Lögrétta - 03.07.1923, Page 2
2
LÖGRJETTA
sig sjálf. Og að lokum skal sagt
i'rá einni merkiiegri tilraun, sem
Nansen og aðstoðarlið hans hefir
gert í þessa átt, og hann telur
henda í það horf, sem starfið eigi
að beinast að í framtíðinni.
Til að hjálpa bændunum í hung
lu’ssveitunum, sem hvorki hifa
vinnudýr nje verkfæri til þess að
koma jarðrækt sinni í lag, hafa
verið stofnaðar tvær fyrirmyndar-
Stöðvar, önnur í Rússlandi, hin í
TJkraine. Þessar stöðvar hafa hvor
vm sig yfir að ráða allmörgum
vjelplógum og öðrum nauðsynleg-
um búnaðarverkfærum og er þeim
stjórnað af erlendum sjérfræðing-
um í, landbúnaði, og hafa yfir að
ráða allmiklu rekstursfje. Þessar
stöðvar eru reknar á venjulegum
viðskiftagrundvelli, og gengur
gróði þeirra ahlur til liknarstarf-
seminnar.En stöðvarnar vinnafyr-
ir einstaka bændur og samvinuu-
fjelög á jörðum þeirra, og hænd-
urnir borga svo aftur með afurð-
um jarðanna eftir uppskeruna, en
stöðin tkemur svo sínum hluta
afurðanna í peninga. Þessari starf
ssmi ætlar Nanseh að halda á-
fram til næsta suinars að minsta
kosti, og ef hún gefst nægilegá
vel, býst hann við, að fleiri svip-
aðar komi á eftir. Auk þess starf-
ar hjálparstöð hans á fleiri svið-
um: að heilbrigðismálum, skóla-
málum o. s. frv. Er safnað fje til
þessa um víða veröld, en hrekkur
hvergi nærri til. Hafa íslendingar
r. a. einnisinni lagt til þessa ör-
lítinn skerf, og var starfrækt, fyrir
það eldhús, sem Ikallað var fsland,
handá 100 börnum í 20 vikur.
Eldsvoði.
Siökkvistaðin hafði orðið vör
• '5 eldinn áður en biru::ab ;ðið koin
til hennar. Var þá alt tii taks, er
það kom, og brá það skjótt við
að vanda og gekk hið ötulasta
frám við slökkvunina. En er það
kom á vettvang, var eldurinn bú-
i.un að læsa sig um alla mið- og
efstu hæðina, því öll gólf og loft
" oru úr trje.
Er eldurinn kom upp, voru í-
búar hússins að klæða sig. Björg-
uðust þeir með naumindum. því
reykur hamlaði mjög útgöng.u.
Ein kona kastaði sjer út um
glngga, en hún var gripin í segli
| eg sakaði ekki.
Þrátt fyrir ötula framgöngu
; slökkviliðsins, brann húsið mjög
rnikið innan, og það, sem ekki
eyðilagðist af br^ina, ej-ðilagðist
af vatnsgangi. Og eins varð neðsta
hæð hússins mjög sködduð af
vatni.
Litlu varð hjargað af innan-
stokksmunum af efri hæðunum,
en af neðstu hæð náðist alt. og
tins úr kjallarannm.
Eldurinn var slöktur til fulln-
,t:stu stuttu fyrir hádegi.
Eigandi hússins er Kristján
Einarsson kaupmaður; hafðihaun
nýskeð kevpt húsið af Hjálmtý
Sigurðssyni. og var fjarverandi.
Morguninn 28. f. m. kom upp
eidur í húsinu nr. 11 við Grundar-
stíg. Kviknaði í gasi, er streymdi
út í eldhúsi á miðhæðinni.
Húsið er stórt, þriggja hæða
steinhús, með kvistherbergjum á
fjórðu hæð. En svo skvndilega
rnagnaðist eldurinn, að hannbraust
á svipstundu upp á þriðju hæð og
þaðan upp á kvistherbergin ocr í
rjáfrið.
Ferðapisilar.
Eftir Bjarna Sœmundsson.
Þegar jeg sat að máltíð á þess-
uin fjölsóttu stöðum, hafði jeg
gott tækifæri til þess að virða
gestina fyrir mjer. Festalt var það
meðalstjettin, og leitst mjer yfir-
leitt vel á það, flest dökkhært
fólk með dökk augu, hávaðalaust
cg fremur alvörugefið að sjá, en
mest furðaði mig, hve margt af
því var stórvaxið, hæði karlar og
konur, hreinustu risar, tveggja
metra, eða nálægt því karlmenn-
irnir, kvenfóikið að sínu leyti
eius; fátt sá jeg undir meðalhæð.
