Lögrétta - 02.09.1922, Side 4
I
Ilý uppfundning.
Skandiaverksmiðjan i Ly-sekil, sem býr til bina
heimsfrægu SKANDIA - mótora, hefir nýlega sent frá sjer'
nýjan mótorlampa, sem með rjettnefni má kalla
hraðkveikjulampann.
Lampi þessi hitar upp hvaða mótor sem erj á 30—90'
sekúndum, eftir stærð glóðarhaussins.
Lampinn hefir verið reyndur hjer, og er til sýnis í notkun
þeim sem vilja. Verðið er 150 og 350 ísl. krónur, sem sparast á
einu ári í tíma, brennurum og bensíni eða olíu, því lampann þarf
ekki að hita upp.
Allar frekari upplýsingar hjá adalumboðsmönnunt
verksmiðjunnar á Islandi:
Bræöurnir Proppé
Simar 479 & 608.
Listvinafjelagið.
Þriðja almenn listasýning verður, að forfailalausu, haldin um>
miðjan október næstkomandi í hinu nýja sýningarhúsi fjelagsins.
Tilkynningar um þau verk, sem eiga að sendast á sýninguna,.
sjeu komnar til nefndarinnar fyrir 1. okt.
í sýningarnefndinni
Þór. B. Þorláksson, Br. Björnsson, Th. Krabbe,
Sigr. Björnsdóttir, Sigr. Zoega.
Farskólakennara
vantar í Rangárvallahrepp. Kenslutími 12 vikur. Börn alls 10'.
Umsóknir sendist fræðslunefndinni fyrir 25 sept. n.k.
Frœðslunefndin.
Grímsstaðir
í Breiðuvík fást til lífstiðarábúðar eða á erfðafestu. Húsa þarf
bæinn þar. Landskuldin greiðist í jarðabótum. Ágætis mótak og
vatn, reki, fjörubeit (án flæðihættu) og lending. Á sumrin fárra
mínútna róður til fiskjar. — Lysthafendur semji við Einar
Gunnarson, Gröf.
Vefnaðarmámsskeið
verður haldið á Akureyri í vetur frá 20. okt. til 20. febr. Kenslu-
gjaldið, kr. 100,00, greiðist fyrirfram, kr. 50,00 með umsókn. — Efni
fæst keypt á staðnum. — Námskeið fyrir vefara ráðgert í mars
og apríl. Kennarinn, Brynhildur Ingvarsdóttir, Akureyri, gefur frek-
ari upplýsingar. Heimilisiðnaðarfjelag Noi’ðunlands.
4
af atkvæðum þeim um bannið,
sem upp hafi verið lesin, hafi
937,423 verið greidd gegn banpi
en 897,521 meö. Enn vantar at-
kvæði úr fáeinum kjördæmum, en
eigi er álitið að þau geti breytt
úrslitunum. Foringjar bannmanna
álíta atkvæðagreiðsluna tapaða.
Ska'ðabæturnar.
Símað er frá Berlín, að skaða-
bótanefnd bandamanna hafi boðið
þýsku stjóminni að senda fulltrúa
tii París til þess að semja um
gjaldfrestbeiðnina. Hefir þetta
orðið þess valdandi, að alt geng-
ið hefir fallið hraðara en áður( ?)
í Kauphöllinni í Berlín.
Khöfn 1. sept.
Tyrkir herja.
Símað er frá París, að her
Mustafa Kemal í Litlu-Asíu hafi
hrakið Grikki 60 Idlómetra aftur
á bak og tekið borgina Eskischier
herskildj og náð fjölda fanga. —
Norðurherinn gríski hefir verið
einangraður.
Ófriðarhorfur í Dónárlöndum.
Frá London er símað, að öfl-
ugu júgóslavnesku herliöi hafi
verið stefnt saman við landamæri
Austurríkis. ítalska stjórnin hefir
lýst yfir því að ef innrás verði
gerð í landið muni hún telja það
tilefni til ófriðar og er því að
hugsa um, samkvæmt tilmælum
kanslarans austurríska, að senda
setulið í tvö austurrísk hjeruð.
Skaðabótamálið.
Bkaðabótanefndin í París hefir
samþykt í einu hljóði að veita
ekki Þýskalandi gjaldfrest. Hins-
vegar var samþykt með samhljóða
atkvæðum miðlunartillaga frá
Belgum, er gengur í þá átt, að
Þjóðverjum verði leyft að greiða
þessa árs afborganif síiiar meö
6 mánaða víxlum, eftir að samn-
ingar höfðu farið fram um þetta
milli Þjóðverja og Belga.
uw-r~ ~—ó—------*
Dagbók.
25. ápúst.
