Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.05.1923, Blaðsíða 3

Lögrétta - 01.05.1923, Blaðsíða 3
landsins. Nefndin, senx haft hafði til meðferðar frv. um vaxtakjör htndbúnaðarins klofnaði og lagði meirihlnti (Sig. Jónss., Guðm. Ól. og K. Ein.) til að samþ. frv., en minnihlutinn (Sig. H. Kvar- an og Bj. Kr.) lagðist á móti því, þar sem það mundi ekki 1 oma að tilætluðum notum. Eftir nokkrar umr. var málinu vísað til 3. umr. Prá frv. um byggingar- nefnd landsins hefir áður verið sixýrt, en því máli var vísað til síjórnarinnar, samkvæmt tillögu nefndarinnar, sem haft hafði það tii meðferðar og er þar enn nýtt mál frá Jónasi frá Hriflu, sem ekki náði fram að ganga. Og daginn eftir, eða 25. apríl, fór á svipaðan hátt um annað mái hans, um prestsþjónustu í Mos- fellsprestakalli, eða þannig, að hann tók till. sína sjálfur aftur cg er stjórninni ætlað að ráð- ■stafa því máli eftir bestu sam- visku. En hr. J. J. vildi láta setja þetta prestakall, uns brauða- samsteypa yrði, einhvern gamlan uppgjafaprest úr Reykjavík og láta hann jafnframt messa á Kleppi, en söfnuðurinn sjálfur hafði æskst þess, að fá að halda st.erstökum prest. Eru mál þau, sem á einn eða annan hátt verða uti fyrir hr. J. J. í þinginu, nú orðin svo mörg og það svo al- gengt að frv. hans falli, að menn eru hættir að hafa tölu á þeim. I:að mun nærri einsdæmi, að þm., sem svo mörg mál hefir flutt, hafi komið jafn fáum þeirra fram, euda er sagt að áhrif hans í þing- iuu fari fremur þverrandi, og voru þó aldrei mikil. Jafnvel innan ílokks hans sjálfs er fylgið sagt adtakmarkað og hefir það komið fram í atkvæðagreiðslunum um sum málin, sem feld hafa verið fyrir honum og í umræðunum um islandsbanka fór forsætisráð- herra (S. E.) allþungum orðum um J. J. og mintist meðal ann- ars á fylgisleysi hans innan Fram- sóknarflokksins og varð enginn f Lok'ksmanna hans til að mót- mæla því. fslandsbankamálið sýndi líka allgreinilega fylgisleysi hans í þinginu og væri þó synd að segja, að það væri af því, að hann hefði ekki talað nóg um inálið, því hann talaði samtals í 7—8 klukkutíma og sagði einn ræðumanna (H- Steinnsson) um aðalræðu hans þar, eitthvað á þá leið, að hún hefði verið bæði óviðeigandi og vanhugsuð, löng og leiðinleg og mun það hafa ■',erið skoðun allflestra áheyrenda. Meðan J. J. flutti fyrstu ræðu sína í íslandsbankamálinu (24. þessa mánaðar), en hún hófst á laugardag og endaði á mánu- dag, því þingmenn treysth sjer' ekki til þess, að hlusta á hana alla í einu, voru afgreidd í Nd. um 10 mál og urðu talsverðar um- ræður um sum þeirra. Yfirleitt fær J. J- orð fyrir það, að vera einn t í tölu þeirra þingmanna, sem mest tefja tímann með mála- hngingum, og hefir forseti stund- um orðið að gefa honum áminn- ingu, þegar harm hefir farið alt of mikið út fyrir efnið, eins og honum hættir við. Annars ber all- mikið á þessum málalengingum, ekki síst í Nd., eins og áður hefir verið vikið að hjer, og mætti vafalaust komist af með miklu minni tima en gert er til margra málanna. Hefir forseti einnig á- málgað þetta, en lítið stoðað þeg- ar til lengdar lætur og kvarta LÖGRIETTA þó þingmenn sjálfir um það, að þessar umr. tefji fyrir framgangi nauðsynlegra mála í nefndum. Af öðrum málum, sem rædd hafa verið þessa daga, má nefna nafnafrumvarp Bjarna frá Vogi cg var því vísað til nefndar, um tilbúning og verslun með smjör- líki o. fl. Fjáraukalögin 1923. Eins og áður er getið um, rafði nokkurt þóf orðið um það, hvort lögð skyldu fram nú fjár- aukalög fyrir 1923 og vildu ýms- ir þingmenn svo og ætlaði einn Ej. J.) að flytja siíkt írv., en t’j dinn varð sá, að stjórnin flutti það, eins