Lögrétta


Lögrétta - 16.12.1920, Side 4

Lögrétta - 16.12.1920, Side 4
4 LÖGRJEJTA Tilkynning. í tilefni af breytingu þeirri á starfssviði Verðlagsnefndarinnar, að það skuli frá 2. þ. m. að telja, ná yfir alt landið, tilkynnist hjer með, samkvæmt 1. gr. reglugerðarinnar dags. 28. september J>. á., um fram- kvæmd laga nr. 10, 1915 og nr. 7, 1917, að óleyfilegt er hjer eftir, hvar sem er á landinu, án leyfis nefndarinnar, að hækka verð á vörutegundum þeim er hjer segir: Korn- og mjölvörum, jarðeplum, sykri, ikaffi, mjólk, einnig dósa- mjólk, feitmeti, fiski, kjöti, fatnaði og fataefnum, skófatnaði, segldúk, veiðarfærum, olíum til ljósa og vjela, bensíni og byggingarefnum. Fyrirspurnir eða umkvartanir til Verðlagsnefndar, lútandi að verð- lagi, skulu vera skriflegar. petta er gert heyrin kunnugt til leiðbeiníngar og eftirbreytni þeim, er hlut eiga að máli. Reykjavík, 9. desember 1920. Björn Þórdarsson, Hjeftinn Yaldimarsson. mætti segja — en hjartaS í honum er ekkert læknishjarta. Hvers heldurSu aö hann hafi spurt mig í gærkvöldi í trúnaöi o,g römmustu alvöru: Þolir þ ú aS sjá alt þetta fólk deyja? spurSi hann .... Jeg gerSi mjer lít- ið fyrir, og spuröi hann aftur hver skollinn gengi að honum. Því slíkar hugsanir eiga yfirleitt ekki aS geta hent nokkurn lækni. ViS gerum það sem viS getum — og þar meö búiö. Þaö erum ekki viö, sem berum ábyrgö á slátruninni....... Viö erum ekki einu sinni samsekir. En mjer þqtti þetta nú samt leiöinlegra Gríms vegna, en jeg þorfii að láta í ljósi. Á mig hefur þetta alveg öfug áhrif. Mjer hefur aldrei fundist jeg vera eins vel í jafnvægi ■— eins stæltur og sterkur og einmitt þessa dagana — í gær og í dag. Mjer finst það hrein- asta unun, aö fá nú einu sinni færi á að beita öllu afli minu. Drepsótt eins og þessi bætir aö því er mig snertir ofurlítiS upp þá skyssu, sem mjer varö á, þegar jeg gerðist lækn- ir, en ekki járnsmiöur. — Já en, vinur minn góöi — sagSi ieg undrandi, því Pjetur var auösjá- anlega alveg hreinskilinn: honum fanst hann áreiöanlega vera í ess- inu sínu, og hann var í miklu betra skapi en hann átti aS sjer. — Já, en vinur góöi — hefur þá allur þessi sjúkdómur og neyö, já, allur þessi dauöi engin áhrif á þig. — Var jeg ekki einmitt að skýra það fyrir þjer, hvernig það hressir rnig allan, að hafa einu sinni ærlega að gera.....Sjúkdómur og neyð —- guð mánn góður — jeg held það sje nú rjett þetta venjulega í veröldinni — og dauðinn........Allir eigum við i’ú að deyja. — Þar að auki hef jeg oft tekið eftir því, hvernig líkamleg- ar þjáningar ljetta venjulega á huga manna.......Og dauðinn, Jón Odds- son, dauðinn er eiginlega ekki ann- að en ramt lyf, sem við v e r ð u m að taka inn, og því er sama hvort við tökum það fyr eða síðar! Þegar það er búið, þá e r það búið........ — Og hvað þá? spurði jeg. — Hvað þá — Pjetur skildi mig auðsjáanlega ekki undir eins. — Já — hvað er svo á eftir? —- Það sjest á sínum tíma, sagði hann brosandi og varð alt í einu al- varlegur. — Nei. — Það, sem við mennirnir þurfum um fram alt að brjótast í gegnum — og það sem er svo erfitt — það er lífið .... ekki i sjúkdómum og neyð — því þá geng- ur það af sjálfu sjer. Nei — það er lifið milli hryðjanna, ef jeg mætti svo segja, lífið frá degi til dags, lífið í sambandi við það fólk sem við lifum með og kærum okkur um. Þ a ð getur verið erfitt, þ a ð getur oft svift okkur bæði hugrekki og gleði. En þetta hjerna núna — nei — vertu í eilífri náðinni. — .... Þeir, sem veikir eru ættu að þakka fyrir það, sem sjúkdómurinn ljettir á sál þeirra, þakka fyrir þann andlega stórþvott, sem hann gefur þeim tækifæri til og þeir hafa svei mjer ekki vanþörf á. Og við, sem frískir erum, ættum að þakka fyrir, að við getum einu sinni ekki að eins beitt öllum kröftum okk- ar, heldur einnig látið í ljósi það lít- ið, sem við eigum til af hjálpsemi og góðvild. — Svo dagar kraftaverkanna eru þá enn þá ekki úti, sagði jeg háðs- lega. — Pjetur horfði á mig rólegum, ljósum augum og skildi ekki, svo jsg bætti við: Jeg á við það, 'að þú ert að verða mælskur. — Látum það nú vera — sagði hann kæruleysislega og var auðsjá- anlega farinn að hugsa um eitthvað annað. Veitstu að Grímur Elliða- grímur og Páll Einarsson eru aftur farnir að umgangast hvor annan. — Hvað segirðu! sagði jeg og varð þungt um mál og þessi óskiljanlegi ótti, sem nú hafði þyrmt mjer um stund, lagðist aftur eins og bjarg á hjarta mitt. — Það getur ekki verið satt — það hlýtur að vera misskiln- ingur. — Jeg sá Pál þó rjett nýlega koma út úr húsi Gríms. En það var nú reyndar ekki Grímur sjálfur, sem íylgdi honum til dyra, það var frú Vigdís. Augu okkar mættúst snöggvast og j e g að minsta kosti skammaðist min eins og hundur fyrir þær hugs- anir, sem snöggvast skaut upp hjá mjer...... — Hann hefur verið með einhver skilaboð frá skrifstofunni, sagði jeg cftir stutta en kveljandi þögn. — Getur verið, svaraði Pjetur og þagnaði aftur. En þegar jeg sá hann standa brosandi með beygingum og hneigingum í sömu dyrunum og jeg skaut honum út um í gærkvöldi, brosti jeg ósjálfrátt við endurminn- inguna. Mjer fanst falla eitthvað svo skringilegur blær yfir þetta sjálf- boðastarf mitt, sem aflraunamaður. — Jeg skil annars ekki hvernig i ósköpunum sá maður getur stigið fæti inn fyrir þær dyr, — En mjer kemur það reyndar ekkert við. Og mín vegna getur hann að minsta kosti gengið út og inn eins og hann vill hier eftir — hvar sem honum þókn- ast. Mjer þykir þetta leiðinlegt — jeg hef altaf haft meira álit á frú Vigdísi, en flestum öðrum konum. — Elefur þú það ekki enn þá? spurði jeg og var í alt búinn — því rnjer fanst Pjetur dæma hana eft- ir fljótfærnis líkum. — Ó-jú — svaraði hann, eins og hann áliti það ekki ómaksins vert, að ræða þetta efni lengur. — Nei —1 hægan, hægan, sagði jeg í bræði. Jeg ætlaði að krefja hann reikningsskapar fyrir ummæli hans, en kom engu orði upp. — Hvað er að sjá þig maður. Rödd hans var nú orðin alt önnur — hann var aftur sá gamli Pjetur Ólafs- son. — Blessaður vertu ekki svona aistur. Auðvitað er