Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.02.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 27.02.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Jhliða eða samtímis upp í heim- inum. pótt mörgum manninum dyldist það á'ður, þá býst jeg YÍð að hann muni sjá það nú, að á- kjósanlegra og þjóðinni hollara hefði það orðið, að hún hefði feng- ið nokkurn tíma til þess að búa sig undir fullveldið, heldur en að hreppa það jafn snögglega og fyrirvaralíti'ð, sem raun varð á. pótt alt hefði sennilega farið vel undir venjulegum eða eðlilegum kringumstæðum enda þótt fyrirvar- inn eða undirbúningurinn væri lít- ill, þá hlutu hin raunverulegu not sjálfstæðisins að verða minni en ella, þar sem þjóðinni hlotnaðist það á þeim tímum, er öðrum þjóð- um margfalt mannfleiri og mátt- ugri og á allan hátt grónari veitt- ist erfitt að varðveita eitt efna- lega og stjórnarfarslega frelsi. — Bnda verður því ekki neitað, að margt hafi á ýmsan hátt gengið hjá óss á trjefótum síðan. Bn áð láta það, sem þykir hjá oss hafa farið aflaga skapa óspektir og óeirðir á meðal vor, er síst til bóta, og ætti því ekki að eiga sjer stað. Að ráðast með ofsa og ósæmileg- um aðdróttunum á þá menn, sem staðið hafa öðrum fremur fyrir málefnum þjóðfjelagsins á þessum -erfiðu tímum, er fyrst og fremst ómannúðlegt bæði vegna þess að samskonar eða svipuð óhöpp og erfiðleikar, sem hjer hafa steðjað að hafa samtímis átt sjer stað hjá því nær öllum öðrum þjóðum og sömuleiðis af því, að sjálfir höfundar slíkra árása hljóta að vita það fyrir guði og samvitsku sinni, að engum manni, ogþá ekki heldur þeim sjálfum var unt áð sjá fyrir og því síður fyrirbyggja ýms þau óhöpp, sem fyrir hafa komið. Hinsvegar er það ljóst að -ekkert getur áunnist þjóðfjelag- inu til hagsmuna við slíkar árásir eða aðfinslur. pví „skeð er skeð og hefði hefði — hjeðan af stoðar ekki baun.“ pað, sem fyrir liggur >er ekki það, áð fjörgviðrast ein- göngu um það, sem orðið er, heldur að leitast við með sameinúðum kröftum að bæta úr bæði nýjum og gömlum meinum þjóðfjelags- ins. Að: oss fleygi áfram á fram- farabrautinni er ekki að vænta og síst eins og nú standa sakir. Bn þó má engan veginn fullkomin kyrstaða eiga sjer stað. pví það ®r og verður sannleikur, sem skáldið segir: „pað er svo bágt að standa í stað — því mönnunum ^únar annaðhvort aftur á bak óða þá nokkuð á leið.“ En þær litlu framkvæmdir og framfarir, sem um getur verið að ræða verða að byggjast á fylstu forsjá og fyrirhyggjn. Framh. ------o------- Erl. stmftegttir Van Eossum Tcardínáli. Frá danska sendiherranum 20. febr. van Rossum bardínáli hefir gef- ið út bók um för sína til Norður- landa í fyrra. ()Berlingske Tid- ende“ birta m. a. kafla einn úr bókinni, þar sem kardínálinn er að lýsa hinum einkennilegu en eftirtektarverðu framförum, og hinum sjerkennilegu bókmentum sem verði fyrir mönnum á íslensk- nm bóndabæjum. Hin hátíðlega móttaka stjómarinnar hafði haft djúp áhrif, sem áttu rót sína að rekja til eins undirstöðueinkennis- ins í lundarfari íslensku þjó'ðar- innar, sem sje til hinnar einstökú íslensku gestrisni. Fjármál Frakka. Símað er frá París, að frum- varp stjórnarinnar um 20% hækk- un á sköttum hafi nú náð sam- þykki þingsins. Við atkvæðagreiðsl una. voru þeir 415, sem greidda atkvæði með frumvarpinu, en 254 á mófi. Lögreglustjóri Parísar hefir skip að fyrir, að vörukauphöllinni skuli lokað, svo að komist verði hjá ó- gjaldeyris er nú látin hlíta ýms- um reglum, sem loka fyrir það, að verslun með hann geti talist frjáls innanlands. Bretland og