og venja -jc til og er fyr sagt frá þeim upphæðum, sem þar var fariðr fram á, en þær voru aðeins til þriggja verk- iegra framkvæmda. En eins og við var búist bættust við ýmsar aðrar upphæðir og var allmikið um þær deilt sumar hverjar á iundi Nd. 25. þessa mánaðar. hrá fjárveitinganefnd komu fram um 10 breytkigartillögur og um 30 frá einstökum þingmönnum og ráðherrum. Hjer verður getið helstu veitinganna sem samþyktar^ voru: Til sjúkrahúss og læknis- ‘bústaðar á Blönduósi, alt að 7 þús. ltr. Til nýrra tækja í geisla- stofu ríkisins 4800 kr. Til geitna- iækninga 3 þús. kr. Sjúkrastyrkur til Sigvalda Kaldalóns 1500 kr. x ukast’yrkur til Breiðafjarðarbáts- ins „Svans“ 10 þús. kr. Til uppbótar á launum starfsmanna landssímans og talsímakvenna í Eeykjavík, 17700 kr. Lokaveiting til orðabókar Sigf. Blöndal 15 þús. kr. Til dr. Helga Pjeturss. 1600 kr. Til hjóðfæraskóla í R.- vík 1 þús. kr. Launabót handa yfirfiskimatsmanni í Reykjavík .1000 kr., til sama starfsinanns á ísafirði 600 kr. Sjúkrastyrkur 1921, til Gísla sýslumanns Sveins- sonar 3 þús kr. Til bneytingar é. Röntgentækjum Akureyrar 5 þús. kr. Til Ben. Björnssonar ^Björns Austræna) til að leita jækninga við sjóndepru 2500 kr. .Til að gera eirsteypu af minnis- merki Einars Jónssonar af Hall- grími Pjeturssyni 4 þús. kr. Til að dýpka siglingaleið að Stokks- evri alt að 8 þús. Lánsheimild, alt að 16 þús. kr. til 20 ára, til Skeiðaáveitufjelagsins. Til að kaupa handrit Jóns J. Aðils, fyrsta afborgun, 2500 kr. Meðal þess, sem felt var, voru námsstyrkir ýmsir, og gengisupp- bætur handa íslenskum stúdent- um í Kaupmannahöfn, hærri styrkur til dr. Helga Pjeturss. (2 þús.), utanfararstyrkir o. fi. Meðal þeirra till. sem feldar voru, var einnig till. frá Pjetri Ottesen um það, sem áður er frá sagt og allmiklar umræður urðu um a sínum tíma, sem sje að fela síjórninni að innheimta hjá M. Jónssyni fyrv. fjármálaráðherra, „fjárhæð þá, er ávísað hefir verið að hans tilhlutun úr ríkissjóði fyr- ir húsaleigu á Hótel ísland“. — Pessi tillaga var feld með 16:12 átkvæðum. — Talið er að hækkan- iinar sem samþyktar voru nemi alls upp undir 250 þús. kr. Tryggingar. 27. apríl var í Ed. meðal annars rætt um breyting á lögunum frá 1919 (nr. 17), um almennan elli- slyrk. Er þar ákveðið, að leggja skuli fram úr ríkissjóði til elli- styrlrtarsjóðanna 2 krónur árlega fyrir hvern mann gjaldskyldan, en hver gjaldskyldur karlmaður greiði í sjóðinn 4 kr. en konur 2 kr. árlega. Var það allsherj- arnefnd sem hafði borið þetta fram, en annars höfðu legið fyr- ir nefndinni 2 frv. um trygg- i’.gar. Annað þeirra var frá fyrv. fjármálaráðherra Magnúsi Jóns- syni og hljóðaði um almennar tryggingar fyrir allan landslýð gegn slysum, veikindum, ennfr. öryrkja og ellitrygging; skyldi iðjöld frá fæðingu og innast af hendi af framfæring, ríkissjóði eg sveitarsjóði, að þriðjungi hvert. Nefndin treysti sjer ekki að bera frv. þetta fram, þar sem hana vantaði alla útreikninga til þess að geta ákveðið iðgjöldrn, og vit- anlega ekki unt að fá þá, nema raeð mikilli og nákvæmri rann- sókn. Hitt frv. var frá Guðm. Guðfinnssyni, 2. þm. Rangæinga, og hljóðaði einungis um ellitrygg- ingar; var þar öllum körlum gert að skyldu að tryggja sjer elli- ellistyrk frá 65 ára aldri, 600 lcr. á ári, en konum 400 kr., og voru iðgjöldin ákveðin 24 kr. og 36 kr. frá 18 ára aldri; það var bygt á útreikningum dr. Ólafs Dan. Daníelssonar Nefndin áleit frv. ganga í rietta áít, en virtist það mundi leggja nokkuð há gjöJd á landslýð fyrir svo takmarkaða tryggingu, og margskonar vand- ræði mundu verða á að innheimtu S'V’O hárra gjalda. Hinsvegar er til nokkur vísir til ellitrygginga, þar sem eru ellistyrktarsjóðir handa þurfandi gamalmennum; varð það þá að ráði í nefndinni að auka þennan vísi og bera fiam frv. til oreytinga á lögunum um alm. ellistyrk frá 9. júlí 1909 cg löguin nr. 33, 26. okt. 1917, i þá átt að hækka bæði ríkissjóðs- tillag og iðgjöld um helming. — Nefndin átti tal um þetta mál .við piófessor Eirík Briem, og ljet hann nefndinni í tje skýrslu um vöxt ellistyrktarsjóðanna, ef ið- g.'