Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.02.1922, Blaðsíða 4

Lögrétta - 11.02.1922, Blaðsíða 4
\ I LÖOBJBTTA Húsnæðisekla og atvinnuleysi á Isafirði. Vegna húanæðiseklu og almenus atvinnuleysis hjer i bænum í vetur og yfirvofandi atvinnuleysis i vor, vill bæjarstjórnin taka utanhjeraðsmönnum alvarlega vara fyrir að flytjast búferlum hing- að til bæjarins, eða koma hingað til að leyta sjer atvinnu. Um leið ekorar bæjarstjórnin á alla atvinnurekendur bæjar- ins, stærri sem smærri, að láta bæjarmenn sitja fyrir atvinnu sem þeir hafa ráð á. Bæjarfógetinn á ísafirði, 6. febr 1922 Oddur Gislason. meðal annars, sem segja má safni Jacobsens til hróss. Þar sjest ekk- ert af þes'su nýtísku fálmi, enginn expressionismus o. þvl. Það væri mikið efni í stóra bók, ef lýsa skyldi Höfn og öllum þeim fjársjóðum,. sem þar eru sasnan komnir. Slíkt hefir mjer ekki kom- ið rtil hugar, þó drepið hafi jeg á fátt eitt, sem fyrir augun bar í jætta sinn. Þvi miður hafði jeg rninna gagn af þeim dögum sem jeg dvaldi þar en jeg vildi, vegna þess að menn voru fjarverandi, fluttir upp í sveit í sumarhitun- um. --------e------, Erl. símfregnir. Kköfn 6. febr. Nýr páfi. Ratti kardináli er kjörinn páfi -og heitir Pius ellefti. Hörkufrost. Hörkufrost og al-teftar innan- lands siglingar (í Danmörku). Lagis í sundunum Kattegat og Skagerak. Verkfall í Þýskalandi. , Þýska verkfallið eykst. -----0----- Þingmenskuafsal. Stjómarráðið fjekk 7. þ. rn. svohljóðandi símskeyti: Þareð jeg finn að theilsan leyfir mjer ekki um sinn að taka þátt í þingstörfum á þann hátt, sem jeg vildi, leyfi jeg mjer hjermeð iað tilkynna stjórnarráðinu, að jeg legg niður þingmensku fyrir Vest- urskaftafellssýslu kjördæmi og vænti að aukakosning fari þar fram sem fyrst. Staddur í Vestmannaeyjum. Gísli Sveinsson, sýslumaður. --------»------- [iiðna árið. Sjeð frá verslunar- og viðskifta- legu sjónarmiði byrjaði árið mjög óhagstæðlega sjerstaklega fyrir all an útflutning. Afleiðingar af bankakreppunni, sem fyrst gerði vart við sig hjer á landi fyrripart árs 1920, urðu nú skýnari og greinilegri, og geng- isbreytingar svo stórstígar og huaðfara, áð það var miklum erf- iðleikum bundið að taka afstöðu t*! erlendra viðskifta. Pund ’sterling, sem hjer má nú kalla aðalmælikvarða peninga- gildis, hafði frá miðju sumri 1920 staðið mjög hátt, og gilti að með- altali 23.50—25.50 ísl. kr. fyrir pund, en upp úr áramótunum, þó sjerstaklega í febrúar, fer pundið mjög lækkandi, og jafnvel niður að sannvirði. Af fyrra árs (1920) afurðum vorum, var talsvert óselt í byrj- un ársins, sjerstaklega fiskur, síld og ull, og þegiar nú hjelst í hendur að eftirspurnin var engin, en fram boðið talsvert, og lækkunin á pund inu jafn tilfinnanleg, varð það þegar sjáanlegt, upp úr áramót- unum, að mikið tap mundi verða á þeim ísl. afurðum, sem óseldar voru. En því miður vanta enn skýrslur um útflutning fyrra árs afurðanna, en með síldinni, sem aldrei seldist, tel jeg víst, að á- áætla megi tap á þessum útflutn- þetta ár, ea. þrjár miljónir. Fiskurinn, sem undanfarið hafði verið U ca. 250 kr. skpd., seldist endaniega ekki yfir 170 til 180 kr., en tap það, sem fiskiútflytj- endur, sem keypt höfðu upp af framleiðendum, urðu fyrir, var stórkostlegt, því þar fór saman markaðsverðfall og tvöfalt geng- isspursmál, sem sje lækkun punds og spanskrar og ítalskrar myntar. Miðað við alment verð 1920, má áætla bap á óútfluttum fiski, sem kemur að meira eða minna leyti þeta ár, ca.t þrjár miljónir. Um síldina er það skemst að scgja, að það sem óselt