Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 4

Lögrétta - 12.12.1922, Blaðsíða 4
% 4 LÖGRJETTA Það er betra að horfast í augu við það óhjákvæmilega strax, vitandi það, að annars verður það á vegi manns síðar, þegar ástæðumar eru verri. Ekkert afl getur neitt okkur til sambúðar við Breta ef við viljum hana ekki sjálfir. 011 auðæfi Englendinga mundu ekki nægja til þess að framkvæma laga boð konungsins, ef við neituðum a' hlýðnast þeim boðum“. Skærur eru sífelt milli upp- nelsnarhersins og stjómarhersins írska og hafa margir látið lífið síðustu viku. Þó virðist mótstaða uppreisnarmanna vera að þverra. Fyrsta verk enska þingsins nýja verður að taka til meðferðar írsku samningana og er víst um, að þeir verða samþyktir í þinginu með m'klum meiri hluta. Er hin nýja stjórnarskipun írlands og sáttmál- inn við England orðið að lögum. ■ • —' Erí. símfregntr Khöfn 5. des. Stjómarskrá íra samþykt að fullu. London: Enska þingið hefir nú samþykt til fullnustu stjórnar- skrá Irlands og gengur hún í gfldi í dag. Er því bráðabirgða- stjómin lögð niður. Heimastjórn- atforinginn Timothy Healy hefir verið útnefndur yfirlandsstjóri írska frí-ríkisins, og er búist við, að það muni lánast vel, því hann hefir mikið traust allra Ira að undanteknum þeim allra róttæk- ustu, Gagnbyltingahreyfingar í Grikklandi. Belgrad: Á ýmsum stöðum í Grikklandi hafa fylgismenn gömlu stjómarinnar komið á gagnbylt- iugahreyfingum. Dýrtíðin í þýskalandi hefir aukist í nóvembermánuði um helming frá því í október. Lausanneráðstefnan. Lausanne: Skoðanamunur Þjóð- verja og Rússa "annarsvegar og hinna þátttakenda ráðstefnunnár hinsvegar. fer altaf vaxandi. Khöfn 7. des. Bæjarstjórnarkosningar í Kristjaníu. Kristjaníu: Bæjarstjórnarkosn- ingar hjer hafa farið svo, að kosnir eru 39 hægrimenn, 34 sam- eignarmenn (Kommunistar) og 11 úr öðrum flokkum. Bann í Tyrklandi. London: í Tyrklandi er komið -á algert vínbann, allur innflutn- isigur vínanda hefir verið stöðv- «ður og allar vínbirgðastöðvar eiga að vera úr sögunni innan þriggja vikna. Þar hefir og verið lagður hár skattur á munaðarvör- ur, 5-falt verð vörunnar á silki og ilmvötn. Finnland og Spánn. Helsingfors: Spánverjar hafa neitað að gera verslunarsamning við Finnland meðan vínbann sje þar. Dardanella-sundið. Lausanne: Curzon lávarður hefir lagt fram uppástungur bandamanna um framtíðarfyrir- komulag á umráðum yfir Darda- nella-sundinu. i pýsku fjármálin. Berlín: Stjómin hefir skipað nefnd, sem enn á ný á að fjalla um skaðabótamálið. IslEndingar í RmEríku. „Lögberg“ frá 26. okt. s. 1. segir svo frá: F. H. Fljótsdal hlotnaöist fyrir skömmu sá heiður að vera kosinn forseti þess fjelagsskapar, járn- brautarþjóna í Canada, og Banda- ríkjunum, er United Brothehood of Way Employes and Railroad Shop Laborers nefnist. Fjelög þessi telja til samans yfir 400,000 meðlimi og má því sjálfsagt vafalaust fullyrða, að Mr. Fljótsdal hafi mest manna- forráS þeirra Islendinga, er álfu þessa byggja. — Mr. Fljótsdal þótti verkamannafjelög þessi alt of eyðslsöm; meðal annars hlaut for- seti þeirra í árslaun 14,000 dollara. Fyrir launalækkun og fækkun em- bættismanna fjelaganna barðist Mr. Fljótsdal, og til þess að sanna að sjer væri full alvara, hefir hann komið því til leiðar, að forsetinn, í þetta skifti hann sjálfur, fær að- eins 8,000 dollara um árið. Mr. Fljótsdal er Austfirðingur, eins og nafnið bendir til; fluttist til Ameríku átta ára gamall, en