Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.01.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.01.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA s um eitthvað áfram í sönglist. Hvað myndi verða sagt um þann mann, er hjeldi fram þeirri fjarstæðu, að fella burt allar regi- nr um orðaskipun og stafsetningu í tungumálum ? Einmitt það sama jgfldir hjer; rjett stiltir tónar og tónaskipun í samhljómum er al- veg eins mikilvæg fyrir söngLst- ina eins og hitt tungumálum. í borgum og stærri bæjum er- lendis, þar sem mikið er um hljóð- færi, eru þau vanalegast stilt með nokkurn vegin jöfnu millibili, 3-— 4 sinnum á ári; jafnvel oftar, með- an þau eru nýleg. Sömuleiðis veik- bygð hljóðfæri, sem auðvitað hætt- ir mjög við að ganga fljótt úr lagi, þá er vanalega sami maðtír- inn, sem hefir hljóðfærið til eftir- lits, fyrir ákveðna borgun á ári, sem er tiltölulega lægri en annars. Með þessu móti eru stillingarnar svo miklu auðveld- ari; sá, er eftirlitið hefir, getur þá oft unnið að stillingunni á hentugri tímum, heldur en þegar hann er, eins og oft ber við, kall- gu sso^ IH iJ[a8A njgo Jngu stilla hljóðfæri, sem máske hefir ekki verið stilt um langt tímabil. Þá er stilling líka oft svo mikið verk og erfið viðfangs, að helst þarf að stilla hljóðfærið bráðlega attur, til þess að stilling geti orð- ið að verulegum notum. Sama gildir og hljóðfæri þau, sem raugt hafa verið stilt áður; hljóðfæri, sem mjög er orðið fjarri rjettri stillingu, verður með engu móti stilt svo í eitt skifti, hve nákvæm- lega sem stillingin er gerð, að það falli ekki bráðlega aftur. Þetta kemur skiljanlega af því, að því meir sem slaka þarf eða stríkka á stren'gjum, þess fljótar breytast þeir aftur; það gerir þan- þolið í strengjunum, sem veldur því, að þeir sækja ávalt nær því er þeir voru; en þegar hljóðfærið er stilt hæfilega oft er það svo lít- ið sem breyta þarf tónhæðum; þá fyrst verður stillingin að full- komnum notum og hljóðfærið í góðu lagi. Eins og áður er vikið að hjer að framan, eru þau hljóðfæri, sem sjaldan eru stilt, oft skemd crðin fyrir eftirlitsleysi, því hætt er við, að einn eða fleiri ásar (en þeir skifta hundruðum í hljóð- færi hvérju) hafi gengið úr lagi, af því að hljóðfærið hefir staðið í of miklum hita. petta kemur einn- ig oft fyrir í ljelegum h'ljóðfær- um, þó þau standi í hæfilegum htia. Þegar slíkir ásar losna, er hætt við stórskemdum, ef ekki er gætt að í tíma eða ef illa er við gert. Ýmist getur hamar losnað eða aðrir mikilvægir hlutar, og brjóta þá frá sjer, er leikið er á bljóðfærið. Þarf því að gæta þessa í tíma, svo vel fari. Oft getur sá, er stillir hljóðfærið, bent á og tek- ið vara fyrir aðsteðjandi skemd- um í hljóðfærinu, svo sem ryði, rnyglu og mel o. s. frv., sem nauð- syn er að koma í veg fyrir sem fvrst. Meira um þetta mál skrifa jeg ekki að þessu sinni; vona að menn verði nokkru nær um þörfina, er jeg hefi bent á; gæti svo farið, að þjóðin þokaðist fram á við að rjettum skilningi á gildi rjettra hljóma, og yrðu rjettlátari dómar roanna, en stundum hefir átt sjer stað um sönglistina og margt, sem að henni lýtur hjer á landi. Þá er tilgangi mínum með línum þessum riáC. ísólfur Pálsson. Jafnaðarmaðurinn. