Lögrétta - 23.08.1921, Qupperneq 1
Vikublað með auka-
blöðum. Verð: 10 kr.
á,rg., erlendis 12 kr.
50 aura. Gjalddagi 1.
júlí
Afgreiðslu- og inn-
heimtumaður: Þór. B.
Þorláksson, Bankastr.
11. Talsími 359.
Talsimi 178.
Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gislason, Þingholtsstræti 17.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Nr. 39
Reykjavik 23. ágúst 1921.
XVI* árg.
Auglýsingar
þær, sem sendar eru Lögréttu eða
ísafold, birtast í báðum blöðunum
og ná þannig mestu útbreiðslu um
landið, sem fáanieg er — Verðið
þó hið sama og áður var i öðru
blaðinu.
Þjóðvinafélagið
hálfrar aldar.
í dag — 19. ágúst — er Þjóð-
vinafélagið 50 ára, eins og áður hef-
ir verið vikið að. Hefir féhgið í
minningu þess gefið út yfirlit um
sögu þessara starfsára sinna, eftir
forsetann, prófessor dr. Pál Eggert
Ólason.
Páll Eqqert Olason.
Þjóðvinafélagið ei vinsælt félag og
hefir starfað mikið og er bókaútgáf-
an þektust af þeirri starfsema, enda
hefir félagið því nær eingöngu gefið
sig að henni síðustu áratugina. Af
bókum þess er t. d. Almanakið ein-
hver víðlesnasta bók og vinsælasta,
sem hér kemur út, einmitt i því
formi, sem nú er á því, með alls-
konar fréttayfirlitum, fróðleiksmolum,
skrítlum og öðrum samtíningi. Af
öðrum ritum félagsins sem út komu
að staðaldri, hefir Dýravinurinn sjálf-
sagt verið vinsælastur á sinu sviði
auk þess sem timarit félagsins And-
vari er all útbreitt. Hann er nú
prentaður í 1800 eintökum.
Það er, sem sagt, þessi hlið á
starfsemi félagsins, sem mönnum er
nú kunnust og minnistæðust. Hitt
er flestum nú ekki eins minnisstætt
hver voru tildrög félagsins og til-
gangur í öndverðu. En það er nú
alt rakið i minningarriti P. E. Ó.
Er þar réttilega sagt, að það var
sjálfstæðismál íslands, sem hratt þess-
um félagsskap í framkvæmd og að
saga Þjóðvinafélagsins framan af er
i rauninni þáttur úr sögu Jóns Sig-
urðssonar. Fyrsta umræðan um
stofnus félagsins er í sambandi við
alþingisumræðurnar um stöðulögin
og stjórnarskrána 1869. Virðist það
í öndverðu hafa verið ætlunin að
félagsskapurinn yrði nokkurskonar
föst flokksmyndun i stjórnmálum
landsins, bæði innan þings og utan,
til þess að vinna fyrir hveiskonar
framfaramálum íslenskum, og þá
ekki síst að »eindregnu nuddi« um
stjórnarbótina, eins og Jón Sigurðs-
son komst að orði. í lögum félags-
ins var það líka tekið fram, að það
ætti að vinna að þvi »að vér fáum
þá stjórnarskrá, er veiti oss fult
stjórnfrelsi í öllum íslenskum mál-
um, alþing með löggjafarvaldi og
fult fjárforræði og landsstjórn með
fullri lagalegri ábyrgð fyrir alþingi*.
Stofnun Þjóðvinafélagsins er því
í rauninni hin fyrsta eiginlega póli-
tíska flokkstofnun i landinu. Ymsar
bolIaleggingEr komu fram um skipu-
lag félagsins og framkvæmdir og eru
til mörg bréf um þessi efni frá J.
S. og ýmsum öðrum mætum mönn-
um, sem honum voru samhentir og
er alt það mál rakið ýtarlega í minn-
ingarritinu. Einhver ötulasti starfs-
rr aður félagsins og forseti þess lengi
eftir Jón Sigurðsson yar Tryggvi
Gunnarsson og er mynd hans í rit-
inu og sömuleiðis hinna forsetanna,
dr. Jóns ÞorkelssODar og Benedikts
Sveinssonar. Annars hafa ýmsir
hinna þjóðkunnustu manna starfað
meira eða minna í þágu félagsins,
með fjársöfnunum, með því að skrifa
i rit þess o. s. frv. Má t. d. geta
þess að Andvari hefir flutt um 40
ýtarlegar æfisögur hinna merkustu
manna, sem hér hafa andast á starfs-
árum félagsins.
