Lögrétta - 03.06.1922, Blaðsíða 1
LOGRJETTA
Árg. k*star
ÍO k'. innaalai>d«,
erl. kr. 12,50.
Skrifst. og afgr* Austurstr. 5.
Bæjarblad IUIorgunblaðið.
Ritstjóri: Þorst. Giáaaon.
XVII. árg. 37. tM.
t laugardaginn 3. júnf 1922.
ísafoldaiprentsmlCja hl.
Spánarfenðin.
Ágrip af ræðu Einars H. Kvaran á
almennum templarafundi 28. maí.
I.
1 öndverðum febrúarmánuði
mæltist forsætisráðherra Jón
Magnússon til þess við mig, að
jeg tækist á hendur ferð til Kaup-
mannahafnar með „6ullfoss“ 8.
febr., í því skyni að vera þar til
taks, ef Alþingi kynni að ákveða
að senda nefnd til Spánar. Svo
sem kunnugt er, varð jeg við
þeim tilmælum.
Þegar jeg kom til Kaupmanna-
hafnar, þóttist jeg verða þess var,
að utanríkisstj órnin hefði nokkurn
beyg af frekarj samningatilriaun-
um við Spánverja. Jeg skildi vel
þann ótta. Hún hafði útvegað
oss loforð um bestu kjör á
Spáni, ef vjer ljetum >að vilja
Spánverja í bannmálinu. Annars
gátum vjer búist við afarkostum,
sem jafnvel útilokuðu oss með
öllu frá spænskum markaði.
Spánverjar hafa 'ákveðna lög-
mælta tolla á vörum — á sumum
vörum, að minsta kosti, eins og
saltfiski, mismunandi háa, svo að
hátollarnir valda algerðri útilok-
nn. En spænska stjómin hefur
heimild til þess að semja við
einstakar þjóðir um niðurfærslu
frá lágtollunum, ef þær þjóðir
veita Spánverjum einhver þau
hlunnindi í móti, sem þá van-
hagiar sjerstaklega um. Af þessu
stafar það, að „bestu kjör“ em
svo sjerstaklegta mikilvæg. Sú,
þjóð, sem þau hefur, fær niður-
færsluna á tollinum að sjálfsögðu,
hvenær sem nokkur önnur þjóð
fær hana. Sú þjóð, sem ekki
hefur þau, getur átt á hættu að
ýtast út af markaðinum, hvenær
sem einhver önnur þjóð fær toll-
lækkun, sem miklu nemur.
Svo að utanríkisstjórnin í K-
höfn hafði sannarlega afliað oss
mikilsverðra hlunninda, og það var
ekki nemia eðlilegt, að sú tilhugs-
un vekti óhug hjá henpi, ef eitt-
hvað kæmi fyrir, sem spilti starfi
hennar og yrði til þess að Spán-
verjar kiptu að sjer hendinni.
Enginn viafi leikur á því í aug-
um kunnugra og sanngjarnra
manna, að hún hefði rekið erindi
vort af hinni mestu alúð, þó að
það yrði henni ofurefli að fá
Spánverja til þess að falla frá
kröfum sínum um breytingar á
bannlögunum. Það eitt, að hún
hafði lagt svo mikið kiapp á að
afla oss bestu kjara, þó að hún
gæti ekki útvegað Dönum þau
handa saltfiski Færeyinga, er þess
órækur vottur, að hún hafði hald-
ið fram vorum málstað af fylstu
óhlutdrægni og samviskusemi.
En þó að utanríkisstjóminni
væri eðlilegia ant um að árangr-
inum af starfi hemtar í málinu
yrði ekki spilt, var hún ráðin
í því að framfylgja vilja Islend-
inga sjálfna, hver sem hann
reyndist verða.
Þegar Larsen-Ledet ritstjóri
„Afholdsdagbladets“ fekk að vita
um komu mína til Kaupmanna-
hafnar, kallaði hann til mín í
síma, og jeg stóð í stöðugu7 sam-
bandi við hann, meðan jeg var
í Höfn. Hann fór fram á það,
að jeg kæmi yfir til Jótlands
og talaði þar um Spánarmál vor
íslendinga á fundum, sem hann
ætlaði að stofna til.
