Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 11.01.1924, Qupperneq 2

Lögrétta - 11.01.1924, Qupperneq 2
2 LÖGRJETTA Af utanför til Sviþjóðar og Noregs Eftir dr. Jón Helgason bisknp. V. Þegar jeg kl. 7 næsta morgun lagði af stað frá Krstjaniu, leit ekki vel út með veður. Yar hriss- ingskuldi og dimt uppi yfir, svo að búast mátti við regni. Lestin var þá heldur ekki komin nema góða bæjarleið út frá höfuðborg- inni, þegar tók að rigna. En það stóð sem betur fór ekki lengi. Því að þegar við höfðum ekið stundar- bii, hætti rigningin, og áður en liðnar voru tvær stundir frá því er við fórum á stað, var blessuð sólin tekin að skína, og hjelt hún því áfram alveg til kvölds. Var jeg ekki lítið þakklátur fyrir það, því að mikil ánægjuskerðing hefði það orðið mjer, ef jeg hefði átt að fara um þessar yndislegu sveit- ir og vestur yfir fjöllin í súld og þcku. Jeg hafði heyrt mikið yfir því látið, hve ánægjulegt væri að fara með Björgvinarlestinni gegn- um landið, en aldrei hafði mig dreymt, að fegurð sveitanna og fjalladalanna, sem leiðin lá um, væri á jafn háu stigi og hún reynd ist mjer. Jeg hafði áður — sumar- ið 1899 — farið með járnbrautar- lestinni norður eftir landi norður í Þrándheim. Minnist jeg þess nú, hve yndislegt mjer þótti þá að fara með lestinni norður eftir vatnsbakkanum austan megin Mjarsar, upp í Guðbrandsdal og inn í Austurdal; en alt þetta fanst mjer nú ekki komast í hálfkvisti við það, er fyrir augun bar á þessari leið. Sveitirnar, sem farið var um, voru svo frjóar (t. d. Hallingdalurinn) og landið svo vel ræktað, og svo bændabýlin á báð- ar hendur og smáþorpin, sem myndast hafa út frá járnbrautar- skálunum, — alt jafn vinalegt og velsældarlegt. Fjöllin, sem sást til framan af deginum voru að vísu fremur háir ásar en fjöll í okkar skilningi; en þessir ásar voru klæddir upp á efstu brún birki- og greniskógum. Björkin varenn í haustskrúði sínu og jók ekkihvað minst það litskraut haustsins á feg- urð náttúrunnar í þessum frjóu fjalladölum. En þegar lengra kom vestur í landið tóku fjöllin að verða hærri og hrikalegri og snjó- dílar að verða sýnilegir. Dalirnir tóku líka að þrengjast, svo að sumstaðar varð að fara eftir hrika- legum árgljúfrum, þar sem árnar beljuðu undir fótum okkar, en fyrir ofan þverbrattar fjallahlíð- ar. Nú fóru líka jarðgöngin, graf- in gegn um fjöllin, að verða tíðari en áður, og skal jeg ekki neita því, að svo mikilli snild hugvits og verkvits, sem þau lýsa, þá stóð mjer beigur af þeim, og hvenær sem aftur var komið út í dags- birtuna, var sem steini .væri ljett af hjarta mjer. Smámsaman hakk- aði landið og fór þá alt að verða ófrjórra, og um nónbil vorum við komnir upp á sjálft hálendið, skóglaust og tilfinnanlega bert, rjett eins og upp á íslenskum fjallaheiðum. Viðbrigðin voru svo mikil frá því, sem augað hafði vanist niðri í dölunum, að jeg hálf kendi í brjósti um f ólkið á braut- arstöðvunum, sem þama verður að búa alt árið, fjarri yndi og fegurð dalanna fyrir austan og vestan fjöllin. En því furðulegra þótti mjer þegar hingað kom, að sjá fjölda smáhýsa þar uppi á fjölluntim, öll með hlerum fyrir glugguin. Voru það sumarbústaðir emamanna, sem hingað flytja í sum arhitunum úr bæjunum og dvelja hjer bestu sumarmánuðina, fjarri öllum þægindum lífsins og glaumi þess, til þess að njóta fjallalofts- ins og styrkjast við það. Um fjög- urleitið var komið upp á fjöllin, þar sem þau eru hæst. Heitir það Finse, rúm 4 þús. fet yfir sjávar- roál, við Finse-vatn. Harðangurs- jöklar blasa þar við manni í suð- ur og suðvesturátt, glitrandi í sól- skininu og hrikalegir, þótt þess gætti minna, þar sem við vorum nálega í jafnri hæð við þá. Snjó- skaflarair voru hjer alstaðar með- fram brautinni og fast niður að