Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 18.01.1924, Qupperneq 3

Lögrétta - 18.01.1924, Qupperneq 3
LÖGRJETTA s af mikilli siiild. Jeg minni á þess- ar: Prú Alving í ,Afturgöngum‘ Ibsens. Hjördís í ,Víkingunum á Hálogalandi1 eftir Ibsen. Norma í ,Vjer morðingjar' eftir Kamban. Halla í ,Pjalla Eyvindi1 eftir Jó- hann Sigurjónsson. Prú Sigríður í ,Skipið sekkur' eftir Indriða Em- arsson. Prúin hefir sagt mjer, að af þessum hlutverkum hafi sjer þótt vænst um að „fá að leika“ frú Alving. pá hefir hvin og leikið fáein drengjahlutverk. Jeg minni á Spatz í ,Trú og heimili' og Gvend í ,Skuggasveini‘, sem mjer hefir ekki auðnast að sjá, en allir segja mjer að hafi tekist með afbrigðum vel. pá er enn eftir ein tegund hlut- verka, sem ekki má gleyma. pað eru kerlingamar, sem frú Guðrún hefir sýnt okkur. Pyrsta kerling- in hennar mun hafa verið Ingi- ríður í ,Ljenharði fógeta'. Ingi- TÍður segir ekki nema örfá orð, en jeg var gersamlega gagntekinn af því, hvað þau fáu orð voru sögð nf ástríðuþrunginni list. Síðan man jeg eftir að við hafa bætst af þeirri tegund Amman í ,Tengda- pabba' eftir Gejerstam. Snjólaug í Jjjemharði fógeta'. Engilráð í .Bónorði Semings' eftir Pál Stein- grímsson, og síðast en ekki císt pura í ,Tengdamömmu‘ eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Prú Guðrún veitir nú Leikfje- laginu forstöðu. Aðstaðan er í ölluHi efnum afar örðug: húsnæð- isskortur, fjárskortur, leikenda- s.kortur — alt þetta á hún við að stríða. En hún, eins og alt þetta listelska fólk, sem hefir verið að berjast við að halda uppi leiklist hjer í bæ síðasta aldarfjórðung- inn, getur ekki til þess hugsað að alt leggist niður og starf þess renni ivt í sandinn, og er að vona, að einhverntíma rætist úr. Með þeim hug eyðir það meiru af kröftum en flestir munu geta gert sjer í hugarlund. 1 kvöld þakka Reykjavíkurbú- ar frú Guðrúnu fyrir hennar mikla og góða starf, með því að fylla Iðnaðarmannahúsið. Minna geta þeir ekki gert. 15. jau. 1924. Einar H. Kvaran. iurii a f Tímanum stóð síðastl. laugar- <dag grein um Sparisjóðinn á Eyr- nrbakka, og var því haldið þar fram, að sjáA'arútvegurinn væri etöðvaður þar eystra, þangað til útgert væri um framtíð spari- sjóðsins, og var látið svo, sem hallæri vofði yfir Eyrarbakka og Stokkseyri af þessum ástæðum. Morgunblaðið hefir átt tal um þetta við tvo merka menn, annan a.f Eyrarbakka, hinn af Stolcks- <eyri, og eru þeir báðir mikið við útgerð riðnir. peir segja, að grein Tímans um þetta mál sje tóm vitleysa; allir bátar á Eyrarbakka og Stokkseyri verði gerðir út, og •áð þar sje alls engin neyð yfir- vofandi. Einnig segja þeir, að það sje almennur vilji þar eystra að Sparisjóðnum verði haldið áfram >eins og verið hefir. Arne Garborg. Síðustu skeytin segja frá því, ■að einn af hinum helstu Norð- anönnum nútímans, skáldið og rit- höfundurinn Arne Garborg, sje •dáinn. Hann hafði nú um mörg ár verið einn þeirra manna, sem Tuest bar á í andlegu lífi Noregs og merkasta skáld hinnar ný- norsku málhreyfingar. Ilann er ■einnig nokkuð kunnur hjer á landi af ritum þeim, sem þýdd Lafa verið eftir hann á íslensku, af Bjarna Jónssyni frá Vogi (Hul- iðsheimar og f helheimi) og Árna •Johannssyni (Týndi faðirinn). — Annars hafði Garborg skrifað mik- ið og um margvíslegnstu efni, ljóð, sögur, leikrit, blaðagreinar