Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 24.05.1923, Qupperneq 1

Lögrétta - 24.05.1923, Qupperneq 1
Stæísta ísíenska lands- blaðið. Árg. kosta: 10 kr. innanlands erl. kr. 12.60. Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæjarblað Morgunblaðið. Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. XVIII. árg. 24. tbl. Reykjavik, Midvikudaginn 24. mai 1923. ísafoldarprentsmiðja h.f. Minningarsjóður ]óns Olafssonar. Tón Ólafsson. Jón Ólafsson rithöfundur og skáld andaöist, eins og menn muna, frá verki því, sem hann liafði helgað starf sitt síðustu æfiárin, er þaö var að eins stutt á veg komið, en þaS var samning íslenskrar orðabókar. Ilann vann aö orðabókinni fyrir styrk af landsfje, en útgáfuna kostaði fjelag, s<ím stofnaö var með |)eim tilgangi 3. ápríl 1912 og nefndist „Oröabókarfjelag- i8“. Voru fjelagar 25 og gáfu út tvö liefti af oröabókinni. Eiríkur Briem prófessor var fonnaður fjelagsins frá byrjun og Ben. S. Þórarinsson gjaldkeri þess, en þriðji maður í stjórn þess var fyrst Jón Ólafsson sjálfur, en síðar Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Þegar Jón Ólafsson fjell frá, var töluvert til af handriti fullbúiö til prentunar, en útgáfukostnaður hafði þá stórum aukist frá því, seni áöur var, og trevsti fjelagið sjer ekki til þess, aö Iialda útgáfunni áfram nema styrkur fengist til hennar og sótti um hann til Alþingis. Iín stvrkurinn fjekst ekki. Var þá fje- laginu slitið 20. nóv. 1920 og jafn- framt ákveðið, að eignum þess skyldi varið til myndunar minningarsjóðs um Jón Ólafsson. Síðan var skipu- lagsskrá samin og er hún svohljóö- andi: „Minningarsjóður Jóns Ólafsson- ar alþingismanns er stofnsettur með ályktún aðalfundar Orðabókarfje- higsins h/f. 20. nóv. 1920 og legst til Iians eign fjelagsins í peningum, ó- greiddum skuldum og bókaleifum. 1. gr. Peningar sjóösins skulu setjast á vöxtu í aðaldeild Söfnun- arsjóös íslands og legst þar við þá það, sem borgast af ógreiddum skuldum og verð fyrir seldar bóka leifar. 2. gr. Vextir skulú allir leggjast viö höfuðstólinn til ársins 1949, en af vöxtunum fyrir það ár og hvert eftirfarandi ár skal helmingurinn árlega falla til útborgunar, en hinn helmingur vaxtanna leggist jafnan við höfuðstólinn. 3. gr. Vöxtum þeim, er koma til útborgunar, skal verja til að efla og úthreiöa þekkingu á íslenskri tungu. 4. gr. Prófessorinn í íslenskum fræðum viö háskóla Islands tekur vexti þá, er árlega falla til útborg- unar, og ver þeim í samráði við íslenskukennara hins alm. menta- skóla svo sem þeim á hverjum tíma þykir best fullnægja tilganginum, samkvæmt 3. gr. Á aldarafmæli Jóns Ólafssonar, 20. mars 1950, skal í fyrsta sinn á- lcveðið, hvernig vöxtunum skuli variö. 5. gr. Auglýsa skal á ári hverju, eftir að útborgun vaxta er byrjuð, livernig vöxtunum er varið. G. gr. Ómakslaun fyrir ráðstöfun útborgaðra vaxta má taka af þeim, ef stjórn liaskólans samþykkir þaö.