nýlendurnar. Símað er frá Capetown, að blað- iö „Cape Times“ láti í ljósi óá- nægju sína yfir því, að Ramsay MacDonald forsætisráðherra skuli hafa viðurkent sovjet-stjórnina rússnesku, án þess að bera það mál undir nýlendurnar bretsku áður. Jafnframt kvartar blaðið undan því, að undirróður af hálfu bolsivíka sje nú meiri en nokkurntíma áður, meöal innbor- inna manna í Suður-Afríku. Noregsbanki. Noregsbanki hefir á síðasta ári haft 20 miljón króna tekjuafgang. Illuthöfum verður greiddur 8% ársarður. Bayem og alríkið þýska. Símað er frá Berlín, að almenn ánægja sje yfir því í Þýskalandi, að gera megi ráð fyrir, að misklíð- in milli Bayern og alríkisstjórnar- innar í Berlín sje á enda kljáð. Khöfn 21. febr. FB. Samningar. Símað er frá París, að Mussolini hafi átt fund við sendiherra Frakka í Róm og var umtalsefnið það, hvort nokkur leið mundi geta o-ðið til fjárhagslegrar samvinnu milli Frakka og ítala, til þess að ■vega á móti flotaaukningu Breta í Miðjarðarhafinu, sem talin er vottur um yfirráðastefnu Breta á tiifinu. Skaðabæturnar. Á ráðherrafundi í París í gær voru aðalatriðin í skýrslu sjerfræð- inganefndanna til umræðu og fjelst ráðherrafundurinn á tillögur nefndarinnar í ýmsum mikilvæg- um atriðum, svo sem þessum: Frakkar sleppa yfirráðum yfir öllum atvinnumálum Ruhr-hjer- aðsins, stjórn Frakka á járnbraut- um er feld úr gildi, og sömuleiðis samningar þeir, er Frakkar hafa gert við iðjuhölda ýmissra atvinnu- greina og margar aðrar hernáms- ráðstafanir. Frakkar vilja ekki að svo komnu ganga að því að fara með her sinn burt úr Ruhr-hjeraðinu. Eigi vilja þeir heldur veita Þjóðverjum lengri gjaldfrest en tveggja ára (í skeyt- inu stendur 20). Enslfa verkf allið. Hafnarverkfallið stendur áfram, en horfur á lausn deilunnar eru nú taldar miklu betri en áður, með því að vinnuveitendur hafa komið fram með nýtt tilboð, betra en það fvrra. Verkamannasamböndin standa öll sem einn maður með hafnarverkamönnum. Stjórnin hefir tekið í sínar hend ur flutninga matvæla frá hafnar- stöðunum og skiftingu þeirra. Hiin hefir og sett hámarksverð á nauð- synjavörur. (í síðara skeyti segir, að hafnar- verkamenn hafi gengið að hinu nýja tilboði og að vinna hefjist aftur í dag). Khöfn 22. febr. FB. Enska verkfallið. Símað er frá London, að verk- falli hafnarvinnumanna í Englandi hafi lokið í fyrrinótt.Fengu verka-í menn allar kröfur sínar uppfylt-i ar, (aðalkrafan var um 2 sh. launahækkun á dag). Vinna hefst aftur hið bráðasta. Flotaaukning og atvinnuleysi. pað hefir vakið afar miklai furðu, innan verkamannaflokksins og frjálslynda flokksins, að í gær tilkynti þingfulltrúi flotamálaráð- herrans það í neðri málstofunni að stjórnin ætlaði sjer, til þess að ráða bót á atvinnuleysinu, að. láta smíða mörg beitiskip og tvo tund- uspilla. • Norskar vinnudeilur. Símað er frá Kristjaníu: Sátta- umleitnir þær sem reyndar hafa verið til þess að ráða fram úr verkamannadeilunni, hafa* með öllu mistekist. Frá deginum í dag skellur verkfall eða verkbann á 50 þúsund verkamenn. 23. febr. Enska verkfallið. FB. Samkvæmt símskeyti sem Eimskipafjelagi íslands barst í morgun frá afgreiðslu sinni í Hull, hafa ný vandkvæði orðið á sáttum í hafnarverkfallsmálinu. I skeytinu segir svo: Hafnarvinnu- menn hafa ekki tekið upp vinnu enn, vegna þess að vinnuveitendur í sumum höfnum eru því fylgj- andi að hafna samningunum, sem nýlega hafa verið gerðir. Samn- ingsfundum um málið hefir verið frestað þangað til á mánudaginn kemur. Er ómögulegt að segja hvenær vinna muni hefjast aftur. Khöfn, 24. febr. FB. Enska