Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 07.12.1922, Síða 3

Lögrétta - 07.12.1922, Síða 3
LÖGRJETTA fólki til skemtunar og skýringar á J. J., ofurlítil drög til lýsingar á honum og starfi hans við Tím- ann, og nefndi til sönnunar um- mæli sjera Amórs Arnasonar í Hvammi, er hann hafði haft á eíðasta Sambandsfundi um nyt- semi Tímans og þá um leið starfs þeirra, sem í hann skrifa. Ritstj. Tímans svaraði þessari mannlýs- ingu í fjarveru J. J. mjög of- látungslega og hafði í heitingum ium það, að jeg „yrði látinn jeta ofan í mig ummælin, sem jeg< hefði eftir sjera Arnóri, sem hann hafði verið látinn jeta ofan í sig á Sambandsfundinum11. Og tim eitthvert annað „ofan-í-át‘ ‘ ræddi hann. Með þessu lauk deil- unni. En jeg beið eftir því, að þetta yrði meira en málæðið tómt hjá ritstj. Tímans. Þau rök liggja til þess að þetta er rifjað hjer upp, að nú mjög nýlega hafa birtst lijer í blað- inu tvær greinar eftir sjera Arnór í Hvammi. Onnur þeirra tekur svo greinilega öll tvímæli af um það, að jeg hafi ekki farið með neitt fle:pur um sjera Arnór og að hann hafi ekki tekið eitt orð aftur, af því, sem hann sagði á Sambandsfundinum, að það er nú bert orðið, að Tíminn stendur eftir gersamlega berstrípaður í ósannmdahjúpnum einum. Og er það vitanlega ekki í fyrsta sinni, að hann hefir ekki annað í að fara en þá skykkju. Sjera Arnór neitar því, að hann hafi tekið eitt orð aftur á Sam- bandsfundinum. Það vissu menn raunar áður, þeir, er manninn þekkja. En Tíminn hefir sagt, að m'g minnir, oft, og með mikl- um fjálgleik og prestlegum al- vörusvip, að hið gagnstæða hafi átt sjer stað. Nú er það mjög lærdómsríkt að taka eftir því, hvað í þessu felst: Svo gersam- lega er blaðinu sama um hvað það segir,, að það hikar ekki við að endurtaka sömu ósannindin upp aftur og aftur um þjóðkunn- an mann andlegu stjettarinnar íslensku, og svo töm eru því ó- sannindin, að það notar þau sem vopn í ritdeilu við mann, sem ekkert hafði gert því, annað en að segja því satt. Það mun vera einsdæmi að nokkurt blað hafi eins oft reynt að nota þá aðferð, -sem þarna er höfð: að ætla að slá sannleikann' til jarðar með því, sem er mótsetning hans. Og þegar það er ennfremur athugað, að Tíminn lætur reiði sína bitna á þeim, sem einn margra manna hafði hreinskilni og djörfung til að segja aðstandendum hans til syndanna og finna að því, sem aðfinsluvert var, þá verður sök- in enn þyngri hjá blaðinu, óheil- indin me:ri, skortur ábyrgðartil- finningarinnar enn augljósari. Þetta, sem nú hefr verið sagt hjer, er ekki skrifað í neinni sigurvímu, þó jeg hafi í grein sjera Arnórs fengið sönnun fyrir rjettmæti máls míns en jafn gilda og góða sönnun fyrir rangmæli og ósannindum Tímans, heldur af hmu, að velgerningur er og skylda að benda mönnum á, að varlega skuli þeir trúa því, er Tíminn gæðir þeim á. Vitanlega hefir það oft verið brýnt fyrir mönn- um og rök fætíð fyrir. En sjald- ar mun hafa boðist ágætara tæki- færi en þetta til þess að sýna nmnnum og sanna hve afskap- Jtga blað’nu er ósýnt um að segja ‘satt og ógeðfelt að kannast við þann löst. Er þetta hið lærdóms- ríkasta dæmi fyrir þá, sem ekki eru því kunnugri áður afstöðu Tímans til sannleikans. Bæta má því við þessa fræðslu, S( m er hjer gefin, að e'ns og menn muna, beindi sjera Arnór þeim tihnælum til J. J. að hann ljeti uppskátt um það, hvað af Menningarsjóði S. f. S. hefði orð'ð. Því hann er, svo sem mörgum er kunnugt, horfinn — því líkt sem Tímamennimir hefðu „jetið hann ofan í sig“. Siðan þessum tilmælum var beint t'l J.J. hefir Tíminn komið út — er ekki nokkurt orð um menn- ingarsjóðinn. En í stað þess er enn hamrað á sjera Araóri með afturgengnum ósannindum. Jeg vil r.