“ Þessi skipulagsskrá liefir hlotið lconungl. staðfestingu. Það, sem til var af handbæru fje, hefir veriö lagt í Söfnunarsjóö- inn. Til þess að auka sjóðinn, kom stjórn fjelagsins saman um, að gefa þeim, sem styðja vildu minningar- sjóðinn, kost á aö fá þau tvö hefti, sem til eru prentuð af Orðahókinni, ásamt mynd höfundarins og minn- ingargrein um hann, fyrir 5 kr., er. h ggjast viö sjóðinn. Þess skal getið, að prentsmiöjan Gutenberg hefir ókeypis prentað nyndina og minningargreinina. Væntum vjer, að þetta fái góðar undirtektir og aðmargirverðitilþess að styðja minningarsjóð þennan. Eru þeir beðnir aö snúa sjer til Ben. S. Þórarinssonar kaupmanns í Bevkjavík, og mun hann senda bæk- urnar, mynd og minningargrein, gegn eftirkröfu, hverjum sem þess óskar. Reykjavík, 19. maí 1923. Eirikur Bríem. Ben. S. Þórarinsson. Þorst. Gíslason. -------o------- Þingiíðirtdi. Þinglausnir. Þingi var slitið mánud. 14. maí, og hafði þá staðið í 89 daga, því það var sett 15. febrúar. Fundir voru haldnir 130, 62 í Nd., 60 í Ed. og 8 í samein. þingi. Þingið hafði til meðferðar 161 mál, 117 lagafrumv., 31 þingsál-till. og 13 fyrirspurnir. Stjórnin lagði fyrir þingið 29 frv., og voru 17 afgreidd sem lög frá þinginu. Þingmenn báru fram 88 frv. og voru 28 að- eins afgreidd frá þinginu sem lög. Af stjórnarfrv. voru 3 Md, en 9 urðu ekki útrædd. Af þingmanna- frv. voru 17 feld, 7 vísað frá með i ökstuddri dagskrá, 5 vísað til stjórnarinnar, 1 tekið aftur, en 30 urðu ekki útrædd. Af þingsál. till. voru 17 afgreiddar, en 14 fe'ldar, vísað frá eða óútræddar. Af fyrirspurnum var svarað 10, en ósvarað 3. Milliþingaforseti í Ed. var kos- inn Björn Kristjánsson, því for- setinn, H. Steinsson, er, eins og kunnugt er, búsettur utan Reykja- víkur. Síðasta daginn í Ed. urðu nokkr ar skærur milli þeirra Jónasar frá Hriflu og Jóns Magnússonar, og varð úr nokkurskonar „eldhús- dagur“, því margt har þar á góma; en tilefnið var ein af fyrir- spurnum J. J. Tók J. M. þar Tím- ann og Hriflumanninn höldur snarplega til hæna í ýmsum mál- um, og þótti áheyrendum verða heldur lítið um vamirnar hjá J. J„ og talaði hann þó alllangt mál, eiiis og ihans er vandi. Elstur þingmaður. Með þessu þingi hættir þing- mensku fyrir fult og alt einhver elsti þingmaðurinn, og sá, sem setið hefir flest þing, síðan Al- þingi var endurreist 1845. Er það sjera Sigurður Stefánsson í Vig- ur. Hann hefir setið á samtals 26 þingum; kosinn fyrst 1886, og síðan setið á öllum þingum, nema árin 1901, 1903 og 1916, og altaf sem fulltrúi Isafjarðar eða Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Hann er fædd- ur 30. ágúst 1854, sonur Stefáns bónda á Heiði í Gönguskörðúm, og er það gamadíkunn ætt, því sjera Sigurður er áttundi maður frá Hrólfi sterka og tólfti maðnr frá Lofti ríka í beinan karllegg. S. St. kom í latínuskólann 1873, útskrifaðist 1879, tók embættis- próf í guðfræði 1881 og vígðist sama ár. Hefir hann altaf síðan. verið prestur á sama stað, og það þó hann haifi einusinni verið kos- inn dómkirkjuprestur í Rvffik, þvx hann afsalaði sjer því embætti. ITefir hann jafnframt prestsskap sínum og þjóðmálastaitfsemi r-ekið rausnarbú á eignarjörð sinni Vig- ur, og þá um leið tekið mikinn þátt í hjerðsmálum allskonar; ver i') sýslunefndarmaður, hrepps- nefndaroddviti og forgöngumaður ýmsra fyrirtækja vestur þar. Auk ’þess hefir hann ritað allmikið, einkum um trúar- og kirkjumál. Iiann hefir verið tallinn meðal hinna meiri háttar þingskörunga á sinni tíð, og oft mikið að hon- um kveðið, enda vefl. máli farinn, og þá oft þungofður og harð- skeyttur. Einkum eru það fjár- mál og búnaðai*mál, sem hann hefir látið sig skifta, auk kirkju- rnála og skólamála, þegar þau hafa helst verið á dagskrá. All- rækileg greiix um sjera Sig. og mynd af honum er í Óðni 1911. --------o-------- A. Stjórnarframvörp. 