Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.04.1923, Side 3

Lögrétta - 07.04.1923, Side 3
LÖGRJETTA 3 ' sem þjóðarheildunnm, hinu bróð- ■arlega hjartalagi og tilfinning- unni um hina æðstu mannúð. — 'KirkjaiL ein heldur uppi vörn fyrir persónulegu gildi mannsins; já, hún hefur það til himins, alla feið til Drottins sjálfs. Að lok- getur kirkjan komið því til leiðar með betrun — svo á hátt- semi hins opinbera, sem á fram- ferði einsaklinganna, að alt gefi sig á vald guði, „þess, er hjörtun les“, og að allir hagi sjer eftir kenningu hans og boðum. Hún hefir jafnmikinn mátt til að gagntaka samviskur þjóðarein- st.aklinganna sem ríkjastjórnend- anna, já, jafnvel heilar stofnanir hins borgaralega þjóðfjelags, fylla alla hinni heilögu skyldurækni, Sagntaka alt og alla með vitund- inni um, „að Kristur sje alt í «Hu“ (Kóloss.. 3, 11.). Vegna kraftar og sannleika Krists, sem í henni býr, getur kirkjan ein mótað sálirnar rjett. Þess vegna getur hún ein flutt hinni yfirstandandi tíð frið, og trygt framtíðina, þar eð hún, eins °g vjer þegar höfum sagt, byrgir hverja nýja stríðshættu úti. I nafni æöri slcipunar og fyrir til- verknað guðlegrar opinberunar, kennir hiín, að öll verk mann- anna, svo í einkaefnum sem opin- berum málum, verði að vera sam- næm boðum guðs. Ef þannig allar þjóðir og allir 'ríkja.stjórnendur gera sjer það að heilagri skyldu og föstum vana, jafnt á hinu þrengra verksviði sem í millilandamálum, að starfa í samræmi við kenningar Krists, þá mun þeim gefast kostur á að fagna ftiði og hagsæld í löndum sínum. Það er til á jörðunni ein guð- leg stofnun, og enginn nema hún getur verndað helgidóm þjóðrjett- anna. Þessi stofnun er sameign allra þjóða og þó æðri öllum Þjóðum. Henni er stjórnað af hinum æsta forverði (autorité) og hún verðskuldar hina dýpstu lotningu, vegna sinnar hábornu sýslu, vegna hátignar sinnar og nuikilleiks, sem staðið hefir öld fram af öld og aldrei getur firnst. Þetta er kirkja Krists. Af þessu ofanritaða leiðir, að sannur friður, þ. e. hinn eftirþráði friður Krists, gurðsfriðurinn, kemst aldrei á, og fær aldrei staðist, nema því að eins að kenningu Krists, boðum og eftirdæmi, verði fylgt. Hlíti manufjelagið rjettri reglu, þá .getur kirkjan fyrst rekið liiö guð- lega erindi sitt: hlúð að og lialdið uppi vörn fyrir rjetti guðs, svo meðal einstaklinganna, sem hjá Þjóðfjelögunum. Hu í þessu felst, í einu orði sagt, líki Krists. Þá er kenning Krists ríkjandi í skynsemi einstaklinganna. Kærleikur lians ríkir í hjörtunum. Bann ríkir í lífernissháttunum um leið og maðurinn gætir þess stöð- Ugt, að fylgja boðum hans, fylgja eftirdæmi hans og lærisveina hans. bandsins, og vitni um flekklausan Einnig ríkir hann í heimilislífinu, sje það bygt á sakramenti hjóna- bandsnis og vitni um flekklausan belgidóm......... Hann ríkir hjá þcirn f jölskyldu, þar sembörnin fá a.ð dafna í hlýðni og dygð, að dæmi Jesúbai nsins, þar sem frá öllum líf- ernisháttum andar hinum sama, helga sætleikjSemfrá fjölskyldunni í Nazaret. Að síðustu ríkir .Jesús Kristur í hinu borgaralega þjóðfje- lagi, ef boðum Drottins sjálfs er boðiS þar heiðurssætið; — ef alt forvígi (autorité) er grundvallað á rjettlæti guðs; ef yfirboöarana ekki skortir vitsku til að gefa hinar rjettu skipanir, þegnana ekki skort- ir virðingu fyrir hinni heilögu skyldu hlýöninnar. Kristur ríkir í liinu borgaralega þjóðfjelagi, ef kirkjunni verður viðurkendur sá mikilleikur, sem frömuður hennar hefir látið henni í tje: nefnilega að vera ríki fullkomnunarinnar, ríki ríkjanna. Og kirkjan á heimtúigu á að vera virt sem svo; — ekki svo að sldlja, að hún vilji reyna að draga úr valdi annara (sje vald hennar óhaggað látið, svo fremi það er rjettlátt og löglegt!), held- ur vill hún veita því hina æðri full- komnun á sama hátt og náðin full- komnar náttúruna.