Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 28.02.1924, Síða 3

Lögrétta - 28.02.1924, Síða 3
J+t*'. LÖGRJETTA 3 nauðsynlegur, þá er það líka oein •og bersýnileg skylda allra að eíia hann sem mest. pað, að þjóðfje- lagið geti notið frelsis og fram- fara og einstaklingar þess sam- eiginlegrar farsældar, er það, sem mestu varðar, enda felst tilgangur þjóðskipulagsins vitanlega og að- allega í því. Og þar sem friðurinn miðar einna helst að því, að þjóð- fjelagið fái náð þessum tilgangi sínum, þá væri það brot á sönn- um þjóðfjelagsskyldum að vilja ekki efla hann eftir mætti, að jeg ekki tali um þann, sem gerir sig sekan í röskun hans. 1 hverju -öðru fjelagi mundi sá, sem þannig bryti í bág við aðaltilgang fje- lagsins vera gerður rækur. En þótt því sje ekki beitt og sje s.mni lega ekki hægt að beita í þjóð- fjelag'inu, þá er þó brotið í sjálfu sjer hið sama. Og á þann, sem raskar friðinum, sem frelsi og framför þjóðfjelagsins og farsæld ■einstaklinganna hvílir svo mikil- dega á, hlýtur dómur sögunnar og samviskunnar að falla á þá ieið, að hann hafi ekki reynst nýtur þjóð sinni eða sonur ættjarðarinn- ar. Og þótt þeir kunni að fyrir- finnast vor á meðal, sem hirða lítt um það að firra sig þessum tvöfalda dómi, þá eru þeir þó væntanlega fáir. Ættjarðarástin diefir til þessa verið talin til hinna æðstu kristilegu dygða. Og þótt sú skoðun sje til, sem bera vill brigður á ágæti hennar og teiur hana enda ókristilega, þá býst jeg þó við, að þeir sjeu enn og -verði lengst af í minni hluta, sem slíka skoðun aðhyllast. pað er að vísu satt, að háleitasta og göfug- asta takmark mannelskúnnar er það, að geta innilukt alla menn jafnt í sínum kærleiksfaðmi. En með tilliti til spillingar mannaima "Og þeirrar sífeldu baráttu, sem af henrií leiðir, má ætla, að því tak- marki veitist örðugt, og meira að segja ómögulegt, að ná alment hjer í heimi. Og víst er um það, -að nær því takmarki stendur ekki sá, sem veldur friðslitum á því sviði, sem áhrif hans ná til held- ur en hinn, sem kappkostar að lifa í friði við alla menn, að því leyti sem í hans valdi stendur. (Róm. 12, 18.). Og sá sem elskar ættjörð sína og stuðlar eftir mætti að frelsi hennar og framförum, «em og farsæld samlanda sinna, ^ann er þó áreiðanlega nær tak- ^arkinu heldur en hinn, sem ekki ^Ugsar um nema hagsmuni einnar ákveðinnar stjettar eða jafn vel aðeins um sinn eigin hag. Og að ®ttjarðarástin sje gagnstæð anda eðli kristindómsins getur sá «hki fallist á, sem nokkuð þekkir lífssögu jesó Ktists. — pví þótt frelsari VOr prjedikaði lítið sem ■ekkert um ættjarðarástina, þá lagði hann með eigin dæmi sínu fram fullkomna sönnun fyrir á- gæti og gildi hennar. Og þarf í' þeim efnum eigi annað en setja | sjer fyrir sjónir mynd hans og Ummæli á Olíufjallinu, áður en hann ríður inn í Jerúsalem. Og hver sem því vill leita orðum sín- um og athöfnum eða anda stuðn- ings í anda og eðli kristindóms- ius, getur því ekki með nokkru móti skotið ættjarðarástinni fram af sjer. Hann verður að við- urkenna það, sem órjúfanlega skyldu, að styðja frelsi og fram- för þjóðar sinnar og farsæld ein- stalJinganna og þar meg þá finna sJg knúðan til að efla hinn insta og eiginlega grundvöll þessa ' alls sem er friðurinn eða eindrægnin. En sje hjer um að ræða ,ein- falda, almenna skyldu, þá liggur í hlutarins eðli, að hún hvílir því ríkari á oss, sem lilotið höfum sjer- stakt umboð til þess að stuðla eftir megni að frelsi, framförum og farsæld þjóðar vorrar. Vjer ættum því í tvöfölduin skilningi að finna oss knúða til að varð- Jveita einingu andans í bandi frið- I arins. Og að það sje í insta eðli sínu ósk vor og vilji það höfum vjer óbeinlínis sýnt með því, að leggja leið vora um þetta heilaga hús áður en vjer göngum að hin- um eiginlegu störfum vorum. pví sá guð, sem vjer allir viljum leita fulltingis hjá í verkum vorum er ekki ófriðarins heldur friðarins guð. Hann býr ekki í storminum, jarðskjálftanum nje eldinum, held- ur þar sem hinn liægi vindblær fer jd'ir, eins og sagan af Eiíasi spámanni sýnir oss (1. Kon. 19. 