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. í sömu svipan og hún kom út á götuna, gekk Helgi Thordarsen þar fram hjá. Hann hafði ekki sjeð hana síðan hún kom heim og vjek sjer óðara til hennar og heilsaiSi henni með al- úð. Þau voru gamal-kunnug. Þorbjöm sá út um gluggann, að þau urðu samferða niður götuna. Hann vissi ekki hvernig á því stóð, að hann fjekk ónotalegan hjartslátt, eins og hann fengi einhvern beyg af Helga. Hann óskaði honum til —■ ja — til fjandans. Freyja tók strax eftir því, aö Helgi Tliordar- sen hafði breytst undarlega mikið meðan liún var erlendis. Hann var orðinn glæsimenni. Hún sá líka, að yfir honum öllum var ríkismanns- blær. Fötin voru auðsjáanlega ný og fóru ó- venjulega vel. Hún tók í einni svipan eftir tárhreinu hálslíninu, silkibindinu með demants- nælunni í, föstu og óhögguðu brotinu í buxun- um, skinnmjúkum, gulum, gljáburstuðum skón- um, fallega gráa sumarfrakkanum og hatti með sama lit. Og meðan hún var að tala við hann um veðrið, bæinn og forina, festi hún sjer í minni, hvað hárið hafði vierið gljáandi og vel greitt, þegar hann tók ofan hattinn. í hvert sinn sém hún leit á hann, gat hún ekki að því gert. að liún dáðist að háu, hvelfdu enninu, dökku augabrúnunum, beina nefinu, en þó helst aö hreimnum í rödd hans. Osjálfrátt fór hún að bera þá saman, Helga og Þorbjörn. Og sá sam- anburður varð ekki Þorbirni í vil. — Má annars ekki bjóða yður kaffi, ungfrú ? Jieg drekk kaffi sex sinnvun á dag. En mjer leiðist að drekka það einn. , Freyja þáði boðið og þau fóru inn í „Hótel ísland“. Þau sátu lengi yfir kaffinu. Tliordarsen braut upp á nýju og nýju umtalsefni og var svo frá- bærlega skemtilegur og — og — laglegur, að Freyju fanst, að hún yndi sjer hið besta. Og hún kunni því ekkert illa, að hann horfði stund- um lengi og fast á hana. Þá tók hún eftir því, að augu hans voru undarlega glampandi. full af ljóma. Hún hugsaði um það í marga daga á eftir. Þau höfðu setst við einn gluggann, er sneri út að Austurstræti. Meðan þau voru að drekka kaffið, gekk Þorbjörn fram hjá. Um leið varð liomun litið inn. Hann staðnæmdist þegar hann sá þau — gat ekki haldið áfram. Einhver leynd- ardómsfullur máttur neyddi hann til að standa þarna og horfa inn. Hann fann, að hann gerði sig að glóp með þessu. En hann var'ð að horfa inn. Þau litu út í gluggann. Þorbjörn sá undr- unarsvip á Freyju en góðlátlegan hæðnissvip á Tliordarsen. Hann stóð enn í sömu sporum. Þá brosti Freyja og kinkaði kolli til hans. Þetta bros leysti hann úr læðingi. Hann hljóp við fót leiðar sinnar. — Er Þorbjörn orðinn geggjaður? spurði Tliordarsen, hálfglettinn og liálfreiður. — Því haldið þjer það? — Hann ber sig til eins og fábjáni. — Þorbjörn hefir aðeins verið annars hugar. — Iíann má svo sem haga sjer hvernig sem hann vill mín vegna, sagði Thordarsen og tók up seðlaveski sitt. Mjer stendur algerlega á sama hvoru megin hrvggjar hann liggur. Freyju hitnaði 1 skapi. Hana langaði til að segja hispurslaust: Jeg elska Þorbjörn! Jeg þoli ekki, að um hann sje talað með lítilsvirðingu. En hún stilti sig — leit aðeins ásakandi á Thord- arsen. Hann mætti tilliti hennar. Og enn tók hún eftir þessum titrandi ljóma í augum hans. Sá ljómi sætti hana. Thordansen fylgdi henni heim að húsdyrum ritstjórans. — Eftir að Þorbjörn fór frá glugganum, var hann að hugsa um, hversvegna hann hefði stað- næmst. Hann vissi það ekki þá, en hann vissi það nú. Honum hafði dottið í hug, að hann væri að roissa Freyju. Og sú hugsun hafði firt hann öllum mætti í svip. En hún var heimskuleg. Þor- bjöm komst að þeirri niðurstöðu, að engum kæmi jafn heimskulegt í hug og ástfangnum manni. En því var Freyja með Helga Thordar- sen — þessum iðjuleysingja, sem lifði á auði, er faðir hans hafði svikið af fátækum mönnum. Thordarsen hafði setið fyrir framan unnustu hans og hún brosað til hans. Þorbjörn tók alt í einu eftir því, að hann var farinn að kreppa hnefana í frakkayösunum. Hann reyndi að varpa þessari vitlej'su úr huga sjer. Daginn áður hafði hann ásett sjer að líta inn til nokkurra verkamanna og sjá hvernig þeim liði. Hann varð að kynnast þeim betur en hann hafði gert, þekkja hugarfar þeirra, sjá