* .... 4. Þetta er þá aðalefni hirðis- brjefsins, — að villum þeim frá- dregnum, sem, hjá mjer, kunna að hafa slæðst inn í útlagninguna. — (Óþjált viðfangsefni að steypa ís- lenska þýðingu upp úr þessum áln- arlöngu latnesku setningum, sem í frönsku útgáfunni er haldið óbút- uðum). — Sem sagt: Kirkjan er hrópandans rödd í eyðimörkinni. — í brjefi þessu mun hinn postul- legi þjónn tala út úr hjarta allra hinna trúuðu barna móðurkirkj- unnar. Og ekki að eins undan hjarta rótum þeirra, sem bera gæfu til að vera böm hins heilaga kristna sam- fjelags, heldur einnig allra þeirra, sem hafa hinn góúa vilja til aS meta hinn frelsandi sannleik. Menn með rjetttu ráði, geta ekki framar deilt um það, að lausnin er að eins ein, á öllum liinum lmýjandi spurn- ingum, um viðreisnarmöguleika tíma vorra, og hún er þessi: endurreisn kirlcjunnar, þ. e.: endurreisa guðs- ríkis á jörðinni. Svo framarlega sem þjóðirnar ekki hlýSa kallinu um að sameinast, innan vjebanda liins heilaga samfjelags, innan rík- is Krists og undir kórónu þans, undir krossi hans, þá er mannkyn- inu skjótt sagt, engin viiSreisnarvon innan endimarka tilverunnar. Með- an þjóðirnar ekki snúa við, krjúpa 1 auðmvkt við krossinn og lirópa: Til komi þitt ríki! — þá er alt fram- ferði þeirra ekkert annað en hróp eftir örlögum Sódómu og Gómorru. Opnist ekki au,gu þeirra fyrir þessu, — ef þær halda áfram að þrjósk- ast gegn guðsríki: halda áfram að hata, halda áfram að hefna sín, að keppa eftir veraldlegu valdi, að lifa saurlifnaði, að svívirða helgidóm- ana, að hrjá kirkjuna, að hauga upp viðurstyggilegri heimspeki og enn viðurstyggilegri „list“, — þá verðskulda þær ekkert fremur, en að vera sljettar út af yfirborði jarðar, með eldi og brennisteini. Eins og einstaldingurinn kemst að eins þangað, og ekkert annað en þangað, sem hans eigin vilji leiðir hann, þannig mun siðlaus öld, sem snúið hefir baki við drotni sínum og ekki bætir ráö sitt, að eins getað endað tilveru sína með skelfingu, sem er lífi hennar og vilja sam- boðin. — Svo fremi, sem sá guð er rjettlátur, sem stjómar heiminum, — sá guð, sem launar og ihegnir. St. Maurice de Clervaux, 25. febr. 1923. Halldór Kiljan Laxness. ------------------ * Teólógiskt. Þingtiðindi. Skólamál. Síðasta málið á dagskránui 27. rnars, var frv. um lærða -skólann í Reykjavík frá Bjarna Jónssyni frá Yogi og talaði hann með því. Frv. hans er samið með hliðsjón af frv. skólamálanefndarinnar, en þó gerðar á því ýmsar breytingar. íslensk tunga og latnesk eiga að vera höfuð námsgreinar skól- ans og verða þær báðar inn- tökuskilyrði, bæði munnlega og skriflega, ásamt stærðfræði, og Islandssögu og einhverri hinna annara þriggja höfuðtungna á Norðurlöndum. Aldui;stakmark til iungöngu er 12 ár. Annars er gert ráð fyrir því, að kenna í skólanum flestar sömu greinar og nú og skólatíminn sami, 6 ár. Er ætlast til þess að lögin komi til framkvæmda, ef þau verða samþykt „ í viðtöku nýsveina í 1. bekk 1923 og færast með þeim bekkjarsveinum smámsaman yfir allan skólann jafnóðum sem þeir útskrifast, sem nú eru í skól- anum, síðastir þeir, er flytjast upp í 2. bekk á vori komandi“. Þess má annars geta í sambandi við þessa grein, þó það sje senni- lega óaðgætni ein, að í frv. er ávalt miðað við nýsveina, bekkjar- sveina, rjett eins og engar stúlk- vr væru í skólanum, eða mættu vera þar framvegis, þó er það lík- lega ekki ætlunin að girða fyrir það, að stúlkur sæki skólann. — Annars segir flm. svo í greinar- gerð sinni: Sú umbót á skól- anum, sem hjer er farið fram á, má eigi dragast, og verður því þetta þing að minsta kosti að koma fram þeirri höfuðbreyt- iigu, að hann verði samfeldur sex ára lærður skóli. Á það legg jeg höfuðáhersluna, því að sam- band hans við gagnfræðaskólana er mjög svo skaðlegt. Hin önnur atriði hefi jeg sett svo sem mjer þykir vera eiga, en þótt eigi gengi fram óbreytt, þætti mjer vel fara, ef höfuðatriðið næst. Samábyrgðin. 