Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.01.1924, Page 4

Lögrétta - 15.01.1924, Page 4
LÖGRJETTa ! Erl. simftegnir Jafnaðav*maðurinn. Kliöfn, 8. jan. Kosningar í Frakklandi- '«• Fré París er símað, að við ný- afstaðnar kosningár til öldnnga- deiidarinnar (senatsins) hafi ver- ið kosnir 37 vinstri-lýðveldismenn, 16 íhaldsmenn, 20 lýðveldis-demo- fcratar, 36 radikal-socialistar, 6 lýíyeldis republikanskir) social- ístar. Poincaré var kosinn í einu Itljóði með fögnuði miklum. íforegur, ísland og Færeyjar, Prá Kristjaníu er símað, að árs- þing norskra málmanna hafi skor að á stjórnina að stuðla að and- iegri og efnalegri samvinnu milli Noregs annarsvegar og íslands og Pæreyja hins vegar. Búist er við því, að vinstri manna flokkur- inn taki þessa áskorun á kosninga- vtefnuskrá sína. Banatilræði. Prá Aþenu er símað, að Kemal Pasha hafi verið sýnt banatil- ræði í Smyrna, með sprengikúlu, ■er. albppið óskaddaður, en kona hans særst allmikið. , Khöfn, 9. jan. Af enska þinginu. Símað er frá London, að þing ið hafi komið saman í gær til for- setakosninga og eiðspjalla. Há- aætisræðan verður lesin 15. þ. m. Þar á' eftir hefjast svo meginiim- T'æðumar um stjórnarskiftin. Það er altalað að Mae Donald hafi reiðubúna menn í öll ráðherra- iaeti. Fjárfar Frakka. Prá París er símað, að stjómin iiafi skorist í leikinn til að hefta kauphallarbrask þeirra, sem vinna *ð því að fella gengi frankans. Hofir hún þégar vísað nökkrum þeirra úr lándi. Leifur heppní- Prá Kristjaníu er símað. að flugforinginn Tancred Ibsen hafi skrifað sögulegan kvikmvndaleik um Yínlandsfund Leifs Eiríksson- a.r. Yesturheimsfjelagið Wathv Picturcd ætlar að leika hann í Noregi óg Ameríkn. Grænlandsmálin. Dansk-norsku samningarnir nm Grænlandsmálin hefjast aftnr í ræstn vikn. Khöf'n, 10. jan. Mac Donald. Prá London er símað. að á sig- urhátíð mikilli, sem verkamanna- flokknrinn þar hafi lialdið í gær, frafi leiðtogi flokksins, Mae Don- ald m. a. sagt: Við stöndum á þröskuldi þess að þnrfa að taka við stjórninni, og ýið munum ekki .vkorast undan ábyrgðinni, því við ■ ram engir heiglar. ,Teg álít, sagði hann ennfremur, að stjórnarfor- usta verkamannaflokksins sje ein- mitt það, sem nauðsynlegt eT til þess að auka forvígismönnum friðarins og siðmenningarinnar afl a^staðar í Evrópu. — Blöð allra f'okka viðurkenna það annars að ræðan hafi verið hógvær. Sum þeirra líkja þó Mac Donald við Kerenski, sem leitt hafi Rússland í glötnnina. Franska gengishrunið. Prá Rerlín er símað. að franski fjármáiaráðherrami hafi látið svo tim mælt, að skaðabótavanskil P.lóðverja, ættu sinn drjúga þátt í því, hvernig gengi frankans hftfi fallið. Ummæli þessi hafa vokið óhemju athygli meðal «tjúrnmálamanna. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. Eftir nokkra stund spurði ritstjórinn: -— Hvað á alt þetta tal Preyju um Þorbjöm að þýða t Hildur fekk hjártslátt. — Jeg skil ekki, áð það hafi neitt annáð að þýða en að híín sjer eftir Þorbirai frá Höfn —- úr kunningjahópnum. Hildur fann, að hún roðnaði. — Þú heldur það ! Ritstjórinn hugsaði um stund. — Tókstu ekki eftir varfæmi Þorbjarnar, þeg- ar viS mintumst á Freyju við hann ? — Nei — ekki tók jeg, svo jeg muni, eftir henhi. •/ — Þaií gerði jeg* Það var því líkast, að hann væri hræddur við að á hana væri minst. Hvað á það að þýða? — Jeg skil ekki, vinur ininn, að það hafi nokk- urn hlut að þýða. Þorbimi er ekki .svo„telgjarnt um kvenfólk. — Það s-kyldi nú bætast ofan á, sagði ritstjór- inn og andvarpaði um ieið. — Hvað áttu við, Egill? — Það Var — ekkert — sjerstakt, Hildur. En jeg hefi þá trú, að sjaldan sje ein báran stök. Þau voru fátölnð það sem eftir var kvöldsins. 