er nú 53. Algenga bændavinnu kvað hann hafa stundað í Minnesota, áður en hann gekk í þjónustu járnbrautaf- fjelagaxma.. Undanfarandi ár hefir Mr. Fljótsdal starfað í þjónustu þjóðeignabrautanna — Canadian National Railways og haft umsjón með brautum Dauphins hjeraðsins í Manitoba; en nú lætur hann ab sjálfsögðu af þeirri stöðu. Yerður framtíðarheimili hans í Detroit Mich. Lundfesta og elja hafa rutt mörg- um Islendingi braut í þessari vold- ugu heimsálfu, og er Mr. Fljótsdal einn í þeirra tölu. — -----o—--v- Dagbók. 6. des. Kyljur heitir ljóðabók, sem nýkom- ic. er út eftir Jakob Thorarensen. pað er þriðja Ijóðabók hans, lítið eitt stærri en Sprettir, sem kom út lnl9. Fæst af því, sem þessi nýja bók hefir inni að halda, hefir áður verið prentað. Verður nánar getið u m bókina síðar. ísfiskssalan. Kári hefir nýlega selt afla sinn fyrir 1274 sterlingspund. Úr Eyjafirði var símað í gær, að þar væri og hefði verið einmuna tíð, sunnanvindar og hlýjur. Er þar snjólaust nú, og mun svo vera víð- ast á landinu. Útsvör á Stokkseyri. Alls var jafnað niður tæpum 24 þús. krónum. pessir hafa hæst útsvör: Kaupfjel. Ingólfur 4000 krónur. Verslun Magn- úsar Gunnarssonar 1250 kr. Verslun Jóns Jónassonar 810 kr. Verslun A ndrjesar Jónssonar 730 kr. Heigi Jónsson kaupfjelagsstjóri 450 krónur. Eiríkur Eiríksson bakari 375 krónur. Jón Sturlaugsson hafnsögumaður 345 kr. Bjami Ámason, verslun 300 kr. Gísli Pálsson bóndi í Kakkarhjáleigu 300 kr. Sigurður Hindriksson bóndi í Ranakoti 260 kr. Markús pórðárson bóndi í Grímsfjósi 250 krónur. Jón Guðmundsson Oddgörðum 260 krónur. Sigurgrímur Jónsson, Holti 245 kr. Bjarni Jónasson 250 krónur. pórð- u; Jónasson bókhaldari 220 krónur. 260 gjaldendur í alt. 7 des. Jólagjöfin. Hún er nú komin út og er efni hennar þetta: Á bæn, mynd eftir Guðmund Thorsteinsson, og fylgir myndinni bæn; Úr jólakvæði, eftir sjera Einar Sigurðsson í Hey- dölum (Úr Vísnabók Guðbrandar porlákssonar), fylgja tvær teikningar kvæðinu, báðar eftir Guðmund Thor- steinsson; Ljós og myrkur, jólasaga eftir Aagé Barfoed, Sig. Kr. Pjet- ursson þýddi. Sagan er með myndum; Jólakvöld á Garðar, endurminning frá Ameríku, eftir Magnús docent Jóns- son; Frá ljósálfalandi, æfintýri eftir Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli, með teikningu eftir Guðmund Thor- steinsson; Guðs friður, saga eftir Selmu Lagerlöf, Jón Jaoobson þýddi; Haustið nálgast, kvæði eftir Stefán frá Hvítadal; Iðrandi syndari, munn- mælasaga endursögð af Leo Tolstoj, Sören Sörensen þýddi; Blindi maður- inn og bróðir hans, saga eftir A. Schnitzler, Stefán frá Hvítadal þýddi; Nýtt lag eftir Þórarinn Guð- mundsson við „Vertu, guð faðir, faðir minn‘ ‘; annað lag eftir Sigvalda Kaldalóns við. vísu eftir Höllu Eyj- ólfsdóttir; þriðja lagið við Vorvísu eftir porstein Gíslason, samið af Lofti Guðmundssyni; Gleðin, erindi eftir Sig. Kjr. Pjetursson; og svo að síðustu vísubotnar og ýmislegt smávegis. Er auðsætt af þessu að efnið er hið fjölbreyttasta. 