Lögrétta


Lögrétta - 15.09.1920, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.09.1920, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Svo yrSi auðvitaS Ið kosta ný sæti í salnum af þeirri gerð, sem við á í íeikhúsi og góöu samkomuhúsi, og helst ætti að leggja hæfilegan halla á gólfflötinn. Með þessum breytingum ætti „Iðnó“ a5 rúma 500—700 manns, og væri þaö fyllilega nóg i bráö. — Aö - alatriðið er þó það, að leiksvið og æfinga- og klæðaherbergi leikfjelags- ins yrðu rúmgóð og sem best úr garði gerð á allan hátt. Þetta var þá það, er jeg aðallega vildi leyfa mjer að benda á að sinni. Og ætti að mega gera þess háttar breytingu á tiltölulega skömmum tíma þegar i haust. — Er þá að eins eitt atriði eftir. Að vísu kringlótt, og veltur allmikið á því. Það eru pening- arnir til þessa! Hef jeg nokkuð hugs- að það mál, og komist að þeirri nið- urstöðu, að nógir sjeu peningar í Reykjavík! Annars er það hart, ef höfuðborg landsiris með nokkrum opinberum styrk og stuðning leikfjelagsins sjálfs eigi sæi sjer fært að kosta þessa breytingu á húsi, þar sem einstakir menn byggja vegleg stórhýsi í líku skyni (Nýja bíó). Er annars furðulegt, að engum hinna nýslegnu auðmanna höfuðstað- arins skuli hafa hugkvæmst að styrkja Leikfje;l. Reykjavíkur allöfl- uglega á einhvern hátt. — Erlendis hafa þó sumir „krigsmillionerarnir“ bygt eða gefið heil stórhýsi til söng- iistar og leiksýninga o. s. frv. (sbr. „Hannevigs Opera“ í Kristjaníu). Virðist mjer þessi hlið málsins ætti alls eigi.að verða neitt ofurefli, ef rjett er að farið. Helgi Valtýsson. Sannfæringin. Hjer allir sinni sannfæringu segjast fylgja, sem vera á. En enginn skifta um skoðun má, því af því fær hann óvirðingu. Og ef fyrir rjetta upplýsingu menn eldri hugmyndum hverfa frá og fyrri villur sínar sjá, og fylgja sinni sannfæringu, þá nöldra aðrir og níða þá. í gær átti’ jeg sjálfur sannfæringu, sýndist mjer, eða því sem nær. í dag er jeg henni’ að færast fjær. Hef hugsað margt með höku á bringu og held, að rökfærslan sú í gær sje ljettvæg og þurfi lagfæringu. — Nú reyni jeg nýja rökstuðningu, sem rjettari er og betri’ en hin, því eftir vandlega umþenkingu ber jeg á málið meira skyn. — En eftir á fæ jeg áfellingu hjá öllum þeim, sem heyrðu í gær skoðun mína, en skilja’ ei þær ástæður fyrir umbyltingu, sem orðið hefur í vitund minni, á skilning málsins og skoðuninni. Þeir nefna sjálfsagt hringl og hik í hugsjónunum, og jafnvel svik. Og röksemdirnar — þeir reka þær með röksemdum mínum frá í gær, sem hækka’ í gildi um helming, er þeir hampa þeim móti sjálfum mjer. — En alt um það stöðugt fjærogfjær færist jeg þeim, en mótsetningu eldri skoðunar nær og nær. Og svo fyrir þessa sannfæringu, sem núna bjargföst hjá mjer er, en í bág við þá fyrri fer, í flokknum býst jeg við bannfæringu. Þ. G. Danmörk. Frá sendiherra Dana hefur Logr. fengiö eftirfarandi tilkynningu; 10. þ. m. var í húsi Austur-Asíu- fjelagsins í Khöfn myndað nýtt fje- lag, sem heitir Suðurjótska fjelagið (Det Sönderjydske Kompagni), með 5 milj. kr. höfuðstóli. Fjelagið á að. hafa aðalbækistöð sína í Haderslev, og formaður í stjórn þess er Schach greifi af Schackenburg, einn af helstu leiðtogum Norðursljesvíkinga. í stjórninni eru m. a. H. P. Hansen fyr- ver. ráðherra, Madsen-Mygdal, for- stjóri Austur-Asiu-fjelagsins, og ýmsir af þektustu mönnum