Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1923, Blaðsíða 1

Lögrétta - 01.05.1923, Blaðsíða 1
Stærsta íslenska lands- blaSið. Árg. kostai 10 kr. innanlands erl. kr. 12,50. Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæ jarblað MoPgunblað Í 5 I Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. XVIII. árg. 19. tbl. Reykjavik, þriðjudaginn I. mai 1923. ísafoldarprentsmiöja h.f. Lögrjetta. Þeir, sem enn skulda fyrir t'dri árganga Lögrjettu, eru vin- samlega ámintir um aS gera skil. AfgreiSsla blaSsins og reiknings hald er nú í Austurstræti 5, og* gjaldkeri þess er Sigfús Jónsson. ÞangaS greiSast nú allar skuld- ir blaðsins, bæSi eldri og yngri, Gjalddagi yfirstandandi árs er 1 júlí. Bankamálin. RæSa SigurSar Kvaran í E.d. 21. apríl 1923. Þegar enska lánið var tekiS, gekk nokkur hluti þess til þess aS greiða áfallin gjöld ríkissjóðs- ins, en hinu var skift á milli bankanna. Landsbankinn fjekk sitt lán án þess að setja fyrir því tryggingu. Jeg læt þess að- eins getið, án þess að jeg sje að átelja 'það. Bankinn naut þess þar eins og fyrri, að hann er eign iandsins. En íslandsbanki fjekk stærstu fúlguna og setti veð fyrir láninu. Það var fyrverandi stjórn sem lánið veitti, og tók á móti veðinu. Skömmu eftir að þetta hafði gcrst, urðu stjórnarskifti, en við fjármálastjórninni tó'k maður, sem var flokksbróðir þeirra 14 manna er nú báru fram í þinginu tillögu nm rannsókn á Islandsbanka og þá meðal annars rannsókn á tryggingunni fyrir þessu láni. Astæða var því til þess að ætla, að þessir 14 þingmenn mundu bera traust til ráðherra síns og ílokksbróður og uua því vel að veðið væri undir yfirstjórn hans. Að sjálfsögðu átti það að vera eitt a' fyrstu skylduverkum hans að kynna sjer tryggingarnar fyrir Jáninu og sjá'um að halda þeim svo við, að þær rýrnuðu iekki. Að sjálfsögðu var það s'kylda hans ao gefa ekki aðeins flokksbræðr- um sínum heldur öllu þinginu skýrslu, ef veðið rýrnaði á nokk- urn hátt, án þess að bankmn bætti úr því og yfir höfuð heimta allar þær tryggingar, er liann taldi nauðsynlcgar. Það er víst að fyrverandi fjár- niálaráðherra gaf þinginu enga slika skýrslu og jeg leyfi mjer að fullyrða, að hann fór ekki íram á neitt það í tryggingar- áttina, sem bankinn ekki upp- fvlti. Sjeu ráðherranum ekki gerðar getsakir um vítaverða vanrækslu á embættiss'kyJdu hans í þessu efni, eða því að honum dróttað, að hann hilmdi yfir með bankan- um á einhvern hátt - og hvorugt þetta vil jeg gera - þá verður ekki dregin önnur ályktun af því, að hann gaf enga skýrslu um málið, en sú, að hann hafi sjálfur verið sannfserður um, að veðið væri nægilegt og tryggilega um það búið. Jeg verð líka að gera íáð fyrir því, að fjármálaráðberr- ann hafi nú verið kunnugastui- eðinu allra manna, annara en bankastjóra íslandsbanka. Hins vegar hefir því verið svo varið, hjer í þessu iandi, að sið- au enska lánið var veitt bankan- um, heíir verið haldið uppi sí- L Idum og látlausum tilraunum til þess að skerða álit og traust bank ans, bæði innan lands og utan. Jeg segi síðan enska láníð var veitt bankanum, ekki af því, að þetta væri ekki gert alveg eins