Laxveiðun/um í Elliðaánum verður
lokið 31. þessa mánaðar. í september-
mánuði verða silungsveiðar leyfðar í
ánum, 3 stengur á dag og kostar 5
kr um daginn fyrir hverja stöng frá
1. til 15., en frá 16. til mánaðarloka
kostar 3 krónur fyrir stöngina.
Kári Sölmundarson fór í gærkveldi
til Grimsby með ísfisksfarm, um 2000
körfur. Með skipinu fór Páll Ólafs-
scn framkvæmdarstjóri, Hilmar Stef-
ánsson, Yaltýr Blöndal stud. jur. og
Stefán Stephensen verslunarmaSur.
26. ágúst.
Aasberg skipstjóri á Islandi er nú
í 225. ferð sinni hingað til lands. I
marsmánuði næsta ár verða 50 ár lið-
ir. frá því að hann byrjaði sjómensku j
og sama dag eru 25 ár liðin frá því
atS hann fjekk skip til umráða hjá
Sameinaða gufuskipaf jelaginu. Er
hann sá, allra núlifandi manna, sem
lengst hefir verið í siglingum milli
Jflands og annara landa, og enginn
farið fleiri slæmar ferðir hjer við
lan'd en hann. En aldrei hefir honum
hlekst á í íslandsferðum sínum og
mé telja það vott um mikla hepni og
afbur’ða dugnað. *
Heyflulningur hingað er nú með
allra mesta móti í sumar. pað hey,
æm flutt hefir verið hingað óselt,
hafa eigendumir viljaö selja á 12
aura pundið. Er það ofurlitlu lægra
er hey var alment selt í fyrra.
ísfiskssala. Nýlega hefir Leifur
hrpni selt afla shin í Englandi fyrir j
1260 sterlingspund.
Heimsstyrjöldin. Fyrsta hefti þeirr-
ar bókar er nú komið til allra bók-
sala í bænum. Er einnig hægt aS
skrifa sig fyrir næstu heftum hjá
þeim.
Tlinn bersyndugi, skáldsaga sú eftir
Jón Björnsson sem kom síðasta ár í
Lögrjettu er nú komin í allar bóka-
vt-rslanir bæjarins. Bókin er 19 arkir
og kostar 8 krónur.
Síldveiðin norðanlands. Fyrir helg-
ir.a og fyrri hluta þessarar viku var
alt útlit fyrir að tekið væri fyrir síld-
veiðina fyrir Norðurlandi. Bjuggust
því togarar og önnur síldveiSiskip til
heimferSar. En nú hefir undanfama
daga orðiS vart við síldina aftur, og
hefir aflast nokkuð í flestum veiði-
stöðvunum fyrir norSan undanfama
daga, svo skipin munu ekki hyggja
á heimferð fyrst um sinn, nema þá
fá þeirra.
27. ágúst.
Suðurland er nú komiS á flot úr
Slippnum og liggur við Hauksbryggju
Búist er við aS þaS byrji ferðir 4.
september. Á þaS aS ganga milli
Borgamess og Reykjavíkur í stað
Skjaldar, sem hættir þeim ferSum.
SuSurland á að fara 2 ferðir á viku
til Borgamess mánuðina september
og október, en nokkru sjaldnar úr
því. Mikill munur er á því að fá
SuSurland í þessar ferðir í stað
Skjaldar, sem orðinn var olt of litill
og óhentugur tíl fólksflutninga á þess-
ari fjölfömu leið. Má telja SuSur-
land sæmilegt skip til þessara ferSa
og líklegt til þess aS geta fullnægt
þörfinni.
29. ágúst.
Síldveiðarnar. Hæstan síldarafla
norSanlands kvaS hafa togarinn Ým-
ir.Hefir hann um 6000 tunnur.Margir
togaranna em meS um 4000.
Dánarfregn. SíSastliSinn laugardag
andaðist hjer í bænum á heimili sínu
J. J. Lambertsen kaupmaður.
Sjera Ólafur Ólafsson flutti á
Sulinudaginn kveðjuræbu sína í Frí-
kirkjunni. Var hún troðfull og varS
fjöldi manns frá að hverfa. Sjera
Ólafur hefir veriS prestur Fríkirkju-
safoaðarins ( 19% ár, og hefir hann
á þeim árum í þarfir hans flutt 1000
guðsþjónustur, skýrt um 3000 böm,
fermt um 1600 ungmenni, gift 1200
hjórt og jarSsungiS 1500 manns. Ó.
Ó. hefir veriS alla tíS einkar ásfr-
éæll af söfnuðum sínum.
