Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA menn í landskiftanefndina, vegna þess að bandamenn hóti öllu illn að öðrum kosti. Til þess að semja um fjárhagsleg atriði við PÓl- verja hafa þeir skipað Schiffer, fvrrum dómsmálaráðherra. Ófarir Karls keisara. Allar horfur eru á því, að síð- ari valdasóknarför Karls fyrrum Austurríkiskeisara ætli að verða verri en hin fyrri. Því í vor slapp hann þó burtu aftur úr Ungverja- landi heilu og höldnu, en nu virð- ist að hann muni verða ófrjáls maður upp frá þessu. Bandamenn kröfðust þess, er þeir fréttu um ferðalag konungs og tiltæki í Ödenburg, að hann yrði tekinn höndum og’ settur í varðhald. Ennfremur kröfðust þeir þess, að stjórn Ungverja lýsti því yfir opinberlega, að hann hefði fyrirgert öllum rétti til rík- isstjórnar í Ungverjalandi. Ung- verjar létu að þessari kröfu og er konungurinn nú í varðhaldi í Budapest. En ekki vill hann þó verða við bón ungversku stjórn- arinnar um að afsala rétti sínum til krúnunnar. Verður þingið því að samþykkja sérstök lög um að Karl hafi fyrirgert réttindum sín- um og setja hann formlega af. Bandamenn hafa nú samþykt, að senda skip eftir konunginum til Budapest og flytja hann til Galats við Svartahaf. Þar á enskt herskip að taka við honum, en hvað gert verður við hann síðan er eigi ákveðið enn. Heyrst hefir . að það standi til að flytja konung- inn í útlegð til Azoreyja, en eigi er það áreiðanlegt. Hitt mun þó víst, að bandamenn munu ætla sér að hafa eftirlit með konunginum framvegis svo að hann komist ekki til Ungverjalands aftur og komi þar öllu í bál og brand. Sagan endurtekur sig. Fyrir 100 árum dó Napóleon mikli í út- legðinni á St. Helena. Og ensk herskip koma einnig við þá sögu. Kosningar í Noregi. Hinn 24. f. m. fóru fram kosn- nigar í Noregi til Stórþingsins. Síðan síðnstu kosningar fóru fram hafa breytingar orðið á stjórn- skipunarlögum Nörðmanna og eru þingmenn-nú fleiri en áður. Þing- menn eru nú 150 en voru áður 126. Kosningar þessar snerust eink- um íim bannmálið í Noiegi, samn- ingana við Spánverja og Portú- gala og verslunarsamningana við Spán. Andstæðingar stjómarinnar þessum málum eru hægrimenn og frjálslyndir. Höfðu þeir 50 sæti fyrir kosningamar, stjómarflokk- urinn (vinstrimenn) 51 atkvæði. En í bannmálinu og sanmingunum við Rússa naut stjórnin stuðnings jafnaðarinanna, en þeir höfðu 18 þingmenn. Utarflokka voru 7 þingmenn. Kj ördæmaskiftingin önnur nú en áður var. Voru fyr allir þing- menn kosnir í einmenningskjör- dæmum, en nú eru kjördæmin fá en stór, og kosið með hlutfalls- kosningum. Aldurstakn.ark at- kvæðisbæma manna er nú 23 ár, eu var áður 25 ár. Við kosuingarnar síðustu fengu hægrimenn 206,000 atkv., komm- hnistar 185,000, vinstrimenn 175- 000 atkv., bændaflokkurinn 117.- 000 atkvæði, jafnaðarmenn 84.000 ntkvæði, og verkamenn 23.000 •atkv. Verður flokkaskiftingin í * • 1 Rinn bersyndugi. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. Svo þetta var erindið, hugsaði Skarphéðinn. Honum datt í hug að svara. En hann sá strax, að vonlaust var að ætla að ræða þetta skynsarnlega við manninn. Hann var sýni- lega of heitur í skapi til þess. Hann spurði því með sömu róseminni: »Hvaða ástæðu hefur þú til að segja það? »Ástæður? Á eg að fara að þylja þær allar fyrir þér? Er þér kannske ekki kunn- ugt um þær! Eða máske það séu ekki næg- ar ástæður, að Arnfríður hefur sagt öllu sundur milli