vatninu. Hjer fóru að koma þessi leiðinlegu skýli, sem vegna vetrar- snjóanna hefir orðið að byggja yfir brautina, en stela oft tilfinn- anlega frá manni útsjóninni. f Fmse var, minnir mig, 10 mínúcna viðstaða, og hana notaði jeg til að fá mjer kaffi, því að mjer var orðið hálfkalt, enda sýndi hita- mælirinn 3C. Við samferðafólkið átti jeg litil sem engin mök. Jeg hafði talað svo mikið undanfarnar vikur, að mjer var það nautn að mega halda mjer saman allan daginn, enda var lengst af nóg á að horfa. Þó slapp jeg ekki með öllu. A einum stað á leiðinni tók mig tali roskínn maður laglegur, með grátt skegg niður á bringu. Hann spurði mig að einhverju, sem jeg ekki gat sagt honum og hjelt jeg, að nú væri viðtalinu lokið. En karl- inn vildi nú auðsjáanlega fá ein- hvern til að skeggræða við, því að eftir stutta þögn tekur hann aftur til máls: „Jeg heyri að þjer eruð danskur“. Jeg svaraði stuttur í spuna: „Þá heyrið þjer betur en alment gerist“. „Eruð þjer þá ekki Jótif' spyr hann á ný. ,.Nei, jeg er ekki Jóti, og jeg er ekki dansknr“, svaraði jeg. En nú vildi karl ekki láta þar við sitja. pað var auðsjeð á öllu, að hann ætlaði ekk? að hætta, fyr en hann hefði fengið að vita sem best deili á mjer og hverrar þjóðar jeg væri. Og loks sagði jeg honam það. En þá glaðnaði sýnilega vfir ^ karli. „Jeg elska ísland sem Norð- maður“, sagði hann. „Jeg hefi einusinni áður hitt fslending“. — Til þess að segja eitthvað, spurði jeg: „Hvað hjet hann“. Það mundi karl ekki. „En hann var forstöðumaður landbúnaðarskólans ykkar í Reykjavík“. Jeg sagði honum þá, að það gæti ekki ver- ið, því að í Reykjavík væri eng- inn landbúnaðarskóli og hefði aldrei verið. En hann vildi ekki láta sig. Sagðist hann hafa hitt hann á búnaðarskólanum í Asi sumarið 1900. Nú þóttist jeg sjá, að það mundi vera Þórhallur sál. bískup, sem hann ætti við, því að hann ferðaðist um Nöreg einmitt það sumar. „Þjer eigið þó ekki við lector Bjamarson“, spurði jeg. „Jú, einmitt, svo var nafnið“. Fræddi jeg hann nú á því, að Ieetor Bjarnarson hefði verið for- stððumaður prestaskólans 1 Rvík, en jafnframt haft mikinn áhuga á landbúnaði. og verið formaður „Búnaðarfjelags íslands", og þá fór karl að skilja hvernig á því hefði staðið, að þeir hittust í Ási. Sagði jeg honum ennfremur að hann hefði seinna orðið biskup og dáið í þeirri stöðu, og hefði jeg þar orðið eftirmaður hans. Nú giápti karlinn á mig; hefir honum líklega ekki litist biskupslega á þennan fslending, sem hann átti t; i við. En rjett í sömu andránni stöðvaði lestin við eina brautar- stöðina. Kvaddi hann mig þá með miklum virktum og fór út úr lest- inni. Ekki man jeg með vissu, hvað hann sagðist heita, Vallem, eða eitthvað þvílíkt. En að þetta væri einhver ríkur sjálfseignar- bóndi, þóttist jeg geta ráðið af vagninum, sem beið hans á braut- arstöðinni og ók með hann burt þaðan. Að hann var ekki óbreytt- ur bóndi, mátti líka ráða af mál- færi hans, því að hann talaði ekki bændamál, svo mjer gekk vel að skilja hann. — Nokkru seinna um daginn steig nýr maður inn í lestarvagninn, þar sem jeg sat. Þóttist jeg þegar í stað geta sjeð, að það væri mentaður mað- ur. Hann var í sportsfötum, í buxum, sem hneptar voru am fcnjeð. Jeg fór út úr vagnher- berginu til að líta út um glugg- ann á ganginum fyrir framan- Hattaskja, sem jeg átti, hafði einhvernveginn oltið ofan af hillu og komumaður tekið hana upp og sett frá sjer á legubekkinn. En nafn mitt og heimilisfang var skrifað á öskjuna. pegar jeg kom inn aftur sneri komumaður sjer að mjer og segir: „Fyrirgefið, jeg sje að þjer munið vera frá Islandi. Þekkið þjer prófessor Guðmitnd Hannessonf* Ekki gat jeg neitað því. Sagði hann mjer þá að hann væri læknir og — að því er mig minnir — hefði Guð- mundur