var í byrj- nr. ársins, seldist aldrei, en hlóð á sig áframhaldandi kostnaði; en beint tjón af þessum lið má víst reikna 2—3 miljónir. Lýsisverslunin, sem undanfarið hafði verið í mestu óreiðu, fór einnig versnandi, og bæði fyrra árs og þessa árs byrgðir seldust aðeins með stórtjóni. Þá urðu landbúnaðarafurðirn- ar, sem óseldar voru, eigi betur úti, en svo má segja að þær væru mest allar óseldar í ársbyrjun, að undanteknu kjötinu, en verð- fallið á ull og gærum stórkost- legt. Verðfallstap á þessum út- flutningi má eflaust reikna upp að 3 miljónum. Saltkjöt hefir fallið til stórra muna; er nú eigi seljanlegt hærra en 110—120 danskar krónur, og því miður munu talsverðar byrgð- ir óseldar enn. Aftur á móti hækkaði síldar- verðið þegar leið á haustið og verðið ko'mist jafnvel upp í 55 aura danska, en síldin mun nú öll seld, og mun útgerð þessi í ár, tekin upp til hópa, hafa bor- ið sig. Fiskmarkaðurinn hjelst nokkurn veginn óbreyttur til áramótanna, þrátt fyrir nokkra stcðvun um eitt skeið, og má víst fullyrða, að framleiðendur hafi allir selt byrgð ir sínar, og það sæmilegu verði, enda þótt erlendir fiskiútflytjend- u’ munu hafa átt ein 30 þúðund skpd. liggjandi hjer í landi um áramótin. Óverkaði fiskurinn frá seinni parti sumars og undan haustinu roun þó enn að mestu óseldur í höndum framleiðenda, og hefur reynst örðugt að fá föst tilboð í hann, enda þótt það, sem sent hef- ir verið óselt á opinn markað, hefi selst sæmilega, þegar tillit er tek- ið til hins breska gengis hjer. Ull og gærur hefur hvorttveggja selst, sumpart til Ameríku,sumpart 1*1 Norðurl.,' en verðið h'fir verið ligt. Meðalverðið á vorullinni mun eigi hafa farið fram úr 2 kr. á kíló, komið utan, en á gærum tæp ein króna fob, en hvort tveggja þetta mun langt undir framleiðslu- kostnaði. Það er því í augum uppi, að landafurðimar hafa orðið mun ver úti en sjávarafurðimar, sem segja má að yfirleitt hafi selst fyrir framleiðslukostnaði; en til að á- adla tap landbúnaðarins hefi jeg eigi gögn fyrir hendi, en senni- lega er það ekki undir 2—3 milj. Ef telja má að fmmanritaðar tölur sjeu eigi mjög fjarri sanni, e: þá hallinn af tveggja ára fram- leiðslu tveggja aðalatvinnugreinia vorra áætlaður 10—12 miljónir. Hjer þó aðeins að' ræða um beint framleigslutap, án þess að tekið sje tillit til halla þess, sem útlendir afurðakaupmenn án vafa hofa á þessum árum, og eigi held- ur til verðrýmunar, sem orðið hef- ir á öllum eignum þeirra framleið- enda, sem hjer eiga hlut að máli. Frá byrjun viðskiftakreppunnar og til þessa tíma hefir innflutn- ingur til landsins verið miklum erfiðleikum bundinn, fyrst 1920 vegna innflutningshamla og er- lendrar gjaldeyrisvöntuniar. Inn- fiutningshömlunum var þó að mestu leyti af Ijett á síðasta þingi; en þó að kanske megi áætla, að innflutningur hafi aukist fyrst í stað við afnám þessara hafta, er þó hitt staðreynd, að síðari part áisins 1921 hefur allur innflutn- ingur stórkostlega minkað og tak- markast, enda nú svo komið, að jafnt innlendur sem útlendur gjaldeyrir er lítt fáanlegur. Þó er það svo þrátt fyrir mikl- ar takmarkanir, að enn er það ým- islegt flutt inn, sem betur mætti kyrt liggja, en hjá slíku verður aldrei komist, hverjar ráðstafau- ii’ sem gerðar verða. Á hinn bóg- inn hefur innflutnigur nauðsynja ti1 þessa ætíð verið nægilegur. Það sem aðallega hefur einkent þetta viðskiftaár, er sú óþekta nýjung hjer, að íslenskur gjald- eyrir hefur losnað úr sínu fyrra samhandi, þrátt fyrir mótspyrnu hins opinbera og bankanna; má nú fullyrða að sjergengi sje nú komið