okkar, og segi9t gera það vegna þess, að hún elski þig — þig, mannhundinnÞ Ármann misti meira og meira valdið yfir sér. Skarphéðni hitnaði öllum af geðshræringu. Svo það var þannig komið. Var þetta ör- þrifaráð Sólveigar! Ætlaði hún að vinna hann með þessu? Skarphéðni féllust öll orð um stund. Þá hélt Ármann, að nú hefði hann tekið fyrir munn honum til fulls, nú væri honum óhætt að slöngva yfir hann helliskúr af ókvæðis- orðum, nú mæyi hann svala sér, Skarphéð- inn mundi bara gugna meir og meir. »Það er þessvegna, sem eg segi, að þú sért mannhrak, úrþvætti, kvikindi — argasta kvikindi! Þú kemur eins og saklaust lamb á beimilið. Þú snuðrar og' læðist kring um Arnfríði, lokkar og ginnir, þangað til að þér tekst að vinna hug hennar. Þér liggur í léttu rúmi, þó hún sé lofuð öðrum, þér er alveg sama, þó hún verði eiðrofi. Þér er með öðrum orðum alveg sama um alt, sóma þinn og annara, mannorð þitt og annara, líf þitt og annara. Því það mátturðu vita, að þetta gæti orðið þér dýrkeypt. Og nú er komið að skuldadögunum. Nú hef eg fundið þig í fjörugrjótinu. Og nú drep eg þig — hreint og beint drep þig, eins og þú hefur diepið allar mínar vonir. Þeir sem drepa eiga líka að verða drepnir*. Skarphéðinn stóð upp af steininum. Hann var ekki skaplaus. Og það var hvorttveggja, að rósemi hans var lokið og hitt, að Ármann var til alls búinn. En hann steinþagði. Ármann færði sig nær honum um nokkur skref, skjálfandi af táumlausum tryllingi. Hann var eins og rándýr. öll ást hans til Arnfriðar hafði snúist upp í befndarhug til þess, sem honum fanst vera orsök í ógæfu sinni. Svo tók hann undir sig stökk, sent- ist að Skarphéðni og hvæsti um leið: Nú drep eg þig!« Skarphéðinn hörfaði undan upp i bakkann; hann vildi ekki leggja hendur á ölfaðan mann viti sínu fjær af ofsa. En þá eótti Ármann því fastara á. Honum þótti karlmannlegt að reka jafn stæðitegan mann á flótta og Skarphéðinn. Hann náði í fót hans, en Skarphéðinn hristi hann af sér og hljóp upp á bakkann. Hann kallaði til hans og bað hann að átta sig, vitkast, tala við sig með stillingu. En það var því líkast sem olíu væri helt í eld. Ármann var hams- laus og sentist upp bakkann á eftir bonum Þá losnaði allur skapofsi Skarphéðins úr læðingi. Hann var rammur að afli. Skóla- bræður hans voru vanir að segja, að honum yrði aldrei aflfátt. Og þegar Ármann sent- ist á hann, greip hann yfir um hann og hóf hann yfir höfuð sér. Honum datt í hug að slöngva honum niður fyrir bakkann, ofan í fjöruna, klessa þennan orm sundur á blágrýt inu En hann áttaði sig jafnskjótt. Hann lét sér nægja að varpa honum niður í skafl- inn fyrir fætur sér. En Ármann spratt óð- ara á fætur tryltari en nokkru sinni fyr og snaraðist á Skarphéðinn, og hann heyrði hann tauta um leið: »Eg skal drepa þig!« Skarphéðinn tók enn utan um hann. En nú var eins og ofsinn magnaði Ármann Hann var að eðlisfari hraustur og langvinn vist á sjónum hafði stælt og eflt þrótt hans. Skarphéðinn náði hvergi taki á honum. Og loks náði hann yfir um kennarann • undir höndunum og lagðist á með öllu grimmlyndi og tryllingi skapsins. Skarphéðinn riðaði til. En þá neitti hann aflsmunar. Hann tók ut- an um handleggi Ármanns og aftur fyrir bakið svo fast, að allan mátt dró úr honum. Og Skarphéðinn slepti ekki takinu, hann þrýsfi fastara og fastara að, tók á af alefli. Ármann engdist af kvölum og árangurslausri reiði En Skarphéðinn linaði