Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.01.1922, Page 4

Lögrétta - 15.01.1922, Page 4
4 LÖOBJBTTÁ Framleiðslan, og sjerstaklega sú grein hennar, botnvörpungaútvegnr- inn, er öll óhöpp ríkisins á að bera, myndi verða œtlað að borga brús- ann. Þótt þessi atvinnuvegur sje nú svo sköttum hlaðinn, að hann eigi fái undir risið, mundi þó enn verða freistað að þyngja skattafargið, ef vörubannfæring Tímans nœði fram •að ganga. Afleiðing þessa er auðsæ. Fram- leiðslan stæðist ekki hinar auknu álögur, dýrtíS og atvinnuleysi yk- ist, og böl það, er þessu yrði sam- fará,' leggjast sem mara á landið, en þó sjerstaklega á Reykjavík. Þá er hjer er rætt um innflutn- ihgsbann, e5a innflutningshöft, má ekki bera það saman við slíkar ráð- stafanir annara þ.jóóa. Þær leggja höft þessi á í alt öðrum tilgangi. Hjá þeim er slíkt gert til þess, aö vernda iðnað landsins, sem oft er í hættu staddur, vegna samkepni samskonar erlends varnings. Þar eru þessi höft sett í sama tilgangi sem verndartollar. Hjer er engu slíku til að dreifa. Innflutningsbann þetta mundi engan atvinnuveg vernda; síður en svo. Það mundi stofna stærsta atvinnuvegi vorum, útgerð- inni, í þá hætfu, að undir hœlinn er lagt, hvort hann fengi undir risiö. Tíminn telur innflutningsbannið sparnaðarráðstöfun. Hjer er þó ekki sagður nema hálfur sannleikur. Eyðslumöguleiki einstaklingsins er eins mikill sem áður, svo aS engu er nær komist hinum raunverulega og einasta sparnaði, er að gagni kemur, en þaö er sparnaður einstakling- anna og ríkisins. Því er ekki að neita, aS ýmsar þjóðir hafa reynt bannleiðina til viðskiftajafnaðar út á við, en það er skemst frá að segja, að allar hafa þær horfiS frá þeirri stefnu, sem vitagagnslausri, enda ekkert borið úr býtum annað en þá reynslu, að þetta sje ekki rjetta leiðin. Má virða Tímanum það til vorkunar, þótt hann eigi trúi reynslu annara þjóöa, úr því að hann tekur ekkert mark á vorri eigin reynslu í þessu efni. Innflutningshöftin yrðu því að- eins einn voltakrossinn til, er nú á að ríöta til lækningar ástandi því, •ei ófriðurinn mikli hefir fært oss. Morten Ottesen. -------0------ Frá Danmörku. 11. jan. Inflúensan í Khöfn. Dagblöðin í Kaupmannahöfn skýra frá því í gær, að 1000 manns hafi veikst af inflúensunni þar og eru um 550 af þeim í tetuliðinu þar í borginni. Lögreglan hefir lokað opinberum danssölum og bannað allan dans í þeim. Kvik- myndahúsin hafa fengið skipun um að framkvæma fullkomna loft- ræstingu í kvikmyndahúsunum eftir hverja sýningu. Atvinnuleysið. Atvinnuleysið virðist faia vax- andi í Danmörku. Talið er að um 83 þús. manns h tfi verið atvinnu- lausir síðustu viku, og er það 4 þúsundum meira en vikuna áður, og um 30 þús. fleira en á sama tíma í fyrra. Stækkun norsku landhelginnar. „Berlingske Tidende” þykjast hafa fyrir satt, að af Dana hálfu hafi norsku stjórninni verið sent ávarp viðvíkjandi v hinni nýju stækkun landhelginnar við Noreg, þannig að hún verði 10 mílur, svo hægra sje að hafa eftirlk með á- fengissmyglun. Talið er að ávarp dönsku stjórnarinnar sje ekki mót- mæli gegn landhelgisstækkuninni en að þar sje bent á þær hindr- anir fvrir löglegum siglingum danskra skipa, sem stækkunin gæti haft. Utanríkisverslun Dana. Samkvæmt hagskýrslum fyrir fvrstu 11 mánuði síðasta áBs hafa Danir flutt inn vörur fyrir 125— 150 miljón kr meira en út var flutt. En árið 1920 var mismunur þessi 1327 miljónir og 1913 140 miljónir. Skuldir Dana erlendis. Hagstofan áætlar í skýrslu sinni fyrir 1921 að skuldir Dana erlend Er það alíka ha upphæð eins og fyrir ári síðan.. Seðlaumferðin í Danmörku. Á síðastliðnu ári hefir þjóð- bankinn danski dregið úr umferð 86 mi'lj. kr. af seðlum. Voru seðlar I umferð 556 milj. kr. í ársbyrjun, en 471 milj. í árslok. -------O- Dagbók 10. janúar. Púkinn. Þessi visa hefir blaðinu verið send: Gleði er iillu góðu fólki gremja Tímans. Rjeði vondskan, veit hver maður, væri púkinn eflaust glaður. Bæjarstjórnarkosningar hafa farið fram á Isafirði og Seyðisfirði. Á ísafirði voru kosnir: Sigurjón Jóns- son útgerðarstjóri, Vilmundur Jóns- son læknir og Eiríkur Einarsson. Á Seyðisfirði voru kosnir: Jón Jónsson í_ Firði, Gestur Jóhannsson og Sveinn ■Árnasop. Alþbl. segir, að tveir þeir síðarnefndu á báðum stöðunum sjeu sínir menn, en líklegast er að það sje lýgi, eins og flest annað, sem í blað- inu stendur. 