Lögrétta - 03.06.1922, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA
S
fiirm bersynduQi.
Skáldsaga eftir Jé* Bjénutam.
Það fór hrollur um hann, þegar hann tók
um nakinn handlegg Bryndísar. Maður henn-
ar tók um hinn. Þá æpti hún eins og hann
hefði komið við opið sár. Og hann fékk
löðrung. En á Skarphéðinn leit hún enn
lengi. Svo var eins og skilningsglampi
þokaðist fram í flótta;eg augun. Eftir nokk-
ura stund brosti hún daufu brosi, og lét
hann slðan leiða sig inn. Oddvitinn kom
dapur og niðurlútur á eftir.
Skarphéðinn ætlaði að fara sem skjótast
aftur.
Þessi hörmulegi atburður hafði komið svo
óvænt og lamað allar hugsanir hans. En þá
bað oddvitinn hann, að staldra við hjá sér.
»Eg sé að mér er ofurefli einum að ráða
við Bryndísi*.
Skarphéðinn gat ekki neitað manninum
um þetta. Hann var alt í einu orðinn svo
einstæðingslegur 'og ráðþrota.
En það þurfti einskis með. Bryndís sat
róleg á rúminu og starði upp í loftið. Ein-
stöku sinnum hló hún hátt. En á eftir kom
alt af [hörkusvipur á hana og^Jvottaði þá
fyrir gömlu festudráttunum.
»Hvenær merktist þetta á konunni fyrst?«
spurði Skarphéðinn.
»Eg sá það fyrst í morgun«, svaraði odd-
vitinn, »eða heyrði öllu heldur, því um leið
og bún reis upp i rúmiuu, hló hún þennan
ní8tandi kuldahlátur. Svo vatt hún sér fram
úr rúminu og fór að ganga um gólf, hlæj-
andi öðru hvoru. Stundum heyrðist mér hún
vera að tala um byltingar og yflrráð, og
stundum um vatnsfall, sem nú væri búið að
brjóta sér farveg. Og stundum grét hún.
Svona hélt hún áfram meðan eg var að
klæða mig«.
Skarphéðinn stóð þögull og horfði á Bryn-
dísi. Hún bærði varirnar eins og hún væri
að tala við einhvern.
Alt í einu leit hún á Skarphéðinn, spratt
á fætur og gekk til hans og sagði:
•Loksins ertu kominn! Loksins vann eg
sigurinn! Eg vissi það fyrir löugu*. Það
var annarlegur fögnuður i röddinni. Svó
benti hún niður á gólfið og sagði: »Krjúptu
á kné og kystu fætur minar og vottaðu mér
hollustu þina. Nú drotna eg. Nú hlýðir þú
— lok8Íns«.
Hún stóð þarna háleit og gerfileg, föst á
svip og dró andann hægt eins og hún væri
að hlusta. Eitt augnablik datt Skarphéðni
i hug að hlýða og krjúpa að fótum þessarar
konu. sem of sterkar og ótamdar tilfinningar
höfðu sprengt. En hann stóð samt kyr.
Þegar hann hreyfði sig ekki, sneri Bryndís
sér að oddvitanum, leit á hann frá hvirfli
til ylja, gekk siðan fast að honum og hrækti
enn í andlit hans. Svo settist hún aftur á
rúmið.
Skarphéðinn stóð þarna um stundarsakir.
Hann langaði til að rétta oddvitanum ein-
hverja hjálpar- og stryrktarhönd. En hvað
gat hann? Hann stóð þarna frammi fyrir
sama ofureflinu og oddvitinn. Hér gat eng
inn neitt.
Skarphéðinn hætti kenslu mánuði fyr en
hann hafði ætlað sér. Honum varð veran á
Hjalla óbærileg. þessi sífeldi hlátur vit-
skertrar konunnar barst alt af að eyrum
hans. Og honum fanst hann segja: Þetta
er þ é r að kenna. Ógæfan kom í fylgd
með þ é r inn á þetta heimili.
Hann reyndi ekkert að afsaka sig. Óham-
ingjan hafði áreiðanlega komið með
honum á þetta heimili. Ef Bryndís hefði
aldrei þekt hann, þá var nokkurnvegin víst,
að líf hennar hefði haldið áfram að vera
sami fosslausi straumurinn, tómt og tilbreyt-
ingarlaust, en heilt og óbrjálað. En nú var
hún hrunin til grunna, var mannleg rúst, og
mundi líklega verða það til æfiloka. —
Nokkurum dögum eftir að hann hætti
kenslunni reið hann niður að Hvoli. Hann
hafði ekki komið þar allan veturinn.
Halldór tók honum með alúð. Þórunn var
róleg, og var ekki að sjá á henni neina
geðshræringu. En Skarphéðinn grunaði, að
undir þessari yfirborðs-ró dyldust þungar öldur.