ekki á takinu. Nú skyldi Ármann vitkast og renna af hon- um móðurinn. Svo fór Skarphéðinn að tala við hann meðan hann hélt honum í þessum járngreip- um, sýna honum fram á, hvað það væri óskynsamlegt að taka sorginni og vonbrigð- unum svona: »Eg skilþað, að þetta muni vera þér þungbært, Ármann, en það verður ekki léttara, þó þú hagir þér eins og skepna. Eg ætla ekki að réttlæta mig. Hér er ekki stund eða staður til þess. Þú munt santifær- ast um það fyr eða sibar, að eg á ekki sök á því að svona er komið miili Arnfríðar og þín, aðra en þá, að eg er til og hef komið á heimili hennar. Og nú treysti eg þvi, að þú hagir þér ekki framar eins og vitstola maður. Þú þaggar ekki barma þína rneð því að ganga berserksgang og tryllast. Sorgin og söknuðurinn eru^annars eðlis*. Hann talaði rólega, nærri því vingjarnlega. Það var eins og hann væri að tala við og friða óstýrilátan krakka Og þegar haun sá, að máttinn var dreginn úr Ármanni og skap- ið orðið rólegra, slepti hann tökunum. Ármann lötraði burtu eins og vængbrotinn ögl. En hann leit á Skarphéðinn þeint faugum að sjá mátti, að hann hugsaði á þá leið, að þeir væru ekki skildir að skiftum. Á leiðinni heim til bæjarins fór Skarphéð- inn að hugsa um þennan fund þeirra. Var eitthvert helvíst net að dragast saman um hann hér? Var hann að finna þarna fyrstu stungur óvinavopnanna? Eða var þetta bara meinlaust atvik, tilgangslaust og mark- laust eins og svo margt, sem fram við mann kom? Var nokkurt mark takandi á því, þó hann lenti i handalögmáli við ölvaðan mann, sem sorg og reiði tóku vitið af? En þó lagðist einhver geigur í Skarphéð- inn, óljós kvíði um yfirvofandi örðugleikaog andstreymi. En hann reyndi að hrista þetta af sér. Og þegar hann leyt upp til fjallanna, færð- ist aftur kyrð og friður yfir hug hans og hann tók gleði sína aftur, þá sem ríkt hafði i sál hans áður en Ármann kom og truflaði hann. Þegar hann kom heim á hlaðvarpann vidi svo til, að Þórunn kom út. Þau mætt- ust á hlaðinu. Hún leit á hann um leið og hann fór fram hjá henni. Hann tók eftir því sama í augnaráði þessarar konu og áður. Það var eins og þung bylgja af þrá streymdi úr tillitinu. Hann leit ósjálfrátt um öxl sér til hennar áður en hann fór inn í bæinn. En hún gekk niðurlút fram hlaðið. þinginu sú eftir kosningarnar, að hægrimenn fá 56 þingsæti, vistri- mrnn 37, kommuuistar 29, bænda- flokkurinn 18, jafnaðamienn 8 og verkamenn 2. Stjórnarflokkurinn liefir því beðið mikinn ósigur í kosningunum og tapað 15 þing- sætum. Kommunistar hafa komið fiam sem sjálfstæður flokkur við kosningarnar og haft mikið fylgi, því þeir hafa næstflest atkvæði allra flokkanna þó þingsæti hafi þeir fengið færri en vinstrimenn. Hinsvegar haf« jafnaðarmenn tap- að mjög. Þannig eru hægrimenn nú orðn- ii fjölmennastir í þinginu og þyk- ir víst, aö þeir muni krefjast stjórnarskifta. Þingið kemur ekki saman fyr en í janúar, en þangað t ætlar núverandi stjóm að sitja við völdin. Til þess að hægrimenn geti myndað stjóm verða þeir að na samvinnu við einhvem hinna flokkanna og er bændaflokkurinn sá eini, er komið getur til mála til þeirra hluta. Hann hefir 18 atkvæði og verður því samanlögð atkvæðatala þessara tveggjaflokka 74. Er það tæplega helmingur alls þingsins, en þess er að gæta, að kommunistar munu ekki taka neinn þátt í stjórnarmyndun, svo að vinstrimenn, samherjar þeirra, hafa ekki nema 47 atkvæði. Komist