Almanakið, sem er jafn gamalt
Andvara, hefir áður verið nefnt og
var fyrst gefið út i 2 þúsund ein-
tökum, en nú eru þau orðin 8 þús.
árlega. Auk þessa hefir félagið svo
gefið út um 25 bækur og ritlinga,
frumsamda og þýdda, um ýms mál
og hefir þvi verið útbýtt, að mestu
ókeypis til félaga, ásamt ákveðnu
ársbókunum, Andvara og Almanak-
inu. Félagar munu vera um 1600.
Eitt af því sem Þjóðvinafélagið hef-
ir einnig gengist fyrir vai þjóðhá-
tíðarhaldið á Þingvöllum 1874 (þús-
und ára hítíðin).
Yfirleitt hefir Þjóðvinafélagið starf-
að mikið og starfað vel og hefir
stofnun þess og starf sjálfsagt haft
mikil áhrif á sínum tíma, á gang
þeirra mála sem þvi var einkum
ætlað að vinna fyrir, sérstaklega
stjórnarbótinni, og þar með óbein-
línis á þau úrslit sjálfstæðismálanna,
sem nú eru fengin og menn una
alment vel við. A seinni árum hef-
ir þessarar starfsemi félagsins ekki
gætt ýkja mikið, þar sem það hefir
snúið sér meira að almennri fræðslu
með útgáfu góðra bóka og .lþýð-
legra. Forsetinn segir að visu I for-
mála minningaritsins, að heldur sé
tómahljóð i handraða félagsins. Þó
tekst félaginu vonandi að halda svo
í horfinu og eflast að heilaldar minn-
ing þess verði ekki lakari en þessi
hálfraraldar.
VPK-
«-* 11» % ma
Nokkur bréf til Þ. G.
20. mars 1902 0g 3. apríl.
Góði vin I
Ef þú ,;átt mögulegt með“ að
láta mig fá 1 eintak af „Brandi“,
þá sendu mjer það sem fyrst. Það
eintak, sem þú gafst mjer, týndist
hjá bókabjefusi hjer og fyrirfinst
ekki. Þökk fyrir síðasta Bjarka —
sem jeg ekki f jekk; en jeg las hann
'hjá Gnðm. lækni. Og þökk fyrir
það að þú gatst um samning okkar
Ostlunds. Getur þú ekki komist í
eitthvað praktist samband eða sam-
vinnu við þann væna og praktiska
prentara, forleggjara og fræðivin?
Aprapos: jeg sá og hljóp yfir smá-
greinir G. Hann. í Bjarka. G. H.
er vinur minn og mesti nytsemdar
skörungur. Smágreinir hans eru
prýðisvel ritaðar — frá hans sjón-
armiði. En hjer þarf disbússión og
pro og eon. Jeg þýddi um daginn
grein í Tilskueren (í fyrra) eftir
Chr. Collin, próf. í Kristíaníu, vin
Bjömsons. Hún iheitir: Troen som
Livsbetingelse. Hún væri góð — ef
hún væri stytt, góð 5 Bjarka sem
pendant og correctíf við doctors-
greinirnar. Aftur er grein Wester-
gaards í Dansk Tidskrift „Kan et
Menneske leve Livet uden Tro“
(—eða eitthvað á þá leið —) miklu
ómerkilegri. Prófessorinn setur alt
á eitt kort, þ. e. Credo Innrimissi-
ónarinnár. Annars eru landar vorir
í trúarefnum eins og flestu öðru í
beinum barndómi, og er það því
stór samviskupóstur að hreifa
nokkuð við nokkru. Alt er misskil-
ið eða hártogað,eða þó skortur vits-
ins sje ekki í vegi, þá er vilja- og
dáðleysi. Það eru p r i n c í p,
meginsannindi mentaðra manna,
einkum í moral, sem helst og fyrst
og seinast er reynandi að stappa
inn í fólkið. Pólítíkin er hörmuleg,
hlægileg — grátleg. í-slendingar
áttu í fortíð ágæt skilyrði til þess
að geta stjórnað sjer eftir allsherj-
ar lýðveldisreglum. En þó fór sá
búskapur aldrei vel úr hendi, og
svo kom Sturl. öldin.Að hugsa sjer,
að be-tur muni takast nú, eða að
menn sjeu óðara 'búnir að læra list-
ina nú — nú þegar færri eru skil-
yrðin, að minsta kosti hjá alþýð-
unni. Því lýðveldi -er ómögulegt
nema reynsla og menning sje áður
smátt og smátt búin að berja það
inn í fólkið. —
Utlitið æði-ískyggilegt og óvíst
nær nokkur fleyta kemst hingað
fyrir hornin á landinu. Því flytjið
þið ekki hólmgreyið eitthvað suður
eftir, þið s-em -eitthvað getið ?