öld. væru tvöfölduð og ríkis- sjóðstillagið hækkað úr 1 kr. r.pp í 1,50 kr. fyrir hvern gjald- anda. Kemst hann að þeirri nið- urstöðu, að eftir 40 ár verði upp- i æð sú, sem kemur til úthluit- unar árlega, rúmlega þreföld, og n ætti þá að talsverðu gagni koma. Ennfremur var á dagskrá fyrir- spurn J. J. um skiftingu á veltu- fje, tapi og uppgjöfum bankanna milli atvinnuvega og hjeraða. — Lerði flm. fyrst grein fyrirspurn- arinnar og þess, að hann ætlaðist ti. þe.ss að svörin yrðu grundvöll- ur undir kröfum um það, að land- búnaðurinn fengi meiri lán en verið hefði, enda nauðsynlegt að svo yrði og' heldur ekki víst að þær framkvæmdir, sem talið væri að orðið hefðu við sjáfarsíðuna undanfarið, mundu reynast heilla- vænlegar í framtíðinni. Fjármála- láðherra (Kl. J.) gaf þau svör, að bankarnir hefðu ennþá ekki t tað annað því, að semja skýrsl- ur um þetta, enda væri það mik- ið verk, en niúndi verða unnið þegar uni lui’gðist og ljet fyrir- spyrjandi sjer það vel líka. Berklavarnir. í Nd. var 27. apríl 2. umræða um jarðræktarlögin og hefir áð- ur verið sagt frá því máli, og sömuleiðis birt, hjer í blaðinu í heild sinni, aðalræðan um málið, eftir Þór. Jónsson og má vísa til þess. Ennfremur var rætt um breytingar á berklavarnarlögun- um frá 1921. Segir svo í greinar- gerð: Ennþá er eigi full reynsla fengin um áhrif laganna um vam- ir gegn verklaveiki frá 1921, þar sem þau aðeins hafa gilt árlangt. Samt er það í ljós komið, að byrðar þær, sem þau leggja á sýkstu hjeruðin eru orðnar þeim nær óbærilegar og þó fyrirsjáan- iegur mikill byrðarauki. Virðist ■því ,úig)ákvæmilegt að ákveða há- iríárksgjald hjeraðanna, svo sem J^jer er lagt til. Nú þegar eru nokkur hjeruð landsins komin upp ívrir hámarksgjald það, sem vjer leggjum til að sett verði, jafnvel eitt í 3,20 kr. fyrir mann hvein í lögsagnarumdæminu, eftir mann- talinu 1920, en auk þess er kunn- ugt um mikla aukningu á þessu ári sumstaðar. Eftir nokkrar umræður var það samþykt, að ef gjöld sýslufjelaga færu fram úr 2 kr. á hvern heim- ilisfastan mann, skuli endurgreiða mismuninn úr ríkissjóði. Við umr. upplýsti atvinnumálaráðherra (Kl. í.) það, að á síðastliðnu ári hefði ríkissjóður greitt vegna þessara laga um 100 þús. og um 60 þús. það sem af væri þessu ári. — Töldu ýmsir (Magn. Pjetursson, Bjarni frá Vogi) þetta gleðileg- an vott þess, að áhugi lands- manna á berklavörnunum væri að aulcast, en þó var því einnig hreift (Björn á Rangá), að at- i uga þyrfti hvort lögin væru ekki misbrúkuð og fleirum greitt en [: yrftu. -------o------ Silfurbrúökaiipiö. Ræöa forsætisráðherra Sigurðar Eggerz fyrir minni konungshjón- anna, í veislu hjá honum silfur- brúðkaupsdaginn. Nú er fáni við hún á hverri siöng í þessu landi. Samúð hinn- í i' íslensku þjóðar andar í hinum blaktandi fánum á móti konungi vorum og drotningu. Hennar há- lign, drotningin, var nýlega sjúk. Oss er það gleði, að drotning vor cr aftur heil heilsu á þessum merldsdegi. 