Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.05.1922, Blaðsíða 4

Lögrétta - 23.05.1922, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA eins og kosningagreinar Alþ.bl., eiga illa við í þessari samvinnu,sem þarna hefir verið til stofnað, og mest líkindi til þess, að þeim Tíma- mönnunum sje það ekki sem geð- feldast, aö Alþ.bl. nuddi sjer opin- berlega upp við þá með miklum fleðulátum. En þeir eru ekki enn búnir að kenna Ólafi laumuna. —, Ólafur kann ekki önnur spil ennþá en lönguvitleysu og elting. Stúrimannaskólinn. Burtfararprófum við stýrimanna- skólann lauk 2. maí, og útskrifuðust 34 nemendur skólans. 32 tóku al- menna stýrimannaprófið og voruþað þessir. — Stigatalan er fyrir aftan nafnið: Ari Helgason, Barðastrandarsýslu 81 Árni J. Vigfússon, Skagafjarðars. 74 Árni S. Jónsson, Austur-Skaftf. 82 Bjarni Eiríksson, Hafnarf..........91 Brynjólfur Kjartansson, Rvík .. 94 Cæsar Hallbjörnsson, Mar, Barð. 78 "Einar V. Einarsson, Rvík ....... 101 Guðjón Finnbogason, Rvík ......... 87 Guðjón Guðbjörnsson, Snæfellsns. 79 Guðm. Fr. Gíslason, Rvík ......... 49 Guðm. Guðmundsson, Strandas... 105 Guðni Pálsson, Rvik ............. 83 Gunnl. Axel Jóhannesson, Eyjaf. 104 Hannes S. Einarsson, Húnavatnss. 84 Haraldur Pálsson, Rvík ...... 103 87 95 96 87 93 107 106 Hinrik J. Sveinsson, Rvík ... Jóhann Ó. Bjarnason, Árness. Jón Jónsson, Rvík ............. Jón Júníusson, Ámessýslu ... Kristján H. Jónsson, Hnífsdal Lárus Lúðvíksson, Akureyri . . Lúðvík Vilhjálmsson, Akranesi Magnús Brynjólfsson, Árnessýslu 103 Óskar Ág. Sigurgeirsson, Rvík .. 94 Óskar E. M. Guðjónsson, S.-Múl. 78 Páll V. O. Böðvarsson, Seyðisf. 97 Sigurður Þ. Sveinsson, Rvík .... 89 Stefán í. Dagfinnsson, Rvík .... 69 Stengrímur Steingrímsson, Rvík.. 98 Sæmundur E. Ólafsson, Árness... 98 Sæmundur J. Guðjónsson, ísaf... 49 porsteinn N. IÞorsteinsson, Rvík.. 90 Undir fiskiskipstjóraprófið gengur Guðjón Jónsson, Eyrarbakka .... 51 Guðm. Halldórsson, Rvík...........48 Við skólauppsögn færðu lærisvein- ar þessir forstöðumanninum að gjöf útskorið blekstativ, mikið listaverk, í xninningu um 25 ára kennarastarf hans við skólann. Erl símfregnir Khöfn 18. maí. þjóðverjar endurreisa Petrograd. SímaS er frá Berlín, að nringur þýskra banka bafi tekið að sjer að reisa Petrograd úr rústumaft- ur. „ Stjórn írlands hafa írar sjálfir nú tekið í sínar hendur að öllr leyti. Einþykni Ameríknmanna. Mikil vonbrigði hafa orðið yfir því, að Ameríkumenn hafa neit- ag að taka þátt í samningunum sem fram eiga að fara um Rúss- landsmálin í Haag. Ameríkumenn eru að hugsa um að senda nefnd manna til Rússlands til þess að kynna sjer ástandið þar- Dagbók. 8. maí. Hjónaband. Síðastliðinn laugardag oru gefin saman í hjónaband ung- rú Helga S. Björnsdóttir, hrepp- tjóra í Grafarholti og Hreiðar Gott- yálksson. Brúðkaupið fór fram í hafarholti og sátu það yfir 80 aanns. Síra Magnús á Mosfelli gaf irúðhjÓriin saman. Björgunarskipið Þór fór austur á Meðallandsf jörur í fyrrinótt, ef ske | kynni að honum tækist að koma sementsskipinu „Agnes“ á flot. En mjög lítil von þykir um að það tak- ist. Ville d’Ys franska eftirlitsskipið, sem verið hefir hjer við land undan- farnar vikur, fer alfarið hjeðan í