Ársskýrsla ungmennaskóláns aS
Núpi í DýrafirSi, hefir MorgunblaSinu
bcrist. — Á skólanum hafa veriS
þftta ár 32 nemendur. Era þeir allir
af VestfjörSum. •’Kennarar vom sjefa
Sigtr. GuSlaugssón, er hann forstööu-
maður skólans, Björn GuSmundsson,
Iljaltal. GuSjónsdóttír og HólmfríSur
Kristinsdóttir. Sameiginlegt mötuneyti
hafa kennarar og nemendur, og kost-
aSi dagfæSi pilía kr. 1,90, en kvenna
kr. 1,42.
Dánarfregn. I fyrrinótt andaSist á
SeySisfirSi Thorvald Imsland kaupmaS-
ur. VarS hann 42 ára gamall; vand-
aíur maður og vinsæll mjög af þeim.
er honum kyntust.
30. ágúst.
Bogi Th. Melsteð dvelur í sumar
suSur á pýskalandi sjer til heilsu-
bótar. Af því aS hann fær sífelt
ýmiskonar bónarbrjef frá löndum sín-
um hjer heima, ræður hann þeim,
sem vilja fá eyðublöS undir umsóknir
til þess aS ganga á kennaraskólann
í Kaupmannahöfn eða á aðra skóla
í Danmörku, og fá, styrk til þess, aS
snúa sjer til sendiherra íslands í
Kaupmannahöfn. Til hans er og best
aS leita í öllum fjármálum. peim
sem vilja fá vist eða samastaS í
Danmörku, ræður Bogi MelsteS aS
leita til Dansk-fslandsk Samfund (Hol-
bergsgade 4, Khöfn), og þeim konum,
sem vilja læra listiðnaS, aS, snúa
sjer til Finns Jónssonar prófessors,
sem er í stjóm fjelags þess, er kensl-
ima veitir.
Heilsa Boga MelsteSs er svo alvar-
lega biluS, aS hann varar menn viS
aS leita nú til sin um aSstoS, þareS
kann geti eigi svaraS slíkum brjef-
_______LÖGRJETTA
t
um. HingaS til hefir fólki, sem eng-
an hefir átt aS í Danmörku, veriS
mikil vorkunn aS þaS hefir leitaS
til hans, því hjálpfýsi hans og óþreyt-
andi greiSvikni er öllum kunn; en
aS gera þaS nú, þegar hann heilsu
sinnar vegna verður að forSast alt
umstang og áreynslu, væri altof mikil
ónærgætni, enda óafsakanleg þegar
hann hefir gefi ráS um það, hvert
leita skuli.
Garður. Næsta ár, 1923, eru 300
ár liSin síSan GarSur eSa Regensen
í Kaupmannahöfn var reistur. Er hann
öllum íslenskum stúdentum aS góSu
kunnur, og hafa margir þeirra búiS
þar í lengri eSa skemri tíma. Á 300
ára afmæli GarSs á aS gefa út stórt
og vandaS minningarrit um stofnun-
ina meS æfiágripi og myndum allra
þeirra, sem þar hafa búiS, eftir því,
sem unt verSur aS hafa uppi á slíku
nú. íslenska hlutann aS þessu riti
frá síSari árum hefir mag. Hallgrímur
Hallgrímsson bókavörður veriS beðinn
aS semja og einnig að safna til hans.
Geta GarSbúar frá því kringum 1895
og til þessa dags snúiS sjer til hans
meS upplýsingar. Væri gott, aS þeir
vildu sem flestir gera það, svo sá
hlutinn yrSi sem best úr garSi gerSur,
því margvíslegir erfiðleikar era ann-
ars á því að safna slíku saman. —
Bókin á aS koma út næsta sumar.
Alþingismannshestur hálsbrotnar. —
Um miSjan þennan mánuS var Ingólf-
ur Bjamason alþingismaSur' á ferS
á rauðum hesti er hann á, afbragSs-
gæSing. Fjell hann undir honum, og
tókst svo hrapalega til, aS hann háls-
brotnaði.
Matthías pórðarson flutti á sunnu-
daginn fyrirlestur á pingvöllum fyrir
AlþýSufræSslu Stúdentafjelagsins, um
alþingisstaðinn foma. Voru áheyr-
endur um 200, flestir Reykvíkíngar.
ErindiS var hiS fróSlegasta.
Dánarfregn. Nýlega er látinn hjer
í bænum SigurSur Hildibrandsson
fyrram bóndi í Vetleifsholti í Holt-
Utn. Brá hann búi fyrir fáum árum
og fluttist hingaS til bæjarins. Sig-
urður heitinn var mesti dugnaSar og
atorkumaSur. _
31. ágúst J
Oþurkar miklir hafa verið und-
arfarið I Þingeyjarsýslu, að því er
si'rtiað var frá Húsavík í gær. Hefir
enginn þurkdagur komið í hálfan
mánuð og eru hey farin að skemm-
ast hjá bændum.
