Lögrétta - 15.09.1920, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
3
Ásgrímur Jónsson málari hefur í
sumar veriS á Húsafelli í BorgarfirSi,
og er nú fyrir skömmu kominn heim
þaSan.
Mannslát. Nýlega er dáinn Halldór
kaupm. Runólfsson á Bakkafiröi í
Norður-Múlasýslu, nál. 50 ára aS
aldri, sonur Runólfs bónda í BöSvars-
dal i VopnafirSi, en kvæntur Solveigu
systur Gisla kaupm. Björnssonar hjer
i bænum, vænn maSur og vel látinn.
Halldór Hermannsson prófessor
hefur i sumar ferSast um Kanada, var
á þjóShátíS íslendinga í Winnipeg 2.
og 3. ágúst og flutti þar ræSu þá, sem
prentuS er hjer i blaSinu, eftir Lögb.,
en fór siSan vestur aS Kyrrahafi.
Lætur hann vel yfir ferSinni i brjefi,
sem hann skrifar hingaS rjett eftir
neimkomuna.
Jón Trausti á sænsku. Rolf Ror-
denstreng háskólakennari í Uppsöl-
um í SviþjóS er aS þýSa „Borgir“
eftir Jón Trausta fyrir bókaútgefanda
í Lundi. En fyrir A. J. LinnblaSs
bókaútgáfu í Uppsölum hefur hann
þýtt kafla úr „HeiSarbýlinu": Jólin
í Heiðarhvammi, og kemur hann þai
út í jólablaSi, sem „Juleaften" heitir,
fyrir jólin í vetur komanni.
Dr. Valtýr Guðmundsson er orS-
inn prófessor i íslenskri sögu og
tungu viS háskólann i Khöfri. Er
þetta nýstofnaS embætti, en dócents-
embætti þaS, sem hann hefur áSur
gegnt, er lagt niSur.
Til Ameríku fóru meS Lagarfossi í
fyrradag m. a.: Árni Eggertsson,
ólafur J. Ólafsson tannlæknir, sonur
J. ól. ritstjóra, og hefur dvaliS hjer
um tíma i sumar, frú Stefanía GuS-
mundsdóttir leikkona og þrjú elstu
börri hennar, og ætlar hún og þau aS
dvelja vestan hafs næstk. vetur, frú
ÞuriSur Johnsen frá Akureyri, ekkja
Johnsens fyrrum sýslumanns á Eski-
firSi, Björn G. Björnson stúdent, frú
Bjönssori, kona Þ. B. kand. frá Bæ.
Sjera Ame Möller hefur 13. f. m.
skrifaS grein í Höjskolebladet danska
um Island og SuSur-Jótland. M. a.
skrifar hann þar um „þá gleSilegu
stefnubreytingu, sem greinilegar sjá-
íst ár frá ári í því aS danskt fólk
spyrji meS meiri og meiri áhuga um
lsland“. Segir hann síSan frá ýmsu
hjeSan aS heiman í sambandi viS suS-
urjótsku hátíSina og þýSir kafla úr
ræSu biskupsins viS þaS tækifæri og
úr greininni „BróSurlegt orS“ í Lög-
rjettu. A. M.. hefúr eins og kunnugt
er veriS einn aSalmaSurinn í dansk
islenska fjelaginu, sem unniS hefur
þarft starf til aS útbreiSa þekkingu
á Islandi meSal Dana, og vinnur enn.
íslendingar ættu aS ganga meira í
þaS fjelag en þeir gera. ÁrstillagiS
er lítiS, en þó fá menn bækur þess
okeypis.
Eftirmæli.
Hinn 29. maí s.l. ljetst Elías Giss-
ursson, fyrrum bóndi á Syöri-Steins-
mýri í MeSallandi, aS heimili sínu,
Þykkvabæ i Vestur-Skaftafellssýslu.