Halldór þóttist sjá, að Skarphéðinn væri
óglaðari en veturinn áður. Hann hafði heyrt
um brjálsemi Bryndísar og hverjar orsakir
menn sögðu vera fyrir henni. Og hann skildi,
að þetta, auk þeas sem fyrir var, mundi
hvíla á kennaranum eins og þung og sár
byrði. Hann vissi ekki, hvort rétt mundi
vera að færa þetta í tal, en þó gat hann
ekki stilt sig um að spyrja:
»Hvernig líður Brydisi?«
»Það er vist erfitt að segja um, hvernig
henni líður. Við þekkjum svo lítið sálar-
ástand vitskertra manna. En víat er það
að engin bati er sjáanlegur*«.
»Hvernig ber oddvitinn þetta?«
»Sæmilega. Hann vonar, að þetta sé ekki
nema stundarsturlun. — En hvað segir fólk-
ið hérna í grendinni um þetta? Er eg ekki
talin orsök í þessari óhamingju? Gerist
nokkur hörmulegur atburður hér, svo eg sé
ekki talin orsök hans?«
Halldór brosti. »Ekki vil eg segja svo
mikið. En hitt er vist, að ekki þykjast men*
vera í neinum vafa um, að koma þín að
Hjalla og breytni þar sé orsökin«.
»Eg bjóst við því, vissi það raunar. Og
það er að nokkuru leyti rétt. Eg kom eins
og Btormur inn i líf þessarar konu. En þó
hef eg ekkert að ásaka mig fyrir annað en
það, að eg réðist kennari að Hjalla. 1 þessu
máli stend eg hreinn, Halldór*.
Hálfdapurlegt finst mjer það aö
þurfa að reka þannig unga fólkið
úr sveitunum og niður á bæjamöl-
ina eða sætrjen á hafi úti. NorS-
mönnum er vorkunn, en vjer gerum
það sama, þótt landið sje illa ræktað
og illa notað, og jarðirnar hefl
flæmi. Hver sem ferðast um Noreg
getur varla öðru trúaS, eno sveitir
vorar gætu framfleytt tvöföldum
fólksfjölda eða meira.
Jeg hafði því miður lítið að
segja af unga fólkinu í ibr minni,
og þó sjest framtíðarstefnan hvergi
betur en á hugsunum unga fólks-
ins. Þrjá unga stúdenta hitti jeg
þó í Norheimssundi og spjallaði um
ýmislegt við þá. Þeir komu þangað
siglandi á ljómandi fallegri lysti-
skútu, sem einn þeirra átti eða fað-
ir hans. I stjórnmálum sögðu þeir
Bolsehevíka hafa vakið mesta eftir-
tekt, og hölluðust margir á þásveif-
ina, líkt og heima. Stingur þetta
í stúf við Hafnarstúdenta, sem eru
eindregnir íhaldsmenn, sem stend-
ur. Trúmál sögðu þeir að fæstir
hugsuðu um, og trúardaufir væru
flestir. Ekki leit út fyrir að neinn
grunur hefði vaknað hjá þeim um
það, að lýðstjórn og þingræði vorra
tíma væri á sandi bygt og með mikl-
um göllum. Spíritisma og theosofi
lvöfðu þeir ekkert af að segja. Á-
hugamál þeirra sýndust vera þjóð-
f jelagsendurbætur, og veitir ekki af
að einhver hugsi um þær á þessum
dögum. Þessi litla viðkynning virt-
ist mjer bera góðan vott um sæmi-
legt andlegt líf og áhuga hjá svo
ungum mönnum, þð minsta kosti
fór því fjarri að þeir væru hug-
sjóna- og áhugalausir mn alt, nema
námið. Þætti mjer margt ólíklegra
en að einhver þeirra yrði þingmað-
ur á sínum tíma, og hann af betri
endanum.
Yfir fjöllin. Jeg hafði nú dvalið
nálega 2 daga í Norheimssuúd og
þóttist ekki mega tefja lengur. Jeg
borgaði því reikning minn,*) og
lagði af stað í bíl yfir fjöllin milli
Harðangurs og næsta fjarðar. —
Gengu einir 6 bílar fastar ferðir
þessa leið á degi hverjum, og oft-
ast fullir báðar leiðir. Var það víst
eigandi veitingahússins, sem átti
þá að miklu leyti. Þetta var all-
langur vegur, en ekki kostaði akst-
urinn meira en 5—10 kr., ef mig
rjett minnir.
Jeg býst við að sumum hefði þótt
ferðin byrja geigvænlega. Gekk veg
urinn neðan úr dalverpinu og upp
á fjöllin eftir svo nefndu Tókagili.