inn í sál þeirra og finna til með þeim. Hann afrjeð að láta verða af þessu nú strax. Hann fór til þriggja, sat um stund hjá þeim. Að því búnu fór hann heim. Þegar hann var ný- sétstur, kom Hilmar Ófeigsson. Hilmar var lögfræðisnemi. Fyrsta stúdentsár sitt las hann við háskólann í Höfn, en hvarf svo heim og var búinn að lesa eitt ár við háskólann í Reykjavík. Þeir höfðu kjrost í Höfn, Þorbjörn og hann Ahugamál, sem báðir áttu, tengdi þá saman. Þeir ætluðu að gera litla íslenska þjóðfjelagið að ríki sameignarmanna. Hilmar hafði tekist á hendur að gróðursetja hugsjónir jafnaðarmarma í háskólanum og vinna nýja kynslóð til fylgis við þær. Þorbjörn hafði tekið að sjer það hlut- verkið, að tala til alþjóðar. — Jeg kem hjer með grein í ,Þjóðina“, sagði Hilmar. Sú skal hitta! Hún er, ef satt skal segja, ekkert annað en steyttur hnefi framan í auð- valdið. Hvert orð er eins og brugðinn brandur. Hilmar lagði handritið á borðið hjá Þorbirni. — Það er gott, Hilmar! Skrifaðu nógu hvast, nógu slcorinort. Við vinnum ekkert á nema að logi leiftri af hverri grein okkar. — Nú eru stúdentar að koma í bæinn. Jeg er búinn að tala við þá allmarga. Þeir verða ekki margir, sem ekki fylgja okkur eftir veturinn. — Af hverju dregurðu það, Hilmar? — Af því, að stúdentar eru allra manna fljót- astir að tileinka sjer nýjar skoðanir, nýja menn- ingu. Sumir af stúdentunum hafa mikið um þetta efni lesið og hugsað. Og nokkurir eru þeg- ar hrifnir — stóxlirifnir (áf þjer, Þorbjörn. Eftir nobkur ár verða allir embættismenn ís- lands kommunistar. Og þá er sigurinn unninn. — Jeg hefi ekki mikla trú á stúdentum, sagði Þorbjörn fálega. Jeg veit hvað þeir eru fastir í rásinni. — Við bíðum og sjáum hvað setur, sagði Hilmar með óbifanlegri sigurvissu. Þeir þögðu um Stund. Þorbjörn horfði á Hilm- ar og mintist þess alt í einu, þegar hann var kyntur honum í Höfn. Það var á Islendinga- fundi, í mikilli glaðværð og háreysti. Þá fyrst hafði hann heyrt Hilmar nefndan „kistilinn11. Hann var dvergur að vexti en með geisistóran herðakistil. Hálsinn sást ekki og sat höfuðið, stórt og einkennilega lagað, niður á rnilli herð- anna. Augun voru lítil, en hvöss og leiftruðu. Andlitið minti á apa, en var þó ekki ógáfulegt. Venjulegast var Hilmar stiltur. En bæri eitt- hvað á góma, sem hann hafði áhuga á, gat hann orðið tryltur. Það var einhver bruni í blóði hans, sem gat slegið út í ljósan loga áður en nokkurn varði. — Jeg var að koma ftrá nokkrum verka- mönnum áðan, sagði Þorbjörn alt í einu. — Hvað sögðu þeir ? — Þeir sögðu fátt. En jeg sá því fleira. — Hvað sástu? — Eymdina og þreytuna og fátæktina og bölvunina, sem þetta þjóðskipulag hefur í för með sjer. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Þorbjörn hafði kveikt í hinum eldfima neista, sem altaf lá falinn í sál Hilmars. Hann spratt upp af stólnum og augun skutu neistum. — Jeg þekki þessa bölvun — þú þarft ekki að lýsa henni fyrir mjer. Jeg er sjálfur fæddur í henni. En nú slcal henni verða ljett af! Eng- um skal nú framar verða leyft að sjúga merg og blóð úr alþýðunni. Við gerum uppreist, Þor- björn! Steypum þeim af stóli! Þessum harð- svíruðu kúgurum! — Þá — þá----------- Geðshræringin tók fyrir munn honum. En hann steytti hnefann iit í loftið. Þorbjörn horfði fyrst á hann alvarlegur. En svo brosti hann og sagði: — Við skulum bíða með uppreistina. En fast skulum við taka á engu að síður! — Þú ert of hæglátur og harðneskjulaus Þor- björn, hrópaði Hilmar og sótti í sig veðrið að nýju. Þú getur setið hjer rólegur, þó þú vitir, að fjöldi manna líðnr neyð hjer í bæ og alstaðar á þessu landi. Þú læður yfir blaði og talar þaí í mestu vinsemd um þetta. Jeg skyldi léta blatn ið spúa eldi