0"g bæði vöktu langt fram á nótt og hugsuðu um það sama. V. Ef einhver hefði spurt um það, hvað væri almennasta umtalsefnið í bænum þessa dagana, hefði því verið fljótsvarað. Það var ekki om annað rætt en Þorbjöm. Og það sem einkendi það umtal var undrunm. Verliamenn voru jafn forviða og aðrir. Þeir gátu ekki fullkomlega áttað sig á því, að angur, mentaður maður, sem alinn var upp meðal efn- uðustn manna bæjarins, skvldi alt í einu vera orðinn ritstjóri blaðs þeirra. Og ekki nóg með það, heldur vera sá allra kröfuharðasti fyrir hönd verkamanna og mestur fullhuginn í bar- áttunni. Þeir gátn ekki um annað talað við vinnu sína og á heimilunum. Mörg kjallara- líytran varð bjártari og rýmri í ljósi þeirra drauma, sem Þorbjörn flutti inn í tilveru þeirra. Og þegar mesta undrunin var um garð gengin, komst ekki snefill af vafa að í liug þeirra um það, að sigurinn væri auðtekinn með slíkum for- ingja. Hjeðan af skyldu þeir ráða en anðvaldið hlýða — og hverfa úr sögunni. Og inn í þessa dýrðardmuma blandaðist fögnuðurinn við að finna, að þeir stefndu fram til glæsilegra tíma. Þeir gengu í sæluvímu allan daginn, þá dreymdi nýja draumá meðan þeir hvíldust eftir hvert erfitt dagsverk, þeim fanst á hverjum morgni að þeir vakna til nýs lífs. Sköinmu eftir, -að Þorbjörn tók við ritstjórn „Þjóðarinnar“, hittnst þeir á götu, Thordarsen kaupmaður og hann. Kaupmaður heilsaði hon- nm vingjarnlega, því þeir þektust af viðkynn- ingu á heimili ritstjórarts. — Jcg óslía yður til hamingju með ritstjóra- tignina, sagði kaupmaðurinn. — Þjer eigið eftir að fá ástæðu til að óska mjer til hamingju með enn meiri tign, TJiord- arsen, sagði Þorbjörn og konist strax í bardaga- hug. — Það væri þá lielst sú tign. að yður tajk ist að eyðileggja þetta úlfúðar- og æsingablað Jeg get að minsta kosti ekki hugsað mjer aðra eftir þeirri stefnu, sem þjer hafið tekið. — Jeg átti við það, að jeg mundi gera verka- mannablaðið að því stórveldi, að þið yrðuð að lúta í lægra haldi með alla' ykkar frekju, yfir- gang og kúgun. — Við hverjir? —- Þið auðmennirnir. atvinnurekendurnir. yfirgangsseggirnir. Það ei*u mörg á ykkur nöfn- in og ekkert fagnrt. — En hvaða nafn hahiið þjer að væri hægt að velja vður — svo að það væri rjéttnefni? — Jeg get ekki hugsað mjer neitt nógu veg- legt. ef injer tckst að rjetta hlnta alþýðunnar. — Mjer dettur strax í hug Júdasar-nafnið. Þorbjörn kiptist við ósjálfrátt en sagði ekki neitt. Kaupmaðurinn hjelt áfraan : — Júdas er þektastur fyrir svik sín við Krist. Það hefir þótt hörmulegasta ilJvirkið, sem sögur fara af. En nú virðist allmörgum, að þjer fetið dyggilega í fótspor Júdasar. Enginn hafði verið honum þvílíkur sem Kristur. Iing- inn hefir reynst ySur jafnmikill drengur og Egill ritstjóri. En þjer svíkið Jiann alveg á sama hátt og Júdas Krist. Og þjer svíkið fleiri, Þorbjörn! Þjer svíkið þjóð yðar, sem á heimt ingu á bestu starfskröftum yðar og hæfileikum. Þjer svíkið þá mest, sem þjer þykist vera að vinna fyrir. Þjer getið ekki gert þeim meira ógagn en að vera að ala upp í þeim heimtu- frekju