ú styðja þessi tilmæli sjera Am- órs. Má það ekki minna vera ♦ en J. J. geri kaupfjelagsmönnum alt ljóst um það í blaði þeirra hvað af 40,000 kr. hefir orðið. Er það kunnugt, að þeim mun leika mikill hugur á að vita sem gerst um afdrif þeirra. J. B. Kveðjur. Sumarið er að kveðja. Nokkrir dagar hafa þegar verið á ferð með þann boðskap, áð veturinn væri í nánd. Það er líka eins og nú haf: alt klætt sig í sorglátan saknaðarbúning í minningu um horfna bjarta og fagra sumardaga. Kuldagusturinn gnauðar við og við á húsaþaki, hlakkandi yfir valdi vetrarins. Sölnuðu stráin drúpa höfði og fjöllin hafa sett upp hvítar nátthúfur. Skýin þjóta úfin og dökk, ryðjast hvert á ann- i að og mynda stóra dökka fláka. Samt er eins og sumardagarnir | sjeu enn ekki tilbún'r að kveðja. , Þeim er ekki um það gefið að láta vdtrarvaldið hrekja sig út í hafsauga. Margir dagar koma nú í röð hver á eftir öðrum, bjartir og brosandi. Pjöllin hafa tekið of- an hvítu nátthúfurnar og söln- uðu stráin eru að rjetta við aftur. Og mennirnir eru líka orðnir von- betri og hressari í bragði, því að þeir óska ekki eftir löngum vetr- um. Sjálfsagt eiga margir kærar endurminningar frá fallegu björtu sumardögunum útlíðandi sumars, þó að margir væru svo önnum kafnir að búa sig undir veturinn, að þeir tóku ekki eftir ljómalofts og líðandi stundar. Marga daga með ljómandi fallegt skýjaskrúð á þetta útlíðandi sumar í skauti sínu. Mig langar að minnast hjer á eina dagstund um háeumarsleytið. Þungbúin ský höfðu grúft í lofti siðustu dagana, en nú voru þau að þynnaat og mikil birta skein á bak þeim, svo að skýjabrúnim- ar urðu mjallabjartar. Jeg hafði farið þriggja klukkutíma ferð, til þess að vera viðstaddur jaxðarför vmar míns. Skýin eru full af breytingum og geta orðið guð- dómlega falleg ef við viljum veita fegurð þeirra eftirtekt. Húskveðj- ml fór fram á hlaðvarpanum fram- an undir litla kotbænum græna, sem stóð sunnan xmdir hárri brekku, sem skýldi honum fyrir aðköstum og norðan næðingum. Presturinn var byrjaður á bús- kveðjunni og allir mændu á hann eða á líkkistuna, sem hixm látni vinur þeirra hvíldi í. Hafi nokkur tekið eftir mjer, hafa þeir víst hugsað að jeg tæki ekki mikið eftir því sem presturinn sagði, því jeg starði upp í loftið eins og annar skýjaglópur. Aldrei hefi jeg sjeð eins margar, bjartar og fallegar andlitsmyndir móta sig í skýjunum eins og nú á þessari stundu. Presturinn hafði líka orð á því við mig á eftir, að hann hefði sjeð einhverri undrabirtu bregða yfir líkkistuna. Prestur þessi var líka það þroskaður, að haxm þorði að hafa orð á því ef hann sá eitthvað fallegt eða datt eitthvað fallegt í hug. Bein.t á móti mjer í suðri sá jeg fyrirferðarmikla skýbúlka ífærða mismunandi mjallkembu- hjúp. Nokkrir mjallabjartir brúsk- kúfar myndast og lúta kollum eaman, eins og þeir væru að ræða um eitthvert dulkrmál, sem við nennimir skiljum ekki. Svo kem- ur breyting. Fimm alvöruþrungin en góðlátleg andlit koma greini- lega í ljós og öll horfa þau á at- höfnina, sem fram fer á hlaðvarp- anum sunnan undir kotbænum græna. Að baki skýjabúlkanna björtu sá inn í fagurbláan undra- geim, sem virtist eins ómælilegur og eilífðin sjálf. Þegar líkkistan var borin burtu hurfu þessi dýrð- legu andlit; það var eins og þau kæmu til að vera viðstödd kveðju- athöfnina. Ó. í. i mörg ár. Var hún jörðuð að Stóra-Núpi, að viðstöddu fjölda fólks. i D. I. desembep. Hinn 22. maí síðastliðinn and- aðist í Skaftholti í Gnúpvei’ja- hreppi, konan Guðrún Jónsdóttir frá