Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 2
1 LÖGRJETTA við Seyðisfjarðarkaupstað, og út- sýn frá ýmsum sérkennilegum st.öðum í nánd við Seyðisfjörð. Austf jarðaf jöllin eru mjög til- breytingarík, en þau hafa lítt ver- ið sýnd á málverkum fyr en nú tun, og þóttust menn helst geta gert sér skiljanlega framkomu sögunnar á þann veg. En lang- orður er J. J. enn um málið og lætur hugann reika víða. Fer hann nijög á v^lligötur, lendir í þoku hjá Kjarvai, enda er hann fyrsti og sér þá ofsjónir. Þykist hann austfirski málarinn. Stofurnar tvær, sem Kjarval sýnir nú myndir sínar í, eru altof litlar, og þar að auki er birtan þar ekki svo góð $em æskilegt væri. En margir hafa komið þang- að, og töluvert hefir selst, einkum af vatnslitamyndum. Sagt er að þeir, sem kaupa fyrir málverkasafn landsins, ætli að taka eitthvað af stærri myndunum. — Aður hefir Skógarhöli Kjarvals verið keypt þangað, sem er mjög fallegt mál- verk, en hefir ekki fengið vel val- inn stað í safninu, og ef til vill eitthvað fleira af málverkum hans. Heine-þýðingar. Það var einn gamall gylfi. Það var einn gamall gylfi. Hans hár var grátt, hans hyggja þung. ; Sá veslings gamli gylfi tók kqnu, er var ung. í höfl var hirðsveinn fríður. Hans hár var hjart og létt hans lund. | Sá sveinn bar silkislóðann, er drotning dró við grund. Hvort kantu gamla kvæðið ? Það er svo ljúft, það er svo leitt. Þau urðu að blikna bæði; þau unnust alt of heitt. Gaktu! Ef baka meyjarsvik þér sorg, þá svanna annan taktu! Eða heldur burt úr borg bregð þér strax, og gaktu! Þá brátt þú finnur blávötn skygð, þar bakka grátpíll þekur. Þar grætur þú úr hjarta hrygð, og hugraun enda tekur. Og upp á fjallið er þú snýr, þú andvarpar af striti. En efst þér berst að eyrum gnýr af amarvængjaþyti. Þá verða muntu emi að og endurborinn vakna, og frjáls úr lofti líta það, hve lítils þarftu að sakna. Eg vildi, — Eg vildi að þið værað orðin að vorsins blómum, mín ljóð, svo teiga mætti ykkar angan mitt ástkærasta fljóð. Eg vildi að þið væmð orðin að vinarkossum, mín ljóð, svo ykkur fengí öll á vangann mitt ástkærasta fljóð Eg vildi að þið væruð orðin að vænum baunum, mín ljóð. Þá syði eg baunasúpu, er svei mér yrði góð. Sváfnir þýddi. -------0-------- Landráðamálið enn. J. J. hefir nú í Tímanum Jýst yfir því með skýmm orðum, að hann eigi engan þátt í birtingu landráðasögunnar í erlendum blöð- um, og verður sú hlið málsins þá enn dularfyllri en verið hefir, því honum var eignað þetta af mörg- sjá Jón Magnússon forsætisráð herra þar á hlið við sig, en það er ekki annað en missýning. Mbl. hefir ekki flutt einn staf um þetta mál fyrir J. M. né af hans hvöt- um. Yfir höfuð hefir það ekki flutt annað um málið en símskeyt- * in frá Khöfn og eina stutta skýr- andi grein, fyr en nú, að J. J. fór að gerast margorður um það í Tím- anum og leiðrétta þurfti sumt af því, sem þar kom fram. Mbl. veit alls ekki til þess, að útgefendum þess sé á nokkurn hátt ant um þetta mál, og alt tal hr. J. J. um þá í sambandi við það' fellur al- veg máttlaust niður. Eða hvaða ástæðu getur hann ímyndað sér til þess, að þeir færu að skifta sér af öðru eins máli og þessu? Án þess að Morgunbl. dæmi neitt um gáfur eða djúphygni hr. J. J., þá finst því stagl hans um útg. Mbl. í sambandi við þetta mál ekkert greindarmerki. Eða h,vað kemur þetta landráðamál við deilum um samvinnufélagsskap og kaup- mensku? Hann verður að útskýra það nánar, ef hann ætlast til að rætt sé um það við sig í því sam- bandi. Morgunblaðið hefir ekkert á móti