11.-12). Vjer þurfum því ekki að vænta fulltingis hans hvorki í stormi of- stækisins og óeirðanna, jarðskjálfa æsinganna og óspektanna nje í eldi flokkahatursins eða stjetta- rígsins, heldur þar sem bróðurleg eining og sanngirni kemst að, eða lítillætið, hógværðin og langlyndið fær að ráða. Að vísu veit jeg það að víða muni hafa kastast í kekki við nýafstaðnar kosningar og frið- arins hafi þá lítið gætt vor á meðal. Og býst jeg við því, að það megi að nokkru leyti ielja eðlilegt eftir því stjórnarskipunar- lagi, sem gildir hjá vorri þjóð eins og öðrum, enda þótt óvíst sje að sú mikla barátta, sem háð hefir verið hafi í raun og \mru nokkurn árangur haft. pví það getur alls ekki talist neitt ósæmi- legt, að útkoman hefði orðið að miklu leyti söm eða jöfn fyrir báða flokka, þótt hvorutveggja hefðu sótt mál sitt á dómþingi þjóðarinnar með minna ofurkappi og æsingi en raun varð á. En þótt ófriðaröldurnar hafi risið hátt og sennilega víðast hvar helst til eða óþarflega hátt, þá er vitanlega nú tími til þess kominn að þeim lægi og hin hógværa, kyr- láta, rólega og skynsamlega yfir- vegun fái notið sín. Enda er eng- inn vafi á því, að allur þorri þjóð- arinnar ætlast til þess, af fulltrú- um sínum að þeir fáist við málefni hennar með friðsömum huga og fylstu gætni. Yitanlega verður ekki hjá því komist að sitt sýnist hverjum því „svo er margt sinnið sem maðurinn er.“ En þótt skoð- anirnar reynist í ýmsum efuum skiftar, þá er býsna mikill munur á því, hvernig þeim er haldið fram, hvort heldur með ofsa og æsingi eða stillingu og hógværð. Og árangurinn af samvinnunni hlýtur að verða allólíkur eftir því hvort hún byggist fremur á tví- drægni og tortrygni eða trausti og tiltrú. Og takist oss í þetta sinn að byggja samvinnu vora á grundvelli gagnkvæms trausts og tiltrúar og þar með varðveita ein- ingu andans í b'andi friðarins, þá. mun sjálfur friðarins guð veita oss sitt almáttuga fulltingi \ið hin vandasömu störf, sem bíða vor nú og láta þau, þrátt fyrir ískyggilegar horfur 0g erfiða að- stöðu verða þjóð vorri á einn eður annan hátt til frelsis og fram- fara og einstaklingunum til farsældar. Ög þá munum vjer hver einstakur ekki aðeins upp- skera þökk og virðing þjóðar vorrar heldur einnig þau laanin sem mest eru verð, að fá að, kanna í djúpi sálar vorrar eða samvitsku sannleik þessara orða Jesii:„Sælir eru þeir, sem friðinn semja, því þeir munu guðs börn kallaðir verða“ (Matt. 5. 9). Til þessa hjálpi því góður guð oss öUum með náðarkrafti síns heilaga friðaranda í Jesú Knsts blessaða nafni! Amen! Dr. l pdMsoh. Fræðimanna fylking þynnist, fallinn er Jón, oss svíður tjónið; helst til fljótt það fyrða grætti fallið þunga; gamla og unga setur hljóða, helgra fræða hnípin situr dísin vitur, sú mun lofa aldir yfir ýtran rekk á sökkvabekki. Hvar má finna í fróðra manna fjöld, þó leiti um borg og sveitir, fræðavörð, er fylli skarðið og fram úr dökku tímans rökkri dragi þjóðar dulin fræði og daufar rúnir á sagna túni láti skína lýða sjónum líkt og blóm í sumarljóma. pað gjörði hann, sem ávalt unni öidnum fræðum, og skreytti