Lögrétta - 26.02.1923, Qupperneq 4
4
LÖGRJETTA
(stjórnin gerir ráð fyrir um 120
þús. kr.) mundi það óbeinlínis
eyðast aftur hjá þjóðinni á annan
hátt, því reynslan mundi sýna
það, að sýsrlubúar gætu ekki verið
lögfræðingslausir, og í stað þess
að 'leita til sýslumanna sinna, eins
og nú væri, mundu þeir leita til
lærðra lögfræðinga, sem settust að
í sýslunni að „praktisera“ og
tækju að sjálfsögðu fje fyrir að-
stoð sína sjer til lífsviðurværis, og
mundi það sjálfsagt ekki nema
minna fyrir sýslubúa samanlagt
á ári, en nú færi til embættis-
launa sýslumanna. Eiríkur Einars-
sön vilcfi líka spara, en eklri á
sýslumönnunum. Sagði hjer vera
byrjað á öfugum enda, að fækka
starfsmönnum til sveita,jafnframt
því sem þeim væri fjölgað í bæj-
unum, og væri þetta einn liður í
þeirri „undanhalds- og tæmingar-
pólitík“, að þjóðlífið væri meira
og meira að færast úr sveitunum
og í kauptúnin við sjávarsíðuna.
Sagði hann miklu meiri nauðsyn
á því að fækka ýmsum nýjum
embættum í Reykjavík, svo sem
í sambandi við ýms ríkisfyrirtæki,
landsverslun, einkasölur, hagstofu,
mæli- og vogarskrifstofuna o. s.
frv. — Jón Þorláksson benti einn-
ig á það, að þessi sparnaðarvið-
leitni stjórnarinnar færi að ýmsu
lcyti í öfuga átt og einkum væri
afstaða forsætisráðherra til þessa
máls all-einkennileg, því á síðasta
þingi hefði legið fyrir til'laga um
afnám 9 embætta, auk breyting-
anna á barnafræðslunni, þar af 7
í Reykjavík en 2 utan Reykja-
víkur, og hefði S. E. þá verið á
móti þeim öllum, en nú færi hans
frv. aðeins fram á að leggja niður
8 embætti og flest utan Reykja-
víkur.
Að umræðum loknum var mál-
inu vísað t:l 2. umr. og allsherjar.
nefndar.
Sama var um tvö næstu málin,
um breyting á sveitastjórnarlög-
um nr. 91, 10. nóv. 1905, og frv.
um manntalsþing, og standa þau
bæði í sambandi við hinar nýju
till. stjórnarinnar um sameiningu
sýslumannaembættanna.
H:n þrjú frumvörpin um em-
bættaafnám voru tekin út af dag-
skrá.
Erí. slmfregnir
Khöfn 21. febr.
Bretar og Frakkar.
Frá London er símaö, að neðri
málst. bretska þingsins hafi samþ.
tillögu, er lýsi fylgi við stjórnmála-
stefnu Bonar Law’s. Voru greidd
305 atkvæði með tillögunni, en 196
móti. í umræðunum um stjórnmál-
in kom fram ákveðin samúð með
Frökkum, þó lýst væri óánægju yf-
ir aðförum þeirra í Rúhr-málunum.
pjóðverjar að mndrast.
Frá París er símað, að Þjóðverj-
ar í Dússeldorff sjeu að verða
ósáttir. Hafi verslunarráðið þar og
einnig veitingamannafjelagið þver-
rteitað að hlýða banni því, er þýska
stjórnin hefir lag1 við verslun við
Frakka.
Khöfn, 23. febr. 1923.
Rússar og Rúhr-máUð.
Frá Moskva er símað, að þjóðfull
trúaráðið rússneska hafi á auka-
samkomu rætt afstöðu Rússlands til
Rúhr-málsins. Trotski hjelt því
fram, að stríð væri nauðsynlegt
fyrir Rúsland; Þýskir sameignar-
menn (kommunistar) hefðu mist
valdið yfir múgnum, og því gæti
byltingin fyrst byrjað, er rússnesk-
ur her væri kominn inn í Þýska-
land. Síðan var samþykt, að draga
úr öllum útgjöldum til ríkisþarfa
og leggja alt kapp á framleiðslu her
gagna.
FjármáUn i Þýskalandi.
Frá Berlín er símað, að fjármála-
ráðuneytið hafi samið við ýmsa
banka um gull-lán og fjelag eigi
að myndast, er gefi út þriggja ára
ávísanir á 50 miljónir dollara, sem
ríkisbankinn ábyrgist, og býður
fram opinberlega gegn borgun í er-
lendum gjaldeyri.