dag. Var boð fyrir ýmsa bæjarbúa um borð í gær. Siglingar. Vínlandið og Leifur hepni komu inn í gærmorgun, bæði með lítinn afla og fóru aftur út í nótt. .Borg fór til Hafnarfjarðar í gær og á að fara þqðan til Englands. Muninn lagði á stað í nótt með salt- fisksfarm til Spánar. Fiskileysi er óvenju mikið fyrir austan land, á Hvalbak, en þangað hafa togararnir íslensku að vanda farið til að leita fyrir sjer. Símablaðið. „Elektron' ‘, málgagn símamanna hefir légið niðri um stund en heíir nú skift um nafn og kom annað hefti „Símablaðsins" út ný- lega. Er Gunnar Schram símritari ábyrgðarmaður þess og ritstjóri. — Blaðið flytur greinar um rafmagns- fiæði og almenn símamálefni og ættu þeir, sem áhuga hafa fyrir þeim efn- um að halda blaðið, því það er vel ritað. Söngpróf mentaskólans fór fram í gær og stýrði því söngkennari skól- ans, Sigfús Einarsson tónskáld. Hef- ir söngur verið iðkaður og æfður mikið og reglulega í skólanum í vgt- ur og var það flokkur um 90 nem- enda úr báðum deildum, sem söng við prófið, piltar og stúlkur. Sungin voru 10 lög, ýmist blandað kór, karla og kvennakór o'g tvöfaldur kvartett eða einsöngur og . kór, og söng þá Bjarni Bjarnason frá Geitabergi ein- sönginn. En í tvöfalda kvartettinum — sem einnig hefir sungið nokkrum sinnum á samkomum skólans — eru Bjarni Bjarnason, Guðni Jónsson, Jóhannes Kjartansson, Bragi Ólafs- son, Jens Á. Jóhannesson, Lárus Ein- arsson, G. Guðjónsson og Ólafur Helgason. En Gísli Pálsson og Kjart- an Jóhannsson ljeku á hljóðfæri með nokkrum lögunum. Fjöldi áheyrenda var þarna viðstaddur og þótti yfir- leitt takast sæmilega og sumstaðar ágætlega. Vonandi verður haldið á- fram að halda uppi og efla söng í skólanum, því þar er bæði um að ræða fagra íþrótt og fjörmikinn og góðan þátt í öllu skólalífi. Hefir verið of lítið gert að því undanfarið, að halda uppi slíkum söng og of slæ- leg áhersla lögð á hann í skólum yf- irleitt, þó þetta próf sýni það nú að Jifna er yfir því í mentaskólanum. Á skólinn því þakkir skilið fyrir þetta próf og þá auðvitað fyrst og fremst söngkennarinn, hr. S. E. 19. maá. Bankarnir sfclja nú viðstöðulaust útlenda mynt og var gengi á sterl.- pundi í gær 27 kr. Kvennaskólinn. Skólanum var sagt upp 15. þ. m., en prófinu var lokið 12. maí. pessar stúlkur luku fullnað- arprófi úr 4. bekk skólans: Anna Ei- ríksdóttir Vestmannaeyjum. Anna Geirsdóttir Rvík. Anna Rósinkrans- dóttir, Tröð, Önundarfirði. Anna Sig- urðardóttir, Pálsbæ, Seltjamarnesi. Ágústa Bjarnadóttir, Stokkseyri. Bjamveig Bjarnadóttir, Rvík. Geir- 1 laug Jónsdóttir, Bæ, Skagaf jarðar- sýslu, Guðlaug Jónsdóttir, Brennistöð um, Mýrasýslu, Guðrún Einarsson, Rvík. Guðrún Guðmundsdóttir, Hafn- arfirði. Helga Kristjánsdóttir, Flat- eyri. Jenny Guðbrandsdóttir, Rvík. Karilla Björnsdóttir, Rvík. Kristín Magnúsdóttir, Ásgarði, Dalasýslu. Kristín Thoroddsen, Reykjavík. Lín- eik Árnadóttir, Ögri, N.