Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.03.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.03.1924, Blaðsíða 1
í Árg. kostar 10 kr. innanlftn<ig erl. kr. 12.50 Ritstjóri: Þorst. Gíslason. % Bœjariilsið Mopgunblaðið. Stœrsta íslenska lands- ’ólaÖiö. Skrifst, og afgr. Austurstr. 5. XIX. ái-g. 22. tbl. Re^kjavik, Miðvikudaginn 19. mars 1924. ísafoldarprentsmifij a k.f. OFVIÐRIÐ OG HÚSAGERÐ. „Látum oss yítin til varnaðar verða“. Að austan, vestan og sunn an liafa borist fregnir um stór- tjón, sem bafa orsakast af ofvíðr- unum nú fyrir skömmu. Fjögur íbúðarhús úr timbri hefir tekið af grunni, steinhús hrunið og orð- ið manni að bana, og margar hiöð- ur hafa fokið og þök af hlöðum og peningshiisum. pað hefir ekki ætíð þótt í annál færandi. þótt tæki þak. af hlöðu, og sennilega oru meiri brögð að því í þessum veðrum en. fregnir hafa komið i;m. það væri fróðlegt og þarflegt að safna skýrslu um skaðann og jafnframt að rannsaka ástæður fyrir foki húsanna, svo sem út- búnaði á þökum og undirstöðum. Hreppstjórar hver í sinni sveit a.ttu að vera sjálfkjörnir til að safna slíkum skýrslum og gefa jafnframt lýsingu á fokna húsinu. Eðlilegast er að stjórnarráð ísl. eða Búnaðarfjelagið gengist fyrir slíkri rannsókn. Hjer er um stórkostlega alvar- legt mál að ræða, og hefir það mál margar hliðar: a) Fyrst og fremst er fjárhags- skaðinn í beinum peningum, sem má búast við að geti numið alt að 100 þúsund krónum. Og þetta tapað fje, líklega einungis fyrir vankunnáttu og óvandvirkni. En sje þetta ekki rjett skoðun, éiga skýrslurnar að skera úr. Óbeinan skaða og mannslíf er ekki auðvelt að meta til fjár. b) Onnur hlið málsins er vans- inn. pað er ekki vansalaust að láta berast út um heiminn, að limb urhús fjúki af grunni og stein- hiis hrynji. Hvaða skoðanir eiga útlendingar að mynda sjer um slíkt menningarástand ? Eru það ekki mannvirkin sem gestsaugað fyrst og fremst skoðar sem mæli- kvarða fyrir menningu þjóðarna og einstaklingsins ? Jú vitanlega, en ekki það, hvort vjer fylgjum Parísar-tísku í klæðnaði frá toppi til táar. Vetrkin eru ávöxtur og af ávöxtunum skulum vjer þekkja þá. - c) priðja hlið málsins er trygg- ingin eða tryggingarleysið rjettara sagt. Hvaða tryggingu hafa bank- ar og sparisjóðir í slíkum húsum? Og hvaða tryggingu hefir ríkis- sjóður í slíkum og þvílíkum bygg- ingum, þegar kemur til fram- kvæmda jarðræktarlaganna ef byggingar eiga að fara fram eftir- litslaust og leiðbeiningarlaust ? pað er tilgangslítið að lána fje fyrir hiöður, sem svo að segja fyrirfram má búast við að fjúki. En skömm- in er oft skaðanum verri. Hversvegna fuku hús og hlöður og hrundi steinhús? Vegna þess að vjer erum, hvað fyrrihluta spurningarinnar snertir komnir út á óþjóðl. braut með byggingar vorar, einkum timbur- hús og járnþök, en með hinum nýja sið brestur alm. þekkingin til þess að gera byggjngarnar nægilega traustar og tryggar fyrir veðrum. A torfhúsum eru fátíð fok að und- anteknu því, ef flettir af torfu. Aldamótaárið 20. sept. gerði af- taka veður og hjelst um la.nd alt. í minni sveit fauk timburhús (1 af tveimur sem til voru í sveitinni sem íbúðarhús) og varð það tveim bömum að bana, en íor- eldrar liðu sálarkvöl, sem lengi mun sært hafa. Eigandinn sem er og var góður smiður hafði gert húsið of hátt í hlutfalli við breidd og lengd. pað var fest með trje- staurum niður í undirstöðana (kjallaraveggina), en þeir sviku þótt gerðir væru úr grjóti hlöðnu í sement. 