því, að málið sé rannsak- að, en hins vegar getur það ekki talið þá rannsókn meðal nauð- synjamála, og það fær ekki skilið, að nokkur flokkas’kifting geti átt sér stað um það mál, eins og þó vjrðist vaka fyrir J. J. En svo sem fyr er sagt, er grein hans um þetta full af þokusýnum. J. M., Morgunbl. og útg. þess virðast hafa fengið einhverjar óljósar tröllamyndir í huga hans, og hann þykist sjá þessa ímynduðu óvini í kringum sig, þótt þeir séu hvergi nærri. Og fálmgjarnt er honum enn, eins og Tímanum hefir löng- um verið, til peningaskáps Morg- unblaðsins. En meðan hann hefir. jafngreiðan aðgang og ætla mál að hann hafi að peningaskáp * Sambandsins, og getur leikið sér út um allar álfur á hverju sumri, þá sýnist það vera óþarfi fyrir hann, að vera að hnýsast í pen- ingaskápa annara. í greinum J. J. um landráða- málið er altaf hamrað á því, að stjórnin hafi fengið það í hendur þriggja manna nefndinni, þeim Jóh. Jóh., Sv. Bjömssyni og H. Snorrasyni, en þetta er rangt, eins og J. J. hlýtur að vita. í Lögr. 13. okt. (og einng í Mbl.) hefir verið sagt frá því, að stjórain afhenti málið stjómarskrárnefnd þingsins, en hún kaus síðan þessa þrjá menn, sem nefndir eru hér á und- an til þess a§ rannsaka það. í stjómarskrámefndinni vora þá þessir 12 menn: Úr Nd. Sigurður Stefánsson, Þórarinn Jónsson, Þor- leifur Jónsson, P. Ottesen, Sveinn Bjömsson, Stefán Stefánsson og Jón Sigurðsson; úr Ed. Einar Árnason, Guðm. ólafsson, Hjört- ur Snorrason, Joh. Jóh. og Sigurj. Friðjónsson. Á þessa nefnd hlýtur að falla ábyrgðin á vali þeirra Jóh. Jóh., Sv. B. og Hj. Sn., ef um nokkur mistök væri að ræða, en ekki á forsætisráðherra eða iandsstjómina, og hitta þá'1 allar ásakanir J. J. um pukur og hlutdrægni og þar fram eftir göt- iri eiour liar uétruooar ooso elii? 5 Zritisfj 0 *%r % InsurancE Company Ltd., bnndon V á t ry ggip gegn eldi: hús, vörur, innbú og annað lausafé. -^=^fiuErgi uissari né ódýrari uátrygging.^=— Vátryggingarskírteini gefur aðalumboðsmaður félagsins á íslandi Garðar Gislason Símnefni »Vátrygging« Reykjavík Sími 28 1. Umboð8menn félagsins út um land eru: Páll Skúlason, Akureyri Versl. Aðalst. Kristjánssonar, Húsavík Páll G. Þormar, Norðfirði Einar Methúsalemsson, Seyðisfirði Guðm. Loptsson, Eskifirði Þorsteinn Þorsteinsson, Vík Viggo Bjöinsson, Vestmannaeyjum Sigurður Guðmundsson, Eyrarbakka Gunnar Halldórsson, Stykkishólmi Stefán Sigurðsson, ísafirði H. Theodors, Borðeyri. unum suma af helstu samvinnu- forkólfum þingsins,sem þeim Tíma- mönnunum hefir hingað til verið gjamara til að skjalla en skamma. -------0------ nfltt UErsíunarfélag. Nýmæli má telja það, að fjórir menn íslenskir, ásamt þýzkum kaupsýslumönnum, hafa ákveðið að beita sér fyrir stofnun íslensks- þýsks verslunarfélags. Eru ís- lensku mennimir þeir Sigfús Blöndahl konsúll, Alexander Jó- hannesson dr., Bjami Jónsson frá V ogi og Eínar Arnórsson pró- i fessor. Fyrirkomulag þessa félags er hugsað á þá leið, að það hafi heimili og varnarþing hér á Is- landi og skrifstofu í Þýskalandi, líklega Hamborg, og á það að full- nægja íslenskum lögum í hvívetna. Hlutverk félagsins á að vera heild- sala íslenskra afurða í Þýskalandi og þýskss vamings á Islandi. Hlutir í félaginu er ætlast til að verði kr. 100, 500 og, 1000, og er upphæð hlutafjárins ákveðin 100,000 kr. Félag þetta mun, ef það kemst á stof-n, beita sér fyrir beinum skipaferðum milli íslands og Þýskalands til þess að spara um- hleðslukostnað og fá lægra farm- gjald. Hinir íslensku forgöngumenn félagsstofnunarinnar