Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 23.05.1922, Side 3

Lögrétta - 23.05.1922, Side 3
LÖGRJETTA 8 Rinn bErsyndugi, Skáldaag.i eftir Jón Bjömsson. »Já, þið ættuð að láta honum eftir að dæma mig«, sagði Skarphéðinn og röddin skalf, »það er ekki sauðaþjófa og meinsærismanna®. Mennirnimir spruttu á fætur. Þeir höfðu sest inni í kenalustofu. Annar sagði: »Það er ekki alt búið enn þá. Hveruig kennir þú guðsorð! Látum nú alt siðferðið liggja milli liluta. En barnalærdómsbókina má ekki gera að guðlastL. »Nú, jæja, svo þið ætlið að fara út í fleiri sálma*. Skarphéðinn var alt í einu orðinn rólegur. »Rvað finst ykkur að kenslunni? Og hvað vitið þið um hana?« »Við vitum alt um hana. Börnin segja frá Þau muna það, sem þú segir þeim og kemur í bága við alt, sem foreldrar og aðrir hafa innrætt þeim. Hvað segirðu þeim til dæmis um hjónabandið?* Skarphéðinn hló — hló lengi. »Eg segi þeim, að raaðurinn sé ekki kon- unnar höfuð, að þau séu baiði jafn réttháir aðilar í hjúskapnum*. »En drottinn minn! Ekki stendur það í kverinu*. »En drottinn minn! Það er ekki alt guðs orð, sem stendur í kverinu; sumt er vitleysa, sumt ósannindi«. Mennirnir urðu undarlega samtaka í því að hrista höfuðið. Nú fyrst þóttust þeir sjá út yfir alla þá hættu og allan þann óguðleik, sem stafað gat af þessum manni. •Hvernig stendur þá á þeösu í lærdóms- kveririu?* »Það er ekkert annað en mannasetningar, leifar austurlenskrar lífskoðunar, þegar kon- an var kúguð og undirokuð og álitin ambátt karlmanusins. En Vesturlandaþjóðir eru komnar það lengra en Austurlandamenn, að þær kunna að meta konuna, þær finna, að endurskin af ljóma guðdómsins birtist í því besta, sem konan á í eðli sinu: næmleik til- finninganna, sjálfsfórninni, móðurástinni*. Mennirnir treystu sér ekki til að fara lengra þessa leið Þeir þektu ekki lifaskoðariir Aust- urlandnbúa og gátu ekki séð, að þær kæn.u þcssu máli við. »En hvernig ferðu með fjórða boðorðið?« »Eg hefi sagt, að þe3si skiljrrðishius;v hlýðni og auðmýkt barnauna við foreldrana sé ranglát, og að skyldur þeirra við foreldrana séu ekki eins miklar og hefur verið haldið fram. Börnin eru lífskraftur, sem þau hafa kallað fram, og þau geta ekki búist við, að sá kraftur lúti þeim. Þau verða að taka afleiðingunum af því að hafa vakið og þrosk- að sjálfstætt lif«. Mennirnir stóðu orðlausir um stund Svo sagði annar: »Kennirðu börnunum okkar þetta?« »Þvi ekki ykkar börnum eins og öðrum? Eg lít svo á, að það sé skylda mín að scgja börnunum, það sem eg veit sannast*. »Er þetta sannleikur?« ♦Áreiðanlega. Finst ykkur rétt, að börnin beri ábyrgð á þeim, sem hafa gefið þeira lífið? Það eru þeir, sem eiga að bera ábyrgð á börnunum. Þessi sífelda krafa foreldranna, að börnin eigi að vera þeim hlýðin, vera þeim undirgefin, vera þeim verkfæri í hönd- um, er ranglát*. Skarphéðinn fór lengra en sannt'æring hans náði i þessu efni. En hann hafði einhverja nautn af að ganga fram af mönnum. Og það tókst honum. »Er það þá líka satt, sem börnin segja, að þú hafir sagt, að helvítis-kenningin í kverinu væri ósannindi?* »Það er hverju orði sanuara. Eg hefi lagt mig fram til þess að láta ekki svo heiðnar hugrayndir festa rætur 1 lífskoðun barnanna«. »En þetta stendur í ritningunni, maður! Þetta er guðs orð! Dirfistu að véfengja það?