áður, heldur af því, að nokkur ástæða hefði verið til þess að vænta þess, að þegar landið var orðinn svona mikill lánardrottinn ’bankans, þá yrði enginn pólitísk- ur ílokkur í landinu, og allra síst aðalstjórnarflokkurinn, til þess að halda uppi ofsó'knum gegn bank- anum. Það mun vera nokkuð fá- gætt í viðskiftalífinu, að sá, sem lagði fje sitt í hendur annars manns, eða fór með urnboð þess, er það gerði, hjeldi jafnframt uppi ofsóknum gegn lánþyggjanda og rcyndi til þess að skaða hann íjárhagslega. Eoringjar Framsókn arflokksins héfðu átt að vita það, uð þingmenn þess flokks voru líka þíngmenn þjóðarheildarinnar, eða áttu að vera það. En öllum er kunnugt um atrennuna að íslands- ban'ka, sem gerð var af flokks- biaði Framsóknarflokksins meðan Eggert Claessen bankastjóri var erlendis síðasta vetur, til þess að útvega bankanum - og þar -með landsbúum — voltui'je. Með þeirri citrennu tókst að koma óróleik á hugi manna víðsvegar um land cg tæla kjósendur, sem fremur lítið skynbragð báru á bankamál, til þess að lieimta rannsóknir og eftirlit þingsins með því verðmæti, er Framsó’knarmennirnir höfðu sett sinn eigin ráðherra til að gæta. Þegar svona var ástatt, virtist ekki annað liggja beinna við en að fjármálaráðherrann skærist í 1. ikinn, til þess að reka af sjálf- um sjer ámælið um það, að hann iæri illa með það pund, er honum hafði verið fengið í hendur. Ekk- ert virtist eðlilegra en að hann sjálfur, ótilkvaddur, gæfi þinginu skýrslu um tryggingarnar fyrir láninu, og að hann gerði þetta sjálfs sín vegna. En hann átti líka að gera þetta vegna íslandsbanka, vegna þeirr- rr hættu, sem bankanum gat staf- að af því innan lands og utan, að honum væri sýnd svo þrálát og illvíg áreitni. Og hann átti lo'ks að gera það vegna þjóðai’innar. Peningar þjóð- arinnar voru í vörslum bankans; margir einsta'klingar áttu þar líka sparisjóðsfje sitt. Þjóðin átti rjett á að fá að vita, hvort nokkur hætta væri á ferðum. Stjórnin hafði sjálf skipað tvo af banka- stjórum bankans. Henni átti, að minsta kosti eftir það, að vera rcjög hægt um vik að gefa. skýrslu. Á öllum öðrum sviðum I atvinnulífsins, þar sem um mikið fje var að ræða, sem heita mátti að þjóðin ætti, þó e'kki væri nærri e:ns mikið fje og þetta, hefði ein- hver yfirlýsing verið birt frá ajðsta eftirlitsvaldi stofnunarinn- ar. Fjármálaráðherrann hefði átt að tala, en hann kaus að þegja. Hann hefir nú losað sig við oþægindin af því að standa lijer til reikningsskapar. Jeg trcysti því fyrir mitt. leyti að honum verði það aldrei til vansæmdar, að hann hafi vanrækt tcyggingarn- ar fyrir enska láninu, en jeg get ekki sýknað hann um þau „þöglu svik“, að þegja við tilraunum for- ingjanna í flokki hans, til þess að glepja þjóð og þing til þess að vinna ban'kanum tjón. Því í skjóli þessarar þagnar ráð herrans, er hinn nýi leiðangur |gegn bankanum hafinn. Jeg á samleið við háttv. flutn- i.igsmenn aðaltillögunnar um það, að jeg vil vita um tryggingar fyrir enska láninu. Úr því fjár- málaráðherra gaf ekki þessa vit- neskju ótilkvaddur, er eðlilegt að um hana sje beðið og að skýrslan um tryggingarnar sje athuguð af f járlhagsniefndum