Jeg bið að heilsa!
Með bestu kveðju þinn
Matth. Jochumsson.
21./7. ’02.
Góði vin!
Bestu þakkir fyrir brjef og bók
(Brand) og item fyrir frjálslyndi
þitt og interessi í trúmálunum!
Jeg leyfi mjer því að senda þjer
til birtingar og eventual discus-
si-ónar ath.semdir mínar viðvíkj.
Tolstoi um kirkjuna. Karlsin-s gení-
ala eða guðdómlega níhilismus get
jeg ekki útstaðið. En þar sem jeg
er ekki Evolútionisti og Pósitivisti
þar er jeg Únítariskur„Lúterskur“
(sbr. „góður þýskur“). Jeg læt því
fjdgja ath. um Tolstoi þýðing á
smádyrii’lestri eftir Armstrong.
Hann hefir flest það til ágætis sem
mjer þykir vænt um: Mildi og ein-
urð, fróðleik og vitsmuni, Ijósleik
og lipran st-íl. Hann er og höfðingi
mikill og einn ú-tvalinn enskur
aristokrat, sem ekkert þokar nema
sannfæringin. Svo eru reyndar
fleiri af hinum leiðanda flokki Úní-
tara. En svo magnaður er Conserva-
tivismus eða vis intertiæ hinna
drotnandi kirkna,að engin þrá bær-
ir -á sjer, liv-ernig sem orgað er í
bæði þeirra eyru — „heyr!
heyra þær ekki“. Þessar stofnanir
3tyður lí-ka alt, — alt nema „skyn-
samlegt vit“, sem Ari gamli fróði
ljet -sjer nægja að láta í askana —
fyrir fólkið. Kirkjur spyrja um alt
annað: trú, trad., kreddur, völd og
„vellystingar praktuglega“. Press-
an e i n er eða ætti að vera correct-
ívið, meðalið, sem frelsar heimin-n
undan þessu aldanna -fargi. Og —
þó er vont að sjá og segja hið
rjetta: Vulgus vult decripi, eða:
voluit eða v-olebat, rjettara
að segja — segir Terki gamli —
usque ad tempus nostrum. Og nú
er blóðið orðið svona, svona bland-
að -og samsett, að án kredda og
annara andl. og líkaml. hafta og
hen-gingaróla lifa menn ekki!
Hvemig fer tóbak -og brennivín
með mannoskjurnar ? Únítarar eru
gentlemen og kenna með jafnri
stillingu og vorkunnsemi við veik-
an náunga — líka hinar ríku stór-
kirkjur. Dramb og innbyrlska em
líka meðaumkunarverðir 1-estir. Já,
ef þú tekur þessa tví-skiftu grein,
-skaltu fá aðra betri, t. d. tölur eft-
ir snillinginn Stopford A. Brooke,
líkl. mesta kennimann hins frí-
hyggjandi flokks, sem nú er uppi.
Jeg býst við að koma austur í
-ágúst og dvelja -hjá Östlund y2
mán. tíma við prófarkalestur. Get-
um við þá 1-eitt saman þinn grað-
fola og minn húðarklár! —
Þangað til
Á dieu!
Þinn einl.
Matth. Jochumsson.
------0------
Bækur.
Heljarslóðarorusta.
