Lögrétta - 27.11.1923, Síða 3
LÖGRJETTA
einkanlega aknryrkju eru tals-
verðar skorður settar, >ví víða.
er grýtt og dýrt til ræktunar. —
Húsdýrarækt, kjot- og mjólkur-
framleiðsla er því hin álitlegasta
bændaiðja allvíðast í Noregi. Öll
vesturströnd Noregs er sjerstak-
lega vel fallin til saufjárræktar.
En Norðmenn eru ekki duglegir
sauðfjárræktarmenn, þó jarðrækt
þeirra og stórgriparækt hafi tekið
miklum framförum síðustu manns-
aldra, hefir sauðfjenu fækkað.
Þetta ber þó aðeins að skoða sem
millibils ástand. Sauðfjenu mun
aftur fjölga, enda eru mestu bún-
aðarmálamenn Norðmanna sam-
mála um að það sje álitlegasta
leiðin til þess að auka kjötfram-
leiðsluna og bæta búskap bænda
í miklum hluta landsins.
Tala sauðfjár í Noregi:
Árið 1855 1596000
— 1865 1705000
— 1875 1686000
— 1890 1417000
— 1900 998000
— 1907 991000
— 1918*) 1203000
Samrliða því, sem sauðfjenaður
hefir fækkað, hefir innflutningur
kjöts til Noregs aukist.
Innflutt kjöt, meðaltal:
Árin 1851—1855 191 smálestir.
— 1871—1875 1110 ----
— 1901—1905 8900 ----
— 1906—1910 9586 ----
— 1918—192215466 ----
Árið 1921 .... 18593 -—-
— 1922 .... 20027 ----
í jan.—júlí 1922 var flutt inn
9837 smál.; í janúar —júlí 1923
8116 smál.
Innflutningur liefir minkað síð-
an. kjöttollurinn hækkaði, Sem
vonlegt var.
Verð á kindakjöti á torgi í
Kristjaníu:
Árin 1876—1880 kr. 0.74 á kg.
— 1896—1900 — 0.71 á —
— 1901—1905 — 0.83 á —
— 1911—1915 — 1.13 á —
Árið 1922 .. ca. — 3.00 á —
Háski sá, sem þessar tölur sýna,
hefir verið Norðmönnum mikið
áiiyggjuefni. Það er ekki undar-
legt þegar svona stefnir, þó bænd-
um hafi verið það mikið kapps-
mál að fá hækkaðan tollinn á
innfluttu bjöti. Hin raunverulega
orsök afturfararinnar er sú: að
stærsti kjötmarkaður Noregs,
Kristjanía, og bæirnir við Krist-
janíufjörðinn, liggur ver við fyrir
kjötframleiðendur vestan- og
norðanfjalls í Noregi, heldur en
fyrir Suður-Svía og Dani. petta
lagast ekki neitt, fyr en Norð-
rnenn fá lokið við að byggja þess-
ar jámbrautir: Norðurbrautina til
Hodö, Suðurbrautina til Stavang-
urs, og Rómsdalsbrautina til Aan-
tíalsness. Þó lagast þetta aldrei
að fullu, því leiðin til Norður-
Noregs er svo ólíkt lengri en t.
d til Khafnar. talið frá Krist-
.ianíu.
— Kristjaníumarkaðurinn hefir
verið svo torsóttur bændum á
vesturströnd Noregs, að þeir hafa
gert marg ítrekaðar tilraunir með
prátt fyrir þennan mikla inn-
*) petta ár er talið að vorinu, eftir
burð, liin árin er talið um nýjár.
að selja kjöt sitt til Englands, —
telja sjer flutnitiginn hægri þang-
aði
flutning á kjöti til Noregs er tal-
íð, að kjötið, sem inn er flutt, sje
ekki meira en 10% af því kjöti,
sem Norðmenn neyta.
Nú er meining norskra bænda
að sækja róðurinn fast og auka
kjötframleiðsluna, aðallega með
því að auka sauðfjárræktina, svo
mikið, að þeir þurfi ekki að flytja
neitt erlent kjöt til Noregs. Eins
og áður er sagt eru sauðfjárrækt-
unarslrilyrðin góð, vegna kjöt-
toll.sins er kjötframleiðslan arð-
vænlegri en verið hefir. Sauðfjenu
mun nú fjölga; undirstaðan er
þegar lögð, því meðferð fjárins
hefir mikið batnað síðustu árin,
þó fjenu hafi verið að fækka.
Einn liður í aukinni sauðfjárrækt
verður að líkindum að flytja inn
líffje frá íslandi; hafa færustu
sauðfjárræktarmenn Norðmanna
mikla trú á íslensku sauðfje. (T.
d. ríkisráðunautur ,T. Seland). Enn
sem komið er strandar þetta á
fjárkláðanum.