Bindindisliðið danska hefur
ekki verið fyllilega sammála um
framkomu þessa mikla vinar vors
í Spánarmálinu. Sumum dönskum
bindindismönnum hefur þótt hann
fara heldur geyst, þar sem hann
vildi koma á — enda hefur kom-
ið á — samtökum í Danmörku
um að forðast kaup á spænskum
vörum og verið allharðorður í
Spánverja garð. Ennfremur hafði,
að sögn, eitthvað komið til orða
í herbúðum stjómarinnar að höfða
mál gegn honum fyrir meiðyrði
um Spánverja. Ur því varð ekk-
ert, enda hefði „rjettvísin“ áreið-
anlega ekki komið þar lað tóm-
um kofunum. Þess skal getið,
að danska Good-Templara Reglan
stóð eins og þjettur veggur með
Ij.-L. í málinu.
í tilefni iaf þessu sundurþykki,
sem framkoma L.-L. hafði vakið,
langaði hann til þess að Danir
fengju að heyra það af vömm
einhvers íslendings, hvernig Is-
lendingar sjálfir litu á þetta mál.
Jeg tók það nærri mjer, að
telja það skyldu mína að synja
L.-L. Um þetta. í þeim erindagerð-
um, sem jeg hafði farið, og með
Spánarferð ef til vildi framund-
an mjer, virtist mjer það ekki
geta átt við, að jeg væri að
taka þátt í neinum fundahöldum,
sem telja yrði óvingjamleg í
Spánverja garð. Jeg bar málið
undir sendiherra vora, og hann
var mjer sammála. Mjög vænt
þótti mjer um það, að L.-L. var
mjer líka samdóma, þegar hann
heyrði ástæður mínar fyrir synj-
aninni. Jeg gaf L.-L. engar von-
ir um það, að okkur auðnaðist
að halda banninu óskerfu, ef
engin hjálp kæmi utan að. Hann
skildi það vel, og okkur kom
saman um það, að væri nokkurr-
ar hjálpar að vænta, þá væri
það frá Bandaríkjunum. Meðian
jeg stóð við í Kaupmannahöfn,
sendi L.-L., sem gæslumaður kosn
inga Hástúkunnar, fjöldia af
skeytum vestur. Vinum okkar
vestra varð fremur ógreitt um
svör, sem ekki var undarlegt,
þar sem fram á mikið var* farið.
En þeim svöram lauk svo, að
tíminn væri of naumur fyrir þá,
til þess að koma því í fram-
kvæmd, sem fulltrúi Hástúkunnar
leitaði fyrir sjer um.
Mjer veittist sú ánægja að hitta
L.-L. Hann kom til Kaupmanna-
hafnar, á leið til Hesingjaborgiar,
hafði verið fenginn þangað til
þess að flytja þar erindi um
Spánarmálið. Jeg skildi á honum,
að hann langaði til, að jeg slæg-
ist í förina, og minna gat jeg
ebki fyrir hann gert. Fyrst hjelt
hann ræðu, sem öllum var heim-
ilt að sækja. Henni var tekið
með miklum fögnuði. A eftir
þeirri samkomu vorum við sóttir
á Good-Templarafund, og töluðum
þar báðir. Daginn eftir var hald-
in stórkostleg Good-Templarahá-
tíð í Kaupmannahöfn í einum
af skrautsölum borgarinnar. Jeg
talaði þar, og mjer var tekið
af hinni mestu góðvild. Hátíðinni
lauk með almennri, afarfjölsóttri
samkomu. Þar var margt til
mannfagnaðar og alt ágætt. Söng-
flokkar sungu prýðilega. Ein af
bestu söngkonum Dana söng, svo
að unun var á að hlýða. En að-
alviðburður samkomunnar var
ræða, sem L.-L. hjelt. Jeg hafði
orð á því á eftir, hvort L.-L.
mundi ekki vera mestur mann-
fundaræðumaður (Folketaler)
ísiorðurlanda. Mjer skildist svo
sem suma furðaði á því, að jeg
kæmi með svo sjálfsagða athuga-
semd. Þar fer saman sterkur,
hreimmikill rómur, fyndni með
afbrigðum og ágæt rökfimi.