og dugleysi og stjettaríg og öfund á þeim, sem liafa sjeð sjer farborða með dugn- aði og dirfsku. En þjer komið og kyssið, alveg eins og Júdas, á varir alþýðunnar á sama tíma og þjer eruð að svíkja hana lít á kviksyndiö, út á botnleysið. Verið þjer sælir! Kaupmaðurinn var horfinn inn i hliðargötu áður en Þorbjörn gat svarað nokkru orði. En hann bafði ætlað sjer að svara svo nm mun- aði — og ef orð dygðu ekki, hafði hann hugsað sjer að lemja það svar inn í haus kaupinanns- irts svo honum ýrði það óglevmanlegt og jafn- vel óafmáanlegt. En nú væri hann horfinn. Meðan reiðin svall Þorbirni í skapi, hugsaði hann sjer, að svar sitt gæti komið fram á marga vegn — meðal annars í kaupkröfnm verka- tnannanna íslensku. Hjeðan af skyldi hann verða svarinn óvinur kaupmannastjettariimar. Hann skyldi siga kúguðuni verkamönnum á hana eins og glefsandi úlfum. Daginn eftir var fundur haldinn í verka- mannafjelaginu. Sviðinn undan orðum Thord- arsens var ebki horfinn úr sál Þorbjarnar. — Þess vegna eggjaði liann nú verkamenn meira en nokkrn sinni áður. Allir verkamenn íslands, á sjó og landi, yrðu að sameinast. Án þess væri baráttan kák. Og þá bar hann fyrst fram þá hugsun, að verkamenn gæfu xít dagblaö. Þeir gætu aldrei fylgt málum sínum fram með full- komnu afli í vikublaði. Yerkamönnum þótti þetta mikilfengleg uppá- stunga. Vikublað var ofnrlítil ljóstýra. Dag- blað — það var sjálf sólin. Á hverjum degi skini ljómi hennar yfir stjett þeirra. Á hverj- um degi þíddi hún klaka auðvaldsins utan af þeim. Það var lokkandi tilhugsun. Tveim diiguiu eftir fundinn kom Jón gamli Árnason til Egils ritstjóra með auglýsingu í „Dögun“ frá kaupmanni í bænum. Jón gamli var málkunnugur ritstjóranum og staldraði því við inni í skrifstofunni. Auðsjeð var, að hænn hafði óumræðilega löngun til að hefj'a máls á einhverjn öðrn efni. Eitstjórinn bauð honvur. því sæti. — Hvað er að frjetta úr bænum, Jón? — Það er nú ehkert smáræði. — Eruð þið ekki nýlega búnir a.ð halda fund í verbamannafjelaginn ? — Jú — og það var nví fnndur í lagi. skal jeg segja yður, ritstjóri. — Tlvað gerðist þar? Jón tók upp pontuna sína og raðaði löngum tóbaksbrygg á handarbakið með stakri ná- kvæmni og vandvirkni. Þegar hann hafði lokið því, rjetti Jiann vir sjer eins og það sem hann ætlaði að segja, væri frábærlega mikilsvert — Yið erum búnir að fá nýjan ritstjóra fyrir blaöið okkar. — Jeg heyri svo sagt. — Sá er nú ekki ískaldur. Jeg gteti trúað, að Jtann kveikti í einhverjum hjer í bæ — áður en lýkur. Jón savvg tóbaldð upp í nefið svo sem til árjettingar þessu íkveikjvvmáli. — Verst væri, ef kvikna skyldi í ybkur verka- mönnvim sjálfum. — Það er ekki hætt við því. Við erum famir aö líólna. — Ilvaða samþyktir voru gerðar á fundiu- vvm? spurði ritstjórinn eins og af tilviljun. Jón gamli rifjaði upp fyrir sjer allan fund- inn. Ilonum fanst liann allur svo merkilegur. að engu atriði rnætti sleppa. En hann vissi ekki ltvar ætti að byrja. — Þ;jer munið það ef til vill ekki? spurði ritstjéííinn eins o,g það skifti ekki miklu máli. — Það var samþykt að stofna sjóð. — Til livers á að nota þann sjóð? — Mjer sbildist, að ætti að veita styrk til okbar úr lionum, þegar við gerum verbföll. — Verkföll! — Já — verkföll! Auðvitað gervun við verk- föll fyr eða síðar. Það getur verið, að þess verði ekk-i langt að báða, að við velgjum ykkur undir rtggum. Iíitstjórinn svaraði þessvv ekki neinu, heldur gebk út að glugganum og horfði .