Norður- Sljesvikur. Tilgangur fjelagsins er að styrkja verslun Norður-Sljesvikur. í Aabenraa var áður allmikil skipa- umferð og verslun og bæði i Aaben- raa og Sönderborg eru góðar hafnir, en til aukningar skipaumferðinni er hægt að dýpka Aabenraa-fjörðinn. Ejelagið starfar í náinni samvinnu við Austur-Asiu-fjelagið. í símskeyti frá Danmörku frá xo. þ. m. segir, að konungur hafi stað- íest grundvallarlögin. Nýjar kosning- ar tii Fólksþingsins eigi að fara fram 21. þ. m., Kosning kjörmanna 24. þ. m. og Landsþingskosningar 1. okt. — Verð á smjöri er nú i Khöfn kr. 7,14 kg. — Loftpóstferðir hefjast í dag. Burðargjald verður eins og nú, að viðbættum 20 au. til Þýskalands, 40 au. til Hollands og 60 au. til Eng- lands. — Hjúkrunarkvennaþing fyr- ir Norðurlönd hefur verið haldið i Khöfn og því nýl. lokið. Uti um heim. Rússland og Pólland. Það er sagft, að Rússar og Úkraine- menn hafi í Minsk boðið Pólverjum þessa friðarkosti: Þeir viðurkenna sjálfstæði Póllands og gera ekki til- Kall til skaðabóta. Pólverjar mega c-kki framvegis hafa yfir 50 þúsundir manna undir vopnum, en skulu af- henda Rússlandi innan mánaðar þau hernaðartæki, sem þeir hafa fram yf- ir það, sem nauðsynlegt er handa þeim her. Einnig skulu þeir skila aft- ur landbúnaðar og iðnaðartækjum, sem þeir hafa flutt burt úr Rússlandi á siðastl. vori. Þeir mega ekki ljá land sitt til fjandsamlegs viðbúnað- sr gegn Rússlandi eða Ukraine og Rússar skulu fá leyfi til að koma á flutningasambandi á vörum og fólki með járnbraut frá Bjelastok yfir Pól- land. —• Þegar útlit var fyrir, að Rússar tækju Varsjá, var það haft eftir Titsjerin utanríkisráðherra, að þeir yrðu að tryggja sig gegn Pól- landi með því að setja takmörk fyrir herstyrk landsins. En auk þessa væri það ætlun þeirra að vopna verka- menn Póllands í hinum lögskipuðu fjelögum og láta þá halda uppi ró og reglu í landinu og vinna á móti landvinningastefnu hinna stóru jarð- ! cigenda. Þetta sagði hann vera mikil- vægustu friðartrygginguna. Enn- fremur sagði hann, að sú krafa yrði gerð, að skyldulið pólskra borgara, sem fallið hefðu i stríðinu, fengi ó- j keypis ákveðna stærð lands til ábúð- j ar og eignar. Menn voru vestur um löndin mjög hræddir við það, að ef Rússar fengju yfirböndina i Póllandi, rvddu þeir bolsjevíkakenningunum að meira eða minna leyti til vegs Og valda í landinu og áhrifin bærust svo vestur á bóginn. í útlendum blöðum birtist um þetta leyti viðtal við Max prins af Baden, sem um tíma var kanslari þýska ríkisins, og kemur þessi ótti þar skýrt fram. Hann seg- ir að flokkur manna i Þýskalandi vilji samband við Rússa gegn banda- mönnum. En yrði sá flokkur ofan á og sambandið kæmist á, þá mundi stríðið gegn Rússlandi verða vinsælt i Englandi og Frakklandi, en víg- völlurinn í þeirri viðureign yrði Þýskaland. Hann kennir bandamönn- um um þessa hættu, með því að þrengingar þær, sem Þýskaland verði fyrir af þeirra hálfu að vestanverðu, veiki mótstöðuna gegn bolsjevíka- stefnunni að austan. — En Lloyd Ge- orge hefur nú á síðustu timum hald- j ið því fram, að bandamenn verði að breyta aðferð sinni í afskiftunum af Rússlandi. Hingað til hafi þeir stutt eina stjórnmálastefnu þar gegn ann- ari, en það hafi sýnt sig, að sú að- ferð sje eyðileggjandi. Henni megi ckki halda áfram. En það sje áfram- hald hennar, er Frakkar styðji nú Wrangel hershöfðingja i