Hannesson sótt sig heim fyrir nokkurum árum. Var hann mjög hrifinn af Guðmundi, mintist a „mannmælingar“ hans, eða hvað jeg á að kalla það, og sagðist jeg vel mega muna þær, því að einnig mig hefði hann mælt. Bað hann mig um að bera honum kveðju sína, er jeg kæmi til íslands. Og það hefi jeg líka gert. Á næstu brautarstöð fór læknirinn út úr lestinni og snaraði bakpoka sínum um herðar sjer. Svo einkennilegt (og íslenskt!) sem mjer hafði fundist landið þarna uppi á fjöllunum, þótti rojer vænt um þegar fór a,ð halla vestur af. Lækbaði landið mjög skjótt, þegar kemur vestur fyr- ir Finse; en svo meistaralega er brautin lögð, að þess gætir varla í lestinni að verið er að fara ofan fjallshlíðar. En grænu, skógi vöxnu hlíðarnar, sem nú fóru aft- ur að koma í ljós, sögðu til, að nú væri maður aftur tekinn að nálg- ast mannabygðir. Loks komum við um miðaftan, eftir 13 stunda ferð, til Vossevangen. Lengra vrar ferð- inni ekki beitið þann daginn, enda var jeg — þrátt fyrir alt — orð- inn býsna þreyttur af hristingi lestarinnar og þó ekki síður af öllum jarðgöngunum, sem farið er í gegnum á hverju augnabliki og grafin eru gegnum fjöllin. Jeg hafði fengið verk í augun af þess- um sífeldu umskiftum ljóss og myrkurs. Voss hafði annars ekki verið á ferðaáætlun minni. Eftir embætti í Hallarkirkjunni sunnudaginn áð- ur, hafði hinn þjóðkunni lýðhá- skólastjóri í Voss, Lars Eskeland, komið til mín í skrúðhúsinu og roælst til þess, að jeg kæmi við í Voss á leiðinni vestur og flytti þar erindi um ísland á skóla hans. lln jeg talið mjer það ómögulegt. En um morguninn seinasta daginn sem jeg var í Kristjaníu, fjekk reg injög elskulegt og vinsamiegt brjef frá leetor Erik Eggen í Voss, þar sem hann biður mig og leggur mjög að mjer að koma við í Voss á leiðinni til Björgvinar. Leggur hann niður fyrir mjer, hvernig það megi takast; því að þó jeg verði þar um nóttina, geti jeg ver- ið kominn til Björgvinar svo snemma dags á laugardag (kl. |11), að eiginlega verði hjer ekki ^ nema uin nokkurra klukkutíma í töf að ræða. Jeg hafði fyrir þrem I árum hitt þennan mann á visitaz- ' í:tferð í Norðurlandi og litist mæta /e 1 á hann, og svo bar brjef- ið svo fagran vott um hlýjan hug j til Íslands, að mjer fanst jeg ekki ' geta annað en orðið við tilmæfam hans. Hann skrifaði meðal annars á þessa leið: „Jeg kann segja for visst, at De snautt finn slik sterk og mannjamn interesse for Island nokon stad som paa Voss....Jeg | er viss om at um De, herr biskop. I kunde og vilde gera os den gledja a vitja oss, so skulde De her verta motteken med ein varme og ein elskhug som trulig ingen annan stad“. Hin stutta dvöl mín í Voss færði mjer þá líka heim sannicn um, að lector Eggen hafði ekki tekið of djúpt í árinni, því að hvergi á allri ferð minni mætti mjer jafn ákveðið og vitandi vin- arþel til íslands og þetta kvöld í Voss. Eftir að jeg hafði hvílt mig hálfa klukkustund á hótelli bæj- arins og etið kvöldverð, var jeg sóttur í bíl og ekið með mig til skólans — Landsgymnasiet, — þar sem jeg átti að flytja erindi mitt. Er skólinn mikið hús og prýðilegt, og jafnframt fyriti æðri mentaskólinn í Noregi, þar sem öll kensla fer fram á norsku hændamáli, „den einaste form for norrönt maal som no blir tala , her til lands“ (skrifaði Eggen í brjefi sínu). Var skóli þessi settur á stofn 1916, en samskonar skóli var reistur á Eiðsvelli í fyrra, svo að nú eru þeir tveir þar í landi. Forstöðumaður skólans er Blix rektor. Meðal kennaranna er auk Eggens, Leifur Hægstad, son- ur gamla prófessor Hægísta Js; ftrðaðist hann með föður sínum hjer á landi fyrir nokkrum árum, og er maður prýðislega vel að sjer í íslensku. Við þennan skóla vat Helgi Valtýsson kennari um þriggja ára bil, og tel jeg ekki nema