Elías sál. var fæddur aö SySri-Steins-
myri 4. des. 1843. Foreldrar hans voru
Gissur bóndi Pálsson og kona hans
Margrjet Árnadóttir. Ólst Elías upp
hjá foreldrum sínum á Steinsmýri.
ÁriS 1867 kvæntist hann GySríSi Þór-
hallsdóttur frá Mörk á SíSu, er lifir
mann sinn. Bjuggu þau hjón síSan
rausnarbúi á Steinsmýri í 32 ár. Þau
EignuSust saman 9 börn, 6 syni og
3 dætur. Af börnurn þeirra lifa 5, 2
synir, báðir í Ameríku og 3 dætur,
allar giftar. Eftir aS þau hjónin hættu
búskap dvöldu þau hjá dóttur sinni
Margrjeti og rnanni hennar, Páli
ó.Salsbónda SigurSssyni í Þykkvabæ.
Elías Gissursson var rnesti sóma-
maSur í hvívetna. DugnaSi hans er
viSbrugSiS af öllum þeim, er til
þekkja. Heimili þeirra hjóna þótti
bera af öörum heimilum hjer um
slóSir og þó víSar væri leitaS, aS
myndarskap og snyrtilegu útliti,
bæSi utan húss og innan, enda voru
þau samhent í öllu, aS þeirra sögn,
er best þekkja. Framúrskarandi gest-
risin voru þau bæði hjónin. Nutu
gestir og gangandi þar jafnan hins
besta beina Og aShlynningar, enda
lá heimili þeirra viö þjóSbraut. Var
þeim hjónunum sýnilega ánsegja aS
gestakomum, enda munu fáir hafa
sneitt hjá garSi þeirra, er um fóru.
Elías var maSur vel greindur og
minnugur. Hann las talsvert mikiS
eftir aS jeg kyntist honum og fylgd-
ist vel meS í öllu, er laut aS fram-
förum í búnaSi o. fl. Þótti honum
rnjög gaman aS bera saman hag
manna og lifnaSarhætti nú á tímum
viS það, sem var á uppvaxtarárum
lians. SagSi hann einkar-vel frá og
skemtilega og kryddaSi oft frásögn-
ina meS einkenilegum skrítlum. Mun
jeg ávalt minnast með hlýju þakklæti
mörgu og ánægjulegu rökkurstund-
anna, sem jeg hlýddi á frásögn hans
frá löngu liSnum tímum. — Elías var
maSur höfSinglegur í allri fram-
göngu, en látlaus ; vildi v e r a en ekki
sýna-st. í september 1917 hjeldu
þau hjónin gullbrúSkaup sitt, og voru
þar viSstaddir fjöldamargir sveitung-
ar þeirra. Og nú — tæpum þrem ár-
um síSar — voru og fjölda margir
sveitungar hans o. fl. staddir við út-
för hans. Jeg vildi aS íslenska þjóð-
in ætti 'marga menn meS skapferli
Elíasar Gissurssonar, þá teldi jeg
henni vel borgið.
20. ágúst 1920.
E. Bj.
Sælir eru einfaldir.
Nútímasaga úr Reykjavík
eftir Gunnar Gunnarsson.
(Frh.)
—, Að lokum varstu persónulegut
— hjelt Grímur rólega áfram — og
fórst aS bera okkur báSa saman —
íórst í einskonar mannjöfnuS. Þú
íullyrtir aS jeg áliti mig betri en þig
—• þó jeg segði aö þaS stæSi á þína
eigin ábyrgS. Þú sagöir, áð auk þess,
sem slikt sjónarmiS bæri vott um
mjög milciö sjálísálit, sem þú værir
laús við, væri það reist á rökum,
sandi lausari. Þú ætlaðir enganveginn
að neita því, að jeg væri iðnari en
þú, en iöni væri í insta eðli sínu, að
eins barátta afburðaskortsins til aö
hamla á móti þeim, sem gáfaðri væri.