það jeg, sem er ekkert nema illgirnin og asnaskapur- inn. í alvöru dytti mjer auðvitað aldrei í hug, að trúa neinu illu um frú Vigdísi. En mig tók það bölvans sárt, að sjá þennan mann koma á þennan hátt út úr húsi Gríms Elliða- Gríms. Jeg þold hann nú einu sinni ekki. Svo töluðum við ekki meira urn það. En þegar við skildum skömmu seinna og jeg var aftur orðinn einn, gat jeg ekki dulist þess, að jeg hafði íengið mörg ný umhugsunarefni og nýja óró við að etja. Leið mín lá fram hjá húsi Karls Bogasonar. Þegar jeg nálgaðist þetta stóra, tví- lyfta, gula hús, vaknaði jeg af hugs- unum mínum og óróa við hávaðann, sem í fyrstu kom mjer á óvart, þó liann væri engan veginn óvenjuleg- ur. Jeg tók alt í einu eftir því, hvað Grímur hefði hitt naglann vel á höf- uðið þegar hann sagði, að stöðugt stæði öskur út úr því húsi. í fyrstu snart þetta mig illa. En því nær sem ieg kom húsinu, því meira hressandi áhrif hafði það á mig, að heyra, hvernig ungt og ókúgað líf og lífs- þróttur brautst þarna fram í öllu veldi sínu. Mig langaði beinlínis til að skygnast inn — að eins eitt and- artak. Mjer þótti þess vegna vænt um, að frú Margrjet opnaði dag- stofugluggann, um leið og jeg gekk íram hjá, og bandaði til mín hend- inni. Jeg flýtti mjer í áttina til henn- ar, til að heilsa henni, í þeirri von að hún byði mjer inn. — Eruð þjer genginn af göflunum roaður. — Ekki feti nær — hrópaði hún til mín og stansaði m,ig úti á miðri akbrautinni. Og svo var hún hrædd, að röddin var nærri reiðileg. Höfuð hennar hvarf eitt augnablik, cg jeg heyrði hana hasta á eitthvað að baki sjer inni í stofunni — og svo kom hún aftur fram. Frjettir. Konungur og drotning eru nú á ferð milli bandamannarikjanna, til að þakka fyrir sameining Suður-Jót- lands við Danmörku, og er tekið þar með miklum fögnuði. Þau komu til Róm 13. þ. m., segir í tilkynning frá danska sendihefranum hjer, og verð- ur nánár sagt frá förinni í næsta blaði. Misskilningur í „Tímanum“. í upp- talning stjórnarfrv. í síðasta tbl., sem lcoma fyrir næsta þing, er eitt um seðlaútgáfu íslandsbanka, bráðab.- lög, sem áður eru kunn. „Tíminn“ heldur, eða lætst halda, að hjer sje um eitthvað nýtt að ræða, og er með miklar vandlætingar út af þessu. En hvernig svo sem svör stjórnarinnar verða við fyrirspurnum þeim, sem ,,Tíminn“ hefur beint til hennar, þá getur þetta frv. ekki skoðast sem neitt svar upp á þær. Innflutningur á sykri. Það hefur \erið vítt í blöðunum hjer, að stjórn- in hafi .neitað einhverjum nýlega um innflutningsleyfi á sykri. En þessu máli er svo varið, að um áramót eru til a. m. k. xoo tonn af sykri, sem inn var kominn áður, og svo hefur verið veitt innfl.leyfi til Austur- og Norð- urlands á 30 tonnum. Eitthvað af sykri er með íslandi, eftir eldri heim- ildum, og loks hefur landsverslunin afráðið að kaupa um 250 tonn, sem koma með Gullfossi næst. Að öllu þessu athuguðu þótti ekki ástæða til að veita frekari innflutningsleyfi, sagði atvinnumálaráðherra, er Lögr. spurði um málið. Þar að auki væri þess að gæta, sagði hann, að sykur hefði farið smálækkandi í verði, svo að það hefði verið skaði, ef menn hefðu keypt snemrna á lækkunar- tímabilmu. Sýslanir. 