kvæðum afrek hinna eldri manna, ckki smá, en kunnug fáum; engum fyrnist aðalborna áa málið hans óbrjálað, fyrirmynd á letralandi leit hann Snorra tungu vorrar. Lýðinn kvaddi lofi prýddu ljóðasafni und Fornólfs nafni, þulurinn hári, hróðurmæri hans jafningi í meginkýngi, fornra hátta, um flestar gættir þótt fari að skygnast verar hyggnir, ei mun finnast, öld má sanna með eftirsjá, aS Jón er dáinn. Sóguskildi á um aldir í árdagsgliti fagurt ritað nafn hans stendur, en alfrjáls andinn æðri rúnar með ljettum brúnum lc.s, en hjer í heimi vorum h.aigt sje að finna nokkru sinni. Jleð fróðum höldum í flokki skálda hann fær nú teigað guðaveigar. Guðl. Guðmundsson. FRÁ DANMÖRKU. 23. febr. Skylda danskra, íslenskra o bretskra þegna til þess að iát áteikna vegabrjef sín vegna ferði laga innan þessara landa hef: verið afnumin frá 1. marts, mt orðsendingaskiftum milli dönsk og ensku stjómarinnar. pó ver? ferðamenn framvegis að sýn vegabrjef frá landi sínu og eim ig haldast framvegis núgildanx reglur um, að fólk sem kemur t að leita sjer atvinnu, verði að i inngönguleyfi, í Stóra-Bretlanc frá verkamálaráðuneytinu. Sei fólk í atvinnuleit telja Breti einnig þá, sem vinna kauplauí til þess að fá tækifæri til að lær málið. Rvík 25. febr. Endanleg úrslit lögþingiskosn- inganna á Færeyjum eru nú kom- in. — Hefir Sambandsflokkurinn fengið 3,691 atkv.; við kosning- arnar 1918 fjekk hann 2,950 at- kvæði og 3,472 atkvæði við kosn- ingarnar 1920. Sjálfstjórnarflokk- i’rinn fjekk 2,390 atkvæði en 1918 fjekk hann 2,921 atkvæði og 1920 2,462 atkvæði. Samkvæmt hinum nýju kosningalögum til lögþmgs- ins hafa Sambandsmenn fengið 13 þingsæti, en höfðu 9 eftir kosn- ingarnar 1918 og 10 eftir kosning- arnar 1920. — Sjálfstjórnarmenn fengu 10 þingsæti en höfðu á,rið 1918 11 og árið 1920 10. í hlut- falli við atkvæðatölu áttu Sam- bandsmenn tilkall til 15 þingsæta gegn þeim tíu, sem Sjálfstjórnar- menn fengu, en af fjárhagsásíæð- um hefir talá lögþingsmanna verið takmörkuð, svo, að þingmenn mega ekki vera nema 23. paraf eru 3 lcosnir í aukakjördæmum, og fengu Sambandsmenn þau öll. tekið við manninum hefir hann verið einangraður í sóttvarnahúsinu og verður þar fyrst um sinn. í gær fór fram bráðabirgðarannsókn á fólki því, sem hann hefir einkum umgengist í Hafnarfirði og verður það skoðað aft- ur eftir 2—3 vikur, því þá þykir lík- legt, að ganga megi úr skugga um hvort það hefir smitast eða ekki. Afnám kennaraembættisins í hag- nýtri sálarfræði er flutt í Nd. af Jörundi Brynjólfssyni, Bernharði Ste- fánssyni og Ingólfi Bjarnarsyni en ekki Tryggva pórhallssyni. Hjónaband. 23. þ. m. voru gefin saman í hjónaband hjer í bænum þau ungfrú Sigurlaug Pjetursdóttir og Björn Rósenkrans kaupm. Niels Dungal læknir er nýkominn til bæjarins úr all-langri dvöl er- lendis; lengst af var hann í pýska- landi, en einnig í Skandínavíu og nokkuð í Póllandi. ---x--- Grl. stmfregnir IChöfn 25. febr. FB. Fjármálasamningur Breta og Þjóðverja. Símað er frá Berlín, að þýska al- ríkisstjómin hafi gert samninga við Breta um, að innflutningstollur sá á þýskum vörum, sem fluttar eru til Bretlands og nemur 26% af and- virði vörunnar,skuli lækkaður niður í 5%. A kaupandi vörunnar í Bret- landi að greiða tollinn í ríkisfjár- hirslu Breta, gegn kvittun, sem Þjóðverjar skuldbinda sig til að innleysa, þegar fjárhagsmálefnum ÞjóSverja hefir verið komið í fast horf. Landráðaákcera. Símað er frá Múnchen, að land- ráðaákæran á beyerska fascistafor ingjann Ilitler og Ludendorff hers- höfðingja, fyrir byltinga.rtilraunina 8. nóvember í haust, komi fyrir dóm- stólana næstu daga. Veita menn máli þessu mikla athygli. Olíumálið í Bandaríkjunum. Símað er frá Washington: Olíu- hneykslismálið færist sífelt í auk- ana og breiðist í allar áttir. Eru all- ar horfur á því, að allir helstu menn stjórnarflokksins muni hljóta hneysu af máli þessu, því Daugherty dómsmálaráðherra hefir í yfir- heyrslunum hótað því, að leggja öll plögg í máli þessu fram fyrir al- menning, án þess að taka nokkurt tillit til þess hvað af því geti hlot- ist fyrir samveldismannaflokkinn. 