28. mars voru síðustu fundir fyrir páska. í e. d. vóru rædd 3 mál, þar af ein umr. um eitt, sem ekki hefir verið sagt frá áður, um sameiningu ritsímastj,- og póstmeistara starfanna á Ak- ureyri, frá Einari á Eyrarlandi eg Jónasi frá Hriflu. Á samein- iugin að veröa, þegar póstmeistara- embættið losnar. 1 n. d. var rætt um vörutollinn, en þó mest um breytinguna eða viðaukann við samvinnulögin, sem áður er sagt frá, og þeir flytja Pjetur Ottesen og Pjetur Þórðarson. Allshn., sem málið hafði til meðferðar klofnaði um málið og lagöi meirihlutinn, Jón Þorl., Magn. Guðm. og Magnús •Jónsson, til að frv. væri samþykt, en minnihlutinn, Björn á Rangá og Gunnar á Selalæk, að það yrði felt. Segir meirihl. svo í nefndar- áliti sínu: Meirihl. telur sann- gjarnt, að fjelagi því, (s. s. Kaup- fjel. Borgfirðinga) sem hefir ósk- áð umræddrar breytingar, verði með lögum leyft að njóta þeirra hlunninda, sem samvinnufjelögin veita, og getur ekki sjeð neina hættu samfara því, enda er það vitaö, að fjölmennur hópur sam- •vinnumanna í því hjeraði, sem breytingarinnar hefir óskað, stend ur á bak við frv., og ætti það að vera næg trygging þess, að hin ráðgerða breyting snertir eigi eða er hættúleg grundvelli samvinnu- s tefnunnar. En í álfti minnihlutans segir aftur á móti :Minnihl. nefnd- arinnar telur mjög varhugavert að samþ. frv. þetta. Eins og sakir standa nú, telur minnihl. þessa breytingu geta orðið til þess að veikja lánstraust kaupfjel. og sam bandsins í heild sinni. Auk þess telur minnihl. ábyrgöarhættu lítið minka við þessa breytingu, þar sem það mundi lenda á hverju fjelagi í heild sinni, ef fjárþrot yrði í einni eða fleiri deildum fjélagsins. Hinsvegar telur minni- hl„ að breyta þurfi á nálægum tíma nokkrum atriðum í sam- vinnulögunum, og virðist rjettast að þær breytingar verði teknar til meðferðar í einu lagi. Urðu nú um þetta allmiklar umr. og tóku þátt í þeim Magn. Guðm., Gunnar Sig., Pjetur Þórö- arson, Pj. Ottesen, Ing. Bjarn- arson, Sv. Ólafsson, Hák. Krist- ófersson. G. S. sagði að þó frv. rírtist máske meinlaust á yfir- borðinu, væri það það þó eng- anveginn þegar betur væri skoðað. Hann sagði þó, að æskilegast væri að engin samábyrgð væri og að hana ætti að leysa svo fljótt sem unt væri og þaö væri hættulaust, en tími til þess væri alls ekki nú. Og þó kaupfjel.-skapurinn væri uú óneitanlega orðinn pólitískur mætti ekki blanda því inn í þetta. Annars sagðist hann vera á þeirri skoðun, að kaupfjel. og kaup- rnenn gætu og ættu að starfa jafnhliða. Bjöm á Rangá tók að ýmsu leyti í sama strenginn, sagði að samábyrgðina þyrfti að leysa á sínum tíma og mundi verða gert, enda hefðu samvinnu- menn sjálfir sjeö það, áður en hafist hafi utanaðkomandi árásir á fjelagsskap þeirra, sem líka hafi mjög lagt áherslu á þetta. En samvinnufjelagsskapurixm yrði að fá að komast yfir þá erfiðleika í friði, sem kreppa síðustu ára hefði skapað, áður en farið væri að breyta lögunum og ætti þá á sínum tíma að endurskoða ýms önnur atriði laganna. Ingólfur í Pjósatungu sagði að það undraði sig einna mest í málinu, að það skyldi vera borið fram af samv.