2. þ. m. var Jón Proppé, kaupm. í Ólafsvík, skipaður umboðs- maður þjóðjarða í Arnarstapa og Skógarstrandarumboði og Hallbjarn- areyrar. 23. f. m. var Jón Magnússon í Skuld skipaður yfirfskimatsmaður í Reykjavík, með umdæmi frá Þjórsá að Öndverðarnesi. | Stúdentafjelögin ætla að halda skemtifund hjer næsta laugardags- kvöld, með dansleik á eftir. Þar les Indriðf Einarsson upp kafla úr hinu nýja leikriti sínu, Dansinn í Hruna, G. Björnson landlæknir fer með kvæði, Sig Eggerz o. fl. tala og söng- ur og hljóðfærasláttur á eftir. Brjef til Austfirðinga. Þegar jeg l’cr suður á síðastl. vetri, báðu margir mig að skrifa sjer ferðasögu mína, og hvernig mjer geðjaðist að Suðurlandi. Ferðasagan er fljótsögð. Jeg var 13 daga frá því jeg fór að lieiman þar til jeg kom í Sandgerði. Þar var jeg vertíðina. I Sandgerði eru tvær verslanir og vjelbátaútgerð rnikil, og taldist mjer svo til, að þar leituðu hafnar alt að 50 bátum af allri stærð. Tíðin var afskapleg eins og allir vissu, en nægur afli þegar á sió var farið. Aflabrögð voru afar- mismunandi, og mjer datt í hug, hve ida þeir væru settir, er komu þangað alókunnugir og rjeðu sig upp á part úr afla. Því að suinir bátar fengu t. d. ein 30 skpd. yfir vertíðina en aðrir a fjórða hundrað. Höfnin er afar- vond og innsigling þröng og getur orðið hættuleg í brirni. Innsiglingin er farin eftir ljósum, sem sjást alls ekk.i ef hríðarkóf er, og verður þó bver bátur að borga 40—50 kr. fyrir þau. Annars er flest talið vera svo dýrt í Sandgerði, að óvíst er að nokkurstaþar sjer dýrara á landinu. Húsakynni þau er verménn hafa eru siæm og vart mönnum bjóðandi, og flest fanst mjer óþægilegt. Drykkju- skapar varð þar ekki vart, og er það mikið af jafnmikiu fjölmenni. Voru þar rnargir bindindismenn bæði úr Görðunum og af Akranesi. Margir dugnaðarmenn voru þar saman komn- ir og aflamenn að því skapi. Get jeg nefnt fremstan Björn Ólafeson af Akranesi, Halldór Þorsteinsson frá Vörum, Kristján úr Reykjavík o. fl., en svo virtist mjer sem þar væru líka formenn sem í\mínu bygðarlagi hefðu verið álitnir óhafandi. Natíðsynlegt tel jeg ókunnugum, er engan þekkja og ráða sig, að hafa ráð kunnugra manna, og álit jeg rjett að snúa sjer í' jxví til erindreka Fiski- fjelagsins fyrir Sunnlendingaf jórð- ttng, sem er Þorsteinn Gíslason, gæt- irtn og athugull maður vel kunnugur þar unx slóðir og drengur góður. Fje- lagslif í Sandgerði virtist mjer dauft enda var rnjer sagt, að það hefði ætíð verið þar lítið. 