Lögrétta - 14.03.1922, Síða 3
L
8
i
iheimsins fluttist um stundarsakir
frá London til New York.
En Bretar mistu ekki sjóniar á
takmarki sínu. Forvextirnir, sem
fyrir ófriðinn höfðu árum saman
verið undir 5% voru hækkaðir
upp í 6 og síðar upp í hámarkið,
7%. Onnur ríki komu á eftir. Af
gömlum vana hiagaði forvaxtahæð-
in sjer eftir Englandshanka. En
það sem mestu varðaði fyrir Eng-
lendinga var að stemma stigu fyr-
ir peningaverðfallinu eða vöruverð
hækkuninni, sem var erfiðasti
þröskuldurinn fyrir sigri í sam-
kepninni við Ameríkumenn, Og
þetta tókst. Vöruvérðið lækkaði
mánuð eftir mánuð, og loks gat
Englandsbanki lækkað hina háu
forvexti sína. Nri voru háir vext-
ir ekki orðnir nauðsynlegir til
þess draga úr eftirspurn eftir
peningum, f járhættufíknin, ‘sem
hlómgást hafði á ófriðarárunum,
var horfin.
Svo fóru vextirnir að lækka,
New York hyrjaði og vár í hroddi
fylkingar. Þegar Federal Reserve
Bank í New York setti forvextina
niður komu Englendingar og aðr-
ir á eftir. En Englendingar gátu
eki fylgst með. Það er orðið langt
síðan forvextir Bandaríkjanna
urðu 4V2% en í Englandi varð þetta
ekki fyr en eftir mið.jan febrúar.
Er vert að veita því athygli, að
enska lækkunin kom ekki fyr en
eftir lað dollaragengið hafði lækk-
að að miklum mun. Samkvæmt
markmiði sínu í peningamálum
mega Englendingar ekki haga for-
vöxtum sínum þiannig, að þeir
hindri fall dollarsgengisins. Ster-
lingspundið hefir — þó það sje
ennþá pappírsgjaldeyirir — nú
þegar unnið mikið aftur af því,
sem það hiafði tapað. Englend-
ingar eru aftur orðnir heimsversl-
unarþjóð, en takmarkinu er ekki náð
fyr en gengi dollarsins í London
er orðiö eins lágt og það var fyrir
ófriðinn og pundið komið í um-
ferð á ný. Þegar svo er komið er
peningastyrjöldinni rnilli Bretia
-og Ameríkumianna, um fjármála-
yfirráðin í heiminum, lokið. Því
fjármála- og bankamálaskipulag
Breta er of sveigjanlegt, rótgróið
og heiðarlegt til þess að það verði
brotið á hak aftur af öðrum eins
hyrjendum í peningamálum og
Ameríkumenn eru. Landfræðislega
Englands, heimsveldið og flotinn
skapa London eðlilegan öndvegis-
sess í peningamálmn heimsins.
„Fyns Venstreblad“.
Arthun Nikisch,
Geheimrat Professor Dr. h. c.
Allur menningarbeimur syrgir
konung orkestursstjórnarinnar. —
Annnar slíkur ér ek'ki til.
Arthur Nikisch fæddist þ. 12.
okt. 1855 í Lebeny Szent Miklos
(í Ungverjalandi). 11 ára gekk
bann inn í tónlistarháskólann í
Wien og stundaði þar nám í 8
ár. Tók hann þá að hafa samvinnu
með ýmsum orkestrum m. a. við
borgarleikhúsið 1 Leipzig. Hann
vakti sífelt meiri athygli og 1889
var hann ráðinn stjórnari sinfóníu-
hljómleikanna í Boston. Fjórum
árum seinna varð hann forstjóri
óperunnar í Budapest, en árið 1895
var honum veitt stjórnarastaðan
við Gewandhaushljómleikana í
Leipzig og henni hjelt hann til
dauðadags. Auk þessarar aðalstöðu
sinnar var hann ráðinn fastur
stjórnari við bestu orkesturshljóm-
leikana í Berlín, Hamborg, Pjet-
ursborg og víðar. í öllum menn-
ingarlöndum hefir hann stjórnað
ox-kestrum. Á stríðsárunum ferð-
aðist hann með „Berliner Phil-
harmonisches Orchester' ‘ til Norð-
urlanda, Þá voru eflaust miargir
Hafnar-íslendingar, sem ekki sáu
eftir tíu krónum í aðgöngumiðann.
