Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.01.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.01.1924, Blaðsíða 1
Stærsta íslenska lands- blaðiS. LOGRJETTA Arg. kostar 10 kr. innanlands erl. kr. 12,50 Skrifst. og afgr. Austurstr. 5. Bæjarblað Mor gunblaðið. Ritstjóri: Þorst. Gíslason.. XIX. Arg. 7. ibl. Reykjavfk, Laugardaginn 28. jan. 1924. í safoldarprentsmiBja h.f. Aff utanför «1 Swijjjódar og lioregs Eftir dr. Jón Helgason biskup Dómkirkjan í Björgvin er all- inikil kirkja, er rúmar ca. 3 þús. nanns í sætum. Hún var uppaaf- ilega klausturkirkja Fransiskus munka. (Til forna var Kristkirkj- an dómkirkja biskupsdæmisins, en hún var rifin skömmu eftir sið- bót). Kirkjan var troðfull af fólki. Altarisþjónustuna annaðist «:nn af prestum kirkjunnar — að nafni Irgens, •— svo jeg hafði J>ar ekki annað að gera en að stíga í stólinn. Ekki þurfti jeg að spyrja embættisbróðir minn, Hog- nestad, hvernig honum hefði lík- ■að orðið af munni hins íslenska nýguðfræðings, því að jeg var «kki fyr kominn heim úr kirkj- wimi en biskup bað mig um prje- •dikunina, til þess að láta prenta iiana í „Lutersk Kirketidende' ‘, Jiöfuðmálgagni gömlu stefnunnar þar í landi! Sá jeg á því, að ekk- •ert hafði jeg talað þar, sem hann bafði hneykslast á. Eftir að liafa snætt dögurð Keima, gekk jeg út með biskupi, til þess að skoða bæinn. Vegna anikillair rigningar fanst mjer ékki f fyrstu mikið um dýrðir. Við lcomum í ,,Haakonshallen“, hina gömlu höll Hákonar konungs gamla, sem nýlega hefir fengið nxikla og ágæta viðgerð, enda á ihún það í alla staði skilið, jafn- vtgleg og höllin er. Hafði jeg Tuikla ánægju af að skoða þetta forna hús, enda þótt mjer nafi ■alla daga verið blóðilla við Há- Kon gamla, sem jeg álít að verst Ihafi fsiendingum reynst allra kon- unga frá upphafi veraldar. En þótt rigningin spilti mjög útliti bæjarins þóttist jeg sjá, að þar hiyti að vera fallegt í góðu veðri, -8V0 fagrir sem ásarnir eru kring- um bæinn. Varð mjer ekki síst 'mjög starsýnt á „Flöjen“ (eða T'iöjfjelde), ásinn austanvert við Ibæinn, þegar dimt var orðið um ivöldið og búið var að kveikja 1 öllum húsunum upp í áshlíð- ánni. peirri sjón gleymi jeg ekki. Einn daginn komst jeg upp á ás- inn með sporvagninum, sem renn- >ur þar upp brattann, knúður af a-afmagni. Er útsjóninni þar uppi viðbrugðið, en jeg sá minst af þeirri fegurð vegna rigningarinn- ar. Um kvöldið hafði biskup boð heima hjá sjer. Voru þar auk mín h eða 6 prestar úr bænum, ásamt íkonum þeii*ra. Meðal prestanna ■var einn gamall bunningi minn 'frá yngri árum, Ole Iversen, nú stiftsprófastur þar í bænum. Hafði jeg ekki munað eftir honum þar fyr en jeg sá andlitið við guðs- þjónustuna í dómkirkjunni. Kann- aðist jeg þá strax við það, og fjekk heilsað honum eftir embætti. Við kyntumst fyrst sumarið 1899 á kristilega stúdentafundinum jnorður í Raumsdal og sjö árum seinna hittumst við aftur í Ny- slott á Finnlandi, og urðum við þá samferða þaðan suður til Iinatra og Víborgar. Var mjer mjög kært að hitta þennan ágæta mann þarna aftur, enda bar fundum okkar saman á hverjum degi meðan jeg var í Björgvin. Einn daginn var jeg í miðdegisboði heima hjá honum. petta kvöld kyntist jeg líka þeim ágæta presti Fredrik Klaveness, frænda hins alkunna Kristjaníu- prests Thorvald Klaveness. Er hann