Gil þeta var afardjúpt, og lágu
ýmist að því snarbrattar urðar-
brekkur eða standhamrar. Vegur-
inn lá nú eftir þessu góðgæti. Þar
sem mögulegt var, var björgum
hlaðiðundir hann í brekkunni, en
þar sem standhamrar tóku við, var
sprengd svo breið skeið inn í berg.
ið, að fært var fyrir vagna. Var
þá stundum grafið svo djúpt inn
{ bergið, að súlur stóðu eftir af
berginu framan vegarins, með
breiðum ljósopum á milli, en þar
sem verst gengdi voru grafin jarð-
göng á all-löngum pörtum, og var
þar myrkur. Nú fór því fjærri að
vegurinn lægi neðst í gljúfrinu,
svo skamt væri að detta niður í
ána. Nei, vegurinn lá miðja vegu
hátt uppi í klettunum, og hyldjúpt
gilið fyrir neðan mann. Var þar
*) Greiðasala £ Norheimasund var
þannig: Morgunkaff i með eggi og
branði 2 kr. Miðdegismatur 5 kr.
Kvöldmatur 3 kr. Svefnherbergi 4
kr. En hjer var líka sdt vel eg rík-
toannlega úti látíð.
vís bani, ef nokkuð hefði út af bor-
ið. Ýfir alt þetta brunaði bíllinn,
og oft upp mikinn bratta, og alt
geklt vel, enda var bílstjórinn van-
ur ferðalaginu. Tvær norskar ung-
frúr, sem sátu hjá mjer, virtust
óhræddar með öllu.
Það kann nú að þykja óþarfi að
segja frá þessum Tókagilsvegi, en
í mínurn augum hafði hann sína
þýðingu. Ef einhverjum heima
hefði verið bent á slíkt vegarstæði,
þá þykir mjer ekkert sennilegra en
að hann hefði talið þann mann vit-
lausan, sem kæmi til hugar að
leggja þar veg. En Norðmönnum
óx þetta ekki í augum. Það hefir ef-
laust verið vandlega athugað hvar
skárst væri að komast yfir fjöllin
og tengja bygðimar saman, en eng-
inn vegur fundist betri eða auð-
unnari, þó þessi væri illur. Og svo
er ráðist á ófæruna með öllum nú-
tímans tækjum og að lokum er
vegurinn kominn. Alt þetta sýnir
dirfsku og kjark. „Þar sem enginn
vegur er, þá bý jeg mjer hann til
sjálfur“ segir enskt máltæki og
þetta er siður kjarkmanna í öllum
lcndum. Mjer fanst þessi sveita-
vegur vera merkilegur minnisvarði
yfir þá kynslóð, sem bygði kann
og gefa hverjum sem um hamn fer
bæði áminningu og ágætt fordæmi.
Þegar upp var komið 14 vé'gur-
inn auðvitað eftir Slakka eða
breiðu skarði milli fjaBannia. —
Þarna uppi var ekki um annan
skóg að tala en lágviaxið og krækl-
ótt birki líkt og heimia. Þama sá
jeg ljóslega þ*r margumtöluðu
fjallaslægjur, og er þar skjótt laf
að segja, að þær vom algerlega
eins og heima gerifit í góðum eða
að minsta kosti sæmilegum bygð-
um. Voru þar allmiklir mýraflák-
ar og ágætur mór í, en grasvöxt-
ur svo góður, að vjer hefðum tal-
ið þar góða slægju. Þarma vora
menn víða við heyskap og leist
mjer björgulegar á þetta enhjakk
ið í urðunum niðri í sveitinni.
Sást það Ijóslega hjer, að veðr-
átba og gróður heima er svipað
því sem gerist uppi á fjðllum í
Noregi, þar sem fcomið er upp úr
furubeltinu og jafnvel birkið er
farið að eiga erfitt uppdráttar,
verða lágvaxið og kræklótt. Svo
ljelega landskosti búum vjer við
ÍSlendingar, þó nmrgir lofi þá.
Jeg hefi áður getið þess, að
bændur setja hey sitt saman uppi
á fjöllunum og áka því heim á
vetrum. Voru hjer hingað og þang
að heyskútar bænda, þar semsett
var saman heyið. Þeir voru þann-
ig gerðir, að sett var upp steifcleg
trjegrind, eins og byggja skyldi
húskofa, og þak lagt yfir hana
en veggir óklæddir. Þarna undir
þakinu var heyið borið samanogvoru
þetta smáfúlgur einar sem jeg sá.
Sennilega er hjer enginn fjenaður
hafður á fjöllunum eftir heysfcap-
artímann, því annars hefði heyinu
verið hætta búin, er það stóð óvar-
ið til allra hliða.-------
Ferðasögu minni er nú lokið í
þessu blaði en í raun og veru er sag-
an ekki nema hálfsögð og margt það
eftir sem jeg hefði mest að segja frá.