ogþýð- ingar. Hann er fæddur á Jaðri 1851, varð stúdent 1875, fór síðan að fást við biaðamensku og skáld- skap og lifði oft. við brigðul kjör og skarðan hlut. Hanu gerðist einn hinn helsti forvígismaður ný- norskunnar og skrifaði rit sín á því máli, og hefir meira en flestir aðrir orðið til þess að festa það og styrkja sem bókmál. Af bókiun hans má, auk þeirra, sero fyr eru nefndar, minna á Bondstudentar, Mannfolk, Trætte ! Mænd, Hjaa ho mor og Uforsonlige,' og auk þess eitt bindi með safni( af blaðagreinum (Politik) og þýð- ing á Odysseifskviðu Hómers. ■— Blöð þau, sem Garborg var helst við riðinn voru Pedreheimen, sem liann gaf sjálfur út, og síðan 17. Maj. Hann þótti ritsnjall maður og rithvass í greinum sínum og kom víða við í norskmn þjóðmál- um, enda voru allmiklir róstutím- ar í andlegu lífi þjóðarinnar á þeim árunum, þegar hann Var í broddi lífsins. Má þar t. d. nefna hinn svo nefnda „sædelighedsde- bat“, um og eftir 1880, og risu öldur þeirrar deilu mjög hátt og soguðust inn í hana beinlínis og óbeinlinis, flestir helstu rithöfund- ai Noregs á þeim árum. Seinna komu isvo ýmsar trúaröldur og stjórnmálaþjark, og settu mark sitt á sum rit Garborgs, eða efnis- A'alið, þótt ritskýrendur geri stund um of mikið úr þeim a.ðkomu- áhrifum og sinnaskiftum, sein hann hafi tekið. Hann hefir einu- sinni sjálfur mótmælt einni slíkri grein, þar sem talað hafði verið um sinnaskifti norrænna skálda um aldamótin og þeir teknir sem dæmi August Strindberg, Johaun- eg Jörgensen og Garborg. par seg- ur m. a. (1919): .... med alt det jeg kann ha lært i mi'ne siste 35 aar, so veit eg ikkje av, at eg har „umvendt mcg.“ — Minst skulde eg vel kunne umvende meg til den romantiken eg livde paa i ti-tolv- ungdomsaar, og som eg daa vart fullt ferdug med“. En hann segir líka ennfremur: Lat gaa -— nokon strid realist er eg ikkje heller. Fullvel veit eg, at skiftande synsmaater og former hev sin rett, .... og sjölv hev eg til ymsa tider freista fleire former og maatar, alt etter emne eg kadde. for meg“. Hinsvegar er það ekki nema eðlilegt að sumu leyti, að menn hafi litið þannig á verk Garborgs, sem sagt var, svo ólík sem þau að ýmsu léyti eru og fjölbreytt. Sumstaðar eru það líf og hugsan- ir fríhyggjumannsins og „bohem- anna“, sem hann lýsir, sumstað- ar efa og sálarstríði eða sterku trúarlífi í ýmsum myndum, stund- mn ofnu saman við lýsingar á norskri náttúru og þjóðtrú. Og sumt af því besta sem Garborg hefir orkt er einmitt í þessum anda, og hefir hann þá jafnframt þar víða skapað hinn besta og ljettasta ljóðræna skáldskap sinn. Engin tök eru á því hjer að sýna það með dæmum, en ofurlítið má sjá það, og málblæ hans, á vísu- parti eins og þessum: Aa nup i nakken og stup i bakken og tipp paa taa; aa rekk i ringen og svip i svingen og hopp-i-haa! Og det er sleik-i-sol og det er leik-i-sol, og det er glim-i-li, — og det er stim-i-li, og det er kvitter og bekkje-glitter og lognt i kraa. Annars væri það vel þess vert, að fslendingar kyntu sjer betur en gert er ýmislegt úr nýnorskum bókmentum, hvað sem menn ann- ars vilja segja um hreyfinguna í heild sinni. Og hvort sem það er sanngjarnt eða ekki, virðast marg- ir íslendingar hafa óbeit á mál- inu sjálfu, virðist það hvorki fugl nje fiskur, miðað við sitt eigið mál. Má vera að nokkru valdi um þetta ókunnugleiki, því