Fyrsta daginn lögðum víð leið
okkar tii Trafalgar Square, lit-
um inn í listasafnið mikla (Nation-
al Gallery), gengum svo niður
stjórnarráðsstrætin Whitehall og
Farliaments Street, þar sem stríðs-
niinninsmerkið (The Oenotaph) er
reist. Við Whitehall, hjer um bil
boint á móti hermálaráðuneytinu,
sfl jeg kolbikaða plankagirðingu
mjög háa og svo hræðilega ljóta,
i'.ð jeg var hissa að sjá slíkan
ósóma á svo' fínum stað. Fór jeg
því rakleiðis inn á Dawning Street
sem gengw út, þar sem nefnd
stræti koma saman, og ætlaði að
benda vini mínum Lloyd George
forsætisráðherra á skrifstofu sína
við þetta lítilinótlega stræti, að
þetta gæti bretska ríkið ekki verið
þekt fyrir, en hann — eða ein-
hver svipaður honum — var þá
einmitt að stíga upp í Rolls Royce-
bíl og þjóta burt — hefir líkega
sjeð til ferða minna og haldið mig
vera einhvern legáta, sem ætiaði
að tala við hann um skaðabóta-
málið og því viljað forða sjer í
tíma. .Tæja — við hjeldum þá
áfram niður að Westminster
Ahh&y, settumst þar í garð til
þés.s að virða fyrir okkur kirkjuna
og Parlamentshúsið (The Hous
of Parliament), sem hvort um sig
sýnir gotnesku listina í allri sínni
clýrð., Kapellan > aftur úr kirkjunni
líkist meira kniplingaverki en
steinsmíði, svo undur smágerð er
hún öll uta-n, þrátt fyrir stærð-
ina. Svo biðum við eftir því að
heyra Big Ben (Stóra Bensa)
slá. Það er bjalla, sem klukk-
an í klukkutnrni Parliaments húss-
ins slær tímaslögin á. Skífan á
klukkunni er álíka stór og grunn-
flöturinn á húsinu mínu (vísarnir
9-og 14 fet) og bjallan 13y2 smál.
Slögin heyrast í kyrru veðri um
mihinn hluta borgarinnar.
í Westminster Abbey er margt
að sjá; þar eru eins og alkunnugt
ct legstaðir (og líkneski) margra
ágætustu manna Breta. En það
sem óefað hrífur mann mest. ev
hin látlausa mannaratafla á gröf
„ófcunna hermannsins“ á miðju
gólfinu. Svo fórum við vestur á
bóginn um St. James Park. fram-
hjá konungshöllinni og til Sonth
Kensington, til þess að skoða nátt-;
úrugripasafnið. Þar var svo margt
að skoða, að jeg var þar fram
til miðaftans og hafði aðeins feng-
ið yfirlit yfir það — það er dá-
lítið stærra en safnið ofckar. —
Heim lögðum við svo ieiðina nm
Kensington Gardens og ITyde
Park, stífan kl.t.ímagang þang-
að til við náðum í „busa“, sem
fiutti okkur um endilangt Oxford
Street inn í City og sá»m við þá
kvöldumferðin í algleymÍMgi
„fróm the top of a bus“, en það
sagði Giadstone ga.mli, að væri
fcesti staðurinn að sjá Londoh frá.
Næst dag var það Djúpfiiki-
sýningin (Deep sea Fisheries Exhí-
fcition) í hinni miklu sýningar-
höll, Agriéultural llail í Isling-
ton. Þangað höfðum við aðgöngu-
rniða frá Stuárts & Jacks í Lowes-
toft. Það var mikil sýning, en
ráði þó ekki yfir meira en einn
fjórðung af skálagólfinu. Átti hún
að sýna Lundúnabúum hvernig
og hvar sá sjófiskur væri mest
■ iddui'. sem þeir ætu daglega, og
sýndu þar mörg stór firmu inn-
lend og útlend sitt af hverju, sem
að fiskveiðum, verkun og flutn-
ingi lýtur, og var margt af því
n erkilegt, og hefði eflaust vakið
rnikla athygli í minni borg; en
holst leit út fyrir að þeir innbyggj
rrar í þeim stað mettu meira að
eta fiskinn, en að fræðast um
hvar og hvernig hann var fenginn
cg færður þeim í pottinn. Að-
s 'iknin var lítil, enda þótt stúlka
ein væri látin „draga“ með því
að kafa í fullkomnum kafarahún-
i".gi í vatnsíláti einu miklu úr
gteri á miðju sýningargólfinu; já.
jafnvel syngja, eins og hafgúa á
mararbotni. .*Sönginn fekk maður
í fón, sem festur var á búrið.