-fsafjarðar- sýslu. María Helgadóttir, Rvík. Odd gerður Geirsdóttir, Rvík. Ólína Jóns- dóttir, Rvík. Sigríður Guðjónsdóttir, Rvík. Valgerður Helgadóttir, Rvík. Þórdís Daníelsdóttir, - Rvík. pórhild- ur Porsteinsdóttir, Vestmannaeyjum. Þuiíður Kr. Vigfúsdóttir, Rvík. (Jó hanna Björnsd., Grjótnesi á Sljettu, stundaði nám í 4. bekk, en sýktist síðari hluta vetrar og lank því ekki prófi). Slysfarir. — Á laugardaginn var hreptu bátar, sem voru að veiðum við Horn, versta óveður. Einnþeirra, m.b. Tryggvi af fsafirði, misti út mann, að nafni Ásgeir Buseh, og annar bátur, úr Hnífsdal, var ekki kominn fram þegar síðast frjettist og halda menn að hann hafi farist. Á þeim báti voru 9 menn. Landsbankinn. Lokið er nú við að grafa fyrir grunni viðaukans við Landsbankahúsið. Nær hann alveg að húsi Egils Jacobsens kaupmanns og verður því helmingi lengri en áður var og þriðjungi hærri. Veggirnir verða hlaðnir úr höggnu grjóti eins og gamli bankinn. Að húsi þessu verður hin mesta bæjarprýði þegar það er komið upp. Jarðskjálftinn, sem getið var um hjer í blaðinu nýlega, fanst víða fyrir austan fjall, að frásögn að- komumanna að austan. Á Selfossi hefir kippurinn verið álíka snarpur og hjer eða fult eins, en vægari þegar austar dró. f Grímsnesi og Biskupstungum varð jarðskjálftans einnig vart, og á Kolviðarhóli var hann harður. Arkir. Fjórða hefti rits þessa er nýkomið út og flytur að vanda mynd- i- og sögur og greinar. í þessu hefti er niðurlag á sögu Ch. Dickens, er verið hefir í fyrri heftum og upphaf á annari nýrri, sem talin er mjög skemtileg. Ennfremur tvær stuttar ástarsögur. Barnaskólinn. — Kennarastöðurnar þar hafa verið óveittar tvö síðast- liðin ár og kennararnir allir settir. Hefir þetta valdið allmikilli óánægju innan kennarastjettarinnar. Nú hafa stöðurnar verið auglýstar til um- sókna á ný og umsóknarfrestur á- kveðinn til 15. júní, svo að væntan- lega verður ekki langt, þangað til Vennararnir verða skipaðir í stöðurn- ar. 20. maí. Garðyrkjufjelagið. Með Gullfossi kom hingað danskur jarðyrkjumaður, Valdemar Larsen að nafni. Er hann liingað kominn að tillhutun garð- ju'kjuf jelagsins til aðstoðar Einari Helgasyni við garðyrkju lijej' í bæn- um. Gúllfoss kom í gærmorguji eftir langa ferð og stranga frá Kaup- mannahöfn; hafði fengið versta veð- ur fyrir austan land. Fjöldi farþega var með skipiiiu frá útlöndum, þar á meðal: Einar H. Kvaran rithöf- undur, Páll ísólfsson orgelleikari og frú hans, Sæmundur Halldórsson kaupmaður í Stykkishólmi og frú, Geir H. Zoega kaupmaður, Jóhann porsteinsson kaupmaður á ísafirði, Þorsteinn Jónsson bankaritari, frú M. Olsen, fjórar dætur Aug. Flygen- ring í Hafnarfirði, Ásta Norðmann, Ásta og Carla Magnúsdætur, Lára Sigurðardóttir, Ólöf Jónsdóttir, Guð- björg Grímsdóttir, Guðríður Guð- ir.undsdóttir, Soffía Bjarnason, Karó- lína Guðmundsdóttir, Helga Jóhanns- dóttir frá Brautarholti, Guðrún Stéf- ánsson, Bookless útgerðarmaður, por- bergur Kjartansson kennari, Jón Loftsson kaupmaður, Brynjólfur Bjarnason frá Þverárdal, frú Valgerð ur Wall, Brynjólfur Stefánsson stud. polyt., Eggert Briem vjelfræðingur, Templeton enskur knattspyrnumaður. — Frá Austfjörðum komu: Síra pór- arinn Þórarinsson á Valþjófsstað, Ari Arnalds bæjarfógeti, Rolf Jo- hansen kaupm. á Reyðarfirði, Guðm. Hagalín ritstjóri, Jónas Andrjesson kaupmaður á Norðfirði, Magnús Stef- ánsson frá Eskifirði og frú hans. Ennfremur kom skipshöfnin öll af Sterling. Var mesti sægur fólks með skipinu hingað frá Austfjörðum. Almanak pjóðvinafjelagsins fyrir