6 vjelbáta rak í land í Sandgerði og er slikt mikið tjón bæði eigendum og öllum er eitt- hvað erti við það riðnir. — Með vertíð- arlokunum rjeð jeg mig á botnvörp- ung, og er það í flestunr tilfellum vissasti atvinnuvegurinn af þeim er að sjávaratvinnu lúta, en ekki dugir öðrum að gefa sig að henni en þeim, er þola bæði heitt og kalt. — Til Englands hef jeg farið þrjár ferðir og fengið besta veður, en trúað gæti jeg því, að af geti farið gamanið í skammdegisferðunum. Þá má og geta ðess, að mjer virðist botnvörpuskip íslendinga í engu standa að baki þeim er jeg hef sjeð frá öðrum löndtlm, 'og er það' vonunx framar eins og sá út- vegur er ungur hjer á landi. — Við tækifæri hugsa jeg mjer að láta kunn- ingja mína vita betur hvað mjer líður. J. s. Söngskemtun kvað Símon Þórðar- son ætla að halda einhvern tíma um jólaleytið, eftir áskorun ýmsra tnanna. Hann hefur nú ekki lengi sungið hjer heinxa einsamall, en nokkrum sinnum með söngfjelögun- um og þykir með bestu söngmönn- um hjer um slóðir. Þjófnaðarmálin. Undirrjettardómur er nú fallinn í þeim. Þessir unglingar fengu skilyrðisbundinn dóm, þ. e. þeir sleppa við hegningu, ef þeir gera sig ekki seka í glæpsamlegu fram- ferði framvegis: Sigg. Siggeirsson 6 X'5 daga vatn og brauð, Jón Ein- arsson 5X5, Helgi Skúlason 2X5, Alb. Sv. Ólafsson 3 X 5, Brynj. M. Hannesson 1 X 5 og Stgr. Kl. Guð- mundsson 3 daga vatn og brauð. — Kristján D. Bjarnason var dæmdur í 12 mánaða og Gústav Sigurbjarna- son í 9 mánaða betrunarhússvinnu. —■ Guðjón Guðmundsson var dæmd- ur í 3 X 5 daga vatn og brauð, Ólaf- ur Magnússon í 1 X5, Lydia Theil í 3 X 5 og Vidar Vik í 4 X 5 daga vatn og brauð; þessi síðasttoldu íjögur fyrir að hafa haft verslunar- viðskifti við drengina og keypt af þeim vörur þær, sem þeir stálu. — Málið fer til hæstarjettar. Fjárkláði hefur gert vart við sig á nokkrum stöðum í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, segir Mrg.bl. Útsvör í Keflavík. Þar hefur nú Matth. Þórðarson kaupm. langhæst útsvar, 5000 kr. Strand á Mýrdalssandi. Þar strand- aði síðastl. laugard.kvöld, skamt aust- an við Kúðafljót, þýskt vjelskip stórt, senx „Martha“ heitir, og var á leið til Vestmannaeyja ineð salt. Skipsmenn voru 13, og komust allir til bæja cskemdir. Kol eru nú sögð mjög að falla í verði erlendis. Hf. Kol og Salt. Við forstöðu þess tekur nú um áramótin Theodór Jak- obsson frá Svalbarðseyrí. Mannasiðir. Þar er meinleg prent- villa á bls, 121 í 4. 1. a. n. Þar stend- ur: ósönn meiðyrði fyrir: ósönn neyð- yrði. Þetta eru eigendur. bókarinnar beðnir að leiðrjetta í henni. Dánarfregn. Dáin er, 5. þ. m. á Flögu í Skaftártungu frú Guðríður í'álsdóttir, ekkja sjera Sveins Eiríks- sonar í Ásum, 75 ára gömul, nxóðir I'áls Mentaskólakennara, Gísla sýslu- inanns í Vík og þeirra systkina. Kappglíma fór hjer fram síðastl. sunnud. í Iðnaðarmannahúsinu, milli fjelaganna „Ármanns“ úr Rvík, og „Harðar“ af Akranesi. 7 menn glímdu úr hvoru fjelaginu. Hörður hafði 25 vmninga, en Ármann 21. En glímu- mönnunum voru gefnar einkunnir eft- ír hverja glíniu, 0g samkvæmt þeim útreikningi fjekk Ármann 226 stig, en Hörður 208, og dómnefndin dæmdl Ármanni vinninginn. Húsfyllir var af áhorfendum og fylgdu þeir glímunni með mestu athygli. Allir glímumenn- irnir fjellu nema einn: Hallgrímur jónsson Sveinssonar prests á Akra, nesi, og stóð enginn, sem við hann glímdi, neitt að ráði í honum. Guðmundur