Lögrétta


Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 4

Lögrétta - 02.11.1921, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA * wawM-v*’* t ma. ysEaaraaaBajKtw nwiaf kr. árskaup, auk fæðis. Nú hafa út- gerðarm^nn boðið að fast kaup skuli vera 225 kr. á máuuði, en lifrarfat Ijorgast með 25 kr., og gerir það 3700 kr. árskaup, en því hefir verið hafnað. Við þetta situr nú. En ósamið er einnig við skipstjóra og véla- meistara. Dáinn er á Mosfelli í Mosfells- sveit Gísli Jónsson, tengdafaðir síra Magnúsar Þorsteinssonar, 78 ára gamall og blindur nærfSlt 30 ár. Hann bjó lengi á Kolbeinsstöðum á Miðnesi og var vaskur maður fyr- meir og góður formaður. Ólst upp á Klasbarða í Landeyjum og var vinnu- maður um eitt skeið á Keldum, einn- ig var hann í Vatnsdal og víðar. En aðalaldurinn ól hann á Suðurnesjum. Fæddist í Garðhúsum í Garði 15. nóv. 1842. Foreldrar hans hétu J. Gíslason og Valgerður Helgadóttir. Frændfólk á GMi sál. margt syðra og eina dóttur barna á lífi: Valgerði frú frá Mosfelli, og var móðir hennar Kristín heitin Gísladóttir frá Bía- skerjum, sem dó á Eyrarbakka í mislingunum 1882, þá gift Gissuri heitnum Bjarnasyni söðlasmið, síðar á Litla-Hrauni. Ostagerð fór fram í sumar í í>ing- eyjarsýslu á þremur stöðum: Laxa- mýri, Narfastöðum og Landamóts- seli. Voru ostar gerðir úr samtals 30 þús. lítrum af mjólk, en var upphaf- lega gert ráð fyrir að búið yrði til úr 50 þús. Þingeyingar eru sagðir ánægðir með ostana og hugsa til að halda fyrirtækinu áfram. En óseldir eru ostarnir enn og því óvíst um arð af fyrirtækinu. Arabatjöldin, hinn nýji sjónleikur Guðmundar Kamban, er nú kominn í bókaverelanirnar hér. Hefir leikurinn átt vinsældum að fagna á Dagmar- leikhúsinu í Kaupmannahöfn í haust. Sveinn Björnsson sendiherra er nú kominn heim aftur til Kaupmanna- hafnar úr för sinni til Þýskalands. Handbók fyrir hvern mann, eftir Einar Gunnarsson, er nú komin út í 6. útgáfu. Margvíslegur fróðleikur, sem daglega getur að haldi komið, er í bókinni. Gunnar Gunnarsson skáld hefir skrifað í danskt blað lýsingu á ein- um áfanga af ferð sinni hér síðast, er hann fór sunnan lands úr Vopna- firði til Reykjavíkur. Lýsir hann gist- ingu á bæ einum í litlum dal, sem mun vera í Suður-Múlaaýslu, og var honum þar sérlega vel tekið, og eink- um naut hann þar skyldleika við Sig- urð prófast Gunnarsson áður á Hall- ormsstað. Greinin heitir „Det gyldne Nu“. Bátatjóri Timans er enn að bera sig saman við stórmenni liðinna alda. Nú tekur hann þá Skúla fógeta, Fjölnis- menn og Jón Sigurðsson og jafnar við sig. Skúli er frægastur fyrir bar- áttu sína gegn einokunarversluninni, en Tryggvi hefir verið formælandi nýrrar einokunar. Ekki er akyldleik- inn þar. Fjölnismenn eru frægastir fyrir endursköpun ritmáls og ljóða- gerðar. Tímagreinar Tryggva eiga þá eftir þessn að hafa lík áhrif á feg- urðarsmekk manna og ljóð Jónasar Hallgrímssonar höfðu á sínum tíma. Þá er Jón Sigurðsson. Ritstj. Tímans hefir áður, bvað eftir annað, borið sig saman við hann. En gott væri að £á nánari