1 næstu sveit voru 3 tímburkirkjur og fuku 2. Man jeg ekki hvort þar voru fleiri timbur- hús þá. pessi dæmi nægja að sýna hvert stefnir. Timburhús hjer á Islandi eiga ekki að vera til. Máske und- antekning á landsskjálftasvæðinu. pað má svo að orði kveða, að þau hafi fáa kosti, en flesta óko:-ti. Tilgangurinn er ekki sá að rök- ræða þetta hjer. Hvers vegna hrundi steirihús? pað er órannsakað mál. pað er ekki undravert þótt steinhús hrynji á íslandi, en það er af- skaplegt — það er voðalegt. — Skyldi þetta ekki hafa verið eitt af þeim mörgu, sem hrófað hefir verið upp af óvandvirkni og fá- fræði, máske ónýtt steypuefni — máske svikið sement. Er nokkuð á móti að þetta sje rannsakað þótt um seinan sje? pað er ekki dæmafátt að hingað til lands ht'fir flutst svikið sement. Fyrsta stein- hiisið sem jeg sagði fyrir verki á 1913 átti að byggja úr sviknu eða ónýtu sementi. Nokkuð af því hafði verið flutt á byggingarstað- inn langt uppi í sveit, en 90 — níutíu — tunnur höfðu verið keyptar og voru komnar á versl- unarstaðinn. Jég. tel það sannan- legt, að úr þessu sementi hefði verið bygt, ef jeg hefði ekki feng- ið því afstýrt, eftir að hafa rann- sakað það á ýmsan hátt, en hitt er ekki hægt að, segja um hversu langt hefði verið haldið með bygg- inguna. Svikin hlutu að koma í ljós fyr eða síðar. Sement þetta reyndist við rannsókn á tilrauna- stöð danska ríkisins að hafa hálfan styrkleika af magni því, sem dönsku sementi er lögboðið að hafa, en var þó afar- seinkannandi. pess skal getið að sement þetta var selt á uppboði fyrir 1—2 kr. tunnan. Bóndi nokkur keypti 10 tuunur og flutti í aðra sveit. Hvaðst þekkja þetta sement og ekki vera hræddur við það. Steypti úr því fót undir vinddælu. En fóturinn sveik í fyrsta veðri á árinu, og var það ekki ofsaveður. pað er glæpur að flytja vilj- andi til landsins ljelegt sement, á sama hátt og það er glæpur að byggja illa. 1 þetta skifti var það útlendingur sem stóð fyrir kaup- unum. (öat jeg um þetta í grein „XJm byggingarefni“ í Tímanum í september 1917). Fyrir töfina við að ná í gott sement, tapaði jeg heilli vetrarvinnu, og , hefi aldrei sjeð eftir því. í sömu sveitinni sem steinhúsið hrundi nýskeð, skoðaði jeg stein- hús fyrir nokkrum árum. Var það ellefu ára gamalt ög hafði kostað 10,000 — tíu þúsund — krónur. pað var lekt sem svampur og veggir svo gljúpir að útlit var fyrir, að reita mætti gat á þá með berum höndunum. Viðir voru mjög fúnir, og þiljur á neðri hæð svartar af bleytu og fúa. pað er sú ógeðslegasta og sjálfsagt óholl- asta íbúð, sem jeg hefi litið mn í. Sveitarómagar urðu að gera sjer hana að góðu. Útveggir eru all- þykkir, en styrkurinn er svo lít- ill að ákast tollir ekki á þeim, enda eru slíkir veggir ekki álit- legir til þess að bera uppi stór hús í ofviðrum. Jeg gat ekki ráð- lagt annað en niðurrif, til þess að bjarga viðunum frá frekari fúa. Mestar líkur eru fyrir að lielegt sement hafi verið notað í þetta hús. Blöndunarhlutföllin hcfðu verið sæmilega fullkomin. Hvað á að gera? Hvernig er hægt að afstýra slæmum bvgg- ingum ? 