1 dag fer fram kosning í Hafnar- firði og hjer í bænum 28. þ. m. 11. janúar. Apríl kom í gær frá Englandi. Skip verjar allir heilbrigðir. Lík hefir fundist í höfninni við leit að mönnunum tveimu,r er drukn- uðu af Haukstogurunum. Er áilitið að það sje af Eyþór Kristjánssyni vjel- stjóra. Jarðarför. I gær var jarðaður hjer Jón Tómasson frá Hrófá við Stein- grímsfjörð. Andaðist hann á Landa- kotsspítala, og hafði átt við lang- vinna vanheilsu að búa. Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur jarðaði. Bæjarstjórnarkosning í Hafnarfirði fór fram 10. þ. m. og voru kosnir ölafur Böðvarsson kaupm. og Gunn- laugur Kristmundsson kennari, hinn síðari af lista Alþ.fl. — Listar voru 5 Saga Borgarættarinnar hefir verið sýnd fyrir húsfylli tvö undanfarm kveld og verður sýnd enn í kveld í síðasta sinn. 12. janúar. Fisksalan. Þessir botnvörpungar hafa selt afla sinn í Englandi ný- lega: Austri fyrir 1600 pund sterl., Kári 1800, Geir 1700 og Ari rúm 1600. ’Egill Skallagrímsson kom af veið- um nýlega með 900 kitti. Hann kom með lík Bárðar Sigurðssonar, þess er druknaði á Flateyri í fyrra mánuði Hann var háseti á Agli. 13. janúar. Dánarfregn. 9. þ. mán. andaðist úr lungnabólgu Elís Jón Jónsson bóndi að Ballará í Dalasýslu, dugn- aðar bóndi fimtugur að aldri. Hann lætur eftir sig ekkju og 7 börn flest uppkomin, meðal þeirra er Sigríður kena Stefáns skálds frá Hvítadal. Siglingar. Botnia fer frá Kaup- mannahöfn í dag áleiðis hingað. Lagar- foss hefir sennilega lagt á stað frá New-York j gær. Goðafoss kom til Kaupmannahafnar í fyrradag. Borg fór f’rá Bareelona áleiðis til Lissabon í gær. Gullfoss á að fara frá Khöfn 17. þ. m. V * I 4 -------0------- Dragnótaveiðai*, Gísli Johnsen konsúll hefir nú1 gert ráðstafanir til þess að reyna duagnóaveiðar við Vestm.eyjar og ætlar að gera út einn bát til þess, að stunda þær. Með Botníu næst á hann von á dönskum manni sem kann þessa veiðiaðferð, og á hann að hafa þar stjóm á hendi. Segir konsúllinn, að ef þessi veiði- aðferð hepnist hjer, sem hann væntir að verði, sje um stórmikinn sparnað að ræða. Fyrst og fremst sparast vinnan við að beita lóð- irnar, og í öðru lagi sparist kaup á beitunni, sem nemur um 2000 kr. á hvem vjelbát. Yið hvem vjelbát, sem veiði stundar, með þeim tækjum, sem nú tíðkast hjer þarf 8 manna vinnu, en aðeins 4 manna vinna við bát, sem stundar veiði með dragnót. Getur því dragnótaveiðin svarað kostnaði þótt mun minna aflist á bátinn en með hinni veiðiaðferðinhi. Bjarni Þorkelsson skipasmiður segist hafa kynt sjer nokkuð drag- nótaveiðar á ferðum sínum um j Jótland 1906 og 1910, en þá voru dragnætur aðeins notabar við kola- veiðar. Hann keypti nokkru síðar dragnót frá Helsingör nótavinnu- stöð og reyndi hana með Páli heitnum Einarssyni frá Hvassa- hrauni í Viðeyjarsundi, og fengi þeir í hana mikið af sandkola.. Síðan reyndi Páll nótina við þorsk- veiðar hjer úti í flóanum. Fjekk hann mikið í fyrsta drætti. En í öðrum drætti rifnaði nótin, því þaö var venjulegkolaveiðanótogekki gerð til annara veiða. Páll drukn- aði nokkru síðar, og segir B. Þ. að þess vegna hafi ekki orðið úr því, að frekari tilraunir væru þá gerðar hjer með dragnótaveiðina. -----0----- Loftárásir. Engri borg reyndu