8 des. 4 hrefnur hefir maður einn á Ak- ureyri, Aðólf Kristjánsson, drepið í haust. Eru þeir farnir að stunda hvalaveiðar upp á síðkastið, Eyfirð- ir.gar. Söguupplestur Jóns Björnssonar í gærkvöld í Bárubúð var allvel sóttur og hlýddu menn á hann með mesti ánægju. Sögukaflarnir, sem upp voru lesrir, þóttu góðir og mundu menn vilja hlýða á fleiri kafla úr sög- unni, sem mun vera löng. Höfund- nrinn les vel upp. 9 des. Kvæðabók Jóns Trausta er ein merkasta bókin, sem út hefir komið á þessu ári. Bókavinur uppi í sveit skrifar: „Jeg vissi það ekki fyr en jeg hafði lesið þessa kvæðAók, bve mikið Ijóðskáld Guðmundur heitinn Magnússon hefir verið“. — Kvæða- bókin verður án efa mörgum kær- komin jólagjö^ Minningarrit um Matthías Joeh- umsson er nú komið út á Akureyri og kemur hingað með „Goðafossi* ‘ einhvern af næstu dögum. Steingr. læknir sonur hans hefir valið efni í ritið og sjeð um útgáfu þess, en útgefandi er porst. Gíslason. -------O-------- Dómsmálafrjettir H.f. Sill í Gatitaborg átti sumarið 1917 liggjandi í Hrísey síldartunn- -ur salt og kol. Bað fjelagið þá Tiljander nokkurn í Gautaborg, sem var kunnugur um Eyjafjörð, að út- vega kaupanda að vörunum. Hinn 4. júlí 1917 sendi Tiljander Ásgeiri kaupm. Pjeturssyni svo hljóðandi símskeyti. „Munuð þjer eða aðrir vilja kaupa ca. 1000 tómtunnur, ca. 500 salttunnur, 25 tons kol, verð á hverju fyrir sig sænskar krónur 20 — 40 — 250 gevrnt í Hrísey sím- svar óskast“. Á. P. svaraði 5. júlí svo: „Hefi selt Steingrími Torfa- svni, Hafnarfirði tunnur og salt gevmt Hrísey samkv. skilmálum yð- ar. Tunnur og salt verða að vera í góðu ásigkomulagi“. Þessu svarar Tiljander með skeyti, er Á. P. barst 14. júlí, svo: „Togarahluta- fjelagið Sill staðfestir sölu á tóm- tunnum, salt.tunnum, kolum og ca. 300—400 botnum, verð á hvferju fvrir sig 20 — 40 — 250 — 1 sænsk- ar krónur. Símsendið strax 30000 krónur, afgangur greiðist við mot- töku í síðasta lagi V8 1917. Salt og tunnur verða seldar eins og þær fyr- irfinnást í geymslu í Hrísey á ís- Gefið því gaum hve auðveldlega sterk og særandi efni f sápum, get komist inn i húðina um svita- holurnar, og hve auðveldlega sýruefni þaut sem eru ávalt í vondum sápum, leysa upp fituna í húðinni og geta skemt fallegam hörundslit og heilbrigt útlit. Þá munið þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt þaB er, að vera mjög varkár í valinu, þegar þjer kjósið sáputegund. Fedora-sápan tryggir yður, að þjer eig- ið ekkert á hættu er þjer notið hana, vegna þess, hve hún er fyllilega hrein, laus við sterk efni, og vel vandað til efna í hana — efna sem hin milda fitukenda froða, er svo mjög ber á hjá FEDORA- SÁPUNNI, eiga rót sína að rekja til, og eru sjerstakleg* hentug til að hreinsa svitaholurnar, auka starf húðarinnar og gera húðina mjúka eins og flauel og fallega, hörundslitinn skír- an og hreinan, háls og hendur hvítt og mjúkt. Aðalumhoðsmenn: R. KJARTANSSON & C o. Reykjavík. Simi 1004. landi. Símsendið peningana strax“. Á. P. símar aftur s. d. „Peningarnir sendast á mánudag“. Sendir svo Á. P. f. h. Stgr. T. Tiljander nefnda upphæð, sem jafngilti 32400 dönsk- um krónum. Nú fór svo að Steingr. Torfason fjekk ekki afhentar nema 488 saltfyltar tunnur og 280 tómar tunnur, og hafði hann þá greitt 5270 kr. meira en svaraði andvirði hinna afhentu vara. Þegar hluta- f jelagið vildi ekki endurgreiða þessa upphæð Ijet hann fram fara kyr- setningargjörð á eignum, sem það átti í Hrísey, fyrir sem svaraði nefndri kröfu ásamt kostnaði. Mál til staðfestingar kyrsetningar- gjörðinni var rekið á Akureyri. Krafðist hlutafjelagið að kyrsetn- ingargjörðin væri feld úr gildi og algerðrar sýknunar. Kvaðst aldrei hafa selt Stgr. Torfasyni salt eða tunnur, heMur hafi Ásgeir Pjeturs- son verið kaupandinn að vörubirgð- um þeim, sem nefndar voru hjer að ofan. Kröfu Stgr. Torfasonar sje því ranglega beint að hlutafjelag- inu, sem hvorki skuldi