Suður- Rússlandi. í ræðu, sem hann hjelt um miðjan ágúst, sagði hann mjög ákveðið, að hann vildi af fremsta megni forðast, að enska þjóðin þyrfti að leggja út í nýtt stríð, ekkert ann- að gæti rjettlætt slikt en það, að ann- aðhvort heiður þjóðarinnar eða ör- yggi væri i veði. Það er ósjeð enn, hve haldgóð framsókn Pólverja í Rússlandi verð- ur. En það eru ekki að eins Pólverj- ar, sem eiga þar mikið í húfi, heldur hka Frakkar, sem verið hafa styrkt- armenn þeirra og staðið á bak við þá. Það er sagt, að franskir herforingjar stjórni her Pólverja 0 g frönsku stjórninni er það mikið áhugamál, að efla sem mest veldi Póllands á kostn- að bæði Þýskalands og Rússlands. Þegar út leit fyrir það i sumar, að 0. Friðgeirsson I Skðlai hafa fyrirliggjandi í heildsölu: Rúgmjöl, hálfsigtimjöl, kaffi, högg- mn sykur, kandíssykur, rúsínur, sveskjur, cacao, danskt smjörliki (3 teg.), palmin, danskt mejeri-smjör, danskt öl (2 teg.), kryddvörur ýmisk., vindla (danska og hollenska, stóra og smáa), pappír margskonar, þar á meðal umbúðapappir, ritföng ymisk., þvottasápur, handsápur, soda- pastillur, skósvertu, ofnsvertu, fægi- lög, járnvörur margskonar, smíða- járn, stál, bátasaum, sleginn saum, stifti, bursta og kústavörur fjölbreytt- ar, lugtir (Flagermus),eldspýtur, ekta anelinliti, ensk tvisttau, ofna, elda- vjelar og rör, danskar kjöttunnur (ó- uppsettar). Rússar næðu yfirhöndinni i Póllandi, var það skoðað sjerstaklega sem ó- sigur fyrir stjórnmálastefnu Frakka 1 álfunni. Það var talið, að Frakkland ■''æri að einangrast, bandamenn þess frá ófriðarárunum að yfirgefa það. í Englandi komu fram sterkar radd- ir, sem bentu í þá átt, að ýmsir þar vildu slita öllu sámbandi við Frakk- land. Merkt enskt blað sagði, þegar Frakkastjórn lagði samþykki á gerð- ir Wrangels hershöfðingja í Suður- Rússlandi án þess að leita til þess samkomulags við England, að það væri gott, ef með þessu gæti fengist endir á hinu opinbera markleysu- hjali um „fullkomið samlyndi meðal bandamannaþjóðanna." Heppilegast væri, að menn hættu að nota orðið „bandamenn". Englendingar hefðu ekki framar neina skyldu til þess að taka i utanríkismálum tillit til óska fyrverandi bandamanna sinna. Stjórn- arblað var það ekki, sem þessi um- mæli flutti, en þó blað,- sem talið er hafa áhrifamenn að baki sjer. Einn af frægustu rithöfundum Frakka, Anatole France, ritaði um sama leyti um afstöðu Frakklands út á við og sagði m. a. ; „Hvar eru bandamenn okkaT? Það er ekki að eins svo, að vínáttan við England sje að kólna, beldur hefur afstaða Fi-akklands í Norðurálfunni yfir höfuð tekið stór- breytingum nú síðasta árið.‘, — Og ekki er samlyndið betra við Itali en Englendinga. Það má svo heita, að ítalir sjeu í öllum málum mótsnúnir Frökkum. Á friðarþinginu í París var.svo um búið, að tryggingin fyrir fiamtíðargengi Frakklands átti að vera fólgin í bandalaginu sem ráð- gert var milli þess, Englands og Bandaríkjanna. En úr því ráðgerða bandalagi hefur ekkert orðið. Hið nýja pólska ríki átti einkum að vera undir áhrifum og handleiðslu Frakka, því þess þótti þörf til þess að standa þar á verði gegn þýskum áhrifum. Einnig voru Frökkum áætluð miki! áhrif í hinum nýju rikjum, sem mynd- nðust í Mið-Évrópu og Suður-Ev- rópu. En nú sýnist ætla að verða minna úr þeim áhrifum en til var ætlast. Sem vottur um það er m. a. nefnd grein, sem