Minna-Núpi. Hún var dóttir Jóns bónda á Minna-Núpi Bryn- jólfssonar Jónssonar Thorlacíusar, en alsystir Brynjólfs Jónssonar fræðimanns frá M:nna-Núpi. — Guðrún heitin ólst upp hjá fi>r- eldrum sínum á Minna-Núpi til fullorðinsára, en giftist þá Vig- fúsi Asmundssyn: Benediktssonar frá Haga. Bjuggu þau fyrst í Haga, en síðar á Fjalli á Skeið- um, og búnaðist vel. Eftir nokkur ár brugðu þau búi, og skiftu eigum sínum milli sín, með því að þau áttn ekki böm. Eftir það dvaldi Guðrún sál. í ýmsum stöð- um, og stundaði einkum barna- kenslu á vetrum, en gekk að hey- vinnu að sumrum. Oft var hún fengin til að hjúkra dauðvona sjúklingum.Var híin til þess sjer- lega vel fallin, hafði til að bera í rík um mæli þann sálarkraft, sem oft er hvað mest nauðsyn á und- ir þeim kringumstæðum. Annars var Guðrún sál. í mörgú mikil- hæf kona. Sjerstök dugnaðarkona til allrá verka og einstakur dýra- vinur. Þá var hún og fróðleiks- kona. Af kvæðum, sálmum og vísum kunni hún sjerlega mikið. Hafði hún um nokkurn tíma skrif- að upp vísur þær, sem hún mundi og kunni, einkum ferskeytlur. Er það mikið safn og munu vera þar í margar smellnar vísur, sem sumpart eru gleymdar eða farnar að fyrnast, en hafa flogið um á sínum tíma. Þegar Guðrún lagð- ist banaleguna var liún á Blesa- stöðum á Skeiðum. En hjónin í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Magnús Þorláksson og Katrín Magnúsdóttir, tóku hana til sín dauðvona. Þar andaðist hún eft- ir sjö vikna þunga legu úr krabba- meini, sem hún hafðf fundið til Fundurinn í Nýja Bíó. Fullveldisdagurinn heilsaði að þessu sinni með þjettri rigningu, lijelt henni áfram meðan öll há- tíðahöldin stóður yfir ‘og kvaddi með benni. Altaf rigning. En líeykvíkingar eru vætunnf vanir, og ljetu hana því ekki aftra sjer frá því að sækja mjög vel fyrsta þátt dagsins, hvatningafundinn, er hófst í „Nýja Bíó“ kl. H4- Mættu þar stúdentar flestir, gamlir og nýir, auk afar mikils fjölda annara, svo ekki fengu nærri allir sæti. Rektor háskólans, próf. Sigurð- ur Nordal, flutti fyrst stutta í-æðu og bauð stúdenta og gesti velkomna, og skýrði síðan frá því, hvað fyrir stúdentum vekti með því að velja fullveldisdag- inn til hátíðisdags fyrir háskól- ann nú og framvegis. Taldi hann annan dag í raun og vera standa nær því að vera háskóladagur, t. d. 17. júní. En þá væri þess að gæta, að þann dag væru margir stúdentar horfnir á burt úr bæn- um. Hann tók það fraih, að lík- lega hefðn menn búist við því, að stúdentar veldu þessum degi ein- hvern annan svip en nú yrði — að á honum hefðu menn fengið að heyra óm af hinu glaða lífi stú- dentanna í stað þess að hann væri helgaður framkvæmdum nauðsyn- legs málefnis. Og skýrði hann hvemig í því lægi. Þá talaði próf. Guðm. Finnboga- son af hálfu eldri stúdenta. Hóf hann ræðu sína á því að sýna, að ekk væri svo undarlegt, þó stú- dentar veldu fullveldisdaginn sem háskóladag, því úr hópi stúdenta hefðu einmitt þeir foringjar og fýlgismenn þeirra komið, sem unn- :'ð hefðu að því að ísland yi'ði fullvalda ríki. Þá mintist hanu á, að áður hefðj þungamiðja stú- dentalífs íslendinga verið í Khöfn, en með fullveldinu hefði þunga- miðjan flutst heim. En eins og allir vissu, væru engin þau skil- yrði hjer, að stúdentalíf gæti þró- ast og blómgast, engin söfn, engin- leikhús, litlar listir, enginn sam- eiginlegur bústaður eða hæli og síðast en ekki síst: enginn háskóli. En alt væri þetta til erlend:s og önnur skilyrði fyrir blómlegu og heilbiúgðu stúdentalífi. Þá mint- ist hann og á þá miklu örðug- leika, sem yrðu 4 vegum íslensku stúdentanna á mentabraut þeii-ra, og dvaldi