IJm lí'kt leyti ferðaðist hann með
„Leipziger Gewandhausorchester‘ ‘
og kórsöngsfjelaginu ,Bach-Verein ’
til Sviss. Margir Ijetu þá sannfær-
ast um að Þjóðverjar væru ekki
glæpalýður. Eftir stríðið var hann
í fyrravor ráðinn til Róm (þýsk
tónverk) og til Kristjaníu (11
hljómleikar). Um sumarið stjórn-
aði hann 15 hljómleikum í Buenos
Aires. í október kom hann aftur
til Leipzig og stjórnaði þar viku-
lega heimsins frægustu hljómleik-
um, þar til hann í byrjun janúar
lagði hljómstafinn fyrir fult og
alt úr hendi sjer. Hann hafði ver-
ií r'áðinn til hljómleika í ýmsum
löndum (líka í Englandi og Norð-
urameríku) á næstu árum, en ör-
lögin hafa rofið þá samninga.
Listareinkenni A. Nikischs komu
skýrast í ljós í verkum seinni
tíma, Verk Tschaikowskys, Bruck-
ners og Mahlers geta naumast
fengið áhrifameiri meðferð en
undir höndum hans. Hljómfegui’ð
og hraðatjlbreytingar voru honum
aðalatriði. Hið ytra hvíldi yfir
honum ró. Með augnatilliti gaf
hann leikurunum merki, enda
hafði hann oftast ágæt orkestur
undir höndum. Hann hikaði ekki
við að nota góðan listskilning leik-
aranna og lagaði oft meðferð sína
eftir því. Hamx hlífði leikurum
sínum og ljet sjaldan á sjer finn-
ast ef honum þótti. En frá honum
streymdi töfrakraftur, sem átti
suðrænan eld, ástríki og höfðings-
tign. Andi ljóssins hvxldi ýfir óað-
skiljanlegri heild, orkestri og
•stjórnara. Einhver veigamesta
starfsemi Nikischs var að ryðja
verkum A. Bruckners braut. Þeim
var áður tiltölulega lítill gaumur
gefinn, en fyrir nokkru mátti
heyra allar sinfóníur hans (níxx að
tölu) á einum vetri í Gewand-
haus. Eilífðarþráin og trúarandinn
sem í þeim býr, einkendi síðustu
starfsár Nikischs.
í.mianninum Arthur Nikisch
birtist ljúfmenska og hógværð
samfara konxxnglegu valdi. Líf
hans var samfeld sigurför. Járn-
vilji og óvenjulegt líkamsþol
studdu hann. Það kom mönnum
því mjög á óvart, þegar hann
lagðist veikxxr af inflúensu þeirri,
sem geysar um heiminn. í 25 ár
hafði það ekki komið fyrir að
hann vetkinda vegna gæti ekki
stjórnað Gewandhaushljómleikum.
Veikin lagðist á hjartað. Það
frjettist að hæta væri á lífi hans.
Með lxxxgró og blíðuviðmóti lá
meistarinn á heimili sínu, kallaði
til sín fjölskyldu sína, kvaðst vita,
að hann mxxndi ekki aftur rísa xxr
rekkju, og ráðstafaði útför sinni.
Við bálför hans skyldu ekki aðrir
vera viðstaddir en náixustu ætt-
mgjar hans og vinir, ásamt Ge-
wandhausorkestrinu. Engiixn söng-
xxr skyldi við hafðxxr, enginn saixx-
leikur gerður nemia „Hymnus“
fyrir 12 cello eftir Julius Klengel.
Meistarinn bað þess að engar ræð-
ur skyldu haldnar, en son sinn dr.
jur. Nikisch bað hann að mæla
„nokkur vingjarnleg orð“. Fjöl-
skyldan vænti batans, en það varð
sem sjúklingurinn sagði. Allan
legutínxann (hálfan mánuð) heyrð-
ist ekki kvörtunarorð af hans vör-
um. Hann horfðist í augu við
daxxðann með söinu sigurvissunni
og hann hafði starfað. Enn eitt
dænxi þess, að eingöngu miklir
m e n n geta verið miklir lista-
menn. Mánudagskvöldið þ. 23. jan.
sofnaði xneistarinn og vaknaði1
aldrei aftxxr. KI. hálf níu var hann
dáinn.
Næsta morgun á að vera orkest-
ui'sæfing í Gewandhaxxs. Stjórnari
xxr annari borg á að undirbxiia
næstu hljómleika. Haxrn verður að
tilkvnna leikurunum lát foringj-
ans. Þá tárast kai'lmenn, taka
hljóðfæri sín og búast til heim-
ferðar. Á Gewandhaus fyrir neðan(
áletrunina „Res severa verum gau-
dium“, hangir fáni í hálfa stöng.