stjómin fylgisrík. Símað er frá London: í lok um- ræðu neðri málstofu bretska þingsins um, að stjórnin láti smíða fimm ný beitiskip, kom frjáls- lyndi flokkurínn fram með van- traustsyfirlýsingu á stjórnina. Var hún feld með 372 atkv. gegn 73, og greiddu íhaldsmenn atkv. með stjórninni, en ýmsir úr stjórn arflokknum greiddu ekki atkv. Geymslufje pjóðverja. Undirnefnd s'jerfræðinganefed- arinnar, sem skipuð var til þess að rannsaka hve miklu fje pjóð- verjar hefðu laumað úr landi til geymslu í erlendum bönkum, hef- ii- komist að þeirri niðurstöðu, að pjóðverjar hafi komið fyrir eigi minna en 8 miljard gnll- mörkum erlendis. Ruhr-hjeraðið og Belgar. Símað er frá Brússel, að Jaspar utanríkisráðherra Belga hafi í gær haldið ræðu um skaðabóta- málið í belgiska þinginu, og þar áætlað tekjurnar af hernámi Ruhr-hjeraðsins 100 miljón gull- mörk á ári. Af þessari upphæð ganga 81 miljón á ári í 12 ár til afborgunar á hernámskostnaði Frakka* (?). Afganginn fá Relgar, *) f skeytinn stendur „amerik- anske* ‘. sem hafa 1. veðrjett í 500 miljón- um gullmarka. Khöfn, 25. febr. Konungleg trúlofun. Símað er frá Róm, að krónprins Itala, Umberto prins af Piemont og María prinsessa, dóttir Alberts Belgakonungs, hafi birt trúlofun sína. i ■ i Franska stjórnin hefir örugtfylgi. (Frá París er jsímaið, -. Neðri deild franska þingsins hefir lagt fullnaðarsamþykki sitt á öll skattalagafrumvörp stj órnarinn ar. Var um 100 atkv. meiri hl. með frumvörpunum. Miklar tekjur. Símað er frá London, að á þeim hluta yfirstandandi fjár- hagsárs ríkissjóðsins bretska, sem liðinn er, hafi tekjuafgangurinn orðið 100 miljón sterl pd. Verður honum samkv. venju varið til þess að afborga ríkisskuldirnar. Hafnarverkfallið í Englandi. Hafnarverkfallið heldur ennþá áfram í nokkrum höfnum. Höfðu vinnuveitendur boðist til að hækka kaupið um einn shillings strax og svo einn shillings aftur í maí; en þessu hafa margir verkamenn ekki viljað hlíta, og krefjast þess, að kaupið verði hækkað að fullu þegar í stað. Búast menn á hverjum degi við að verkfallinu ljúki. — — Eimskipafjelagið fjekk skeyti í gærkvöldi frá afgreiðslu sinni í Leith, og er það svohljóð- andi: Sættir hafa náðst í verk- fallsmálinu, og hafnarverkamenn byrja aftur að vinna á morgun. D A G B Ó K. 22. febrúar. Review of Reviews. Nýlega var þess getið hjer í blaðinu, að í hinu kunna enska tímariti R. of R. hefði þá verið skrifað nokkuð um grein prófessors Guðmundar Hannessonar um þegnskylduvinnuna í Iðunni ný- lega. Var sagt að þetta mundi vera í fyrsta skifti, sem getið væri ís- lenskrar tímaritsgreinar í þessu yf- irlitsriti, sem eins og kunnugt er, er m. a. ætlað að gefa stutt yfirlit um það, sem merkast eða best kemur fram í öðrum tímaritum víðsvegar um heim. pó ekki skifti það miklu, má þó geta þess, að þetta er ekki allskostar nákvæmt, því áður hafði verið getið Eimreiðarinnar, fyrst eft- ir að hún kom undir stjórn Sveins Sigurðssonar. Er skrifað iþar stutt- lega um tvær greinar, ritgerð Matthí- asar Jochumssonar um enska skáldið William Morris og ritgerð meistara Vilhjálms p. Gíslason um sögu ís- lénskrar blaðamensku. pað er anuars ekki nema gott eitt um það að segja, og getur verið gagnlegt tins og tekið var fram í fyrri greininni, að R. 