnema þannig auðvaldið bæði í orði og á borði, þá verður það ekki afleiðing af stjórnmálavjelgengi bolsjevismans, lieldur af eðlilegri þróun og eðlilegiurii vexti. Stjórnmálaflokkarnir geta að eins stutt og eflt þennari vöxt með því að plægja jarðveginn. Og í því starfi munu bolsjevíkar og mensje- víkar mætast — mitt í stjórnmála- deilunum — mætast alveg af sjálfu sjer, af því að þeir eru Sammála um markið. Og þannig mun það fara einnig í öðrum löridum, með meiri eða minni breytingum. Danmörk. (Frá sendiherra Dana). Neergaard forsætisráðherra talar. Síðastl. laugard. hjelt Neergaard forsætisráðherra ræðu á stjórnmála- fundi í Juulsmiride. Hann talaði þar l:m hinar mörgu kosningar í Dan- mörku í ár og sagði, að þær færu fram til þess að veita Suður-Jótutri full borgararjettindi í stjórnmálum. Vinstrimenn og hægrimenn hefðu viljað, að við það eitt miðaðist grund- vallarlagabreytingin. Enginn Suður- Jóti kærði sig um breytingar á þeim grundvallarlöguim, sem samþ. hefðu verið fyrir 5 árum, og ef suðurjótska rnálið hefði ekki legið fyrir, þá hefði ekki heldur nokkur maður heima t Danmörku hreyft grundvallarlaga- breytingurini. Við viljuin, sagði for- sætisráðherrann, gagnstætt jafnaðar- mönnttm, halda konungsveldinu, sem á gamlar rætur í Danmörku. Það er gott að hafa, þegar mikið liggur við, cins og nú um páskaleytið, manri, sem stendur utan við flokkana og gettilr sagt: „Nú skulum við spyrja þjóð- ina.“ Afstaða konungsins þá var fylli- lega lögum samkvæm. Hefði þjóðin þá sagt: Látum samband það, sem farið hefur með völdin, halda þeim áfram, þá hefði það fengfið að halda þeim. Hinir ógleymanlegu viðburðir i sambandi við sameiningarhátíða- höldin í Suiður-Jótlandi sanna þetta líka og sýna, að konungsstöðurini tylgir sameinandi kraftur, sem ekki væri hægt að hugsa sjer hjá öðrum 1 ikisyfirmanni en konungi, sem stendur utan við stjórrimálaflokkana eða yfir þeim. — Við viljum ekki heldur afnema Landsþingið. For- feður okkar ákváðu eftir mikla um- hug’sun 1849, stjórnarskipun okk-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.