honum eða liafi sbuldað honum nokkurn eyri. Jafnframt höfðaði fjelagið gagn- sókn gegn Stgr. T. og krafðist 8000 kr. bóta fvrir löghald að ófyrir- svnju. Málinu lauk svo í undirrjetti (bfg. Steingr. Jónsson) að löghalds gjörðin var staðfest og h.f. Sill dæmt til að greiða hina umstefndu upphæð ásamt vöxtum og málskostn aði. Þessum dómi skaut hlutafjelag- ið til hæstarjetfar og sótti þar málið fyrir þess hönd hrjmflm. Jón Ás- björnsson, er gjörði allar hinar sömu kröfur og gjörðar höfðu verið í hjeraði. Fyrir stefnda mætti hrjm- flm. L. Fjeldsted og krafðist stað- festingar hins áfrýjaða dóms. Dóm- ur undirrjettarins var staðfestur af hæstarjetti 13. þ. m. og í forsendum hæstarjettardómsins segir svo: Það er viðurkent í máli þessu, að R. Tiljander hafi haft rnnboð áfrýj- anda til að senda Ásgeiri Pjeturs- syni símskeytið 4. júlí 1917, og verður að líta svo á, að með sím- skeyti þessu hafi Ásgeir öðlast næga heimild til að selja vörur þær, er getur um í skeytinu, og til þess að semja, svo sem hann gjörði við stefnda um kaup á tunnum og salti, er áfrýjandi átti í Hrísey. --------o-------- Clemenceau í Ameríkuför. Clemeneeau gamli, tígrisdýrið, sem stundum er kallað, hefir haft hljótt um sig upp á síðkastið og lifað í mestu kyrð. Nú ætlar hann að fara að hrista af sjer rykið i Dampkjeler nye, og brukte repar- erte med eertifikat av alle konstruk- tioner, indbent tilbud. Laurviks Mask- inverksted Job. Corneliussen, Larvik, Norge. og leggja á stað í fyrirlestrar- ferð til Ameríku. Ségja sumir að förin sje til þess gerð, að tala máli Frakka við Ameríkumenn og snpa þeim til betri vegar, svo- að þeir hætti afskiftaleysinu unr Evrópumál og verði greiðugri þegar fjárbænir Evrópumanna koma á ný vestur um haf. Fyrsta fyrirlestur sinn heldur Clemenceau í Metropolitan-söng- höllinni í New York, en þaðan fer hann til Boston og St. Louis. Flytur hann fyrirlestrana á ensku, en hana lærði hann fyrir 25 ár- um er hann dvaldi í Ameríku. Er hann hreykinn af enskukunn- áttu sinni og ljet þess getið 1 viðtali nýlega, að Frökkum hefði farnast illa er þeir sendu fjár- málanefnd sína til Washington í haust sem leið, því enginn þeirra er sendir voru hefði kunnað ensku. „Jeg ætla að tala þannig við Ameríkumenn, að jeg sje viss um, að það verði hlustað á mig, og jeg er viss um að allir skilja mig. Jeg hefi engan opinberan erindrekstur með höndum. en jeg vil reyna að sýna Ameríkumönn- um fram á, að Frakkar eru hvorki hernaðarsinnar eða í heimsveldis- hug. Jeg hefi verið sjónarvottur að tveimur þýskum innrásum í Frakkland, og þær nægja manni þó æfin verði löng. Mig langar ekki að sjá þá þriðju.“ Allur ágóð'nn af fyrirlestrunum og sex ritgerð_um sem hann skrif- ar fyrir stórblað eitt vestan hafs, ganga til líknarstofnana og til fje- lagsskapar, sem starfar að auk- inni viðkynningu Frakka og Ameríkumanna. Clemenceau segist ennfremur vilja starfa að því með för sinni, af' greiða götu bandalagi milli Frakka. Breta og Ameríkumanna. Segir hann það vera hugsjón sína, að það bandalag komist á. „Jeg álít, að samlyndi og vinátta milli þessara þriggja ríkja sjeu undir- staðan undir friði í Evrópu og það ætla jeg að reyná að fá Ameríkumenn til að skilja. Og takist mjer það ekki, þá er mjer þó fróun í því, að hafa reynt það“. í för sinnj vestur ætlar Cle- menceau að heimsækja Harding forseta, Hughes forsætisráðberra I og Wilson. L

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.