Lögrétta

Issue

Lögrétta - 26.08.1922, Page 2

Lögrétta - 26.08.1922, Page 2
2 LÖGRJETTA mErk ummæli um Island. UiQtal uiö hr. Kurthals-FiltES. Staddur er hjer í bænum um þessar mundir merkur gestur út- lendur, sem undanfarnar vikur hefir verið á ferðalagi um landið ásamt frú sinni. Er þaö hollonskur aðalsmaður, J. Korthals-Altes, , frægur maður í föðurlandi sínu og virtur vel fyrir margra hluta sakir. Hefir hann um áratugi verið þingmaður á ríkisþinginu hollenska, sem fulltrúi fyrir land- búnaðarkjördæmin Hoorn og Ed- am. Er hann formaður landbúnað- arfjelagsinfs 'í hjeraði sínu og hefir mjög verið við landbúnað riðinn, er sjálfur óðalsbóndi og hefir mjög starfað að ýmislegum endurbótum í búnaði. Hefir hann mjög fengist við rannsóknir á jarðvegsbreytingum, þurkun lands og öðru því líku, og af öðrum afskiftum hans af landbúnaðar- málum má nefna haráttu hans fyrir* nýhýlahreifingunni, sem hjer er kölluð svo, í föðurlandi sínu. Er hann kunnur mjög fyrir vís- indastarfsemi sína á sviði jarð- vegsbóta og sögulega rannsókn á húnaðarháttum Hollendinga. — Síðustu tvö árin hefir hann dvalið í Englandi til þess að rannsaka áhrif hollensks landbúnaðar á búnaðarháttu Englendinga og er að skrifa sögulega og tekniska bók um það efni. Hefir honum verið sýndur ýms sómi sem vís- indamanni, og meðal annars ver- ið kjörinn meðlimur konunglega landfræðisfjelagsins bretska.. Ferð- ast hefir hann víðsvegar um heim og haft persónuleg kynni af ýms- um merkustu mönnum samtíðar sinnar. Þau hjónin komu hingað til lands í júní og lögðu þá þegar í íerðalag hringinn í kring um ísland, sem þau eru nú nýlega komin úr. Hafa 'þau farið ríðandi alla leið, upp á gamla og góða vísu, og farið jafnan ' bygðir. Má telja þetta frækilegt ferðalag af fólki, sem er allsendis óvant ís- lenskum ferðalögum og erfiðleik- um þeim, sem þau hafa í för með sjer. Morgunblaðið fór nýlega á fund Mr. Korthals-Altes og bað hann segja frá ferðalagi sínu og livern- ig land og þjóð hefði komið hon- um fyrir sjónir. Við fyrstu spurn- ingunni, um tildrögin til þess að hann hefði tekist þessa Frngu og erfiðu ferð á hendur, var svarið þetta: . . — Jeg hefi ferðast mikið um æfina og sjeð mörg og olík lönd. ísland liggur fjarri þjóðvegum ferðalanganna, en spurnir þær, er jeg þafði af landinu, þegar í bemsku, voru þess eðlis, að jeg þráði að komast til íslands. Og árið 1908 bar svo við, í veitslu sem haldin var í hollensku sendi sveitinni í Brussel, að Islands var getið, og heitstrengdi jeg þá að láta ósk mína uppfyllast og heim- sækja Island ef líf og heilsa entist. Svo leið og beið. 1 vetur las jeg ' ensku blaði símskeyti er sagði frá stofnun fjelags enskumælandi manna í Reykjavík. íslands er ekki oft getið í stórblöðunum, og mjer fanst þetta vera bending um að nú ætti jeg ekki að láta ferðalagið dragast lengur. Því lof- orð eru gefin til þess að halda þau. — Og sjáið þjer ekki eftir ' f erðalaginu ? — Nei. Þjer megið trúa mjer ei jeg segi, að mig langar ekki eins mikið til neins og þess að geta orðið íslandi að einhverju liði. Því að ferð okkar hjónanna til íslands og um landið, hefir kent okkur að þekkja landið og elska það og íslendingar hafa komið okkur svo vel fyrir sjónir að við minnumst þeirra ávalt með velvildarhug. Og jeg trúi á framtíð Islands. Mr. Korthals-Altes heldur áfram: —-Það er mjög eftirtektarvert hve andleg menning er á háu stigi hjer á landi. f allar þessar níu vikur sem við höfum verið hjer, höfum við aldrei heyrt misjafnt orð hjá þeim, sem við höfum átt að sælda við. Og sá sem ekki skilúr landsbúa er þeir tala sam- an, notar augun þeim mun betur. Á öllu ferðalaginu hefi