árið 1923 er nýlega komið út. Er þctta fyrsta almanakið sem út er gefið samkvæmt lögum um einka- rjett handa háskólanum hjer til al- manaksútgáfu, og hafa þeir reiknað út almanakið dr. Ólafur Dan. Daní- elsson og cand. mag. Þorkell por- kelsson. Er snið á því hið sama og verið hefir að undanförnu. Af öðru efni bókarinnar má nefna grein eft- ir Hallgr. Hallgrímsson bókavörð um Briand, Stinnes, d’Annunzio og de Valera, árbók íslands 1921 eftir Ben. G. Benediktsson, útlendar og inn- lendar fróðleiksgreinar af ýmsu tagi, nytjabálk (húsráð), sem „Imba Ork- an“ hefir safnað og skrítlur eftir Engström. Auglýsingar hafa haldið innreið sína í almanakið og slíta þar sundnr samfelt mál, og er það til lýta. Páll fsólfsson, sem kom hingað með Gullfossi í gær, ætlar að dvelja hjer í bænum í sumar og ef til vill eitt- S)eiLttoti$í<e i ^Tncrtkníinj^ heldur uppi reglubundnum ferðum milli NOREGS og AMERIKU á skipunum „BERGENSFJORD" og ,,STAVANGERFJORD‘ ‘ og ættu þeir, sem ætla að fara hjeðan til Ameríku, að nota þessar ferðir. Allar upplýsingar og farseðlar fást hjá Nic. Bjannason Hafnarstræti 15. (Sími 157). Reykjavík. sem er aðalumboðsmaður hvað fram á vetur. Hefir hann dvalið í Leipzig í vetur, en ferðast nokkuð um pýskaland síðustu vikurnar og haldið orgelhljómleika í Miinchen og Berlín, eins og áður hefir verið getið um hjer í blaðinu. Vonandi fá bæjar- búar bráðlega færi á að hlusta á þennan ágæta listamann hjer í dóm- kirkjunni. Sterling er nú brotið í spón. Stend- ur vjel skipsins ein eftir á skerinu, sem skipið strandaði á, en skrokkur- inn er alveg liðaður í sundur. Botn- vörpungar, sem fóru inn á Seyðis- fjörð nýlega urðu varir við mikið rek úr skipinu í nágrenni við strand- staðinn. Sementskipið. — Þór kom hing- að í gær úr för sinni austur með Söndum til þess að bjarga sement- skipinu „Agnes“, sem strandaði eft- ir síðustu helgi skamt fyrir austan Hjörleifshöfða. Hafði hann hlaup en engin kaup, því strandað skip fanst ekkert á þeim stað sem til hafði ver- ið vísað, en á siglutrje á skipi sáu menn á „pór“ eigi langt frá, sem þeir álitu þó ekki hafa getað verið á strandaða skipinu. Er líklegt að „Agnes“ hafi sokkið í sand, skömmu eftir að skipverjar yfirgáfu hana, en þó varla svo rækilega, að hún finnist eigi ef vel er að leitað. Knattspyrnukennara hafa knatt- spyrnufjelögin hjer ráðið hingað og kcm hann hingað í gær með Gullfossi. Heitir hann Templeton og er leikinn knattspyrnumaður. Gert er ráð fyr- ir að hann dvelji hjer fram í' júní- mánuð og leiðbeini knattspyrnumönn- um hjer, og byrjaði hann strax í gærkveldi. Væntanlega verður þetta til þess að efla rajög framfarir knatt spyrnumanna og ef til vill gera þá hæfa til að keppa á næstu Olympíu- leikum, þannig að landinu geti orðið sómi að. Sýnir þetta góðan áhuga knattspymufjelaganna, því vitanlega hfcfir það mikinn kostnað í för með sjer að ráða hingað útlendan kenn- ara. 21. maí. Hjónaband. í gær voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Ólöf Jóns- dóttir, Jenssonar yfirdómara og Sig- urður Nordal prófessor. Ennfremur ungfrú Hanna Olsen og Bjarni por- steinsson vjelfræðingur. Trúlofun sína hafa birt ungfrú Alfa Pjetursdóttir, fósturdóttir frú Önnu Stephensen frá