nýlega hefur komið tram frá einum af leiðandi stjórn- málamönnum Serba i Belgrad. Hann heldur því fast fram, að Serbar eigi að vinna að sameining þýsk-austur- risku hjeraðanna við Þýskaland, til } ess að geta náð beinu sambandi við það, því nú sje það auðráðið, að til vináttu og samvinnu dragi milli Ger- mana og Slava. En einmitt þetta vilja Frakkar hindra. Þeir reyndu að skapa samband milli hinna svo nefndu Dónárríkja en það mistókst. Einnig íeyndu þeir að koma á sambandi inilli Balkanrikjanna gegn bolsjevík- um, en það mistókst líka. — Á þessa ieið er talað um horfur Evrópumál- anna í síðastl. mánuði. En að hve rniklu leyti ^sigrar Pólverja, sem síð- an hafa orðið, geta breytt þeim horf- um, er ekki enn komið fram. Síðustu frjettir. Fregn frá 12. þ. m. segir, að Pól- verjar sæki fram gegn Litháum af miklum ákafa, en Litháar berjist von- lausri baráttu á óo kílóm. langri her- línu. Höfðu Pólverjar krafist að Litháar Ijetu af hendi þau lönd, er yfirráð friðarráðstefnunnar i Paris hafði ákveðið að Pólverjar skyldu fá, F. H. KREBS. medlem af Danslc Ingeniörforening. KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA. for Projektering og Udbygning af: KRAFTSTATIONER, Vandkraft, Damp, Diesel, Sugegas osv. fELETRISKE KRAFTOVERFÖRINGS OG FORDELINGSANLÆG. ELEKTRISK Varme, Lys, Drivkrft m. v. ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING. KÖBENHAVN V., Alhambravej 17. Tlgr. Adr.: „Elektrokrebs“. Þeir, sem enn eiga ógreidd tillög i verðlaunasjóðinn, geri svo vel að senda þau bráðlega og láta þess getið um leið fyrir hvaða jarðir til- lögin sjeu. Reykjavík 14. sept. 1920. Einar Helgason Vj elstj ór askóliim verður settur (í Iðnskólanum) föstu- daginn 1. október kl. 12 á hádegi. Þeir, sem ætla að stunda nám undir vjelstjórapróf, sendi umsóknir sín- er fyrir 1. sama mánaðar. Þeir, sem hafa hug á að ganga í fjelagið, geri svo vel að snúa sjer til Einars garðyrkjustjóra Helgasonar. Fyrir æfifjelaga er tillagið 20 kr„ en ársfjelaga 2 kr. — Ársrit fjelagsins sendist öllum fjelagsmönnum. Reykjavik 2. sept. 1920. Stjórnin. er hún dró takmarkalínu milli þeirra og Rússa. En þessu neituðu Litháar og stöðvuðu framsókn Pólverja í svip, en hafa siðan orðið að hörfa undan. — Það var sagt fyrir skömmu, að Pólverjar ráðgerðu, að senda her til liðs við Wrangel í Suður-Rúss- landi, en síðari fregnir segja, að bol- sjevíkaherinn sje nú aftur á framsókn sunnantil á pólsku vígstöðvunum, hjá Lemberg. í fregn frá 8. þ. m. var sagt, að uppreisn hefði verið gerð í Rússlandi gegn bolsjevíkastjórninni, en verið bæld niður nxeð grimd. Fregn frá sarna degi segir, að bolsjevikar sjeu að efna til herferðar til Indlands og sje Enver pasha, Tyrkjaforinginn, fyrir henni; hafi kröfur komið fram írá Indverjum um, að landið fengi sjálfstæði, eins og Egiftaland. Fulltrúum bolsjevíkastjórnarinnar í Englandi, þeim Kameneff og Krassin, hefur verið bönnuð þar landsvist, seg- ir fiægn frá 8. þ. m„ án efa vegna þess, að þeir þyki hafa haft æsandi áhrif á verkmannaflokkinn. En út af verkfallssamþykt kolanámamann- anna hefur enska stjórnin lýst yfir, að hún skjóti því rnáli til þjóðarinn- ar, ef verkfallið komi í framkvæmd, og láti nýjar kosningar fara fram. Nýkomin fregn segir, að bolsjevíkar í Rússlandi bjóði fram 75 þús. ster- lingspund til styrktar einu helsta verkmannamálgagninu í Englandi, „Daily