'of R. hefir nú fengið góða að- stoð, sem einnig fylgist með ísl. tímaritum. X. Alþýðuhlaðið þykir mörgum vtrið hafa furðulega stóryrt og iiíyrt undanfarið útaf ísaf jarðarkærunni. Hefir það valið þinginu hin verstu ókvæðisorð og ritað svo ósæmilega, að jafnvel mörgum vinum blaðsine hefir ofboðið ritháttur þess og eru menn þó vanir að sjá sitt af hverju mislitt í dálkum þess. pykir hiaum rólegri flokksmönnum svo sem slík blaðaménska sje síst til þess fallin að bæta málstaðinn. En blaðið sjálft virðist halda, að það geri lítið til hvernig það hagi sjer eða skrifi — menn taki ekki til þess — eða það sjái ekki á svörtu, eins og talshátt- urinn segir. Halldór Pálsson, er getið var hjer í dagb. í gær meðal um- sækjenda um bæjarstjórastöðuna í Vestmannaeyjum, er rerkfræðingur hjer í bænum. Lauk hann fullnaðaT- prófi eftir mjög stuttan námstíma, með ágætis einkunn í marts 1922 við verkfræðiskóla í Horsens, en próf frá þeim skóla gefa öll sömu rjettindi í danska ríkinu eins og próf frá Poly- tekniska skólanum í Kaupmannaliöfn, enda eru skriflegar úrlausnir þeirra, er próf taka við skólann í Horsens dæmdar af prófessorum Polytekniska skólans í Kaupmannahöfn. Síðan Halldór kom hingað til lands, í apríl 1922, hefir hann verið í þjónustu vegamálastjórnarinnar. Ásgeir Porsteinsson hefir nýlega tekið með góðri einkunn fullnaðar- próf í verkvísindum við fjölfræða- skólann í Kaupmannahöfn. Hann lagði aðallega stund á verklega efna- fræði. Hann kom hingað með Tjaldi síðast. Vestmanaeyjum 21. febr. FB: Á laugardaginn var hitti björgunarskip- ið pór enskan togara „Moravia“ nr. 1015 frá Grimsby, við ólöglegar veið- ar langt fyrir innan landhelgislínuna, vestan við Eyjarnar. pegar togarinn varð pórs var hjó harin af sjer vörp- una og lagði á flótta. pór komst fast að togaranum en gat ekki handtekið hann vegna þess að vopn vantaði. Hollenskur togari lagðist við akkeri á víkinni hjer í fyrrakvöld og var með bilaða vjel. Hvesti bráðlega að austan og hrakti togarann þá upp að hafnargarðinum og beiddist hjálpar. pór dró togarann út og lagði honum fyrir vestan eiðið. Togarinn greiddi 40 sterlingspund í björgunarlaun og þóttist heppinn að hjálp skyldi vera við hendina. Sandgerði 21. febr. FB: Uppgripa- afli var hjer í dag. Flestir bátar tem komnir eru að hafa fengið yfir 20 skipund og hafa orðið að hausa mikið af fiski um borð jafnóðum, vegna rúmleysis. Er þetta langbesti afladag- nrinn hjer á Vertíðinni. Enska verkfallinu er nú sagt lokið. FB. pilskipin eru sem óðast að leggja út á veiðar. Samkomulag hefir komist á milli hálfdrættinga og út- gerðarmanna, um að útgerðarmenn kaupi fisk hinna fyrnefndu fyrir 25 aura kg. af 1. flokks fiski og 48 au. af 2. flokks fiski. Ennfremur hafa há- setar fengið nokkra tilslökun á sum- um útgjaldaliðum, sem þeim var gert að greiða til hálfs við útgerðarmenn. Akureyri 21. febr. FB: Af þeim fimm mönnum sem hjer hafa veikst af taugaveikinni hefir einn dáið, Jón Guðnason frá Hvarfi í Bárðardal. Sjúklingarnir eru allir einangraðir á sóttvamarhúsinu og Hótel Goðafoss, sem veikin kom fyrst upp á, hefir verið lokað. Líklegast þykir, að veikin sje hing- að komin frá Húsavík. Hereddur Gummuson hjet maður einhver, sem kjósandi nokkur á ísa- firði kaus sem þingmann fyrir kjör- dæmið. Á öðram seðli stóð nafnxð Horoldur Gvöðmunsson og einhver fleiri slík prýðileg nöfn komu fyrir. pessi atkvæði vom þó dæmd gild til handa frambjóðandanum, Haraldi Guðmundssyni. Hefir Alþýðublaðinu hjer láðst að geta þessa í öllu þvi, sem það hefir skrifað um ísafjarð- arkosninguna og misritanir á nöfnuim þar. Er það máske eðlilegt ef satt er það, sem sagt er af mörgum í bæn- um, að höfundur surnra þessa*a greina, sje hið fallna þingmannsefni sjálft. 23. febrúar. Mikill afli. „Yalpole“ kom inn af veiðum í gær til Hafnarfjarðar eftir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.