út. Jón beið í þeim vændum að leivgra yrði samtalið. Ilanii hafði enn frá svo mörgu að segja — nýrri gleði, djörfum draiuuum, glæsilegri fraíntið verka- manna. En ritstjórinn þagði og horfði út. Jóm gamli sbildi það þannig, að hann mnndi ekki vilja tala fleira um þetta efni og fór. Ritstjórinn. stóð lengi við gluggann í þungum hugsunum. Prá sámtalinn við Jón gamla barst Iiugur hans að því, livað vera mundi þessum bæ fyrir bestu. Hann fann svarið strax. Hann. þurfti siðbætandi, andlega menningu, listir, feg- urð, ljós í sálirnar. Stjettabaráttan var að steypa vfjr hann úlfúðarþoku og eitra andrúmsloftið. (Jamlir menn, sem aldrei höfðu borið þungam hng til öokkurs rnanns, voru farair að hata með - borgara sína. — — Meðan ritstjórinn atóð við gluggann voru þau á leiðinni lieim að húsinu, Hildur og- Þorbjöra. Hún hafði hitt liann suður á Melum., og fengið hann til að lofa sjer því að koma heim með henni og drekka kaffi. ITún fylgdi Þorbimi inn í skrifstofu til rit-. stjórans. Hann stóð enn við gluggann. — Jeg kem hjer með sjaldsjeðan gest, sagði Hildur. Egill kvað það vera og tók bveðju Þorbjamar vingjarnlega. Hildur yfirgaf þá —r sagðist ætla að koinat vneð kaffið. Hugsunin vun hinar nýju hreyfingar í bænnm var svo ofarlega í buga. ritstjórans, að hann hóf tafarlaust máls á því efni. — Þið eruð nýbúnir að halda fund, sagðii hann um leið og bann bauð Þorbirni vindil. — Já — það erum við. — Þið stéfnið ótravvðir í áttina — úlfúðar- áttina. Þorbjöm lagði vindilinn frá sjer á öskubik-- arinn án þess að kveikja í honum og sagði: — Við stefnum ótrauðir að því að samein- ast. Eftir skamina stund verðum við ykkur of- jaríar. Vittu til! — Þið eruð búnir að stofna verkfallssjóð.. Það eru tíðindi. — Það er einn liðvirinn í viðreisnarbaráttvn okkar. — Ilvar ætlið þið að fá fje í þann sjóðV Ekki geta verkamonn sjeð af miklu fjo, eftir því sem ykkur spgist frá. Ködd ritstjórans var þung og einhver hreim- nr var í henni, sem minti á dyn í fjallstindum & undan stórviðri. ÞoVbjörn bjóst við. að það stór viður mundi brjótast út. En hann fann, að S honum bjó líka stormur. Hann svaraði fremur kuldalega: — Jeg þykist ekki vera lmúður til að opin- bera neitt um það. — Nei — það skil jeg vel. Jeg þurfti raun- ar ekki að spvrja. Jeg veit það. Þið munvið bú- ast við, að þoir reynist ykknr dropasamir þeir dönsku. Hildur kom með kaffið til þeirra í þesuimt svifnm. Hún sá þá standa Jjardagabvvna, óvægna og eggjancli andspænis hvor öSrum. Hún bendi til inst inni við hjartað. En hún brosti. Og nú eins og fyr fylgdi þessu brosi sá máttur, að stormurinn brantst elcki út. Þorbjörn stóð stvvtt við. VI. Það var farið að havvsta. Sumardýrð Revkjn víkurbæjar um garð gengin — sólsetrin óvið- jafnaníegu, litirnir fögru, kvöldin, sem lyftvi’ sáliun mannanna upp í dularfvvlla dýrð, svo að- missætti og öll úlfúð glejnmdist. Nú steyptvv haustdægrin liverri rigningarskúr- ínni eftir aðra vfir bæinn. Göturnar urðu að' botnlausum forarvilpnm, og þar sem halli var„ streymdu ógeðslegar læbjarsitrur í allar áttir. Ilúsin stóðu Jmipin dag eftir clag og sýndvist Jirista af sjer regnið, þegar gusumar sópnSust niður af þakskegigjunum og gerðu þann, sen* fyrir varð, holdvotan og skapillan..

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.