Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 1
Stærsta Islenska Innds- bJaöið. Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. BæJ^rblað Sflopyunblaðið. Árg. kostar 10 b<. tnnaiilands, erl. kr. 12,50. Ritstjóri: Þorst. Gíslason. XVII. árg. 78. tbl. Reykjavik, þriðjudaginn 12. das. 1922. ísafoldarprentsmiðja h.f. Tilraunabú. Eftir Lúðvík Jónsson. ÞaS liefir löngum' verið til þess tekið af búfróðum mönnum, er leit- að hafa út fyrir landssteinana, aS búskapur vor, í rekstri og vmsum framkvæmdum, stæði mjög að baki landbúnaði annara þjóða, Dana, Englendinga o. fl. Því ber að vísu ekki að neita, að svo sje, en hins- vegar verða menn að gæta þess, að veðurfar, landkostir og samgöngur, er tjeðar þjóðir hafa við að búa, gera það auk annars að verkum, að hjá þeim eru ólíkt meiri möguleik- ar til búnaðarumbóta en hjá oss, og því er skiljanlegt að búskapur vor eigi erfiðar uppdráttar en búskapur þéirra. Væri manni litið um eina öld aftur í tímann, til þess að virða fyrir sjer mismuninn á landbúnaði Dana þá og nú, mundi hann undr- ast framfarirnar. Á síðastliðinni hálfu öld eða rúmlega það, hefir bú- skapur Dana tekið þeim umbótum, sem menú í fljótu bragði ættu bágt með að ímynda sjer, aö liann yfir- stigi í nánustu framtíð. Aðaldrif- fjöðrin til þeirra framkvæmda var smjör- og svínakjötssalau til Eng- lands, á meðan hún gekk sem allra best. Þá lögðu danskir bændur mik- ið kapp á jarðyrkjuna, ræktun korns og rótarávaxta, til fóðurs handa svínum og nautpeningi. Hver landspildan, er hentaði til ræktun- ar var svo að segja pínd til að gefa af sjer hið dtrasta. Og jarðasalan, eða landskuldir í Danmörku voru oröniar svo háar, í byrjun ófriðar- ins mikla, að góðan búmann þurfti til að renta það ,,kapital“, er í jarð- eignunum lá, með búskapnum. Á sama tímabili hefir búskapur Eng- lendinga einnig tekið miklum fram- förum; en um bæturnar þar hneigj - ast ekki svo mjög að jarðyrkjunni. Landið er misvel fallið til ræktunar, og þar, sem ræktunarhorfurnar snúa best við, er akuryrkjan á Eng- landi einna líkust því, sem hún er best í Danmörku, en annarsstaðar, þar sem landið er lagað til aknrýrkju, rækta Englendingar mikið tún og beitarlönd handa arð- sömu búfjárhaldi. Og á búfjárrækt- arsviðinu hafa framfarirnar á Eng- landi orðið meiri heldur en í Dan- mÖrku. Á landi voru hafa búnaðarumbæt urnar oröið minni en frá hefir ver- ið skýrt í tjeðum löndum. Búpen- ingsræktinni hefir að vísu farið dá- lítið fram; meðferð gripanna er dá- lítið betri en áður, en gripakynin yfirleitt hafa þó fúrðulítið batnað. Og þessu líkt er farið jarðyrkjunni. Ilið ræktaða land hefir færst tals- vert í aukana, en mikill hluti tún- anna er karga þýfi enn, og eftirtekj- an áf dagsláttu hverri er lítið meiri en fyrrum. — Svo þrátt fyrir hinar miklu framfarir nítjándu aldarinn- ar, sem af er látið á ótal sviðum, er í landbúnaði vorum eiginlega um kyrstöður að ræða. Og það mun satt vera, að land- búnaður vor sje að ýmsu leyti orð- inn á eftir tímanum; liafi ekki tekið þeim nauðsynlegustu breytingum til umbóta, er kröfur tímanna heimt- uðu. Bændur vorir hafa, fram að síðustu áratugum, lifað fremur fá- brotnu og áhyggjulitlu lífi og hagað búskap sínum eftir því, sem stað- hættir landsins og óbreytt náttúru- skilyrði bauð þeim við að horf- ast. Það búskaparlag var líka al- gengt fyrrum og gekk mætavel, á meðan fólk flest vildi sætta sig við þau lífskjör, er sveitalífið hafði að þjóða, árið í kring, en þegar aðrir