deildanna; en jeg tel það sjálfsagt, að þetta verði gert á þann hátt, að full- komin þögn geti verið út á við um víxla þeirra viðskiftamanna bankans, er bankinn hefir sett tn tryggingar. Jeg tel þetta nauðsyn- legt fyrir velsæmi þingsins, ein'ka- hagsmuni þeirra manna, er við fcankann skifta, og fyrir bankann sjálfan. Utlit er fyrir að ekki 'sje til þess ætlast af háttvirtum flutn- ingsmönnum tillögunnar, að þessa sjálfsagða hófs sje gætt við rann- sóknina, eða öllu heldur á eftir henni. Þá á að vera lokið allri þagnarskyldu af þeirra hálfu. Með þessu eru þessir háttvirtu flutn- ingsmenn að áskilja flokksblaði sinu rjettinn til þess að ráðast eftir á einkahagsmuni þeirra manna, er því er í nöp við. En þessum háttv. herrum er það svo sem e'kki nóg að fá að vita mi: tryggingarnar fyrir enska láninu. Þeir vilja umfram alt kom ast inn í bankann og setja þar rannsóknarrjett yfir honum, sam- kvæmt 35. gr. stjórnarskrárinnar. Ákærendurnir vilja sjálfir ger- ast dómarar í sinu kærumáli. Svo langt gengur yfirdrepsskap nrinn, að þeir jafnvel gera ráð fvrir því, að bankanum múni vera og eigi að vera það sjerstök anægja, að þeir sjeu að gera þar ófrið og uppistand í bankans eig- in húsi. Svo langt gengur yfir- drepss'kapurinn, að þeir lýsa yfir því í þingsölunum, að það sje þeirra beitasta ósk, að geta sagt l'jósendum sínum, að ekkert sje að athuga við bankann.. Rannsókn á bankanum nú! — Er það ekki fáránleg uppá- stunga? Það er ekki liðið nema rumt ár síðau lokið var við al- gjöra rannsókn á öllum efnahag . bankans og útbúa hans. Mat þetta | var framkvæmt af mönnum, er voru svo vel til þess hæfir, að eLgir munu vera hæfari í þessu i landi. Þeir höfðu nægan tíma til j þess að framkvæma rannsóknina. Getur nokkrum heilvita manni dottið í hug, að mat, sem fram- kvæmt væri af þingnefndum,i mönnum, sem eru önnum kafnirj við önnur störf hjer í þinginu, gæti orðið nokkuð nándanærri cms ábyggilegt, jafnvel þótt þeir hefðu starfað að því allan þing- •„ mann, hvað þá þennan stutta tima, sem þingið á eftir að sitja. Þingið hefir engan siðferðisleg- an rjett til þess að vefengja mat- ið. Tap bankans var metið hátt, en bankinn átti líka mikinn vara- sjóð, og niðurstaðan varð sú, að fc.lutabrjef bankans voru þá metin á 91%, eða með öðrum orðum, af hlutafjenu, 4^2 milj. kr., vantaði 405.000 kr. til þess að brjefin væru í pari. En síðan þetta var iiefir bankinn grætt allmikið fje, er ekki svo kunnugt sje, tapað r.einu umfram það tap, sem mats- r.cfndin vissi um, og hafði áætlað um, og ennþá er víst ekki nærri alt það tap, sem matsnefndin á- atlaði, komið fram. Matsnefndin mat tap bankans á þessa leið: Tap af lánum .. .. kr. 5430000 vrengistap.........