Sigurjónson, sem var alkunnur glimumaður hjer fyrir nokkrum árum, meðan glímurnar stóðu með mestum blóma, er nú kenn- ari Ármannsfjelagsins, og hefur mik- inn hug á, að glæða líf í glímunum að nýju, því ekkii verður því neitað, að þeim hefur farið aftur hjer síðari árin. Guðmundur hefur verið vest- an hafs nokkur ár, og síðari ófriðar- arin var hann í her Kanadanxanna á vesturvígstöðvunum. Kom hann heiiíl hingað síðastl. haust. Leiðrjettingar. í greininni í síðasta bl., um Eyðilegging Vesturlanda. voru nokkrar prentvillur, svo sem í I. dlk. 6. 1. a. n. og einn fyrir um einn, i 2. dlk. í 45 a. n. bar f. ber, í 4. dlk. 24.1. a. o. verks*miðjuvísindin f.verkn- aðarvísindin. , Til jólagjafa er nýjasta bókin: LJÓÐMÆLI eftir Þorstein Gíslason. Kosta í kápu (324 bls.) kr. 13.50, ; bandi kr. 18.00, kr. 20.00 og kr. 24.00. ísl. fiskur erlendis. í símsk. frá 9. þ. m. er sagt frá því, að birtst hafi i Noregi skýrsla- frá norska ræðis- manninum í Bilbaó um fisksölu á Norður-Spáni og segi þar, að fisk- innflutningur frá íslandi hafi mjög aukist þar síðustu árin í samanburði við innfIutning annarstaðar frá. ísl. fiskurinn sje þar nú í mestum metum, í stað norska fisksins áður, og sje ísl. iiskurinn seldur hærra verði en sá norski. Isl. fiskurinn ráði nú alstaðar fískverðinu. Fossavirkjun. Áhugi á henni virðist nú víða urn land fara rnjög vaxandi. Þingeyingar tala um virkjun á Goða- fossi Oig Akureyringar um virkjun á fossinum í Glerá. Maður f jell útbyrðis og druknaði af vjelskipinu „Svölu“ nýlega, á leið til Spánar: Arthur Ólafsson, frá ísafirði. Hriðarverðlaun Nóbelssjöðsins fyr- ir árið 1919 hafa verið veitt Wilson Bandaríkjaforseta, en fyrir árið 1920 Leon Bourgeois, formanni Þjóða- bandalagsins. Stefanía Hafliðadóttir. F. 6. apríl 1891. D. 10. sept. 1920. —3 Undir nafni foreldranna. —x— ó, hve brátt lauk æfi þinnar skeiði, og þú, dóttir kær, ert byrgð und leiði; svona ung er sárt að þú ert hnígin, sól er runnin bak við feigðar skýin, fyrir skemstu’ er skein þó björt í heiði. Vini þeim, sem varstu trygðum bundin, viðkvæmust mun dapra skilnaðs stundin; það fór svo, að örfá spor þið áttuð, er þið hugglöð saman feta máttuð, » ur.s þú hlautst að hníga’ í d^uðans blundinn. Samt mun hann þjer síst af öllu gleyma; snmarblóm þíns lífs hann má nú dreyma, brúðaraugun blíðu, hreinu’ og skæru, brosin hlýju, innilega kæru endur minning eftir skilja heima. Vel sje þjer, sem varst svo blíð í hjarta, vel sje þjer, sem ljóss í heiminn bjarta tmg og hrein og óspilt hjeðan gengur og sem nú þarft heldur ekki lengur um þitt sára sjúkdóms böl að kvarta. Flyt nú kæra kveðju syitrum báðum; komum við og finnum ykkur bráðum, J.-ví við trúum að oss veiti aftur ódauðleikans mikli guðdómskraftur vina fund á frelsis degi þráðum. Hvað rná betur sviða draga’ úr sárum; segið mjer, hvað varnar fremur tárum; er ei þessi vænsta vonin eina víssulega hollust bótin meina þegar lýkur þessum jarðlífsárum? J. Þ. Fjelagsprentsmifijan

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.