Þú játaðir að jeg væri hófsamur í
nautnum mínum, en þú ekki, en þú
fullyrtir, aS hófsemin væri að eins til-
raun hins máttarminni til að njóta
sin. Þú ætlaðir enn fremur að játa,
að jeg reyndi að varSveita viss-
an hreinleika, en í þínum aug-
um var allur slíkur hreinleiki ímynd-
un og þú áleitst viðleitni mína að eins
ótta ragmennisins viS eldskírn reynsl-
unnar. Iöni, hófsemi og hreinleiki —
þessir þrír eiginleikar, sem jeg átti
aðallega aS hafa fram yfir þig, reynd-
ust viS nánari rannsókn, að því er þú
sagðir, aS eins merki þeirrar meðal-
mensku, sem aS engu leyti gæti hafiS
einn hærra en annan. Og þú endaöir
a þessa leiS: Nei, Grímur, annar okk-
ar er erigu betri en hinn — og hver
okkar er sterkari, þaS er aS segja lífs-
hæfari, þaS leiöir tíminn í ljós.
Frú Vigdís var orSin alvarleg. Hún
horfði nákvæmlega á Pál Einarsson.
— Þú hefur stálminni! sagöi Páll
hlægjandi. — Jeg get ekki neitaS einu
orSi af þessu. Og langar reyndar ekk-
t rt til þess. Jeg get að eins endurtek:
iS: tíminn leiðir þaS í ljós.
— Jeg svaraði þjer — sagöi Grím-
ur og var altaf jafnrólegur — að eitt
væri aS minsta kosti gott í fari þinu:
þú værir sjálfum þjer samkvæmur.
Það væri þaS eina góða, sem jeg til
þess tíma hefði getaS fundið hjá þjer.
Þvi mig grunaði þaS altaf, aS það
væri aS eins á yfirborðinu, aS þú vær-
ir ekki ragmenni.
— Þetta um ragmenskuna hefur
haft talsverö áhrif fyrir okkur báða.
Grítnur skelti niSur bollanum.
— Jeg stend við þau orð enn þá.
Páll Einarsson hló, altaf með jafn-
mikilli ró og festu.
— ÞaS veföur ekki beinlínis sagt,
að við höfum ausið lofinu hvor yfir
annan. ÞaS eru heldur ekki horfur á
því, aS viS ætlum nokkurn tima aS
hneigjast aS svo smeðjulegri kurteisi.
Grímur hafSi ekki lokið máli sínu
Og skeytti ekkert um orS hans.
— AuSvitaS var dálítiö rjett í orð-
um þinum þetta kvöld, hjelt hann
afram. AuSvitað er heimurinn fullur
af hræsni, svikum, lygi 0g íllgirni og
allskonar óþverra, leyfum fornra
tima og arffenginni þröngsýni. En í
honum er líka annaö — og þ a ð er
mergurinn málsins, aS mirista koíti i
tnínum augum. Þú mátt horfa á mig,
eins háðulega og þú vilt: jeg á við
mannsandann. Ef við afneitum
honum, þá afneitum viS öllu, afneit-
um sjálfum okkur.
— Væri þaS þá svo ægilegt?
Jeg heyrði þaS á rödd Páls Einars-
sonar aS hann var i senn bæði á-
nægður og forvitinn.
Grímur leit á hann.
— AS mínu áliti væri þaS svo ægi-
legt, aS jeg skil ekki hvernig menn
færu þá aS lifa. — Nei — bíddu ögn
— jeg veit hverju þú svarar. Þú seg-
ír aS þaS sje grímuklædd sjálfsbjarg-
arhvöt, sem heftir mig í þvi, aS
fylgja þjer. ESa er ekki svo?
— Alveg rjett. Páll kinkaSi kolli.
ÞaS var gletnisglott á vörum hans.
Grímur hugsaði sig um og hnykl-
aði brýrnar.
— Jeg trúi því ekki. Því viS hlið
efnisins er þó til hugsanalífiS, ‘ er
ekki satt? Þú neitar því ekki?