— 1183658 Samtals kr. 6013658 Um fyrri liðinn, tapið á lánuu um, mun það vera að athuga, að þegar nefndin hafði reiknað út það tap, sem hún taldi vera á lánunum, bætti húh mjög á it- legri fjárhæð ofaná, til tryggingar því, að þetta mat hennar yrði eivki of lágt. Um síðari liðinn er það aftur að segja, að þar er að ræða um áætlað gengistap, er bankinn mundi bíða af enska láninu, og var þá gert ráð fyrir því, að bank- inn mundi þurfa aö endurborga 'hvert pund með 27 islenskum kr. En nú var þetta 14n veitt til 30 ára. Jeg ímynda mjer að flestir ckkar, ef ekki allir, sem hjer sitj- um, eigum bágt með að trúa því, að um næstu 30 ár verði meöa - gengi pundsins gagnvart ísl. kr. 27 krónur, heldur að hjer sje reiknað of hátt. Samt má öllum þykja vænt um, að nefndin hefir metið svona hátt. Þetta sýnir okkur sro áþreif- anlega varfærni hennar og sam- viskusemi. Þetta er ata’iði, sem \:ð getum sjálfir myndað okkur hugmynd um, og það hlýtur að vekja traust þeirra, sem við rök- i.m vilja taka, eða eru færir um fið taka á móti no'kkrum rökum, a því að nefndin hafi líka áætiað tapið af lánunum nógu hátt. Síðan þessi tapsáætlun var gerð hofir bankinn verið svo heppinn að geta lagt fyrir mikið fje, til þtss að mæta þessu áætlaða tapi. Þetta hefir verið lagt til hliðar: Frá varasjóði .. kr. 1687000.00 Arður ársins 1921 — 2206270.81 Greitt upp í töp — 2093.31 Samtals kr. 3895364.12 En bankinn er að leggja meira lí! hliðar fyrir tapinu. Ai ársarð- inum fyrir 1922 leggur banka- stjórnin til, að lagt sje til hliðar fyrir tapinu kr. 1157048.89. En í árslok 1922 á varasjóðurinn þá að tera kr. 2345406.31. Sjeu þessar þrjár tölur: kr. 3895364.12 — 1157048.89 — 2345406.31 lagðar saman, þá kemur út..........kr. 7397819.32 Þessi tala er kr. 784.161.31 hærri en alt það tap bankans, som matsnefndin áætlaði og er þá líka talið með alt gengistapið, s» m hún áætlaði, sem þó kemur i.iður smátt og smátt á 30 ácum. Með öðrum orðum, bankinn á þá nú að minsta kosti, alt hluta- f^e sitt ós'kert og auk þess kr. 784.161.31 og hefir þá sumpart lagt til hliðar eða á í varasjóði alia þá fúlgu, er matsnefndin áætlaði, að hann frekast mundi hafa tapað á lánum sínum o r viðskiftum. Yæri banki að byrja hjer u-eð 41/2 miljónar hlutafje og meira en % miljónar tryggingar- íje, þá held jeg að okkur lit- i-t ekki svo illa á þann búskap. En vitanlega er aðstaða ís- landsb. að mörgu leyti miklubetri en byrjandi banka, af því hann hefir þegar fengið fasta viðskifta- menn og þarf því ekki að búast \ ið neinu rentutapi á stofnfje sínu, auk þess sem hann hefir fengið dýrkeypta reynslu á við- sJ iftamálum landsins. Jeg fæ því ekki betur sjeð, en að flest bendi til þess að bank- i. n sje nú vel stæður og að engin minsta ástæða geti verið til þess, að fara að ryðjast inn í bankann með rannsóknarnefndir. Og af því aðbönkunumgræðist svo fjjótt fje, þegar vel gengur, er eins líklegt, að eftir tiltölulega stuttan tíma geti hann verið orð- inn ágætlega stæður. Tap það, sem bankinn hefir orðið fyrir er ekki helduraðneinu leyti einstætt. Við vitum það t. d. að á. sama tíma sem bank- inn var að tapa, tapaði Lands- bankinn miklu fje, en af því eugin rannsókn hefir farið fram á því tapi, vitum við miklu minna nm það tap, heldur en urn tap ís- landsbanka, vitum miklu minna eða óglöggar um tapið í þeim tankanum sem við eigum sjálfir, heldur en í bankanum, sem er eign einstakra manna og að mestu leyti eign útlendinga. Sje litið til annara landa, vt x-ður líkt uppi á teningnum, al-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.