Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.02.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 27.02.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTa sex daga útivist. Hann var með 100 tnnnur af lifur. Er það óvenjumikill afli eftir svo stuttan tíma. Togaramir. pessir togarar liafa ný- lega selt afla sinn í Englandi: Baldnr fyrir 940 sterlingspund; Asa fyrir 958,, Tryggvi gamli fyrir 041 og HjörSur fyrir um 700 sterlingspund. Lampi frá 10. öld. Meðal þeirra ■tuna, sem fundust í Arnarhóli, þeg- ar grafiS var þar fyrir undirstöðu Ingólfslíkneskisins, var lýsislampi, e*xn talinn er vera frá 9. eSa 10. öld. Hann er úr steini, kringlóttur, með fótstalli, og tekur á að giska hálfpela, eSa vel það. Hefir áður verið sagt frá ýmsum munum, sem þarna fundust og eru þeir enn í vörslu gjaldkera ISnaðar- mannafjelagsins, Sigurðar Halldórs- sonar trjesmiðameistara. Sauðárkrók 22. febr. FB: Jarðar- för Björns heitins Jónssonar fyrrum prófasts í Miklabæ fór þar fram í fyrradag, að viðstöddu miklu meira fjölmenni en kirkján rúmaði- A Sól- heimum, þar sem sjera Björn andað- ist flutti Sigfús Jónsson fyrrum prest- vr á Mælifelli húskveðju, en sjera Lárus Arnórsson flutti kveðjuorð í Miklabæ áður en líkið var borið til kirkju. í kirkjunni töluðu sjera Arn- ór Árnason og Hálfdán Guðjónsson prófastur. Alls voru sjö prestar við- ataddir jarðarförina. 24. febrúar. Trúlofun sína hafa opinberað ung- frú Charlotte Jónsdóttir og Sigurður Gíslason stud. theol. Hannes porsteinsson skjalavörSur hefir af kenslumálastjórninni verið settur til þess fyrst um sinn að þjóna yfirskjalavarðarembættinu við þjóð- skjalasafnið. Vestmannaeyjum 23. febr. FB: — Umsóknarfrestur um bæjarstjórastöð- una hjér var útrunninn í gær og eru þessir umsækjendur: Lögfræðingarnir pórhallur Sæmundsson, Sigurður Lýðs- son, Páll Jónsson og Kristinn Ólafs- son fulltrúi, Brynjólfur Árnason, Halldór Pálsson verkfræðingur og Aaderup verkfræðingur. Kosning fer fram 29. febrúar. FB. Um taugaveikina á Akureyri gefur Iandlæknir eftirfarandi upplýs- ingar: Veikin var að stinga sjer niður smátt og smátt þangað til fimm voru orðnir veikir. póttist læknirinn geta rakið uppruna hennar til „Hótel Goðafoss“ því flestir sjúklingarnir höfðu náið samband við hótellið. Var því þessvegna lokað og sjúklingamir vitanlega einangraðir.Samt hefir veik- in borist frá Akureyri og kbmið upp á 2 bæjum í Rev^dælahjeraði (annar þessara bæja er Hvarf, og þar dó maðurinn, sem getið var um nýlega, en ekki á Akureyri) og ennfremur hefir hún gert vart við sig á tveimur bæjum í Fljótum. Vestmannaeyjum 23. febr. FB: — Niðurjöfnun aukaútsvara er lokið lijer og alls jafnað niður 220,000 krónum. Hæstir gjaldendur eru Gísli Johnsen með 23400 kr., Gunnar Ólafsson og Co. 16000, Kaupfjelagið Fram 15000, Kaupfjel. Bjarmi 8000, Kaupfjelagið Drífandi 7200, ísfjelag Vestmanna- eyja 6000, Benedikt Friðriksson skó- smiður 4900, Verslunarfjel. Vestm.