Páll horfði nákvæmlega og for-
vitnislega á hann.
— ÞaS er álit, sem er getgáta ein,
að andinn sje til óháSur efninu.
— Látum svo vera — Grímur varð
alt í einu ákafur. En jafnvel þó hugrs-
unin væri blóm á legg- efnisins —
hvaS þá? Ef hún er hrein og
göfug, þrátt fyrir alt. Já — viS skul-
um fara svo langt, aS segja aS jafn-
vel þó þessi eldgamli draumur mann-
anna um hreinleikann væri aS eins
draumur — þá lifum við í drauinnum
og fyrir hann. Því draumar eiga lika
sína tilveru — sinn veruleika. ÞaS er
víst og áreiðanlegt aS hugmyndir
mannanna um guS eru barnalegar og
geta aS eins fullnægt óþroskuðum og
einföldum sálum, þaS er enn frenuir
víst og áreiðanlegt, aS trúarbrögö
þeirrá, hver með sínum siöalærdóm-
um, sumum ófullkomnum, sumum ó-
nýtum, eru öll börn sinna tíma —
eins og öll önnur mannaverk — en
jeg leyfi mjer aS fullyrða, aS þrátt
fyrir alt beri þetta alt í heild vott
um þrá, viSleitni eða vilja til ein-
hvers góðs — og já, jeg vil segja
göfugs, sem við veröum ekki aS eins
að beygja olckur fyrir og bera virð-
ingu fyrir, en sem, þegar öllu er á
botninn hvolft, er þaS eina, sem viö
getum lifaö á. Er þetta ekki rjett?
Hann srieri máli sinu í fyrsta skifti
beint til konu sinnar.
—- Það er rjett, svaraöi frú Vigdís
alvarlega og augu þeirra mættust i
tilliti, sem fjekk mjer gleði.
— Já — góS kona á aS vera manni
sínum undirgefin -—• líka í skoðunum,
sagði Páll Einarsson og glotti kald-
hæðnislega. Jeg skil þig reyndar
mjög vel. Þú ert staddur á mjög al-
mennu stigi. Þú ert of þroskaöur til
þess að detta þaö í hug, að tilbiSja
stokka og steina, en of óþroskaSur
til þess, aS þurfa enga guði.
— Þú mátt mín vegna leggja þaS
út hvernig sem þú vilt, svaraði Grím-
ur. Ef þjer er ánægja aS því, get jeg
hreinskilnislega játaS það, aS jeg hef
einskonar eðlishvöt, sem þig virSist
vanta, til aS neita hvorki nje játa al-
veg því, sem mjer er ókleyft aS skilja
til fulls. Þessi eSlishvöt, er nokkurs
konar andlegur máttarviður. Og jeg
er þess viss, aS meöan jeg svik hana
ekki, lifi jeg — í andlegum skilningi.
ESa kanske rjettara sagt: á meðan
eru allir lífsmöguleikar mjer opnir.
— MeS öðrum orðum einskonar trú,
sagði Páll Einarsson drýgindalega,
sem þó verSur ekki skýrgreind — af
þeirri einföldu ástæðu, aS þú skilur
liann ekki almennilega sjálfur.
Hjer varð hlje á samræöunni af þvi
aS foreldrar frú Vigdísar komu alt i
einu. ViS heyrðum ekki neiiía hring-
ingu svo aS þau komu alveg óværit.
Trú Margrjet brunaöi inn gólfiS, breið
og blásandi og fylti eins og út í stof-
una. Og Karl Bogason trítlaöi á eftir
henni, engu óþreknari, en kyrlátur,
lotirin og fastur eins og klettur í haf-
inu.
Frú Margrjet gaf sjálfri sjer orSiS.