Akureyri, og Eiríkur Einarsson alþingismaður, úti- bússtjóri Landsbankans á Selfossi. Skipin sem vanta. Enn hefir ekk- ert spurst til bátanna, sem hurfu í ofviðrinu um síðustu helgi fyrir norð- an og vestan og eru menn orðnir mjög hræddir um þá. Eru skipin fimm alls: Hvessingur úr Hnífsdal, Helgi frá ísafirði, Aldan og María Anna af Akureyri og Samson frá Siglu- firði. Milli fjörutíu og fimtíu manns munu hafa verið á skipum þessum samtals. Pjetur Jónsson flytur til Berlín frá Darmstadt á komandi hausti. Er nú útrunninn samningur hans við óperuna í Darmstadt og gerði hún honum hin glæsilegustu boð, ef hann vildi verða áfram þar. En hann kaus heldur að ráða sig hjá „Deutsches Opemhaus" f Berlín og verður því næsta vetur í miðstöð tónlistalífsins þýska. Pjetur kemur ekki hingað til lands í sumar, og munu margirsakna þess. Norsku Ameríku-línunnar. Kosningarnap. Alþ.bl. prentar nú daglega upp glefsur úr kosningagreinum Mbl. og mun hugsa sem svo, að þá verði ekki með sönnu sagt, að það flytji tóma vitleysu. En mikil er vanhyggja þess og fleirj blaða hjer, sem nú eru að skrifa um kosn- ingarnar, ef þau halda að þeim tjái nokkuð að þreyta sig á and- mælum gegn Jóni Magnússyni. Hann verður kosinn, hvað sem þessi „veslings“ blöð segja. Það er þeim algerlega um megn, að hindra kosningu hans. D-listinn fær langflest atkvæði. við kosn- ingarnar og kemur að tveimur mönnum, en glíman stendurmilli þriðja manns D-listans og hinna listanna. Blaðaníðið um J. M. hefir engin áhrif önnur en þau, að verða þeim, sem það skrifa, til skammar bæði lífs og liðnum. — Stjómmálasaga íslands geymir nafn Jóns Magnússonar með lofi, sem ekki verður hnekt af dægur- fiugnanna vængjablaki. Og kosn- ing hans var vís og ákveðin um leið og nafn hans kom á kjörlist- ann. Þetta blað átti í gær tal við merkan mann á Akureyri, og sagði hann, að blöðin þar væru lítt farin að ræða kosningarnar. Þó væri komin meðmælagrein með D-listanum í íslendingi; hefði sjer heyrst svo sem flestir væru þar honum fylgjandi. Við mann í Borgarnesi átti þetta blað einn- ig tal nú nýlega, og sagði hann hið sama um fylgi D-listans þar um slóðir. Hann kvað B-listann mjög fylgissnauðan þar í hjerað- ir.u. Um E-listann (sjera M. Bl. Jónsson) sagði hann það, að síð- asta daginn, sem framboðsfrest- urinn stóð, hefði verið gengið með hann hús úr húsi þar í kauptún- inu, til þess að safna meðmæl- endum, og sýnir það, að meðmæl- endatala sú, sem lögin krefjast úr Vestfirðingafjórðungi, hefir verið ófengin fram á allra síð- ustu stundu, og er þetta ekkert undarlegt. Blaðið „Austurland“ á Seyðisfirði átti að fara að mæla með þeim lista, eftir að efsti mað- ur hans kom heim til Austfjarða nú nýlega úr Reykjavíkurför, en því varð þegar í stað svo ilt af þessu, að það sálaðist áður en það fengi sagt eitt orð um list- ann. Það leit aðeins á efsta nafn- ið og dó af því. Svo máttugt er nafn Vallanessprestsins þar eystra. Meðmæli „Vísis“ með E-Iistan- um í gær vöktu bros á allra vör- um, sem þau lásu, því hver mað- ur hlaut að finna gletnina, sem þar lá á bak við, enda kom mönn- um saman um, að þetta væri „háð en eigi lof“, eins og Snorri komst 1 að orði.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.