sóknarprestur við Kross- kirkjuna í Björgvin, einkennileg- ur maður í sumu tilliti, en mikill gáfumaður og í miklu áliti. Hann hefir sjerstaklega getið sjer nafn sem einarður bardagamaður gegn allskonar ósiðlæti og gjálífi. Enn var þar Frederik Tybring prestur við svonefnda Laxavogs- (Laltse- vaag) kirkju, landkunnur áhuga- maður um að gera kirkjur, þótt smáar sjeu, sem vistlegastar, enda er kirkja hans sjálfs í þann veg að verða ein af þeim byggingum í Björgvin, sem allir aðkomumenn ættu að skoða. Sýndi hann mjer kirkju sína hinn næsta dag, og er hún, ekki stærri en hún er, ein- hver fallegasta kirkja, sem jeg hefi sjeð. Hefir þegar verið kostað tugum þúsunda til að skreyta hana — í gömlum miðaldastíl — og sá kostnaður allur fengist greiddur með frjálsum samskotum innan safnaðárins. Hugsun prests- ins er sú í fæstum orðum, að taka listina í þjónustu kirknanna, svo að einnig kirkjuhxisið sjálft, ná- lega hvar sem litið er, hafi sína prjedikun að flytja þeim, er inn koma, til þess að fá þörfum sálar sinnar fullnægt í lofgerð og til- beiðslu fyrir augliti Drottins. — Minti þessi skreytta Laxavogs- kirkja mig í sumu tilliti á katóisk- ar sveitakirkjur ,sem jeg kom í suður á Bæjaralandi fyrir senn 30 árum, enda kynni einhverjum að finnast einhver katólskukeim- ur að þessum áhuga prestsins, sem vafalaust er af öllu hjarta góður sonur hinnar evangelisku kirkju. En hvað sem því líður, þá stendur mjer enginn stuggur af þeirri ,,katólsku“, og vildi jeg meira að segja óska þess, að við hjer úti á íslandi ættum meira af henni en við eigum. pví að vitan- legt er, að því vistlegri sem kirkju húsin eru, þess kærari verða þau söfnuðunum og þess ljúfara mönn- unum að sækja þangað heilagar tíðir. Auk þöss liggur í hlutarins eðli hver áhrif það hefir á sálu þess, er inn kemur, að alt, sem augum mætir, eins og kallar til hans: Drag skó þína af fótum þjer, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð! — minni hann á, að húsið, sem hann kemur iun í, er vígt heiiögum guði. pá fyrst verða kirkjuhúsin samsvar- andi hugsjón sinni sem guðshús, er allur frágangur þeirra er með þeim hætti, að einnig hann hefir áhrif á sálina, svo að hún verður viðnrtækilegri fyrir áhrifin að of- an. 1 því tilliti má margt læra af katólsku krkjunni, með henuar næma skilningi á þessum efnum. Frh. Dugleiaingor if íIiéiisI. Eftir sjera Ólaf Ólafsson prófast frá Hjarðarholti. Atvinnuleysi er nú á tímum eitt af stærstu alvöru- og áhyggjuefn- um þjóðanna. Atvinnuleysisfrjett- ir svo að segja frá öllum löndum blasa við oss í hverju blaði. pað virðist vera að verða alþjóðamein. Hjá oss er þetta mein einnig að gera vart við sig, og það allalvar- lega í hinum stærri kauptúnum, en fyi’st og fremst hjer í höfuð- staðnum, í Reykjavík. Yngri menn knnna að ætla að þötta sje hjá oss ein af fylgjum hins nýja tíma, nýtt mein; en svo er ekki; það er gamalt meiu í kauptúnum vorum og sjávarþorp- um, þótt nú sje þalð1, fólksfjölgun- ar vegna, í nokkru stæmi stíl en áður. pegar sá, sem þetta ritar, var að alast hjer upp fyrir 50 árum, var það dagleg sjón að sjá hópa af mönnum, er dag frá degi og viku eftir viku, er kom fram á vetur, stóðxx undir húsgöflunum eða við búðarborðin. Jeg hygg að mjer sje óhætt að fullyrða, að á þeim tímum hafi það ekki hvarfl- að í huga