1. lTm ríkisskuldabrjef. 2. Um undanþágu frá lögum nr. 91, 14. nóv. 1917, um aðflutnings- bann á áfengi. 3 Um breyting á lögum nr. 74, 27. júní 1921, um tekjuskatt og eignarskatt. 4. Um skiftimynt úr eirnikkel. 5. Um samþyktir um sýsliuvega- sjóði. 6. Fjáraukalög fyrir árið 1922. 7. Um einkaleyfi. 8. Um bneyting á fátækralög- um frá 10. nóv. 1905. 9. Um tilbúning og verslun með ópíum. 10. Vatnalög. 11. Um varnir gegn ky.xsjúk- dómum. 12. Fjárlög fyrir árið 1924. 13. Fjáraukalög fyrir árin 1920 og 1921. 14. Um samþylkt á landsreikn- iugnum fyrir árin 1920 og 1921. 15. Um rjettindi og skyldnr hjóna. 16. Um framlenging á gildi laga um útflutningsgjald. 17. Fjáraukalög fyrir árið 1923. I B. Þingmannafrúmvörp. 18. Um sjerstakar dómiþinghár i nokkrum hreppnm. 19. Um verðlaun fyrir útflutt- an gráðaost. 20. Um berklaveiki í nautpen iagi. 21. Um íbreyting á lögum nr. 52, 28. nóv. 1919 (Ritsími og tal- scmi). 22. Um heimild fyrir ríkisstjórn ina að banna dragnótaveiðar í laudhelgi. 23. Um breyting á lögum nr. 33, 27. júní 1921, um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. 24. Um atvinnu við vjelgæslu á íslenSkum mótorskipum. 25. Um hreyting á lögnm nr. 56, 10- nóv. 1913 (Herpinóta- veiði). 26. Um læknisskoðun aðkomu- skipa. 27. Um breyting á lögum nr, 6, 31. maí 1921 (Seðlaútg. Islands- banka). 28. Um breyting á lögum nr. 47, 30. nóv. 1914 (Átkvæðagreiðsla fjarstaddra manna við alþingis- kosningar). 29. Um breyting á lögum nr. 36, 19. júmí 1922, um breyting á lögnm nm fræðslu barna, frá 22. nóv. 1907. 30. Um breyting á lögum nr. 35, 2. nóv. 1914, um mælingu og skrásetningn lóða og landa í lög- sagnarumdæmi Reykjav’kur 31. Um_ veitingu ríkisborgar- í’jettar. 32. Um breyting á lögum nr. 55, 28. nóv. 1919, um breyting á lögum 18. sept. 1885, nm stofnun landsbanka (Laun bankastjóra). 33. Um verslun með smjörlíki og likar iðnaðarvörur, tilbúning þoirra m. m. 34. Um breyting á lögum nr. 41, 11. júlí 1911, um breyting á lögum nr. 57, frá 22. nóv. 1907, um vegi. 35. Um skemtanaskatt og þjóð- leiMhús. 36. Um heimild fyrir rlíkisstjóm ina til að sameina póstmeistara- og stöðvarstjóraembættið á Aknr- eyri og Isafirði. 37. Um viðauka við lög um vegi, 22. nóv. 1907, nr. 57. 38. Jarðræktarlög. 39. Um breyting á lögum nr. 43, 27. júní 1921, um varnir g«gn bi rklaveiki. 40. Um breyting á lögum um friðuu á laxi, frá 19. febr. 1886. 41. Um sandgræðslu. 42. Um stækkun lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur. 43. Um heimild fyrir lands- stjórnina til að veita ýms hlunn- indi fyrirhuguðum nýjum banka í Reykjavík. 44. Um eftirlitsmann með bönk- um og sparisjóðum. 45. Um lífeyri handa fyrver- andi skrifstöfnstjóra Alþingis E nari Þorkelssyni. Þingsályktanir 1923. 1. Um húsnæði fyrir opinberar skrifstofur í Reykjavtík. 2. Um innlendar póstikröfur. 3. Um hjeraðsskóla á Snðor- landsundirlendinu. 4. Um tryggingar fyrir enska láninn. -------o--------

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.