— GóSan daginn Vigga. GóSan
daginn Grímur. GóSan daginn allir
saman. Nei, ert þaS þú Páll! — ert
þú kominn heim. .. ÞiS sitjið og
svelgiö kaffi. Nei, blessuS vertu gefðu
mjer svo sem tiu dropa meö, telpa
min. Eri vertu nú ekki lengi, því jeg
cr aö flýta mjer. Ojæja, svo þú ert
þá kominn heim aftut Páll. Jæja f—
þá það — velkominn. Er þaö ekki
óttalegt — jeg á viö eldgosið. Jeg
mátti til aö skjótast yfrum og tala
tm þaS viö ykkur. ÞaS er þó gott
aS við eigum guö aS á himnum —
svo viS getum beðiö til hans, meina
jeg, Þú ert þó víst ekki oröinn enn þá
meiri heiSingi, en þú varst, Páll? Jeg
vona þá aS þetta geti sriúiS þjer.
HvaS jeg vildi nú sagt hafa — gris-
lingarnir ætluSu aS gera mig band-
vitlausa! Já — þiS getiS hlegiS —
en þið ættuS aS reyna þaS. ÞiS ættuS
aS vita hvernig þau hafa ataS sig út
i öskunni. Þau eru eins og svertingj-
ar Og stofurnar! .... Allar mínar
gólfábreiöur óriýtar — handónýtar.
ÞaS verSiS þið aS bæta mjer, Grímur
— þú og þiS hinir feöur þessara
orma. En er þaS ekki voSalegt —
e’dgosið á jeg viS. Hjerna sitjum viS
og vitum hVorki út nje inn — fyr en
þetta skellur yfir okkur. En veslings
fólkiS! Þetta er góS kaka, telpa mín,
hafuröu bakaS hana sjálf. — En vesl-
ings fólkið. ÞaS er sagt að yfir þrjú
hundruS hafi þegar farist.
— Mikill bölvaSur þvættingur —
hreytti Karl Bogason úr sjer. Hvaðan
hefur þú nú þetta? Þú getur heldur
aldrei tekiö allmennilega eftir -því,
sem sagt er. ViS vorum aS tala um,
aS þaS væru þrjú hundruS íbúar í bæ,
sem ef til vill væri í hættu staddur.
— Nú — ekki annað ! Frú Margrjet
hafSi beðiö meS augljósri óþreyju. Jeg
hjelt að þeir væru dauöir. Því eruð þiS
þá aS fleipra um annaS eins og þetta,
þegar engin hæfa er í því. Og hverri-
ig í ósköpunum á nokkurn tíma að
heyrast mannsins mál, á heimili eins
og okkar. En vel á minst telpa mín
— þaS var nú eigirilega þess vegna
sem jeg kom, aS jeg sat og beiS og
beiö, eftir því aS þú sendir þvottinn
þinn yfrum. Jeg hef beSiö í allan
dag — ekki gert handarvik arinaS en
aS bíða. Frá öllum hinum er hann
löngu kominn. Er það eklci nóg, aS
jeg þvoi fyrir ykkur. Á jeg nú líka
aS fara aS sækja þvottinn og senda til
ykkar!.
Frú Vigdís tók brosandi utan um
móSur siria og þaggaði niSur í henni.
— Elsku mamma, þú sem einmitt
komst í gær til aS segja mjer, aS í
þessari viku ætlaöir þú að þvo einum
degi seinna en annars, og að jeg mætti
ekki senda þvottinn fyr en á þriðju-
dag, því þú vildir ekki hafa hanri í
sukki hjá þjer þangaS til, sagðir þú.
— Æ — þaS er alveg satt, drott-
mn minn dýri, alveg dagsatt. Hún get-
, ur ekki komið fyr en hinn daginn. Jeg
á við þvottakonuria. Því var alveg
stoliS úr mjer. Þegar jeg fór frá þjer
mætti jeg sem sje Hönnu gömlu —
hún var þá aS fara til mín, garmurinn
sá arna. Og svo hef jeg steingleymt
því, aS segja hinum frá þessu —
steingleymt öllu saman. Og svo ligg
jeg meS allan þenrian þvott. Já, er
þaS ekki sem jeg segi — þaS er best
aS eiga engin börn. ÞaS er eklcert
nema stríS og staut af þeim aS hafa.