skýringar á því, hvað hon- um fyndist sérlega líkt með sér og þeim manni. Það eru aðeins vinsam- leg tilmæli, að hann skýri þetta nán- ar, þyí þótt einstakir gáfumenn, eins og t. d. Jónas frá Hriflu, sjái að líkindum skyldleika hans við þessa þrjá miklu en að mörgu leyti ólíku menn, Skúla, Jónas og Jón, þá er gaariigg^nmjBcnyiiWAA'iMi m- ’r'ftrrlltWreTrW ffnr Hérmeð tilkynnist að mín elsk- aða systir, Sigtíður Björnsdóttir frá Stóru-Mörk, andaðist á Vífil stöðum 20. okt. Jarðarförin fór fram 1. þ. m .kl. 1 frá fríkirkj- unni i Hafnarfirði. Ragnheiður Björusson Stóru-Mörk. Kaupmtnnum og Raupfólifnm f geffst nú kostur á góðum vörum með rýmilegu verði i Heildverzlun Garðars Gislasonar Hverfisgötu 4 svo sem: Hveiti 4 teg. Haframjöl Búðingamjöl Baunir Sagógrjón smá Kaffi „Rio“ 2 teg. Sykur, högginn og steyttur Brauð í kössum, margar teg. Kakao Te Gerduft „Royal“ Borðsalt Rúsínur Sveskjur Rjómi í % flöskum Bökunarfeiti 2 teg TÓBAK: munntóbak plötutóbak 2 teg. reyktóbak 3 teg. vindlar 5 teg. vindlingar margar teg. Ávaxtavín Ávaxtasafi, hindberja og jarðarberja Krydd ýmiskonar Dilkakjöt 1. fl. Fóðursíld í olíutunnum Sólaleður Skóhlífar Regnkápur Frakkar Kvenkápur Vefnaðarvörur ýmiskonar Aluminiumvörur Hóffjaðrir Skójárn Tjörukústar Axir og hamrar margar teg. Línsterkja Kerti 2 stærðir Þvottasápa Handsápa Ylmvötn Ofnsverta Baðlyf, Coopers, Baðduft baðkökur baðlögur Málningavörur Ritföng Pappírspokar Maskínupappír Smjörpappír Viðskiftabækur Veggfóður, margar teg. Blek Þakjárn nr. 24 og 26 Þakpappi 2 Þyktir Þaksaumur 2V2” Saumur ýmiskonar frá 1”—6” Stangajárn, sænskt Gáddavír Vírnet í steinsteypu Fiskilínur frá VA lbs. til 6 lbs. Netagarn 4 Þætt Þorskanet tilbúin Ullarballar 7 lbs. Umbúðagarn Olíulampar og raflampar Olíuofnar 30”’ með rauðum kúfli Olíuofnakúflar rauðir 30’” Gramophonar ,Elti-Nola‘ og ,Sonora‘ Þvottaskálar Vatnssalerni Bifreiðahringir og slöngur Varahlutir til bifreiða Ofnar og eldavélar og margt fleira. Símar 281, 481 og 681. Símnefni „Garðar“ : : I - \ "1 { J i 1 .. „IXION“ Cabin Biscnits (skipsbrauð) er búið til af mðrg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan «m borð i fiski- skipum. Fæst i ðllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hvcrri kðku. Vörumerkið „IXION“ i kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. fjöldi mamui svo heimakur, að hann sér þá alls ekki. Kaupgjald til sveita var miklu lægra nú í sumar, sem leið, en á und- anförnum árum. Merkur bóndi í Rang árvallasýslu segir, að þar eystra hafi vikukaupið verið hæst 55 kr., og bóndi í Húnavatnssýslu segir, að þar hafi venjulega vikukaupið verið 45 kr., aðeins hjá einstöku mönnum ver- ið hærra að mun. Hæsta kaup, sem hann viti til að þar hafi verið goldið, sé 60 kr. á viku. Úr Borgarfjarðarhéraði. Þar er ný- lega dáinn Þorsteinn bóndi Þórðar- son á Uppsölum í Norðurárdal, rosk- inn maður. Af Austfjörðum er það sagt, að þar hafi verið óvenjumikil snjókoma nú að undanfömu. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt að- alfund síðastl. laugardag. Fráfar- ar.di formaður, dr. Alexander Jó- hanntesson, baðst undan endurkosn- ingu og var kosinn í hans stað Vilhj. Þ. Gíslason. En ritari í stað V. Þ. G. var kosinn Gunnar Arnason frá Skútustöðum stud. theol., en gjald- keri endurkosinn Páll Pálmason cand. juris. í varastjórn voru endurkosnir Bjarni Jónsison frá Vogi, Sig. Egg- erz og Lárus Fjeldsted og endurskoð- ari Matthías Þórðarson þjóðmenja- vörður. Er því nú sem stendur sami formaður í öllum stúdentafélögum bæjarins, Stúdentafélagi Reykjavíkur, stúdentafélagi’ Háskólans og R. N. S. og stúdentaráðinu, og mun vera gert ráð fyrir meiri samvinnu milli félag- anna í vetur en áður, án þess þo að nokkurt félagið verði lagt niður. Þess má loks geta, að Stúdentafél. Reykja- víkur á hálfrar aldar afmæli 14. nóvember n. k. Prófessor Tuxen málari, er var gestur konungs í förinni hingað í sumar heldur í þessum mánuði sýn- ingu á málverkum og teikningum er hann hefir gert í ferðinni, hjá Berg- enholz í Kaupmannahöfn. Fiskúnálastjóriim norski varar við breytingunni. 30. september s.l. var rætt um útvíkkim landhelgislínunnar í Noregi í lögþinginu. Áður hafði Stórþinginu borist ávarp frá fiskimálastjóranum norska, er verslunarmálaráðuneyt- ið sendir. Birta norsku blöðin þetta ávarp nýlega. Standa mikl- ar umræður um málið meðal blaða og almennings þar í landi, og lít- ur út fyrir, að megn mótspyma sé hafin gegn útfærslu landhelg- islínunnar. Fiskimálastjórinn tekur fram, að í þassu efni komi mjög alvar- legt atriði til greina. Segir hann, að útanríkismálaráðuneytið hafi nýlega meðtekið bréf frá sendi- sveitinni norsku í Khöfn, og í því sé tekið fram, að málinu sé fylgt með miklum áhuga í Danmörku, að þar muni vera hafinn undir- búningur til að færa út að miklum mun landhelgislínuna við Færeyj- or og sömuleiðis við ísland, í því augnamiði að hindra veiðar er- lendra manna á þessum stöðum. Fiskiveiðastj órinn bætir þvi við, að fái Danmörk þarna tækifæri eða tilefni af fordæmi frá Noregi, þá geti það orðið óbætanlegt tjón fyrir fiskiveiðar Norðmanna. Sér- staklega komi það tilfinnanlega niður á gufuskipunum, sem fiski- veiðar stundi, því þau veiði fjölda mörg við Færeyjar og ísland. Og tæpara megi ekki standa með landhelgislínuna á íslandi, því að mikið af veiðinni sé fengið rétt ▼ið takmörk línunnar! Hann getur þess enn fremur, að 200 af 300 gufuskipum, sem stimdi veiðar í Noregi, sæki veiði sína til stranda annara landa. Hann endar með því að hvetja til fullkominnar varúðar í þess- um efnum. Og einkum að gera ekkert, sem geti orðið til þess að ísland og Færeyjar fái tilefni til þess’ að hamla veiðiskap Norð- manna á þeim stöðum. ------0------ Mont Everest. Það hefir síðast frést af enska leiðangrmum þangað, að þeir ferðalangarnir þykjast nú hafa fundið leið sem fær muni vera upp á toppinn. Er leið þessi norð- an í fjallinu og hefir hún verið rannsökuð upp að 23 þúsund feta hæð. Annarstaðar þykja engin til- tök að komast að komast upp á Lallstindmn fyrir hömrum og hengiflugum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.