atvinnuvegir landsins aukast og magnast, og fjöldi fólks streymir árlega úr sveitunum til kaupstað- anna, þar sem lífsþægindin eru meiri, má landbúnaðurinn ekki við svo búið standa; hann þarf að taka nauðsynlegum umbótum. Það mun orka tvímælis, hvers- kyns brögðum helst skyldi beitt landbúnaði vorum til bjargráða; en hitt liggur í augum uppi. að að því takmarki liggja tvær höfuðleiðir, og er önnur sú, að draga úr reksturs- kostnaði búanna hlutfallslega, en hin, að auka framleiðsluna. Árstekj- urnar eru þegar of litlar, til þess að bændur standist straum af þeim kostnaði, er óhjákvæmilega leiðir af búskapnum. Og aðal-tekjugrein ís- lenskra bænda er, eins og allir vita, búpenings-afurðirnar; en fram- leiðslu þeirra má jafnan auka með jeinu eða öðru móti gripafjölgun eða endurbót búfjárkynja, nema ihvorttveggja sje. j ilvað fyrnefnda atriðið snertir, j gripaf jölgunina, eru þess mörg dæmi í búfjárrækt vorri, að ekki tjáir að ganga mjög langt á þeirri braut, án þess. að vita fótum sínum forráð; því það er staðreynd, að höfðatal- an kemur fyrir ekki, ef menn setja skepnur sínar á vogun og verða síð- an fyrir miklum linekki af vetrar- harðindunum. Hin regían, að bæta gripastólinn með kynbótum og reyna að tryggja hann gegn væntanlegum áföllum, mun jafnan vera öruggasta leiðin til að auka tekjur landbúnaðarins. Væri jarðræktin í góðu horfi, þá mundi auðveldara fyrir bændur að afla heyjanna en nú er, og þá væri líka grundvöllurinn lagður undir aukna og bætta búfjárrækt í land- inu. Bændur standa sig vart lengur við, kostuaðarins vegna, að heyja á •eitingssömum óræktarengjum, nema ef til vill þar, sem útigangurinn er tryggur og góður. Þess vegna þyrftu bændur, að svo miklu leyti sem ástæðurnar leyfa, að starfa að því af alefli, að auka og bæta hið ræktaðaland, sameinaslægjurnarog flýta fyrir heyskapnum. með hest- krafti og notkun heyvinnuvjela. Þeir ættu að reyna að spara manns- aflið rneira en gert hefir verið til ýmsra búverka og innleiða í þess stað vjelanotkunina, að svo miklu leyti sem ástæða er til og hentug- leikar leyfa. Forn vinnubrögð og gamlar búmannsreglur, sem orðnar eru á eftir tímanum, eiga að leggj- ast niður og annað búskaparlag að koma í þeirra stað, reist á heppi- legri grundvelli. Það leiðir af því, er sagt hefir verið, að búnaði vorum er að sumu leyti ábótavant; en allar búnaðar- umbætur og mikilvægar breytingar á búháttum manna, taka langan tíma, kosta fje, áhyggjur og tals- vert erfiði. Því er það í rauninni ofætlun fyrir bændur, er hafa ef til vill við þröngan kost að búa, mörgu að sinna og eru þjakaðir af erfiði dagsins, að fitja upp á öllum þeim breytingum, er gera þarf, og koma umbótunum í framkvæmd hjálpar- laust. Til þess þurfa þeir á styrk að halda, ítarlegum tilraunum og öruggri handleiðslu í þe'm efnum, — og það alt eiga hin ofannefndu „Tilraunabú“ að veitast þeim. Til frekari skýringar á þessu efni ,ræðir hjer um stofnanir, er hafa bú- jörð til forráða, hver um sig, og reka búskap í íslensku sniði; en auk þess hafa þær margskonar búnaðar- tilraunir ineð höndum. Og þar eð slík tilraxma-starfsemi er einatt miklum erfiðleikum bundin, kostar fjárútlát og manna-forráð, eru þess háttar stofnanir erlerfdis styrktaraf opinberu fje, og þeim er stjórnað af sjerfróðum mönnum. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst sá, eins ' og nafnið bendir til, að framkvæma j ýmsar búnaðartilraunir, vera á varð bergi eftir útlendri reynslu, er að gagni mætti verða búnaði vorum, brautryðjandi búnaðarfram- i kvæmdum og reynsluskóli í íslenskri búfræði. I Danmörku starfa margar þess- konar stofnanir; en sökum þess, að bxinaður Dana lxneigist mjög að ak- uryrkjunni, lxxta allar tilraunir þeirra mest að henni, og þar af leiðandi nefixast þær á voru máli „Gróðrarstöðvar“. Á Englandi eru ! slíkar tilraxxnir aðallega gerðar í j helstu akuryrkjuhjeruðum landsins. en axxnarsstaðár, þar sem búskapur- , inn hallast meira að f járræktinni og ræktun túns og beitarlanda en kornvrkjunni, eru umræddar stofn- janir reknar í þesskonar búsniði, og yjettnefni þeirra er því „Tilrauna- bxV ‘. |i Hjer á landi er opinber tili'auna- ^starfsemi frenxur ung, enda hafa til- 1 ráunir þær, er hingað til hafa verið gerðar í „Gróðrarstöðvunum“, mest megnis lotið að garðyrkjimni og ! iiýyrkjunni: ræktun margskonar garðávaxta og grastegunda (ásamt , korntegundum), notkun ýmsra á- burðarefna, túnuppgræðslu o. fl. Eru þessar tilraunir óneytanlega góöar og gildar í sinni röð; en hins vegar verða menn að játa, að , gróðrarstöðvamar svara ekki til- jraunaþörf vorri, nerna að liálfu leyti. Þær henta vel til þeirra til- j rauna, sem þar hafa verið gerðar og I áður er að vikið ; en mörg og mikils- „varðandi búnaðarmálefni, er þurfa jrannsóknar við — svo sem búfjár- kynbætur og gripahirðing, og beit- Ærtilraunir, notkvrn verslunaráburð- ar á tún og engi, túnrækt, heyverk- unartilraunir o. fl. — verða í raun rjettri- að framkvæmast utan við þær. Þaö íiggur þó í augum uppi, að rannsókn þeirra málefna, er við koma hverju heimili og eru jafn- áríðandi fyrir velmegun íslenskra bænda senx þessi, ætti að vera hlut- verk opinberra tilraunastofnana í landinu. — Og það hafa menn líka ; sjeð; því er, af tilhlutun Búnaðar- ! f jelags Islands og Búnaðarsamband- j anna, farið að stofna til slíkra til- j rauna á meðal bænda úti um sveitir. j En eigi þær tilraunir að ná tilgangi !sínum (hafa óyggjandi staðreyndir ! og fróðleik í sjer fólgnar, til upp- ibyggingar landbúnaði vorum), þá verða skýrar og greinilegar reglur ;að fylgjast með þeirn, frá fjelag- , anna hálfu, nákvæmt eft'rlit með : þeim; og þær að vera gerðar á vís- 1 indalegum rannsóknargrundvelli. | Höfuðstaðirþessháttartilraunastarf semi í landinu, ættu að vera Til- ; raunabú; rekin í bresku eða útlendu I sniði, en klædd íslensku efni eða jbúningi. Þau geta haft hverskyns ! búnaðartilraunir á hendi og starf- , að að rannsóknunum árið um kring, að búfjárræktartilraunum á vetr- um, en jarðyrkju, garðvrkju og heyvei'kunartilraunum surnar, vor og liaust. Til skýringarauka þessum tilraun- um skal jeg skilgreina nokkrar þeirra, er til mála geta komið, og þörfin krefur að gerðar væru á slík- um stofnunum. Þeini er hjer skipað í þrjá höfuðflokka, sem er þó mjög ófullkomin deiling. . i 1. Búfjárræktartilraunir. í þeim iflokki teljast allar þær tilraunir, er beint eða óbeinlínis varða gripahald ið. og fremstar í þeirra í'öð set jeg |„búfjárkynbætur“. í engu búnaðar jatriði er -oss meíra ábótavant en á I kynbótasviðinu. En það. sem að imínu áliti mun liafa staðið gripa- íræktinni hjer einna mest fyrir þrif- |um, er fóðurskortur á vetrunx, van- , kunnátta rnanna yfirleitt á kvnbóta- starfinu og áhugaleysi fyrir mál- eikánu. Það er sannfæring mín, að g. iparækt vor gæti verið talsvert jlengra á veg komin en hún alment er, þi’átt fyrir þá vanfóðrun, sem vera kann á búpeningi manna, ef hinu væri ekki til að dreifa; og annað liitt, að eigi