II.
Eftirfarandi tölur sýna verð á
1 indakjöti í Kristjaníu núna í
haust.
Verð það, sem framleiðendur
fengu fyrir 1. fl. kindakjöt í heil-
um skrokkum, haustið 1923.*)
27. ágúst til 1. sept. kindakjöt
kr. 2.20 kílóið.
3. september til 8. september
kr. 2.50—2.80.
10. sept. til 22. sept kr. 2.50.
24. sept. til 29. sept. kr. 2.40.
1. okt. til 6. okt. kr. 2.70.
8. okt. til 20. okt. kr. 2.20.
22. okt. til 17. okt. kr. 2.00 kg.
'Sh e- W.w.';
Kjötverð á kauphöllinni í Krist-
janíu haustið 1923.
1. fl. lambakj.*) kr. Kj. af full. kr.
4. sept. 2.80'—3.00 1.50—2.60
11. — 2.60—2.80 1.50i—2.50
14. — 2.60—2.80 1.50—2.50
20. — 2.50—2.70 1.20—2.40
25. — 2.20—2.50 1.20—2.20
28. — 2.201—2.40 1.20
2. okt. 2.30—2.50 1.50—2.20
4. — 2.50—2.80 1.50—2.50
9. — 2.20—2.40 1.50—2.00
12. — 2.10—2.30 1.50^-2.00
13. — 2.00 1.50—1.80
1. fl. lambakj.*) kr. Kj. af full. kr.
16. — 2.20—2.40 1.50—2.00
1S. — 2.00—2.20 1.50—2.00
19. — 1.90—2.00 1.20—1.80
23. — 1.90—2.00 1.30—1.80
25. — 1.90—2.00 1.30—1.80
30. — 2.00—2.20 1.50—1.90
Kjötverð á torgi í Kristjaní
baustið 1923:
5. sept kindakjöt kr. 1.20—3.00
12. — — 1.20—2.80
19. — — 1.20—2.60
26. — — 1.00—2.20
' 3. okt. — 1.20—2.50
10. — — 1.20—2.40
17. — — 1.20—2.40
31. — — 1.50—2.40
í september og október og fram
í miðjan nóv. er kjötverðið vana-
lega lægst í Kristjaníu- Þessar
skýrslur sýna líka að verðið er
ekki hátt, þegar tekið er tillit til
hinna löngu flutninga. Á vestur-
ströndinni í Álasundi, Kristjáns-
sundi og prándheimi, er kjötið
töluvert ódýrara en í Kristjaníu.
Vikuna 10.—46. sept. er t. d. kjöt
af fullorðnu í Álasundi kr. 1.80,
*) Eftir skýrslum frá „Landbrukets
priscentral1 ‘.
*) „Smaa prima lam“.
3
9
af lömbum kr. 1.65. Vikurnar 17.
til 29. sept. er verðið í Álasundi
kr. 1.80 og 1.70.
Vikuna 22.—27. okt. er kinda-
kjöt talið selt í Kristjánssundi á
kr. 1.60 kg. o. s.' frv.
Þegar kjötverðið er ekki hærra
en þetta, þrátt fyrir allháan toll
á innfluttu kjöti, þá liggur það í
augum uppi, að kjötverðið yrði
bændum lítt í vil, ef kjöttollurinn
væri lítill eða enginn.
íslenskir bændur verða með
fullu drenglyndi að horfast í
augu við veruleikann:
1. Að Noregur er kjötframleiðslu
land og kjötframleiðslan er
ein aðaltekjulind norskra
bænda.
2. Að vegna útlendrar sam-
keppni er norskum bændum
lífsspursmál að hafa háan toll
á innfluttu kjöti.
3. Að markaður fyrir útlent
kjöt er þá og þegar þrotinn í
Noregi, svo framarlega sem
norskur búnaður á lífsrjett
og framför fyrir höndum, en
um það viljum vjer ekki ef-
ast.
4. Að hið einasta, sem hefir
framtíðarþýðingu fyrir okk-
ur að fara fram á við Norð-
menn í kjöttollsmálinu, er, að
ísl. saltkjöt verði toll-lagt í
fullu samræmi við annað kjöt
sem til Noregs er flutt.
5. Að vjer verðum af alefli að.
efla þá viðleitni, sem þegar
er hafin (af S. í. S. og öðr-
um), til þess að afla nýrra
markaða fyrir ísl. kjöt.
Reykjavík, 21. nóv. 1923.
Agr.