jeg aldrei sjeð íslendinga rífast, aldrei seta upp vonskusvip eða fyllast gremju. Og það finst mjer bera vott um holla menningu, sem hver þjóð þjóð geti verið hróðug af. Og framkoma fólks hjer finst mjer bera þess órækan vott, að íslenski kynstofninn sje hreinn og göf- ugur og þjóðin háættuð. í þessu sambandi get jeg ekki látið hjá líða að minnast þess, hve heimilislífið úti um sveitir íslands kom mjer vel fyrir sjónir. Mjer virtist því líka^t sem alt heimilið væri ein fjölskylda, þar sem allir ynnu að sameiginlegum hagsmunum. Og mjer fanst ein- hver gömul og háleit erfikenning váða orðum og athöfnum hvers ■einstaklings og stjórna þeim að sama marki. Vjer biðjum Mr. Korthals-Altes að láta í ljó álit sitt á atvinnu- vegunum og svarar liann á þessa leið: — Hvað atvinnuvegina snertir þá dylst engum að miklu munar á háttum þeirra. í bæjunum virð- ist svo, sem fiskveiðarnar sjeu reknar eftir nýjusu tísku. Á því sviði lifa Islendingar í nútíðinni. En þegar jeg fór að ferðast um sveitirnar fanst mjer jeg vera kominn svo langt aftur í ’tímann, að mjer meira en datt í hug hvort jeg mundi ekkj rekast á Snorra Stnrluson eða einhvern hans sam- tíðarmann á næsta hæ, sem jeg hitti fyrir. — En jeg hefi, þrátt fyrir þetta, óbiluga trú á við- gangi Islands. En þá er það að- alatriðið að leggja stund á full- komnun landbúnaðarins. Og þar er einkum þrent fyrir. I fyrsta lagi að auka ræktun landsins, í öðru lagi fjölgun kvikfjenaðar og framleiðsla og útflutningur smjörs. og osta og í þriðja lagi efling skógræktarinnar. Hvað snertir fyrsta atriðið, aukna ræktun landsins, þá verð jeg að telja það nauðsynlegt að skifta stórjörðunum í smærri býli. Það er vafalaust, að np sem stendur em of stórar jarðeignir á einni hendi, og þessi hönd er í rauninni altaf vanmáttug hönd, sem ekki getur afkastað því að nota þessa eign sína í líkingu við það, sem vera bæri. Og afleiðing þessa er rányrkja sú, sem jeg því miður hefi orðið vottur að alstaðar á ferðalagi mínu, mjer til leiðinda. Mjer var ánægja að sjá verk það, sem verið var að vinna fyrir austan Olfusá (Flóa- áveituna) og miðar að því að auka grasfenginn með áveitum. En jeg er þó sannfærður um það að vatnveitingar á stórum svæðum styðja að aukinni rán- yrkju og eru fullkominni jarð- yrkju Þrándur í götu. Mín per- sónulega skoðun er sú, að þurkun lands og djúpplæging ásamt full- nægjandi notkun áhurðar sje miklu affarasælli fyrir landið, einkanlega ef stórjörðúnum jafn- framt er skift í smærif býli, sem ungum mönnum verði kleyft’ að fá til ábúðar og rækta til full- nustu. Ungum og áhugasömum íslendingum, sem nú fara til ann- ara landa upp á von og óvon eða þyrpast til kaupstaðanna, gæf- ist með þessu móti kostur á að dvelja í beimahögum sínum, reisa þar bygðir og bú og vinna að heill og hagsæld fjölskyldu sinnar og ættjarðar. Jeg kem þá að öðru atriðinu. Sjerhver bóndi mun vera mjer samþykkur í því, að um leið og ræktun jarðarinnar eykst skap- ast skilyrði til þess að auka naut- peningsræktina og samfar^ því felst æ meira til af áburði, er skapar möguleika fyrir bættri og meiri ræktun landsins, ár frá ári og þá um leið aukna framleiðslu smjörs og osta. Fleiri og minni býli á sajna svæði skapa mögu- leika fyrir samvinnu, ekki aðeins um það að kaupa tilbúinn áburð og þessháttar heldur einnig til þess að koma upp smjörbúum og ostagerðum. Og skógarnir. Hverjum sem vildi gera sjer ljósa þýðingu þá, sem skógarnir hafa fyrir Island, vildi jeg ráða til að koma að Hall- ormsstað og sjá þar hverju ís- lenskur jarðvegur, gróðrarmagn og loftslag getur áorkað- Islenskur landbúnaðarráðherra, sem tækist það hlutverk á hendur