„Það veit Drottinn, jeg þarf ekki
bækur! J-eg þeysandi sveima —
glaður á guðlegum væn-g gegnum
hið ferlega djúp“. Þetta er eftir
Ben. Gröndal, eins og margir rnunu
fara nærri um, úr sama kvæðinu og
þar sem hann segir, að hann sje
„sem glóandi gull, gáfaði hausinn
á sjer“. Og það er sjálfsagt þessi
hlið á Gröndal og gáfum han-s, sem
m-est hefir markast í meðvitund
manna, það er háðið og gamansem-
in, sem alt lætur fokka, sem oftast
er tengd við nafn hans. Þ6 hann
sje annað veifið í „undrageim í
himinveldi háu‘ ‘, vendir hann sínu
kvæði í kross á næsta augnabliki
og fer að yrkja um
allons, enfants de la patrie
á þessu stóra general fylleríi.
Og þessi skoðun á Gröndal er
sjálfsagt einna algengust, að skoða
starf hans og skáldskap sem nokk-
urskonar skemtilegt poetiskt gen-*
eralfyriirí. Og Gröndal á eflaust
sjálfur þátt í þeirri skoðun. Hann
talar um það, að skáldin eigi -ekki
að „præsentjera“ sig fyrir fólkinu
í sparifötum með merkilegum spek-
ingsljóðum eða „eins og einhverj-
um heilagleika“, heldur koma til
dyranna ein-s og þau -eru klædd.
Þetta getur nú alt saman verið gott
og blessað á sína ví-su, þó að tæpast
taki því að ala á neinu því, sem
orðið getur til þess að auka á
-gagnrýnisskort manna og poetiska
stóriðju — nóg kemur sa-mt. En
Gröudal kugsar sem svo um það,
sem aðrir telja vitleysu eða hroð-
viikni — að „fljúgandi þeysi jeg
fram um fimbuldjúpið hið bláa,
tíma jeg hef ekki til trippum að
gegna um leið“, eða að hann hafi
ekki tíma til að fást um það, þótt
eitthvað misjafnt fljóti með í fossa-
falli ímyndunaraflsins. En sann-
leikurinn er sjálfsagt sá, að þessi
'hlið — gamansemin og ærslin — á
skáldskap Gröndals hefir verið haf-
in of mi-kið á kostnað þ-ess sem al-
varlegra er og að sumu leyti list-
ræima í skáldskap hans. Og Grön-
dal er ekki rjett skilinn fyr en báð-
ir þessir þættir í skáldskap hans
hafa verið rjettilega metnir — og
samband þeirra hvor við annan.
Hjer eru ekki tök á því að reyna
að lýsa þessu nákvæ-mlega, en á að
eins að benda á það í sambandi við
hina nýju útgáfu Heljarslóðaror-
ustu og Þórðarsögu. Og auðvitað
þarf gildi gamansemi Grönda'ls
ekki að rýrna við þetta. Hitt er
heldur ekki tiltökumál, þótt fyrni
yfir margt af því, sem svo -frjósam-
ur og fjölvirkur — og að sumu
leyti hroðvirkur andi — lætru frá
s.]er fara. Ýmislegt í gamanritum
haus og gamankveðskap er of bund
ið við stað og tíma, til þess að geta
haft sama gildi nú og þegar það
kom fyrst fram. En það, sem best
er á þessu sviði hans, eins og í
skáldskap hans yfirleitt, heldur lífs
gildi sínu enn, þótt það hafi, að
minsta kosti í svip, horfið í með-
vitund „góðfúsra l-esara“ bak við
ýmislegt það, sem nýrra er, en eng-
anveginn veigameira.
Annars er það ekki ætlunin að
rekja hjer efni þessara gamansagna
eða lýsa formi þeirra, h-eldur að
eins að minna á þessa nýju útgáfu.
Og það er ástæða til þess, ekki ein-
ungis vegna þeirra sj-álfra ein-
göngu, heldur vegna þess anda al-
ment, sem yfir þeim hvílir — anda
glensins og gamansins. Það er andi
sem í rauninni er alt of lítið til af
í íslenskum bókmentum og íslensku
þjóðlífi. Þessi andi getur reyndar
auðveldlega orðið að andleysi — og
eftir því er engin ástæða að óska.
Það kemur óbeðið. En heilbrigður
andi gamanseminnar getur líka ver-
ið hreinsandi og hressandi m-áttur