Herald" og blaðið lýsi yfir, að það þiggi þann styrk. En ritstjóri þess fór kynnisför til Rússlands í vet- ur sem leið og hefur síðan dregið mjög taum bolsjevikastjórnarinriar og haldið fram stefnu hennar. Á ítalíu eru sagðar miklar verk- mannaóeirðir og að stjórnin láti þær afskiftalausar. D’Annuncio skáld er i>ú aftur komirin þar á stúfana. Ný- lega tók hann skip hjá Sikiley, sem var á leið til Suður-Ameríku hlaðið bilum og flugvjelum, og hjelt með það til Fiumeborgar. Litlu siðar kom fregn um, að hann hefði lýst yfir íullu sjálfstæði Fiumeborgar og al- menningsfundur hefði verið kallaður þar saman til þess að taka ákvörðun um stjórnarfyrirkomulagið. Næsta fregn segir, að borgarlýðurinn hafi kosið D’Annuncio fyrir rikisstjóra. — Fregn,frá 10. þ. m. segir frá mikl- unr jarðskjálftum í ítalíu, er nrest hafi komið við borgirnar Florence og Pisa. Þar höfðu farist um 5000 manns. Konungssamband er að komast á milli Rúnreníu og Ungverjalands, og segir fregn frá 12. þ. m„ að Ungverj- ar hafi kosið sjcr fyrir konung Fer- dinand Rúmeníukonung. Lögmannaráð þ j óðabaridalagsins hefur ákveðið, að Álandseyjamálið sje ekki finskt sjermál, og miðar það að því, að Sviþjóð fái eyjarnar. Ameríkumaðurinn Morgan hefur lánað Frakklandi 100 miljónir doll. til 25 ára gegn 8% rentu. — Formað- ur fjármálariefndar þýska þingsins hefur lýst yfir, að Þýskaland sje í raun og veru gjaldþrota, þótt ekki sje látið heita svo. — Fjármálakreppa og viðskiftakreppa er meiri og minni um alla álfuna. — Ríkisbankinn sænski er í fjárkreppu, segir nýlega komin símfregn, og í Noregi er á- Standið að þessu leyti mjög erfitt, Og mikið tálað um sparriað á kaupum á útlendum varningi. — 1 Bandaríkjun- um er eapft útlit fyrir meiri korntlpp- skeru í ár en dæmi sjeu til áður. Frjettir. Síldveiðarnar hafa i sumar gengið íremur vel norðan lands, en miður á Vestfjörðum. Sagt er að veiðst hafi um 140 þús. tn. á sumrinu. Nokkuð cr þegar selt, en verðið lágt, að sögn 57 au. kg. hjer á höfn, eða 77 au. á liöfn í Svíþjóð. Einar . Helgason . garðyrkjustjóri hefur í sumar ferðast um Austfirði, cn er nú nýl. kominn heim þaðan. Hann segir, að garðrækt og blóma- rækt hafi mikið farið fram á Aust- fjörðum á síðari árum. Sjera Friðrik Friðriksson er ný- kominn heim úr dvöl norðanlands frá því í miðjum júlí í sumar. Heimsótti hann nú æskustöðvar sínar í Skaga- firði eftir langa fjarveru. Mikið þótti honurn þar breytt. Þó var bær, sem iiann átti heitna á þegar hann var II ára, því sem nær óbreyttur. Lengst dvaldi hann á Akureyri og flutti guðsþjónustur í ýmsum kirkjum í Eyjafirði. Að skilnaði hjeldu Akur- eyringar honum fjölment samsæti. Lagarfoss kom i síðastl. viku frá Khöfn og fór 13. þ. nx. áleiðis vestur um haf. Skipið hefur verið í viðgerð í Flydedokken í Khöfn frá því um miðjan siðastl. vetur og kemur úr þeirri aðgerð gerbreytt frá þvi, sem áður var„ eða eins og nýtt skip. Nú befur skipið rúm handa um 50 far- jægum, á 1. og 2. farrými, og allur útbúnaður er þar vandaður. Samt hef- ur lestarrúm skipsins ekki verið skert. Viðgerðin nær til alls, sem laga þurfti eða bæta á skipinu, og hefur kostað um 700 þús. kr. — E. Nielsen for- stjóri bauð blaðamönnum hjer út i skipiö síðastl. laugardag, til þess að skoða það, og var þar þá einnig stjórn Eimskipafjelagsins.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.