Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 18.01.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 18.01.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTa Jarðskjálftar í Japan, Jarðskjálftar liafa orðið á ný í Jokohama í Japan. Hafa 600 pús iirxmið, en nm 250 manns beðið bana eða særst. Erlendur gjaldeyrir í Ameríku. Símað er frá New York, að er- lendur gjaldeyrir allra þjóða hafi fallið ákaflega á kauphöllinni þar. pýska markið. Símað er frá Berlín. að ster- lingspundið sje mí skráð þar á 18 biljónir marka, dollarinn á 4,2 bil- jónir marka og dönsk króna á 730 miljarða. ----o—--- 1) AGBÓK. 16. jan. Eimskipaíjelag íslands hefir gefið 4t nú eftir áramótin handhsegt og amekklegt kver, er hefir inni að halda ýmislégt viðvíkjandi farm- og far- gjöldum fjelagsins, viðkomustöðum skipa þess, og einnig áætlun skipiuna aa«ta ár. Aætlunin er með nokkuð öðru sniði, en áætlanir þær, sem fje- Igaið hefir gefið út áður. Breytingin er einkum falin í því, að hver lands- hfuti er nú hafður sjer, og eru þá tilgreindar allar ferðir tii og frá þeim landshluta en ekki getið nema aðal- faufnarinnar í hinum landshlutunum. Er þetta mjög handhægt, því alla viðkomnstaði skipins þar má sjá með því að fletta upp þeim landshluta. Annað það, sem kver 'þetta ' hefir iani að halda, er skilmálar um vöru- ímtninga, npplýsingar fyrir farþega, atbugasemdir við ferðaáætlunina, far- gjötd vestur og norður, suður og aust- ur, ög milli landa, flutningsgjöld inn- anlands og utan. Kort af íslandi er í kverinu og er það mikill kostur. Ættu sem flestir, sem nokkuð ferð- aot á sipum fjelagsins að afla sjer þessa kvers, því í því er hægt að sjá flost það, sem snertir ferðina. Völu-Steinn. Eitt af merkustu forn- kvæðum okkar er Völuspá. En því merkilegra er það, að menn vita ekki, effa hafa ekki vitað, hin minstu deili á höfundi þessa ágæta verks. Hann liefir gleymst, en verkið lifað. Pað vakti því mikla athygli, þegar það wtnaðist, að prófessor Sigurður Nor- dal ætlaði að koma fram með algert nýmæli í þessu efni — ætlaði að benda á höfund Völuspár og færa iikur fyrir og rök að því, að Völu- 9teinn svo nefndur væri höf. þess. Mutti hann þetta erindi á’ Alþýðu- fræðslu Stúdentafjelagsins á sunnu- daginn, og var aðsókn svo mikil, að stúdentafræðslu fyrirlestrar munu aldrei hafa verið jafnvel sóttir. Sýnir það greinilega, að efnið er mönnum hugleikið. Um erindið er það að segja, að það var afburða gott. Ann- að mál er það, hvort mönnum hefir fundist prófessorinn taka af öll tví- mæli um höfund kvæðisins. En hitt er óhætt að fullyrða, að þeim rökum og líkum tefldi hann fram, sem i.nt mim vera að finna í þessu máli. Svo mikil fjarlægð er nú orðin milli þess manns, sem orti Völuspá og okkar, sem nú lifum, að erfitt er að grafa sönnunargögn fram úr því dimma djúpi. Prófessorinn hvggur að höfundurinn sje Völu-Steinn sá, er bjó í Bolungarvík síðast á 10. öld, og var sonur puríðar sundafyllis, er þar nnm land. (lera má ráð fyrir, að Sigurður Nordal hafi ekki sagt sitt síðasta orð um þetta, heldur verði það honum rannsóknarefni enn nm Inmga hríð. Ör Suður-pingeyjarsýslu er skrif- að 17. des. 1923: Hjeðan eru þær ■"írjettir helstar, að tíðin hefir verið, frá því síðan rjett fyrir höfnðdag, stórkostlega ill. Svo ramt kvað að krapahríðum í alt haust, og fram í nóvember, að ekki var unt að þurka lambsbjór á þönum. Eldiviður og hey stór'skemt, það sem ekki var undir járni. Síðan krapahríðum lauk, sí- feldar hríðar og byljir, jarðbönn svo að segja um- allar sveitir síðan um veturnætur. — Mjer dettur í hug þegar jeg les árferðisannál porvaldar fróða, að stundum muni hafa sjest