1. Oll hús í sveitum ættu að vera lág. Lág hús verða hægust, ódýrust, traustust, fallegust og þjóðlegust. 2. Útveggir allir, þar sem því verður komið við, ættu að vera úr steini eða steinsteypu, steyptir eða hlaðnir. Á íbúðarhúsum og fjósum tvöfaldir, þunnir, með traustum samtengingum, en bilið fylt mómylsnu. par sem ekki næst í steypu- efni ætti aðallega að byggja úr torfi. 3. Öll þök ættu að vera tyrfð með snyddu eða túnþökum, en undir bárujárn eða pappi á súð, eða bikuð súð með hrístróði milli súðar og þekju. Hallinn á þökun- um þarf að vera hæfilegur. 4. Bvggingarfræði þarf að gefa út á íslensku, sem er sniðin við ísienskt byggingarefni og alþýðu- hæfi. 5. Lög um húsagerð ætti að semja, þó efast jeg um að það sje tímabært. 6. í hverri sýslu landsins þarf að vera launaður maður — styrkt- ur að hálfu af sýslu- og að hálfu sl laudsfje — góður smiður og fróður í húsagerð, sem tek- ið hefir próf á þar til föllnu náms- skeiði í verklegri og bóklegri fræðslu. Styrkurinn þarf ekki að vera hár, en hann þarf að nú tilgangi sínum, sem á að vera sá, að hæfur maður fáist til þess að nema og gegna húsasmíði í sveitum. pað er sveitunum hið mesta mein að nú vantar slíka menn, og þar sem um góða smiði hefir verið að ræða b.afa þeir annað tveggja stundað búskap eða horfið til kaupstaða eða síldarþorpa, hafi þar boðist hærra kaup. í byrjun gætu nokkr- ar sýslur myndað samtök um emn mann. Gæfist það vel kæmu fleiri á eftir. Að endingu vil jeg minnast á, að við þurfum að stofna til sjóða sem hafa það eitt markmið að lána fje til bygginga í sveicum, og veita fje til verðlauna fyrir best hugsaða bæi. pað eflir áhuga og vekur umhugsun og gæti fætt af sjer þjóðlega og gagniega hugsun. pegar byggingasmíð er komið í fastari skorður með góðum stjórnendum innan sveitanna, ætti að mynda samvinnufjelög eða nokkurskonar þegnskyldu-fjelög, sem af frjálsum samtökum geng- ust fyrir að vinna að húsagerð og annari þarflegri sveitamenn- ingu. pessi vinnufjelög gætu ver- ið í nokkurskonar sparisjóðsformi þar sem menn lána dagsverk og eiga dagsverk á sjóði. Eftir að þetta er ritað, hafa borist fregnir um fok á sjö hlöð- um í Súgandafirði og mörgum skúrum. í Homafirði hafa fokið hlöður og útihús. Jóhann Fr. Kristjánssou. --------o------- Alþingi. Búnaðarlán. Tryggvi pórhallsson flytur í Nd. frv. til laga um stofnun bún- aðarlánadeildar við Landsbanka íslands. Segir þar m. a.: Sjer- stök lánadeild skal stofnuð við Landsbanka íslands, sem annast lánveitingar til jarðabótafram- kvæmda o. fl. samkv. lögum þess- um. Deildin nefnist Búnaðarlána- deild. Til ársloka 1926 leggUr Landsbanki íslands deildinni til alt að 500 þús. kr. á ári til út- lána. Sjerstakan reikning skal bankinn halda um deildina. Tilgangur deildarinnar er:l) að veita lán til jarðabóta með veði í fasteignum á íslandi. 2) að veita lán til jarðabóta, til stofnunar nýbýla og stofnunar mjólkurbúa, til smjör- og ostagerðar, trygt með ábyrgð bæjar-, sýslu- eða sveitarfjelaga. 