- laönnum, að leysa upp samábyrgö- ina, því það mundi verða til þess að veikja lánstraust fjelaganna og hággaði líka við þeim efna- hagslega og siðferðilega grund- velli, sem samvimiustefnan væri bygð á, og væri tryggasta stoð þess f jelagsskapar. Pjetur í Iljörsey sagði hinsvegar að hjer væri eiginlega ekki verið að breyta samvinnulögunum, eöa fyrirskipa einstökum fjelögum neitt í þessum efnum, heldur að íieimila þeim að ráða því sjálf, hvort þau vildu búa undir þvi víð- tæka samábyrgðarfyrirkomulagier nú væri í sambandinu, eða öðru þrengra, sem þau teldu tryggara. Hann sagði að ýms fjelög, og þ. á. m. eitt hið stærsta >og besta, Kaupfjel. Borgfirðinga, stæðu nú utan sambandsins, meðal annars af því, að þau vildu ekki samá- byrgðarskipulag þess. Samv.hreyf- ingunni í heild sinni mundi því verða styrkur að því, að leyfa þessa undanþágu þeim fjelögum, sem hana vildu heldur, því á þann hátt mundu samvinnumenn halda betur saman, í stað þess að nú fældust ýmsir frá fjelagsskapn- um, eða sambandinu, aðeins vegna samábyrgðarinnar, þó þeir væru annars fylgjandi samvinnuhug- myndinni í sjálfu sjer. Annars sagði hann að það virtist ekki bera vott um mikla trú á styrk- leika sambandsins inn á við eða trausts þess út á viö, ef sam- bandsmenn þyrðu ekki að leyfa þessa heimi'ld, þar sem til væri þó reynsla fyrir því, að það, sem í henni væri fólgið hefði gefist mjög vel hjá Borgfirðingum. Hákon í Haga sagði að hætta gæti verið á því, ef frv. yrði sarnþ. aS fjelögin liðuðust í sundur, en annars væri í sjálfu sjer mikil sanngirni í frv., eink- um þar sem aðeins væri um heim- ild að ræða fyrir fjelögin, en ekki að fyrirskipa þeim neitt, og ætfu þau sjálf að geta best dæmt mn það hvort fyrir sig, hvað þeim væri fyrir bestu. Annars mótmælti hann því, að frv. væri borið fram af nokkurri óvild til kaup- fjelaganna eða sambandsins, enda væru það góðir kaupfjelagsmenn sem flyttu það og þessvegna væru aðdróttanir sem hefðu verið bornar á þá af G. S. alveg ástæðulausar. Pj. Ottesen sagði að þessi brtt. væri fram borin af því, að Borg- firðingar og Mýramenn og mar ir aðrir samvinnumenn með þeim, álitu að það skipulag, sem þar væri farið fram á, væri hagkvæm- ari grundvöllur og gæti betur eflt fjárhagslegt sjálfstæði fje- laganna, en hin Víðtæka sam- ábyrgð, sem nú væri farin að tíðkast. Það væri meira og meira að bera á þeirri stefnu, eða þeim siðferðibrest að reyna að koma ábyrgöinni sem mest yfir á annara herðar eða dreifa henni. En með því skipulagi, sem þarna væri farið fram á, og fjöldi samvinnu- manna fylgdi, væri nokkurnveg- inn alveg girt fyrir það, að ein- stakar deildir gætu komist í var:- skil við fjelagsheildina og þess- vegna væri kaupfjelagsskapnum beinlínis styrkur að þessu, sið- ferðilegur og efnalegur. Hann sagði að þetta væri engan veg- inn bygt í lausu lofti, heldur þvert á móti á margra ára reynslu, því Kaupfjel. Borgfirð- inga hefði reynt hvort tveggja skipulagiö. En öll sín blóma- og uppgangsár hefði það lifað undir því skipulagi, sem nú væri farið fram á, eða með þrengri ábyrgð- inni einni innan deildanna, og hefði aldrei á því borið, að það hefði ekki þrátt fyrir það fult lánstraust og tiltrú innanlands og utan. En þegar þaö hefði búið undir hinu skipulaginu um víðu samábyrgðina, hefði fremur hallað undan fæti fyrir því. Hjer væri líka aðeins um heimild að ræða og væri hverju fjelagi það í sjálfsvald sett, hvort sliipu- lagið það vildi heldur. Loks talaði Sveinn í Firði og sagði m. a. að þetta frv. væri vitlausasta frv. sem fram hefði komið í þinginu, en fjekk það svar aftur frá P. 0. að ræða hans væri vitlausasta •ræða, sem haldin hefði verið í þinginu. Eftir þessar hnippingar var svo gengið til atký. og var frv. þeirra Pjetranna samþ. að viðhöfðu nafnakalli meö 14:13 atkv. og vísað til 3. umr. -----------o----- Blóðtakan. Einhver sem nefnir sig bónda, hefir í 5*1. tbl. „Tímans“ f. á„ tekið sjer fyrir hendur að út- skýra á „landsvisu“, hversu mikið

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.