« »Ritningin er ekki öll guðs orð. Það er eg búinn að segja ykkur. Og það sem stend ur í henni og hefur komist inn í barnalær- dóminn um helvitis-kenninguna, er sjálfsagt ekki guðs orð. Það þori eg að fullyrða við hvert barn«. »Þú þorir að fullyrða alt, satt og logið«, sagði annar maðurinn og brýndi röddina. »Þú svífist þess ekki, að bera brigður á hcilaga ritningu. Það er ekki furða, þó þá berir ckki mikla virðingu fyrir hjónabandinu«, bætti hinn við. Skarphéðinn beit á vörina og fölnaði. Siðau sagði hann hægt en með geðshræring- arþunga í röddinni: »Takið þið börnin ykkar og segið þeim, að þau kveljist í eilífum vítisloga, ef þau skríði ekki við fótskör ykkar, sem hafið verið nógu samviskulaus til að koma þeim í heim- inn og ala þau upp í lygi og hræsui Segið þeim, að konan sé ambátt, sem maðurinn eigi að drotna yfir. Segið þeim, að helvíti standi opið hverjum þeim, sem hrasi. Vitið þið svo hvað þau blessa ykkur, þegar þau fara sjálf að neyðast til að hugsa og skilja*. Skarphéðinn gekk Jrá þeim og út. Honum fanst krökt í kringum sig af illum öndum. I fysta sinni á æfmni fanst honum lífið skuggalegt og dapurt og fjandsamlegt því besta i sál hans. En óðara raátti bjartsýnin betur og trúin á mennina. Endurminningarnar um allar þær stundir, sem hann hafði lifað glaður og reifur af ilmi ástar og æsku, komu eins og fagrir englar og svifu um sál hans. Hann fór aftur að hugsa rólega um ótraust manna á sér. Það gat ekki verið eins mikið og leit út fyrir. Þesði sveit gat ekki verið orðin svo gerbreytt á einu ári. Honum datt í hug að reyna enn að fá að vita, hve megn mótspyrnan væri. Hann leitaði að leið. Og strax fann hann hana. í grend við fljalla var um þessar mundir sérlega bágstatt heimili. Bóndinn var búinn að liggja lengi á sjúkrahúsi; konan var ein með tíu börn, hvert öðru yngra. Heimilið var bjargarþrota, nema að því leyti, sem nágrannarnir héldu lífi í konu og börnum með matgjöfum. En sveitin lá fyrir börnun- um og foreldrunum innan skamms. Og engin von var til, að maðurinn borgaði langa sjúkrahúslegu af eigin ramleik. V. Jeg hafði gert mjer von um, af nú við uýtt jarðamat, mundi vei-ða sætt lagi, til að lagfæra auðsséjustu afbakanir á bæjanöfn- um, en sú von hefur algerlega orðið sjer til skammar. í svo- nefndum „skýringum11 framan við tnatsskrárnar, sem era eina grein- argerðin fyrir tdorðning og skipu- lagi bókarinnar, segir: „Nöfn jarða eru tekin eftir síðustu jarða- bók, en á einstaka stað leiðrjett samkvæmt góðum heimildum“. En ekki fer mikið fyrir þeim leiðrjettingum. Skilið get jeg, að varlega þurfi að fara í breyting bæjanafna, þar sem vafi er á um uppruna og merking þeirra. Hitt er mjer óskiljanlegt, að („opinberri“) stjórnarvalda starf- semi verði óhjákvæmilega að fylgja sá andlegi dauði eða stein- gerfingsháttur, að þaðan megi enga sálarglætu sjá. Úr því heim- ild þótti til að breyta einhverju, ei vandi að geta sjer til, hvað hamlað hefur því, að leiðrjetta algerðar málvillur og latmæli, t. d rangar orðabeygingar. Málið og þess lögmál virðist þó mega teija „góðar heimildir". En í þessarj nýju bók eru slíkar vit- leysur „allramildilegtast“ látnar í friði. Þar eru: Nesjar, Gerðar, GiJjar, Hrísar, Grenjar, Seljar, Fjósar, Eiðar, Fljótar, Slýjar, Þorpar, o. s. frv. Einu nöfnin af því tagi, sem almenn venja er að hneigja öfugt, en eru rjett í bókinni, eru: Auðnir, Gásir. Hæli era nefnd Hæll. Bæir, sem draga mafn af aurriða (silung, er riðar á aurum), eru n Urriða- (á foss, kot, vatn). Hóll fyrir Höll er máske ritvilla. Sú er ein breyting (frá fyrra jarða- tali) að gera sumstaðar