líklegt, að hinn mikli áhugi manna þar á íslandi, sje meðfram hans verk. Erindi mitt flutti jeg í hátíðasal skólans fyrir troðfullu húsi. Var byrjað á því að syngja „Yderst mod Norden“, en slept síðasta erindinu, er jeg hafði bent rektornum á, að það sem þar stæði hefði aldrei verið samkvæmt sannleikanum, og næði síst nokk- urri átt, eins og nú væri komið st.jórnlegum högum okkar. En svo sem kunnugt er byrjar erindið á þessa leið: „Skönt vore Frænder bag isdækte Mur end lyde Dannemarks Love“. Að erindi mínu loknu mælti rek- tor Blix nokkur einkarhlý þakk- arorð og bað mig um að flytja íslendingum hjartans-kveðju frá Voss. pað geri jeg hjermeð. Eft- ir fyrirlesturinn dvaldi jeg nokk- um tíma á heimili rektors ásamt ýmsum af kennurum skólanna beggja, mentaskólans og lýðliá- skólans, við kaffidrykkju. Því miður vanst mjer ekki tími til að kynnast þessari inndælu bygð neitt. Því að þegar jeg kom þang- að um kvöldið var orðið skugg- sýnt og um morguninn snemma var lagt á stað aftur. En svo mibið sá jeg þó af umhverfinu, að jeg skil vel, að þessi bygð dragi til sín ferðamenn öðrum stöðum fremur. Vossevangen ligg- i.r þarna svo yndislega í hinum fagra opna dal. Leitt þótti mjer að geta ekki skoðað Vossevengen- kirkju, sem mun vera frá dögum Magnúsar konungs Lagabætis. á 13. öld og er einstaklega svip- hrein kirkja að utan með ein- kennilegum turni. Ætti jeg aftur leið um þessar slóðir, mundi jeg ekki geta stilt mig um að taka rojer þar að minsta kosti nokk- urra daga dvöl. Hjeðan er líka, að heita má, örstutt leið norður til Guðvangurs í Sogni og suður að Eiði og Úlfsvík í Harðangri, Knda fara þar bílar á milli tvis- var á dag. Enga bygð í Noregi hefir mig jafnmikið langað til að sjú eins og Harðangurfjörðinn. En þá ósk á jeg enn óuppfylta. Þess sást skjótt merki, að nú tók lestin að nálgast Björgvin, því að áður en hálf stund var liðin byrjaði súldin og þokan að leggj- ast yfir landið, svo að lítið sást úí frá lestinni. Þótti mjer þetta því leiðara sem landið er hjer mjög hrikalegt og stórskorið og á köflum farið eins mikið gegnum fjöllin, eins og með fram þeim. Er itijer sagt, að ekki sjeu færri en 55 jarðgöng á leiðinni frá Voss tii Björgvin, enda er þessi braut eins og jeg áður vjek að, lögð af svo mikilli list og hugviti, að hiín hvergi í heimi mun eiga sinn líka. En vegna dimmviðrisins var til lítils' að horfa út um lestarglugg- ana, enda hafði jeg höfuðverk af þessum sífeldu umskiftum ljöss og myrkurs. par var verra en í nokkru kvikmyndahúsi. Jeg var því feginn þegar lestin, eftir þriggja stunda ferð, nam staðar á brautarstöðinni í Björgvin. Að jeg hjelt innför mína í' þennan sögufræga stað í ausandi rign- iugu kom því síður flatt upp á míg, sem jeg hafði látið segja mjer, að svo mikil brögð væru að úrk'omunni í Björgvin, að hestar jafrivel fældust þar á götunum ef þeir mættu manni — regn- hlífarlausum. 1 norsku blaði. 14. des. s. 1. flutti eitt helsta blað Norðmanna, Tidens Tegn, grein um þingkosn- ingarnar hjer í haust, sem leið, og inn í hana er ofið samtali við rit- stjóra Mrg.bl. um kosningarnar og hugsanlegar afleiðingar þeirra. Greinin er eftir mann, sem hjer er vel þektur,- Vilhj. Finsen ritstjóra, en hann er nú fastur starfsmaður við Tidens Tegn. Fyrir kosning arnar hafði blaðið flutt grein um horfurnar, og þar í samtal við Jón Þorláksson alþm. — En það er viðtalið við ritstj. Mrg.bl., sem vakið hefir mikla athygli hjá þeim heiðurshjúunum Alþ.bl. og Tímannm. Alþ.bl. flutti fyrir nokkru aðalinnihald þess í þýð- ingu, ekki mjög rangfært, og Tíma klerkurinn hefir tekið það fyrir texta á laugardaginn var. petta er nærri því ofmikil viðhöfn, því að í frásögn ritstj. Mrg.bl. til

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.