- eyja og Jón Einarsson kaupmaður 4000, Magnús Bergsson bakari 2750, Th. Thomsen vjelasmiður, Sigurður Sigurðsson lyfsali og Versl. E. Jac- obsen 2600, Fjelagsbakaríið, Friðrik Svipmundsson útgerðarmaður, Gísli Magnússon útgerðarmaður og Stein- olíuverslunin 2000, Guðjón Jónsson jámsmiður 1900, Nýja Bíó 1800, Brynjólfur Sigfússon kaupmaður 1750, Gamla Bíó 1600, Ólafur Auðun3son útgerðarmaður 1550, Ámi Sigfússon kaupmaður 1350, Páll Oddgeirsson kaupmaður, Símon Egilsson útgerðar- maður, Stefán Guðlaugsson útgerðar- maður 1250, Halldór Gunnlaugsson læknir, Jón Hinriksson kaupfjelags- stjóri 1200 og Gísli Lárusson útgerð- armaður 1000. Jafnaðai*maðurinn. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. Þ4 mimdi hann sigra. Ef ekki með góðu — þá með illu. Því Iengur og oftar, sem hann hugs- aði um þetta, því ríkulegri ávexti fanst honum að ferS sín mundi bera. Hann kom til Reykjavíkur heitan, bjartan dag í maá. Honum kom bærinn svo fyrir sjón- ir, sem hann væri allur eitt bros, mennirnir venju fremur góðir og glaðir, hrjóstrin kringum húsin vingjamlegri en fyr — alt því líkt sem væri það á vegi til vaxtar og lífs. Blóm vom sprungin út í görðum og buðu þeim, sem fram hjá fóru, ilmveitslu, kinkuðu kolli í andvaran- um og drúkku sólveigina. Greinar trjárunnanna stóðu í þjettu laufi og rjettu veikbygS blöðin, örlát í sínu fyrsta skrúði, móti vegfarendum. | Og þar sem ekki voru fædd blöS, sáust þrútnir laufsprotar gægjast út í ljósið. Andahópunum á Tjörninni var að fjölga — viltir flokkar slógu sjer saman við þá, sem fyrir voru, gerSust vin- ir þeirra og görguðu í sameiningu vorfögnuð sinn út í lognkyrran bláinn. Flokkar barna og fullorðinna sáust hjer og þar á gönguferðun út úr bænum. Menn gengu brosandi og ljettir á fæti. Vorið — vorið söng í blóðinu. Þorbjörn gekk beina leið heim. Hann leit yf- ir herbergi sín. Augun staðnæmdust við mynd- ina af Freyju. Á sama vetfangi varS hamn gagn- tekinn af þrá, heitri, þungri þrá, að fá að tála við hana, mega vera visS um, að hann ætti hana nú á þessu augnabliki og um alla eilífð. Hann gat ekki skýrt þessa sterku tilfinningu á ann- an hátt en þann, að vorfögnuðurinn umhverfis hann hefði kveikt í honum. Við þessa löngun f jekk hami ekki ráðið. Hann ritaði Freyju á brjefspjald og bað hana að tala við sig heima hjá sjer um kvöldið. Dreng sendi hann með brjefið niður í Suðurgötuna. En skömmu áður en hann kom með brjefið, kom Sigríður Torfadóttir til Freyju og bað hana að koma með sjer út. Vorið seiddi Freyju eins og aðra, svo hún ljet tilleiðast. Homafjelagið ljek á Austurvelli um þetta leyti. Þangað fóru þær. Götumar umhverfis Austurvöll voru þjett- skipaðar fólki, svo ekki.varð þverfótað. Himin- inn hvelfdist blár og hreinn yfir hauðri og hafi, Sólin skein í suðri, og hæstu húsin köstuðu löngum skuggum í norður-átt. En þeir, sem þarna gengu, tóku ekki eftir neinum skuggum. Þeir gengu því líkt sem í vímu, brosglaðir, á- hyggjulausir, með hljómöldur lúðranna eins og vaggandi bylgju í blóðinu. • Freyja og Sigríður slógust í hópinn — ljetu berast með straumnum. Þær urðu örar og heit- ar í þessari