yfir á fyrri dögum, að segja greini- lega frá veðráttu, þegar engin biöð voru til, þar sem nú svo er um Ak- ureyrarblöðin, að af þeim verður alls ekki sjeð, að þetta síðasta snmar eða haust, hafi verið tíðarfar, sem fá- dæmum sætir. Sú óhemju bleyta, sem úr loftinu vall hjer norðanlands í sumar og baust, kom öll úr norðanstri og er þess þá að vænta, að sunnanlands og vestan, hafi betnr blásið. — páð var til nýlundu í sumar hjer í ping- evjarsýslu, að skógarþrestir óteljandi voru heima við bæi og jafnvel inni í húsum alt fram að veturnóttum. Rjúpur voru og nærgöngular síðari hluta sumars. Jeg tala. nú ekki om tnýs, þegar haustaði. Bankastjóraskifti eru að verða við Landsbankaútbúið á Eskifirði. porgils Ingvarsson, sem verið hefir á síð- astliðnum árum bókari í Landsbank- anum, tekur við forstöðu úthúsins, en Guðmundur Loftsson, núv. banka- stjóri, verður aftur bókari í Lands- bankanum. Helgi Sveinsson, fyrv. bankastjóri á ísafirði, hefir frá því í haust sem léið verið við útbúið ál Eskifirði, en er nú á förum þaðan og kvað koma hingað suður. 1C. jan. Slysfarir. pað slys vildi til fyrir stuttu norður í Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu, að maður að nafni Ciuð- laugur Sigurjónsson beið bana af byssuskoti. Yar hann á fuglaveiðum á sjó, og við eitt skotið hljóp „pinn- inn" í bysunni úr henni og í gegnum hcfuð mannsins. Er því um kent, að púðrið liafi verið of sterkt í skothylk- jum þeim, er hann notaði, því svipað tilfelli hafði komið fyrir hjá föður Guðlaugs, en hann notaði samskonar skothylki. Guðlaugur var maðnr á besta aldri, hraustmenni og duglegur. Lætur hann eftir sig ekkjn og sex kornung börn. 17. jan. Porsteinn Björnsson cand. theol. er nýlega kominn til bæjarins úr langri ferð uui Dala-, Barðastranda- og Sirandasýslu. Ennfremur dvaldi hann í Borgarfirði um jólaleytið. Hann segir verið hafa harðindi á Strönd- um, en nokkurn afla á Steingríms- firði. — Samsæti var frú Guðrúnu Indriðad. haldið í fyrrakv. á 25 ára leikafmæli hennar, eftir sýningu á „Heidelberg' ‘. Yar það haldið í Iðnó. Sátu það leik- endur allir í „Heidelberg“, meðbmir Leikfjelagsins og gestir, eða um 100 manns. Ræður fluttu E. H. Kvaran, fyrir minni frúarinnar, Helgi Helga- son, Thor Thors stud. jur. kveðju og þakkir frá stúdentum, og var það jhin snjallasta ræða. Ennfremur frú Guðrún og Indriði Einarsson. Fjöldi heillaóskaskeyta hafði frúnni borist. Kennarar bamaskólans í Reykjavík hafa ákveðið að gangast fyrir því, að stofnaður verði sjóður í aniuniugu um Morteu Hansen skólastjóra. Beri sjóðurinn naí'n bans, og sje ákveðnum hluta árs- teknanna varið í þarfir fátækra skólabama í Reykjavík. Yjer teljum það víst, að fjölmargir ungir og gamlir nemendtrr skólastjórans, vinir hans og kunningjar hjer í Reykjavík og annars- staðar, sjen fúsir að heiðra minningu hans og sýua það í verki meí því að leggja fje í sjóðiun. Morten Hansen vann æfistarf sitt í Reykjavík og bar sjerstak- lega fyrir brjósti heill ungmenna. Vildum vjer, að sjóðurinn gæti að einhverju leyti fullkomnað hugsjónir hans. pykir oss því rjett, að æskulýður Reykjavíkur njóti góðs af sjóðnnm. Leyfum vjer oss lijermeð að kynna almenningi þetta málefni- peir, sem vilja styðja það og leggja. fje til stofnunar sjóðsins, era beðnir að snúa sjer til einhvers af oss undirrituðum fyrir lok mars- mánaðar þ. á., og er gefendum veittur kostur á að gera tillögur um starfsemi sjóðsins innan þeirra. takmarka, sem áðnr er að vikið- Munu’ tillögurnar verða teknar til greina, svo sem auðið er, í skipu- lagsskrá sjóðsins, sem samin verðúr, þegar stofnfjársöfnun er lokið. Reykjavík 16. janúar 