L.-L. er þjettur, samanrekinn
Jóti, djarfmannlegur, óvenjulega
vígreifur, þegar hann berst fyrir
sínum áhugamálum, og fremur er
honum víst torvelt að byrgja það
niðri í sjer, sem honum kann að
detta í hug, smellið og skringi-
legt — þó að nokkur hætta sje
á, hvernig því verði tekið. Jeg
get ekki stilt mig um lað segja
eina sögu af honum, því að hún
einkennir manninn töluvert.
L.-L. var að ganga undir svo
nefnt „Præliminær Examen“, sem
samsvarar hjer um bil prófum
vorum upp úr gagnfræðaskólun-
um. Hann átti að segja sögu
Karbs XII. Svíakonungs, og sagði
hana svo nákvæmlega., að prófess-
orinn fór að vekja athygli hans
á því, að með þessu lagi yrði
þessu aldrei lokið. L.-L. hjelt á:
fram frásögn sinni með sama
hætti og áður. Þá fór prófess-
orinn að ókyrrast til muna og
sagði, að svona gætu þeir ekki
haldið áfnam.
„Við látum okkur nægja, mælti
hann, „að þjer segið jnjer, hver
urðu endalok KarLs XII.“
„Endalok?" siagði L.-L. „Það
veit jeg ekki. Jeg geri ráð fyrir,
ao hann háfi endað í helvíti.“
Þá kvað við hlátur um allan
salinn. Og L.-L. var tafarlaust.
sendur frá prófborðinu með á-
gætiseinkunn.
Eftir að jeg hafði dvalið nokk-
uð lengi í Kaupmannahöfn, feng-
um við Sveinn Björnsson sendi-
herra tilmæli um það frá stjóm-
innf hjer heima, að fara suður
til Spánar til samningaumleitana.
Nokkur bráðabirgða fyrirmæli
voru okkur send, og jafnframt
tilkynning um, að þegar við kæm-
um til Madrid, mundi okkur gerð
fyllri grein þess, til hvers væri
ætlast af okkur.
f þessum bráðabirgðafyrirmæl-
um var þess látið getið, iað hveni-
ig sem málið annars færi, mætti
ekki hverfa frá því, að tryggja
bfcstu kjörin.
Jeg þóttist sjá það, eftir þeim
kynnum, sem jeg hafði fengið af
málinu, að þar sem þessari
kröfu var skipað í öndvegi, var
sama sem engin von um, að við
gætum haldið hanninu óskertu.
Nú var það vitanlegt, að það
var vegna Good-Templara Regl-
unniar, að jeg var beðinn að fara
þessa ferð. Hvað sem mínum eig-
in skoðunum leið, taldi jeg það
ekki geta komið til mála, að
jeg færi með erindi, sem fram-
kvæmdamefnd Stórstúkunnarværi
mótfiallin. Ef ekki fjekst sam-
komulag milli hennar og stjóm-
arinnar, gat jeg ekkf þessa ferð
farið, eftir því, sem jeg leit á.
Fyrir því símaði jeg fyrirspurn
til framkvæmdarnefndarinnar um
afstöðu hennar til málsins. Jeg
fjekk aftur það svar, að hún
hefði fengið lað sjá fyrirmæli
stjórnarinnar, og að hún væri því
samþykk. Þá taldi jeg ekkert ferð
minni til fyrirstöðu.
II.
Við lögðum á stað laugardag-
inn 18. mars og komum til París
20. mars. Þar var okkur ætlað
að hitta kammerherra Bemhoft,
sendiherra Dana í Frakklandi og
á Spáni, sem að jafnaði hefur
aðsetur í París. Hann hafði þá
verið suður við Miðjarðarhaf, til
að aðstoða drotninguna, sem þá
var við jarðarför móður sinnar,
en var boðaður til Parísar, til þess
að við skyldum geta hiaft tal af
honum, áður en við færum suður
á Spán.
Hjá sendiherranum beið okkar
símskeyti, sem Bull, formaður
dönsku sendisveitarinnar í Mad-
rid, hafði sent utanríksstjóminni
í Kaupmiannahöfn og hún sent
til Parísar, til þess að við skyld-
um geta sjeð það þar. Það var
þess efnis, að allar frekari mála-
leitanir við Spánverja frá okkar
hálfu, íslendinga yrði að telja
beinlínis skaðvænlegar fyrir hags-
muni Islands. Svo að það var
ekki sjerstaklega hughreystandi!