Þjóðverjar jafn þráfaldlega að granda með lðftárás- um á stríðsárunum eins og London. Árangurinn varð ekki að sama skapi og skemdir þær, sem Þjóðverjar unnu á borginni námu ekki eins miklu og kostnaðurinn við flugferðimar til Eng lands. Samkvæmt skýrslum, sem nú hafa verið gefnar út um loftárásirnar, hafa 174 hús verið gereyðilögð og 619 mik- ið skemd, en nokkur þúsund hús skemd smávægilega. Meðal skemdra húsa var aðalsímastöðin, jámbrautar- stöðvaraar í Liverpool Street og St. Paueras og St. Páls kirkjan. Skaðinn er alls metinn á 2.042.000 sterlings- pund. Mannskaðinn við loftárásirnar var mikill. 524 manns mistu lífið og 1264 særðust. En í öllu Englandi ljetu 1570 manns lífið við Ioftárásir en Flöaáveituf élagið Aðalfundur t Flóaáveitufjelaginu verður haldinn í húsinu Fjölni á Eyrarbakka föstudaginn 10. febr. næstkomandi kl. 12 á hádegi með þessari dagskrá: 1. Skýrt frá hag og framkvæmdum fjelagsins á liðnu ári. 2. Lagöiv fram til úrskurðar endurskoðaöir reikningar fyrir sama ár. 3. Kosin stjórn og varastjórn áveitufjelagsins og 2 endurskoðunarmenn reikninga. 4 Rædd og tekin ályktun um önnur mál, sem áveituna varða. Stóra-Hrauni, 6. janúar 1922. Félagsstjónnin. Ofnar og eldavélar frá Bornholm. Þvottapottar, skipsofnar, hnérör, eldf. leir og steinn. Kolakörfur. H.f. Carl Höepfner. Aveitumælingar. Allir þeir aem óska eftir að Búnaðarfélagið gangist fyrir mælingum til áveitugjörðar eða^annara jarðarbóta á næsta sumri, verða að gera félaginu aðvart fyrir 1. mars næstk. Vegna þess hve umsóknir eru örar um mælingar þessar og starfskraftar fé- lagsins takmarkaðir, geta engir sem senda umsóknir sínar seinna, vænst þess að hægt verði að sinna þeim á næata ári. Búnaðarfélag Islanðs. Þeir sem ætla að fá sér tilbúinn áburð og fræ fyrir vorið, sendi félaginu pöntun fyrir lok janúar- mánaðar. Fiskilínur enskar, úr ítölskum hamp, 1 */a. 2> 2V2> 3, 3Va, 4 og 5 lbs., bestar og ódýrastar hjá Hf. Carl Höepfner, Reykjavík. 4041 særðust, og kemur því þriðjung- ur á Lundúnaborg. -Miklu fleiri láta lífið við slys á götum borgarinnar á einu ári, en alls við loftárásirnar þau þrjú ár, sem þær stóðu yfir. Árásirnar höfðu enga hernaðarlega þýðingu, Iiið eina sem með þeim vanst var það, að drepa og særa saklaust fólk, sem engan þátt tók í ófriðniiyi- -O Gröf Sverris konungs. Yið svokallað Ahlefeldts-virki hjá Bergen var verið að grafa fyrír járn- braut nóvembermánuði síðastliðnum. Rákust menn þá á grunn Kristkirkj- unnar fornu, sem rifin var árið 1530 af ljensherranum í Bergenhus. í þessari kirkju var legstaður Sverris konungs að því er segir í gömlum sögum, og ýmsra annara höfðingja frá fyrri tímum. Hefir mönnum eigi verið kunnugt um, hvar kirkja þessi hafi staðið, þangað til nú að rústir þess- ar fundust og koma þær heim við lýsinguna á kirl^unni. Mannabein hafa fundist í rústunum, þar á meðal stórir mannskjálkar og ýmsat fornar minjar voru á sama stað, svo sem járnmjel úr beisli. Fornleifar þessar voru aðeins ,einn meter undir yfir- b< rði jarðar. --------0------- Timamolar. Tímanum er tíðrætt um lau) vmsra opinberra starfsmanna og þyk ir þau of há. Ekki skal um það deil hjer, en vill hlaðið ekki gera svo ve og upplýsa um laun starfsmanna Sam bandsins til samanburðar. Það er sei sje sagt, að launin þar sjeu ekkei smáræði. Það er sagt að þar sje menn með 12000 kr. launum og jafr vel hærri, sem litlum tíma hafa vari til undirbúnings starfs síns. Er þett satt ? Er þetta satt, að slíkir men hafi 2000 kr. meiri laun en ráðhen arnir ? Hjer er ekki átt við aðalfran kvæmdarstjórann. Tíminn segír, að bráðum kor Landsreikningufinn fyrir árið 192 Hann kom í október í haust og < endurskoðaður fyrir alllöngu. Þf verður ekki sagt að Tíminn sje ui dan tímanum. N. -0-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.