streymandi mannmergð. Einhver ó- ljós hugsun vakti fyrir þeim um það, að þarna væri æska íslands — óráðin en lokkandi, hverful en veruleiki þó. Stuttu eftir að Þorbjörn sendi brjefspjaldið til Freyju, gekk hann út. Hann heyrði hljómana neðan úr bænum og reikaði þangað. Nokkrir stúdentar slógust í för með honum, þegar hann kom niður í Pósthússtrætið. Þeir gengu um- hverfis völlinn nokkrum sinnum. Þorbjöm tal- aði við þá annars hugar. Öll hugsun hans var hjá Freyju. Mundi hún vera heima, eða hjerna, eða einhverstaðar annarsstaðar? Þess vegna að eins gengi hann hjer, að hann vildi unna sjer þeirrar nautnar að sjá hana, ef hún væri í þess- um hóp. Þegar Freyja og Sigríður höfðu gengið um stund, var Helgi Thordarsen alt í einu kominn að hlið þeirra. Með honum var ungur vérslun- armaður. —- Við höfum einmitt verið að leita að ykk- ur, sagði Helgi og leit með þessum glampandi augum, sem Freyja þekti svo vel, á hana um leið og hann tók ofan panamahattinn. — Því þá sjerstaklega að okkur? spurði Freyja og gat ekki varist því að roðna. — Þegar veðrið er fallegt, viU maður helst vera með fallegu fólki. Thordarsen brosti og tók ekki augun af Freyju. — Við þökkum fyrir lofið, sagði -Sigríður. — Nú er vorið komið — fyrir alvöru, sagði Thordarsen eftir stutta þögn. — Og Reykjavík er alt í einu orðinn ynd's- lega fallegur bær, sagði Freyja og leit austur yfir völlinn. — Og þó verður hún merkilegri bær í kvöld — um sólarlagið. Það verður sjón! — En fjöllin í kvöld, skaut Sigríður fram í. — Já, umgerðin eykur gildi myndarinnar. Það eru einmitt fjöllin í kvöld, sem setja feg- urðarsvipinn á bæinn. Einhvernveginn atvikaðist það svo, að versl- unarmaðurinn og Sigríður drógust aftur úr. — Freyju og Thordarsen fanst þau vera alt í einu ein — alein, og hlusta á lúðrahljómana úr mikl- um fjarska. Þau gengu þjett saman, handlegg- irnir snertust, straumar beggja líkama læstu sig frá öðrum til hins. Þau töluðu fátt — gátu það ekki í þessum klið og þessari mannmergð. En þau vissu það bæði, að eitthvert leyndardóms- fult samband var á milli sálna þeirra á þessu augnabliki, því líkt sem þær hverfðust saman. Við og við leit Helgi á hana. Hún fann það án þess hún sæi það. Hún vissi, að í augum hans mundi vera sami glampi, sarni eldur, sama tilbeiðsla og þar hafði verið oft áður. Alt í einu stóðu þau frammi fyrir Þorbirni og stúdentunum. Þorbjöm tók ofan, roðnaði, hnyklaði brýrn- ar og leit hvössum augum á Thordarsen og svo eldfljótt á Freyju — alt í sama vetfangi. Freyju urðu þessir fundir óvæntir. En hún brosti þó, — daufu, vanabrosi. Helgi var því líkur og hann hefði sjeð kött hlaupa yfir götuna — Þorbjörn var ekki til. Svo gengu þau hvort fram hjá öðru. Freyja sá á sama vetfangi allan mann- grúann og heyrði að hljómarnir komu ekki úr fjarska. Þarna var Freyja! Þorbjörn fann undarlegan kulda og hitabruna gagntaka sig á víxl. Nú gæti hann farið hjeðan. Hann vissi hvar Freyja væri — þar sem hann síst vildi. Nú tala jeg við Freyju í kvöld. Þetta verður að fá einhvem enda! Hann