1924. Sigurður Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Guðr. L. Blöndal. Fríkirkjuveg 1. Grundarstíg 17.. Miðstræti 6. Við sýninguna á „Heidelberg“ nm kvöldið, hafði verið troðfult hús og bárust leikkonunni margir blómvend- ir á leiksviðið, og var hún oft kölluð fram eftir sýningu. Hjeraðsmálafundur Vestur ísafjarð- arsýslu var haldinn tvo undanfarna daga og voru mörg mál þar til um- ræðu, svo sem venja er til. Er þessi fundur sá 25 í röðinni. peir hófust laust eftir 1890, og vorii fyrst ekki hnldnir nema anuað hvort ár. pessi síðasti fundur sendi nokkrum gömluns Vestfirðingum hjer, er áður hafa tekiíS iþátt í þessum fundarhöldum kveðjui sína. par á meðal var Sigurður Sig- urðsson ráðunautur. Fjekk hann svo. hljóðandi skeyti: „Tuttugasti og fimti þing- og kjer- aðsmálafundur Vestur-ísafjnrðarsýslu, sendir yður kveðju sína, með þakklæti fyrir gamla samvinnu“. Jafnaðanmaðurinn. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. MoTin hlupn við fót um götumar, brettu upp kápukragana og gutu hornauga á þá, sem fram hjá fóru. Þegar menn yrtu hver á annan, voru svörin stutt og hrollur í röddinni. En umræðu- efnið var það sama — hvaS bærinn væri óum- ræðilega leiðinlegur og dapurlegur. En það rigndi samt. Og forin jókst og kolmóirauðar lækjarsprænurnar láku ólundarlega niður í göturennurnar — þar sem þær voru til. — Einn þessara rigningardaga sat Egill ritstjóri inni á skrifstofu sinni og var að ljúka við grein í „Dögun“. Hann hafði daginn áður átt tal við suma stuðningsmenn blaðsins.. Þeir höfðu látið undrun sína í ljósi yfir því, að hann skyldi ekki minnast á verkfallssjóðinn í blað- inu og allan gauragang Þorbjarnar. Ilvort hann hefði lesið síðustu greinamar hans í „Þjóð- inni“ ? Þær væru skrifaðar í rammasta bylting- aranda. Egill hafði svarað þessu fáu. Hann fann, að þeir höfðu mikið til síns máls. Og við það va.rð hann að kannast fyrir sjálfum sjer, að áreiðanlega hefði hann verið búinn að segja eitthvað um þetta, ef Þorbjörn hefði ekki átt hlut að máli. Hann k%Teinkaði sjer við að bera á hann orðsins vopn. Hann vissi af sjálfsreynslu, að eftir þau hafa oft orðið dýpstn sárin. En þegar hann kom heim, fór hann að hugsa rækilegar um þetta. Niðurstaðan af þeirri um- hugsun varð sú, að hann skrifaði grein — fvrstu árásina á Þorbjörn. Hann skrifaði sig heitan — ljet hvassvrðin fjúka. Hann vissi, að við og við draup eitur úr pennanum. En hann hirti ekki um það. — Eitrið mætti drjúpa. Þegar hann hafði lokið við greinina, fór hann meS hana í prentsmiðjuna. Ilann mundi ekkert eftir loforði sínu við Hildi — að liún fengi að sjá hverja grein um Þorbjöm. Og ,,Dögun“ kom út daginn eftir án þess, að hann heföi dregið lír nokkru orði í greininni. Þorbjörn var á gangi niðri í Austurstræti um það bil að blaðið kom út. Ilann náði í það hjá götusalanum, stakk því í vasa sinn og fór Thn á „Hotel ísland“ og bað um kaffi. Á meðan hann drakk það leit hann yfir blaðið. Hann rak strax augun í greinina um sig. Hún bær hina sakleysislegu yfirskrift: Hláturinn í bœnum. Hann gat ekki að því gert, að hann fekk hjartslátt og í hug hans læddist ónotalegur geigur. En hann las samt — hljóp yfir greinina í einu vetfangi, fann eitrið sýkja hug sinn af reiði og hefndarlöngun. Hann drakk úr bollan- um, borgaði og hraðaði sjer lieim. Þar las hann greinina aftur og í það sinn ró- lega, yfirvegaði hverja hugsun og hvert orð. Greinin var einn dálkur, en samanþjöppuð af sárbiturri hæðni. I henni var skýrt frá, aö verkamenn væni búnir að fá nýjan ritstjóra og foringja, drenghnokka einn, nýskroppinn úr háskólanum. En þessi hnokki væri svo fullur af vindij að hvast liefði orðið í