að skylda menn með lögum til þess að friða skógana í haglendi sínu nokkra mánuði á hverju ári fyrir hinum eyðileggjandi ágangi búfjár, mundi ef til vill hljóta óvild núverandi kynslóðar bændastjett- arinnar, en barnabörnin mundu bera þakklætishug til hans. — Um þessar mundir er mjög unnið að endurbótum og nýung- um í landbúnaði, segjum vjer. Hafið þjer hvergi orðið þess var, að áhugi sje vaknaður fyrir um- hótum í búnaði? — Mjer hefir veitst sú ánægja, að taka eftir áhrifum hinna ágætu og vel stjórnuðu hændaskóla á Hvanneyri og Hólum, á nokkrum bæjum, sem jeg hefi komið á. Þessir sliólar munu vera mjög fullkomnir. En jafnframt þessari bændamentun held jeg það væri heillaráð af landsstjórninni hjer að koma upp á nokkrum jörð- um víðsvegar um landið tilrauna- stöðvum þar sem fengist gæti reynsla um mýraþurkun, nothæfi helstu tilbúinna áhurðartegunda, gagnsemi áveitu, hafrarækt, — alt í smáum stíl og aðeins sem til- raun. I sambandi vil tilraunirnar á Hvanneyrj og Hólum vildi jeg nega minnast á hinn ágæta árang- ur, sem orðið hefir af tilraun- raunum með „tilbúinn húsdýra- áburð“, uppgötvun sem Rotham- sted tilraunastöðin í Harpenden (Englandi) hefir tekið einkaleyfi á og rannsakað. Til fraraleiðslu þessa ábrðar þarf aðeins moð- rusl, hálm, kartöflugras og ann- að þessháttar, að ótöldu vatni og efnasambandinu, sem orsakar efn- isbreytinguna, og einkaleyfi hefir verið tekið á. Einnig vildi jeg gjarnan mega ráða íslendingum til þess, að spyrjast fyrir um ár- angur tilrauna þeirra, sem gerðar hafa verið í Rothamsted til að rannsaka notkun rafmagns til þessa að flýta fyrir korngróðri og bæta hann. íslendingum, sem hafa svo mikið af vatnsorku til þess að framleiða rafmagn, gæti orðið mikill gróði af því, að kynna sjer þetta mál, sem í framtíð- inni gæti orðið þess valdandi að landið breyttist svo, að verða kornflutningsland í stað þess að flytja inn alt korn eins og það gerir nú. Er ómögulegt að gera sjer í hugarlund liver áhrif þetta getur haft á hlutfallið milli inn- fiutnings og útflutnings og hve mjög það getur aukið auðæfi ís- lensku þjóðarinnar. Landbúnaðurinn er vísindi.Hann er iðnaður og háður sama lög- máli eins og öll önnur atvinnu- tyrirtæki, hann verður að vera rekinn samkvæmt reynslu vísind- anna. Þar verður ávalt að kynna sjer nýjar aðferðir og uppgötv- anir. Að minni hyggju er þvílíkt varið hjer eins og heima hjá mjer í Hollandi, að of mikið vatn háir jurtagróðrinum. Iiefði jeg gam- an af því, að halda fyrirlestur úm þetta niál hjer og sýna með myndum áhrif þurkuniar á mýr- lendið hoHenska og eggja menn til aukiunar ræktunar og skifting- ar stórjarðanna í smábýli, er yrðu þtautræktuð, helst fyrir einstak- lings tilstilli, en ef ekki það, þá aí', samlagsfjelögum. Jeg gleymi pví ekki að mikill munur er á hfslagi hjer og í Hollandi, en hið ágæta og næringarmikia gras, sem vex á túnunum hjerna, gefur mjer fyllilega ástæðu til að ætla, að að það borgi sig betur að rækta gott gras á fullræktuðu engi, en stargresi og sef á mýrlendisengj- um, þar sem illfært er að ríða um í júlí og ágúst vegna vatns- aga. Jeg vildi óska að hver einasti íslenskur drengur hefði tækifæri tii að ferðast um allar bygðir íslands, að loknu námi sínu í skólanum, eins og jeg hefi gert í sumar, til þess að öðlast aukna trú á landi sípu og þjóð. Jeg hefi fylst mikilli aðdáun fyrir íslensku þióðinni, þjóð sem hefir verið fullvalda í aðeins fjögur ár,' og aðeins haft frjálsa vers'lun síð- an 1854. Það er undravert hve miklu þessi þjóð hefir getað afkastað og afkastar á ári hverju, og því undraverðara þegar þess er gætt, að hún telur aðeins tæplega 100.000 