Bernhoft sendiherra hefir rekið
þetta erindi fyrir okkur, og er
því allna. manna kunnugastur,
enda kom það brátt fram í sam-
tali okkar við hann. Hann reynd-
ist einkar greiður og góður við-
tals. * Ekki taldi hann það ná
neinni átt að láta þetta símskeyti
aftra okkur frá að halda áfram
ferðinni, og hann gaf okkur skrif
legar ráðleggingar um það,
hvemig við skyldum h ■ p. .
isrekstrinum.
Meðan við stóðum við í París,
tók jeg mjer ferð á hendur til
þess að hitta dr. Legrain, sem
er einn af belstu forvígismönnum
bindindismálsins á Frakklandi.
Komið hafði til orða milli hans og
Larsen-Ledets, að hann færi til
Spánar um sömu mundir og við Is-
lendingar, til þess að reyna að hafa
áhrif á kröfur spænsku ávaxta-
salanna, sem líta, að sögn, alt
Sv. Jónsson & Co.
Kirkjustræti 8 B. Reykjavík.
hafa venjulega fyrirliggjanði mikl-
ar birgðir af fallegu og enðingar-
góðu veggfóðri, margs konar
pappír og pappa — á þil, loff
og gólf — og gipsuðum loftlist-
um og loftrósum.
Talsími 420. Símnefni: Sveinco-
annian veg á áfengismálið en vín-
salarair. Jeg ræddi þetta lengi
við hann, og við urðum sammáDa
um það, að eins og málinu væri
nxi komið, væra ekki líkindi til
þess, að sú ferð bæri áriangur.
Ef nokkurt gagn hefði átt aJ5
geta orðið að henni, hefði hú*
þurft að vera farin fyrr.
Ti'l Madrid komum við 23.
mars. Gunniar Egilson var þá ný-
kominn þangað frá Barcelona,
samkvæmt fyrirskipun stjórnar-
innar, og vann með okkur allaínt
tímann að málinu sem einn nefnd-
armanna. Þegar við vorum ný-
komnir, hittum við Bull og san»-
dægurs konsúl Dana og vor ís-
lendinga, sem Franzen heitir.
Hann bauð góðfúslega aðstoft
sína við lað afla okkur allrar
þeirrar vitneskju viðvíkjandi er-
indi okkar, sem honum væri unt.
Úrslitafyrirmæli stjórnarinnar
hjer heima vora enn ekki komin.
Nú notuðum við tímann til þesS
að kynma okkur málið.
Meðal annars fengum við all-
nákvæmna vitneskju um örðug-
kika Norðmanna. Þiar á meðal
þessia: Spánverjar hafa grætt
stórfje é norska banninu. Inn-
flutningur ljettra vína, sem
em leyfð í Noregi, nam 500.000
lítram á ári á undan banninn.
Hann nemur nú 10 miljónum
lítra, hefir 20-faldast. 1 ofanálag
buðust Norðmenn til að kaupa
300 þús lítra á ári af sterkati
vínunum (frá 14%—21%). Enn
fremur buðust þeir til að ljetta
af spænskum vörum tolli, sem
nam miljónum. Þtssum tilboðum
vildu Spánverjar alls ekki sinna.
Þeir kröfðust þess, að keyptir
væru 500 þús. lítrar v
þó að Norðmenn yrðu við þeirri
kiöfu, voru líkurnar litlar til þess
að þeir fengju siamninga, sem
þeim þættu viðunanlegir.
Einnar hafa óskað eftir samn-
irgum. Þeir fengu svar í þá átt,
að spænska stjómin væri svo
önnum hltaðin í eamningum við
aðrar þjóðir, að í fyrirsjáanlegri
framtíð sæju þeir sjer ekki fært
að leggja út í samninga við Finna.
Skiljanlega var litið á þetta
sem nokkurt stórlætissvar. En víst
er um það, að í mörg horn höfðti
Spánverjar að líta, vegna þeirrar
stefnu sem þeir höfðu tekið í
viðskiftamálunum. Og mjög var
örðugt að ná fundi þess manns-
ins, sem framar
hefir viðskiftamálin með höndum,
Lopez Lagos. Svo virtist, sem
Spánverjiar ættu í meira og