hægrimannastjóm að völdum í Noregi má vænta þaðan ýmsra t-íðinda. Þeir hægrimenn eru því eindregið fylgjandi, að samningar verði byrjaðir aftur við saltfisksmarkaðslöndin, Portúgal og Spán, og eru í eindreginni andstöðu við bannið í Noregi. Hef- ir hörð hríð verið háð um bannið í sumar og hinir fornu féndur hægrimenn og frjálslyndir staðið þar sem einn maður gegn vinstri- mönnum og jafnaðarmönnum. Nýr ófriður. Viðsjár miklar eru enn í Ung- verjalandi. Deilumálin við Aust- urríkismenn eru eigi fyllilega út- kljáð enn, og hefir stjórnin notað þau sem átyllu til þess, að hafa her manns undir vopnum. Og í landinu eru ýmsir ófriðarseggir, sem ýmist eru ofjarlar stjómar- innar, eða vaða. uppi með hennar leyfi. Meðal þessara manna er Stefán Friedrich fyrrum forsætis- ráðherra fremstur í flokki. Nágrönnum Ungverja stendur stuggur af vígbúnaðinum, enda hefir það flogið fyrir öðru hvoru, að hernaðarsinnar í Ungverjalandi og þeir, sem vilja koma á kon- ungsstjórn aft.ur í landinu hefðu einnig hug á því að færa út landamæri ríkisins. Hafa því grannaríkin Tjekkoslovakia, Jugo- slaíva og Rúmenía, sem einu nafni eru nefnd Litla Bandalagið, sent Ungverjum kröfu um að hætta þegar í stað öllum vígbúnaði, og hóta þeim stríði að öðrum kosti. Hefir eigi enn frést' hverju Ung- verjar hafa svarað. En Austurrík- ismenn hafa lýst yfir því að þeir muni sitja hjá þó til ófriðar dragi. Irlandsmálin. Það eitt þefir gerst tíðinda þar, að Lloyd George hefir sent írsku úrslitatilboð. — Hefir einn írsku samninganefndarmannanna farið til írlands með fyrirspum ensku stjórnarinnar um það, hvort írar vilji framvegis teljast til breska alríkisins eða eigi. Þing Sinn Feina hefir áður svarað þessari spurningu neitandi en nú mun henni vera beint til þjóðarinnar í heild sinni. Verði svarið neitandi enn, ætlar stjórnin að láta nýjar kosningar til parlamentsins fara fram, eingöngu með tilliti til Ir- bndsmálanna og verða síðan á- kveðin örlög írlands. Sitt af hverju. Undanfarið hafa fulltrúar ensku stjórnarinnar setið að samningum við Egypta út af kröfum þeim, sem egyptskir sjálfstæðismenn hafa gert til þess að fá sjálf- stæði landsins viðurkent. Sá hefir orðið árangur af starfsemi nefnd- ariimar að Englendingar viður- kenna nú fullveldi Egypta og sleppa öllu tilkalli til þess að heita verndarar landsins, en um leið gera þjóðirnar með sér bandalag. Her sá, er Englendingar hafa haft í Egyptalandi verður þó kyr þar framvegis og gætir réttar enskra manna sem búsettir eru í landinu. Franska stjórnin héfir í síðustu viku fengið traustsyfirlýsingu hjá þinginu. Greiddu 399 þingmenn henni atkvæði en 178 á móti. Finnar hafa undirskrifað skil- yrði þau er Bandamenn hafa sett fyrir afhendingu Álandseyja til Finnlands. Lofa Finnar því, að Eyjarnar skuli ekki á neinn hátt verða notaðar í þarfir vígbúnaðar eða sem bækistöð fyrir her. Svíar láta sér vel líka kosti þá er Finnar hafa gengið að. Innl. fréttir. Kaupgjaldsmál.. Botnvörpungarnir hér í Reykjavík liggja enn flestir hér við hafnargarðinn. En samning- ar hafa staðið yfir milli útgerðar- manna og sjómanna nú að undan- förnu nm kaupgjald ef skipin yrðu scnd út á veiðar að nýju. Samkomu- lag hefir ekki náðst enn. 1 fyrra var hásetakaupið 275 kr. á mánuði og lifrarfatið keypt á 52 kr., en áætlað er að 40 föt lifrar komi í hlut hvers háseta. Þetta gerir 5380

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.