Meðal annars var kaflinn um Bergen
byrjun ein. Lengst dvaldi jeg í Staf-
angri fyrst út á Molde við
Hafursfjörð við mælingar á her-
mönnum hjá Bryn herlækni og ágæt-
um mannfræðing, síðan um vikutíma
í bænum við athugun á miklum spít-
ala, sem þar var verið að byggja.
Síðast var jeg nokkra daga um kyrt
í Bergen og bauð Sandberg yfirlækn-
ir mjer að búa í herbergjum sinnm í
sjúkrahúsinu. Lifði jeg þar í góðu
yfirlæti og var að lokum ekið til
skips í skrautlegum rafmagnsbl1. í
Færeyjum heimsótti jeg landlæknir
þeirra eyjarskeggja og hitti þar Sig-
urg Jónsson læknir. Var mjer tekið
ágætlega og sýndur landsspítalinn,
sem Færeyingar voru að byggja.
Verður hann allmikið hús, en þá var
undirstaðan aðeins lögð og þó ekki
öll.
Jeg hef ekki haft tíma til þess að
ljúka frásögu minni síöan jeg kom
heim, svo þetta brot verður aðnægja.
Jeg var aðeins rúman mánuð í öllu
ferðalaginu 'ogskrifaðiferðasögunia
að mestu leyti á kvöldin í Stavanger,
þegar jeg gat ekki annað starfa*.
Segi svo aðrir lengri sögu og betri,
sem bregða sjer mánuð til útlanda
og vinna að alt öðru en að segja
frjettir af ferð sinni.
G. H.
fiuorum á afl trúa?
Jónas Hriflumaður er að halda
því fram í Tímanum nú síðast,
að viðskiftamenn Sambandsins
'sjeu skuldlausir, eða því sem næst.
En rjett áður hefur Hallgrímur
Kristinsson sagt, líka í Tímanum,
að þeir væru í „skuldafeni", og
talið mjög stfo áríðandi fyrir þá,
að „falla ekki dýpra í það en
orðið er“. Aimarhvor þeirra hlýt-
ur að fara með rangt mál. En
hvorum á að trúa?
Jeg fyrir mitt leyti tel engan
efa á því, að trúa beri Hall-
grími en ekki Jónasi, bæði af
því að orð Jónasax hafla svo oft
áður reynst óábyggileg í mörg-
um málum, og svo líka af hinu,
að þar sem þeir hafa báðir, eins
og kunnugt ex, verið fylgdarmenn
bænda út í „fenið“, sem Hall-
grímur talar am, þá ber það vott
um nokkra samvitskusemi að sá
fylgdarmaðurinn hrópar nú upp
og biður bændur að vara sig,
þar sem Jónas virðist aftur á
móti ekfci vilja sjá ófæruna, en
otar mönnum til áframhalds í
sömu stefnu og áður. Það mun
því rjettara að trúa Hallgrími
og taka undir með honum: Varið
ybkur, bændur góðir, á „skulda-
feninu“ — og „varið ykk-
ur á Jónasi“, væri ekki ólíklegt
að Hallgrímur vildi bæta við,
er hann hefði lesið grein Jónas-
lar. Hallgrímur er án efa farinn
að sjé, að stefnan, sem þeir leið-
sögumennirnir tóku í upphafi, er
ekki rjett, en Jónas annaC hvort
sjer það ekki enn, eða þá vill
ekkj sjá það, af því að það fer
í bág við óskir hans. En vera
má, að ósamræmið milli þeirra
stafi af því, að Hallgrímur er
án efa miklu fróðari í versl-
unarmálum en Jónas.
Kaupfjelagsstjóri einn utan af
landi var hjer staddur í vor, og
' í sambandi við fcaupfjelagsmálin
barst Jónas í tal við hann og iðja
hans við Tímann. Kom það í ljós,
að kaupfjeliagsstjórinn hafði eng-
ar mætur á Jónasi. M. a. sagði
hann: „Og svo er þetta — —“,
svo sem hann ákvað, „aíltaf að
skrifa um verslunarmál, sem hann
hefur ekki vit á fremur en —!“
Jeg segi frá þessu Jónasi til af-
Isökunar í ágreiningsmiáli hans
við Hallgrím, svo að bændur þurfi
ekki að halda, að það hljóti að
vera gegn betri vitund, sem Jón-
asi virðifit áhugamál, að gyllft
fyrir þeim ,Jenið“, en orð Hall-
gríms finst mjer trúleg, að þama
sje hætta á ferðum, enda þótt-
ist jeg hafa sjeð þettia áður en
hann benti á það.
Leifnr.