1. sept.
Síldveiðarnar. Vikuna frá 19.—26.
ágúst voru saltaðar á Akureyri 15,437
tunnur en kryddaðar 537. Á Siglu-
firði vora saltaðar 29,848 en krydd-
aðar 3714 tunnur.
Guðmundur Magnússon prófessor
hefir alveg nýlega gert keisaraskurð
á Landakotsspítalanum hjer og tókst
hann svo vel, að þó konan sem skorin
var væri alveg aðfram komin, þegar
kom á spítalann, lifir bæði hún
og barnið. Þetta mun vera f jórði
slíkur skurður, sem gerður er hjer
á landi.
Korthals-Altes, hollenski aðalsmað-
urinn sem dvalið hefir hjer í sumar
fer til Englands með „Island“ í
dag ásamt frú sinni. Hjónin eru
bæði mjög hrifin af förinni hingað,
náttúrufegurðinni og þjóðinni og hafa
tekið ástfóstri við alt það sem ís-
lcnskt er. Er óhætt að telja þau
einlæga íslandsvini, er ávalt hafi hug
á að verða landinu að liði, hvenær -
sem þeim gefs tækifæri til þess.
Mr. Korthals-Altes mun skrifa um
för sína í ensk og hollensk blöð
og jafnvel gefa út bók um ísland.
Ætla hjónin að koma aftur hingað
næsta sumar, að öllu forfallalausu.
Rigningar hafa gengið undanfarna
daga við Eyjafjörð, og kalsaveður.
Síldveíðin hefir verið sama sem engin.
Hambro bankastjóri frá London
kom hingað með Skildi úr Borgar-
nesi í gær, ásamt frú sinni og sam-
ferðafólki, ungfrú Tollemaehe og
kapteinunum Abereromby og Hood.
Hafa þau verið að veiðum í Þverá
ur.danfarnar þrjár vikur og legið
þar í tjöldum. Veiddu þau ágætlega.
Stærsti laxinn, sem veiddist var 24
pund og dró frú Hambro hann. I
gær fór ferðafólkið til Þingvalla og
í dag heldur það á stað með „Island“.
J.ætur það hið besta yfir förinni.
Leifur Sigfússon tannlæknir frá
Vestmannaeyjum, sem verið hefir
búsettur í Þrándheimi undanfarin
ár, hefir í sumar dvalið í Vest-
mannaeyjum hjá ættfólki sínu. Fer
hann aftur með „Island1 ‘ í dag
áleiðis til Þrándheims.
2. sept.
Magnús Andrjesson, kaupmaður frá
Kaupmannahöfn, sonur Andrjesar
heitins, sem lengi var við Brydes-
verslun, er hjer nú á ferð. Hann
hefir verið nær ll ár í Danmörku,
lærði þar fyrst landbúnaðarfræði, en
fór síðan að gefa sig við yerslun,
og rekur nú verslun í Kaupmanna-
höfn, í Smallegade 5. — Fer hann
bráðlega heimleiðis a.f'tur til Kaup-
mannahafnar.
Stórmerkileg bók er nýkomin, þar
sem er æfisaga sjera Matthíaear
Joehumssonar eftir sjálfau hann. —
Bókin „Amerisk rád“
kemur út í aeptember.
Moderspröjten „Vulkana“
Pris 8, 10 og 11 Kr., med alle 3
P. ) Ror 12, 14 og 15 Kr. Billige til
ý.[ 6 og 7 Kr. Ud8kylningpulver 21/,
V Kr. pr. Æske. Pr. Efterkr. eller
1S Frim. Forlaag vor nye ill. Prisliste
/ ’ over alle Gummi-, Toilet- og Sani-
/ tetsvarer gratis. Firmaet Sa-
' mariten, Kobenhavn K Afd. 60.
Bókin. heitir „Sögukaflar af sjálfum
mjer“, og byrjaði hann að skrifa
þá bók, er hann var sjötugur og
jók við smátt og smátt, með nokkrum
millibilum. Eru þar margar lýsingar
á mönnum, og viðþurðum og margar
og margs konar frásagnir, sem varpa
ljósi yfir starf og strit þessa ný-
látna höfuðskálds ókkar, Eftirmáli
er skrifaður af Steingrími lækni
syni hans.
Bókin er 33 arkir. Hún er nú
nýkomin í bókaverslanir hjer og
kostar 15 krónur.
Hjónaefni. Nýlega hafa birt trú-
lofun sína ungfrú Þóra Steingríms-
dóttir sýsluman»s Jónssonar á Aknr-
eyri og Páll Einarsson kaupmaður
á Húsavík.
/