á peningiagildi vort, en þetta hefir haft þau áhrif á öll viðskifti, sem aldrei 'hafa áður þekst hjer, og sem enn er eigi fullsjeð fyrir end- ann á. Má í þessu sambandi geta þess, að fiskverðið síðari part ársins stjórnaðist eingöngu af gengismun því heimsmarkaðsverðið var og er enn svo langt fyrir neðan innlenda verðið, ef íslensk króna hefði stað- ið í sínu fulla gildi, eða í venju- ltgu samræmi danskrar krónu við pi.nd sterling. Hve lengi hægt verður að spyrna á móti opinberu gengi, skal engu um spáð, en álitlegar upp- hæðri hljóta það að vera, sem bankarnir hafa beinlínis grætt af þeim viðskiftamönnum sínum, sem skuldbundnir voru að skila þeim erlendum gjaideyri, er þeir fengu fyrir afurðir sínar. — Vakti þessi krafa bankanna talsverða óánægju of’ hefur eflaust mikið ýtt undir gengisbrask það, sem mjög svo hefur verið áberandi rfðari part áisins. Það eru og einkenni þessa árs, hve öll viðskifti hafa verið í mik- illi óvissu og yfirleitt gengið treg- lcga. Yfirvofandi tollsiamningar við Spán gerðu sitt í þessa átt, enda þótt til þessa tíma hafi bet- ur rætst úr en áhorfðist. Tíðarfar ársins, afli, heyskapur og nýting, hefir alt verið betra en í meðallagi. Þrátt fyrir hvers konar sölu- bæfileika, verðföll o. fl., munu þó sskir standa svo, að nær allar af- urðir undanfarinna ára eru nú seldar, og því aldrei betri tæki- færi en einmitt nú til þess að fá heildaryfirlit yfir hag landsins yfirleitt. Landsreikningurinn og rtikningar bankanna ættu nú að vera svo langt komnir, að kom- andi þing geti fengið þá til at- huyunar, cg vonandi snúast ein- stakir kaupsýslumenn svo við á- skorun Hagstofunnar, um við- skifti þeirra við útlönd, að úr plöggum þessum megi vinna held- aiyfirlit yfir hag landsins, — að minsta kosti í.t á við. Ó. P. (Verslunartíð.) ------o-----— Dagbók. 7 febrúar. Síríus á að leggja af stáð í fyrstu ferð sína á þessu ári 3. apríl frá Bergen. Á skipið að fara alls 8 ferðir á árinu. Flutningsgjöld f jelagsins hafa verið lækkuð um 25% frá því sem var í fyrra. Belgaum seldi afla sinn í Englandi á laugardaginn fyrir 2236 sterlings- pund. „Arkir1 ‘ heitir nýtt tímarit, sem vcrið er að byrja á hjer í bænum. Það á að flytja skemtisögur, myndir og ýmsan fróðleik, koma út fyrst um sinn einu sinni á mánuði, 16 blað- síður tvidálkaðar í stóru broti. Ólafsmálin. Dómur er nú fallinn í málunum út af uppreisn Ólafs Frið- rikssonar gegn lögreglunni í nóvem- ber í haust. Ól. Friðriksson dæmdur í 6X5 daga fangelsi við vatn og brauð, Hinrik Ottósson í 4X5 Idaga, Markús Jónsson, Reiniar Eyjólfsson og Jónas Magriússon í 3)ý5 daga. Ásgeir Möller var 6. maðurinn, sem mál var höfðað gegn af rjettVísinn- a> bálfu, en hann hefir verið sýknað- ur. Inflúensan. Vegna þess að grunur lf-'kur á, að inflúensan muni ef til vill vera komin hjer í bæinn, hefir vcrið gefin út skipun um að banna alla dansleiki hjer í bænum og lög- sagnarumdæminu, einnig innan fje- laga. , Lord Minto heitir enskur botnvörp- ungur, sem hingað kom á sunnudag- ir.n. Var hann með slasaðan vjelstjóra Gufupípa hafði sprungið og vjelstjór- inn meiðst á höfði. Var 'hann flutt- ur á sjúkrahús. Pjetur gautur (Per gynt), hiðfræga skáldrit H. Ibsens, sem Einar Bene- diktsson þýddi á íslensku fyrir mörg- um árum, er nú komið út í annari útgáfu á kostnað Sigurðar Kristjáns- senar bóksala. Fyrsta útgáfan kom út í aðeins 30 eintökum, og var prent- uð sem handrit, o gkostaði hvert ein- tak 100 kr. Hefir sú útgáfa, eins og gefur að skilja, aðeins verið í mjög fárra manna höndum. Þessi nýja út- gáfa er vönduð og þýðandinn hefir endurskoðað verk sitt og breytt því á nokkrum stöðum. Þetta er stór- merkilegt rit, og þýðingin er bæði mikið verk og vel af hendi leyst. 