nokkurs manns að nokkrum einstakling eða þá sveit- ar- eða þjóðfjelaginu bæri nokltur skylda til að sjá þessu atvinnu- lausa þurrabúðar- og lausafólki fyrir atvinnu. Og þó hafði þjóð- f jelagið þá fyrir langa löngu ékki verið afskiftalaust um þetta mál eða afleiðingar þess. pað hafði fyrir öldum síðan ráðið' fram úr því á sína vísu, samkvæmt ’hugs- unanhætti og þörfum lands og þjóðai*, eins og þetta var á þeim tímum. Og ráðið var vistarbandið. peir, sem á þeim tímum voru farnir að eiga með sig sjálfir, og ekki gátu forsorgað sig og sína vegna atvinnuleysis, sem oftast var þá fólgið í því vi'ð sjávarsíð- una., að afli brást, þeim var, eins og nú, annaðhvoi*t rjett hjálpar- hönd af góðu fólki, eða þeir fengu styrk af hreppnum. Á þeim löngu liðnu tímum var þetta í smæri stíl hjá oss en nú. pað, sem þá mátti teljast skeina ein, er nú orðið að svöðusári. Jeg veit, að á þessum frelsis- og sjálfræðistímum má ekki frem- ur minnast á vistarband en íl í hengds manns húsi; en launa rnundi hver sá þykja maklegur, og þeirra ríflegra, er nú kynni að leysa atvinnuleysisspursmálið svo, að unað yrði sæmilega við af öll- um, ekki aðeins til bráðabyrgða, heldur jafnvel um komandi aldir. Svo langlíft varð vistarbandið hjá oss. Svo gamalt verður fátt annað en það, sem bygt er frá upphafi á víðsýnu viti og lands og þjóðar þörfum. Með vistarbandinu var sjeð jafnvel fyrir þörfum beggja — vinnuveitanda og vinnuþuxfa. Og lengi og vel var við þetta un- að af báðum. Sjálfsagt var þá kaupgjald lágt, og viðgerðir víða uijög af skorhum skamti ; enlang- víðast gekk þetta jafnt yfir báða, vinnuveitandann, húsbænduma og hjúin; matast við sama borð, setið og sofið í sömu baðstofu, gengið að sömu störfum o. s. frv. Eftir að vjer fengum löggjafar- vald, var eitthvað rýmkalð í þess- um efnum, þannig, að hjúum var leyft fyrir lítið gjald að leysa sig undan vistarskyldunni. En svo Hm 1890 steig Alþingi stóra spor- ið: að leysa til fulls vistarbandið. Var það síður en svo að nokkrar áskoranir í þessu efni, frá hjú- um landsins, lægju fyrir, og því jsíður frá húsbændum; en það var tíðarandinn, sem hjer var á ferð- ! inni; mun Alþingi hafa litið svo ^ á, að slíkt band gæti ekki lengur ' samrýmst hugsunarhætti tímans og kröfum hans. En því er jeg nii á þetta að minnast, að með þessu spori, sem hiklaust verður að telj- ast í aðra röndina menningar- spor, a!ð með því magnar Alþingi til stórra mun þa'ð mein, sem nú er að verða að sröðusári á ýms- um svæðum. Vjer verðum allir að taka við afleiðingum verka vorra, alþingi einnig. pað hlýtur, áður en langt líður, að koma til þess kasta að lækna þetta sár, eða finna hjer úrbætur. En sjálfsagt á a'tvinnuleysið á þessum tímum sjer fleiri rætur en þá, er nú var nefnd. pað er á þessum tímum svo að segja al- þjóðamein. Pað eru víst ekki svo fáir . sem líta svo á, að hjá oss stafi þetta af efna- eða peninga- leysi; — en í sjálfum Bandarikj- unum í Vesturheimi, þar sem gull eignin hefir margfaldast á síðari árum, þar er þetta sama mein í aigleymingi og svo mun víðar vera. pað getur því verið fleira en peningaleysið, sem valdið get- ur atvinnuleysi. Vinnukrafturinn er háður sama lögmáli og annað, er gengur kaupum og sölu, að þegar of mikið berst að af hon- um á einn stað, þá lækkar kaup- ið, og ef mikil brögð eru