Frakkar jafn óbilgjarnir.
Frá Essen er símað, að Degoutté
hirshöfðingi hafi fyrirboðið þýsku
ráðherrunum að stíga fæti á hjer-
uð þau, er Frakkar hafa tekið.
Ef þer geri það, verði þeim
stefnt fyrir herrjett.
Ruhr-hjeraðið undir alþjóða
umsjón.
Frá London er símað, að sendi-
nefnd verkamannaflokksins enska,
er fór til Ruhr, sje komin heim
og leggi hún til að Ruhr-hjeruðin
verð: lögð undir alþjóða umsjón.
Þjóðverjar óttaslegnir.
Blöðin í Berlín búast við, að
Frakkar muni bráðlega taka
Karlsruhe, Frankfurt, Dai’mstadt
og Hamborg. •
Khöfn 24. febr.
Þjóðverjar mynda her.
Frá París er símað, að margir
þýskir herforingjar sjeu komnir
til Rússlands undir handleiðslu
Mackensen, til þess að kynna
sjer ráðstjórnarherinn og koma
skipulagi á her, sem myndist
af herföngum frá Austurríki og
Þýskalandi, sem orðið hafa eftir
í Rússlandi.
Skaðabótamálin.
Stálkongur Bandaríkjanna,
Schwab, er kominn til Englands,
til þess að leggja ráð á um lausn
skaðabótamálsins, en síðan á al-
þjóðanefnd að skera úr um, hve
mikið Þýskaland geti borgað.
Hart á móti hörðu.
Frá Berlín er símað, að ríkis-
stjórnin hafi gefið út alment bann
gegn því, að hlýtt verði nokkrum
fyrirskipunum, sem gefnar ero. út
af Rínarnefnd Bandamanna.
-----—o—;-------
Tilkynning.
Ut af hinu opna bz’jefi Gunn-
ars skálds Gunnarssonar í Mrgbl.
17. þessa mánaðar, til forseta og
fulltrúaráðs Bókmentafjelagsins,
skal þess getið, að honum stend-
ur að sjálfsögðu opið rúm í þessa
árs Skírni fyrir hæfilega langa
grein til rökstuddra og sæmilegra
svara upp á aðfinslur við ritverk
hans, sem stóðu í síðasta Skínii
eftir Einar skáld Benediktsson, og
mun sú grein tekin atlzugasemda-
laust, á sama hátt og grein Ein-
ars skálds í fyrra. Stjórn fjelags-
ins mun ekki um þetta efni gera
upp 4 milli þessara manna, og
orð sín ábyrgjast þeir sjálfir.
Reykjavík 19. íebrúar 1923.
Jón Þorkelsson.
tíambúðin í Ruhr-hjeraði, milli
Þjóðverja og franska. setuliðsns
fcr sífelt versnandi. Þjóðverjar
sýna mótþróa á allan hátt, sem
þeim er mögulegt, og Frakkar
svara með því að herða á öllum
kröfum sínum, og þröngva kosti
Þjóðvei’ja meir og meir. Hcfir
éður verið sagt frá verkföllum
Þjóðverja á ýmsum sviðum og
hvernig Frakkar brugðust við
þeim. —
Mánudaginn 12. þ. m. gerðu
Frakkar þá ráðstöfun að banna
með öllu útflutning á járnvör-
im og öðrum iðnvörum frá Ruhr-
hjeraði til annara hluta Þýska-
lands. Er þá svo komið að Ruhr-
dalurinn er algerlega frálimaður
orð'nn Þýskalandi. Segja Frakkar
þessa ráðstefnu vera „afleiðing
fyrirskipana þeii’ra, sem þýska
stjórnin hafi gefið embættismönn-
um sínum í Ruhr-hjeraði, og af-
leiðing vandræða þeirra, sem sama
stjórn hafi le:tast við að vekja
í hjeraðinu“.
Þjóðverjar hafa ekki getað ó-
nýtt þessa ráðstöfun. Þeir leit-
uðust við að halda áfram flutn-
ingum liinnar forboðnu vöru
austur yfir landamærin,en allar
járnbrautarlestir sem notaðar
voru til þeirra flutninga voru
stöðvaðar jafnóðum af frönsku
l’ði. Mótstaða Þjóðverja er orðin
veikari en áður var og Frakkar
hafa slegið úr höndum þeim flest
vopn er þeir hafa reynt að bera
fyrir sig. En þeim inun sem
Þjóðverjar verða meira hjálpar-
vana, því ákafara verður hatrið
i garð Frakka, og tekst þeim
síður nú en áður að bafa gát á
gerðum sínum. Þannig bar það
við 12. þ. m. að þýskir lögreglu-
þjónar særðu franska hermenn og
verða þe:'r eflanst líflátnir fyrir.