nefni- fall að eignarfall, t. d.: Langa-, Djúpa-, Mjóa-, Lágadalur Rauða- melur. Sumstaðar fær þó rjetta íallið að halda sjer t. d.: Djúpi- dalur,-lækur, Skammidalur, Stóri- Litli-dalur, Mildibær, o. s. frv. Er þó fremur hugsanlegt, að sum þessi óbreyttu bæjianöfn geti verið dregin af af öðru nafni, t. d.: Djúpi-lækur af djúpum (pyttum), Litlidalur af (Grími) litla, Mikli- bær af (einhverjum) mikla o. s. frv., væri þá eignarfallið rjettara á þeim. Rauðimelur er eflaust rjett (af roða me-lsins). En aftur mun rjett Rauðalækur, af mýrartauða. En í þessu sem öðru virðist reglu- leysið og ósamræmið eiga að vera aðaleinkenni bókarinnar, því þetta er „sitt á hvort“ til og frá um hana. Ólíklegt er að Urðarbak sje frumlegra en Hurðarbak. Bæir tneð því mafni, t. d. í Kjósars'* ' ■ og Borgarfjarðarsýslu, standa all- ir norðan undir fjöllum (ekki við urðir), er útilykja sól mán- uðum saman. En jeg gæti trúað, að Hurðarbak í Flóa væri afbak- að nafn. Bærinn stendur upp á hörðum hrygg. Harðblakur eða Hiarðabak þar sennilegra. Gnúpar Mlir eru nú (af leti) orðnir að Núpum, og Gnýpur að Nýpum «ða Níp. Gnúpverjahreppur er þó «1 enn, Gnúpa-Bárð kannast ýms- ir við,. og hvert barn kann: „Hvar býr hiin Gnýpa“. Auðljós bjag- urmæli (Hörðu-ból, dalur, Bol- ungarvik o. s. frv., í stað Hörða- Bolunga-) eru ekki leiðrjett, nje Ltmæli eins og Lá, Lárkot, fyrir ^ág, Lágarkot o. s. frv. Skrípinu >.Staðastaður“ er haldið á Stað á Ölduhrygg, en að óþörfu víða sett kenningarnöfn við aðra Staði, o m. fl. bæi. Það eru kirkjuból- in í Mosvallahreppi og Eyrarnar í Reykjarfj.hr., sem þess þurftu, en óvíða annarsstaðar. T. d. er margstagast á „Sæból á Ingjalds- sandi“, þótt annað Sæból sje ekki þar í nánd. Hví skyldi vera: „Eyri við Seyðisfj.„ en „Eyri í Skötuf. ¥ * * Seyðisf j arðareyrin geng ur þó lengna út í fjörðinn. En hjer verður að láta staðar numið um þetta. Dæmin éru lík um alla bókina. VI. Sá háttur hefur verið upptek- irm að meta sjer hvem ábúðar- hluta,, þar sem fleirbýli er á jörð, og svo er jarðarnafnið sett full- um stöfum í bókinni eins oft og sjermetnu hlutar hennar era marg- ir. Þannig er t. d. stagast á Hest- eyri 9 sinnum, Hnappavöllum, Hafranesi og Vilborgarstöðum 8 sinnum, Borgarhöfn, Skálavík, Hvallátrum, Bjaraeyjum, Kirkju- bæ 7 sinnum, Haukadal, Sölmund- arhöfða 6 sinnuin o. s. frv. Sum- staðar er töluhlutunum skift með stafliðum, a. b. Þessi staglsetn- ing gerir útlit jarðatalsins svo heimskulegt á svipinn, að miaimi verður ónotalegt við að horfa á það. Hefði bókiu verið ætluð tnönnum, var nóg að prenta nafn jarðarinniar einu sinni, en stryk- setja svo áframhald sama nafns, í stað stafsettu endurtekninganna. Stryksetning verkar ekki eins sljófgandi og sálsvæfandi á menn. Og enginn, «em í bókina lítur, mundi misskilja það. Auk sam- ræmisíns i fnstoignabókinni með staglið, má geta þess — til að unna höfundum hennar sammælis — að hún er öll sett með sama stafkarlaletrinu. Hjáleiga og höf- uðból, hundraðslenda og þúsunds- jörð (þessi eina), og alt annað, lítur eins út á pappíraum; eingar upplýsingar um neitt, nema þess- ar fáu tölur, svo ábyggilegar sem þær eru. Með því að hafa ekki nema meðalstórt letur á bókinni og randbilin (spatium) minni, u.átti auka tveim dálkum, eða einum umfram það sem sýnt er hjer að framan; sá dálkur þarf ekki að vera breiður, því að í hann ætti aðeins að setja 1—2 stafi út undan hverri eign, er sýndi, hvort hún væri bænda- (einstakl.) kirkju-, þjóðeign o. s. frv., samkvæmt skýringum fremst. T. d. b. e. (eða b. X)=einstak- lingseign í eigin ábúð, b. bænda- =einst.