sjerstaklega við kostn- aðinn, en sá 'kostnaður stafaði ein- niitt af því, að stúdentar ættu engan griðastað eða hæli. Kvað hann nú stúdenta sjálfa ætla að hefjast handa og sýna þjóðinni það, að þeir vildu af alhug sinna þessu máli, ef hún vildi sjá sóma sinn og menningu í því að rjetta þeim hjálparhönd með því að taka happdrætti þe'rra tveim höndum og styrkja málið á annan hátt. Kvað stúdenta nú hjer í bæ víða búa í þeim húsakynnum, að glugg- ar sneru móti norðri. En nú ætti þjóðin að koma upp björtum bú- stað handa þeim og flytja glugg- ana móti suðri og mundi hún þá stuðla að því, að úr hópi stúdenta kæmu foringjar, er leiddu þjóð- ina móti sól og sumri. Þa talaði Jón Thoroddsen stucl: jur. fyrir hönd yngri stúdenta og hnje ræða hans í sömn átt og próf. Guðm. Finnbogasonar; var hún frumleg, full af fyndni og margt í henni skarplega athugað, en hel^t til fljótt flutt. Gerðu menn ágæi- an róm að máli beggja. Þá skýrði háskó'arektor frá því, að stúdentar gengj x í skrúðgöi’gu til Alþingishússins og væri ætlast til þess að fundargestir fylgdu þeim eins og Björnson hefði sagt: „Sá sem elskar mig, hann fylgir mjer“. Skrúðgangan til Alþmgishússins. Var þá haldið út í rigninguna o|? gengu stúdentar í broddi fylk- ingar og var íslenski fáninn bor- inn fyrir þeim, en á eftir komu aðrir fundarmenn og var það hin. fríðasta fylking. Var staðnæmst við Alþingishúsið, en þar var þ& fyrir mikill mannfjöldi. Lúðra- sveit Reykjavíkur ljek á meðan gengið var til þinghússins, og spil- aði síðan „Ó, guð vors lands“, áður en háskólarektor kom fram á svalir Alþingishússins og flutti ræðu þá, er hjer blrtist fremst í blaðinu, „Trúin á æfintýrin“. Þá hófst sala happdrættismiðanna, og mun hafa gengið vonum betur, þó hellirigning væri. Að þessu loknu var hlje til kl. 6. Þá hófst almenn shemtun í Nýja Bíó. Fyrsti liður hennar var erindi Guðm. Björnson landlæknis, um hvernig íslenska þjóðin varð til. Er ógerningur að segja svo frá erindi þessu, að það verði ekki svipur hjá sjón. En svo ljet hanH um mælt, að fæðing og svo bráð- ur þroski hinnar íslensku þjóðar, sem raun varð á, væri líkast æf- intýri. Því eftir 60—70 ár frá því að fyrstu Norðmenn hefðu num:ð hjer land, hefði þjóðin verið orð- in fullþroskuð og það þjóðskipu- lag kornið á, er hvei'gi hefði átt sinn líka í veröldinni á þeim tíma — ekki konungsríki, eins og þá htfði verið tíðast, heldur lýðveldi. Hann taldi íslensku þjóðina svu ólíka hinum þjóðunum í lundar- fari og ýmsu öðru, að ekki væri rjett að telja hana Norðurlanda- þjóð; og eins væri tsland svo landfræðislega sett, að það væri heldur ekki rjett að telja það með Norðurlöndunum. Nokkrum orðum fór hann um ætterni okkar íslend- ix:ga — vildi telja okkur runná eins mikið af keltneskum upp- runa eins og norskum, og kvað htnn þar ef til vill vera að finna crsökina til þess mentalífs og and- legs blóma, er hjer varð, en ekkx í því, að við værum af konunga- ættum. Og enn nefndi hann til lrndið, sem hefði fóstrað þjóðina. Það hefði haft sín miklu áhrif. Endaði hann mál sitt á því, að þióðlnni mundi ekki verða hætt, ef hún ti'eysti og tryði á landið. Gerðu menn mikinn róm að máli landlæknis. Þá var annar liðurinn sögusögn og söngur Guðm. Thorsteinsson. Vakti hann mlkinn hlátur eins og venjulega. Næst sungu þeir Símon Þórðar- ^ son og Óskar Norðmann nokkur I lög xxr „Gluntarne' * og fórst þáð misfellulítið. Líkaði mönnum hið besta, og vildu fá meira en söng- mennirnir vildu veita, en fengu j enga áheym. Þá var síðasti þátturinn sá, að 1 stúdentar lásu upp framsamin

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.