sálir. Talsímar og rit- símar eru um alt land, í ágætu standf og ódýrir í notkun. Og mig langar til að láta virðingar- kveðju fró mjer til landpóstanna íslensku sjást á prenti; þeir eru hetjur sem leggja mikið í hættu til þess að gegna skyldu sinni eigi síst á vetrum, er þeir verða að glíma við ofsabylji og spiltar ár. Vegimir eru alstaðar eins góðir og hægt er að búast við og alstaðar sá jeg viðleitnina á því að bæta þá. Og finnist ein- hverjum þeir ekki nógu góðir, þá má ekki gleyma hinum feyki- legu erfiðleikum sem á því eru að halda við vegum í strjálbygðu. fjallalandi, og því hve hjer er naumt um vinnukraft. En því vildf jeg mega stinga upp á, að þar sem bifreiðavegir eru komnir, verði jafnframt gerðir mjúkir reiðvegir handa hestunutn, þessum smávöxnu hestum, sem mig brest- ur orð til að hrósa eins og vert er, þessum hetjum — bestu vinum íslendinga. En oft furðaði mig á því hversu menn voru skeyt- ingarlausir um hestinn sinn þegar þeir komu heim og ekki aðeins um hestinn heldur einnig um hnakkinn sinn, vagnin eða aktýgin. Nærri því eins skeytingarlausir eins og um það að hafa þarfa- hús á bænum. Jeg minnist á þetta um leið og er þá upptalið það,. sem jeg þykist þurfa að finna að. En hvað ísland er yndislegt. Vitanlega þurftum við að fara yfir ýmsar s'læmar og hættulegar ár í Skaftafellssýslum. Mjer dett- uf í hug gamalt franskt máltæki er segir: „Paris vaut bien un messe“. Ójá. Suðurland launar- manni vel fyrir hættur og örðug- leika þá sem jökulgöngu eru sam- fara eða þá að fara yfir illfærar ár. Það er einstakt í sinni röð, hvar sem leitað er í heiminum. Jeg gleymi aldrei útsjóninni af fjalli einu, sem við fórum yfir seinni hluta dags á leiðinni frá Stafafelli að Hólum í Hornafirði. Beint framundan okkur var speg- iisljett hafið og Hornafjörðurinn en skriðjökulinn sígandi niður hlíðarnar, tignarlegur og fagur. I fjarlægð var Öræfajökull eins og hvítklæddur drotnandi varð maður, er hefði völdin á hinu guðdómlega sjónarsViði. En þó jeg hrósi Suðui’landi dettur mjer ekki í hug að gleymí^ öðruin lands- hlutum og fögrum hjeruðum þar, svo sem Borgarfirði, Skagafirði, Mývatnssveit, Áshyrgi, G-oðafossi, Dettifossi, Gullfossi, Geysi og Surtshelli. Hver og einn þessara staða er útaf fyrir sig verður þess, að útlendingar taki sjer ferð a hendur til þess að skoða hann. Jeg get ekki talið upp alla fögru blettina, sem jeg hefi sjeð á íslandi; það mundi verða altof langt mál. En þó má jeg eigi láta hjá líða að minnast staðar- ins fagra og fornfræga, Þing- valla, og getur mjer eigi dulist að þar var rjettur staður valinn til allsherjar mannfunda og mála- lúkninga íslendinga hinna fornu. Þeir hafa eigi aðeins valið sjer stað hinnar sviphörðu fegurðar, heldur einnig kosið spegil hins silfurtæra Þingvallavatns, í um- gerð hraunflóðs, og Almannagjá alvarlega og’ áminnandi til þess að vera vitni gerða sinna. — Eða hafnirnar í Borgarnesi, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri. Seyðis- fjörður minnir mann undir eins á norsku firðina, og Reykjavík má ekki gleyma. Ilöfnin hjer minti mig, er jeg kom hingað með Gullfossi í júní mánuði síð- astliðinn á höfnina fögru í Vladi- vostok, en þegar jeg fyrir nokkr- um dögum nálgaðist Reykjavík á leiðinni ofan fr-á Þingvöllum þá var það einkum Esjan, sem dró að sjer athygyli mína, sama fjallið sem jeg hafði kvatt fyrir átta vikum, og mjer var ljúft að rcnna augunum yfir grænu túnin í Viðey og á Bessastöðum og yfir Reykjavíkurbæ, sem var svo fagur í síðustu geislum hverfandi sólar. Jeg skal geta þess að við höfð- um skoðað fomgripasafnið og i

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.