búpeningsrækt- in að verða annað og meira en hún liefir verið og er, þá verði menn að starfa að kynbótunum með meiri festu og einlægni en reynslan bendir á; því hjer virðist sem stefnuleysið liafi ríkt í kynbótamálum, eða menn hafa tekist of mikið í fang með kyn- bótunum. Menn hafa. sumir hverjir, leitast við að framleiða fjölbreytta kosti hjá einu gripakyni í senn, án þess að gera sjer ljóst, að hve nxiklu leyti þeir væru samrýmanlegir, — í stað þess- að hafa einhver sjerstök takmörk fyrir augum með kynbót- junum. Þetta lýsir sjer í breytni j þeirra kynbótamanna, ersótsthafa | eftir kynbótahrútum sitt árið hvert, j af fjarskyldum kynjum, og án til- lits til þess, hversu mikið var sam- eiginlegt með þeim innbyrðis og þeim og þeirra eigin fjárstofni. Slík endalaus blóðblöndun lxleypir sxmdrung í öll rælctareinkenni og nálgast ekki fremsta takmark kyn- bótanna, sem er, að framleiða höf- uðkosti eins gripakyns og kynfesta þá. Kynblöndunin hefir sýnilega gengið svo vxtt í griparækt vorri, að hjer mun vera leitun á gripa- kynjum með kynföstum einkennum. Það má jafnan gott heita, að lamb- ið, kálfurinn eða folaldið, líkist svo foreldrum sínum, að eitthvert kyn- bragð sjáist með þeim og meira ekki. En þegar þannig er farið griparækt eins lands, iná ef til vill segja, að þar bresti undirstöðuatr- iði kynbótanna; því allar kynbætur byggjast á því, að kostir og einkenni foreldranna komi greinilega í ljós hjá afkvæmunum; að gripirnir sýnist ekki alt annað en þeir reyn- ast á kynbótasviðinu. Og það, sem hjer þarf að gerast, búfjárræktinni til bjargráða, er því ítarlegar til- raunir til að hreinrækta gripakyn, fyris hverja grein kvikfjárræktar- innar — búin þeim kostum og ejn- kennum, er samsvara gildandi stað- háttum og þörfum landsmanna — til grundvallar búpeningsræktinni í landinu. Fyrir sauðfje er hjer um ræktun tveggja eða fleiri kyn-af- brj’-gða að ræða; söfnunar- og mjólk ur-fjárkyn, fyrir hrossaræktina reið liesta- og áburðar-hestakyn, og nautaræktina mjólkurkyn. Næst gripakynbótunum koma í nefndum tilraunaflokki allskonar fóðurtilraunir, svo sem samanburð- ur á næringargildi ýmsra fóðurteg- unda: síldarmjöli, lýsi, síld, rúg- mjöli, heyi, votheyi o. fl„ sömuleið- is gripahirðinga- og baðlyfstil- raunir ásamt fleirum. 2. Jarðyrkjutilraunir — þar með taldar bæði garðyrkju og áburðar- tilraunir. I fyrsta lagi raxðir hjer um samskonar tilraunir og gerðar hafa verið í Gróðrarstöðvum lands- ins, og þar að auki ýmsar tún- og engjatilraunir, svo senx þúfnasljett- ur, fi'amræslu, túnaávinslu, vatnsá- veitur, völtrun, beitartilraunir o. fl. Bretar gera t. d. nokkuð að því að valtra tún sín í gróandanum, og þess ætti ekki síður þörf að vera hjer á mosatxmin.Það sljettir túnin, eykur jarðhitann og ver mosamynd- uninni. Húsdýraáburður er víða þannig hirtur, að honxxnx er rutt úr penings- húsunum xxt fyrir dyr og heygður þar, eða ekið samstundis á tún og látinn liggja þar, fyrir áhrifunx lofts og lagar, um lengri eða skemri tíma vetrax'ins. Hversu mikið efnatjón hlýtst af þessháttar áburðai'liii'ðing, samanborið við áburðargeymslu í safnhxxsum, er axxðvelt að skýra nui samanburðartilraunum. Menix grein- ir'títt á um það, hver árstíminn sje heppilegastui' fyrir txxnábreiðslu. Sxxmir halda með vorbreiðslunni, aðrir með haustbreiðslu og þriðji flokkur manna vill láta dreifa á- burðinum straks og hann tilfellur, vor, vetur og haust. Til þess að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.