og brenmsteini út yfir auðmennina'I Jeg skyldi ganga berserksgang heim til þeirra' allra og segja þeim að fara til helvítis! — Heldurðu að þeir mundu gegna þeirrj skipun þinni? — Nei — jeg býst við, að þeir mundu sitjá kjrrrir á fjaðrastólunum. — Hvað hefðir þú þá áunnið! — Líklega ekki neitt. En þeir þurfa að fá að heyra þetta. Hilmar settist. Hann skalf frá hvirfli til ilja, Höfuðið seig enn lengra niður á milli axlanna og herðakistillinn þrútnaði allur. Berserksgang- urinn rann af honum. En Þorbjörn dreymdi vakandi. Einhvernveg- inn hafði hugsunin um næstu alþingiskosningar læðst að honum. Þær áttu að fara fram um vet- urinn. Verkamenn ætluðu að setja fram sjer- stakan lista. Þorbjörn sá fulltrúa þeirra sitja & alþingi, fleiri og fleiri, eftir því, sem árin liðu — sá þá bera mál alþýðunnar fram til sigurs og veruleika, sá hana kasta fornum fjötrum, rísai úr rústUm og verða sterka og frjálsa. Hann stappaði ósjálfrátt í gólfið og sagði fast og al- varlega: — Þetta skal alt verða! Hilmar leit stórum augum á hann. En hann las í svip hans alt það, sem hann liafði dreymt. VIII. Haustlegra varð og ömurlegra með hverjum deginum sem leið. Það var komið fram í nóvem- ber. Sífeldar rigningar á hverjum degi, þaulsæt- in, illúðleg þokuský á hverjum fjallstindi, stund um slagviður af austri eða suðri svo alt ætlaði um koll að keyra og hvert mannsbarn hnipraði sig inn í hús. Dagarnir voru stuttir og drunga- legir, bærinn ójmdislegur og fólkið þungbúið og fálátt oftast. Kvöldskemtanirnar voru þó byrjaðar — til óumræðilegs fagnaðar fyrir marga. En væri ekki þess konar fögnuð að fá, voru þó að minsta kosti kaffihúsin og kvikmjmdahúsin. Þau voru fjöl- setin þessi kvöldin, þegar enginn hjelst við á göt- unum fyrir for og ískaldri rigningu. Á kaffi- húsin þyrftust æskumenn, ungar meyjar og ein- staka piparsveinn. Þar var dýrlegt að vera. Hljómlist, kaffi, öl, tóbaksreykur, ungar konur — öll gæði lífsins á einum stað.------ -----Helgi Thordarsen hafði komið heim til Frejrju eitt þetta kvöld og boðið henni út að fá kaffi. Hún afþakkaði það boð, og kvaðst ætla að geyma sjer það þar til síðar. Helgi íiafði farið sýnilega mjög óánægður yfir þessari neitun. En þessi kvöldin hafði hún enga lðngun til að fara út — enga löngun til neins. Henni fanst lífsmagn hugsananna og viljans vera að þrjóta. En hún horfði á eftir Ilelga út götuna. Hann bar af ungum mönnum í bænum. Freyja var orð- in sannfærð um, að því væri ekki hægt að neita. Hún hvarf inn í, stofuna aftur og settist út í eitt hornið. Hún tók dúkinn, sem hún hafði ver- ið að sauma en lagði hann strax frá sjer aftur. Vinnan veitti henni enga gleði, engan frið nú. Hún fór að handleika ljósmjmdir, sem stóðu á litlu borði nálægt henni. Þar var mynd af Þor- birni árið, sem hann varð stúdent. Hún horfði á hann um stund og undraðist, hvað hann hafði brejrtst. Á myndinni bar mest á lífsgleði hans. Svipurinn var hreinn, allir drættir mjúkir, bros- ið barnslegt og bjart yfir andlitinu. Nú var hann orðinn þungbúinn á svip, drættirnir skarpir og harðir, brosið dauft og brúnin hvöss. Hún stóð upp og sótti eins og í leiðslu mynd af Helga Thordarsen; hún hjekk á hinum vegg stofunnar. Hún bar mvndirnar saman, enn eins og í leiðslu. Hve þeir voru ólíkir! Hún horfði á myndirnar langa stund. Henni var það ekki ljóst, að á þessu augnabliki var að fara fram f sál hennar hljóð en mikil bylting. Þegar hún lagði frá sjer mjmdirnar, kveikti hún á gasljósinu og dró fyrir gluggana. Stuttu síðar komu þau heim, Hildur og rit- stjórinn, úr afmælisveitslu. Hildur fór úr and- dyrinu upp á loft, en ritstjórinn kom beina leiS I inn í stofuna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.