verkamannaflokkn- um síðan hann hefði smogið þar inn. Stiltustu og gætnustu verkamenn væru orðnir fullir af sama vindinum. Þessi drengsnáði ætlaði sjer að bylta hjér öllu iuu og segði frá því í blaði sínu. Hann þættist vera bjargvættur lýðsins, sendur af guði til þess að leysa hina kúguðu úr áþján. En auðvitað væri þetta alt saman tómur vindur — vindur. Snáðinn ATæri bam, sem ekki vissi hvað hann væri að segja. Og nú væri svo komið, að allur l>ærinn hlægi að piltungnum. Eftir nokkrar vikur færi öll þjóðin að hlægja. íslend- inguui væri hláturinn liollur. Nii fengju þeir tilefni til margra ára ánægju. Þorbjörn SAreið undan þessari miskunarlausu hógværð. Honum hafði aldrei dottið í hug, að haun yrði tekiun þessum tökum. Beiskar og þungar skammir gat hann þolað. En þetta ekki. Ilann lagði blaðið frá sjer og gekk um gólf. Hann hugsaði sjer að svara á þann veg, að EgilJ ritstjóri yrði að kannast við, að hann væri ekki neinn drenghnokki. Eftir þá grein skvldi hlát- urinn minka. ..Þjóðin“ átti að koma út eftir tvo daga. Það var best að fara að lmgsa efni greinárinnar strax. Hann var nýsetstur við skriíhorð sitt, þegar formaður .verkamannafjelagSins kom inn. með eitt eintak af „Dögun“ í hendinni. ITonum var atiösjáanlega mikið niðri fyrir. — Hefurðu sjeð „Dögun“ t spurði hann og rjetti Þorbirni blaðið. — Já — og lesið bana líka. — Hvernig lítst þjer á? spurði GeirV — Hvemig lítst þjer á? — Mjer lítst þannig á það, að nú átt þú að taka. af skarið og draga ekki af. Hjeðan af er ekki til neins að fara mjúklega að þeim. Þorbjöm sagði ekld neitt en kinkaði kolli. Þeir ræddu þetta um stund. Geir hvatti hanm í sífellu, að skrifa harðorða gréin, hvassa grein.. bjóða byrginn, steyta hnefann framan í okur- karlana. Nxi skyldi hann sýna þeim í tvo heim- ana. Strax og Geir var farinn, fletti Þorbjöm upp- í höfuðriti Marx „Das Kapital“ og las kafla í. því. Síðan tók hann norsku þýðinguna af bók Krapotkins, „A’ la recherche du pam“. og las- lengi í lienni. Haxm hngsaði með sjer, að það væri gott að láta þessi tvö stórmenni koma jafn-- vægi á hugsanir sínar áður en hann byrjaði. Nú fanst honurn sæmd sín liggja við. — Hann las og skrifaði þar til klukkan var & um nóttina. Þegar hann stóð upp frá skrifborð- inu mundi hann, að hann hafði ekki fari.ð og borðað kvöldverð. Og það var orðið lcalt innii — dautt í ofninum fyrir löngu. Hann drakk kaldan tesopa og fór síðan að'* bátta. Um leið og hann fór upp í rekkjuna, tók: liann Ijósmynd, sem stóð á nátt.boi-ði við rúm- ið. Hann horfði lengi á hana í þögulli aðdáun, Síðan slökti hann ljósið. Þetta sama kvöld kom Hildur inn í skrif - stofu manns síns með „Dögun“ í hendinni. Rit- stjórinn sat við skiúfborð sitt og las í erlend- um blöðum. Frúin var óvenjulega alvarleg. Hún settist k' stólinn við skiúfborðsendann og beið þess, að*' maður hennar liti upp úr blaðinu. — Langar þig út, Hildur? spurði hann þegar hún var nýlega setst. Hildur leit raunalega. á mann sinn og sagðií — Því sveikstu loforð þitt, Egill? — Loforð mitt! Hvað áttu við? Ilildur benti á greinina um Þorbjörn í „Dög- i“. — Því ljetstu mig eklri sjá þetta eins og þú: hafðir lofað. Ritstjóranum varð dálítið hvei'ft við. — Þetta máttu til að fyrirgefa mjer, ásti*. mín. Jeg gleymdi þessu. Því máttu trúa! — En þetta var illa gert af þjer, Egill! — Jeg játa, að jeg brást þjer 1 þessu. En það stafar af gleymsku, hreinni gleýmsku. ekki af ásetningi. En svo er annað, Hildur. Þó jeg hefði sýnt þjer greinina, hefðir þú ekki fengið mig til að breyta einu orði í henni. Þorbjörn á> þetta skilið. Hann á eftir að fá meira.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.