hafa von um að félagið muni geta staðið vel að vígi að fá leyfi til útflutnings á vöram frá Þýskalandi hingað, því að góðir menn og áhrifamiklir standa að félaginu í Þýskalandi. Torskilin bæjanöfn í Skaga- f.jarðarsýslu. Svo heitir bæklingur sem nýkominn er út eftir Margeir Jónsson á Ögmundarstöðum í Skagafirði, og birtist hann fyrst í blaðinu „íslendingi“ á Akureyri, en er nú gefinn út aukinn og end- urbættur frá því, sem þar var. Það er auðséð, að höf. hefir gert sér alt far um að rannsaka efni það sem hann ritar um, sem grand gæfilegast, því hann rekur ítar- lega sögu ýmsra þeirra bæjar- nafna, sem hann fæst við að skýra og er því ekki lítill fróðleikur í bæklingnum, og gott er það, að menn geri sér far um að skilja og leiðrétta þau bæjanöfn, sem af- lagast hafa. Ný lesbók handa bömum og unglingum er komin út á Akureyri, á kostnað Þórhalls Bjarnarsonar, en gefin út að tilhlutun kennarafélags- ins þar. í formálanum segir, að bók- in sé fyrst og fremst ætluð til lestr- aræfinga í barnaskólum, eða. við barnakenslu. Ýmsir kennarar hafi kvartað um, að alt of lítið væri til af þess konar bókum. Síðasta hefti Lesbókarinnar, sem til sé, hafi reynst alt of þungt til þess að nota það strax á eftir hinum. Ætlast sé til þess, að Ný lesbók geti dugað heilan vetur í 6 ménaða skóla. Frá útlöndum. Wirth kanslari myndar stjóm í Þýskalandi. Fundir hófust aftur í þýska ríkisþinginu 20. f. m. Voru þá um sama ieyti orðin heyrinkunn úr- slitin í Efri-Schlesíumálinu og var almenn óánægja yfir þeim í Þýskalandi. Wirth sagði af sér völdum og alt ráðuneyti hans og færði þetta mál til ástæðu fyrir lausnarbeiðninni . Degi síðar fekk Wirth áskomn um að mynda stjóm aftur og varð hann við henni. Ber þetta vott um að þingið treystir honum best allra þeirra, sem við stjóm- mál iást í Þýskalandi, til þess að sitja við stýrið. Þrátt fyrir samn- inga meiri hluta-jafnaðarmanna og afturhaldsmanna og ráðagerð þeirra um stjórnarrayndun, varð meiri hlutinn í þinginu því fylgj- andi að láta Wirt sitja við völd áfram. Hefir því þessi atburður orðið honum til traustsyfirlýsing- ar. Nýja stjórnin er nokkuð öðru- vísi skipuð en sú fyrri. Walther Rathenau, sem var cndurreisnar- ráðherra, er ekki í stjórninni og embætti hans ‘er óskipað enn. Söm uleiðis hefir Schiffer, sem var dómsmálaráðherra í fyrra ráðu- , neytinu ekki verið tekinn í nýja ráðuneytið. Bauer er utanríkisráð- herra í nýja ráðuneytinu, e» von Rosen, sem var áður utanríkisráð- herra er mi orðinn fjármálaráð- herra. Kemur það mjög á óvart því flestir spáðu að hann mundi verða gerður að sendiherra. Stjórn in styðst nser eingöngu við meiri- hluta-jafnaðarmenn og miðflokk- inn. Ganga má að því vísu, að stefna nýja ráðuneytisins verði nokkuð (innur en áður var. Wirth kanslari mun þykjast laus allra mála um ýmislegt það, sem hnn hafði geng- ist undir við bandainenn, fyrst Þjóðverjar fengu ekki Vilja sinn í Efri-Schlesíu málinu. Fyrsta verk stjómarinnar var það, að taka afstöðu til skifting- ar Efri-Schlesíu. Þingið félst á stefnu stjórnarinnar í því máli og sendi stjómin síðan Bandamönn- um ávarp út af skiftingunni. í ávarpi þessu segir stjórnin, að skiftingin sé óréttlát bæði fjár- hagslega og landskipulega, þar sé hallað á Þjóðverja og friðar- samningamir frá Versailles séu brotnir, með skipim þeirri er al- þjóðasambandsráðið hefir gert á fundi sínum í Genf í haust. Mót- mælir stjórnin því eindregið skift- ingunni og segist aðeins tilnefna

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.