-eign í leiguábúð, þar sem ábúandinn átti alla eða meiri hluta, var leiguliði lað öllu eða meira hl. þegar matið fór fram, k. kirkjueign, þ. þjóðe., s. skólae., h hreppseign, ú. útlendingse. o. s. frv. Þetta væri þó skemtilegra en engar upplýsingar; bókin yrði ekki eins kollhúfuleg. Slíka ómynd sem þessa fasteigmaibók ætti ekki oftar að gefa út. VII. Sjeu jarðabæikurnar, fornía, gamla og nýjia, athugaðar allar saman, er heildarsvipurinn þessi: „Forni“ (Johnsen) er íbygginn karl, fróður um margt, en bjag- urmæltur nokkuð. „Gamla“ er gelgjnleg kerling, óliðleg vexti, fáfróð og apar karlinn í málfæri.; „Nýja“, dóttirin, „hefur það lak-' asta úr báðurn1 *, höfuðstór, háls- j gild, óreglulega limuð og líkama-1 rýr, • (marhnútsleg), heimskleg á svip, í látbragði og máli. Ber því meira á þessu, sem hún á að hafa notið meiri menningaráhrifa en foreldraruir, meðal annars not- ið leiðsagnar lands-yfirmatsnefndar og stjórnarráðsins innlenda, á síð- ari hluta 2. og fram á hinn 3. tug 20 aldar. Nú er ráðgert að mat þetta verði endurskoðað eftir 8 ár (um 1930); en ef von ætti að vera um, að þá rjeðust bætur á misfellum þeim, sem eru á þessu mati, veitti ekki af að ötull maður, sögu- fróður og skýr í skilningi á stað- háttum, og með hagkvæma skoðun á jarðamati, færi um land alt þessi ár til að rannsiaka afbökuð og vafasöm jarðanöfn og leiðbeina matsmönnum til rjettara. mats og betna samræmis í því næst. Styrkur til þess væri þarfari en ýmislegt annað, sem verið er að styrkja af landsfje. Sæu fáir eftir, þótt t. d. af ljelegu skáldsagna („lýgisagna“) rusli, og ástar- iharmiakveini undir fábreyttustu bragháttvun eða háttalaust, yrði minna framleitt þau árin fyrir landssjóðsstyrk. Sú list, að vernda óbjagað málið, þenna fágæta heimsmenjagrip, sem stórþjóðirnar mega öfunda ísland af, er ekki minna verð en sumt annað, sem prýtt er með listarsafni. Ætti að geta orðið efni í „doktors“-rit- gerð við háskóla tslands: „Um bæjanöfn á Islandi1 ‘. En hvort sem bæjanafnasafn- arinn og matsleiðtoginn verður orðinn doktor 1930 eða ekki, á hann þó laS sjá um útgáfu fast- eignabókarinnar að nýju, svo hún verði landinu til sóma. ------—o....... Hlþbl. og landskiöriö. Alþýðublaðið gerði rjettast í því, að vera ekki mjög hátalað eða marg- málugt um landskosningarnar nú, því kunnugir menn þykjast vita það með vissu, að ritstjórinn, ól. Fr„ ætli sjer alls ekki að kjósa lista verka mannaflokksins, heldur Tíma list- ann, og að þangað fari hann me5 svo mörg atkvæði frá verkamanna- listanum, sem hann sjái sjer fært a8 ná í, án þess að hátt fari. í gær er Alþ.bl. sárreitt vii5 Morg- unblaðið, ekki fyrir ummæli um verkamannalistann, heldur fyrir ummæli um Tíma-listann. Það vill nú vera „bændablað11, eins og Tím- inn. En svo vel þekkir þetta blaö hugsunarhátt íslenskra bænda, a5 það getur með fullri vissu sagt Al- þýðubl. þaS, að þá langar ekkert til að eignast það fyrir málsvara. Þeir hafa yfirleitt megnustu skömm á því, eins og það nú er ritað. Ritstj. Alþ.bl. getur að sjálfsögðu unnið Tíma-listanum gagn með því aC draga þau atkvæði, sem harm kann að hafa umráð yfir, í laumi frá vkm.listanum og yfir á Tímalistann, og þetta mun vera það eina, sem honum er ætlað að gera af vini hans í Tíma-herbúðunum. Klunnagreinar,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.