Eftir skrift: í janúar til októ-
ber 1922, var flutt inn 13,23 milj.
bg. kjöt til Noregs; á sama tíma
árið 1923, 9,72 milj. kg. Kjötinn-
flutningurinn hefir því minkað
um 3,51 milj. kg„ eða ca. 25 pct.
á þessum 9 mánuðum. — Tekjur
norska ríkisins af kjöttollinum
þessa 9 mánuði 1923, eru ca. 2,91
milj. kr., en sparnaður í kjöt-
baupum frá öðrum löndum er
talinn nema ca- 7 milj. króna.
23. nóvember.
Agr.
-------x--------
Stúdentalíf.
Á stúdentafjelagsfundi núna á
fimtudagskvöldið flutti sjera
Bjarni Jónsson eftirtektarvert er-
iudi um kirkjusameiningu. Þar
scm það er nú ekki siður, sem áð-
ur var þó víst, að slík erindi stú-
dentafjelagsins sjeu neitt. láunung-
armál innanfjelags, er ástæða til
þcss að benda dálítið á þennan
fyrirlestur og stiídentafundinn al-
m.ent- Stúdentafjelagið ætti líka
að mörgu leyti að vera það fjelag
hjer, þar sem einna helst gætu
komið fram góð erindi og merki-
leg nýmæli í mörgum málum inn-
anlands, og þar sem hægt væri
að flvtja fregnir af eftirtektar-
verðum mönnum og málefnum í
mnheiminum. Og þó stúdentarnir
sjálfir geti kanske ekki ráðið
nriklu í þessum efnum eða fram-
kvæmt, þá eiga þeir að geta hald-
ið uppi góðum fjelagsskap inn-
bvrðis og jafnframt veitt ýmsum
sjálfsagt nota stúdentafræðsluna
meira en gert er.
Innávið í fjelaginu sjálfu er
hinsvegar talsvert milrið f jör og oft
fíutt eftirtektarverð og mcrkileg
trindi- Og útávið hefir fjclagið
komið fram á ýmsan hátt, sem
athygli hefir vakið og áhrif, t. d.
með trúmálavikunni. Er leiðin-
legt að stjórnmálamenn landsins
skuli ekki að sama skapi hafa
tekið vel í boð fjelagsins um svip-
aða stjórnmálaviku, svo að hún
fórst fyrir. Yæri það bæði gagn-
legt og skemtilegt, að fá fleiri
slíkar umræðuvikur um helstu
þjóðmál eða menningarmál, sem
nú eru hjer á dagskrá, eins og
tckið var fram af form. fjeL Vilhj.
Þ. Gíslason, í loltaræðu trúmála-
v'kunnar. Annars er það einna
helst að stúdentafundunum, að
of lítið samlíf er þar stundum á
eftir erindunum, hjá fjelögum
sjálfum. Eru fundirnir þó oft
mjög vel sóttir, bæði af eldri og
yngri stíidcntum, .og húsnæði á
Mensa sæmilegt. og með veiting-
um og hljóðfæri, og söngmenn eru
ýmsir góðir meðal stúdenta. Hefir
það líka oft verið, að stjórnin hef-
ir haft söng, hljóðfæraslátt eða
annan gleðskap á dagskrá á eftir
erindunum, og ætti að reyna að
hafa það sem oftast. Veltur þar
royndar mest á einstökum fje-
lögum.
En sem sagt, erindi á fundun-
um eru mörg góð, og ýmsir merk-
ir menn og málsnjallir fengnir til
þess að tala. Er það t. d. góður
siður að fá stúdenta eldri og
jmgri, sem >tan fara, til að kjmna
sjer ný lönd og nýja siðu, til þess
að segja þeim frá þessu, sem
heimá sitja, eins og í haust hefir
verið um Sig. P. Sívertsen pró-
fessor, sjera Friðrib og svo nú
Hannes stúdent Guðmundsson. 1
stúdenthski ftunum ætti þetta að
vcrða föst regla, og jafnvel eins
um þá kandídata, sem fá utanfar-
aistyrk frá háskólanum. Eins
fylgjast mentamenn, hver í sinni
grein. altaf eitthvað meira eða
rainna með ýmsum nýungum og
öðru markverðu, og ætti þá að
vera innanhandar fyrir þá að
segja eitthvað frá því, eins og f je-
lagið hefir fengið t. d. góð er-
iudi um kenningar þeirra Ein-
steins, Steinacks og Wegeners,
hvers í sinni grein. Hafa tímaritin
á síðkastið flutt ýms af þessum
stúdentafunda-erindum.