að, hættir hann að „ganga út“. pá byrjar atvinnuleysið, og neyðin þá jafn- framt hjá mörgum fyrir dyrum. Með ársvistinni gömlu var öllum þorra verkafólks þjóðarinnar sjeð fyrir þörfum hans á þeim köflum ársins, sem hjer verða svo fá arð- berandi störf unnin úti, svo sem í sveitum á vetrum, og eins viðsjó, er aflaleysistímar voru. Var þetta einn af stóru kostum vistarbands- ins. — Jeg sagði áðan, að fyrir 50 ár- um hefði engum verkamanni, sem orðinn var sjálfum sjer ráðandi, dottið það í hug, að nokkrum öðrum en honum sjálfum bæri skylda til að sjá honum fyrir at- vinnu. Oft var þá þröngt í búi, en ekkert að flýja nema til sveit- arinnar eða kaupmanna, upp &.2 væntanlegan afla. Sjálfsagt var þetta ekkert fyrirmyndar fyrir- komulag, en slíks var heldur varla að vænta hjá þjóð vorri um þær. mundir, og mun víðar hafa verið eitthvað þessu líkt. Nú er þetta alt orðið breytt. Nú telja verkamenn vorir sig alment eiga tilkall til vinnu. Geti svo nefndir atvinnurekendur ekki veitt öll- um atvinnu, eiga bæjarfjelögin að gera það, og geti þau þaí ekki, kemur röðin að þjóðfjelag- inu, ríkinu, og þetta af því, að það verði að teljast skylda hvers þjóðfjelags að sjá um, að hvert þess barn eða borgari, sem vill vinna, og getur unnið, geti lifað sæmilegu eða manni samboðnu lífi, eins og það sjer um að þeim, sem ekki geta unnið af einhverj- um ástæðum, líði sæmilega. pað hefði þurft meira en meðal sleggju til þess að hamra þessa skoðun inn í kollinn á okkar frægu forféðrum; en sem betur fer eru nú þeir tímar liðnir, er menn víluðu ekki fyrir sjer að bera út böm eða st.ytta gamal- miennum aldur, er hart var í ári. Hugsunarhátturinn hefir tekið stakkaskiftum; bann fer nú eftir alt öðrum og mannúðlegri far- vegum; hjer höfum vjer því geng- ið til góðs götmia fram eftir leið. pví aðalmarfcmið hvers þjóðfje- lags hlýtur, er öllu er á botninn hvolft, að vera það, að sem ailra. fiestum, helst öllum, geti liðið vel, liðið vel fyrir notkun þeirra hæfiíeika, sem í hverjum einum búa, fyrir framtakss#ii hvers* eins og sjálfsbjargarlöngun, og fyrir stuðniing og a.ðhlynnmgu þeira valda í hverju þjóðfjelagi, sem mestu ráða, og mest megna. En það þarf meira en að viður- fcenna að hver sá, er getur unnið, honum eigi og að veitast atvinna. Hvernig má þetta verða, svo að allir uni við, verður næsta spurn- ingin, og úr þeirri spurningu verð' ur það vald að leysa, sem mestu ræður í landinu, það vald, sem meðal annars leysti vistarbandið. Hjer verður óumflýjanlega fram- vegis að koma til kasta þings og stjórnar. Vinnuveitingarskyldan gagnvart vinnuþurfa verður ekki fremur en forsorgunarskyldan lögð á einstaklinga þjóðfjelagsins eða svo nefnda atvinnurekendur. petta viðurkenna verkamenn þegj andi, að minsta kosti að því er annan aðalatvinnuveg vom snert- ir. landbúnaðinn. Engum verka- manni mun koma til hugar, þótt atvinnu þurfi, að fara upp í sveit og segja við bónda þar: pii verður að taka mig í vinnu, hvort sem þú þarft eða ekki, og þú verður að borga mjer það kanp, er nægir mjer og mínum til sæmi- legs lífsframfæris, hvort sem bú þitt getur borið það eða ekki. — Talsvert önnur virðist afstaða verkalýðs- eða alþýðuleiðtoganna. svo nefndu vera í þessu efni, þar sem sjávarútvegurinn, einkum tog

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.