Tildrögin voru þau, að frönsku
hermennirnir tóku þýskan lög-
regluþjón og reyndu að afvopna
hann.Kallaði hann á hjálp og komu
þá aðrir lögregluþj. til liðs við
hann og reyndu að koma hon-
um undan. Frakkarnir gripu þá
til skajnmbyssunnar og skutu
fyrsta lögréglúþ.fóninn. Nokkrum
dögum áður hafði franskur her-
vörður ver'ð rekinn í gegn í
Bochum. Þessir atburðir hafa
orðið til þess, að Frakkar þykj-
ast ekki geta treyst þýsku lög-
reglunni og hefir henni verið
vikið frá í ýmsum bæjum og
franskt lögreglulið sett í staðinn
Síðasta örþrifaráðið sem Þjóð-
verjar hafa tekið er að hefja
„boycot“ gegn frönskum mönn-
um í Ruhr-hjeraði. Verslanirnar
neita að selja þeim vörur, gisti-
húsin neita að veita þeim gist-
ingu o. s. frv. í Essen varð alt
í uppnám; þegar þetta var gert
og lauk á þann hátt, að þýska
þjónustufólkið á gistihúsunum var
ri kið burt og annað tekið í stað-
inn. Var borgin í raun og veru
í hernaðarástandi, franskir her-
nenn dreifðu mannfjöldanum sem
safnaðist saman á strætunum, með
byssustingjum og vjelbyssur voru
hafðar til taks, ef á þyrfti að
halda. F.'nst Þjóðverjum fram-
ferði Frakka líkast því, að þeir
eigi landið.
Talið er víst að hið síðasta
bann Frakka gegn útflutningi til
annara hluta Þýskalands verði
ti! þess að auka atvinnuleysi í
Ruhr-hjerað: og þá um leið vand-
rieði .almennings.
Gefið þvfi gaum
hve auðveldlega sterk og særandi efni i
sápum, get komist inu i húðina um svita
holumar, og hve auðveldlega sýruefni þau.
sem eru ávalt í vondum sápum, leysa npþ
fituna í húðinni og geta skeint fallegai-
hörundslit og heilbrigt útlit. Þá munð
þjer sannfærast um, hve nauðsynlegt það
er, að vera mjög varkár í valinu, þegar
þjer kjósið sáputegund.
Fedora-sápan tryggir yður, að þjer eig
ið ekkert á hættu er þjer notið hana,
vegna þess, hve hún er fyllilega hretn
laus við sterk efni, og vel vandað til efna í hana — efna scit,
hin milda fitukenda froða, er svo tnjög ber á h.já FEDORA
SÁPUNNI, eiga rót sína að rok.ja til, og eru sjerstaklega
hentug til að hreinsa svitaholtirnar, auka starf húðarinnar og
gera húðinn mjúka e ns og flanei og fallega, hörundslitinn skír
an og hreinan, háls og hendtir hvítt og m.júkt.
Aðalumboðsmenn :
R. KJARTANSSON & C o
Reykjavík. Sími 12(i(i.
... \
A:ké
Dagbók.
18. febr.
Lausn frá embætti hefir sjera Jón
Thorsteinsen á pingvöllum fengið. Er
hr.nn búinn að vera prestur í 36 ár
og altaf á þingvöllum.
„pór“, hjörgunarskipið, verður tek-
ið mjög bráðlega upp í Slippinn
h.ier til viðgerða.
Svartidauðinn. StjórnaiTáðið aug-
lýsir, að sóttvarnarfyrirskipanir þær
e. auglýstar voru í desember vegna
svartadauða í Barcelona sjeu úr
gildi feldar. Hinsvegar hefir Lissa-
bon ekki verið leyst úr banni enn.
23. febr.
Vjelarbilun á Lagarfossi. Nokkru
eftir að Lagarfoss fór frá Vest-
mannaeyjum nú Síðast, bilaði vjel
ekipsins eitthvað, svo það sá sjer
ekki fært að halda áfram ferðinni:
En það var á leið til Hull. Rjeð það
því af að leita til lands og komst
inn á Seyðisfjörð. Pjekk skipið þar
gert við bilunina og fór það frá
Seyðisfirði í gær áleiðis til útlanda.