kvaddi stúdentana í skyndi og gekk suður Laufásveg og alla leið suður í Öskjuhlíð — í sprettinum. Hann nam staðar í klettabelt- inu vestan í ásnum. Litaðist þar um augnablik og kom auga á litla, grasigróna flöt milli tveggja, lágra steindranga. Þar settist hann. Sviðinn í skapinu hafði horfið við gönguna. Hann tók nokkur blöð úr vasa sínum, er safnast höfðu fyrir heima hjá honum meðan hann var í ferðalaginu, og leit yfir þau. Það var farið að halla degi. Reykjanesfjall- garðurinn var að sökkva í bláa misturmóðu — undir sól og líktist lágri strönd, sem fjarlægð hvldi til hálfs í faðmi sínum. Gullin spöng sólar- geislanna lá yfir Skerjafjörð frá landi til lands eins og men yfir daufblátt lín. Haf og himin voru hrein í vestrinu, himininn gulhvítur, hafið bláhvítt, en bæði hreim. En smámsaman sló á þau roðablæ — fyrirboða sólsetursins. En kon- ungurinn hvítlokkaði í norðvestrinu, Snæfells- jökull, svam í móðu f jarskans og brá svip sínum, mikilúðgum og föstum, á hauðrið vítt umhverfis, svo það varð stærra af stærð hans. Fólk var að koma heim til bæjarins — sunnan frá Skerjafirði, vestan frá sjó, framan af Nesi — úr öllupi áttum. Niðurinn frá bænum barst til Þorbjarnar, svo að hann leit upp' við og við. En urn hann var margt sagt í blöðunum. Hann las — las í sífellu. Það var komið undir sólsetur erhannstóðupp. Hann lagði leið sína vestur yfir mýrarnar, upp fyrir sunnan loftskeytastöðina. Nógur væri tám- inn. Hann ætti aðeins eftir að borða. Síðan færi hann heim og biði eftir Freyju. Ilann gekk út fyrir vestan íþróttavöllinn Þá varð honum litið í vesturátt. Hann staðnæmdist snögglega. Um leið tók hann eftir því, að hjer og þar stóðu menn og störðu í vestur. Dýrðleg sjón, undursamlegt litskrúð, guð sjálfur í nátt- úrunni, blasti við. Á vesturlofti höfðu dregið sig saman þunnar skýjabylgjur, hver upp af annari. Blár, tær himininn var á milli þeirra. Sólin var rjett vfir hafi og varpaði roða á þessar bylgjur. Hver skarlatsaldan reis upp af annari, dökk- rauðar næst hafi, blóðrauðar ofar, ljósrauðar með fjólulitum blæ efst. Hafið flaut, breitt og voldugt og dult, í þessum santa roða, víða vega. Snæflellsjökull tók á sig daufan bjarma. En um Akrafjallið, Skarðsheiði og Esjuna ljek þúsund þætt litbrigðaslæða. Bærinn stóð eins og í blóð- baði. Hver gluggi í austurbænum var því líkt sem ofurlítil sól að sjá. ÞorbjÖrn stóð um stund frá sjer numinn. Þá gekk fram hjá honum verkamaður, suður járn- brautarteinana, óhreinn, beygjulegur, stúrinn á' svip. Þorbjörn horfði um stund á eftir honum. Hann leit aldrei við. YLssi ekki um undrið í vestrinu. Þorbimi varð í sömu svipan kalt í hug. Þannig hefði kúgunin, fátæktin, þjóðskipu- lagið farið með þennan mann, að hann yrði ekki var dýrðar sólarlagsins. Náttúrunni hefði verið lokað fyrir honum — og þúsundum fleiri. Þorbjöm borðaði á „Uppsölum“. Þögull og einn sjer. Þaðan gekk hann beina leið heim. Enn væri hálf klukkustund þar til Freyja kæmi.. Freyja og Helgi Thordarsen gengu umhverfis- Austurvöll meðan homin voru