3) að veita lán til löggiltra fjelaga fasteignaeig- eiwla (sbr. 17. gr. laga nr. 64 1921 um stofnun Ríkisveðbanka Is- lands), er hafa með höndum -:am- vinnumannvirki til jarðabóta, sýo sem áveitu á engi, samgirðingar eða önnur álíka mannvirkir og sjeu lánin trygð með veði í af- gjöldum a£ eignunum, með sams- konar forgangsrjetti fyrir öliam veðskuldum, sem opinberir skatt- at væru. Umsókn um lán úr deildinni skal jafnan fylgja áætlun um kostnað við þá landbúnaðarfram- kvæmd, sem lánið er teki® til, gerð af manni, sem Búnaðarfje- lag íslands tekur gildan, enn- fremur áætlun um væntanlegan arð af endurbótinni eða verðhækk un vegna hennar. Stjórn Lands- bankans skal leita uritsagnar Bún- aðarfjelags íslands um lánveit- ingar úr deildinni. Lán veitist því að eins úr deildinni, að lántak- andi leggi frarn til hinna um- ræddu framkvæmda, sem svarar að minsta kosti Vs kostnaðlar við þær. Alt að helming lánsins má greiða strax, en afganginn ekki fyr en verkinu er lokið og skoð- un hefir farið fram á því, á kostn- að lántakanda, framkvæmd af mönnum, sem Búnaðarfjelag .fs- lands tekur gilda. Ef um stærri fyrirtæki er að ræða, má þó greiðia lánið í fleiri hlutum, jafn- óðum og verkinu miðar áfram, eftir tillögum Búnaðarfjelags ís- lands. Vextir af lánum úr deild- inni mega ekki vera hærri en 4% og lánstíminn eigi skemri en 20 ár, og lánin afborgunarlaus fyrstu 4 árin. pá er lög um stofnun Ríkis- veðbanka íslands komast tilfram- kvæmdar, skal deild þessi leggj- ast niður og hverfa inn í hann með þeim hætti, sem stjórnarráð- ið ákveður í samráði við stjórn Landsbanka íslands. Seðlaútgáfa. Björn Kristjánsson flytur í Ed. frv. um seðlaútgáfurjett ríkisins. Er þar ákveðið svo að, „að ríkis- stjórnin skal setja á fót stofnun, er nefnist seðlaútgáfa ríkisins, til þess að framkvæma fyrir ríkissjóð seðlaútgáfu þá, sem til hans hverf- ur samkvæmt 2 .gr. laga nr. 6, 31. maí 1921, um seðlaútgáfu Islands- .banka, hlutafjárauka o. fl., og taka útgáfu á þeim % miljónar, sem ríkissjóður gefur út af seðl- um, svo og yfir höfuð, þegar seðlaútgáfurj ettur íslandsbanka er horfinn, að hafa á hendi alla seðlaútgáfu í landinu. Skal sú stofnun gefa út seðla fyrir rík- issjóðs hönd, eftir því, sem raun- veruleg gjaldmiðilsþörf krefur fram yfir seðla íslandsbanka. — Seðlarnir skulu innleysanlegir með gullmynt er krafist er. Upphæð seðlanna skal vera 100, 50 10 og 5 krónur. Til tryggingar seðlum þeim, sem seðlaútgáfa ríkisins gefur út, skal ríkissjóður þegar í upphafi ieggja stofnuninni. til 30% af útgefnum seðlum í gull- mynt, og má það trvggingarfje vera í gullmynt Danmerkur, Nor- egs, Svíþjóðar, og í íslenskri gull- mvnt, sem ríkið kann að láta slá. Auk þess skal stofnunin auka gullforðann smámsaman með arð- inum af viðskiftum sínum við bankana, uns gullforðinn nemur ,50% af þeirri seðlafúlgu, sem hæst var í umferð á umliðnu ári.“ Til þess að stjórna þessari seðla- stofnun er gert ráð fyrir því, að ríkisstjómin skipi bankafrððan mann, sem starfað hefir í banka í minst 6 ár, er fjárhagslega sjálf- stæður og eigi skuldbundinn bönk- unum. Hann á, að hafa 8 þús. kr. laun og dýrtíðaruppbót, má ekki hafa önnur embætti eða reka aðra atvimm, eða vera í stjóm atvinnu-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.