Og svo standa þau upp í hárinu á
manni. StóSstu ekki upp í hárinu á
mjer ? O-jú — jú — þú stóSst upp i
hárinu á mjer samt. ÞiS standið öll
upp í hárinu á mjer Veitsu hvaS —
jeg farin enn þá eitt grátt hár í höfS-
inu á mjer, þegar jeg greiddi mjcr í
morgun. Jeg reif þaS út og lagði það
inn í pappírinn hjá hinum. Þegar þú
kemur næst, skal jeg sýna þjer hvaS
þau eru mörg. Jeg ætla aS geyma
þau. ÞaS á aS leggja þau fram á
dómsdegi — meö mörgu öðru.
— Mikill bölvaður þvættingur,
hvæsti Karl Bogason.
Ja-ja — frú Margrjet var ekki al-
veg á því aS hætta — þú heldur
kanske aS jeg viti ekki, aS þiS ætliS
aö gera út af við mig. Öll saman. Já
— jeg á ekki viS þig, Grimur — þú
stendur ekki upp i hárinu á mjer. Þú
húSskammar mig ekki fyrir þaö, að
jeg drepi börnin þín á dekri. BlessuS
börnin — hvernig skyldu þau hafa
það. — En þaS gera hin. Þau verSa
víst ánægS daginn þann, sem þau geta
holaS mjer i moldina. ÞaS falla víst
ekki mörg tárin á gröfina þá. En á
eftir dauSanum er dómurinn. Þakka
þjer fyrir kaffiS, telpa min. Nú verS
jeg aS fara heim og lita eftir börn-
unum. ÞaS er nú þetta meS þvottinn.
Mundu eftir aS senda hann. Er það
ckki voöalegt jeg meina eldgosiS.
Og vesalings fólkiö — nei — það er
nlveg satt — enn þá hefur enginn
farist. Vertu sæl, telpa min. Vertu
sæll Grímur. Þú litur víst inn, Páll?
Komdu á morgun! Nei, það er satt,
a morgun er þvotturinn. Nei, hann er
ckki fyr en hinn daginn. Líttu þá inn
hinn daginn — nei á morgun meina
jeg, á morgun. VeriS þiö nú sæl, öll-
sömun. Komdu nú, Karl.
Og frú Margrjet fór út úr stof-
anni og leiddi dóttur sína undir hönd
og maSurinn hennar á eftir — alveg
eins breið og blásandi og hún kom —
og skildi eftir blessunarríka þögn.
Við sátum víst allir þrír til aS
reyna aS ná öndinrii, þvi enginn okk-
ar sagSi neitt fyr en frú Vigdís kom
aftur. Þá stóS Páll Einarsson upp.
— Hiin er alveg eins og fyrir tólf
árum — hann þurkaSi af enninu á
sjer. Hún er mesti járnkarl .... Og
Karl Bogason er svei mjer járnkarl
líka!
Þetta siöasta sagði hann svo skríti-
lega, aS við skeltum öll upp úr.
Páll Einarsson notaði sjer glaS-
værðina, sem þá myndaðist, til aS
kveSja.
— Jeg verS aS halda áfram, sagöi
hann. Vinir og óvinir biSa mín um
allan bæinn. VerSur þú samferða? >—
sagði hann viS mig.
Eiginlega ætlaði jeg aS bíSa, þang-
aS til jeg væri laus viS hann. En
fyrst hann fór þess á leit, var mjer
sama þó jeg fylgdist meS honum. Og
jeg stóS einnig upp til aS kveSja.
Grímur ElliSagrímur horfSi á úriS
sitt.
— Nú — jeg verS aS hafa hraöan
a — heimsóknartíminn er aö byrja.