Gullfoss fór fram hjá Jótlands-
skaga í gærmorgun kl. 8. Sendi Sig-
urður Pjetursson skipstjóri símskeyti
hmgað og gat þess, að mestur hluti
Kattegats væri lagt með ís, og er það
í samræmi við þær fregnir, sem bor-
ist hafa af frostum í Danmörku und-
anfarið.
4
ísfiskssalan. Draupnir hefir ný-
lega selt afla sinn í Englandi fyrir
1250 sterlingspund. Skúli fógeti fyrir
rúm 800 og Austri fyrir 800 st.pd.
24. febr.
Jarðarför Andrjesar Pjeldsted
augnlæknis fór fram í gœr að við-
stöddu afarmiklu fjölmenni, svo að
ekki koinust nærri því allir í kirkj-
una. Læknar báru líkið í kirkju en
Oddfellowar út og gengu þeir í skrúð-
göngu á undan líkfylgdinni upp í
kirkjugarðinn. Páll ísólfsson ljek á
orgelið í kirkjunni og pórarinn 6uð-
nnmdsson á fiðlu, en karlakór söng.
Kirkjan var tjölduð svörtu og skreytt
]>álmum. Var jarðarförin hin hátíð-
legasta.
Hjónaband. Nýlega hafa verið gef-
in sarnan í hjónaband ungfrú Mar-
' grjet porsteinsdófctir og Priðrik
Magnússon heildsali. — pau fóru
brúðkaupsför til útlanda með Botníu.
pilskipin hjer eru nú að búast út
á veiðar, og eitt þeirra er farið, Sig-
ríður, eign Duusverslunar.
Togararnir, Trvggvi gamli og Hiimir
eru nýfarnir til Englands, og höfðu
fiskað ágætlega báðir.
Heiðurssamsæti það, er í'ríkirkju-
söfnuðurinn hjelt sjera Ól. Ólafssyni
og frú hans fór fraim í fyrrakvöld
í Hótel ísland, og sátu það yfir 140
manns. Heiðursgestunum voru af-
Ravnsort.
For at sarnlfi Knnder
leverer vi indtil videre 20
Pakker af dengodegamle
mgte ravnsorte F’arve hver
til '/4 kg. Uld (altsaa ialttil
5 kg Uld) for Kr. 4,50
portofrit. Alle andre Far-
ver saavel til Uld som til
Halvuld og Bomuld leve-
res for 40 0re pr. stk.
Udfyld nedenstaaende
Bestillincsseddel og ind-
send den tíl:
Valby Farveri,
Kobenhavn, Valby,
og De vií da tillige faa
Prover af alle vore Far-
ver. Belobet kau sendea
i Frimærker 0nskes Post-
opkrævning bliver det 25
0re mere.
Ubodes sendt: 20 Pak-
ker æg(e Ravnsort til ialt
Kr. 4,50 (pr. Opkr. Kr.
4,75).
Navn:
Adr.:
hentar gjafir frá söfnuðinum, sjera
Oi. Ól. gullúr og gullfesti og' frú hans
gullhringur, alt dýrir gripir og vand-
aðir Fyrir niinni heiðursgestanna tal-
aði sjera Árni Sigurðsson, núverandi
fríkirkjuprestur, en auk hans töluðu
dr Alexander Jóhannesson, Jón Ól-
aísson framkvæmdarstjóri, Guðni Sí-
monarson frá Breiðholti og Pjetur
Zf-phoniasson. Samstetið stoð til kl.
i eftir miðnætti og fór hið besta
fram.
25. febr.
Frú Kristín Jacobson var 12. þ.
111. flutt á Landakotsapítala vegua
meinsemdar í öðru brjóstinu. Var
það skorið af henni, og er nú frú
Kristín komin af spítalanum og er
á batavegi.
Um Kristófer Bruun flutti sjera
Magnús Helgason Kennaraskólastjóri
ágætan fyrirlestur í gærkveldi í Stú-
dintafjelagi Reykjavíkur á Mensa
academica. — Kcmur fyrirlesturinn
að sjálfsögðu síðar út á prenti.
Hjalti Björnsson & Co. heitir nýtt
hi'ildsölufirma, sem stofnað er hjer í
barnum. Stofnendur eru ásnmt Hjalta
Björnssyni, fsleifur G. Finsen g
Sighvatur Blöndahl cand. jur. Skrif-.
síofur firinans eru í Lækjargötu 6 B.
Lík Jóns Blöndal læknis hefir ný-
lega fundist sjórekið vestur á Mýr-
um. En hann druknaði eins og kiuin-
ugt er í Hvífcá 1920. Ilann verður
jarðaður í uæstu viku.