Þaðan fórum við í dýragarðinn
fræga („The Zoo“) og var þar
margt að. sjá, sem of langt yrði
hjer upp að telja. Hann er í
norðaustur horninu á Regents
Park. Á leiðinni sáurn við flug-
vjel (þá einu sem jeg sá á flugi
í allri ferðinni), sem skrifaði með
reykjarhala aftur úr sjer nafn
tins stór-magasínsins. (það var
\íst Selfridge) í 2—3 þús. metra
hæð.
Úr dýragarðinum fórum við út
í Hampstead; jeg vildi sjá West-
field-College, þar sem dóttir mín
liafði verið við nám og í heimavist
í þrjá' vétur. Skóli þessi er deild
af Lnndúna-háskóla (London Ilni-
versitý), og eingöngn fyrir stúlk-
nr. Er það unaðslegur staður og
;dt ágætlega í haginn búið fyrir
fceimavistir og háskólakenslu. Stór
íystigarður og tennisflatir bak við
skólahúsin, sem standa við götuna
«,'g há trje af ýmsu tægi umhverfis,
cg ekki að gleyma öflugri girð-
iugu utan um þessa. miklu meyja-
skemmu. Reynitrje sömu tegundar
cg þau, sem hjer vaxa, stóðu með
blóðrauðum berjum, eins og hjer
nm rjettir, og buðu mig velkom-
inn. Að vísu var nú sumarfrí og
því alt með kyrð innan girðing-
anna, en göturnar umhverfis voru
líka kyrlátar, því að Hampstead
er mest ,,villu“-bær, þar sem ýms-
ír frægir Bretar hafa átt heima,
og engin umferð af „óviðfcom-
andi“ um skólalóðina.
Það átti að verða samkoma eldri
stúdenta frá skólanum um kvöld-
ið, og hitti jeg þar ýmsa af kenn-
urunum, þar á meðal forstöðn-
konuna (the Prineipa.l) tvö und-
anfarin ár, ágætiskonuna og fs-
landsvininn, miss Philpotts, sem
jeg á svo mikla góðsemi í garð
dóttur minnar að þakka Nú stjórn
;.r hxin elsta og merkasta kvenna-
College Englands, Girton College
f Cambridge. Hún er málfræðing-
ur og hefir lagt stund á rrorræn
mál. Hún hefir komið hingað til
lands, og fór fótgangandi víða um
hygðir hjer syðra og vestra sum-
avið 1908. Töluðum við á víxl
saman á ensku og íslensku, og
tókst henni efcki síður við ís-
lenskuna, en mjer við enskuna.
Þriðja daginn ,tókum“ við
Parliamentshúsið, skoðuðum það
ait innan, og má þar sjá marga
fagurlega skreytta sali og göng.
í fórsal (Lobby) málstofanna
métti sjá, ekki „heimsins gjörvöll
hundanöfn, hanga á stófuþiljum",
eiqs og þar stendur. heldur heims-
kunn nöfn ýmissa bretskra stjórn-
málamanna á hattasnögum! —
Winston Curohill, Chambprlain,
Asquith, Thomas. o. fl. o. fl., sem
of langt yrði upp að telja. Svo
fórum við aftur að skoða nátt-
úrugripasafnið dálítið betur en í
fyrra skiftið. En því miður varð
1 ;jeg að sleppa því að lýsa feikna
auðæfum þess í ýmsum náttúru-
gripnm, sennilega auðugasta safni
heimsins á þessu sviði. TTm leið
A r.dlegt líf eftir S. Kr. P.
68
mennur söfnuður, sem kominn er.
t.d kirkju í því skyni að þjóna j
guði, í stað þess að láta guð þjóna |
sjer, þá er honum innan handar |
að hafa mikil áhrif á htugsunar- j
hátt manna- En menn verða að |
iója okki síður en biðja. Það
'Ciugar ekki að vinna gagn þeim
cndlega aldaranda, som verið er að
skapa við hverja guðsþjónustu
þegar hún or eins og hún á að .
vera. Sjerhver kirkjugestnr ætti;
að gera sjer að venjú, að stígaj
á stokk og strengja heit að vinna.J
æitthvað það, er heildinni getur til:
heilla ofðið, áður en hann gengur
n.ost í guðshús. Og ef hann er
verulega trúaður, hlýtur honum að
skiljast, að hann þjónar Kristi,
er hann þjónar bræðrum hans
cg börnum guðs, og að allir eru
bræfihr Krists og börn guðs, menn
og málleysingjar, því alt, sem lifir,
er lífsættar. Og honum ætti að
vera ijóst, að í kirkjunni hlýtur
hann andlega orkn til að koma
fyrirætlunum síruim í framkvæmd,
ef hann aðeins hefir vit eða vilja
til að opna vitund sína, swo að
hún öðlist þau öfl, er eiga að
hjálpa honum.