Svo dró hann mig dálítið út úr.
— HeyrSu mig annars. Ef þú kem-
ur aftur eftir svo sem tvo, eða viS
skulum segja þrjá, tíma, þá gætum
viS orSiS samferSa til gamla Jóns í
Kotinu. ÆtlarSu að gera þaS? Gott!
Hann var svo slappur í morgun, aS
cg má til að líta’inn til hans seinna
í dag. Hann er víst á fðrum, garm-
urinn!
Þaö var ekki í fyrsta skifti sem
Grímur tók mig meS sjer til sjúklinga
sinna — einkum smælingjanna. Hann
vissi aS jeg gerSi þaS gjarna, þó jeg
grunaði hann reyndar um það, aS
hafa mig sem eins konar deyfingar-
meöal endur eins. Nú, reyndar þekti
jeg ýmsa þeirra, eins og til dæmis
gamla Jón í Kotinu, og hann fjekk
altaf vindil eða vindling, í hvert
skifti, sem vð mættumst, svo aS hon-
um var vel við mig og launaöi mjer
meS því aS rabba við mig.
Meðan á þessu stóö, hafði Páll far-
iS í yfirhöfnina og beiö og sagSi eitt-
hvað skemtilegt, sem frú Vigdís hló
að.
Svo fórum við.
ViS höföum gengiö þegjandi um
stund og vorum komnir spottakorn
áleiöis, þegar Páll Einarsson horfði
snögglega um öxl sjer og sagSi alt í
einu:
— Hann er eiginlega veiklyndur
maSur, hann Grímur ElliSagrimur.
Jeg leit snögglega framan í hann.
í ógeðslegri öskuskímunni var arid-
htiö grátt og fölur blær á því. En úr
andlitsdráttunum varö ekki lesiS.
Páll Einarsson gerði háðslega
grettu á andlit sitt, en starði stöSugt
hugsandi augum út í bláinn.
— Veiklyndur maöur, endurtók
hann lágt.
Jeg vildi ekki andmæla honum
meira, og viS gengum. áfram spöl-
korn þegjandi.
— ÞaS þarf ekki mikiS til aS
keyra^hann um þverbak — Páll Ein-
arsson varð alt í einu fullur af at-
hygli og fór aS grannskoSa mig,
nærri því meS ósvífni.
— ViS hvaS áttu eiginlega —
spurði jeg gramur. Áttu Grími eitt-
hvaS grátt aS gjalda. Þú talar eins
og þiS væruS staddir í miðri glím-
unni.
v— Haha! sagði Páll hlæjandi, en
augnaráS hans var nú hvast og at-
hugult — þaS var ekki illa sagt. Já,
•riö Grímur höfum í rauninni altaf
veriS í miðri glimunni.
— Já, einmitt — jeg horföist ó-
skelfdur i augu viS hann. — HingaS
til hefur þú ekki getaS skelt honum.
— Nei, ekki hingaS tit — við er-
um líka enn þá í miSri giímunni.
— Hefur nú samt ekki aðallega
hallaS á þig, hjelt jeg áfram.
— Jeg hefSi gaman af aS vita,
hvort þú hefur eiginlega nokkra hug-
mynd um þaS, um hvaS þú ert aS
tala. Páll Einarsson varð alt í einu
alvarlegur. Skeinur eru á báSa bóga
— þaS ber kanske mest á mínum. En
þær eru sjálfsagt ekki hættulegastar.
Jæja — hjelt jeg áfram í ertnis-
róm. Jeg veðja nú meS Grími.
— GerSu þaS samt ekki of hátt.
Aftur starSi hann á mig svörtum aug-
unum. — HvaSa fugl ert þú eigin-
lega?
Jeg gat ekki aS því gert aö hlæja.
Einn af þeim, sem hvorki sáir
nje uppsker, geri jeg ráS fyrir.
En hefur samt bæSi nef og klær.
Og er að reyna að rifa.