25 ár er langur tími. En þeim, sem giftunnar sterka hönd hefir leitt, finst liann stutt- ur. Svo mun konungshjónunum. Heimilishamingja þeirra hefir ver ið mikil. Þeir viðburðir hafa og gtrst í heimi þjóðmálanna, er kon- ungur vor hlýtur að horfa á með fögnufu. Með undirskrift sinni undir sáttmálann hefir konungur vor ritað nafn sitt með gullnum stöfum í sögu hins íslenska kon- ungsríkis. Og draumar bræðra- þjóðar vorrar hafa einnig ræst. Svo mikil er gifta lconungs vors. Hjer heima hafa konungshjónin verið fyrir stuttu. Góðar endur- minningar skyldu þau eftir hvar sem þau fóru í borg og bæ. Hinir góðu vættir lands vors fögnuðu þeim með sól og sumri. 1 dag skín sí'lin enn yfir fegursta fjallahring iun. Og ósjálfrátt koma mjer í hug orð skáldsins: Landið cr fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart, Á þessu augnabliki sje jeg sýn- ir: Mjer virðist svo sem gifta 1 mds vors og þjóðar vorrar muni jafnan fylgja konungi vorum og drotningu á hinum óförnu árum, scm jeg óska að verði sem flest. Enga ósk á jeg betri en þessa Og því skyldi jeg ekki á þessum degi rjetta konungi vorum og drotningu þær bestu óskir, sem þjóðin á. Hr. Sveini Björnssyni sendi- herra var falið af landsstjórn- inni hjer, að flytja konungshjón- unum, sem gjöf frá Islandi á silfurbrúðkaupsdeginum, málverk af Hvítárvatni, eftir Ásgrím Jóns son. Málverk þetta er stórt og nijög vel gert; það var til sýnis scðastl. haust, á sýningu Listvina- l'jelagsins, er skáli þess var opn- aður og vígður. --------o------- Er (sl. ueðráttajO Oreiitast? i. Menn eru undarlega minnisdauf ir á fyrri ára veðráttu. Þegar góð eða ill árstíð kemur, að veðráttu- fari, þá man enginn aðra eins tíð. Þegar kuldakastið kom síðast- liðið haust, þá mundu sumir ekki jafnmikinn kulda á þeim árs- tíma. „Svona verður hann fram á sólstöður* ‘, sagði einn. i -- En margir spáðu hörðum vetri. En þessi ágalli á mönnum - minnisleysi um veðurfar — er allra alda mein. Þegar harður vetur var fyr á öldum, mundu ekki „elstu menn annan jafn vondan“. Nokkrum árum seinna mundi eng- inn heldur jafn illan vetur. Þetta gat svo gengið lengi. - Yfirstand- andi tíminn var æfinlega hinn versti í fornum annálum. Góðu arunum gleyma menn fljótt. Það er líka í fullu samræmi við það, hve margir muna best það illa, sem fram við þá kemur í lífinu. Þeim finst sólskinsstundirnar fá- ar, eða færri en ^þær í raun og veru eru eða ættu að vera. i II. Því er nú haldið fram af sum- um, að ísl. veðurfar sje að breyt- ast til bóta. Þessi liðni vetur er talinn af mörgum sá allra besti, sem komið hafi í manna minnum, eða jafnvel nokkru sinni yfir þetta land. En þetta er rangt. Veturinn 1880 - á undan harða vetrinum mikla - var eins góður. Þá festi varla snjó á jörðu allan veturinn, og tún voru algræn fyr- ir sumarmál. Síðastl. vetur var 41 sinni frostdagur (vægt frost), og 41 sinni hefir snjóað eitthvað. Á 19. öldinni komu samtals 7 \etrar líkir þessum síðastl. vetri (1820, 1823, 1841, 1847, 1856 og 2880). Veturinn 1847 kom sauð- fje óvíða í hús allan veturinn; lömb lærðu þá ekki hey-át. En 1841 lagði glugga aðeins tvisvar eða þrisvar á Suðurlandi o. s. frv. Slíkir vetrar komu 5 á 18. ö!u. en 3 á hinni 17. Frá þessum ö’d- um eru nokkurnvegin ábyggileg- ar veðurfarssagnir, hvert einasta ar. Þar á undan er alt slitrótt og .afasamt, sem skrifað er um ár- ferði. - Það. eru til ljósar sagnir uin svo gott vetrarfar, að sóley og baldursbrá voru komnar í blóm á útmánuðum og tún slæg í fardögum. En yfirleitt bendir þó alt á, að harðir vetrar og mikil ísa-ár hafi komið miklu oftar fy" á öldum en á 19. öldinni. En þetta má rannsaka betur en gert hefir verið. Það er þó víst, að miklu færri stórharðinda-vetrar og ísa- ár voru á 19. öldinni en á tveim systrum hennar næst á undan (17. og 18.). /

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.