Hvergi er um annað talað. Næsta
dag eru blöðin full af greinum um
listamanninn. Sorgar- og minning-
axhátíðir eru haldnar í ýmsum.
borgum. Frá útlöndum berast siarn-'
úðarfregnir. Einnig þar er meist-
arans minst á marga vegu.
N æstxx Gewandhaushlj ómleikum.
ex breytt í sorgarhátíð. Á svört-
um stalli fyrir neðan orkesturs-'
pallinn stendur marmarabrjóst-1
mynd Nikichs eftir Lederer skreytt i
lárviðarlaufum. 1600 manns minn-1
ast hiiis látna með því að stúnda
upp. Kyrð. Beéthovens „Coriolian-|
Overtúre" gefur örvæntingunni
lausan taunxinn. Fjórir biblíusöngv-
ar (Salom. kap. 3—4, Jesus Sir.
kap. 41 og fyrra Koiúntubrjef
Páls kap. 13) eftir Brahms ern
sungnii*. Tónlistin leysir alla sál-
arfjötra, Karlar og' konur sjást
gráta. Hrygðin nær svo ialment
tökum á mönnum, að þeir forðast'
að líta hver framan í annan. —
Orkestursleikararnir sjást roðna'
og fölnia, á víxl. Þeir leika nú
standandi sorgargöngúlagið xir
Eroicasinfóníu Beethovens. Sorgin
virðist hafa lamað þá svo að þeim
verður ekki greitt um tónana. Há-
tíðinni lýkur og salurinn tæmist
hljóðlega.
Utförin fer fram eins og hinn
látni hafði óskað. Þeim þúsundum
eða tugum þixsunda, sem vilja vera
viðstaddir, er hafnaður aðgangur.
Blóm og sveigar hylja algerlega
veggi hússins. Dr. jur. Nikisch
talar. Hann minnist þess að ríki
föður síns, „ríki landlegustu list-
arinnar“ sje „ekki af þessum
heirni. Lát hans er því í raun og
veru heimför hans. Tónlistin var
hopum alt, heimspeki hans og trxx-
arbrögð. Tónlistin leysti öll þau
höft, senx voru rnilli hans og mann-
a.nna‘ ‘. Þannig mælir sonurinn nxeð
ákveðinni og nxjúkri röddu.
Sífe'lt birtast endurminningar um
íneistarann í blöðum og támarit-
um. TTr öllum áttum (utian lands
og innan) berast fregnir um minn-
ijxgar- og soi'garathafnir. Jafnvel
þeir, sem löstuðu Nikiscli fvrir
einhliða list, sjá að tjónið er ó-
bætanlegt*
ísland sakniar einskis. Það átti
ekkert,
Leipzig.
Um mánaðamót jan.—febr. 1922.
Jón Leifs.
-------o-------
I útlegðinni.
Fáar fregnir berast nú orðið
af Wilhelm keisara, Blaðamenn-
irnir eru ekki orðnir eins áfjáðir
í segja frjettir af honum nú eins
og fyrstu árin, sem hann var i;
xitlegðinni, og maðurinn, sem mest
allra vyy talað um fyrir nokkr-
X'm árum er nxi smám saman að
gleymast.
Sxðustu frjettir bera þar til baka
®ð eins mikil brögð sjeu að and-
legri og líkamlegri hrörnun keis-
arans og af hefir verið látið. í
bók, sem fyrir skömmu kom út
í Englandi segir höfundurinn, frxx
Bentinck, sem er í tengdum við
Bentinck gi*eifa í Amerongen, hús-
bónda keisarans, að framganga
keisarans sje orðin alt öði*u vísi
er. fyrir ófriðinn. Hann er mjög
hægfara og rólyndislegur, eldur-
inn, sem brann í honum áður er
sloknaður, ofsinn horfinn. Nú er
Wilhelm eins og hver annar hæg-
látur ganxiall maður, — og allur
grár. Hárið grátt, andlitið grátt,
augun grá — og i gráum fötum
gengur hann.
Hann hefir enn þá trú, að
Þýskaland verði bráðlega stórveldi
á ný, með sama sniði og í gamla
daga, og er sannfærður um að
það *geti ekki orðið hema undir
stjórn Hohenzollern-ættarinnar.
Myndin sem hjer er birt af
keisiaraxium er tekin um áramótin
síðustu. Er xxtlitið nokkuð mikið
breytt frá því sem áður var.
■u
Andlát hins víðfræga heim-
skaxxtakönnuðs, sir Emest Shack-
leton hefir vakið þjóðarsorg xxm alt
England. Því hann var eftirlætis-
goð þjóðarinnar og merkasti nxað-
ur hennar í' sinni gi*ein, og eiga
Englendingar honunx að þakba
nxestu þrekvirkin, sem þjóðinni
verða eignuð í heimskautarann-
sóknum á þessari öld.