9. febrúar. Tvær íslenskar stúlkur, sem fóru til Ameríku með Lagarfossi um dag- inn, fengu ekki landgöngu þar, og komu þVí aftur með skipinu til baka. Engin uppreisn varð í New York út af þessu. Ást á fangahúsinu. Nýlega kom maður nokkur inn í búð við Grettis- götu, og bað búðarþjóninn að lofa sjer að skrifa brjef þar í búðinni. Hann kvað það vellcomið og vísaði honum á púlt innan við liorðið. Stuttu eftir að aðkomumaður er byrjaður að skrifa, bregður búðarþjónninn sjer 1 afherbergi eftir kolum 'í ofninn, og var hann stutta stund burtu. Þegar hann kemur aftur í búðina, kveðst gesturinn verða að haetta við brjefið — hann sje orðinn of seinn. Og kveður og þakkar fyrir sig. Litlu síðar tekur búðarþjónninn eftir því, að horfinn er úr púltinu lítill pen- ingakassi, sem í áttu að vera 100 'kr. Hann sagði lögreglunni til þjófnað- arins. — En sama úag og þetta gerð- ist var manni einum slept úr fanga- húsinu kl. 8 að morgni, sem búinn var að vera þar tilsettari tíma í það sinn. Lögreglan fekk þær upplýsingar, að kassanum hefði Verið stolið kl. 10, Hiin fek'k strax grun á þessum manní og náðist hann kl. 12. Hann meðgekk umsvifalaust að hafa stolið kassan- um 2 klukkustundum eftir að hann; fór úr fangahúsinu fyrir annan þjófn- að. Og var því „settur inn“ upp á nýtt. Er þetta maður, sem svo mikla ást ber til fangahússins, að lianni er hvað eftir annað tæplega slopp- inn úr tugthúsinu fyrir einn þjófnað- inn, þegar hann iiyrjar á öðrum — sennilega til þess að komast inn aftur. G-oðafoss kom um hádegi í gær frá útlöndum norðan og vestan um land. Farþegar voru margir, og voru meðal þeirra þingmennirnir Sig. Stefánsson,- Jón Auðunn Jónsson, Þorleifur Jóns- son, Sveinn Ólafsson, Þorst. M. Jóns- son, Sig. Jónsson fyrv. ráðherra, Sig- urjón Friðjónsson, Þórarinn Jónsson,. Einar Árnason, Guðm. Ólafsson og Magnús Pjetursson, Einar Metúsal- emsson heildsali, Sveinn Árnason yf- irfis'kimatsmaður, Hermann Þorsteins- son kaupm., Sig. Vilhjá'lmsson kaup- fjelagsstjóri, Jón Bergsveinsson yfir- fiskimatsmaður, Árni Jónsson kaupm. frá Hjalteyri, Þormóður Eyjólfsson- kaupm., Páll Halldórsson framkv.stj. ungfrú Anna Pálsdóttir, frú Thorar- ensen frá Siglufirði, ungfrú Kristín Eggertsdóttir, síra Hálfdan Guðjóns- son frá Sauðárkrúki og frú hans. Sjötíu og sex ára afmæli átti Egg- ert Laxdal kaupm. frá Akureyri f gær. Hann dvelur eins og kunnugt er hjer í bænum í vetur. Nýja hólvirkið. f gær lagðist skip í fyrsta sinni að nýju uppfyllingunni að austanverðu í höfninni. Var þaði íslands Falk. Þingmennirnir Stefán Stefánsson frá Fagraskógi og Jón Sigurðsson á Reynistað koma báðir landveg að norðan og munu koma til bæjarins með Skildi, er hann kemur næst frá Borgarnesi. M. Meulenberg prestur ritar í síð- asta tbl. Bjarma um nýlátna páfann,. Benedikt XV., og getur þess m. að hann hafi látið í l.jósi áhuga á íslenskum málum, og vitnar bar f ummæli eftir Sven ritstjóra Poulsen,. sem áður hafa staðið í blöðum hjer., Ln Meulenberg prestur bætir því við, að þetta sje engin nýjung um páf- ar a. ,,Leo páfi XIII. hafði t. d. lagt stund á fommál vort og kunni utan- bókar langa kafla úr Eddu“, segir hann. — Annars hrósar hann Bene- dikt páfa XV. fyrir margt, en sjer- staklega fyrir öll afskifti hans af ófriðarmálunum. Þingkosning í Vestur-Skaftafells- sýslu á að fara fram 15. næsta mán- aðar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.