nýnorskar bækur sjást hjer aldrei í búðum, þó sumir ríkismáks Norðmennirnir sjeu meðal hinna mest lesnu er- lendu höfunda hjer. Af nýnorsk- um höf. mun tæplega nokkur hafa verið kunnur hjer að ráði nema Garborg. Og hefir hann líka sjálf- sagt verið einna sjerkennilegast- ur og glæsilegastur og jafnframt fjölbreyttastur barningsmaður af þeim öllum, hvernig sem list hans og lífsskoðun verður annars dæmd. Og sennilega hefir kona lians, Kulda Garborg, lýst því atriði sanngjarnlegast í grein, sem hún skrifaði einusinni um mann sinn fyrir Gerhard Gran ritstjóra: Áður fyr heyrði jeg menn altaf tala um vantrú Garborgs, nú stag- ast menn stöðugt á trú hans, og ennfremur segir hún seinna: Hann hefir ekki á síðustu árum snúið við til hinna skuggalegu guða feðra sinna. Hann hefir bar- ist áfram til hinna björtu guð- anna, til trúarinnar á hið góða í manninum, og þar með til þeirrar lífsins nægjusemi, — að ekki sje notað svo sterkt orð sem lífsgleði — sem hann áður vantaði. Vþg. Erl. stmftegnir Khöfn, 11. jan. Skilnaðarhreyfingar í pýskalandi- Prá Köln er símað, að fimm bin- ir helstu skilnaðarleiðtogar í Pfalz hafi verið myrtir í Speyer. Skiln- aðarmennirnir kváðu iengi hafa haft í undirbiiningi tilraun til nýrrar byltingar. peir höfðu einn- ig haft í frammi ýmsar ógnanir Aið íbúana, svo þeir risu upp til bardaga. Pranskar setuliðsher- sveitir ruddn að lokum göturnar. Eftirlit bandamanna. Prá Berlín er símað, að eftir- litsnefnd frá bandamönnum í sam- einingu hafi á ný tekið upp hern- aðareftirlit í pýskalandi og byrj- að í Miinclien. Belgía og Rússland. Prá Bruxelles er símað, að aft- ur sjeu tekuir upp samningar um Stjórnmálasamband milli JBelgíu og Sovjet-Ríisslands. Neðansjávarskip ferst. Prá London er símað, að enskt neðansjávarskip hafi sokkið við Portland; hafði rekist á herskip. Skipshöfnin öll, 30 manns, fórst. Khöfn, 12. jan. pýsk þjóðhátíð. Símað er frá Hamborg, að dag- ana 19. og 20. janúar ætli sam- band þjóðernissinna í pýskalandi að halda þjóðhátíð í Cassel til þess að minnast stofnunar þýska ríkjasambandsins. Verða Hinden- burg, Ludendorff og ýmsir aðrir hershöfðingjar staddir á þessari samkomu. Alríkisstjórnin í Berlín hefir leyft, að hátíðahöld þessi megi fara fram. Berlín gjaldþrota? Talið er, að Berlínarborg sje nú um það bil að verða gjaldþrota. Til dæmis um þetta má nefna, að borgarstjómin getur ekki greitt starfsmönnum borgariimar kaup þeirra fyrir janúarmánuð, nema smátt og smátt. Borgarstjórninni hefir ekki tek- ist að fá samþykki fyrir frumvarpi því, er hún hafði borið fram, nm að hækka skatta og skyldur til borgarinnar um 33% (miðað við pappírsmörk), Venizelos. Venizelos, fyrv. forsætisráðh. Grikkja, hefir tekist á hendur að mynda nýja stjóm í Grikklandi. Khöfn 14. jan. pingrof í vændum í Frakklandi. Símað er frá París, að biiist sje við þvíy að Poincaré leysi upp franska þingið í byrjun marz, með því að efast sje um, að meirihluti kjósenda sje fylgjandi stefnu stjórnarinnar í utanríkismálum. — Annars er kjörtímabilið ekki út- runnið1 fyr en 31. maí, en ýms blöð krefjast þess, að kosningar fari fram sem fyrst. Morð skilnaðarforingjanna í Pfalsz. Blaðið „Times“ í London kallar morð skilnaðarforingjanna íPfalsz blóðugan liarmsöguleik, er sprott- inn sje af frönskum skrípalátum. Eru skilnaðarmennirnir kallaðir flokkur ,.angurgapa“ og ofstæk- ismanna, og byggist völd þeirra á vernd Frakka. Morðingjarair hafa sloppið burt úr hernáms- SAræðinu til pýskalands. Verkfall í Englandi. Hætta er talin á því, að .járn- brautárverkfall skelli á í Eng- landi, Aægna þess að brautafje- lÖgin vilja lækka laun kyndara frá 9 shillings til 23 shillings á viku. Dregur þetta námuverk- fall á eftir sjer. Pormaður bæjarstjórnarinnar í Berlín hefir lagt niður starf sitt vegna framkomu þýskra þjóðern- issinna. pjóðræðisflokkurinn og ,.demokratar“ hafa neitað að lcjósa nýjan formann, svo að bær- inn stendur uppi án framkvamida- stjórnar og fjár. Er búist við að ríkis skipi fulltrúa til að stjóraa borginni. Sátt í Fiumemálinu. Á fundi ráðherra Litla Banda- lagsins í Belgrad hefir Amrið und- irritaður samningur um Piume. Borgin verður ítölsk en hÖfnin jugoslávísk. Eru ítalir vel ánægðir með þessi máialok. Khöfn 15. jan- Norskt skáld látið. Norska skáldíð Arni Garborg er- látinn 73 ára að aldri. Frönsku fjármálin. Símað er frá París, að versiun- arkauphöllin þar hafi sökuih' 6- venjulegrar gengishækkunar á sterlingspundum og dollar stöðvað gengissskráninguna í gær. Gengi franska frankans heldur áfram að falla, þrátt fyrir yfirlýsingar-þær, sem stjórnin hefir gefið um vænt- anlegar endurbætur á fjárhags- ástandinu og öryggisráðstafanir gegn gjaldeyrisbraski. Stjórnin er að hugsa um, að leggja löghald á eignir franskra borgara í erlendum gjaldeyri, sem búist er við að nemi 10 miljard gullfrönkum, selja ríkis-einkasöhi- fyrirtækin o. s. frv. Nefndastörf- Alþjóðanefnd sú, sem skipuð var af skaðabótanefndinni í París til þess að rannsaka gjaldþol pjóð- verja, og skipuð er sjerfræðing- um í fjármálum kom fyrst saman í gær. Formaður hennar var kos- inn Ameríkumaðurinn DaAves hers- höfðingi, sem er sjerfræðingur í f j árhagsáætlunum. Hin sjerfræðinganefndin,er skip- uð er til þess að rannsaka iimi- eignir þær, sem pjóðverjar léýni erlendis kemur saman á mánu- daginn. ítalix og Júgóslavar. ' Símað er frá Belgrad, að samn- irígur sá, sem gerður hefir verií milli Itala og Júgóslava, um Pi- ume, sje háður því gruadvállar- skilyrði, að ítalir viðurkenni Rap- allo-samninginn. Pá Italir fuíl um- ráð yfir allri stjórn Piume, en Júgóslavar fá að nota höfnina í Fjume í 50 ár. ítalir og Júgóslavar gera með sjer verslunarsamning, sem haigt er að auka við og gera að hervarnarsamningi. Englendingar rannsaka. Símað er frá Berlín, að enska stjómin hafi gert ræðismann sinn í Miinehen út til þess að rannsaka framkomu skilnaðarmanna og Prakka í Pfalz. Stjórnin í París hefir kvatt liðsforingja einn til þess að fvlgja honum eftir hvar sem hann fari. Khöfn 16. jan. V antr austsyfirlýsing á ensku stjómina. Simað er frá London, að enska þingið hafi verið sett í gær. — pegar konungur hafði haldið há- sætisræðu sína tók verkamauna- foringinn Rarnsay MacDonald til máls og vítti kröftuglega stjóm- arferil Stanleýí Baldwins og ráðu- neyti hans. KAað hann stjóraina ekki njóta trausts þingsins, og kváðu þá við samþykkishróp frá báðum andstöðuflokkum stjómarinnar, Aærkamannaflokk- inum og frjálslynda flokkinum. I ræðulok bar hann fram tillögu um að lýsa vantrausti á stjórnina. Er búist AÚð að atkvæðagreiðsla fari fram um vantraustsyfirlýs- inguna á mánudaginn kemur. ■■■■t •

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.