Hjer verður efcki farið ítarlega
út í þá sálma, hvernig hugsanir
safnaða geta gerbreytt hugsnnar-
bætti þjóðar og hafið hana á and-
legra þroskastig. Þó ber þess að
gæta, að hugsanir þes.s safnaðar,
er hncfsar þannig í andlogum efn-
t:m. að skoðanir hans brjóta í
fcág við heilbrigða skynsemi, get-
ui ekki gert sjpr von um mikinn
árangur. Óskynsamar hugsanir
eru sem frostrósir. Þær bráðna
og verða að engu, er birta sólar
I
sannleikans fellur á þær.
Hjer skal bent á dæmi. er sýnir
hvernig hugsanir örfárra manna.
hafa skapað einsköíiar aldaranda :
Það er ekki langt síðan aldar-
afmæli Jóns Sigurðssonar var
haldið hátíðlegt. Fjöldi manns, er
hafði naumast minst Jóns Sigurðs-
sonar árum saman, varð nú alt
í eimi gagntekinn af ást til hans.
Minning um hann rjeði mjög
liugsunum manna. orðum og gerð-1
70
m. Hún var orðin orkuþrnngin.
Iin hvernig varð hún það? Hún
varð það, sökum þess, að nofckr-
ir menn, er kunnu að meta æfi-
starf þessa mikilmennis, sköpuðu
ákveðin hugsanakerfi, er knúðu
því nær alla, — og meira að
segja þá, er kunnu ekki að meta
Jón Sigurðsson, til þess að lúta
honum í lotning og þakklæti fyrir
það. er hann hafði nnnið landi
og lýð. Með öðrum orðum: Minn-
ing hans var gerð að stjórnmála-
gnði, er allir urðu að játa, trúa
og tigna. Fjöldi manna var sem
dáleiddur af hinum göfugu þakk-
lætishugsunum. er fáeinir menn
höfðu hugsað. Margt er máttugt
í heimi. þessum. en máttkastar eru
hugsanir manna. Sú kvngi er í
þeini fólgin, er knýr til orða og
verka. Fyrir því eiga kirkjugöng-
ur aliar að miða að því að efla
göfugan hugsunarhátt. — skapa
andlegan aldaranda.
Hugmynd manna um guð hefir
o,r. mifcii áhrif á hugsanir safn-
aðar. Reyndar verður efcki hjá
71
því komist, að sjerhver maður geri
sjer þá hugmynd um höfuncl til-
verunnar, sem er við hæfi hans.
Mikið getur þó presturinn gert,
til þess að göfga þá hugmynd.
Ljót mynd um höfund lífsins,
verður til að spilla hverri guðs-
þjónustu. Þeir prestar og kenni-
menn eru til, er Icenna annað
veifið, að gnð sje ímynd hinnar
mestu harðstjórnar. að hann sje
reiðigjarn, langrækinn og rang-
látur, er hefnist á niðjum manna
i þríðja og fjórða. lið. Þá oru og
smnir, er revna að telja mönn-
um trú nm, að hann sje ærið’
hlutdrægur, og taki mjög tillit til
þess, hver sú trú hefir verið, er
gert hafi börn hans að hetri og
vitrari mönnum. Kveða þeir mikið
cndir því komið, að sjerhver ínað-
ur hafi „rjetta trú“, líkt og
stjórnmálaafglpar, er meta alger-
lega. gildi hvers manns eftir því,
hverjum stjórnmálaflokki hann
fylgir að máium. Er það að vega
iaenn á svikavog hlutdrægninnar.
t jLtar isrr-:-* ....
72
Hvað skal gera?
Prestar þeir, er univa kirkju og
kristindó-mi, vildu flest ailt til
vinna, ef þeir fengju endurreist
kirkjuna, hafi'ð hana upp úr
þeirri niðurlægingu, sem hún er
sokkin í.En viðreisn hennar verð-
ur eikki til af sjálfu sjer. Það
eitt er öllum jafnljóst. Vinna þarf
að viðreisn hennar. Þeir munu
vera til, er hyggja að samvinna
við útlendar kirkjur mnni reynast
íslenski'i kirkju hjálparhella. Vera
má að það sje affarasælt að segja
andleg máí íslendinga til sveitar
suður í Danmörku. En vart mun
vegur íslenskra fcennimánna vaxa
m«éð því. Þá hefði mátt athuga
. sveitastyrkinn“. Hingað hafa nú
komið þrír kennimenn sunnan úr
Danmörku. Allir munu þeir hafa
boðið það besta, sem þeir áttu
til af andlegu verðmæti. En þ«»ssi
þrefaldi „sveitarstyrku,r“ er þeir
hafa veitt, hefir ekki orðið t.il að
endurreisa kirkjuna. Síður en svo.
Tíann hefir orðið til þess að kasta