Eitt svipað erindi, þó á öðru
sviði væri, var erindi sjera Bjarna,
scm getið var um í upphafi og
mundi sjálfsagt mörgum fleiri en
stúdentum þjrivja fróðlegt að fá
það prentað. Sagði hann þar frá
þeirri miklu hreyfingu, sem nú
er meira og meira að ryðja sjer
tii rúms, um nána sainvinnu eða
sameiningu milli hinna ýmsu
kristnu kirkjudeilda. Hafa stórir
fundir verið haldnir urn þetta í
Englandi og Ameríku, og er í
undirbúningi alþjóðaþing um
þetta í Washington eftir 2 ár.
Ætt,i að fljrija fleiri slík er-
indi um ýms þessháttar mál úti í
heiminum, bæði í trú, vísindum og
list 1111, og mundu stúdentar, gaml-
ir eg ungir, geta mikið að þessu
unnið, ef viljinn er með. Stúdenta-
fjelagið hefir nú sýnt, að það vill
og getur margt í þessu efni og
j-firleitt hefir nú komist nj' og
betri hrejriing' á alt stúdentalíf
hjer, þótt ýmislegu sje ennþá á-
fátt. Einkum er nauðsynlegt að
stúdentarnir haldi sem mest sam-
an og safnist í eitt og sama fje-
lagið, ungir og gamlir. Stóð um
þetta nokkur deila milli stúdenta
elcki alls fjcrir löngu, milli Vilhj.
Þ Gíslasonar aðallega annarsveg-
ar, sem vildi hafa aðalf jelagið
eitt fyrir alla, og ýmsra annara,
helst víst yngri stúdenta hins
vegar, sem kljúfa vildu fjelögin.
Er þó bersýnilegt, að stúdentar
hjer eru ekki svo margir eða lífið
svo fjölbreytt, að þeir hafi efni
eða ástæður til þess að vera að
dreifa sjer eða pukra og pobast
hver í sínu horni. Síðan stúdenta-
fjelagið var stofnað við háskólann
n>eð samþykki stúdenta og kenn-
ara, og einmitt eftir tillögu, sem
fram kom í stúdentafjelagi skól-
ans, frá Vilhj. Þ. Gíslason, hefir
þörfin minkað á sjerstöku há-
skólafjelagi. Stúdentaráðið hefir
líka starfað vel að ýmsum málum
stúdenta og fengið fram ýms ný
mæli og notið starfs ýmsra góðra
stúdenta, nú síðast Björns Árna-
sonar úr Görðum.
Aðalerindið, sem jeg átti með
línum þessum var, að vekja at-
hygli á því nýja stúdentalífi, sem
hjer hefir verið að skapast, og
því gildi, sem það getur haft, bæði
fyrir háskólann og út í frá. En
um uppeldis- og menningargildi
góðs stúdentalífs hafa menn oft
heyrt, nú síðast t. d. á stúdenta-
fundum í lýsingum frá Oxford og
Cambridge. Og þó ekki skapist
hjer að sjálfsögðu slíkur háskóli
eða stúdentalíf, má margt gera
enn og halda við því, sem þegar
hefir verið gert. Þá viðleytni eiga
allir stúdentar að styðja gamlir
og ungir.
Erí. símfregnir
Kliöfn, 21. nóv.
Fiiunedeilan.
Hún er nú til lvkta leidd á þann
veg, að Italía fær borgina Fiume,
en Jugoslavía Poto Boros og yfir-
ráð yfir landinu við fljótsmjmnið.
Frá Rínarlöndunum.
Frá París er símað, að banda-
raenn hafi gefið trvggingu fyrir
því a.ð hereftirlitið verði fram-
kvæmt án þess að beitt sje hegn-
ingarákvæðunum, og til þeirra
verði því aðeins gripið, að Þjóð-
verjar sýni alvarlegan mótþróa.
England og Frakkland.
Frá London er símað, að Daily
Mail fari hörðum orðum um óvin-
gjarnlega afstöðu ensku stjórnar-
innar til Frakklands.
Khöfn 22. nóv.
Havenstein bankastjóri látinn.
Símað er frá Berlín, að Haven-
sein forstjóri þýska ríkisbankans
sje látinn.
Frakkar færa út kvíarnar.
Símað er frá Berlín, að Frakk-
ar hafi tekið í sínar hendur allar
járnbrautarsamgöngur milli Ruhr-
hjeraðsins og Þýsalands.
Petain hershöfðingi er farinn
t.il herteknu hjeraðanna til þess
að koma skipulagi á framkvæmd
aukinna refsiákvæða, sem vænt-
anlega verður beitt, ef pjóðverj-
ar neita að viðurkenna kröfn
sendiherraráðsins um, að hermála-
eftirlit verði tekið upp aftur hjá
Þjóðverjum og kröfuna um, að
ríkiserfinginn fyrverandi verði
gerður landrækur.