70 ára afmæli átti á sunnudaginn Var Jón pórarinsson fræðslumálastj. Vík, 25. febr. FB. í nálægum sve.it- um hefir þessi vetur verið ágætur, það sem af er; óvenjulítið gefið og besta von um góða afkomu. Hjer hefir aðeins einusinni gefið á sjó, en lengi undanfarið hafa ver- ið sífeldar ógæftir. Kappskák. Undaníarin ár hefir kappskák verið háð milli taflmanna á Akureyri og í Reykjavík, og hefir sú þraut farið fram símleiðis. Að- faranótt sunnudagsins síðastl. fór fram síðasta kappskákin. Keppendur voru 11 frá hvorum. Úrslitin voru þau, að Norðlendingar sigruðu. — Höfðu 7 töfl móti 4. Togararnir. Nýlega seldu afla sinn í Englandi Leifur heppni fyrir 1080 stpd. og Skúli fógeti fyrir 1040. Að gefnu tilefni skal þess getið, að ummæli Morgunblaðsins þ. 23. þ. m., er jeg átti engan þátt í, um próf mitt í verklegum fræðum, geta vald- misskilningi, er jeg vil koma í veg fyrir. Námstími við Horsens Bygnings Teknikum er 3 ár og jafngildir próf þaðan prófi frá almennum verk- fræðiskólum á pýskalandi, með ámóta löngum námstíma. Rjettindi verk- fræðinga frá Polyteknisk Lærean- stalt og verkfræðinga frá Bygnings Teknikum, eru ekki mjer vitanlega aðgreind, enda þótt þeir fymet’ndu hafi fullkomnari mentun. 25. febr. 1924. Halldór Pálsson. 27. febrúar. FB. Á fundi hins nýstofnaða þingflokks, íhaldsflokksins, í gær- kvöldi, var formaður kosinn Jón porláksson alþm., en meðstjórnend- ur Jón Magnússon og Magnús Guð- mundsson. -1918 og eftirköst hennar. Lokahefti þessa rits, eftir porst. Gíslason, kemur innan skamms út. Áður eru komin út 3 hefti, hvert 12 arkir, en þetta hefti verður tvöfalt að stærð, svo að alt ritið verður, eins og ráðgert var í byrjun, um 60 arkir, eða ná- lægt 960 bls. -----o----- DAGBÓK. 26. febrúar. FB. Trachom-veiki fanst í fyrradag á manni úr Hafnarfirði. Hafði hann fengið bólgu í hvarmana og leitaði því til augnlæknis. Maður þessi, 22 ára gamall, kom fyrir þrem mánuðum frá Englandi. Vegna þess að spítal- arnir hjer eða farsóttahúsið gat ekki Áttræðisafmæli á í dag P. Nielsen, áður verslunarstjóri á Eyrarbakka. Hann er fæddur í Ring-Köbing á Jótlandi, en kom hingað til lands 1872, og varð þá bókhaldari við Le- foliisverslun á Eyrarbakka, en foi- stjóri hennar var þá Guðmundur Thorgrímsen, mikils metinn maður, sem stjómaði þeirri verslun í 40 ár. P. Nielsen kvæntist dóttur hans, Eugeniu, 25. júlí 1880, og tók við forstöðú verslunarinnar af tengda- föður sínUm 1. janúar 1887. Stýrði hann henni síðan með miklum dugn- aði fram til 1. jan. 1910, og var hús þeirra Nielsenshjónanna á Eyrar- bakka annálað fyrir gestrisni og rausn. Hvatamaður hefir Nielsen verið að ýmsum þörfum framkvæmd- um þar eystra. Hann stofnaði þar ábyrgðarsjóð fyrir róðrarbáta og kom á ýmsum umbótum í verkun sjávarafurða. Einnig studdu þau hjónin skólahald á Eyrarbakka og hjálpuðu mörgum fátækum bömum til þess að geta stundað þar nám. Hefir Brynjólfur heitinn Jónsson frá Minna-Núpi ritað um þau hjónin í aprílblað Óðins 1910, og þar ern liistpli 1314

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.