Shackleton liagði á stað frá Eng-
landi síðastliðið sumar í för þá,
sem varð hans síðasta á litlu skipi,
sem hann hafði keypt í Noregi og
hann skýrði „Qúest”. Hrepti skip-
ið mikil ofviðri á leiðinni suður
Atlanzhaf og varð fyrir ýmsum
skakkaföllum. Um nýárið konx
skipið til Suður-Georgiu og hafði
þá haft mesta ofviðri undánfarna
daga, Shaekleton hafði verið las-
ir.n af kvefi skömmu áður, en eng-
inn taldi lasleikann hættulegann.
En aðfaranótt 5. jiamúar veiktist
hann skyndilega og var örendur
eftir nokkrar mínútur.
Lík hans var sent til Monte-
video í Uraguay með norskxx hval-
veiðaskipi og var gert ráð fyxrii*
að það yrði flutt til Englands. En
kona Shackletons hefir ákveðið,
að líkið verði flutt aftur til Suður-
Georgiu og jarðsett í ensku kirkj-
unni í þorpinu Grytviken.
Rannsóknarförinni verður hald-
i'c áfram, þrátt fyrir fráfall Shack-
letons og heitir sá Frank Wild er
tfkur við stjórninni. Hann var
áður næstur foringjanum að völd-
um. Hjeldxx þeir á stað frá Suður-
Georgíu 16. janúar og ætla að
sigla austur með ísnum og reyna
að finna opna leið í honum til
Enderbyland-. Síðan á að halda
vestur á bóginn aftur og komast.
úx þessari fyrstu ferð í mars til
Georgíu. Þá verða næst kannaðar
ýmsar eyjar syðst í Atlanzhafi og
svo komið til Kap í júlí, en þá
verður tekin ákvörðun tekin um
hvort nxaður sá, er kostaði för
þessa vill leggja fje til framhalds
h< nnar, þó Shackleton sje fall-
inn frá,
Shackleton er fæddur 15. febi*.
1874 og var þannig ekki fulli'a
48 ára er hann fjell frá. Hngur
hans hneigðist snemma til sigl-
inga og hann gekk í sjóhei’inn 16
ára gamall. Þegar ,Discovery‘-för-
in var ráðin skömmu eftir aldamót
undir forustxx kapt. Scott, sem síð-
ar komst á suðurpólinn, linti Shack
leton látum fyr en hann komst
í þá för. Eftir að hann kom heim
aftur varð hann ritari skotska
landfræðisfjelagsins. — Árið 1907
eindi hann til suðurfarar þeirrar,
er fyrst gerði hann frægan. Komst
hann miklu nær suðurskautmu exa
nokkrum manni hafði tekist áðux*,
eða 88" 23’ suðurbreiddar og var
þá aðeins örstutt leið eftir til
heimskautsins. En hann komst
ekki lengna Vegna vistaskorts.
Nokkru síðar komust þeir báðir
á s'uðurheimskautið Roald Amund-
sen og Seott. Þá tók Shackletoh
sjer það hlutverk fyrir hendur,
að ferðast yfir þvera ísbreiðuna
nmhverfis suðurheimsbautið og
lagði hann á stað í þá ferð 1. ág.
1914 á skipinu „Endurance”, en
aniiað skip „Aurora” var sent til
þess að taka við leiðangursmönn-
um er þeir væru komnir yfir ís-
inn. Þessi för mistókst. „Endur-
ance” fóst í hafísnum suður við
Enderbyland og með mestu herkj-
urn tókst Shackleton að komast á
opnum báti til Georgíu, við þriðja
mann og fá skip til að sækja fje-
laga sína er hann hafði skilið
eftir á smáeyju suður í hafi, undir
stjóm Frank Wild. Liðu þeir hin-
ar mestu raunir.
í hinni síðustu för voru flestir
hinir sömu, sem verið höfðu með
Shackleton í fyrri för hans, alt
valdir menn. Var hann frábærlega
vinsæll af mönnum sínum og var
harmur þeirra mikill er Sha,ck-
leton hvarf sjónum þeirra.
-------0--------
Fiskueiðarnar norsku.
Á öllu því, er Norðmenn aðháf-
ast nxx í fiskiveiðamálum sínum, er
auðsjeð, að þeim er mikið áhúga-
mál að hlyima sem allra best að
sjávarútvegi sínum, ljetta undir
með refcstri hans og afla afurð-
unum góðra markaða. Er þeim
ljóst, að norsku þjóðinni er það
lífsnauðsyn í því kapphlaupi sem
nú er háð í framleiðslu sjávar-