blásin. Drúkku síðan kaffi á „Skjaldbreið“ og gengu að því loknu suður á Mela. Freyja gat ekki gjört sjer ljóst, af hverju það stafaði — en í dag gerði hún alt, sem Þorbjöm: vildi. Hann hefði skilið þær að, Sigríði og hana, með þögulu og ástúðlegu ofríki. Og hún hefði: látið það viðgangast. Hann hefði gengið þjett við hlið hennar, snert hana með undarlega mjúk- um en ákveðnum hætti. Og hún hefði skolfið um. leið af sælum hrolli. Hann hefði boðið henni kaffi. Og hún hefði ekki getað annað en þakk- að fyrir. Að síðustu hefði hann ákveðið, að þau gengju suður á Mela, áður en þau borðuðu. Því hefði hún tekið með fögnuði. Hvers vegna. var hún svona leiðitöm í dag? Hún afsakaði sig með veðrinu, logninu. sól- skininu, litunum á fjöllunum. Eldur vorsin* hefði gjört hana öra. Allir væru góðir í dag.. En meðan hún hugsaði um þetta, blossaði sú: þrá upp með nýju afli, sem hún hafði áður fundið til — að finna streyma um sig ást þeirr- ar sálar, er hún ætti alla, óskifta. Hún fann. brjóstið þenjast út, hjartað berjast, blóðið svella,. heitt, ungt. Hún vissi, að færi hún óvarlega nú, þyrfti ekki nema einn neista til þess að- henni slægi allri í bjart bál. — — Þetta hefir verið dásamlegur dagur, sagði Helgi, þegar þau komu suður fyrir kirkjugarð- inn. Og það ekki aðeins vegna veðursins, bættí hann við og leit fast á Freyju. Hún leit austur á Lönguhlíðarfjöllin. SAjona;: fagurt er vorveðrið hvergi nema hjer. — Hvert eigum við að fara? spurði Helgi. — Jeg vil fara suður að sjó og sitja þar í alt kvöld. — Já — það skulum við gjöra. Þau greikkuðu sporið. Freyju varð brátt svo heitt, að hún fór úr kápunni. Helgi bar hana — lagði hana yfir öxlina og aftur á bakið og strauk vanganum nokkrum sinnum um hana. Þau töluðu fátt. Iíelga var of mikið í hug til þess. En Freyja gekk í sælli vímu, leit við og við upp og í kringum sig, teygaði tært, sólvermt loftið og ljet alla dýrð vordagsins fylla hjarta sitt fögnuði, skína í gegn um sig. Þau settust þegar þau komu vestur í fjör- una. Örlitlar vestanbárur dönsuðu Ijettstígar upp á steinana og mynduðu meðfram henni allri brimkniplinga. Sjórinn var spegillygn. Þau sátu langa hríð þegjandi og horfðu vest- ur í sólarljómann. Frevja óskaði eftir bát — litlum hvítum bát, með hvítu segli, hvítum fána, hvítum árum og hvítu sóltjaldi. — Þá skyldi jeg fara í hvít föt og róa með þig hvert á haf, sem þú vildir. Helgi varð alt í einu skjálfraddaður. — Jeg er ekki huguð á hafinu. Jeg mundi vilja vera nærri landi. — Þá skyldi jeg róa með þig inn í hverja vík og fyrir hvert annes. En þegar byr kæmi, drægi jeg mjallhvíta voðina að hún og sigldi með þig burt — burt. Helgi varð því líkt sem ákafari í röddinni, eins og honum væri þetta al- vörumál. Freyja stóð upp og mætti leiftrinu í augum hans. Nú skildi hún — alt. Hún þorði ekki að sitja lengur. Og stóð upp. — Nú skulum við halda heim aftur. Það er víst komið að matartáma. Hún dirfðist ekki að líta á Helga — var hrædd við eldinn í augum hans.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.